Dagur - 26.02.1975, Side 1
Mjög gott atvinnu- og
atliafnalíf á Dalvík
Á félagsi'áSsfundi í síðustu viku
hitti ég aS máli Kristján Olafs-
son, útibússtjóra Kaupfélags
Eyfirðinga á Dalvík, og spurði
tíðinda, er við svo festum á blað
á mánudaginn. Hann sagði þá
meðal annars:
Leikfélag Dalvíkur æfir nú
Hart í bak eftir Jökul Jakobs-
son. Leikstjóri er Jóhann Ög-
mundsson. Verkið verður frum-
sýnt upp úr miðjum mars.
Karlakór Dalvíkur æfir undir
•stjórn Gests Hjörleifssonar og
hélt samsöngva um jólin og
konsert verður hjá kórnum á
. föstudaginn. Hann býr sig undir
hljómplötuupptöku og kemur
sú plata út í vor. Undirleikari
er Guðmundur Jóhannsson frá
Akureyri.
Afli fimm netabáta, sem hér
eru gerðir út, er heldur lélegur,
þetta frá einu og upp í fimm
tonn. Bátarnir eru: Vinur, Otur,
Bliki, Haraldur og Fagranes.
Togararnir hafa hins vegar aflað
vel. Björgvin landaði 120 tonn-
um í síðustu viku og Baldur
kemur á morgun, þriðjudag.
Atvinna í hraðfrystihúsinu er
mikil. Togararnir eru undir-
staða atvinnulífsins. Nýr frysti-
hússtjóri, Árni Óskarsson, tók
við af ívari Baldvinssyni um
síðustu áramót.
Rækjubáturinn Sæþór, eign
Snorra Snorrasonar, hefur sótt
afla sinn á Grímseyjarmið í
vetur þegar gefur. Aflinn hefur
verið fluttur á bílum frá Dalvík
til Akureyrar til vinnslu. Veiði
hefur verið mjög góð, allt upp
í 14 tonn í veiðiferð, en því mið-
ur gefui' of sjaldan til þessara
veiða. Við erum ekki sem hress-
astir yfir því að þurfa að senda
rækjuna til Akureyrar.
Unnið er af fullum krafti við
heimavistarbyggingu fyrir fram
haldsskólastigið. Þessi heima-
vist á að taka 40 nemendur og
verður væntanlega tekin í notk-
un á næsta hausti. Fjögur sveit-
arfélög standa að þessari fram-
kvæmd.
Ákveðið er að hefja byggingu
læknamiðstöðvar hér á Dalvík
og skilst manni að hún verði
boðin út með vorinu. Er það
mikil framkvæmd og verður
mikil framför í heilsugæslunni.
í fjárlögum nú eru tæpar 17
milljónir króna ætlaðar til þess
ara framkvæmda.
Hitaveitan okkar hefur reynst
framúrskarandi vel. Ákveðið er
að fá liingað nýjan bor til að
reyna að auka enn magn heita
vatnsins. □
Tilraunaboranirnar við Kröflu fóru fram skammt frá Víti, sem hér sést.
(Ljósm.: H. Hg.)
störf
tefur
Kröflunefnd, sem er stjórn-
skipuð nefnd til að annast um
framkvæmdaþætti 60 megavatta
raforkuvers við Kröflu í Suður-
Þingeyjarsýslu, sem ákveðið
hefur vei'ið að reisa, hélt á mið-
vikudaginn sinn fyrsta blaða-
mannafund á Akureyri, en
nefndin hefur þar aðsetur. For-
maður Kröflunefndar er Jón G.
Sólnes alþingismaður og hafði
hann orð fyrir nefndinni, ásamt
varaformanni, Ingvari Gíslasyni
alþingismanni.
í fréttatilkynningu Kröflu-
nefndar við þetta tækifæri er
þetta meðal annars:
„Sl. haust var gengið frá samn
ingi við verkfræðiskrifstofu S.
Thoroddsen s.f., Reykjavík, og
Rogers Engineering Inc., San
Francisco, um skipulagningu og
hönnun verkfræðiframkvæmda
og öflun tilboða í vélbúnað jarð
gufuvirkjunar við Kröflu. Það
var ljóst, að öflun vélbúnaðar
og þá sérstaklega aflvéla til
væntanlegs orkuvers myndi
taka lengstan tíma og því ráða
hraða byggingarframkvæmda.
Kröflunefndin lagði því áherslu
á að flýta þessum undirbúningi.
Ráðgjafaverkfræðingar töldu
tilboð fyrirtækisins Mitsubishi
hagstæðast og afgreiðslufrestur
stuttur. Samningar voru því
gerðir um kaup á tveim 30 mega
vatta gufuhverfilrafal-samstæð-
um og er samningsverðið 890
millj. kr. á núverandi gengi,
miðað við afgreiðslu cif., Húsa-
vík. Afgreiðslufrestur fyrri véla
samstæðunnar er 16 mánuðir og
á þeirri síðari 18 mánuðir. í
verðinu er innifaldir varahlutir
fyrir 130 millj. kr.
Raforkuframleiðsla á að geta
hafist síðla árs 1976 því prófun
fyrri samstæðunnar á að vera
lokið með fullum afköstum í
októbermánuði það ár — ef ekki
Frá félasfsráðsfundi K.E.A.
bilar neinn hlekkur í fram-
kvæmdakeð j unni.
Kröflunefnd hefur bent yfir-
völdum á nauðsyn þess, að
hraðað verði lagningu byggða-
línu frá Kröflu til Akureyrar og
ennfremur bendir hún á hag-
kvæmni þess að leggja línu frá
Kröflu til Austurlands. Þá hef-
ur Kröflunefnd athugað um
kaup á 5—10 megavatta gufu-
aflstöð, sem upp yrði sett á
þessu ári, en ennþá hefur sú
athugun ekki borið árangur.
Þess má geta, að allur undir-
búningur Kröfluvirkjunar ei' í
höndum ríkisins, en til þess ætl
ast, að Norðurlandsvirkjun taki
við af Kröflunefnd. Sem kunn-
ugt er, hefur Norðurlandsvirkj-
un, sameign ríkis, sveitarfélaga
og fleiri aðila, ekki verið stofn-
uð ennþá.“
F élagsráðsfundur Kaupfélags
Eyfirðinga var haldinn á Hótel
KEA miðvikudaginn 19. febrú-
ar. Á félagsráðsfundi eiga sæti
deildarstjórar hinna 24 kaup-
félagsdeilda á félagssvæðinu og
félagsráðsmaður frá hverri
deild. Þar mæta og jafnan for-
stöðumenn hinna ýmsu versl-
unar- og viðskiptadeilda kaup-
félagsins, auk kaupfélagsstjórn-
ar og kaupfélagsstjóra.
Á félagsráðsfundi, sem jafnan
er haldinn snemma árs, flytur
kaupfélagsstjórinn sína fyrstu
skýrslu um rekstur kaupfélags-
ins á liðnu ári. Þá er sýnt hvern
ig málefni fyrirtækisins hafa
þróast, þótt ársreikningum sé
ekki lokið og endanlegar tölur
liggi því ekki fyrir. Þá bera
félagsráðsmenn fram fyrirspurn
ir og láta í ljósi álit sitt á hin-
um fjölþætta og mikla rekstri,
sem um sex þúsund félagsmenn
standa að í þessu stærsta kaup-
félagi landsins.
Hjörtur E. Þórarinsson, stjórn
arformaður Kaupfélags Eyfirð-
inga, setti þennan fund, bauð
fulltrúa hinna 24 félagsdeilda
velkomna og las nöfn þeirra.
Fundarstjóri var Hörður Garð
arsson á Rifkelsstöðum og fund
arritari Rögnvaldur Skíði Frið-
bjarnarson, Dalvík.
Valur Arnþórsson flutti þessu
næst skýrslu sína um starfsemi
Kaupfélags Eyfirðinga árið 1974,
Valur Arnþórsson kaupfélagstj.
greinargóða og yfirgripsmikla.
Þar kom fram, að velta fyrir-
tækisins alls hefur orðið 5.476
milljarðar króna á árinu, móti
3.6 milljörðum á árinu 1973.
í skýrslu kaupfélagsstjóra
segir m. a.:
Sala verslunardeilda félags-
ins hefur aukist að krónutölu
og magni um 50—60% og nam
allt að 1.8 milljarði króna. Sala
verksmiðjanna og þjónustu-
deilda hefur aukist tæp 60% og
nam 875 millj. króna. Launa-
kostnaður hefur aukist um rúm
60% miðað við fyrra ár.
Innlögð mjólk nam samtals
21.825.350 ltr. eða um 2.48%
hækkun frá fyrra ári. Utborgun
til framleiðenda á árinu kr.
576.576.206,60 og er hún
171.353.961,00 krónum hærri en
í fyrra. Á hvern líter er útborg-
unin 2.641,77 a urar, sem eru
76.22% af grundvallarverði.
Á sláturhúsum félagsins var
slátrað 52.964 kindum. Nam kjöt
þungi 785.667 kg og var það
2.6% lægri þungi en í fyrra.
Meðalvigt dilka lækkaði um 0.93
kg og var 14.12 kg án nýrna-
mörs.
Af sláturhússtjórastarfi lét
Haukur Olafsson, en við tók
Þórarinn Halldórsson.
Gæruinnlegg nam 55.001 stk.,
170.492,3 kg, sem er 3.500 kg
minni þungi en árið 1973.
Ullarinnlegg nam 56.731 kg
eða 4.805 kg minna en árið áður'
Kjötiðnaðarstöðin tók 730.717
af kjötmeti til vinnslu og sölu-
meðferðar. (Framhald á bls. 4)
í október n. k. minnast Norð-
menn þess, að 150 ár eru liðin
frá því fjöldi Norðmanna flutt-
ist vestur um haf. Tóku þeir
fyrstu land í New York. Verða
þar mikil hátíðahöld. Þotur Loft
leiða munu af þessu tilefni flytja
500 Norðmenn vestur og heim
aftur ó næsta hausti.
Frá 1825 til 1925 fluttu 800
þús. manns frá Noregi til Banda
ríkjanna. Er talið, að undirrót
Línulögn frá Kröflu til Akur-
eyrar hefur verið falin Raf-
magnsveitum ríkisins. Vegna
skamms tíma, verða fram-
kvæmdir við Kröfluvirkjun
ekki boðnar út, en leitað samn-
inga við verktaka, óvíst hverja.
Orkumálastofnunin hefur tekið
að sér að bora fimm vinnslu-
holur í Kröflu í sumar.
Væntanlega verður gengið
svo frá samningum við landeig-
endur um allan rétt tii fyrir-
(Framhald á blaðsíðu 6)
hinna miklu fólksflutninga hafi
verið löngun til meira trúfrelsis,
en ríkti í heimalandinu.
Fræg kvikmynd, Vesturfar-
arnir, gcrð eftir samnefndri bók,
var nýlega sýnt hér í sjónvai'p-
inu.
Á þessu ári munu íslendingar
einnig fjölmenna vestur, til að
minnast 100 ára byggðar í
Kanada. □
Loflleiðir flyfja 500 norðmenn