Dagur - 26.02.1975, Side 4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
r
Askorun
Félög verksmiðjufólks í landinu hafa
sent frá sér orðsendingu til þjóðar-
innar, sem vert er að veita atliygli.
Þar segir réttilega: „Vegna hins alvar
lega gjaldeyrisástands er nú ríkir og,
sem að verulegu leyti stafar af hóf-
lausum innflutningi, þar á meðal
allskonar iðnvarningi, sem liægt er
að framleiða hér innanlands, sam-
bærilegan að verði og gæðum, vilja
samtök iðnverkafólks hér með skora
á landsmenn alla, að haga innkaup-
um sínunr þannig, að innlend fram-
leiðsla hafi þar algeran forgang.
Með þvx myndi sparast dýrmætur
gjaldeyrir og atvinnuöryggi iðnverka
fólks, sem nii virðist í nokknrri
hættu, væri tryggt. Enn er í fulli
gildi liið fornkveðna, að liollur er
heimafenginn baggi. Þá vilja samtök
iðnverkafólks benda á, að naumast
er vansalaust að dýrmætt hráefni sé
flutt úr landi lítt eða ekki unnið, til
fullvinnslu erlendis, svo sem verið
hefur um lopaútflutning til Dan-
merkur undanfarið. Höfum það í
minni, að sparaður gjaldeyrir er
engu þýðingarminni en gjaldeyris-
framleiðsla."
Þetta er hin þarfasta ábending og
mætti hún leiða til þjóðai-vakningar,
um að efla og nota íslenskar iðn-
vörur. Hér mætti nefna áþreifanlega
liluti og eru þá nærtækar þær lirein-
lætisvörur, sem hér eru framleiddar
og seldar í samkeppni við erlendar,
setn ekki er sparað að auglýsa. Hér
má einnig nefna málningarvörumar.
Niðurlagðar og niðursoðnar mat-
vörur, kjöt- og fiskréttir, sem liér á
Akureyri er framleiddar, og standast
allan samanburð, eins og áðumefnd-
ar vörur. Verksmiðjufólkið nefndi
lopann og minnir það á hinar rnarg-
þættu ullar- og skinnavörur og fatn-
að, sem á Akureyri em framleiddar,
og er þá skófatnaður ekki undan
skilinn. í húsgagnaframleiðslunni er
nú vaxandi samkeppni og svo virð-
ist, að umbjóðendur erlendra liús-
gagna hafi ráð á betri þjónustu en
heimamenn, hvort sem það er vegna
sérstakrar fyrirgreiðslu framleiðenda
eða innlendra lánastofnana. Norð-
lendingar þurfa ekki að kaupa er-
lend húsgögn eða innréttingar. Um
öl, gosdrykki, súkkulaði, sælgætis-
vörur og margskonar efnavörur er
sömu sögu að segja, þar sem sii fram-
leiðsla lirekkur til. I málmiðnaði og
skipasmíðum fáum við ekki betri
þjónustu í öðrunr löndum. Þannig
mætti lengi telja, og vöruflokkar
þessir nefndir sem dæmi. En um
nauðsyn þess að styðja innlendan
iðnað geta víst allir verið samnrála.
Þá er sá hluturinn eftir, að sýna hug
sinn í verki, og það nrun alnrenn-
ingur gera. □
Frá félagsráðsfundi K. E. A.
Ö
(Framhald af blaðsíðu 1)
Jarðepli, teknar hafa verið
2.870 tunur af jarðeplum. Árið
1973 nam þetta 1.794 tunnum.
Freðfiskur, unninn á hrað-
frystihúsum á Dalvík og í Hrís-
ey alls 1.904.054 kg eða 48.4%
aukning'.
Fiskimjöl, unnið í Hrísey og
Dalvík alls 762.650 kg eða
27.87% aukning frá fyrra ári.
Saltfiskur, framleiddur í Hrís-
ey, Hjalteyri, Grímsey, Árskógs
strönd og Akureyri alls 1.160.150
kg' eða 123.73% aukning frá
fyrra ári.
Hrogn, frá Grímsey, Greni-
vík, Árskógsströnd og Dalvík
alls 950 tunnur eða 566 tunnum
færra en í fyrra.
Lýsi, framleitt á Dalvík, Ár-
skógsströnd og Hrísey alls
671.547 kg.
Helstu verklegar franrkvæmdir
og fjárfestingar 1974.
Haldið var áfram framkvæmd
um við nýju mjólkurstöðina á
Akureyri og var það lang
stærsta einstaka framkvæmdin,
sem unnið var við á árinu. Aðal
byggingin, ásamt móttökuhúsi,
var steypt upp og strengja-
steypuþak reist. Steyptar voru
undirstöður að ketilhúsi, verk-
stæði og spennistöð. Kjallari var
einangraður og múrhúðaður að
hluta.
Á árinu var samið við Alfa-
Laval í Svíþjóð um vélabúnað
til nýju mjólkurstöðvarinnar á
Lundstúni og er það lang stærsti
samningurinn, sem félagið hef-
ur gert til þessa, um vélakaup.
Á árinu voru greiddar kr. 15
milljónir inn á þennan samning.
Lokið var að mestu fram-
kvæmdum við nýbygginguna að
Hafnarstræti 95 á Akureyri.
Fjórða hæð hússins var innrétt-
uð fyrir Skattstofu Norðurlands
umdæmis eystra, svo og fyrir
göngudeild Fjórðungssjúkra-
hússins og læknastofur sérfræð-
inga. Fólkslyfta var sett upp í
austanvert húsið og vörulyfta
keypt, sem sett verður upp á
árinu 1975. Má segja að fram-
kvæmdum við þetta hús sé lok-
ið, að öðru leyti en því að þriðja
hæð hússins er óinnréttuð og
verður geymd til síðari tíma.
Frá Sveinafél.
Sölubúð Byggingavörudeildar
að Glerárgötu 36 var stækkuð
og endurbætt.
Grafinn var grunnur og geng-
ið frá undirstöðum fyrir nýtt
verslunarútibú matvörudeildar
við Hrísalund.
Unnið var að endurbyggingu
Kjötiðnaðarstöðvarinnar eftir
sprenginguna. Framkvæmdum
var ekki lokið í árslok og halda
því áfram á árinu 1975.
Nokkrar framkvæmdir voru
við frystihúsið og beinamjöls-
verksmiðjuna í Hrísey, aðallega
vegna lagningar hitaveitu, og
við frystihúsið á Dalvík, aðal-
lega við fiskmóttöku og aðstöðu
til affermingar úr frystigeymslu.
Haldið var áfram endurbót-
um á sláturhúsi félagsins á Dal-
vík til samræmis við auknar
heilbrigðiskröfur, svo og í hag-
ræðingarskyni.
Nokkrar endurbætur voru
gerðar á húsnæði bifreiðaverk-
stæðisins á Dalvík vegna eld-
varna.
Vélar og tæki, auk véla nýju
mjólkurstöðvarinnar, þurfti að
venju að kaupa vegna hinna
ýmsu fyrirtækja, svo sem til
Kjötiðnaðarstöðvar, gúmmívið-
gerðar, þvottahúss, frystihús-
anna á Dalvík og Hrísey, slátur
húss á Grenivík og beinaverk-
smiðju á Dalvík. Þá eru ótalin
tæki á skrifstofur. En þar er
tölvunotkun að hefjast. Þá voru
keypt margskonar flutninga-
tæki. Fjárfestingar námu alls
150 millj. kr. á árinu.
Framkvæmdir á árinu 1975.
Á árinu verður tekið við meg-
inhluta vélbúnaðar nýju mjólk-
urstöðvarinnar. Á árinu þarf því
að greiða þann hluta kaupverðs
ins, sem ekki fæst að láni er-
lendis, og verður þetta lang
stærsta fjárfesting ársins.
Haldið verður áfram nauðsyn
legasta frágangi utanhúss á
nýju mjólkurstöðvarbygging-
unni og einnig verður unnið
nokkuð í kjallara stöðvarinnar.
Keyptar verða ýmsar vélar
til Kjötiðnaðarstöðvarinnar,
keypt ný brauðgerðarsamstæða
til Brauðgerðarinnar, nýr vél-
búnaður til Smjörlíkisgerðar-
innai', og sett verður upp vöru-
lyfta í Hafnarstræti 95. Keyptar
verða þrjár bifreiðar, ein til
tankflutninga á mjólk, ein til
olíuflutninga og ein til flutninga
á lausu fóðri.
Mörgum fleiri verkefnum í
fjárfestingum og framkvæmd-
um hefði félagið þurft að sinna
á árinu 1975, en vegna hins
alvarlega efnahagsástands hefur
verið ákveðið, að félagið haldi
að sér höndum í fjárfestingum
eftir því sem framast er unnt,
sagði kaupfélagsstjórinn, og
ennfremur: Það blasir við, að
rekstrarútkoman er miklum
mun verri en á árinu 1973 og
eru helstu orsakir hinnar verri
afkomu mjög augljósar. Launa-
kostnaður jókst gífurlega, vaxta
byrði hækkaði mjög mikið, veru
legt tap varð á erlendum vöru-
kaupavíxlum vegna gengissigs
og gengisfellingar, og afkoma
frystihúsanna og beinamjöls-
verksmiðjanna á Dalvík og í
Hrísey versnaði mjög frá fyrra
ári. Þá hafði sprengingin í Kjöt-
iðnaðarstöðinni að sjálfsögðu
mjög slæm áhrif á afkomu stöðv
arinnar, en sala hennar á árinu
varð miklum mun minni en ella.
Ennfremur ber að geta þess, að
verslunarálagning var lækkuð
við gengisfellinguna í septem-
berbyrjun, en afkoma þjóðustu-
verslunar í dreifbýlinu er al-
mennt talin slæm. Þegar öll
þessi atriði eru athuguð verður
niðurstaðan óhjákvæmilega sú,
að þrátt fyrir mikla veltuaukn-
ingu á árinu 1974, hafi afkoman
orðið með versta móti og mun
verri en á undangengnum árum.
Þá verður ekki á þessu stigi
reynt að spá um rekstursafkom-
una á árinu 1975, en útlitið er
vissulega dökkt. Verulegur sam
dráttur virðist vera framundan
í verslun og viðskiptum, jafn-
framt því sem allur tilkostnaður
vex stöðugt. Sérstökum áhyggj-
um veldur það stóraukna fjár-
magn, sem þarf til birgðahalds
vegna hinnar gífurlegu verð-
bólgu. Fáanlegt lánsfé er af
skornum skammti, en vaxtakjör
eru auk þess slík, að mjög ber
að gjalda varhug við því að taka
síaukin lán til rekstursins.
Vegna hinnar gífurlegu verð-
bólgu varð félagið að auka fjár-
bindingu sína í ýmiss konar
birgðahaldi um rúmlega kr. 300
milljónir á árinu 1974 og er úti-
lokað, að félagið geti aukið fjár-
bindingu sína í birgðahaldi á ár-
inu 1975. Verðbólgan virðist
hins vegar ætla að halda áfram,
þannig að félagsfólkið verður að
vera við því búið, að nokkuð
geti borið á vöruskorti í einstök
um verslunardeildum. Jafn-
framt er það augljóst, að félagið
verður mjög að draga úr útlán-
um frá því sem áður hefur
er grátt
Kvcnfélagskonur afhenda gjöf sína í sjúkrahúsinu.
Gjöf frá Kvenfélagiim HLlF
Kvenfélagið Hlíf, sem hafði um
22ja ára skeið rekið barnaheim-
ilið Pálmholt og gefið Akur-
eyrarbæ það 1972, hefir af mikl-
um skörungsskap snúið sér að
því að styrkja barnadeild FSA.
1973 gaf félagið deildinni
vandaðan hitakassa, svonefnda
fóstru, einnig súrefnismæli og
Ijósalampa, sem notaður er við
gulu hjá nýfæddum börnum.
Næsta ár gaf félagið blóð-
þrýstingsmæli, sem gerir kleift
að mæla blóðþrýsting jafnvel
hjá fyrirburðum og sjúklingum
í losti, sem annars hefir verið
erfitt að mæla blóðþrýsting hjá
með venjulegum mælum. Einn-
ig gáfu konurnar vökvadælu,
sem stjórnar nákvæmlega því
magni af vökva, sem gefið er í
æð, yfir ákveðinn tíma. Nýlega
höfum við fengið barnavöggur,
upphitaðar með Ijósaperum,
fyrir fyrirburði, sem ekki þurfa
að dveljast í lokuðum hitakassa
með súrefnisgjöf.
Auk alls þessa hefir Minn-
ingarsjóður Hlífar gefið barna-
deildinni þessi tvö ár vönduð
leikföng', bækur og klukkur á
sjúkrastofurnar.
Þetta er ómetanlegt fyrir
deildina að njóta stuðnings
hinna mætu félagskvenna. Tæki
þessi hafa þegar komið að góðu
gagni og skapa mikið öryggi við
hjúkrun barnanna. □
verið.
□
Um nokkurra ára skeið hefir
Náttúrulækningafélag Akureyr-
ar unnið markvisst að því að
undirbúa byggingu hressingar-
hælis á Norðurlandi. Á síðast-
liðnu ári hefir komið veruleg
hreyfing þar á, meðal annars
hefir félaginu verið úthlutuð
lóð í landi Skjaldarvíkur fyrir
bygginguna, undirbúningur er
hafinn að vatnslögn til hælisins
og spursmálið um heita vatnið
að komast á hæsta stig.
Undirbúningsvinna mun vera
svo langt á veg komin að fram-
kvænrdir geta hafist á þessu ári
ef ekkert ófyrirsjáanlegt grípur
inn í.
Að undanförnu hefir félagið
aflað fjár til framkvæmdanna
með ýmsu nróti og er þegar til
nokkur sjóður, en meira mun
þurfa til að byrja með.
Aðalfundur Sveinafélags járn-
iðnaðarmanna á Akureyri hald-
inn 23/2 1975 lýsir fullri and-
stöðu sinni við þær aðgerðir
stjórnvalda, að rifta gerðum
kjarasamningum verkalýðsfélag
anna og atvinnurekenda með
lagaboði. Fundurinn skorar á
aðildarfélög A.S.Í. að standa
fast að baki samninganefndar
A.S.Í., í þeirri baráttu að endur
heimta jafngildi þeirra kjara er
náðust í samningum í febrúar
1974.
Fundurinn skorar á stjórn-
völd, að láta ekki þann doða og
ráðleysi sem hefur einkennt
valdaferil núverandi ríkisstjórn
ar verða orsök frekari óráða við
lausn þess efnahagsvanda sem
við er að etja.
Þá vill fundurinn koma þeirri
skoðun sinni á framfæri, að
þegar efnahagsvandi steðjar að
sé eðlilegt að úttekt sé gerð á
afkomumöguleikum heimilanna
í landinu, á samsvarandi hátt
og gert er við atvinnufyrirtæk-
in, og aðgerðir miðaðar við að
íþyngja launafólki ekki meira
en brýn nauðsyn ber til.
(F réttatilky nning )
Leshrisigur hjá
í vetur stofnuðu 10 konur úr
Saurbæjar- og Hrafnagilshrepp-
um til leshrings um námsefni
Bréfaskóla SÍS og ASÍ, „Fundar
reglur og fundarstjórn." Fundir
voru haldnir vikulega í félags-
heimilinu Sólgarði. Fyrri hluti
hvers fundar fór til úrlausnar á
verkefnum kennslubréfanna en
í seinni hluta tímans voru tekin
fyrir ýmis umræðuefni, sem
allir urðu að segja skoðun sína
á. Fundirnir voru alls 7 talsins
og á þeim síðasta afhenti leið-
beinandi leshringsins, Gunn-
laugur P. Kristinsson, fræðslu-
fulltrúi KEA, þátttakendum
námsskírteini Bréfaskóla SÍS og
ASÍ. Áhugi kvennanna á starf-
semi leshringsins var með mikl-
um ágætum.
Nám í leshringum er ennþá
mjög lítt þekkt hér á landi,
þrátt fyrir meir en hálfrar aldar
iðkun þess og vinsældir víða
um heim, ekki hvað síst á hin-
um Norðurlöndunum, sem mjög
beita þessari námstilhögun í
sambandi við fullorðinsfræðslu
sína. Til leshringa geta hópar
(8—12 manns) stofnað til þess
að afla sér fræðslu á flestum
sviðum, en algengast er, að það
sé í sambandi við bréfaskóla.
í leshringum er námið mun
ódýrara og, að flestra áliti,
skemmtilegra og fjölbreyttara
en einstaklingsnám. □
Þátttakendur í leshring kvenna í Saurbæjar- og Hrafnagilshrepp-
um (á myndina vantar þó eina ltonu) ásamt leiðbeinanda.
Um næstu helgi er hinn ár-
legi söfnunardagur félagsins, á
laugardaginn 1. mars verða seld
merki um allan bæinn og nær-
liggjandi sveitir, og er þess
vænst að vel vei'ði tekið á móti
þeim sem merkin selja.
Á sunnudaginn 2. mars kl. 3
verður síðdegisskemmtun í
Sjálfstæðishúsinu, sem félagar
annast að mestu leyti sjálfir.
Verður þar boðið upp á kaffi
GÍFURLEG AUKNING
DRYKKJUSÝKI
Níu milljónir Bandai'íkjamanna
eru drykkjusjúklingar eða of-
drykkjumenn. Drykkja eykst
en neysla annarra vímuefna
minnkar.
9 Drykkjusýki er nú meira
vandamál í Bandaríkjunum en
aðrir sjúkdómar, að undan-
skildu krabbameini og hjarta-
og æðasjúkdómum. Gera má ráð
fyrir að drykkjusýki stytti ævi-
skeiðið um 10—12 ár.
® Rúmur helmingur þeirra
55 þúsund Bandaríkjamanna,
sem bana bíða í umferðarslys-
um ár hvert, deyr í slysum þar
sem áfengi kemur við sögu.
9 Hjónaskilnaðir eru miklu
algengari meðal fólks, sem neyt
ir áfengis í óhófi, en annarra.
• Bandarískur iðnaður tap-
ar, að álitið er, 12 milljörðum
dala á ári vegna áfengisneyslu
starfsmanna.
(Folket, 1. 1975.)
Áfengisvarnaráð.
TALSTÖÐ STOLIÐ
Talstöð var stolið úr olíubíl frá
Esso, sem stóð við verkstæði
Þórshamars 19. og 20. febrúar.
Talstöð.in er Fisher 801, 50 vött
og 12 volta, og mun kosta um
250 þúsund lcrónur. Lögreglan
biður þá, sem veitt geta ein-
hverjar upplýsingar um mál
þetta, að gera aðvart. □
með heimabökuðum kökum og
léttu skemmtiefni, einnig verða
sýndar litskuggamyndir af ís-
lenskum steinum sem Ágúst
Jónsson hefir unnið og ljós-
myndað og sýna þær undrafeg-
urð sem býr í hinum íslensku
steinum, ennfremur verða sýnd
ar myndir frá þjóðgarðinum við
Jökulsá, Hljóðaklettum og
Hólmatungum. Steinamyndir
eru einnig til í stækkuðu formi
og eru til sölu í Amaró og nem-
ur hluti af andvirði þeirrar sölu
í byggingarsjóð N.L.F.A.
Félagið væntir þess að bæjar-
búar fjölmenni í Sjálfstæðishús-
ið á sunnudaginn kemur.
(F réttatilkynning)
í síðustu tölublöðum Alþýðu-
mannsins hafa birzt furðuskrif
um Leikfélag Akureyrar. Höf-
undur kallar þessar ritsmíðar
sínar „skopgreinar“, og verður
ekki annað sagt, en skopskynið
sé undarlega brenglað, ef dylgj-
ur, álygar og önnur mann-
skemmandi ummæli eru að hans
mati gamanmál, og verður vart
séð, að þessi draugur geti
skreytt sig með dulnefninu „leik
listarunnandi", heldur væri
meira við hæfi, að þar stæði
„leiklistarFÁKunnandi".
Greinar þessar bera með sér,
að höfuðmarkmið þeh-ra er, að
ata félagið, störf þess og starfs-
lið auri, og læða inn hjá les-
endum, þeirri skoðun, að þarna
sé saman komið glæpahyski,
sem ekki skirrist við að nota
fjármuni þá, sem L. A. hefur
undir höndum, og skiptir millj-
ónum króna, fyrst og fremst í
eigin þágu. Það sem mig undrar
þó kannski mest, er, að slík
skrif skuli fást birt í blaði, sem
vafalítið vill halda sig ofar sorp
blaðamennsku.
Eitt af því sem leikhúsdraug-
ur þessi heldur fram er að L. A.
sé rekið sem fjölskyldufyrir-
tæki. Er augljóst, að þarna er
draugsi að magna sendingu á
mig persónulega, þar sem sonur
minn og tengdadóttir eru hér
starfandi. Það verður ekki ann-
að séð, en þessum huldumanni
sé mjög í mun að koma á mig
höggi svo um muni, og honum
er raunar í lófa lagið, í skjóli
ósýnileika síns, að skjóta að
mér eiturörfum, án þess að ég
eigi þess kost að verjast, hvað
sem ég kann að hafa honum í
móti gert, og mér er hrein ráð-
gáta, nema þá að eitthvað hafi
komið uppá, á fyrri tilveruskeið
um. Það eina sem ég get því
vonast til, er, að lesendur hlúi
ekki að þessum rógsfræjum,
heldur merji þau undir hæli
dómgreindar sinnar. En eins og
töluð orð verða ekki aftur tek-
in, verða skrifuð orð heldur
ekki afmáð og höfundur hefur
ekki lengur vald á áhrifamætti
þeirra. „Leiklistarunnandi" má
vita það, að þessi skrif hans
hafa valdið sársauka, bæði mér
og öðrum, er þau hitta, og kann
að vera, að það vekji honum
einhverrar ánægju, en hræddur
Hart er nú til beitar
Stórutungu, 20. febrúar. Eins og
víða á landinu hefur tíðarfar
verið byljasamt hér í sveit. Þó
hafa ekki orðið stórskaðar, mið-
að við það, sem um heyrist
annars staðar.
Mjög er hart til jarðar en
snjór er ekki að sama skapi
mikill. Erfitt var um samgöngur
á meðan mestu illviðrin voru og
komu þá hjálpartæki við sögu,
bæði jarðýtur og heflar, heimil-
isdráttarvélar og vélsleðar. Nú
eru vegir greiðfærir en mjög
svellaðir og sumsstaðar ekið á
hjarninu utan vegar, og þannig
fært til fremstu bæja, jafnvel á
fólksbílum.
Sauðfé hefur verið á innistöðu
frá því það var tekið í hús, lömb
um 20. september og ær nokkru
síðar. Þetta er óvenju löng inni-
staða fjár vegna jarðleysis. En
minna er nú lagt upp úr vetrar-
beitinni en áður og er það vel
farið. „Krafstursjörð" fór illa
með landið, og sjást þess merki.
Eins og að líkum lætur var
félagslíf rólegt á meðan veður
og færi var órólegt. Þegar það
breytist lifnaði yfir mannfólk-
inu og hreyfing komst á hin
ýmsu félagssamtök, sem hér
starfa. Má þar nefna ungmenna-
félag í hefðbundnu formi og á
þess vegum er spilað bridge og
stundum spilað við aðrar sveit-
ir. Það sér einnig um þorrablót
og það mun standa til nú á
næstu dögum. Um þorrablót sér
nefnd, skipuð karlmanni og fjór
urn konum, sennilega í tilefni
kvennaársins, og er vel til fall-
ið. Ekki má gleyma „Klúbbn-
um“, þó betra nafn mætti senni
lega finna á þau ágætu samtök
karla og kvenna, sem sagt: kon-
ur starfa í tveim saumaklúbb-
um, eldri konur og yngri konur,
fyrir svo utan það, að kven-
félag starfar og lætur margt gott
af sér leiða. Kirkjunni má ekki
gleyma og æfður er kirkjukór
í góðri samvinnu við nágranna-
kóra í prestakallinu. í Staðar-
fellsprestakall kom á síðasta
sumri ungur og áhugasamur
prestur, Jón Baldvinsson, og ráð
inn er einn og' sami organisti
við allar þrjár kirkjur presta-
kallsins. Er það Friðrik Jónsson
frá Halldórsstöðum í Reykja-
dal.
Þ. J.
er ég um, að þessi hugarfóstur
hans eigi eftir að verða honum
sjálfum til meiri armæðu og
hugarangurs, en hann í upphafi
kann að hafa reiknað með.
Ég er búinn að starfa í stjórn
L. A. um tveggja áratuga skeið,
þar af ein átta ár sem formaðui\
sem ég í upphafi tók að mér
með hálfum huga, þar sem ég
vissi að það myndi taka flestar
mínar tómstundir, og svo einn-
ig, að ég var e'kki viss um að
valda þessu hlutverki svo sem
ég vildi. Ekki skal því neitað,
að oft höfum við orðið fyrir von
brigðum og fundist hægt miða,
og vafalítið höfum við ekki
alltaf fundið eða farið beztu og
heppilegustu leiðina til lausnar
þeim verkefnum er að var unn-
ið. En það er eins og þar stend-
ur, að oft er auðveldara að vera
vitur eftirá. Og er ég nú lít yfir
þetta tímabil finnst mér þó veru
lega hafa þokast til réttrar
áttar og það er að sjálfsögðu
mikilsverðast, að rétt horfi. Um
fjölskyldusjónarmiðið er það að
segja, að þau eru mér ekki fast-
ari í hendi en svo, að á tveim
síðustu aðalfundum hef ég' ósk-
að þess að losna úr formanns-
starfinu, og mun enn gera á
næsta aðalfundi, og vonandi
finnst einhver, sem vill gefa sér
tíma til að koma þar í skarðið,
sem nú er stórum léttara að
sinna eftir að fastur starfsmaður
hefur tekið við öllum daglegum
rekstri.
Þegar sú breyting var gerð,
að fastráða starfsfólk, var aug-
lýst eftir leikurum, og varð eng-
inn ágreiningur um ráðningu
þeirra átta, sem Magnús Jóns-
son þáverandi leikhússtjóri
gerði tillögu um að ráðnir yrðu.
Og miklu fremur finnst mér
ástæða til að þakka þessum
leikarahópi þrautseigjuna öll
þessi ár og mikið oð óeigin-
gjarnt starf, sem hefur vissu-
lega verið þeim um margt
óhentugt, svo sem að þurfa að
sækja vinnu að hálfu utan leik-
hússins, og ekki hafa launin
heldur gert þetta starf sérstakt
keppikefli. Félagið hefur aðeins
getað boðið leikurum sínum upp
á hálft starf, níu mánuði ársins,
og laun, sem eru þrem til sex
launaflokkum neðar en leikarar
höfuðborgarinnar njóta, og þeir
eru að sjálfsögðu í fullu starfi
allt árið. Það eymir því ögn
eftir af áhugamannastarfinu
ennþá, og hefði það ekki verið
fyrir hendi værum við ekki kom
in þangað, sem við þó erum
komin í dag. Ég held líka að fái
ég áfellisdóm almennings fyrir
það, að ég reki L. A. sem fjöl-
skyldufyrirtæki, verði flest mín
störf um dagana léttvæg fundin,
og verð ég þá að sæta þeim
dómi, en réttlátur finnst mér
hann ekki.
Að lokum vildi ég aðeins
drepa á eitt annað atriði, útfrá
staðhæfingum „sannleiksunn-
andans“, sem er sú skoðun hans,
að Samkomuhús bæjarins sé til,
og viðhaldið, aðeins vegna L. A.
Eftir að hafa áttað sig á þeirri
staðreynd, að L. A. greiðir sömu
leigu fyrir afnot sín af húsinu
og aðrir, er þar fá inni, er hann
þó enn við sama heygarðshorn-
ið og setur nú dærnið þann veg
upp, að viðhald og endurbætur
á hinu nær sjötuga húsi beri að
skrifa á reikning L. A. Með
öðrum orðum: Ef L. A. væri
ekki að flækjast í húsinu, bæjar
búum til leiðinda og jafnvel
skammar, að dómi „sannleiks-
unnandans" þá gæti bæjarsjóð-
ur sparað stórfé. Þá þyrfti ekk-
ert leikhús! Þetta vekur upp þá,
raunar fáráðlegu spurningu
hvort höfuðstaður Norðurlands
geti komist af án leikhúss?
Eftir að hafa heimsótt flest fé-
lagslieimili á Vestur-, Norður-
og Austurlandi, þar sem víða
hefur verið byggt af miklum
stórhug og myndarskap, eins og
t. d. á Blönduósi þar sem er rúm
góður salur með föstum sætum
á hallandi gólfi og einhverju
bezta leiksviði, sem þekkist á
landsbyggðinni, eða Valaskjálf
á Egilsstöðum, svo aðeins tveir
staðir séu nefndir, með stærsta
leiksvið hérlendis, utan Þjóð-
leikhússsviðsins, og 450—500
manna sal, fær maður alls ekki
skilið hugsanagang þessa ein-
staka „leiklistarunnanda".
Þá fær bæjarstjórnin líka
sinn skammt. Látið er að því
liggja, að við í L. A. höfum hana
í vasanum. Er það gleggsta dæm
ið um, að lítt gjörlegt er að
henda reiður á gaspri þessa
draugs. Það vita og skilja sjálf-
sagt flestir, að L. A. getur ekki
staðið undir rekstri sínum af
eigin aflafé, fremur en önnur
leikhús, eða ýmsar aðrar stofn-
anir, sem sjálfsagðar eru taldar
í hverju menningarsamfélagi.
Þannig er Þjóðleikhúsinu ætl-
aðar 128 millj. kr. á fjárlögum
ríkisins í ár, og Leikfélag
Reykjavíkur fær líka nokkrar
milljónir, auk milljónatuga frá
Reykjavíkurborg m. a. til að
byggja leikhús. Já, þeir eru
skrýtnir suður þar. Og má ekki
allt eins búast við því, að þessi
sparnaöai'posíuli leggi til að
ýmsar aðrar stofnanir bæjarins
verði knésettar, svo verulega
um muni fyrir bæjarkassann og
skattborgarana? Hvað kostar
t. d. rekstur Amtsbókasafnsins
samkvæmt fjárhagsáætlun ’75
Tæpar 11 millj. Náttúrugripa-
safnið 1.7 millj., Minjasafnið 1.9
millj., Námsflokkarnir 3.3 millj.,
Tónlistarskólinn rúmlega 7
millj. eða íþróttamálin með 21.3
millj. og þannig mætti halda
áfram, en sem betur fer eru
ekki á hverju strái slíkir furðu-
fuglar eins og sá, sem Alþýðu-
maðurinn fóstrar, og sýnist
raunar nauðsynlegt að takast
megi að kveða hann niður, því
það getur orðið slíkri vansælli
sál grátt gaman, að læðupokast
um meðal heilbrigðra manna.
Jón Kristinsson.
Um vafn
Samband íslenzkra sveitarfélaga
efnir til ráðstefnu um vatn dag-
ana 25. og 26. febrúar. Ráðstefn-
an verður haldin að Hótel Esju
í Reykjavík.
Fjallað verður annars vegar
um öflun neyzluvatns bæði í
þéttbýli og í strjálbýli, um val
og virkjun vatnsbóla, dreifi-
kerfi vatnsveitna og stöðlun
vatnslagna og hins vegar um
gæði neyzluvatns, matvælaiðn-
aðinn og vatnsþörf hans og um
neyzluvatnsmál í ljósi heil-
brigðiseftirlits. Einnig verður
rætt um vatnsveitur og bruna-
varnir og um gjaldtöku fyrir
þjónustu vatnsveitna.
Fyrri ráðstefnudaginn verður
m. a. plastpípugerð Vinnuheim-
ilisins að Reykjalundi skoðuð,
en síðari daginn verður efnt til
fundar með fulltrúum hita-
veitna þeirra sveitarfélaga, sem
vilja standa að skipulegu sam-
starfi sín á milli um málefni
hitaveitna.
Ráðstefna þessi stendui' opin
öllum sveitarstjórnarmönnum.
(Fréttatilkynning frá Sam-
bandi íslenzkra sveitarfélaga))