Dagur - 12.03.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 12.03.1975, Blaðsíða 8
SMÁTT & STÓRT sér sta Aðalfundur Dýraverndunar- félags Akureyrar, sem stofnað var í fyrra, hélt aÖalfund sinn síðasta sunnudag í Varðborg. Þar kom fram, að eitt og annað er athugavert í sambandi við meðferð húsdýra, meira en al- menningur gerir sér ljóst. Van- fóðrun búpenings mun eiga sér stað, samkvæmt upplýsingum, sem þarna komu fram, þótt hér sé ekki nánar tilgreint. En í : þeim tilvikum kemur til kasta forðagæslumanns og síðan yfir- valda, nema um kærur frá al- mennum borgurum komi til. I Einnig kom fram, að til er | vítaverð vanhirða, án þess um vannæringu sé að ræða. Þá er kvartað undan því, að hestar gangi eftirlitslausir, svo sem í Kjarnalandi, þar sem land á að vera algerlega friðað útivistar- svæði. Þá hefur búfjárhald í Flatey á Skjálfanda verið til umræðu hjá dýraverndunar- mönnum og ýmis önnur mál, er hér verða ekki nánar greind. Afskipti dýraverndunar- manna af illri meðferð dýra eru að jafnaði óvinsæl. Væntanlega þykir þó hinu unga dýravernd- unarfélagi meira um það vert, að takast á við vandamálin, en vera máttlaus félagsskapur áhugalítils fólks. í stjórn félagsins eru: Maríus Helgason formaður, Guðmund- ur Knutsen varaformaður, Jór- unn Olafsdóttir ritari, Drífa Jó- hannsdóttir féhirðir og Jón Sigurjónsson gjaldkeri. □ Snjóffé Um helgina féllu snjóflóð við Skarð í Dalsmynni og einnig við Ljósavatn. Ekki voru þau j talin stór, en á báðum stöðum lokuðu þau veginum. Á mánu- I dagskvöldið var búið að ryðja snjónum og opna veginn til um ferðar. Biðu þá margir bílar, : bæði vörubílar og fólksbílar, i eftir því að geta komist leiðar ! sinnar, austur og vestur. Ekki var til þess vitað, að tjón yrði j á mannvirkjum og ekki urðu slys á fólki. □ Eins og mörg undanfarin ár mun kvennadeild félagsins efna til köku- og munabasara til styrktar starfsemi Vistheimilis- ins Sólborgar. Ákveðið er, að basarinn nú verði haldinn n. k. laugardag 15. mars að Hótel Varðborg kl. 3 e. h. Verða þar seldar góðar kökur og ýmsir munir, en andvirðinu er varið til kaupa á leiktækjum og áhöldum til nota á Sólborg. Kvennadeildin hefur t. d. nú nýverið samþykkt að vei'ja til þeirra hluta um 300 þús. kr. og hefur þegar. afhent heimilinu verulegt magn leiktækja og mun á næstunni færa því að gjöf sjúkrarúm á barnadeild. Á laugardag og sunnudag mun svo fara fram á vegum félagsins merkjasala og verður hagnaði hennar varið til upp- byggingar á Sólborg, en þar standa nú fyrir dyrum veru- legar byggingarframkvæmdir til að bæta úr brýnni þörf fyrir aukna aðstöðu og fjölgun vist- manna .Eins og sakir standa er ekki hægt að taka inn fleiri vistmenn, en margir eru á bið- lista. Styrktarfélagið vill þakka bæjarbúum og öðrum hversu vel þeii' hafa brugðist við fjár- öflun félagsins á liðnum árum og væntir þess, að það megi enn njóta velvilja þeirra. TfMI ÞVf EKKI AÐ BÚA STÓRT Meiri ræktun, aukinn bústofn, vélvæðing og byggingar hafa verið keppikefli bændanna og er ennþá. Landbúnaðurinn hef- ur á skönimu tíma orðið vel vél- væddur viðskiptabúskapur og búvörurnar hafa lækkað veru- lega í verði, miðað við kaup- gjald neytenda. Fyrir nokkru sagði eyfiskur bóndi, liér á skrif stofu Dags, þegar rætt var um búskap bænda og hans eigin búskap, að hann tírndi því ekki að búa stærra en hann gerði, tímdi ekki að búa stórt, eins og svo margir aðrir sækjast eftir. Ástæðuna skilgreindi hann með þessum orðum: Ég tími því ekki að fækka þeim tómstund- um, sem þessi bústærð nún gefur mér. FRIÐUR OG GLEÐI Þessi orð eyfirska bóndans rifj- uðust upp fyrir þeim, er þetta ritar, er kunnur forystumaður bændasamtakanna í landinu lýsti heimsókn sinni á bænda- býli á Ströndum. Hann sagðist hafa orðið snortinn af þeim friði, sem fólkinu virtist svo eiginlegur þar, og af þeirri kyrr látu og sönnu gleði, sem lífið gæfi fólkinu á þessum slóðum. Margt af þessu fólki væri ein- angrað um lengri eða skemmri tíma, en þó væri það svo fram- úrskarandi félagslynt, heilbrigt og liamingjusamt. Hann sagði ennfremur, að kapphlaupið mikla í framkvæmdum land- búnaðarins gengi of nærri lík- amlegri heilsu margra bænda, Heita vatnifi á Laugum 70 sekl. Blaðið hafði á mánudaginn sam band við Þóri Sveinbjörnsson, er stjórnar borun eftir jarðhita á Laugum í Reykjadal. Hann sagði: Við erum nú komnir á 690 metra dýpi. Vatnsmagnið, sem kemur úr 7 þumlunga borhol- unni er 70 lítrar á sekúndu og hitinn er 64 gráður. Á 522 metra dýpi fengust 54 lítrar á sek. af 62—63 gráðu heitu vatni. Þrýstingur nú er 12 kg. Það Kútmagakvöld Lionsklúbbsins Hugins verður haldið að Hótel KEA föstudag- inn 14. mars n. k. kl. 19.30. Þetta er í 4. sinn, sem þessi skemmtun er haldin á vegum klúbbsins og hafa þær tekist sérstaklega vel fram til þessa, en á borðum eru eingöngu sjávarréttir og mun tala þeirra nálgast 40. Ágóða af kútmagakvöldinu mun síðan verða varið til líknar mála, eins og aðrar fjáraflanir sem fram hafa farið á vegum klúbbsins. Allir Lionsfélagar eru vel- komnir og leyfilegt er að taka með sér gesti. Vinsamlegast tilkynnið þátt- töku til Ólafs Stefánssonar í síma 2-36-01 eða Magnúsar Þórissonar í síma 2-14-44 fyrir þriðjudaginn 11. mars n. k. Kútmaganefnd Lionsklúbbsins Hugins. vatnsmagn, sem þessi borhola gefur, mun það mesta, sem upp hefur komið úr borholu hér á landi. Til samanburðar er rúm- lega 40 lítra holan í Reykja- hverfi. Þín1. ér vatnið mjög heitt. Eftir að borinn var kominn niður á áðurnefnda 522 metra og nægt vatn var fengið fyrir skólana á Laugum og næsta umhverfi, var haldið áfram og er það rannsóknarborun Akur- eyrarkaupstaðar. Óvíst er að við fáum mikið meira vatn á U>» <j,r-i-'- » * »eytn*, g-— « — "3 Í.000—1.200 metra dýpi, sem áætlað er að bora, en e. t. v. eykst hitinn er neðar kemur. Ég tel öruggt, að unnt sé að ná miklu meira af heitu vatni með nýrri borholu eða holum, sagði Þórir Sveinbjörnsson að lokum. Þegar blaðið ræddi um bor- unina og heita vatnið við Pál H. Jónsson á Laugum, sagði hann, að það væri mikil og dýr- leg lífsreynsla að vera vitni að þessum störfum og árangrinum. Heita vatnið væri eins og vænn bæjarlækur og biði upp á marg þætta möguleika. □ og um leið þeirri hamingju, sem sveitalífið gæti veitt, ef menn gefa sér einhvern tíma til að líta upp úr störfunum. EIGA MENN AÐ VELTA ÞESSU FYRIR SÉR? Ekki liafa bændur verið lattir til framkvæmdanna í þessu blaði, og ekki er það ætlunin nú. En þó myndi ýmsum liolt að velta framanrituðu fyrir sér, í hinu stranga kapphlaupi fram fara og stórframkvæmda í land- búnaðinum. Eitt er óliætt að fullyrða, að ekki mega búannir koma í veg fyrir félagsmála- störf byggðanna, því þau störf liafa einmitt lyft bændastéttinni meira en flest annað, úr fátækt til sæmilegrar velmegunar, svo sem auðvelt er að rekja af sögu undangenginna áratuga. TILVIL J ANIR? Það er langt síðan ég veitti því athygli hve margir menn, sem nú eru á miðjrnn aldri eða meira, og búa í kaupstað, telja sér þess mikils virði að hafa verið í sveit á barns- eða ungl- ingsárum. Hélt lengi vel, að það væru tilviljanir að rekast á svo marga, sem þessa sögu höfðu að segja. En þetta er engin tilvilj- un. Sveitadvöl eitt eða fleiri sumur er kaupstaðabörnuin holt og meira en það — það getur orðið þeim til ævilangrar blessunar og er það í mörgum tilvikum. Því er það mikil aftur för og raunar sorgarsaga, hve fáir unglingar eiga þessa kost nú á síðustu árum og hlutfalls- lega miklu færri en áður var. Tæplega er hægt að telja það sumardvöl þegar börn eru í hóp dvöl undir sérstakri gæslu i sveit, því þar komast þau lítt eða ekki í snertingu við sjálft sveitalífið, sem er hið eftir- sóknarverðasta. TIL JÓNS FRÁ | GARÐSVÍK Eftir lestur ljóðabókar Jóns frá Garðsvík. Annar „Káinn“ er hann Jón — áður Garðsvíkingur — gæðir lífið gamantón, græskulaus og slyngur. Værum ung og engum gift — ör í lund að vonum — mundi ég öllu angri svift una mér hjá lionum. Gömul kona. Brjánn Guðjónsson deildarstjóri hefur undanfarin ár og einnig nú í vetur fengið þá til liðs við sig, hina gömlu og skemmtilegu haiþn- onikuspilara Hauk og Kalla, og lagt leið sína út í Skjaldarvík og lialclið j>ar dansleiki fyrir gamla fólkið, sem orðið hafa liinir fjörug- ustu og þakksamlega þegnir af vistmönnum. Ilér á myndinni er Brjánn að dansa við 100 ára gamla konu, Þorbjörgu Þórðardóttur. 5x$x$xJx$x$>^x$xí>^x$x$><$x$xíxJ4x^<í^<í>^x$><$x$x$x5x$xíx$x$x$x$>^x$>^x$x$x$xíx$xJx$>^><J><$x Gunnarsstöðum, Þistilfirði, 10. mars. í dag er sól og bjartvirðri i Þistilfirði. Dálítið hefur enn snjóað og er því þungfært á vegum í byggð, jeppafæri, og ekki farið að moka og eflaust ófært á heiða- og fjallvegum. Til tíðinda má það teljast, að kennarar og fleira fólk hér austurfrá er að gera merkilega tilraun með fullorðinsfræðslu á Þói-shöfn. Fer hún fram á kvöldnámskeiðum og stjórnar þeim Guðbjörg Ingimundar- dóttir. Kennd er íslenska og enska, bókfærsla, vélritun o. fl. 15—20 manns taka þátt í full- orðinsfræðslu þessari og eru þátttakendur hinir áhugasöm- ustu og kennarai' einnig. Þess má einnig geta, að kennararnir læra hver hjá öðrum. Hvorki hef ég frétt af meiri sauðburði eða heimtum meiia en ég sagði frá síðast. Hrein- dýra hefur ekki orðið vart, en hins vegar hefur tófu orðið vart. Einn maður á Þórshöfn drepur tófur á vetrum og fer til þess um fjöll og fyrnindi. Hann hefur á þessum ferðum sínum bjargað margri sauð- kindinni. Hann er annars bíl- stjóri á sumrin, hrognkelsaveiði maður á vorin og veiðimaður á landi á vetrum. Hann er öðrum betur læs á stafróf náttúrunn- ar. Til dæmis fylgist hann vel með fuglakomum og um dýra- líf almennt. Þessi maður er Kristján Ásgeirsson. Ó. II.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.