Dagur - 19.03.1975, Blaðsíða 6

Dagur - 19.03.1975, Blaðsíða 6
6 I.O.O.F. 2 155032181/2 St.\ St.\ 59753217 — Vin.\ □ RÚN 59753197 — 2 Atkv. Föstumessa verður í Akureyrar kirkju miðvikudagskvöldið 18. mars kl. 8.30. Sungið verð- ur úr Passíusálmunum sem hér segir: 25. 1—5, 27. 9—13, 31. 9—14 og 25. 14. Fjölmenn- um í síðustu föstumessu vetr- J arins. — B. S. Messað verður í Akureyrar- kirkju n.k. sunnudag kl. 10.30 (ferming). Sálmar: 504, 256, 1 258, Leið oss ljúfi faðir, Bless- un yfir barnahjörð. — B. S. Á pálmasunnudag. Ferming í Akureyrarkirkju kl. 1.30 e. h. Sálmar: 504, 256, 258 og ferm ingarsálmarnir Leið oss ljúfi faðir og Blessun yfir barna- 1 hjörð. — P. S. Messur í Laugalandsprestakalli. Pálmasunnudagur: Hólar kl. i 14. — Föstudagurinn langi: Saurbær kl. 14. — Páskadag- ur: Munkaþverá kl. 13.30. Kaupangur kl. 15.30. — Ann- ar í páskum: Grund kl. 13.30. Kristneshæli kl. 15.30. —• Sunnudagaskólinn: Kaupang ur á pálmasunnudag kl. 10.30. Munkaþverá á skírdag kl. 10.30. Möðruvallaklaustursprestakall. Föstumessa í Möðruvalla- kirkju í kvöld (miðvikudag) kl. 9. — Sóknarprestur. Kristniboðshúsið Zíon: Sunnu- daginn 23. mars. Sunnudaga- skóli kl. 11 f. h. Öll börn vel- komin. Samkoma kl. 8.30. Ræðumaður Jón Viðar Guð- laugsson. Allir hjartanlega i velkomnir. — Hjálpræðisherinn — KVÖLDVAKA. Æsku- a lýðsfélagið heldur kvöld ifemáy vöku n. k. fimmtudags- kvöld kl. 8.30. Sýndar verða skuggamyndir, happdrætti til styrktar Æskulýðsfélaginu. Mikill söngur. Allir hjartan- lega velkomnir. Pálmasunnu- dag verður samkoma kl. 8.30 e. h. og Heimilasambandið er | á mánudag kl. 4 e. h. Allir velkomnir. Sjálfstjórn. Sá sem stjómar geði sínu er betri en sá sem vinnur borgir (Orðskv. 16. 32). Bráðlynt fólk athugið 1 þetta. — Sæm. G. Jóhannes- ' son. N.L.F.A. biður þá sem keyptu kökur 2. mars síðastliðinn í Sjálfstæðishúsinu að skila kökudiskunum hið fyrsta til Laufeyjar í Amaro. — Nefnd- in. Enn eru ósóttir tveir vinningar í landshappdrætti N.L.F.Í. i Vinningsnúmerin eru 4319 og 4320. — Happdrættisnefnd. Konur í kvennadeild Styrktar- félags vangefinna á Norður- landi. Fundur á Sólborg kl. 20.30 miðvikudaginn 19. mars. Mætið nú vel. — Stjórnin. Brúðhjón: Hinn 14. mars voru gefin saman í hjónaband á Akureyri ungfrú Þórdís Þor- kelsdóttir skrifstofustúlka og Karl Oli Lárusson skrifstofu- maður. Heimili þeima verður að Höfðahlíð 1, Akureyri. — Hinn 15. mars voru gefin saman í hjónaband í Akur- eyrarkirkju ungfrú Margrét Baldursdóttir starfsstúlka F.S.A. og Ólafur Einarsson bifvélavirki. Heimili þeirra verður að Víðilundi 4 c, Akureyri. I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan nr. 1. Fundur fimmtudaginn 20. þ. m. kl. 8.30 e. h. í félags- heimili templara, Varðborg. Fundarefni: Vígsla nýliða o. fl. Eftir fund: Kaffi. Félags vist, góð verðlaun. — Æ.t. I.O.G.T. st. Akurliljan nr. 275. Fundur í félagsheimili templ- ara, Varðborg, föstudaginn 21. þ. m. kl. 20.30. Fundarefni: Vígsla nýliða, venjuleg fund- arstörf. Mætið vel og stund- víslega. — Æ.t. Kvenfélagið Hlíf heldur fund í Amaróhúsinu laugardaginn .22. mars kl. 15.30. Kaffi. Konur fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. — Stjói’nin. Frá Sjálfsbjörg. Aðal- fundur félagsins verður -haldinn í Bjargi þriðju- daginn 25. þ. m. og hefst kl. .8.30 e. h. Venjuleg aðalfundarstörf. — Stjórnin. Gjöf til Minningarsjóðs Kven- "Télágsins Hlífar (Barnadeild F.S.A.) kr. 150 frá ónefndri konu. — Með þökkum mót- tekið. — Laufey Sigurðar- þóttiir, i ■/ ' t i Leiðrétting. í frétt af bátnum Sólrúnu á Litla-Árskógssandi var sagt, að Sveinn Gunn- laugsson væri formaður. Það er ekki rétt. Formaður er Sigurður Konráðsson og leið- .réttis.t þetta hér með. Gjöf tíl konu Geirfinns Einars- sonar kr. 10.000 frá barnakór Bamaskóla Akureyrar. — Til Hjálparstofnunar kirkjunnar kr. 5.000 frá N. N. — Bestu þakkir. — Birgir Snæbjörns- son. / Húsmæðraskólafélagið heldur handavinnufund -f -Húsmæðra skólanum n. k. mánudag kl. 8 e. h. Frá Sálarrannsóknarfélaginu. Úlfur Ragnarsson læknir flyt ur erindi á mánudagskvöldið í Alþýðuhúsinu kl. 8.30. Fé- lögum heimilt að taka með sér gesti meðan húsrúm leyfir. Frá Rauða krossinum. Neyðar- bíllinn: I. og A. J. kr. 1.000, N. N. kr. 5.000. — Snjóflóða- söfnunin: Frá Ingólfi Júlíus- syni kr. 1.000. — Geirfinns- söfnun: Frá Ingólfi Júlíus- syni kr. 1.000. — Með þakk- læti. — Guðmundur Blöndal. Ólafsfirðingar, Akuréyri. — Ákveðið hefur verið að halda árshátíð ef næg þátttaka fæst. Látið skrá ykkur fyrir 5. apríl í símum 21872, 21192, 21762 eða 22319. Námskeiðið, sem hófst sl. helgi í Verslunarmannahúsinu við Gránufélagsgötu, heldur áfram laugardaginn 22. mars, á sama stað, kl. 17.00. Verið er að rannsaka Matteusar- guðspjallið. Slík námskeið hafa mætt miklum vinsæld- um, þar sem þau hafa verið haldin. Auk hins talaða orðs eru sýndar athyglisverðar lit skuggamyndir frá Austur- löndum og víðar. Námskeiðið er ókeypis og allir velkomnir. — Jón Hj. Jónsson. Leikfélag Akureyrar Kerlingarnar föstudagskvöld kl. 8,30. Kerlingarnar sunnudagskvöld ;kl. 8,30. Miðasala kl. 4—6 daginn fyrir sýningu og sýningardaginn. Leikfélag Akureyrar. Til fermingargjafa Prjónajakkar. Peysusett. Peysur, mikið úrval. Blússur, fjölbr. úrval. Náttkjólar. Náttföt. O. fl. o. fl. VERZLUNIN DRÍFA sími 2-35-21. Til sölu HONDA SS 50 árg. ‘73. — Uppl. hjá Trausta Traustasyni, sími 1 10 55. Til sölu BARNA- KOJUR (Hlaðrúm). Uppl. í síma 22532. LÓÐ og TEIKNING að einbýlishúsi til sölu. Uppl .í síma 2-11-45 milli kl. 8 og 9 á kvöldin. Til sölu BARNAKOJUR (hlaðrúm). Uppl. í síma 2-15-29. Aðalfundur Akureyrardeildar KEA verður haldinn á morg- un, fimmtudag, á Hótel KEA og hefst kl. 8.30. — Sjá aug- lýsingu í síðasta blaði. Hjálparsveit skáta. Sveitarfund ur í Hvammi mánudaginn 24. mars kl. 5 e. h. Páskaferðin og fl. rætt. — Stjórnin. Munið aðalfund Krabbameins- félags Akureyrar á fimmtu- dagskvöldið 20. mars n. k. kl. 21 að Hótel Varðborg. —• Stjórnin. Innilegar þakkir fýrir auðsýnda samúð og vinar- bug við andlát og jarðarför JÓNS JÓHANNSSONAR, Skarði. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri fyrir góða hjúkrun. Sigrún Guðmundsdóttir, börn, tengdabörn og bamabörn. ■ ■ Oskjuvaka Ferðafélag Akureyrar heldur kvöldvöku í Al- þýðuhúsinu n.k. föstudagskvöld ‘kl. 20.00, sem einkum mun helguð Öskju, — Gestir kviildsins verða þeir Ólafur Jónsson og Guðcnundur Sig- valdason, jarðfræðingur. Sýnd verður Öskjukvikmynd Ósvaldar Knudsen. Ýmislegt fleira verður á dagskiá. A ; Hressing verður fáanleg á staðnum. FERÐAFÉLAG AKUREYRAR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.