Dagur - 19.03.1975, Blaðsíða 5

Dagur - 19.03.1975, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Hornsteinar atvinnulífsins Starfsemi Kaupfélags Eyfirðinga er margþætt. Það hefur mikinn versl- unarrekstur, vinnslu og sölu sjávar- vara og búvara, umboðssölu, þjón- ustudeildir, verksmiðjurekstur, út- gerð og fjölmörg útibú í bæ og byggð. Heildarvelta félagsins síðasta ár varð á sjötta milljarð og er KEA skipað á bekk með stærstu fyrirtækj- um landsins. Eastráðnir starfsmenn þess eru á sjötta hundraðinu mörg síðari árin, en félagsmenn um sex þúsund. j Eyfirskir bændur stofnuðu félagið og mörkuðu stefnu þess í upphafi. Það varð lyftistöng í héraðinu og efldi Akureyri sem liöfuðstað Norð- urlands og gerði hana ásamt sam- vinnuverksmiðjunum hlutfallslega mestan samvinnubæ, sem þekkist.. . Á síðustu tímum óttast menn at- vinnuleysi meira en flest annað. Nokkra launaskerðingu þola margir og á þá þolinmæði liefur reynt veru- lega, en atvinnuleysi þola hvorki heimilin né þjóðarbúið. Hundruð verkalýðsfélög undir forystu Alþýðu sambands íslands búa sig undir átök á vinnumarkaðinum, ef tilraunir til kjarasamninga, sem nú standa yfir, bera ekki viðunandi árangur. Ef illa fer í því efni og atvinnuvegir stöðv- ast uin lengri eða skemmri tíma, er vá fyrir dyrum. Ef atvinnuleysi af svonefndri samdráttarstefnu stjórn- valda verður staðreynd, sein óttast er, er einnig vá fyrir dyrum. Þessi tvöfaldi vandi gæti lagst á þjóðina með ofurþunga og mætti þá segja, að ógæfunni yrði allt að vopni. Þar sem þróttmikil félög sam- vinnumanna starfa, er síður hætt við atvinnuleysi af völdum almennrar samdráttarstefnu. Hér á Akureyri hrynur atvinnulífið ekki í rúst á meðan Kaupfélag Eyfirðinga og Sam bandið lialda í horfinu með sitt 1200 manna starfslið, Slippstöðin með 200 iðnaðarmenn liefur verkefni og tog- araútgerð bæjarins, sem enn er að bæta við sig nýjum togara, leggur afla á land. Þetta era stærstu fyrir- tækin, fyrir utan sjálft bæjarfélagið, en nær óteljandi önnur þörf og at- vinnuskapandi þjónustu- og fram- leiðslufyrirtæki hafa að sjálfsögðu ómetanlega þýðingu, hvert á sínu sviði og sem ein lieild. Á erfiðum tímum er mest ástæða til að standa traustan vörð um þessa hornsteina atvinnu og velmegunar. □ Bjarni E. Guðleifsson veitir til- raunastöð Rannsóknarstofnun- ar landbúnaðarins forstöðu, fyrst í Gróðrarstöðinni en nú á Möðruvöllum í Hörgárdal. Blað ið hitti tilraunastjórann nýlega að máli og svaraði hann góð- fúslega nokkrum spumingum um hina norðlensku tilrauna- stöð, sem nú er komin út í sveit. Rannsóknarstofnunin rekur fleiri tilraunastöðvar? Já, í öllum landsfjórðungum. Fyrir Austurland á Skriðu- klaustri, fyrir Norðurland á Möðruvöllum, fyrh- Vesturland á Reykhólum og fyrir Suður- land á Sámsstöðum. Ennfremur er svo fjárbú á Hesti í-Borgar- firði og tilraunir eru á báðum bændaskólunum á þeirra eigin vegum. I Nú eruð þið fluttir frá Akur- eyri til Möðruvalla? Við fluttum á síðasta ári. Það var fyrirsjáanlegt, að hér þurfti að leggja í fjárfrekar frám- kvæmdir til að halda tilrauna- starfseminni áfram og þótti ekki ráðlegt að gera þáð hér í þéttbýlinu. Ríkið á hins vegar Möðruvelli og það varð að ráði, að flytja tilraunastarfsemina þangað, á hálflenduna, þar sem áður bjó Eggert Davíðsson, en á hinni hálflendunni býr séra Þórhalluf Höskuldsson sóknar- . prestur.. Á Möðruvöllum er unnt að byggja upp veglegá til- raunastöð, því landrými er þar mikið og staðurinn er að ýmsu leyti góður. Ráðsmaður á til- raunastöðinni á Möðruvöllum er Björn Pálsson. Verður um breytingar að ræða í tilraununum? Það er ætlunin. Það hefur verið of mikið um það að ræða í tilraunastarfseminni hér á landi, að tilraunaflokkum hefur verið skipt og þeir einangraðir um of. Til dæmis hefur bútækni verið rannsökuð á einum stað, heyverkun sér, jarðrækt sér og búfjárrækt sér. Núverandi stefna beinist nú meira að því, að tengja þetta meira saman á hverjum stað. Fylgjast þarf með framleiðslunni frá grunni og þar kemur jarðræktin fyrst, þá áburðarnotkun og heyverk- un, fóðrun og framleiðsla bú- varanna, þar til hún kemur á borð neytendanna. En allir eru þættir þessir samtengdir í bú- skapnum. Tilraunir í nautgripa rækt og sauðfjárrækt verða aðal viðfangsefnin, fyrir utan jarðræktina sjálfa. Hvaða bústofn liafið þið nú? Við erum með 36 kýr og 170 fjár. Ætlunin er að hafa 50 kýr og 200 fjár. En til þess vantar okkur aðstöðu, meðal annars til þess að geta nýtt sama búpen- ing til margskonar tilrauna í senn. Hvaða aðstöðu vantar eink- um? Okkur vantar sérstakt til- raunafjós fyrir 50 kýr, sem áætlað var að byggja á þessu ári, en verður líklega frestað að sinni. En sérstakt tilraunafjós í nautgriparækt hefur ekki verið byggt hér á landi ennþá. Þær tilraunir á þessu sviði, sem gerð ar hafa verið. hafa farið fram í Bjarni E. Guðleifsson, lilraimasljóri, svarar nokkrum spurningum Dags venjulegum framleiðslufjósum. í tengslum við þetta reiknum við með kálfafjósi, þar sem fram fær,u tilraunir með upp- eldi á kvígum og svo kálfum til kjötframleiðslu, þar með holda- gripum. En auk þess vantar okkur aðstöðu til að gera sauð- fjártilraunir. Á Möðruvöllum eru að vísu nýleg fjárhús og má breyta þeim í tilraunafjár- hús, sem henta okkur, einkum Bjarni E. Guðleifsson, tilraunastjóri. vegna þess hve stór þau eru, taka um 400 fjár, en við reikn- um með að hafa um 200 fjár. En sú aðstaða, sem ekki hvað síst vantar, eru íbúðarhús fyrir starfsfólk og mötuneyti. Reikna má með, að þegar allt er komið í fullan gang, eins og maður segir, vinni þarna um tíu manns, þar af tveir sérfræðing- ar, annar í jarðrækt en hinn í búfjárrækt. Sérfræðingar Rann sóknarstofnunar landbúnaðar- ins, sem skipuleggja tilraunirn- ar, eru búsettir syðra og vinna einkum á Keldnaholti. Þeir heimsækja tilraunastöðvarnar úti á landi öðru hverju, stund- um alls ekki. Þetta finnst mér ótækt skipulag. Sérfræðingarn- ir eiga að vera þar, sem tilraun- irnar eru framkvæmdai' og vinna við þær. Við stefnum að því að fá tvo sérfræðinga og tel ég mikils vert að svo verði. Verður þá hægt að nýta bú- féð betur, sem tilraunabúfé? Já, miklu betur-en unnt hefur verið á tilraunabúunum hingað til. Það sauðfé skiptir þúsund- um, sem er á öllum tih'auna- stöðvunum og bændaskólunum. En það er hægt að nota sama féð í afkvæmarannsóknir og fóðurtilraunir og það munum við reyna að gera á Möðruvöll- um. Við höfum allan búpening- inn í tilraunum og sömu grip- ina í fleiri en einni rannsókn, sem er miklu hagkvæmara. Hvaða rannsóknir eru í gangi núna? Enn erum við í raun og veru að koma okkur fyrir á staðnum, bæði í haust og vetur og er þó margt ógert af því sem gera þarf, bæði breytingar og lag- færingar. Nú eru þarna afkvæmarannsóknir á fyrsta kálfs kvígum. Það eru afkvæma hópar valinna nauta, sem áður voru framkvæmdar á Lundi við Akureyri, en þar mun sú starf- semi leggjast niður. Afkvæma- rannsóknum á stöðvum verður hætt, en í þess stað verða þær 'gerðar samkvæmt skýrsluhaldi úti á meðal bændanna sjálfra. Snnfremur erum við með fóður tilraunir hjá þessum kvíguhóp- um. Beinast þær einkum að því að finna getu þeirra til að nýta heyfóðrið eingöngu. Hjá sauð- fé erum við með samanburðar- tilraunir í fóðrun, þar sem hey- flokkurinn fær ekki korn af kjarnfóðri, en hinn hey og kjarnfóður. Það er helst á vor- in, sem alger heyfóðrun getur verið takmarkandi þegar tví- lembur eiga í hlut. En vel hey- aldar ær kunna að þola að mjólka af sér holdin eftir burð. En jarðræktartilraunirnar? Þær hafa verið í Gróðrarstöð- inni, en smátt og smátt verða þær fluttar að Möðruvöllum, en það er ekki hægt að flytja þær á einu ári. í sambandi við jarð- ræktina, vona ég að geta notað eitthvað af gripunum við beitar tilraunh' í sumar, bæði á tún en fyrst og fremst á grænfóður- land. Við höfum verið með grænfóðurtilraunir í samvinnu við Bændaskólann á Hólum. Það er ekki nóg að slá græn- fóðurtilraunir og vigta upp- skeruna, heldur þarf að rann- saka hvernig skepnur nýta það, með því að taka það sjálfar á vaxtarstaðnum. í jarðrækt eru næstum óþrotleg tilraunaverk- efni. En e. t. v. er sú spuming nú mest brennandi, hvernig við getum hagnýtt sem best hið heimafengna fóður til fram- leiðslu kjöts og mjólkur, til þess að komast hjá að kaupa erlent kjarnfóður í því mikla magni, sem gert hefur verið. Nautastöðin í Hrísey? Henni er ég ekki vel kunnug- ur, en það mál mun á réttri leið, hvað snertir nauðsynlegar byggingar og annan undirbún- ing. Meginatriði nautastöðvar í Hrísey, er að fá sæði úr erlend- um holdanautum til holdanauta kjötsframleiðslu. En áhugi á því máli hefur verið mikill og vakandi hjá bændastéttinni mörg undanfarin ár. Sennilegt er, að tilraunastöð okkar muni síðar fá það verkefni að rann- saka ýmsa þætti í fóðrun á holdanautablendingunum. Að lokum, Bjarni? Það eru margir aðilar, sem starfa saman að hinum ýmsu þáttum leiðbeininga- og rann- sóknarstarfs. Má þar nefna Rannsóknarstofu Norðurlands, búnaðarsamböndin á Norður- landi og ráðunauta þess, Nátt- úrugripasafnið, Bændaskólann á Hólum og tilraunastöðina á Möðruvöllum. Forstöðumenn allra þessara aðila vinna vel saman og er það mikils virði. Að síðustu tel ég, að áherslu beri að leggja á tilraunir í græn fóðurrækt og nýtingu þess, einnig áhrif beitar og sláttutíma á túngrösin. Þá hef ég alltaf áhuga á kalrannsóknum, þótt ég hafi ekki getað sinnt þeim sem skyldi. Stöðin er nú vel staðsett fyrir þær rannsóknir. Vísindasjóður hefur veitt okkur Herði Kristinssyni á Náttúru- gripasafninu fé til rannsókna á kalsveppum, sem við fundum og geta átt einhvern þátt í svo- kölluðum kalskemmdum á tún- um. Þessir. sveppir höfðu ekki fundist hér áður, svo sannað væri. Þetta eru einskonar myglusveppir, sem eiga veru- legan þátt í gróðurskemmdum erlendis. Eftir langvarandi snjóalög eins og nú, ættu þessir sveppir ekki að leyna sér þegar snjóa leysir, segir Bjarni E. Guðleifsson tilraunastjóri að lokum og þakkar blaðið svör hans. E. D. Ýmisleöt ~ Bókin HÚNAÞING er til afgreiðslu lijá Bjama Jónssyni úrsmið c/o Jón Bjarnason Hafnarstræti 94, Akureyri. Þeir félagar í Ung- mennafélaginu Dags- brún og kvenfélaginu Gleym-mér-ey, sem ætla að taka þátt í hnýtinga- námskeiði, láti skrá sig í síma 2-19-27 fyrir sunnu dagskvöld 23. mars. f Skemmtanir SPILAKVÖLD 2 verð- ur lialdið í Hlíðarbæ (Félagsheimili Glæsi- hæjarlirepps) laugar- daginn 22. marz, og hefst kl. 20,30. ATH. Ágóðanum verð- ur varið til kaupa á píanói fyrir Hlíðarbæ. Nefndin. Lögfræði og fast- eignaskrifstofan Ráðhústorgi 1, sími 2-22-60. TIL SÖLU: Stór íbtið í Helgamagra- stræti. Raðhús tilbúið undir tréverk. 3ja herbergja íbúð við Skarðshlíð. 4ra herbergja íbúð við Þórunnarstræti. 5 herbergja íbúð við Aðalstræti. 2ja herbergja íbúð við Aðalstræti. 2ja herbergja íbtið við Gránufélagsgötu. Raðhiis, ekki fullfrá- gengið. STEINDÓR GUNNARSSON, lögfræðingur. 5 Umf. LJÚTUR sextíu ára Fréttabréf úr Laxárdal. Ung- mennafélagið Ljótur varð sex- tugt 28. febrúar og var þess minnst með samsæti að kvöldi afmælisdagsins. Þar voru flestir íbúar dalsins saman komnir og einnig var boðið gömlum félög- um, búsettum utansveitar, eftir því sem til náðist og varð hófið vel sótt. Samkoman hófst með borðhaldi og var rausnarlega fram borið. Yfir borðum var söngur og ræðuhöld, síðan var spilað og að lokum dansað fram undir morgun, og skemmtu allir sér vel. Góðar gjafir bárust félaginu. Frú Halla Jónsdóttir á Þverá gaf 10 þúsund krónui' og Kven- félag Laxdæla 10 þúsund kr. Sex af stofnendum félagsins eru enn á lífi, en því miður gat enginn þeirra mætt í afmælinu. Á öðru starfsári sínu hóf fé- (Framhald af blaðsíðu 8) sem hafa mjög rýmað á síðasta og þessu ári. Kröfumar miðast við þann kaupmátt launa, er samið var um fyrir einu ári, og því marki vill Alþýðusamband Islands ná í áföngum. Má segja, að enn hafi baráttan farið hóf- samlega fram og kröfurnar ekki hærri en búast mátti við, enda naumast grundvöllur fjrrir veru legum kauphækkunum í þeirri lægð viðskiptakjara erlendis og efnaliagsmála, sem þjóðin nú býr við. Hin mikla atvinna um land allt skiptir auðvitað mestu máli og munu aðilar vinnumark aðarins sammála um það, að framhald fullrar atvinnu eigi að setja öðru ofar í efnahagsmál- um og kaupgjaldsaðgerðmn. AUÐVELT VERÐUR AÐ SVÍKJA Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir raforkuráðherra Iandsins, bankastjóra Seðlabankans og Morgunblaðið, að lofa ákvörð- unartöku um Blönduvirkjun á þessu ári. Þeir erfiðleikar stafa að því, samkvæmt ummælum orkumálastjóra, Jakobs Björns- sonar á sama tíma, að enn vant- ar tveggja til þriggja ára rann- sóknir við Blöndu, sem kosta munu, að hans áliti, 60 milljónir Bifreidir Saab 96 eða Peugeot 404 óskast. — Aðeins vel með farinn híll af árgerð 1972 eða yngri kemur til greina. — Uppl. gefur Ásgrímur í síma 22143 milli kl. 7 og 8 e. h. Til sölu Volkswagen ‘63 í góðu ásigkomulagi. Vél keyrð 40 þúsund. Uppl. gefur Eggert í síma 11498. TIL SÖLU: Comet árg. ’74. Cortína árg. ’74. Volvo árg. ’73. Saab 95 árg. ’73. Úrval annarra bíla. Látið skrá bílinn hjá okkur. Tökum bíla í sýningar- sal. BÍLASALINN, Tryggvabraut 12, sími 1-11-19. lagið að safna fé til samkomu- húsbyggingar, því samkomuhús hafði ekki verið í Laxárdal. Unnið var við heyskap þannig, að bændur gerðu tilboð í vinn- una, allir voru skyldugir að vinna eða greiða; þá upphæð, sem boðin var. Fyrstu árin var unnið í 10 tíma en síðan styttra. Heyskapardagarnir voru einnig skemmtidagar, því þá voru ekki samkomur um hverja helgi. Þá voru einnig hlutaveltur og fleira var gert til fjáröflunar. Félagið byggði svo samkomu- húsið 1933—1934, alveg af eigin aflafé og var það vígt á 20 ára afmæli félagsins 1935. Að vísu var ýmistegt eftir, en unnið var að fullnaðarfrágangi næstu ár- in. Fyrsti formaður var William Pálsson á Halldórsstöðum, en núverandi formaður er Jón króna, en fjárveitingin á þessu ári er 5 milljónir. En hversu erfitt, sem loforðið er, verður auðvelt að svíkja það, þegar innt verður eftir efndum. Þá mun orkumálaráðherra hefja upp raust sína, mæla spámann- lega að vanda og kveða upp þann Salomonsdóm, að því mið- ur séu ramisóknir of skannnt á veg komnar til ákvörðunartöku. Hins vegar séu fleiri fallvötn álitleg og verði þau nú rann- sökuð og unnið að því með festu og öryggi, að hraða undir- búningi virkjunarframkvæmda. AÐ LEYNA VANDANUM Síðasti íslendingur hefur það eftir bæjarfulltrúum sínum, að þeir hafi setið hjá við loka- afgreiðslu fjárhagsáætlunar Ak ureyrarkaupstaðar fyrir árið 1975, vegna þess að meirihlut- inn hafi viljað leyna vanda bæjarsjóðs Akureyrar fyrir borgurunum. Hið sanna er, að frá erfiðleikum bæjarsjóðs hef- ur oft verið sagt í Degi og aðrir fjölmiðlar ha afbaft hið sama eftir bæjarstjóra. SKUTU SÉR UNDAN VANDANUM Tillögur bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins við lofaafgreiðsl una, báru það með sér, að þeir vildu ekki viðurkenna vandann og voru á móti öllum tillögum, sem gerðar voru til að mæta honum. Fyrir lágu upplýsingar um takmarkaða fyrirgreiðslu lánastofnana. Þess vegna varð að draga úr útgjöldum svo sem framast var unnt og það var gert. Eins og vant er, vildu sjálf stæðismenn skjóta sér undan þessum vanda og því sátu þeir hjá og þykir engum stórmann- legt. Atvinna Tek að niér að GÆTA BARNA heilan eða liálfan daginn. Uppl. í síma 21269. Tvær ungar stúlkur óska eftir VINNU. Uppl. í síma 1 10 67. Kona óskast til að gæta 8 mánaða harns frá kl. 1—7 á daginn, helst á Oddeyrinni. — Uppl. í síma 22864 frá kl. 7-9 e. h. Húsnæði Óskum eftir að taka ÍBÚÐ Á LEIGU sem fyrst. — Uppl. í sínia 22864 frá kl. 7-9 e. h. Tvær ungar stúlkur óska eftir 2—3 herbergja íbúð. Fyrirframgreiðla ef óskað er. Uppl. í síma 11067. Ungan og reglusaman mann vantar HERBERGI. Lítil þriggja herbergja ÍBÚÐ til sölu á Eyrinni. Sími 2-14-09. Tapaö Þrílitur KETTLINGUR, hvítur með hrúnum og svörtum deplum, tapað- ist frá Vanabyggð 8 á sunnudagskvöldið. Finnandi vinsamlegast liafi samband við síma 2-24-35. Tapast hefur pakki með fjóram kaffidúkum. Skilvís finnandi hafi samhand í síina 2-25-89. Kaua VIL KAUPA þokkalegan skúr. Þarf að vera færanlegur. Upplýsingar í síma 23810, kl. 7-9, á kvöldin. Vil kaupa gamla eins manns SVEFNBEKKI með skúffu. Uppl. í síma 21409. Til sölu nýlegur Evenrude SNJÓSLEÐI, 30 lia., með bakkgír. Uppl. í síma 2-28-40. Nýlegur Rex-Rotary 1050 FJÖLRITARI til sölu, sjálfvirkur. Einnig góð RAFMAGNSRITVÉL Uppl. í sírna 2-17-70 á kvöldin. Til sölu er 5 vetra HRYSSA, einnig á sama stað vatnabátur. Uppl. í símum 61212 á daginn og 61266 eftir kl. 7 á kvöldin. Notaður BARNAVAGN til sölu. Uppl. á kvöldin í Grænugötu 10 (kjallara) .Jónasson á Þveráí ' G. Tr. G. SMÁTT & STÓRT Uppl. í síma 1-10-55 frá kl. 4—7 e. h. STÚLKUR: Agnes Sverrisdóttir, Grundar- gerði 8 c Anna Óðinsdóttir, Lerkilundi 7 Birna Dúadóttir, Eyrarlands- vegi 29 Bryndís Viðarsdóttir, Hafnar- stræti 29 Eygló Svanhvít Tryggvadóttir, Eyrarvegi 8 Freydís Ágústa Halldórsdóttir, Langholti 8 Guðrún Bjarney Leifsdóttir, Goðabyggð 17 . Guðrún Hulda Sigtryggsdóttir, Víðimýri 9 Halla Björk Ragnarsdóttir, Hafnarsti'æti 29 Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir, Strandgötu 29 Heiðrún Steindórsdótth-, Víði- lundi 6 b Helga María Sigurðardóttir, Möðruvallastræti 5 Hugrún Marta Magnúsdóttir, Þórunnarstræti 133 Inga Elísabet Garðarsdóttir, Langholti 28 Ingibjörg Ingadóttir, Skarðs- hlíð 18 a Kristín Þórarinsdóttir, Víði- lundi 6 i Linda Ellen Tómasdóttir, Skarðshlíð 7 Rósa Álfheiður Bragadóttir, Suðurbyggð 25 Sigurbjörg Ingvadóttir, Greni- völlum 14 Sigurlína Þórisdóttir, Strand- götu 13 Soffía Ófeigsdóttir, Helgamágra stræti 32 Valgerður Hjartardóttir, Eyrar- landsvegi 25 . i\ Aðalgeir Sigurðsson, Aðal- 1 . stræti 40 Bjarni Hallgrímsson, Áshlíð 6 i Finnbogi Alfreð Baldvinsson, Kotárgerði 20 Guðmundur Gunnarsson, Norðurgötu 41 a Gunnar Víðir Gíslason, Hamra- gerði 18 Gunnar Gunnarsson, Hamars- stíg 3 Gunnar Jónsson, Skarðshlíð 6 b Gunnar Rúnar Matthíasson, Þórunnarstræti 117 Hallgrímur- Júlíusson, Eiðsvalla götu- 20 Jóhann Hólm Ólafsson, Suður- byggð 9 i Jón Hámundur Marinósson, i Norðurgötu 13 i Jónas Magnús Ragnarsson, , Dalsgerði 2 f i Karl Heiðar Sigurðsson, Norðurgötu 10 \ Kristján Óskarsson, Kotár- \ gerði 2 Logi Jónsson, Byggðavegi 113 i Magnús Albert Einarsson, 1 Austurbyggð 5 Ólafur Grétarsson, Lerki- lundi 15 Rúnar Steingrímsson, Greni- völlum 14 \ Rögnvaldur Örn Snorrason, i Goðabyggð 12 j\ Sigmundur Rúnarsson, Espi- jl lundi 14 ji Stefán Heimir Stefánsson, Spítalavegi 1. Þorgeir Jóhannesson, Bjarma- 1 stíg 8 j F ermingarbörn í AKUREYRARKIRKJU Á PÁLMASUNNUDAG 23. MARS KLUKKAN 10.30 FYRIR HÁDEGI. DRENGIR: I AKUREYRARKIRKJU Á PÁLMASUNNUDAG 23. MARS KLUKKAN 1.30 EFTIR HÁDEGI. DRENGIR: Einar Eyland, Víðimýri 8 Hallur Jónas Stefánsson, Skipa- götu 4 Ir.gimar Árnason, Eyrarlands- vegi 28 " Jóhannes Steingrímsson, Lang- holti 26 : ti(, .. ' Júlíus Jónsson, Norðui'byggð lc Páll Pálsson, Skai'ðshlíð 38 c Sigmar Knútsson, Áshlíð 9 Sumarliði Már Kjartansson, Viðarholti Sæmundur Melstað, Bjarma- stíg 2 Viðar Örn Eðvarðsson, Byggða- vegi 148 STÚLKUR: Ester Guðbjörnsdóttir, Áshlíð 11 Guðbjörg Huld Grétarsdóttii', Lönguhlíð 1 f Guðrún Valdís Eyvindsdóttii’, Hömrum I Gunnhildur Harpa Gunnai's- dóttir, Brekkugötu 43 Gyða Jóna Gunnarsdóttir, Espilundi 1 Hanna Bjöi'k Ragnarsdóttir, Skarðshlíð 28 f Ingibjörg Stella Bjaniadóttir, \ Ránargötu 7 j i Ingibjörg Bi'agadóttir, Stór- i holti 6 (\ Katrín Elva Ingvadóttir, 1 Löngumýri 22 jl Kim Birgit Soring, , jí Víðilundi 18 f :) Klara Sólveig Siguróladóttir, \ Víðilundi 18 f 1 Laufey Birkisdóttir, Beyki- 1 lundi 5 Laufey Sigríður Guðjónsdóttir, Skarðshlíð 24 g i Lái'a Hólm Tryggvadóttir, ji Ki'inglumýri 29 |i Margrét Bjarman, Skarðs- j i hlíð 8 a Ólöf Eðvarðsdóttir, Stórholti 5 Rannveig Kristinsdóttir, Lerki- lundi 14 Sigrún Gunnarsdóttir, Lækjar- götu 22 a ji Sigurhanna Sigmarsdóttii’, ji Byggðavegi 147 jl Sólveig Bjarnadóttii', Grænu- i mýri 17 \ I Sólveig Jóhannsdóttir, Ránar- • götu 9 Valgerður Petra Hreiðarsdóttir, Bjaxrnastíg 4 Þórunn Sigríður Gunnsteins- dóttir, Gilsbakkavegi 1 a TAKIÐ EFTIR: Eins og undanfarin ár hjóðum við margar fallegar gerðir af fermingar- skeytum. Afgreiðsla fenningardagana kl. 10 f. h. til kl. 5 e. li. í VÉLA- og RAFTÆKJASÖLUNNI, Glerárgötu 6. Upplýsingasími: 2-28-67. Allur ágóði af sölu skeytanna rennur til sumarhúð- anna að Hólavatni. KFUxM og KFUK J

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.