Dagur - 22.05.1975, Blaðsíða 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVlÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Ovissir
tímar
Samkomulag náðist á yinnumarkað-
inum og geigvænlegum verkíöllum
var bægt frá um stundarsakir, með
bráðabirgðasamkomulagi og í
trausti þess að heildarsamningum
fyrir lengri tíma yrði lokið um næstu
mánaðamót. Að þeim samningum er
nú unnið en skæruhernaði nokkurra
hópa er þó haldið áfram og liggja
22 stórir togarar við landfestar af
þeim sökum, þar með allir sex stórir
togarar Ú tgerðarfélags Akureyringa
h.f. og stöðvuð var framleiðsla sem-
ents, áburðar og kísilgúrs.
1 þeim lieildarsamningum, sem
gera verður, er það krafa Alþýðu-
sambands íslands að ná 35% launa-
hækkun á nánar umsömdu tímabili,
en ýmsir starfshópar sem sérstöðu
liafa í samningagerð við atvinnu-
rekendur, láta sér jafnvel ekki þá
kauphækkun nægja. Miðað við
minnkandi kaupmátt launa að und-
anförnu, er 35% markið hóflegt, en
miðað við viðskiptakjör og getu at-
vinnuveganna virðast almennar og
stórfelldar kauphækkanir óraun-
hæfar og myndu eflaust kollvatpa
þeirri stefnu þings og stjórnar að
koma á efnahagslegu jafnvægi. Slík-
ar kauphækkanir myndu fórna því
atvinnuöryggi, sem þjóðin hefur þó
búið við og er dýrmætara en flest
annað.
Hin almenna velmegun undan-
genginna ára, sem hin stórstíga upp-
bygging og aukning atvinnutækja,
en jafnframt gengdarlaus og almenn
óhófseyðsla vitna um, hlaut að breyt-
ast verulega þegar innfluttar vörur
hækkuðu, jafnvel margfölduðust í
verði og verð útfluttrar vöru lækk-
aði. Framkvæmdum og eyðslu var
haldið uppi miklu lengur en skyn-
samlegt var. Gjaldeyrisvarasjóður-
inn þvarr og erlendar lántökur juk-
ust svo ekki verður lengra gengið á
þeirri braut, að lifa um efni fram.
Þetta eru þær harkalegu staðreyndir,
sem við blasa um þessar mundir.
Það var mönnum og einnig stjórn-
málaflokkum svo þvert um geð að
viðurkenna þessa meinsemd efna-
hagslífsins, að þess vegna var svo
seint gripið til læknisaðgerða, sem
raun ber vitni og þess vegna koma
þær með verulegum þunga á hvem
þjóðfélagsþegn og verður ekki und-
an vikist. Þjóðin verður um sinn að
búa við verri lífskjör en áður. En ef
kjarabarátta og aðgerðir stjórnvalda
miða að fullri framleiðslu og at-
vinnu munu efnahagsmálin taka
breytingum og sjást þess nú jákvæð
merki. □
Hinn 9/4 ’75 var birt auglýsing
frá F.S.A. um lokun slysavarð-
stofu sjúkrahússins á nóttum
og yfir helgar. Vegna þessa
birti ég fréttatilkynningu í blöð-
unum, þar sem almenningi var
gerð grein fyrir ástæðum þess,
að slík breyting á þjónustuvenj-
um Handlæknisdeildar var óhjá
kvæmileg. í henni var einnig
komið á framfæri nokkrum al-
mennum sjónarmiðum til leið-
beiningar almenningi
Þar eð nokkuð er um liðið
síðan þessi fréttatilkynning var
birt má ætla að mönnum sé
ekki í fersku minni inntak
þessa: pistils og því leyfist mér
væntanlega að endurtaka
helstu atriði þess, sem vakin
var athygli á.:
1) Leikmenn geta auðveldlega
og án þess að hafi hættu í
för með sér, búið um smæstu
áverka.
2) Sú þróun, sem leitt hefur til
þess, að sumir drífa sig strax
til .læknis með smávægilega
áverka kann að hafa ókosti
! í för með sér. Þar eð mikil
eftirspurn eftir einhverri
þjónustu ýtir undir að þjón-
ustan sé veitt, jafnvel þótt
miður heppileg kunni að
vera í ýmsum atriðum,
fannst mér ástæða til þess
að leggja áherslu á nokkur
atriði um meðferð smárra
slysa og var þetta aðalefni
fréttatilkynningar minnar.
3) Fullgildur læknrr, sem gegn
ir starfi heimilislæknis, er
venjulega jafnfær um að
greina og meðhöndla smá-
slys og sjúkrahúslæknar,
svo ekki sé jafnað til læknis
efna án reynslu af slysameð-
ferð eða alveg nýbakaðra
lækna, sem eru að stíga
fyrstu skrefin í því að dúttla
við smááverka upp á eigin
spýtur.
r;n i rf i !’f ■ i |:i- ■ ,
Vart verður hjá því komist,
að einhver kunni að taka nærri
sér, ef eitthvert mannlegt at-
hæfi er gagnrýnt, þótt í sæmi-
legum tilgangi sé gert og reynt
sé að orða gagnrýnina almenn-
um orðum.
Svo óheppilega tókst til fyrir
mér, að nokkrir ungir vinir
mínir og fyrrverandi skjólstæð-
ingar hafa fundið sig knúða til
að ganga fram fyrir skjöldu og
taka gagnrýnina til sín og bera
fram mótmæli gegn því, sem ég
lét frá mér fara í umræddri til-
kynningu. Verðandi læknarnir
G. F., Ó. E., H. Sk. og F. P. J.,
hafa talið sig ómaklega gagn-
rýnda opinberlega og finnst illa
að sér vegið í þessari fréttatil-
kynningu, en þeir höfðu starfað
sem aðstoðarlæknar við Hand-
læknisdeild F.S.A. á sl. ári.
Athugasemd þeirra vax' birt í
Degi 30/4 ’75. ’
Læknadeilur í dagblöðum
eru orðnar algeng skemmtun
meinfýsnari hluta lesenda dag-
blaðanna og finnst mér síst
ástæða til að halda fram þeirri
skemmtun. Mér ætti og að sjálf
sögðu að vera í lófa lagið að
gera upp ágreiningsatriði innan
þeirrar stofnunar, sem ég starfa
við, munnlega innan veggja
hennar, eins og gagnrýnendum
mínum hefði raunar einnig átt
að vera. Hins vegar kemur fram
hvatvísleg en grunnhyggin at-
hugasemd í niðurlagi greinar-
korns fjórmenninganna, þar
sem það er gefið í skyn, að und-
irritaður gangi feti framar en
talist geti sæmilegt í gerræðis-
legum ákvörðunum, sem varði
fleiri aðila og semja bæri um.
Þar eð hér er um atriði að
ræða, sem á engan hátt snertir
greinarhöfundana og þeir sýn-
ast jafnvel enn minna dóm-
bærir um en aðalatriði upplýs-
inga þeirra til almennings sem
fréttatilkynning mín fjallaði
um, en þó varðar almenning
næsta mikið, kemst ég ekki hjá
því að birta athugasemd við
athugasemdina. Ég vel að taka
til meðferðar alla þætti greinar-
korns fjórmenninganna til þess
að undirstrika að einnig önnur
atriði greinar þeirra eru á mis-
skilningi byggð að mínum
dómi.
í greinarkorni hinna ungu
lækna eru mér bornar eftirfar-
andi ávirðingar á brýn:
a) Að hafa vegið aftan að þeim
og lítilsvirt störf þeirra í
þágu þeirrar þjónustustofn-
unar, sem ég veiti forstöðu.
b) Að hafa haldið þvf fram, að
vissar aðgerðir í meðferð
slysa geti orkað tvímælis.
c) Að hafa upp á mitt eindæmi
auglýst takmörkun á þjón-
ustutíma Slysavarðstofu
F.S.A.
Til upplýsingar 1. og 2. atriði
þessa syndaregisturs vil ég
benda á eftirfarandi. Það var
ekki ætlun mín að særa nokk-
urn starfsmann Handlæknis-
deildar F.S.A., þótt sagt væri
frá starfsliðseklu Slysavarðstof-
unnar eins og ég taldi óhjá-
kvæmilegt, enda var hún hin
beina orsök þess, að þjónustu-
tími Slysavarðstofunnar var
styttur. Flestir grandvarir
menn myndu telja líklegt, að
fáa myndi fýsa að bera fram
gagnrýni um starfshætti, sem
reknir væru með hinu gagn-
rýnda sniði á þeirra ábyrgð.
Ég vil undirstrika það, að
staðhæfing mín í umræddri
fréttatilkynningu — „og algengt
er að sár séu saumuð tafarlaust
án tillits til þess hvort það er
nauðsynlegt, skynsamlegt eða
jafnvel áhættulaust“ — var því
aðeins borin fram, að ég tel að
slíkt hafi naumast átt sér stað
á Slysavarðstofu F.S.A. þau ár,
sem hún hefur verið rekin und-
ir minni stjórn og á mína
ábyrgð. Ef þessu hefði ekki ver-
ið þannig varið, hefði það að
sjálfsögðu verið skylda mín
fyrir löngu, að loka Slysavarð-
stofunni. Ég vil þakka gæfu
okkar að þessu leyti því, að ég
hef sjálfur lagt mig fram um
það ásamt öðrum sérfræðingum
á deildinni, að leiðbeina skjól-
stæðingum mínum sérstaklega
um skynsamlegt mat á þörf fyr-
ir aðgerðir við slysum sem öðr-
um kvillum, og um að gera sér
þess fulla grein, að stundum er
það hyggileg stefna að halda að
sér höndum.
Eins og fram kemur í frétta-
tilkynningu minni, hef ég talið
þörf á að leggja sérstaka
áherslu á að fræða læknisefni
um slík atriði, þar eð reynsla
mín af samstarfi við þá heima
og erlendis hefur kennt mér, að
ekki er síst þörf á því að benda
ungum starfsbræðrum á nauð-
syn blæbrigða í ákvörðunum.
Forðast ber þó hugsunarlausa
„ákvarðana-kæki“ af gerðinni:
Sár. — alltsvo sauma, — brot!
— alltsvo gips, — hiti! — alltsvo
Penicillin o. s. frv. Sérhver les
andi fréttatilkynningar minnar
mun gera sér Ijóst, að það sem
þar er sagt um meðferð sára, er
borið fram í því skyni að draga
úr ótta almennings við smá-
áverka til þess að ásókn í að fá
sár saumuð tafarlaust, hvað
sem það kynni að kosta, e. t. v.
mætti minnka.
Sérhver fulltíða læknir veit,
að það kann að þurfa nokkra
staðfestu og lægni til þess að
komast hjá því að veita almenn
ingi þjónustu, sem hann sækist
eftir í góðri trú, og á það ekki
einungis við um taugapillur og
Penicillin eða belgi við kvefi.
Allir fulltíða læknar vita einn-
ig, að mestar líkui' eru til þess,
að læknar láti undan óskum
viðskiptavinar gegn betri vit-
»Tui!r*cFMn C.A., YFIRLÆKNIS, VIÐ ATHUGASEMÐ I.ÆKNISKI NANNA H.SK., G. F.,
s E. OG F. P. J:, VEGNA FRÉTTATILKYNNINGAR 9/4 1975
und sé læknirinn ennþá ungur
og hafi ekki vanist nægilega þvf
óvenjulega starfi að vera í senn
þjónn og „foreldri" annars ein-
staklings og meira að segja með
„rétti“ og skyldu til þess að
fara höndum um nakinn líkama
ókunns manns. Þar við bætist,
að í sjúkrahjálp eru margir svo-
kallaðir „hagsmunir" að ívafi.
Sá fyrsti og mikilsverðasti er
þjónustan við hinn sjúka, en
hann vill því miður oft gleym-
ast.
Meðal réttmætra hagsmuna,
sem gildi hafa fyrir þá umræðu,
sem hér er vakin, má nefna
sjálfsagða kröfu næstu kynslóð
ar á því að njóta þjónustu vel
hæfra lækna, en hæfir geta
læknar einungis orðið með því
að fá tækifæri til þess á ungum
aldri að æfa sig, þ. e. að vinna
verkin beinlínis eigin huga og
höndum upp á eigin spýtur.
Þessir hagsmunir fara eðlilega
saman við óskir ungra lækna
um það að taka framförum og
ná sem fyrst valdi á þessu dýrð-
lega starfi, að líkna sjúkum. Ef
læknaefnin eru studd í þessari
viðleitni sinni er tryggð afhend-
ing hinnar dýrðlegu listar frá
kynslóð til kynslóðar, — sic
transit gloria mundi! —.
En þarna er aðgátar þörf.
Ekki má fórna of miklu af hags-
munum hverrar kynslóðar á
altari menntunar og starfsþjálf-
unar þjóna komandi kynslóða.
Sá sjúklingur, sem ljær lim
sinn eða kvið til þess að starfs-
lega lítt þjálfaður upprennandi
snillingur geti æft sig á honum,
neitar sér með því um bestu
þjónustu, sem völ er á um þær
mundir. Til þess að nokkurt
jafnvægi sé á því, hve mikla
áhættu hver sjúklingur þannig
tekur á sig og því hvei'ja gagn-
semi fórnin muni tryggja af-
komendum hans, þarf hand-
leiðslu og eftirlit eldri starfs-
bróð.ur með handbrögðum hins
yngra.
Lækningar eru hættuleg
störf. í hverju inngripi liggur
nokkur hætta dulin, ef nægi-
leg aðgát er ekki við höfð.
Stundum fara lækningatilraun-
ir úrskeiðis af vangá en stund-
um af vanþekkingu. Ef mönn-
um eru ekki ljósar hætturnar,
eru minni líkur á því að þeir
varist þær, en vart verða hætt-
urnar ljóáar, ef ekki er kveðið
skýrt að orði um þær. Hætturn-
ar uppgötvast oftast því aðeins,
að þær hafi komið í Ijós við það
að eitthvað hafi farið úrskeiðis
og slysalega tekist til.
Þegar slysalega hefur tekist
til, á einhver sök á slysinu. Sér-
hver ákveðin tegund slysni er
líklegri til þess að henda sér-
stakan hóp lækna, frábrugðinn
öðrum að einhverju leyti því
sem gerist um þá hópa lækna,
sem sjaldnar verða fyrir þess
konar óhappi. Þegar ákveðin
tegund slysni er gagnrýnd, sýn-
ist ekki auðvelt að komast hjá
því að staðhæfa að einn hópur
lækna sé líklegri til að verða
valdur að henni en aðrir og
EÐA SIC
annars konar hópar lækna. Ég
vil þó álíta, að mér hafi tekist
vonum framar að forðast að
draga nokkurn einstakling eða
takmarkaðan hóp manna til
ábyrgðar í umræddri fréttatil-
kynningu, en þar segir: „Sýnist
hér einnig koma til skortur á
viðunandi fræðslu almennings
um meðferð smárra áverka.
Þetta þarf engan að undra, þeg-
ar þess er gætt að uppfræðsla
læknisefna að þessu leyti sýnist
einnig ábótavant og algengt er
að sár séu saumuð tafarlaust án
tillits til þess, hvort það er nauð
synlegt, skynsamlegt eða jafn-
vel áhættulaust. Því skal drepið
á eftirfarandi atriði.“ Síðan
voru rædd nokkur atriði um
meðferð smárra áverka, sem
mér virtist heppilegt að rifja
upp fyrir almenning.
Þar sem á hinn bóginn eng-
inn hópur manna er nefndur
til þeirrar ávirðingar að sauma
sár að ástæðulausu, sýnist eðli-
legast að hugsa sér sem frumlag
setningarinnar „læknar, illa
uppfræddir um meðferð sára“
eða kannske „vondir læknar“.
Vondir læknar fyrirfinnast
ekki, en þó e. t. v. læknar mis-
vel að sér um ólík svið þessa
víðfeðma safns þekkingar og
skynsamlegra handbragða, sem
læknisfræðin er. Hvernig sem
þetta er túlkað, er ljóst, að ekki
eru hér nefndir ungir læknar
eða aðstoðarlæknar og síst af
öllu aðstoðarlæknar á F.S.A.
Þótt mér finnist það bera vott
um undarlegt samband af kok-
hreysti og fórnarlund að ganga
fram fyrir skjöldu og taka upp
hanskann fyrir „vonda lækna“
get ég ekki annað en hrifist af
baráttugleði hinna ungu fyrr-
verandi skjólstæðinga minna er
þeir veigra sér ekki við því að
breyta texta mínum til þess að
fá átyllu til þess að gjalda mér
rauðan belg fyrir gráan, en
endurritun þeirra á texta mín-
urn hljóðar svo: „Að algengt sé
að aðstoðarlæknar saumi sár án
tillits til hvort það sé nauðsyn-
legt, skynsamlegt eða jafnvel
áhættulaust.“ í sérhverri afsök-
un felst e. t. v. einnig nokkur
sjálfsósökun.
Mér er því skylt og ljúft að
votta það, að fjórmenningarnir
H. Sk„ Ó. E., G. F. og F. P. J.
sýndu framúrskarandi náms- og
starfshæfni þann tíma, sem þeir
störfuðu á H-deild F.S.A. og
mér er ekki kunnugt um neinn
sjúkling, sem leitaði hjálpar á
stofnuninni þann tíma sem þeir
störfuðu þar, er vegna vanþekk
ingar eða handvammar þessara
lækna hafi fengið síðri þjónustu
en efni stóðu til.
Ekki vil ég heldur lengur
væna þá um að hafa látið etja
sér á það forað að vera sendir
fram sem einskonar fallbyssu-
fóður gegn mér til verndar hags
munum annarra, sem kynni að
finnast sinn bás þrengjast
vegna skipulagsbreytingar
GLORIA MUNDI
þeirrar, sem ég beitti mér fyrir.
Þetta hafa þeir borið til baka
í viðtali við mig og trúi ég því
þess vegna. En því bendi ég á
þetta hér, að ýmsum öðrum les-
endum greinarkorns þeirra
kynni að detta í hug sama skýr-
ing á þessari augljóslega tilefnis
lausu athugasemd hinna ungu
herra.
Að þessu sögðu vei'ð ég þó
enn að standa við fyrri stað-
hæfingu mína, að „ekki hefur
tekist að tryggja viðunandi
mannafla“ til reksturs slysa-
varðstofunnar. Þrátt fyrir ógæti
þeirra, sem rituðu umrædda
grein, eru einnig þeir yngri en
svo, að þeir geti að mínum dómi
kallast viðunandi mannafli á
slysavarðstofu af því tagi og
með því rekstrarsniði, sem var
á slysavarðstofu F.S.A. En
fleira kemur einnig til.
Hvað er þá viðunandi mann-
afli á slysavarðstofu? Eins og ég
hef munnlega og bréflega bent
stjórn F.S.A. á, tel ég nauðsyn-
legt að slysavarðstofa hafi eftir-
farandi mannafla á að skipa, ef
þjónusta hennar við almenning
á að geta talist viðunandi: Föst-
um starfsmanni, sem veitir
sjúklingi viðtöku tafarlítið, er
hann leitar hjálpar á slysavarð-
stofunni og greiðir götu hans.
Einnig getur slíkm' starfsmaður
annast ýmsa þjónustu í síma
fyrir almenning og að öllu leyti
tryggt að starfsemi slysavarð-
stofunnar gangi greitt og skipu-
lega og að þjónusta hennar við
almenning sé með ágætum.
Auk Þessa starfsmanns þarf
svo slysavarðstofan að hafa í
þjónustu sinni lækna með sér-
stakan áhuga á skurðlækning-
um og nokkra reynslu í með-
ferð slysa, ef mannafli hennar
á að geta talist viðunandi. Eng-
inn hinna fjögurra gagnrýn-
enda minna hafði formlega
hæfni til að bera samkvæmt
ofanskráðum kröfum við upp-
haf starfs sem aðstoðarlæknir á
Handlæknisdeild F.S.A. Þeir
höfðu ekki full læknisréttindi
og enginn þeirra hafði umtals-
verða fyrri reynslu af meðferð
slasaðra manna.
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Þessir heiðursmenn hafa
staðið eina til tvær af hverjum
þremur gæsluvöktum á slysa-
varðstofunni um nokkurra mán
aða skeið á síðastliðnu ári, en
tímabil það sem til umræðu var
í fréttatilkynningu minni, tekur
yfir síðastliðin 4 ár. Þótt fjöl-
margir efnismenn á borð við
þessa ágætis menn hafi gegnt
hliðstæðum störfum á slysavarð
stofu og Handlæknisdeild
F.S.A. á undanfömum 4 árum,
stundum einn mánuð í senn,
stundum fleiri, hefur þó jafnan
stærri hluta gæsluvaktanna ver
ið gegnt af ennþá yngri og
reynsluminni læknisefnum. Það
var fyrst og fremst þetta atriði,
sem átt var við í fréttapistli
mínum, er talað var um starfs-
liðseklu og var hinum ágætu
greinarhöfundum fullvel kunn-
ugt um það áður, hvað ég þar
átti við.
Auk þess benda fjórmenning-
arnir á það, að sérfraéðingar séu
jafnan á bakvakt og séu ætíð
tilkvaddir, ef aðstoðarlæknir
telur við þurfa. í þessu er að
sjálfsögðu nokkur trygging. Sá
galli er hins vegar á gjöf Njarð-
ar, að sjúklingurinn á það und-
ir dómhæfni aðstoðarlæknisins,
hvort sérfræðingurinn er til
kvaddur eða ekki, en hættan af
reynsluleysi liggur ekki hvað
síst í því, að reynslulítill maður
þekkir ekki ætíð takmörk sín.
Síst ætla ég þeim mönnum,
sem starfað hafa á mínum veg-
um á Handlæknisdeild F.S.A. á
undanförnum árum að þeir
leggi vísvitandi aukna hættu á
sjúklinga með því að kveðja
ekki til sérfræðing á bakvakt,
ef þeir telja þess minnstu þörf.
Reynslan sýnir að hér er þó um
raunverulega hættu að ræða og
er hún hvarvetna áhyggjuefni,
þar sem skilyrði eru slík, sem
þau hafa verið hjá okkur.
Þá er eðlilegt að spyrja, hvort
ekki mætti tryggja öryggi sjúkl
inga enn frekar með því að sér-
fræðingar deildarinnar væru á
höttunum sérhverja stund til
þess að leiðbeina hinum yngri
læknum. Því er til að svara, að
það er óframkvæmanlegt. Þar
til kemur fyrst og fremst, að
vaktabyrðin hvað snertir fjölda
gæsluvakta er miklu þyngri á
litlum spítala en stórum og það
er óhugsandi, að sérfræðingar
gætu til langframa gegnt vökt-
um aðra til þriðju hverja nótt,
ef um spítalabundnar vaktir
, væri að ræða.
Sjúklingarnir eiga það því
undir dómgreind aðstoðar-
læknis á bundinni vakt að sér-
fræðingar séu tilkvaddir þegar
þörf er á og er sú skipulagning
viðhöfð hvarvetna og er af því
ljós nauðsyn þess að aðstoðar-
læknarnir hafi nokkra reynslu
af slysameðferð.
Til málsbótar því kerfi, sem
viðhaft er um bundna vakt
yngri lækna og bakvakt sér-
fræðinga, má einnig færa fram
menntunarsjónarmið hinna
yngri. Vinir mínir og gagnrýn-
endur gleðja mig með því í
athugasemd sinni, að svo óbil-
gjörnum manni muni vart vel
ganga að ráða sér aðstoðar-
lækna í framtíðinni.
Mér er það ljóst, að nokkrir
ungir menn hafa sótst eftir
starfi við H-deild F.S.A. vegna
þess tækifæris, sem þar hefur
boðist til að æfa sig í sauma-
skap og annarri áhugaverðri
smáhandavinnu. Ef nú slysa-
varðstofunni er lokað á kvöld-
um og nóttunni má ætla að
minna falli til af æfingarefni.
Aðdráttarafl stofnunarinnar
minnkar þá að sjálfsögðu fyrir
nokkra ménn. Þetta harma ég
þó ekki mjög, því að reynslan
hefur sýnt, að sá brennandi
áhugi, sem ýmsir aðstoðarlækn-
ar hafa haft á slysaþjónustunni,
hefur tekið of mikinn tíma frá
deildarvinnunni til óhagræðis
fyrir þjónustuna við inniliggj-
andi sjúklinga. Menntunarsjón-
armið hinna yngri lækna, það
sem gildi hefur fyrir umræðu
um bundna vakt aðstoðarlæknis
og bakvakt sérfræðings, er ósk-
in um að fá að standa á eigin
fótum meðan stætt er, en kalla
til eldri og reyndari mann, ef
syrtir í álinn. Þetta er sjálfsagt
uppeldisatriði og slíks skipulags
höfum við allir notið um eitt-
hvert skeið einhvers staðar.
Þau læknisefni, sem lokið
hafa kandidatsprófi og eiga full
formleg læknisréttindi í vænd-
um innan fárra mánaða er þeir
hefja störf hjá okkur sem að-
stoðarlæknar, höfum við sér-
fræðingar deildarinnar reynt að
veita þjálfun sem fyrst og best
með því að gefa þeim tækifæri
til þess að aðstoða við smáar og
stórar skurðaðgerðir, • fi-emja
hinar smærri aðgerðir sjálfir
með aðstoð okkar og smám
saman einnig upp á eigin
spýtur.
í þessu eru fjórmenningarnir,
gagnrýnendur mínir, engin
undantekning, nema ef vera
skyldi, að þeir fengu sennilega
meiri eigin æfingu í skurðlækn-
ingum þann tíma, sem þeir
störfuðu hjá okkur, en margir
aðrir á sama stigi hafa fengið
og þá einnig meiri æfingu en
veitt er jafngömlum mönnum á
öðrum íslenskum spítölum.
Á þann hátt fá sjúklingarnir
bestu og öruggustu þjónustu,
ekki aðeins þeir sem leita til
slysavarðstofunnar, heldur og
þeir sem liggja inni vegna alvar
legri kvilla og stærri aðgerða.
En, — sjaldan launar kálfux-inn
ofeldið, segir hið fornkveðna,
og því hefði undrun mín yfir
athugasemd fjórmenninganna
ekki átt að verða eins mikil og
hún varð.
Svo loks um síðasta atriðið í
athugasemd læknisefnanna
fjögurra. „Við álítum það verk-
efni sjúkrahússtjórnar F.S.A.,
að taka ákvörðun um hlutverk
slysavarðstofunnar. Teljum við
það óheppilega þróun að ein-
stakir aðilai' innan stofnunar-
innar taki einhliða ákvarðanir
um slíkt.“
Hér gætir óvandvirkni í lestri
þess, sem birt var. Að sjálf-
sögðu auglýsti stjórn F.S.A.
breyttan þjónustutíma slysa-
varðstofunnar. Hversu barns-
legar hugmyndir, sem einstakir
undirmenn kunna að hafa um
gildi lýðræðis innan opinberra
stofnana eða á öðrum sviðum
þjóðlífsins, hygg ég að fáir full-
tíða menn geri sér ekki ljóst, að
allar ákvarðanir, sem máli
skipta, eiga rót sína að rekja til
forystumanna, sem hafa þekk-
ingu á því sviði, sem fjallað er
um. Ég vil ekki draga dul á það,
að allar breytingar til góðs eða
ills, sem gerðar hafa verið á
handlæknisþ j ónustu á F.S.A.
þau ár, sem ég hef starfað þar
sem yfirlæknir, hafa átt sér
stað fyrir frumkvæði mitt. Slíkt
tilheyrir skyldum mínum í
þessu starfi og verður ekki und-
an því skotist né ábyrgð á því.
Vegna þeirrar andúðar, sem
almenningur hefur á embættis-
ofbeldi, er þessi ósmekklega
aðdróttun fjórmenninganna sér-
lega lævísleg..
Ég er að sjálfsögðu ábyrgur
fyrir því að hafa beitt mér fyrir
því, að breyting á þjónustu-
venjum slysavarðstofu F.S.A.
væri tekin upp og er það sjálf-
sagt og skylda mín að hafa
frumkvæði um slíkt, en sjálf
ákvörðunin er tekin af stjórn-
inni eða { umboði hennar.
En þar eð leiðin kann að sýn-
ast löng frá kjörinni stjórn al-
menningsfyrirtækis til hins
óbreytta borgara má það til
vorkunnar virða, að nokkur
-*»#« .
.jusAiiíte.ifUÉÍi
ísa
- ‘-5 f
grein sé gerð fyrir ákvörðunum
í dagblaði. Sérstök ástæða sýn-
ist til þess, þegar reynt er að
afflytja ákvörðunina og þann,
sem ber ábyrgð á henni.
Mergurinn málsins er þessi,
eins og fram kemur af frétta-
tilkynningu minni hinn 9/4 ’75
og því sem að framan er skráð
í þessari athugasemd:
1) Frumgreining slysa og með-
höndlun smárra áverka er
einn þáttur almennra lækn-
inga. Þessi þjónusta er einn
þáttur þess, sem sjúkrasam-
lögin greiða heimilislæknum
númeragjald fyrir og vakt-
læknum vaktagreiðslu fyrir.
2) Þessi þjónusta er jafn vel á
færi’ fullgildra heimilislækna
og þeirra lækna, sem starfa
við sjúkrahús.
3) Handlækhisdeild F.S.A. hef-
ur ekki ætíð tekist á undan-
förnum árum að tryggja við-
unandi mönnun á slysa-
varðstofu til þess að annast
þessa þjónustu á borð við
það sem ætti að vera á færi
hinna almennu læknp, í ,bæn
um, né svo að uppfylltar
verði þær kröfur til hennar,
sem ábyrgðarmaður þessai'-
ar þjónustu innan stofnunar
innar telur sig með góðu
móti geta unað við.
4) Þessi ábyrgðaraðili telur af
ofangreindum ástæðum (1—
3) ekki sanngjarnt að þess
sé krafist af honum, að hann
standi fyrir þessari þjónustu
fyrir heimilislæknana, sem
ættu eðli málsins samkvæmt
að annast hana og taka
greiðslu fyrir hana.
5) Húsnæðisskortur H-deildar
F.S.A. er svo geigvænlegur,
að þessi starfsemi rýmist ei
lengur innan veggja hennar
á meðan endui'skipulagning
á öllu núverandi húsnæði
F.S.A. ekki verður fram-
kvæmd á þann hátt að Hand
læknisdeild fái stærri hluta
af húsnæði því, sem til er
innan veggja sjúkrahússins.
6) Nægilegt húsrými er til í
læknamiðstöðinni f bænum
til þess að veita þessa þjón-
ustu við góð skilyrði.
7) Ef F.S.A. á að halda áfram
að geta gegnt hlutverki sem
sérhæft deildai'skipt sjúkra-
hús, sem veitt geti þjónustu
fyllilega á borð við önnur
1 bestu sjúkrahús landsins,
verður það að fá að einbeita
kröftum sínum að sérhæfðri
sjúkrahússþjónustu. Ef kröft
um stofnunarinnar er drepið
á dreif með því að halda í
það skipulag að hún sé að
hluta einskonar læknamið-
stöð, við hliðina á annarri
slíkri í bænum, verður henni
ekki kleift að þróast til jafns
við aðra bestu spítala lands-
ins eins og verið hefur fram
að þessu. Ef á hinn bóginn
almenningur á Akureyri og
Norðurlandþ sem fremxn’
öðrum íslendingum á þessa
stofnun, — hvað sem líður
fitli við prósentur bæjar og
ríkis í fjárfestingarkostnaði,
— eða fulltrúar hans fremur
vilja, að F.S.A. verði eins-
konar úr sér vaxin lækna-
miðstöð en. sérhæft sjúkra-
hús, er sjálfsagt að kveða
upp úr með það. Þá þurfa
ekki einstakir forystumenn
stofnunarinnar að ganga
með neinar grillur um það,
að til fremstu' skyldustarfa
þeirra heyri að vernda og
hlúa að vaxtarmöguleikum
stofnunarinnar sem fyrsta
flokks sérdeildarsjúkrahúss.
Þyx-fti þá enginn að gruna
þá um að „taka einhliða
ákvarðanir“ og beita sér
fyrir „óheppilegri þróun“
svo að lokum sé enn vitnað
í gagnrýnendur mína.
Akureyri, 16. maí 1975.
Handlæknisdeild i
F.S.A. i'
Gauti Amþórsson, 1
yfirlæknir.
Slarfsmasina- í
breyfinpr I
ívar Baldvinsson lét af starfi
frystihússtjóra á Dalvík um síð
ustu áramót, en við tók Árni
Oskarsson, sem lengi hefir ver-
ið verkstjóri í frystihúsinu.
Kristján Jónsson lét af starfi
sláturhússtjóra á Dalvík á sl.
hausti og hóf störf í matvöru-
deild útibúsins, en við starfi
sláturhússtjóra tók Kristinn
Guðlaugsson.
Jóhann Tryggvason lét a£
starfi verslunarstjóra í matvöru
búðinni við Skíðabraut 4 á Dal-
vík að eigin ósk á sl. hausti, en
við tók Eiríkur Helgason.
Fyrrnefndum aðilum og öðr-
um þeim, sem horfið hafa úr
starfsmannahópnum, þökkum
við samstarfið og óskum þeim
alls velfarnaðar um leið og við
bjóðum allt nýtt starfsfólk vel-
komið í starfsmannahópinn. Q
(KEA-fregnir) ,
Skarðsmótið 1975
Skarðsmótið fór að venju fram
um hvítasunnuna í ágætis
veðri. Frá Akureyri fór 14
manna lið, þar á meðal allir
bestu skíðamenn og konur
bæjarins. Var frammistaða
þeirra frábær og vart hægt að
ætlast til betri árangui-S.
Úrslit.
Svig karla. Sek.
Árni Óðinsson, A. 95.68
Tómas Leifsson, A. 97.98
Jónas Sigurbjörnsson, A. 107.12
I <Vi
Svig kvenna. Sek.
Kristín Úlfsdóttir, í. \ 82.27
Mai'grét Vilhelmsd., A. 85.20
Steinunn Sæmundsd., R. 88.92
Stórsvig karla. Sek.
Haukur Jóhannsson, A. 115.13
Sigurður Jónsson, í. 115.34
Tómas Leifsson, A. 115.73
Stórsvig kvenna. Sek.
Steinunn Sæmundsd., R. 51.20
Margrét Vilhelmsd., A. 53.54
Margrét Baldvinsd., A. 53.54
Alpatvíkeppni karla. ;|
1. Tómas Leifsson, Akui'eyri. i
2. Árni Óðinsson, Akureyri. ý
3. Jóhann Vilbergsson, Rvík. >
ii
Alpatvíkcppni kvenna. ,1
1. Steinunn Sæmundsd., Rvík.
2. Margrét Vilhelmsdóttir, Ak.
3. Kristín Úlfsdóttir, ísafirði.
Sérstaka athygli vakti f stór-
sviginu frammistaða Karls Frí-
mannssonar, A„ sem er aðeins
15 ára og með slæmt rásnúmer
(25), en varð 4. á tímanum
116.55, og mátti margur frægur
kappinn láta í minni pokann
fyrir honum.
Með Skarðsmótinu lauk einn-
ig Bikarkeppni S.K.Í. og þaðan
komu Akureyringar með hreint
borð í karlaflokki. Sigurvegari
varð Árni Óðinsson í annað
skipti í röð, 2. Haukur Jóhanns-
son, 3. Tómas Leifsson.
í kvennaflokki sigraði Jórunn
Viggósdóttii’, Reykjavík, 2. Mar
grét Vilhelmsdóttir, Akureyri,
3. Guðrún Frímannsdóttir, Ak-
ureyri. Q