Dagur - 22.05.1975, Blaðsíða 7
llih, 7
oi íþróttðnámskeiS tyrir börn
Konurnar í leshringnuni ásamt leiðbeinanda.
Leshriogar kvennasambandsins
Samkv. ákvörðun bæjarstjórn-
ar Akureyrar hefir æskulvðs-
ráði bæjarins verið falið að
annast framkvæmd leikja- og
íþróttanámskeið fyrir börn í
sumar.
Til þess að gera bæjarbúum
nokkra grein fyrir þessari starf-
semi skal hér getið helstu verk-
efria þessa námskeiðs auk al-
mennra upplýsinga.
t ■ i '** i
f _V ■ •
1. Námskeiðið byrjar 14. júní
og stendur yfir til 15. ágúst.
2. Rétt til þátttöku í námskeið-
inu hgfa. öll börn á aldrinum
6 til 12 ára, þ. e. börn fædd á
I tímabilinu 1963—1969 að báð
um .árum meðtöldum.
3. Aðalstöðvar námskeiðsins
verða við barnaskóla bæjar-
ins og verður kennt annan
hvorn dag við hvern þeirra.
4. Hlutverk námskeiðsins er:
a. að kenna börnum sem
Þórhildur
Stefánsdóttir
Fædd 23. janúar 1965.
Dáin 14. apríl 1975.
Nú hringt er klukkum,
þær klökkar óma,
þú burt ert horfin
í bernskuljóma.
Nú drjúpir meiður
í djúpum sárum
og hitnar hvarmur
af höfgum tárum.
Þú brostir fagiut
við bsrtu vorsins
og fulft var blóma
í fari sporsins.
Þú varst sem geisli,
er gæfan sendi
og gjöfin dýra
úr drottihs hendi.
Þótt blæði undir
er bliknar fjóla
og rökkvi og kuli,
er ríkir njóla,
þá letur fagurt
á Iífsbók skráir
sá helgi máttur
sem hjartað dáir.
Er ársól ljómar
um austurbrúnir
þá mýkist tregi
og mást út rúnir.
Og fölnað laufið,
sem foldin skýlir
í engla faðmi
um eilífð hvílir.
Og huldudísir
á hörpur leika
og kossum þrýsta
á krónu bleika.
Og rósin unga
þá rís af blundi
og fagnar sumri
í fegri lundi.
Jórunn Ólafsdóttir
frá Sörlastöðum.
flestar greinar íþrótta og
leiki.
b. að efla félagskennd þeirra
og samtakamátt.
c. að stuðla að þátttöku
barna í heilbrigðu æsku-
lýðsstarfi.
5. Auk leikja og íþróttaæfinga
eru ráðgerð stuttar kynnis-
ferðir um bæinn og nágrenn-
ið, sýndar verða fræðslu- og
skemmtikvikmyndir, börnin
hafa aðstöðu til að halda
kvöldvökur í Lóni og ef veð-
ur hamlar útiveru, verða
íþróttamannvirki bæjarins
notuð fyrir innanhússæfing-
ar og leiki.
6. í lok námskeiðsins mun þátt-
takendum verða afhent verð-
launaskjal þar sem skráð
verður einkunn. Til grund-
vallar einkunnargjöf skal
lögð stundvísi, kurteisi og
árangur í íþróttum og leikj-
um.
7. Námskeiðsgjald fyrir allt
námskeiðið eru kr. 1.000,00
(eitt þúsund).
1 fréttatilkynningu Fjórðungs-
sambands Norðlendinga er m. a.
eftirfarandi um álagningu út-
svara, aðstöðugjalda og fast-
eignaskatta:
Samanlagður fasteignaskatt-
ur, aðstöðugjöld og útsvör 1974
voru 31185 kr. á hvern íbúa
landsins og höfðu hækkað um
46% milli ára. Álagningin var
mest á hvern íbúa í Reykjavík
eða 36841 kr. og hækkaði á
milli ára um 42,5%. Reykjavík
fékk 46,7% af álagningartekj-
um í landinu, sem er 7,5% fram
yfir íbúahlutfallið sem er
39,2%. Þessi tilfærsla er 5676
kr. á mann eða 479674 þús. kr.
sem svarar til 15,3% álagningar
tekna borgarinnar. í hlut
Reykjavíkur kemur 52,3% af
öllum fasteignasköttum í land-
inu, sem er 13,1% fram yfir hlut
fall í íbúatölu. Hlutur Reykja-
víkur í álagningu aðstöðugjalda
er 57,2%, sem er 18% fram ýfir
íbúahlutfall borgarinnar. Ut-
svörin eru 43% af landsheild,
sem eru aðeins 3,8% fram yfir
íbúahlutfall. í Reykjavík eru
flestar opinberar byggingar og
þar eru flest stærstu fyrirtæki
landsins staðsett. Þar á heimili
mest öll heildverslun og meiri-
háttar þjónustustarfsemi lands-
ins. Þetta forskot, þrátt fyrir að
Reykjavík beitir aðstöðugjöld-
um vægilega, skapar borginni
auknar álagningartekjur á
hvern íbúa til ýmiskonar upp-
byggingastarfsemi, fram yfir öll
önnur sveitarfélög landsins. Ef
Reykjavík beitti aðstöðugjöld-
um að fullu eins og mörg sveit-
arfélög neyðast til að gera,
mundi þessi munur verða enn
meiri, borginni í hag.
Norðurland lægst miðað við
íbúahlutfall.
Frávik á milli álagningarhlut
falls og íbúahlutfalls er 2,9% á
Norðurlandi, sem svarar til
193078 þús. króna. Vannýttar
álagningatekur af útsvörum og
fasteignasköttum eru 29,4 millj.
kr. Hækkun álagningartekna
1974 er undir landsmeðaltali.
Sérstaklega er aukningin í
blandaðri byggð verulega undir
meðaltali. Hækkun álagningar
1974 er mest á Ólafsfirði 60%,
næst er Dalvík með 57% hækk-
un og svo Húsavík með 55%.
Næstu daga verður öllum
6—12 ára börnum afhent kynn-
ingarblað í skólum bæjarins,
um framangreinda starfsemi,
ásamt umsóknareyðublaði fyrir
námskeiðið. Ætlast er til að
börnin afhendi foreldrum sín-
um þessi plögg og ef óskað er
þátttöku í námskeiðinu skal
útfylla umsóknareyðublaðið og
senda það aftur til viðkomandi
skóla. Einnig er hægt að skrá
þátttakendur á skrifstofu æsku
lýðsráðs, Hafnarstræti 100, sími
22722.
Kennarar verða Þröstur Guð-
jónsson íþróttakennari og Sig-
björn Gunnarsson háskólanemi.
(Fréttatilkynning)
VEGFARENDUR: Vinsamlega
sýnið dýrunum og fuglunum
sem á vegi ykkar verða fyllstu
nærgætni.
Álagningartekjur á Akureyri
hækkuðu um 42,5%, sem er
lægra en í Reykjavík og mun
lægra en landsmeðaltal. Hækk-
un álagningartekna á Sauðár-
króki er 50%, sem er um lands-
meðaltal. Á Siglufirði höfðu
álagningartek j ur hækkað um
40%. Meðaltalshækkun í kaup-
stöðum á Norðurlandi var
45,6%, sem er undir landsmeðal
tali. Meðaltalshækkun í sýslum
Norðurlands var 50%, sem er
aðeins meira en landsmeðaltal.
Þéttbýli Norðurlands undir
meðaltali.
Meðalálagning á íbúa í þétt-
býli Norðurlands, þ. e. hrein
þéttbýlissveitarfélög, er kr. 3966
undir landsmeðaltali. Þetta
svarar til álagningarmismun-
unnar 91075 þús. kr. og svarar
til 13,4% af álagningartekjum í
þéttbýli á Norðurlandi. Þetta er
sérstaklega athyglisvert þar
sem þéttbýlissveitarfélög nota
álagningarheimildir að fullu.
Frávikið frá landsmeðaltali er
mest á Siglufirði eða 9141 kr. á
íbúa og svarar til 37% álagn-
ingartekna. Á Ólafsfirði vantar
8857 kr. miðað við íbúa eða
36% af álagningartekj um. Mis-
munurinn á Dalvík er 5613 kr.
á íbúa, sem svarar til 20% álagn
ingartekna. Sauðárkrók vantar
3259 kr. á íbúa, sem svarar til
11% álagningartekna. Á Akur-
eyri vantar 2429 kr. á íbúa til
að ná landsmeðaltali þéttbýlis
Flugfélag íslands býður nú, eins
og undanfarin ár, þeim hópum
skólafólks, sem efna til ferða-
laga í vor, verulegan afslátt á
öllum flugleiðum innanlands,
auk þeirrar fyrirgreiðslu, sem
þjónustukerfi Flugfélagsins get
ur veitt um land allt.
Sem dæmi um slíka ferð, má
nefna að kostnaður við ferð til
Reykjavíkur gæti orðið sem hér
segir:
Fargjald Akureyri—
Reykjavík—Akureyri kr. 3.730
6 klst. skoðunarferð
um Reykjavík á veg-
um Kynnisferða, há-
degisverður innifalinn — 1.200
Kr. 4.930
Nýlega lauk starfsemi tveggja
leshringa, sem starfað hafa frá
páskum á vegum Kvennasarn-
bands Akureyrar. Hvor les-
hringurinn um sig hélt samfiftls
8 fundi um eitt af' námseíntím
Bréfaskólans, fundarstjórn mg
fundarreglur, en inn í það var
og svarar það til 8% af álagn-
ingartekjum. Munurinn á Húsa
vík er minnstur eða 1787 kr. á
íbúa, sem er 6% álagningar-
tekna. Það sem einkennir mest
álagningu í þéttbýli Norður-
lands er hve fasteignaskattar
hafa lítið hækkað, ennfremur
að hækkun útsvara og aðstöðu-
gjalda er rétt í meðallagi. í
fljótu bragði virðist svo að
tekjuaukningin 1973 hafi ekki
haft eins snögg áhrif í þéttbýli
Norðurlands, eins og í öðrum
landshlutum. Þá er ljóst að ekki
hefur orðið eins mikil breyting
með hækkun gjaldstiga í álagn-
ingu, eins og í öðrurn lands-
hlutum.
Álagningarhæstu sveitarfélögin
eru á Suðurnesjum.
Eftirtektarvert er að aðstöðu-
gjöld og fasteignaskattar eru
hærri miðað við íbúa í Njarð-
víkurhreppi en tíðkast annars
staðar á landinu. Álagning á
íbúa í Njarðvíkurhreppi er
7683 kr. hærri en landsmeðal-
tal. í Grindavík er útsvarsálagn
ing miðað við íbúa 3573 kr.
hærri á íbúa en er landsmeðal-
tal. Álagning í Keflavík er sém
næst landsmeðaltali en í Mið-
neshreppi og Gerðahreppi mun
hærra en í blandaðri byggð að
meðaltali. Það er fullkomlega
ljóst að aðstaða sveitarfélaga á
Suðurnesjum til tekjuöflunar
er mun betri en er úti um
landið. □
Á þetta verð kæmi síðan flug
vallaskattur, sem er mismun-
andi eftir flugvöllum og aldri
ferþega, en gæti orðið allt að
kr. 700.
Ofangreint er að sjálfsögðu
aðeins dæmi til að sýna fram á
hversu hagstæð kjör eru hér í
boði, og er að sjálfsögðu auð-
velt að útbúa sambærilega ferð
til hvers þess staðar á landinu,
sem Flugfélagið flýgur til.
Söluskrifstofan Kaupvangs-
stræti 4 (símar 22005 og 22000),
Akureyri.
í hvort skipti fléttað fundar-
æfingum.
Sá mikli áhugi, sem konurnar
sýndu í leshringastarfinu, styrk
ir enn frekar þá skoðun, að
þetta námsform, le'shringar eða
námshringar, muni mjög vel
henta hér á landi ekki síður en
hjá frændþjóðunum á Norður-
löndum og sé mjög líklegt til að
geta náð vinsældum hér sem
annars staðar.
Leiðbeinandi leshringanna
var Gunnlaugur P. Kristinsson,
fræðslufulltrúi KEA.
• •
- Oruggur akstur
(Framhald af blaðsíðu 8)
Friðjón Guðröðarson meðstjórn
andi. Þá gerði fundurinn auk
þess allmargar ályktanir um
einstaka þætti umferðaröryggis
mála.
Silfurbíllinn.
Þá var verðlaunagripur Sam-
vinnutrygginga, Silfurbíllinn,
afhentur á fundinum í fimmta
sinn, en þessi gripur er sem
kunnugt er veittur fyrir mikils-
verð framlög til umferðar-
öryggismála. Það var Bindindis
félag ökumanna, sem hlaut
Silfurbílinn að þessu sinni, og
veitti formaður félagsins, Helgi
Hannesson, honum viðtöku. □
wHúsnæði^
Oskum að taka á leigu
góða 3ja herbergja íbúð
strax.
Uppl. í síma 2-14-73.
Góð þriggja herbergja
íbúð til sölu í Norður-
götu.
Uppl. í síma 2-21-95.
Til sölu lítið einbýlishús
á Dalvík, á góðum stað.
Sími 6-14-09 á kvöldin.
Herbergi óskast til leigu.
Uppl. í síma 2-18-34.
Til sölu 2ja herbergja
íbúð á Húsavík
í fjölbýlishúsi.
Uppl. í símum 4-15-04
eða 4-14-11.
Til sölu hús í S.-Þing-
eyjarsýslu (hæð og ris).
Hentugt fyrir félags-
samtök.
Steindór Gunnarsson,
lögfræðingur.
Tæknifræðingur óskar
eftir íbúð á leigu.
Uppl. í síma 1-13-73
eftir kl. 19.
Dýraverntlunarfélag
Akureyrar.
UH:
ÁLAGNINGU ÚTSVARA.
iTÖÐUGJALDA OG FL.
Afsláífur á flugleiðum
(Fréttatilkynning)