Dagur - 29.10.1975, Blaðsíða 7

Dagur - 29.10.1975, Blaðsíða 7
7 VONDIR STRÁKAR YRKJA VlSUR Gurmarsstöðum í Þistilfirði, 27. október. Sauðfjárslátrun er lok- ið á Þórshöfn og var lógað 13.841 kind. Meðalvigt dilka var 15,93 kg. Vænstu dilkana átti frú Aðalheiður Jóhannsdóttir á Þórshöfn og vigtuðu þeir til jafnaðar 18,6 kg og voru 123 að tölu. Frá Tunguselsbúi voru lagðir inn 615 dilkar sem vógu tii jafnaðar á nítjáanda kg og frá Syðraálandsbúi var lógað 353 dilkum og vigtuðu þeir 18,5 kg að meðaltali. Vænsta dilk- inn átti Jónas Aðalsteinsson á Brúarlandi og var hann 27,5 kg. Veðráttan hefur verið mjög hagstæð síðan viku af október og búið að leita flestar heiðar nokkurn veginn. Þó á eftir að fara eina ferð á Tunguselsheiði. Unnið er við vegagerð í allt haust en miðað- heldur hægt, en þó í áttina. Aflabrögð eru frem- ur léleg. Flest gengur sinn vana gang hér. Frá Fcreldrafélagi Glerárskói Aðálfundur Foreldrafélags Gler árskóla var haldinn þ. 26. þ. m. Auk venjulegra fundarstarfa voru ýmis mál á dagskrá. Meðal ályktana og amþykkta, er fund- urinn gerði, voru eftirfarandi: FRÁ BRIDGEFÉLAGI ÁKUREYRAR Nú stendur yfir tvímennings- keppni hjá Bridgefélagi Akur- eyrar og er lokið þrem um- ferðum. Aðeins ein umferð er eftir. Spilað er í tveimur riðl- um. Að loknum þremur umferð- um er röð þeirra efstu þessi: Stig 1. Gunnlaugur Guðmundss. — Magnús Aðalbjórnsson 412 2. Alfreð Pálsson — Guðmundur Þorsteinss. 382 3. Ármann Helgason — Jóhann Helgason 380 4. Mikael Jónsson — Þórir Leifsson 370 5. Hald Jóhannesson — Örn Ragnarsson 354 6. Friðrik Steingrímsson — Þórunn Bergsdóttir 354 7. Ingimundur Árnason — Stefán Sveinsson 349 Meðalárangur er 324 stig. Næsta keppni Bridgefélags Akureyrar er sveitakeppni. □ Ályktunartillaga. F oreldrafélag Glerárskóla hvetur til þess, að samræmdri handavinnukennslu pilta og stúlkha verði komiö á eins fljótt og mögulegt er. Skorar fundur- inn á handavinnukennara, skóla stjóra og fræðsluyfirvöld bæjar ins að sjá til þess að svo verði. Samþykktir. Aðalfundur samþykkir að skrifa skólanefnd bréf, þar sem þess verði krafist, að innheimta á handavinnu- og pappírsgjöld- um hjá nemendum skólans verði hætt og kostnað þennan greiði sveitarfélagið, eins og skýrt er tekið fram í 38. gr. reglugerðar um rekstrarkostnað Grunnskóla. Aðalfundur samþykkir að fela stjórninni að athuga á hvern hátt Foreldrafélagið geti best stuðlað að aukinni og bættri söng- og tónmennta- kennslu í skólanum. Jón Hj. Jónsson, ritari. LIONS-BINGÓ Haustbingó og skemmtikvöld Lionsklúbbs Akureyrar verður í Sjálfstæðishúsinu n. k. sunnu- dagskvöld 2. nóv. kl. 20.30. Aðalvinningur kvöldsins verð ur Sunnuferð að eigin vali fyrir kr. 50.000,00. Auk þess verður fjölbreytt úrval heimilistækja- vinninga að eigin vali. Vinning- ar verða til sýnis í glugga Iðn- aðarbankans frá n. k. miðviku- degi. Hinn óviðjafnanlegi Omar Ragnarsson skemmtir ásamt Vondir strákar yrkja enn ljótar vísur, eins og þeir hafa oft áður gert, um málefni líð- andi stundar, og verð ég var við þetta. Þegar Ármannsfellsmálið var mest á ferðinni var þetta ort: Ekki virðist allt í sátt einhver hlýtur skelli. Þó er ennþá dansað dátt dunar í Ármannsfelli. . Þeir sem tróna toppi á tapa og hníga að velli. Borgarstjórann stefnir á steinn úr Ármannsfelli. Ó. H. Mvinna ATVINNA! 22ja ára maður óskar eftir vinnu, er með vinnuvélaréttindi, og bíl til •umráða. Uppl. í síma 2-32-79 eftir kl. 19. Vanur fjósamaður ósk- ast að Tilraunastöðinni á Möðmvöllum. Uppl. í síma 2-19-51. Ymisleöt Húsgagnaverslunin Augsýn h.f. og Benjamín Jósefsson standa fyrir kynningu á vörum frá fjöl mörgum húsgagnaframleiðend- um. Einnig sýnishom af heima- tilbúnum smáhlutum. Þá verða einnig kynnt mál- verk og listmunir eftir íslenska og erlenda listamenn. Sýning þessi verður opin dag ana 29. október til 2. nóvember að Hótel Varðborg frá kl. 10.00 til 22.00, nema miðvikudaginn 29. október, en þá verður hún, opnuð almenningi kl. 20.00. (Úr fréttatilkynningu) hinum bráðsnjöllu Halla og Ladda. Öllum ágóða verður varið til kaupa á tæki til leitar krabba- meins í brjósti. Forsala aðgöngumiða verður í Sjálfstæðishúsinu sama dag kl. 15—17 og fi'á kl. 19. Lionsklúbbur Akureyrar væntir þess, að Akureyringar og nærsveitamenn fjölmenni og styrki um leið gott málefni. Lionsklúbbur Akureyrar. Aðalfundur fjáreig- endafélagsins á Ákur- eyri verður lialdinn á Hótel KEA kl. 8,30 e.h. fimmtudaginn 30. okt. Stjórnin. Vil taka á leigu bílskúr fyrir smá bílaviðgerðir. Uppl. í síma 2-17-59. KÓRÓNUMYNT! v Óska að skipta á kórónu mynt og notuðum frí- merkjum. Skrifið í pósthólf 178 Akureyri eða hringið í síma 2-39-52. Enskukennslan Eyrarlandsveg 14b, sem féll niður vegna veikinda í október er nú að liefjast. Sími 2-18-84. Rússa j eppaeigendur! Gerið bílinn í stand fyrir veturinn. Ég á varahlutina. Uppl. gefur Garðar Helgason í sírna 2-36-61 ■ ST OUAun ts _ Hef liafið innflutning á POLARIS SNjÓSLEÐUM. Sending á leiðinni, 25 og 35 lia. sleðar. Sýningarsleði á staðnum. Einkaumboð á íslandi: TÓMAS EYÞÓRSSON Sími vinnustað 2-28-40. Sími heima 2-13-70. Rafvirkj ar Óskum að ráða rafvirkja til starfa nú þegar. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri. SLIPPSTÖÐIN HF. SÍMI 2-13-00. Ódýr matarkaup Seljum næstu daga HROSSAKJÖT á niðursettu verði. KAUPFÉLAG SVALBARÐSEYRAR SÍMI 2-13-38. ATVÍNNÁ Okkur vantar ungling til sendistarfa. Vélhjólapróf æskilegt. ÞÓRSHAMAR U F.r Akureyri Vegna misritunar ii' síðasta tölublaði Dags eru þið beðnir að athuga að þeir sem enn hafa ekki skilað áburðarpöntunum fyrir árið 1976 komi þeýn á aðalskrifstofu vora í allra síðasta lagi 31. október n. k. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA. % m y n y K JÖRDÆMISÞING FRAMSÓKNARMANNA í Norðurlandskjördæmi eystra verður haldið á Hótel IÍEA Almreyri 8. og 9. nóvember n. k. í tengslum við þingið verður efnt til haustfagnaðar laugardaginn 8. nóvember. - Nánar auglýst síðar. STJÓRNIN m % % y % w

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.