Dagur - 12.11.1975, Side 1

Dagur - 12.11.1975, Side 1
Baguk LVIII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 12. nóv. 1975 — 46. tölubl. Þingfulltrúar úti fyrir Hótel KEA, en nokkra vantar þó á myndina, þar sem þeir slitu sig ekki nógu fljótt frá nefndarstörfunum. — Kjördæmisþing framsóknar Bátur sökk í minni Eyjafjarðar Meðal margra góðra fulltrúa á kjördæmisþinginu um helgina, var Ármann Þórðarson kaup- félagsstjóri í Ólafsfirði. Spurður frétta sagði hann m. a.: Á föstudaginn varð það slys í mynni Eyjafjarðar, að mótor- báturinn Kristbjörg ÓF 11 sökk. Þrír af áhöfninni komust í björgunarbát og skipverjar á Guðmundi Ólafssyni ÓF 40 'bjargaði þeim, en skipstjórinrí, Kristján Ásgeirsson, drukknaði. Hann var 46 ára og lætur eftir sig konu og þrjú börn. Krist- björg var tveggja ára bátur, 27 tonn að stærð, smíðaður á Norð firði. Unnið er að ýmsum fram- kvæmdum í veðurblíðunni. Verið er að hækka flugvöllinn, ennfremur er verið að setja burðarlag á nýjan íþróttavöll, austan við gagnfræðaskólann. Þá hefur verið unnið við grunn væntanlegs sjúkraskýlis og elli heimilis. Búið er að steypa kjallara og sökkla. Lógað var hjá Kaupfélagi Ólafsfjarðar 1962 kindum. Meðalvigt dilka var 15,52 kg án nýrnamörs og er það 600 grömmum meiri vigt en í fyrra. Þyngsta dilkinn átti Jóhannes Jóhannesson í Kálfsárkoti, 28 kg, sem er líklega vænsti dilk- ur, sem hér hefur verið lógað. Atvinna er mikil í Ólafsfirði. Lögregluvarðstjórinn, Árni Magnússon, hafði þetta að segja blaðinu á mánudaginn: Síðasliðna nótt var brotist inn í Eyrarbúðina. Engu var þar stolið og er málið þegar upplýst. Aðfaranótt laugardags var brotist inn hjá Skafta h.f. og Norðurljósinu, sem er í sama húsi. Peningum var stolið og er málið ekki upplýst. Fremur lítið hefur verið um árekstra að undanförnu, þótt ætíð séu þeir of margir. Allmargir ökumenn léttra bifhjóla hafa verið teknir fyrir umferðarbrot og farartækin úr umferð tekin. Frá lögreglunni í gær, þriðju dag: 29. þiitg UHFI Sambandsþing UMFÍ það 29. í röðinni verður háð að Varma- landi í Borgarfirði dagana 15. og 16. nóvember n. k. og hefst þingið kl. 15.30 á laugardag. Búist er við góðri mætingu á þingið, enda óvenju viðburða- ríkt starfstímabil að baki frá síðasta þingi UMFÍ. Reiknað er með að helstu mál þingsins verði staða UMFÍ og fjármál hreyfingarinnar, fræðslumál og nýafstaðið lands- mót. (Fréttatilkynning Átjánda kjördæmisþing fram- sóknarmanna í Norðurlands- kjördæmi eystra hófst á Hótel KEA á Akureyri laugardaginn 8. nóvember klukkan rúmlega eitt. Hilmar Daníelsson á Dalvík, stjórnarformaður sambandsins, setti þingið og bauð þingfull- trúa og gesti velkomna. Forset- Banaslys varð á Norðurlands vegi við afleggjarann að flug- stöð við Akureyri. Kristjana Halldórsdóttir húsfreyja á Neðri-Dálksstöðum á Svalbarðs strönd varð þar fyrir bifreið með fyrrgreindum afleiðingum. Hún hefði orðið 45 ára í gær. Slysið varð kl. 17.15. Banaslysin hér á Akureyri eru nú orðin þrjú á árinu, en alls á landinu eru þau 27, eða 10 fleiri en á sama tíma í fyrra. ar þingsins voru Sigurður Jó- hannesson, Akureyri og Ingi- björg Indriðadóttir, Höfða- brekku, en ritarar Indriði Ket- ilsson á Fjalli, Baldur Hálldórs- son á Hlíðarenda og Árni Ósk- arsson, Dalvík. Veður og færi var hið besta, svo þingfulltrúar komu hvað- anæva og sátu þingið 60 manns; fulltrúar, alþingismenn og nokkrir gestir. Formaður flutti starfsskýrslu stjórnarinnar og gjaldkeri gerði grein fyrir fjárhagnum. Taldi formaður, að starfið hefði verið of lítið og fjárhagurinn hefði nokkuð þrengst. Alþingismennirnir Ingvar Gíslason, Stefán Valgeirsson og Ingi Tryggvason fluttu þessu næst stuttar ræður og fjölluðu í þeim um nokkra þætti stjórn- málanna, einkum efnahagsmál- in. Að þingmannaræðum lokn- um hófust umræður um þær og skýrslur formanns og gjaldkera kjördæmissambandsins. Var fundi fram haldið til klukkan sex, með stuttu kaffihléi. En eftir það hlé fluttu ávörp: Þór- arinn Þórarinsson, ritstjóri, Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri Tímans og Magn- Fjalli, Aðaldal, 10. nóvember. Verið er að byggja íþróttahús og félagsheimili hjá Hafra- lækjarskóla og stendur bygg- ingin skammt austan við skóla- húsið. Þar er innivinna hafin við smíðarnar. Byggingar eru fremur litlar hér í sveitinni. Verið er þó að ljúka við íbúðar- hús á Jódísarstöðum í Skriðu- hverfi og iðnaðarbýli hefur ris- ið í Miðhvammslandi og heitir Heiðargarður. Það íbúðarhús er langt komið og þriðja húsið, sem verið er að byggja, er skammt á veg komið og er í Hafralækjarlandi. Utihúsbygg- ús Ólafsson, formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna. Nefndir störfuðu nú af kappi að loknum fundarstörfum þenn an dag, bæði kjördæmismála- (Framhald á blaðsíðu 7) ingár hjá bændum eru helst viðbætur við hús. Tankvæðing, sem hér er kom in, tekur til þriggja hreppa: Aðaldælahrepps, Reykdæla- hrepps og Reykjahrepps. Einn bíll er í förum og flytur mjólk- ina, en annar mun bætast við í vetur. Unnið er nú að lagfær- ingu heimreiða hér í sveit. Vont tíðarfar gerði hér í haust og kom það þó verr við framsveitirnar. Nú er búinn að vera langur, góður kafli. Sauðfjárbaðanir eru byrjað- ar, eftir því sem skyldan bíður þetta árið. Annars hafa menn fé sitt úti, enda snjólaust í byggð og að mestu leyti einnig til fjalla. Borað var hér í sveit eftir heitu vatni í sumar, en án árangurs, að heitið gæti, en hiti var mikill og ég hygg, að þetta verði kannað betur. I. K. Nautðkjöt á nýju verði Samkvæmt samþykki sex- mannanefndar og stjórnvalda er nú upp tekin niðurgreiðsla á nautakjöti, sem við það lækkar í verði til neytenda um 26— 37%. Jafnframt lækka niður- greiðslur á kindakjöti og hækk- ar það þá í verði um 4—6%. Niðurgreiðslur á kjötverði úr ríkissjóði eru þær sömu og áður, þótt hlutfall milli tegunda breytist. Q Togskipið Snæfell kom til Akurcyrar árdegis á mánudaginn og var þá þessi mynd tekin. I gær, þriðju- dag, fór það til Hríseyjar og var því og áhöfn þess vel fagnað þar. (Ljósm.: E. D.) Frá lögreglunni ÍÞRÓTTAHÚS, FÉLAGSHEIMILI

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.