Dagur - 12.11.1975, Page 4

Dagur - 12.11.1975, Page 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Frentverk Odds Bjömssonar h.f. SAMÞYKKTIR KJÖRDÆMISÞINGS Á kjördæmisþingi framsóknarmanna í Norðurlandskjördæmi eystra um síðustu helgi voru margar ályktanir gerðar um þjóðmálin, og báru marg- ar þeirra ljósan vott um skugga efna- hagserfiðleikanna. Þingið skoraði á öll áhrifaöfl þjóðfélagsins, að snúa bökum saman um nauðsynlegar að- gerðir í því sambandi, enda hafi ríkisstjórnin forystu í máiinu. í fram haldi af þessu segir svo: „Þegar á heildina er litið, hafa viðskiptakjör haldið áfram að versna á þessu ári. Því er sérstök nauðsyn að sníða þjóðarbuskapinn að raunveru- legri efnahagsaðstöðu, þannig að komið verði í veg fyrir frekaxi halla- rekstur ríkissjóðs, gjaldeyrissóun og síaukna skuldasöfnun erlendis.“ Þingið bendir þó á, að efnalxags- aðgerðir beri að miða við þá mörk- uðu stefnu ríkisstjórnarinnar, að haldið verði uppi fullri atvinnu í landinu. Varar þingið alvailega við því böli, sem af atvinnuleysi stafar. Þá telur þingið einboðið, að í sam- bandi við efnahagsaðgerðir verði séxstakt tillit tekið til yfirlýstrar landsbyggðaistefnu ríkisstjómarinn- ar. Minnir þingið á, að landsbyggðar stefnan er grundvallarþáttur í þjóð- málabaráttu Framsóknarflokksins, og hvetur alþingismenn og íáðheira flokksins til þess að lialda fast á því máli. Um tilfæislu verðmæta frá spaii- fjáreigendum til lánþiggjenda segir svo: „Kjördæmisþingið lítur svo á, að í skjóli vei'ðbólgu undanfarinna ára og áratuga liafi þróast óviðunandi ástand, sem kemur fram í tilfæxslu veiðmæta frá sparifjáreigendum til lánþiggjenda. Þingið telur nauðsyn- legt að endurvekja tiaust almenn- ings á gjaldmiðlinum, svo að dregið verði úr eyðslu og meiri hagkvæmni gætt í fjárfestingu. Þingið beinir því til stjórnvakla að kannað verði hvernig verðtryggja megi innlán og útlán, þannig að festa skapist í fjár- málalífi þjóðarinnar." Þá vakti þingið sérstaka athygli á því misrétti, sem þegnar þjóðfélags- ins búa við á sviði lífeyristrygginga. Ennfremur lagði þingið áherslu á, að vinnulöggjöfin væri endurskoð- uð, þar sem henni væri í mörgu áfátt. Kjördæmisþingið gerði sérstaka ályktun um landhelgismál og hvatti til þjóðareiningu og þrautseigju í því máli. Þá vakti þingið athygli á hinni gífuilegu hættu af vaxandi áfengis-, tóbaks- og eiturlyfjaneyslu og taldi fræðslu bestu vömina. Þá samþykkti þingið stuðning sinn við jafnréttisbaráttu kvenna. □ RÆÐA ÞÓRARINS ÞÓRARINSSONAR, ALÞINGISMANNS, Á HAUSTFAGNAÐI FRAMSÓKNARMANNA Á LAUGARBAGINN Sennilega búist þið við því,- að ég muni ræða hér um stjórn- mál, því að erfitt sé fyrir mig að skrifa eða tala um annað eftir að hafa haft það fyrir aðalstarf í fjóra áratugi. Skoðun mín hefur þó verið sú, að þegar menn koma saman til að skemmta sér sé hyggilegast að taka sér sem mest hvíld frá dag legri önn og áhyggjum. Ég ætla því hvorki að þreyta sjálfan mig eða ykkur með því að flytja hér einhverja stjórnmálapredik un. Ég mun heldur ekki reyna til þess að vera neitt skemmti- legui', eins og helst er ætlast til af ræðumönnum við slík tæki- færi. Mig langar hins vegar til þess að minnast hér á ákveðið mál, sem ég álít mikilvægt, bæði fyrir Akureyri og landið í heild. Þetta mál kom mér sérstak- lega í hug, þegar ég gisti nýlega sögufræga borg í Bretlandi, borgina York eða Jórvík, eins og hún hefur verið nefnd á ís- lensku, York er sennilega sú borg Bretlands, sem á lengsta sögu að baki. Hún var eins kon- ar höfuðborg Rómverja meðan þeir réðu ríkjum á Bretlands- eyjum og ber hún enn ýmis merki þess. Síðar varð York höfuðborg norrænna konunga, sem réðu ríkjum í Englandi. Síðasti norræni konungurinn þar var Eiríkur blóðöx. í York er ort eitt frægasta kvæði, sem til er eftir íslenskt skáld, en þar orti Egill Skallagrímsson Höfuð lausn. York varð síðar um all- langt skeið eins konar önnur- höfuðborg Bretlands, en hvarf að lokum í skugga Lundúna. En borgin býr enn að fornri frægð. Þar er mesta gotneska dómkirkjan, sem til er á Bret- landseyjum, og þar er enn mikill borgarmúr frá miðöld- um, sem mun vera hinn elsti og mesti, sem til er á Bretlands eyjum. Miðhluti borgarinnar hefur enn á sér fornan blæ, og er það ásetningur borgarbúa að varðveita hann sem best. Þar enda næstum öll götuheiti á gate, og eru það, ásamt ýmsum öðrum nöfnum, helstu minjarn- ar um fyrri yfirráð norrænna manna á þessum slóðum. York er í senn falleg borg og fræg og hefur vegur hennar einkum byggst á því síðustu aldirnar. Nú virðast hins vegar góðar horfur á, að nafnið York verði einnig frægt vegna þess, sem hefur verið að gerast þar síð- asta áratuginn. Pyrir tæpum tíu árum var hafin þar bygging nýs háskóla og hefur mjög ver- ið kappkostað að gera hann sem best úr garði. Þar eru nú álíka margir stúdentar við nám og við Háskóla íslands. Ekki mun ætlunin, að þeim fjölgi að ráði næstu árin. Skólanum er því ekki ætlað að verða fjölmenn- um, en honum er eigi að síður ætlað að vinna sér nafn og álit, sem sé í samræmi við forna frægð borgarinnar. Tildrög þessarar háskólastofn unar eru þau, að Bretar hófust handa um það eftir síðari heims styrjöldina að endurskoða há- skólakerfi sitt. Það var sýnt, að þarfir fyrir háskólamenntað fólk hlyti mjög að aukast og var þá um tvennt að velja til að fullnægja þeim þörfum. Annað var að stækka þá háskóla, sem fyrir voru og gera þá að eins konar verksmiðjum. Hitt var að fjölga háskólum og stefna að því að hafa þá ekki mjög stóra. Síðari leiðin var valin. Hún þótti vænlegri til að tryggja betri stjórn og betri menntun. Skólinn í York er einn hinna nýju háskóla í Bretlandi. Sögu- frægð Yorks á sennilega þátt í því, að honum hefur verið veitt mest athygli. Ég átti þess kost að heim- sækja háskólahverfið í York. Það er rétt utan við borgina. Það hefur fengið allstórt land- svæði til umráða, og hefur verið búið til vatn í því miðju og Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður. standa margar helstu háskóla- byggingarnar umhverfis það. Hver deild hefur sína sérstöku byggingu og virðist lögð áhersla á, að þær beri hver um sig nokkurn svip þess hlutverks, sem þeim er ætlað. Háskóla- byggingarnar, ásamt prófessora bústöðum og stúdentagörðum, ná orðið fyrir allstórt svæði. Yfirleitt má segja, að háskóla- byggingarnar beri svipmót síns tíma og séu því harla frábrugðn ar hinum gömlu byggingum í miðborginni, hvað stíl snertir. Ég held, að óhætt sé að fullyrða, að það hafi tekist vel að gefa háskólahverfinu í senn virðu- legan og hlýlegan svip. Þótt kynni mín af háskólan- um í York yrðu ekki mikil, þá voru þau næg til að styrkja mig í þeirri trú, að íslendingar eiga að stefna að því í framtíðinni að hafa tvo háskóla, annan í Reykjavík, en hinn á Akureyri. í Háskóla íslands í Reykjavík eru nú nær 3000 stúdentar. Ef reikna má með svipaðri fjölgun og verið hefur tvo síðustu ára- tugina, verða þeir orðnir 6000— 7000 upp úr aldamótunum. Þetta verður þá orðinn geysi- lega mikil stofnun og hljóta að fylgja henni margvíslegir stjórn unarerfiðleikar. Ég hygg, að það sé reynslan, að minni skól- ar gefast yfirleitt betur en stórrir. Þar er hægt að fylgjast betur með nemendum og kenn- araliði af þeim, sem eiga að hafa yfirstjórn og yfirsýn með höndum. Kostnaður þarf ekki að vera neitt meiri við tvo skóla en einn, ef í báðum til- fellum er um svipaða nemenda- tölu að ræða. Eins og nú horfir, bíður framundan að reisa mikl- ar byggingar í þágu Háskóla íslands. Slíkar byggingar ættu ekki að verða neitt dýrari á Akureyri en í Reykjavík. Kenn aralið á ekki að þurfa að vera dýrara á Akureyri en í Reykja: vík. Milli þessara tveggja skóla má svo hugsa sér margvíslega samvinnu, t. d. að þeir séu ekki að keppa í námsgreinum, þar sem takmörkuð þörf er fyrir sérmenntað fólk. Sumar deildir Háskóla íslands eru nú þegar orðnar svo fjölmennar, og rnunu halda áfram að verða það, að þeim má vel skipta milli tveggja skóla. Tvær þjóðfélagslegar ástæð- ur þykja mér mikilvægur stuðningur við þá stefnu, að háskólarnir eigi að verða tveir. Ef háskólinn er aðeins einn, verður raunverulega ekki til nema eitt öflugt rnenntasetur í landinu. Þetta eina mennta- setur, þár sem öll svokölluð æðri menntun fer fram, mun hafa svo sterkt aðdráttarafl, að það mun hafa meiri áhrif til að torvelda jafnvægi í byggðaskip- uninni en flest annað. Það er ekki nóg fyrir landsbyggðina að fá togara og verksmiðjur, ef unga fólkið, sem stefnir að lang skólamenntun, verður allt að safnast saman á einn stað. Þá mun margt annað fylgja á eftir. Að mínurn dómi er fátt mikil- vægara fyrir byggðastefnuna en að stefnt sé að því, að byggja upp tvö öflug menntasetur í landinu. Hin ástæðan er sú, að ég álít ekki heppilegt, eins og raunar hefur áður komið fram, að að- eins ein stofnun annist alla há- skólamenntun í landinu. Þessu getur fylgt til langframa eins konar andleg einokun, hjá slíkri einræðisstofnun getui' skapast íhaldssemi, deyfð og doði, en einnig upplausn og stjórnleysi, ef á þann veginn fer. Ég álít, að hér geti hæfileg samkeppni milli tveggja menntastofnana skapað heppi- legt aðhald og jafnvægi. Þetta er ástæðan til þess, að ég, sem þingmaður Reykjavíkur, tel mér ekki aðeins fært, heldur skylt, að mæla með því, að við stefnum að því, að hafa há- skólana tvo. Ég er sannfærður um, að það var á sínum tíma hollt fýrir Menntaskólann í Reykjavík að fá samkeppni við nýjan menntaskóla á Akureyri, og ég er sannfærður um, að þetta yrði einnig reynslan á sviði háskólakennslunnar. Það er ekki út í bláinn, að Bretar hafa valið þá leið að fjölga frekar háskólum en að stækka þá, sem fyrir voru. Hér er hvorki staður né stund til að ræða þetta mál ítar- lega. En mér fannst eftir heim- sókn mína til York, að ég hefði ekki annan boðskap frekar að flytja á þessum stað, en að hvetja til þess, að unnið verði Á undanförnum árum hefir verið unnið að því að endur- nýja vélakost brauðgerðarinn- ar, en margar vélar hennar voru orðnar gamlar og slitnar. Stærsta átakið í því efni var kaup á nýrri franskbrauðsvél frá Hollandi, og var vél þessi tekin í notkun í maí sl. Vél þessi er mjög sjálfvirk. Hún vigtar deigið í ákveðnar þyngd- areiningar, flytur svo hvert brauðdeig í sérstakt hólf og ri að því að koma upp háskóla á Akureyri og að efla þannig tvö höfuðmenntasetur í landinu, Reykjavík og Akureyri. Ég álít þetta nauðsynlegt fyrir menn- ingu bg menntun í landinu og ég álít fátt mikilvægara til að tryggja jafnvægi í búsetu lands- manría. Ég álít að þetta sé ekki minna hagsmunamál Reykvík- inga en annarra landsmanna. En það er mér ljóst, að eigi eitt- hvað að gerast í þessum efnum, þá verður frumkvæðið að koma frá Akureyringum og Norð- lendingum yfirleitt. Þeir þurfa að láta þetta mál taka til sín. Þeir þurfa að láta sína færustu menn íhuga það og færa fram rök fyrir því og þeir ættu að sýna áhuga sinn á því, með því m. a. að fara að hyggja að land- svæði fyrir væntanlegt háskóla hverfi. Háskóli íslands býr t. d. enn að því, að Jónas Jónsson lét það vera eitt fyrsta verk sitt sem menntamálaráðherra, að útvega land fyrir væntanlegt háskólahverfi. Stjórnmálalegir andstæðingar hans, sem þá fóru með völd í Reykjavík, tóku þessari málaleitun svo vel, að háskólinn fékk miklu stærri lóð en almennt þótti þörf á þá, þótt raunin sé nú orðin önnur. Mér er það ljóst, að háskóli verður ekki byggður upp á ein- um degi. Ég hygg, að fyrstu skrefin til að koma upp háskóla á Akureyri muni sennilega veiða þau, að einhverjar deildir úr Háskóla íslands verði fluttar norður. Grundvöllur fyrir sér- stakan háskóla mun svo smám saman myndast á þennan hátt. Mér hefur skilist, að fyrir dyr- um standi að endurskipuleggja heimspekideild Háskólans, en þar munu nú vera milli 800 og 900 nemendur. í sambandi við þá endurskipulagningu mætti vel hugsa sér, að einhverjar deildir eða hluti af þeim yrðu fluttar til Akureyrar. Ég álít það síst meira átak nú — jafn- vel minna átak — að koma upp vísi að háskóla á Akureyri en það var fyrir 50 árum að koma þar upp menntaskóla. Innan tveggja ára verður minnst 50 ára afmælis Menntaskólans á Akureyri. Væri það ekki vel til fallið að minnast þess afmælis með því að koma þá upp fyrsta vísi að háskólanámi á Akur- eyri? Ég skal svo ekki þreyta ykk- ur lengur með þessu spjalli. Mín síðustu orð verða þessi: Ef Akureyri ætlar að halda áfram þeirri stöðu að verða annar aðalbær landsins og ein öflugasta stoð landsbyggðar- innar, þá verður hún að keppa að því að verða sterkt mennta- setur og koma í veg fyrir svo til algert forræði sunnanmanna í þeim efnum. Það væri ekki aðeins áfall fyrir Akureyri, heldur allt landið, ef Akureyri glataði þessari stöðu sinni. Q heldur því þar á hreyfingu í ca. 15 mínútur við ákveðið hita- og rakastig, en skilar því að svo búnu sjálfkrafa frá sér á pönnu, þegar tíminn er liðinn. Afköst vélarinnar eru 1200 brauð á klukkustund, eða 20 brauð á hverri mínútu, og sparar hún mikla vinnu. Vélin kostaði upp- sett kr. 4.670.000,00. Brauð þessi þykja fallegri útlits en áður var, bragðbetri, og hefingin jafnari. KA SIGRAÐI EN ÞÓR TAPAÐI Um síðustu helgi fóru fram tveir leikir í íþróttaskemmunni í íslandsmótinu í handbolta, annarri deild, en þá komu KR- ingar í heimsókn. Á laugardaginn léku sunnan- menn við Þór og sigruðu með 25—21. Á sunnudaginn léku þeir við KA. KA sigraði með 23—20. KA-liðið hefur nú leikið fimm leiki í mótinu og hlotið 8 stig. Þeir léku syðra fyrir hálfum mánuði við Leikni og. Keflvík- inga og unnu þá leiki báða með litlum markamun. Q Öll met slegin í ávísanafalsi í skyndikönnun Seðlabankans á innistæðulausum ávísunum á föstudaginn reyndust þær vera 1199 talsins að upphæð 97 millj. króna. Þetta sýnir vítavert kæruleysi manna, en einnig slælegt eftirlit í bönkunum, sem aftur og aftur kaupa ávís- anir af margbrotlegum við- skiptavinum. Q ÓEínur Ort í tilefni af bónuskerfi í frystihúsum Fagnandi og glöð göngum við bónuslínuna hrjúfa hönd í hönd í sólskini hádegislínunnar horfum við málmkenndu auga á heillandi stórkallaseðla standa uppá rönd. Flakandi höfum við gengið afkastalínuna út í lönd út í bónuslönd og við höfurn stigið dansandi og votar svitalínuna að þreyttri strönd. Og nú sláum við , hörpustrengi nýtingarlínunnar að hinzta tón hörpustrengi hraða og nýtingar höfum við slegið fyrir skapandi verðmæti þjóðarinnar að hinzta tón. En þó gengur áróður fyrir Ó — línurnar símalínuna í bylgjum yfir óskiljanlega strönd 1 fimm þúsund kallinn ríkir 'einn uppá rönd og bónuslínan greiðir hjartalínuna . útí hönd. Ýmsar aðrar fjárfestingar hafa átt sér stað í brauðgerð- inni að undanförnu, svo sem búnaður fyrir loftræstikerfi, kæliklefi o. fl. Endurnýjun á fleiri vélum og tækjum er að- kallandi. Við brauðgerðina starfa nú 9 bakarar, 1 aðstoðarmaður, 1 bíl stjóri og 7 stúlkur. Forstöðu- maður er Páll Stefánsson, sem tók við því starfi af Jóhanni Franklín. (KEA-fregnir) H. Ó. Vélakostur Brauðgerðar endurnýjaður StofnfundurNýalsinna Nú vil ég biðja þá, sem hafa fyrir árið ’75 og má senda kynnt sér eitthvað kenningar áskríftárb'eiðnir til „Lífgeislar“, dr. Helga Pjeturss og hafa pósthólf 1159, Reykjavík. Um- áhuga fyrir meiri þekkingu að boðsthaður hér á Akureyri er því lútandi, að mæta á fundi á Þorbjörn Ásgeirsson, Þórunnar Hótel Varðborg, laugardaginn stræti 127, sími 23748. Efni 15. nóvember kl. 15.00. Til að. þriðja tölublaðs er meðal ann- kanna um möguleika á að ars: Nokkur orð um samverund stofna Félag Nýalssinna hér á og þróun eftir Ólaf Halldórs- Akureyri. Aðgangseyrir kr. son efnafræðing, Erlendar rann 100,00. Efni fundarins verður á sóknir eftir Ævar Jóhannesson, þessa leið: Ræða, lesið úr nýal, Aðdráttarafl líkingarinnar eftir frjálsar umræður, og athugun' ■ Ingvar Agnarsson, Ljóð eftir um stofnun félagsins. Þorstein Jónsson á Úlfstöðum. Tímaritið, Lífgeislar, sem Ennfremur eru frásagnir af Félag Nýalssinna gefur út, og draumum, torskildum fyrir- er um lífsambönd við aðrar bærum og miðilsfundum. stjörnur. Þriðja tölublað er komið út. Gert er ráð fyrir að Þorbjörn Ásgeirsson, alls komi út fimm hefti á þessu Þórunnarstræti 127, ári. Áskriftargjald er kr. 500,00 Akureyri. Álykiun um landhelgismál Fundur Trésmiðafélags Akur- Breta og V.-Þjóðverja, þær þjóð eyrar, 15. október 1975, lýsir ir, sém beitt hafa okkur mestu yfir eindregnum stuðningi við ofríki í þessum efnum. útfærslu íslenskrar fiskveiðilög Fundurinn vekur athygli á sögu í 200 sjómílur og heitir .á því að hér er um að ræða mál, landsmenn alla að standa ein- sem ræður öllu um tilveru okk- huga á bak við þetta lífshags- ar íslendinga, sem efnahags- munamál íslendinga. lega sjálfstæðrar þjóðar og Jafnframt varar fundurinn bendir á, að vísindaleg nýting íslensk stjórnvöld eindregið við fiskistofnanna við ísland er öllum samningum, sem fela í ekki aðeins stærsta hagsmuna- sér undanhald í þessu máli. mál íslendinga, heldur snertir Sérstaklega lýsir fundurinn sig einnig hag allra þeirra þjóða, andvígan öllum samningum við sem ríýta auðæfi hafsins. Q SMÁTT & STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) hópar ekki nema skarnmt ur verði sunnudaginn 16. þ. m. áleiðis-. og er óskað eftir leiðveislu . Með kveðju og von um, að nefndarinnar við bindindis- þessum nxálum verði tekið með starfið þann dag. samhug og fullum skilixingi. Ákveðið að veita Umdæmis- F. h. Áf.v.n. Ak. stúkunni fjárhagsaðstoð til út- Ármann Dalmannsson. breiðslustarfsemi í sambandi við Bindindisdaginn og óska TIL ATHUGUNAR eftir því, að blöð bæjarins Um leið og Dagur ámar Áfeng- minnist bindindisstarfseminnar isvarnanefnd Akureyrar lieilla og áfengisvandamálsins í sam- í starfi, er minnt á, að þetta blað bandi við daginn.“ er ætíð reiðubúið til að birta Samkvæmt ofanskráðu óskar greinar þeirra mamia, sem nefndin eindregið eftir því, að - berjast gegn áfengisbölinu á blað yðar leggi þessum málum þeim vettvangi, og vilja „þoka sem best lið og reyni að gera almenningsálitinu í áfengismál- fólki sem Ijósastan þann vanda, unx til betri vegar“ með aðstoð sem við er að stríða. Ef fjöl- blaðanna. Hvers vegna ekki að miðlarnir geta ekki þokað al- notfæra sér betur aðstoð þess menningsálitinu í áfengismál- ’ eina stjórnmálablaðs landsins, um til betri vegar, þá ná ein- sem liefur tekið ákveðna og liik staklingar og fámennir félags- lausa afstöðu í áfengismálum? Ung jöi'p hryssa áður augíýst, verður seld á upp- bóði að Stærra-Árskógi mánudaginn 17. nóvern- ber n. k. kl. 16. HREPPSTJÓRI ÁRSKÓGSHREPPS. Til sölu 5 hei'bergja íbúð í fjölbýlishúsi við Skarðshlíð á besta stað. Uppl. hjá eiganda í síinum 2-29-04 og 2-25-43 og á lögfræðiskrifst. Ásmundar S. Jóhannssonar hdl., Glerárgötu 20, Akureyri. ATHUGIÐ! Set pústkerfi undir bíla. — Efni á staðnum. BIFREIÐAVERKST. FJÖLNIS SIGURJÓNSSONAR, Hafnarstræti 22. — Símar 2-37-.04 og 2-23-35. Sauðórkróki, 10. nóvember. — Fimmtudaginn 6. nóvember fór fram vígsluathöfn og jafnframt skólasetning í hinum nýja grunnskóla í Varmahlíð. Að skólanum standa 10 hreppar í Skagafjarðarsýslu. Mikill mann fjöldi sótti skólann heim við þetta hátíðlega tækifæri og fagnaði því, að þetta skólahús er í-isið af grunni og tekið til starfa í Varmahlíð. Póll Dagbjartsson, skólastjóri, setti samkomuna og stjórnaði henni. Séra Gunnar Gíslason hafði helgistund, ásamt kirkju- kór Víðimýrarsóknar. Halldór Benediktsson á Fjalli, formaður byggingar- nefndar, rakti sögu skólabygg- ingarinnar. Kveikjuna að' bygg- ingu skólans taldi ræðumaður að rekja mætti til ársins 1936, þegar nokkrir áhugamenn í héraði stofnuðu Varmahlíðar- félagið og höfðu á dagskrá að koma upp héraðsskóla í Varipa- hlíð. En fyrsti formaður þess félags var Árni Hafstað bóndi í Vík. Fleiri tóku til máls, svo sem Sigurpáll Árnason, formaður skólanefndar, Gísli Magnússon, Eyhildarholti, Helga Kristjáns- dóttir á Silfrastöðum, Jóhann Salberg Guðmundsson, sýslu- maður, og Jóhann L. Jóhannes- son, svo og alþingismennirnir Ragnar Arnalds, Páll Pétursson og Pálmi Jónsson. Húsnæði það, sem nú er tekið í notkun er 1436 fermetrar svo- nefnds A-húss, og kjallari B- húss, 205 fermetrar. Tekin er í notkun heimavist, mötuneyti, samkomusalur og tvær kennara íbúðir. Alls er skólabyggingin Blaðburður Blabuxðaibai'ii óskast á Eyriiia. Uppl. á afsneiðslu Dasjs sími 1-11-67. wAtvinna Vanxii' rafsuðunxaður óskast strax. Ofnasiniðja Norðurlands. Vinna! Finxintán ára skólanenxi óskar eftir vinnu hhxta úr devi, Til speina kem- ur barnagæsla að kvöld- inu. Uppl. í síma 2-25-73. Vill ekki eiiihver góð kona á Eyrinni taka að sér að gæta 15 nxánaða döixxu frá kl. 9—12 virka daga í vetur. Margrét Ragúels, Grenivöllum 12, sími 1-11-07. Stúlka vöxx afgreiðslu óskast hálfan eða lieilan daginn. Aldur 25—35 áia æskilegur. Umsóknir ásamt npp- lýsingum um fyrri vinnustað leggist inn á afgreiðslu Dags fyrir föstudag nxerkt 97. 2654 fermetrar. Byggingameist- ari er Guðmundur Mái'usson og yfirsmiður Eggert Ólafsson, múrarameistari Haraldur Hró- bjartsson, pípulagnir annaðist Sigurður Ármannsson og um málningu sáu Haukur Stefáns- son og Jónas Þór. Raflagnir annaðist Rafall s.f., Guðmund- ur Marteinsson. Arkitektar voru Hrafnkell Thorlacius og Njörður Geirdal. Byrjað var á byggingu skól- ans 1973. Framkvæmdastjóri frá byrjun var Pétur Péturs- son. Páll Dagbjartsson flutti skóla setningarræðu. í skólanúm eru 140 nemendur í sjö békkjar- deildum. í heimavist eru 56 nemendur. Við skólann starfa sex fastir kennarar, auk' skóla- stjóra, og fjórir stundakennar- ar. Ráðskona er Herfríður Valdi marsdóttir frá Brekku. G. O. Útsalan heldur áfraixx. Verslunin Fagralilíð. Dýravinir! Tveir hvolpar fást gefiixs. Sími 2-37-90. Hxiseigendur athugið! Tökum að okkur að innrétta hixs og íbúðir. Einnig smíðum við glugga og útidyrahurðir Uppl. hjá Magnúsi Tryggvasyni í síma 2-11-89 eftir kl. 7 á kvöldin. í tSkemmtaniri Eldri dansa klúbburimx beldur daixsleik í Alþýðuhúsinu laugar- daginn 15. nóvember. Húsið opnað kl. 21. Miðasala við inn- ganginn. Stjórnin. Bílstjórar og aixnað spilafólk! Skógræktarfélag Tjarnargerðis og bílstjóiafélögin fara á stað með 3ja kvölda spilakeppni í Sjálfstæð- ishúsinu (litla sal), sunnudaginn 16. þ. nx. kl. 8,30 e. h. Góð kvöld og lxeildar- verðlaun. Tjarnargerðisnefnd. SKÁKMENN! Startmótið á íxxiðviku- dagskvöld að Hótel Varðborg kl. 8 e. h. Hafið með ykkur klukkur. Haustmótið hefst mánu- dag 17. nóv. kl. 8 að Hótel Varðboi'g. Þátttaka tilkynnist stjórninni. Stjórnin. £.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.