Dagur - 12.11.1975, Page 8

Dagur - 12.11.1975, Page 8
AGU Akureyri, miðvikudaginn 12. nóv. 1975 GILTU TÍSKUHÁLS- H i GULLSMIÐIR , KEÐJURNAR \Jf J§ |\ SIGTRYGGUR NÝKOMNAR II & PÉTUR ^=1 \ AKUREYRI I SMÁTT & STÓRT Geslur E. Jónasson og Gísli Halldórsson í hlutverkum sínum. (Ljósmyndastofa Páls). | Ein skemmtilegasta bók Hall- dórs Laxness er Kristnihald undir Jökli. Ur sögunni var gerður sjónleikurinn Ua, sem j þó gengur oftar undir nafni bókai'innar. Kristnihald undir Jökli verður frumsýnt á föstu- daginn í leikhúsi Akureyrar undir leikstjórn Sveins Einars- sonar þjóðleikhússtjóra og Gísli [ Halldórsson leikur séra Jón, 1 sem gestur, en það er eftir- tektarverðasta hlutverkið. Stein ; þór Sigurðss. gerði leikmynd. Eflaust er mjög vel til sýn- ingar þessarar vandað og víst er, að fréttir af væntanlegri sýningu hafa vakið verulega atbygli fólks, enda er henni stjórnað af landskunnum leik- húsmönnum og gestaleikur Gísla Halldórssonar hefur óefað verulegt aðdráttarafl, enda var þeg'ar á mánudaginn uppselt á frumsýninguna. Það eru eindregin tilmæli til væntanlegra leikhúsgesta, að þeir sæki leiksýningar sem fyrst, þar sem sýningartími tak markást af öðrum verkefnum sumra þátttakenda. Höfundinum, Halldóri Lax- ness, hefur verið boðið að vera á frumsýningunni og er þess ' fastlega vænst, að liann gefi sér tíma til þess. Að öðru leyti vísast hér til viðtals í síðasta tölublaði Dags, þar sem þessum málum voru gerð nokkur skil í viðtali við Svein Einarsson. □ NEI TAKK — EKKI A MÁNUDEGI Víða Iiafa menn ótrú á því áð hefja verk á mánudegi og hefur svo lcngi verið á ýmsum stöð- um. Bændur hófu ekki slátt þann dag, sjómenn byrjuðu ekki að róa þann vikudag, þar sem þessi mánudagsótrú er og svona er þetta enn. Það kom því ekki á óvart þegar hrís- eyingar afþökkuðu að taka á móti nýja Snæfellinu á mánu- degi, en sögðu, að skipið væri kærkomið hvaða annan viku- dag sem væri. í SKUGGA EFNAHAGS- MÁLANNA í samþykktuum kjördæmis- þings framsóknarmanna, senr frá segir á öðrum stöðum hér í blaðinu, kom það víða fram, að þetta þing er haldið í skugga erfiðra efnahagsmála þjóðar- innar. Að sjálfsögðu er bæði -rétt og eðlilegt, að tekin séu mið af hinum ýmsu staðreynd- um, góðum eða miður góðum, sem veruleg áhrif hafa á þjóð- lífið á liverjum tíma. En ekki má það valda bölsýni, þótt á móti blási um sinn. Og það er ekki síður nauðsynlcgt á erfið- um tímum, að gera sér grein fýrir fögru og fjölbreyttu mann . lífi, sem þrátt fyrir allt er lifað í landinu og ekki er bundið háum tekjum og hagvexti. VIGT ARSKÝRSLURN AR SEGJA EKKI ALLT f sláturhúsi KEA á Akureyri 'var meðalvigt dilka í haust tæp verksmiðja í Saltvík Jónas Jónsson, ráðunautur BúnaSarfélags íslands, var hér á ferð í síðustu viku og spurð- ist blaðið þá fyrir um, hvað liði undirbúningi heykögglaverk- smiðju í S.-Þing. Jónas sagði: Undanfarin ár hefur verið unnið að undirbúningi hey- kögglaverksmiðju í Saltvík í Reykjahreppi í Suður-Þing- eyjarsýslu og síðan 1972, að ókveðið var að byggja þrjár nýjar heykögglaverksmiðjur, hefur verið unnið að þessum málum. Heykögglaverksmiðja á Flatey á Mýrum í Austur- Skaftafellssýslu tók til starfa í sumar og framleiddi þá þegar 1050 lestir af heykögglum og byrjaði þó ekki fyrr en í ágúst. Hinar verksmiðjurnar, sem ákveðið var að byggja, var í Saltvík og í Hólminum í Skaga firði. Þar vestur frá er búið að vinna land og girða og í Saltvík er búið að vinna á annað hundr að hektara og sá í 40 hektara. Hve langt er komið undir- búningi í Saltvíkurlandi? Já, þar er unnið að undir- i búningi verksmiðju, sem noti heitt vatn til að hraðþurrka heyið. Reynsla er fengin á því á Reykhólum { Barðastranda- sýslu, við þörungavinnslu, að unnt er að nota þurrkara, sem notai- heitt vatn til hraðþurrk- unar. Búnaðarsamband S.-Þing. hefur sýnt málinu mikinn áhuga, en þessar framkvæmdir Jónas Jónsson svarar nokkrum spurningum eru á vegum Landnáms ríkis- ins. Þess vegna beitti stjórn Búnaðarsambandsins sér fyrir tveim fundum, á fimmtu- dag og föstudag. Fyrri daginn var fundur með fulltrúum land námsstjórnar. Þangað komu Árni Jónsson, landnámsstjóri, og Jónas Jónsson, formaður landnámsstjórnar, og Stefán Sigfússon, sem er í landpáms- stjórn og' hefur mikið unnið við heykögglaverksmiðjur og athug anir á þeim. Þar mætti og stjórn Búnaðarsambandsins og fleiri. En þessir aðilar, Land- nám ríkisins og Búnaðarsam- bandið, höfðu einnig fund með bæjarstjóra og hitaveitunefnd Húsavíkur, ásamt hitaveituverk Jónas Jónsson. fræðingi, Karli Ómari, þar sem ræddir voru möguleikar á því, að hitaveitan seldi verksmiðj- unni heitt vatn til heyþurrk- unar. Búið er að gera ramma- samning um það atriði, svo unnt er að hánna verksmiðjuna á þeim forsendum. - Er þá ætiunin að hanna verk smiðjuna í vetur Já, það liggur nú fyrir, og á föstudaginn var - einmitt hald- inn annar fundur með sömu- aðilum, ásamt þingmönrium kjördæmissambandsins. Þess fer nú vænst, að- þingmennirnír berjist nú fyrir því, að fá nauð- synlegar fjárveitingar til þess að unnt sé að hrinda málinu fram. Hönnunin færi þá fram í- vetur, ræktunarframkvæmdir yrðu næsta sumar og svo yrði byrjað á byggingum.. Ef það tækist ætti verksmiðjan að geta tekið til starfa sumarið 1977. Eignaraðilar Það er ríkið, sem byggir. þessar verksmiðjur og Land- nám ríkisins sér um að koma þeim upp. Síðan eru þær rekn- ar sem sjálfstæðar stofnanir og fjórhagsleg reynsla af hey- kögglaverksmiðjum er allgóð, sem eru þá reknar undir sér- stakri stjórn sem fóðurfram- leiðslubú. Ilver hóf fyrstur máls á hey- _kögglaverksmiöju í S.-Þng.? Það gerði Karl Kristjánsson, sem fyrir mörgum árum flutti og fékk samþykkta þingsálykt- unartillögu um þetta mál á Al- •þingi. Það sannast hér, að ýmis ' góð mál eru lengi á leiðinni og væntanlega sannast það hér, að mörg þeirra komast í höfn. Og hvað liefur heyköggla- verksmiðjan sér til ágætis Hún notar innlent hráefni og innlenda orku að mestu eða öllu leyti. Framleðslan, hey- lcögglarnir, nálgast það að vera kraftfóður, sem e. t. v. eru möguleikar á að gera enn betra " fóður með íblöndun innlendra _efna og er það mál í athugun. Þá má benda á, að ræktunar- möguleikar við Saltvík eru nær óþrjótandi. Blaðið þakkar upplýsingarnar. 15 kg. Sennilega er það ekki langt frá landsmeðaltalinu. Nú sem jafnan áður er meðalvigtin frá búunum ótrúlega misjöfn, á átjánda kíló hjá þeim, sem' hæsta liafa meðalvigtina og svo allt niður í 12 kg. Vigtarskýrsl- urnar segja mikið og þó ekki alla sögu. Þær segja ekkert um tilkostnaðinn eða raunveruleg- an hagnað af sauðfjárræktinni hjá liinum einstöku bændum. En á hverju hausti er það þó vænleiki lambanna, sem bænd- um verður hugleikinn, fyrst og fremst. Og þá er ástæða fyrir framleiðendur sauðfjárafurða, að gagnrýna sjálfa sig og læra af reynslunni. '1 ,. ■ ' . !! ) MARGT ÓLÆRT f síðasta tölublaði var viðtal -við Leif Þórarinsson í Keldudal í Hegranesi, sem nú í haust og undanfarin haust hefur vakið landsathygli fyrir óvenjulegan árangur í sauðfjárræktinni. Hans dilkar, 269 að tölu, vigt- uðu nær 21 kg til jafnaðar í haust. Og 25 lífgimbrar hans, nær allt tvílembingar, vigtuðu 45—56 kg. Þegar á það er litið, að sumir bændur leggja inn dilka, sem hafa ekki nema 12 kg skrokka og menn bera það saman við hinn mikla árangur bóndans í Keldudal, mun mörg um finnast, að þeir eigi ýmis- legt ólært í því efni að nýta möguleika fjárstofnsins til mikilla afurða. LLu^: AÐ GAGNRÝNA SJÁLFAN SIG Ær bóndans í Kcldudal eru stór vaxnar mjólkurær, af sumum kallaðar grófar í byggingu, en þær sýna hve mikilli afurða- getu stofninn býr yfir, þegar vaxtarmöguleikar hans og frjó- semi nýtast til fulls. Þessar ær eru af Vestfjörðum ættaðar, en stofninn orðinn blandaður þing eysku fé. Bóndinn í Keldudal lætur ær sínar bera snemma, til þess að nýta vaxtartímann og hann telur göngur og fjall- skil þurfa að fara fram fyrr á haustin en nú er, einnig til að nýta vaxtargetu lambanna bet- ur, á grænfóðri eða áborinni liá. „Ég legg kapp á að gagnrýna sjálfan mig hvað sauðfjárbú- skapinn snertir,“ sagði Leifur í Keldudal. Það ættu fleiri að gera og mætti þá e. t. v. vænta meiri árangurs. FRÁ ÁFEN GISVARNA- NEFND AKUREYRAR Á fundi nefndarinnar 5. þ. m. var bókað eftirfarandi: „Lagt fram bréf frá Áfengis- vamaráði, þar sem tilkynnt er, að hinn almenni bindindisdag- (Framhald á blaðsíðu 5) LESHRIN GIR Starfsemi leshringa eða náms- hringa fer væntanlega vaxandi á- næstunni. Kaupfélagið stóð fyrir þeirri tilraun, sem gerð var sl. vetur, þegar starfræktir voru 3 leshringir á félagssvæði þess. Fræðsludeild KEA mun því gangast fyrir stuttu námskeiði eða kynningu, sem einkum er ætlað þeim, sem vildu leiða starfsemi leshringa/námshringa Þeir þurfa alls ekki að vera sérfræðingar á neinu sviði, þótt öll þekking og reynsla þátttak- enda komi að miklum notum. Þetta námskeið Fræðslu- deildar KEA mun fara fram laugardaginn 15. nóv. Þeir, sem áhuga hafa á þátttöku eða nánari upplýsingum, snúi sér til Gunnlaugs P. Kristinssonar, fræðslufulltrúa KEA,

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.