Dagur - 19.11.1975, Blaðsíða 4
4
Skiifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Síniar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðannaður:
ERLINGUR DAYÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
HÁSKÓLI
Á ÁKUREYR!
Reykvískur alþingismaður, Þórar-
inn Þórarinsson, var gestur kjör-
dæmisþings framsóknarmanna á Ak-
ureyri dagana 8. og 9. nóvember og
flutti þá merka ræðu um háskóla-
mál, þar sem hann lagði áherslu á,
að stofna þyrfti háskóla á AkureyiH,
og lagði lil grundvallar góða reynslu
af nýlegum liáskóla í York eða Jór-
vík á Englandi, þeim stað er Egill
Skallagrímsson orti Höfuðlausn sína
og frægt er í sögunni. En ræðumað-
ur hafði sérstaklega kynnt sér þetta
menntasetur. Hann minnti á, að í
Háskóla íslands væru nii nær 3000
stúdentar og kynnu að verða 6—7000
upp úr næstu aldamótum. Síðan
sagði liann:
„Tvær þjóðfélagslegar ástæður
þykja mér mikilvægur átuðningur
við þá stefnu, að háskólarnir eigi að
verða tveir. Ef liáskólinn er aðeins
einn, verður raunverulega ekki til
nema eitt öflugt menntasetur í land-
inu. Þetta eina menntasetur, þar sem
öll svokölluð æðri memitun fer
fram, mun hafa svo sterkt aðdráttar-
afl, að það mun hafa meiri áhrif til)
að torvelda jafnvægi í byggðaskipun-
inni en flest annað. Það er ekki nóg
fyrir landsbyggðina að fá togara og
verksmiðjur, ef unga fólkið, sem
stefnir að langskólamenntun, verður
allt að safnast saman á einn stað. Þá
mun margt annað fylgja á eftir. Að
mínum dómi er fátt mikilvægara
fyrir byggðastefnuna en að stefnt sé
að því, að byggja upp tvö öflug,
menntasetur í landinu.
Hin ástæðan er sii, að ég álít ekki
lieppilegt, eins og raunar hefur áð-
ur komið fram, að aðeins ein stofn-
un annist alla háskólamenntun í
landinu. Þessu getur fylgt til lang-
frama eins konar andleg einokun,
hjá slíkri einræðisstofnun getur
skapast íhaldssemi, deyíð og doði, en
einnig upplausn og stjórnleysi, ef á
þann veginn fer. Ég álít, að hér geti
hæfileg samkeppni milli tveggja
menntastofnana skapað lieppilegt
aðliald og jafnvægi. Þetta er ástæðan
til þess, að ég, sem þingmaður
Reykjavíkur, tel mér ekki aðeins
fært, heldur skylt, að mæla með þvf,
að við stefnum að því, að hafa há-
skólana tvo. Ég er sannfærður um,
að það var á sínum tíma hollt fyrir
Menntaskólann í Reykjavík að fál
samkeppni við nýjan menntaskóla á
Akureyri, og ég er sannfærður um,
að þetta yrði einnig reynslan á sviði
liáskólakennslunnar. Það er ekki út
í bláinn, að Bretar hafa valið þá leið
að fjölga frekar háskólum en að
stækka þá, sem fyrir voru.“ □
TRYGGVI GÍSLASON, SKÓUMEISTARI:
Leikfélag Akureyrar frumsýndi
á föstudag Kristnihald undir
Jökli eftir Halldór Laxness í
leikgerð Sveins Einarssonar í
sarnvinnu við höfundinn.
Sveinn Einarsson sá um sviðs-
setningu, en leikstjóri ásamt
honum var Eyvindur Erlends-
son. Leikmynd gerði Steinþór
Sigurðsson. Gísli Halldórsson
lék sem gestur og annaðist
einnig leikstjórn.
Þetta nýbyrjaða leikár er hið
59. í sögu L. A. og Kristnihald
undir Jökli er 158. verkefni
þess. Þessi leiksýning er sigur
fyrir Leikfélag Akureyrar. Sam
vinnan við leikstjóra, gestaleik-
arann og leikmyndasmið hefur
gefið félaginu nýjan kraft, og
er vonandi að þetta- verði upp-
haf frekara samstarfs Þjóðleik-
hússins við leikfélög úti á landi.
Leikfélag Akureyrar hefur um
áratugaskeið starfað ötullega og
hefur haft góðum leikurum á
að skipa og haldið margar
ágætar sýningar. Þessi sýning
er í röð fremstu sýninga félags-
ins sem ég hef séð.
Fróðlegt væri að fjalla um
efni og viðhorf leikritsins/skáld
sögunnar Kristnihald undir
Jökli og „tægja þetta listaverk“
og „telja tægjurnar“, svo notuð
séu orð verksins sjálfs. Jón
Prímus segir á einum stað:
„Það er einginn svo önnum kaf-
inn að hann megi ekki vera að
því að tæta sundur listaverk.
Síðan uppvekjast vísindamenn
og telja brotin. Það hafa staðið
ótaldar þúsundir kirkna á ís-
landi í gegnum tíðina, allar
fullar með listaverk. Hvar eru
þau listaverk nú? Bú-a-gemma,
segja börnin.“
E. t. v. er þetta viðvörun höf-
undar til þeirra manna sem
hafa af því atvinnu sína að tæta
sundur listaverk og telja brotin
og skemma. En margt í þessu
verki er þekkt úr fyrri verkum
Halldórs Laxness: ungur mað-
ur (hér Umbi) verður vitni að
átökum tveggja andstæðra afla
(séra Jóns og Godmans Sýng-
manns) en alla dreymir þá um
hið sanna og hreina, fullkomn-
'unina, fyrirheitna landið og
Paradís. Tákn draumsins er hér
sem oft áður kvenmynd eilífðar
innar, Das Ewig-Weibhche, Úa,
en um hana snýst allt verkið og
allt stefnir að henni. En það
sem vekur furðu í þessu verki
er að Úa átti sér líka draum.
Guðrún Sæmundsdóttir gekk
ung að eiga séra Jón. Það var
hinn rómantíski draumur henn-
ar. Síðan freistaði heimur God-
mans Sýngmanns hennar og
hún fór út í hinn stóra heim og
tók á sig mörg gervi, en að lok-
um kom hún heim á gamlar
slóðir, þar sem ferð hennar
hófst og ungi maðurinn vakti
hana til lífsins um sinn, þegar
leiðir þeirra lágu saman. En svo
missti hann sjónar á draum-
sýninni: „Úa! Hvar ertu?“
Um þáð má deila hvort gera
á leikrit úr skáldsögu: hvort
tæta eigi sundur listaverk,
tægja það og telja tægjurnar.
Er ekki e. t. v. „bú-a-gemma“
eitthvað, enda þótt það sé gert
í samráði við höfundinn: 15
atriði, þrír klukkutímar. Sumt
verður annkannanlegt af þess-
um sökum, þar sem enn gætir
áhrifa skáldsögunnar, t. d. frá-
sagnir og innskot Umba þegar
hann er að tala við segulbandið,
þegar allt stendur kyrrt á svið-
inu og við hverfum úr tíma
sjálfs leikritsins fram í tímann,
(þegar skýrslan barst biskupi)
— eða er Umbi aðeins að rifja
upp fyrir sér í huganum? Flest-
ar þær lýsingar sem fram koma
í þessum innskotum virðast
vera óþarfar því margt kemur
fram í sviðsetningunni og leik
leikaranna: Þegar Umbi þiggur
kaffi hjá Hnallþóru segir hann:
„Konan hellti kaffi í bolla gests
ins og bauð að gera svo vel, tók
sér síðan stöðu hjá dyrunum
straung á svip. Það var moldar-
bragð að kaffinu, og ef satt skal
segja féllust mér hendur að sjá
svo fjörment sætabrauð saman-
komið kríngum svo vont kaffi.
Mér fannst konan stæði yfir
mér af samskonar skyldu og
þegar verið er að gá hvort
skepnur éti það sem látið er
fyrir þær. Hún er virðuleg kona
en þur. Hreinleg kona. Varla
mikið yfir sextugt. Skamm-
breið; nokkuð klárvíg.1-1 Á með-
an Umbi þylur þetta á band
gerist það sem frá er sagt.
Þarna er blandað saman frá-
sagnaraðferð skáldsögunnar og
listbrögðum leikritsins. í prent-
uðu leikgerðinni er líka ráð
fyrir því gert að láta þessi inn-
skot koma fram þar sem biskup
inn er að hlusta á skýrslu um-
boðsmanns síns. Það ér líka of-
rausn að láta butler Godmans
Sýngmanns koma fram í þessu
verki og Jóndínus Álfberg hefði
mátt missa sig svo og Sakknús-
sem II. 1 skáldsögunni er getið
nafna hans Árna Sakknússems,
sem ættaður er frá Jules Verne.
(Þar gegnir hann sínu hlut-
verki, en ekki í leikritinu).
Kristnihald undir Jökli er
ekki leikrænt verk. Auk þessa
er það lýti á leikritsgerðinni að
láta Umba koma fram í upp-
hafi, e. t. v. til að loka hringn-
um í leitinni sem aldrei tekur
enda, leitinni • að hamngjunni,
friðlandinu eða fyrirheitna land
inu „þar sem sannleiki ríkir og
fögnuður býr.“ Betur hefði far-
ið á að byrja í stofu biskups og
leyfa áhorfandanum að geta sér
til um hlutina. Þá hefði líka
verið unnt að láta Úu segja
fleira. „Hér á ég heima. Nú
skrepp ég inn og vek pabba og
mömmu og spyr hvort ég megi
hafa hjá mér pilt í nótt.“ Gígjar
inn og Epímenídes hefðu þá
horfið með Sakknússem II og
líka hefði þá horfið blær súrreal
ismans sem fangaði Halldór
Laxness ungan og fram kemur
í leikritum þeim sem hann
skrifaði á árunum milli 1960 og
1970.
En Kristnihald undir Jökli er
stórbrotið og margslungið verk.
Fyndni og hnyttin tilsvör Hall-
dórs Laxness skína og boðskap-
urinn um hið einfalda lífið og
fánýtshyggjan ríkja þar ofar
öðru.
Jón Kristinsson lék biskup-
inn. Jón leikur af kostgæfni og
með svolítilli fágun getur hann
orðið ágætur biskup, en þá má
hann ekki taka stöðugt í nefið.
Það gera tóbaksmenn ekki þótt
fandfjatli dósirnar sínar í sífellu.
Gestur E. Jónasson lék
Umba, umboðsmann biskups.
Þetta er vandasamt hlutverk.
Augljóst er að Gestur hefur
notið góðrar leikstjórnar í
þessu verki og leikurinn var
honum víðast eðlilegur, og jafn-
vel stundum eins og hann væri
ekki að leika og orðinn sjálfur
Umbi. Betur hef ég ekki séð
Gest leika síðan ég $á hann
leika í Hananum háttprúða.
Umbi er skáldið sem í upphafi
fékk köllun að ofan að rannsaka
mannlífið og tók við þeim fyrir
mælum að gera skýrslu og skrá
setja, lofa persónunum að tala,
ekki sannprófa neitt. En
„Skýrslunni hefur ekki aðeins
slegið inn í blóð sjálfs mín
heldur er kvikan í lífi mínu
runnin í einn þráð með skýrsl-
unni. Oforvarandis hef ég ekki
aðeins verið sjónarvottur held-
ur einnig smiðvél ókunnra
hluta,“ segir umboðsmaður
biskups, rithöfundurinn og
sltáldið að lokum.
Þórhalla Þorsteinsdóttir lék
Hnallþóru. Þórhalla er traust
leikkona og nærfærin og sýndi
vel þótta þessarar konu í húsi
prestsins sem ekki er kominn
af neinni ætt og hefur aldrei
verið talin frúin í húsinu, þótt
hún sé það í reynd.
Jóhann Ögmundsson lék
Tuma Jónsen safnaðarformann,
kíminn og drýldinn heimspek-
ing. E. t. v. mætti safnaðarfor-
maðurinn vera eilítið íbyggnari
og enn torráðnari og tala hæg-
ar, draga við sig svörin. Jóhann
er dugandi leikari og langreynd
ur, en ekki má hann aka sér
um of í buxunum og verða
búralegur fyrir vikið.
Björgu Baldvinsdóttur tókst
að skapa sennilega mynd af
konu Tuma Jónsens, sem virð-
ist svo utangarna og fjarræn,
en tekur eftir öllu og Veit allt.
Saga Jónsdóttir er góð leik-
kona. Hún nær tökum á öllum
hlutverkum sínum og þarna var
komin frú Fína Jónsen úr
Hafnarfirði.
Gísli Halldórsson er í fremstu
röð íslenskra leikara. Á stund-
um hefur mér þótt gæta ein-
hæfni í framsögn háns og lát-
bragði. í þessu hlutverki virð-
ist hann geta stigið fram úr leik
ritinu og haldið áfram að vera
Jón Prímus. Þegar leikari er
hættur að þurfa að leika og lifir
þannig í persónunni er full-
komnun ekki langt undan. Jón
Prímus er ein af eftirlætis-
persónum Halldórs • Laxness.
Kenning Laó Tse er kenning
Jóns Prímusar (og kenning
HKL): „Ég hef bara eina teóríu,
Mundi minn.“ „Þó það! Kanski
hún eigi eftir að frelsa heim-
inn.“ „Hún er að minstakosti
ekki lakari en aðrar teóríur.“
„Kondu með hana John-“ „Ég
Iief þá teóríu að vatn sé gott.“
Þetta er taóismi. Vatnið er tákn
þess sem vinnur störf sín í
hljóði og sigrar allt að lokum.
„Og það þarf ekki einusinni að
fara eftir minni teóríu nema
maður sé þyrstur.“
Árni Valur Viggósson lék
Helga á Torfhvalastöðum. Helgi
er aukapersóna í þessu verki
þótt hann hafi líka sinn boðskap
að flytja og Árni Valur var trú-
verðugur húnvetningur og ver-
aldarmaður sem hefur týnt
þeim rauða þegar hann hefur
fundið þann gráa.
Guðmundur Gunnarsson var
ágætur í hlutverki Godmans
Sýngmanns, Guðmundar Sig-
mundssonar, hans Munda
Mundasonar, sem hefur Sigrað
heiminn en er sem áður barn.
Guðmundur var voteygur, tal-
að „í þreyttum strigabassa",
kominn af fótum fram og sofn-
aði út af sitjandi í sæti sínu
eins og Skalla-Grímur.
Sigurveig Jónsdóttir fékk
vandasamt hlutverk að glíma
við, þar sem var Guðrún Sæ-
mundsdóttir úr Neðratraðkoti,
Úa, tákn draumsins um full-
komnunina, kvenmynd eilífðar-
innar. „Hver em eg að hafa
orðið fyrir þeim gjörningum að
rata á mynd sem Göthe leitaði
að en fann ekki, kvenmynd
eilífðarinnar?“
Das Ewig-Weibliche
Zieht uns hinan.
í ljós kemur að draumurinn
fjarlægi er lifandi kona sem á
sér lika draum. Það er erfitt að
stíga fram og vera þessi draum-
ur. Einu sinni áður hef ég séð
leikkonu reyna það. Sigurveig
var nær því að láta þetta takast
og hún á lof skilið. Úa á að
vera opinberun guðs, en hún á
líka að vera kona. í þessari
persónu fléttast saman gömul
minni af Snæfellsnesi og Úrsúla
enska á ættir að rekja til Eyr-
byggju. Víða sækir Halldór
Laxness efnvið sinn.
Eyvindur Erlendsson og Aðal
stcinn Bergdal gerðu hlutverk-
um sínum góð skil og Þórir
Steingrímsson var ábúðarmikill
í hlutverki butlersins. Jódínus
Álfberg er tákn íslendingsins,
íslenski alþýðumaðurinn. „En
hvaða guð höfum við íslenskir
alþýðumenn næst á eftir Svarta
dauða, nema vel volgt danskt
kúmensbrennivín? Á ég að
lemja þig?“ Með þessum orð-
um og' hugmyndum Jódínusar
5
um skáldskap og palisander og
frásögnum um frystihús ætlar
höfundur að tengja verk sitt
veruleikanum. En hversdags-
legur veruleiki er ekki sterk-
asta hlið Halldórs Laxness og
héfur aldrei verið. Hins vegar
segir Jón Prímus: „Sá sem ekki
lifir í skáldskap lifir ekki af hér
á jörðinni.“
Kristnihald undir Jökli er
skáldskapur. Án efa er auð-
veldara að lifa af hér á jörðinni
með þvílíkan skáldskap fyrir
augunum. Sýning Leikfélags
Akureyrar er þess virði að sjá
hana. Lífið verður mönnum
bærilegra á eftir. Þetta er heil-
steypt sýning. Þar á leikstjór-
inn sinn mikla skerf þótt marg-
ir hafi lagt hönd að verki. Ekki
síst á að nefna leikmynd Stein-
þórs Sigurðssonar. Steinþór
Sigiu-ðsson er ekki sístur þeirra
listamanna sem þarna vann að.
Smekkvísi og hugmyndaauðgi
hans gerðu umhverfi þessarar
sýningar að einum aðalþætti
hennar, eins og verið hefur svo
oft áður um verk Steinþórs.
Leikhljóð og ljós gæddu verkið
lífi. Þessa sýningu þurfa allir
að sjá. Sjónvarpið getur beðið
á meðan. . □
HVAÐAN GREIÐAST
HANDAVINNU-
GJÖLD?
Af gefnu tilefni vegna útvarps-
erindis míns, UM VERKLEGT
NÁM OG VALGREINAR, þ. 11.
nóv. vil ég vegna fjölda fyrir-
spurna og upphringinda benda
á 38. gr. Reglugerðar um rekstr
arkostnað grunnskóla sem hljóð
ar svo:
Annan rekstrarkostnað en
þann sem sérstaklega er talinn
í reglugerð þessari, greiða
sveitarfélög þau er að grunn-
skólum standa án þátttöku
ríkissjóðs. Kostnaður sá er hér
um ræðir, er m. a. vegna hús-
vörslu, ræstingar, ljóss, hita,
efniskaupa til vcrklegrar
kennslu og af pappir og rit-
föngunx.
Af framansögðu má ljóst vera
að þau handavinnu- og pappírs-
gjöld sem nú eru innheimt hjá
nemendum brjóta í bága við
þesa reglugerð.
Þakka þeim sem sýnt hafa
máli þessu áhuga.
Matthías Gestsson.
!■■■■■■■■!
KRISTJÁN FRA DJÚPALÆK
skrifar
um bcekur
íyrir sjúkravinð
Eins og áður hefur verið kynnt
er Akureyrardeild R.K.Í. að
vinna að því að koma á fót sveit
sjúkravina hér á Akureyri. Og
eins og auglýst er nú í blöðum
verður kynningar- og' fræðslu-
kvöld fyrir sjúkravini haldið
21. og 28. nóvember, þar sem
Helga Svanlaugsdóttir hjúkr-
unarkona greinir frá störfum
sjúkravina almennt og hver
verði starfsvettvangur þeirra
hér á Akureyri. Halldór Hall-
dórsson mun greina frá sögu og
skipulagi Rauða krossins, Brynj
ólfur Ingvarsson ræða um sál-
fræðilega hlið þessara mála,
Lárus Zophoníasson tala um
bókaútlán, Hallgrímur Vil-
hjálmsson um tryggingamál,
F rímerk jasýningin
Félag áhugamanna um frímerki
á Akureyri opnaði fyrir nokkru
frímerkjasýningu í Amtsbóka-
safninu á Akureyri og hefur
hún staðið í tvær vikur. Hún
verður þar fram- að jólum, en
nú er búið að skipta um í sýn-
ingarkassanum og komin þar
mynt og önnur frímerki. Aftur
veður skipt eftir hálfan mánuð.
Sýning þessi er ekki stór en
talin mjög vel upp sett. Ættu
því áhugamenn að leggja þang-
að leið sína. □
Björn Þorleifsson um velferðar '
mál aldraðra og Hulda Baldurs-
dóttir um framkomu í starfi.
Allar frekari upplýsingar um ’
þetta námskeið eru veittar á
skrifstofu Akureyrardeildar R.
K.í. að Skipagötu 18, sími 11402
milli kl. 13 og 16 daglega.
(Fréttatilkynning)
Einar Kristjánsson:
Eldrauða blómið og
og amiarlegar
manneskjur
Bókaútgáfan Skjaldborg,
Ákureyri.
Þetta er sjöunda smásagnasafn
Einars, og þeir, sem lesið hafa
fyrri bækur hans og hlustað á
útvai-pserindi hans tvö undan-
farin sumur, munu bíða þess-
arar bókar með tilhlökkun. Það
skal strax tekið fram, að þeir
verða ekki fyrir vonbrigðum.
Hér er engin léleg saga, og af
þeim- ellefu smásögum, sem
bókin geymir, eru a. m. k. þrjár
ágætis skáldskapur.
Ein sagan hefst svo: „Ég hefi
hugsað mér að skrifa sögu um
fólk. Þeim, sem skrifar sögu um
fólk, er mikið vald gefið.
Harin getur ráðstafað öllu að
eigin geðþótta. Hann ræður ör-
lögum fólksins og á allskostar
við það á allan hátt. Hann getur
veitt því göfgi, glæsileik, auð
og hamingju.
En hann getur einnig rúið
það öllu sæmilegu innræti, gert
það að ófétum og steypt því í
takmarkalausa örbirgð og óham
ingju.
Hann ræður hvernig það
hugsar og breytir, hvernig það
elskast eða hatast, hvernig það
lifir og hvernig það deyr.“
(Saga um fólk, bls. 106).
Hér kemur höfundur inn á
mikinn vettvang, mikinn sann-
leika. Þeim sem skrifa er mikið
vald gefið. Og það er höfuð-
kostur Einars Kristjánssonar að
Einar Kristjánsson.
Félagið vill vekja athygli á
ýmsu sem gerst hefur á þessu
hausti og einnig hvað fram-
undan er.
28. sept. var haldin hlutavelta
sem gekk mjög vel. Auk muna
gáfu margir aðilar umtalsverð-
ar fjárupphæðir sem félagið er
mjög þakklátt fyrir. Sífellt
eykst áhugi fólks fyrir væntan-
legum byggingarframkvæmd-
um og hefur t. d. ákveðinn ein-
staklingup ákveðið að vei'ja
vissum hluta tekna sinna til
sjóðsstofnunar, er verði síðan
varið til vistherbergis er verði
ánafnað ákveðnu sveitarfélagi
á Norðurlandi. Mætti slíkt
verða einstaklingum og félaga-
samtökum til eftirbreytni.
Nú er lokið við að ryðja veg
niður að byggingarsvæðinu.
Verður hann malarborinn á
næsta vori og geta þá byggingar
framkvæmdir hafist.
Fjáröflunarnefnd hyggst
halda basar 23. nóv. og um líkt
leyti hefst sala á jólakortum
fyrir byggingarsjóð.
Sölufólk gengur um með
happdrættismiða, en eins og
áður hefur komið fram í blöð-
um fær N.L.F.A. helming happ-
drættiságóða móti N.L.F.Í.
Fjöldi fólks hefur einnig fengið
senda samskonar miða í gíró
íiá Reykjavík og vonum við að
fólk sjái sér fært að greiða and-
virði þeirra og ennfremur firt-
.ist ekki þó samskonar miðað
séu boðnir hér, en Akureyrar-
deildin hefur ekki skrá yfir
- gírósendingarnar. Verður þessu
fyrirkornulagi breytt á næsta
árí. Eins og stendur á bakhlið
miðanna er N.L.F.Í. og deildir
þess stofnaðar til að bæta heilsu
landsmanna, með því að koma
á fót heilsuhæli í Eyjafirði og
stækkun í Hveragerði.
Á næsta ári mun handbært
fé N.L.F.A. verða nálægt 8
milljónum króna og þó það sé
ekki stór hluti af byggingar-
kostnaði, er þó um að gera að
hefja framkvæmdir.
Á landsþingi N.L.F.Í. í haust
var eftirfarandi tillaga sam-
þykkt:
„Fimmtánda landsþing N.L.
F.í. haldið að heilsuhælinu í
Hveragerði 4. okt. 1975 sam-
þykkir að heilsuhæli það sem
ákveðið er að reisa i Eyjafirði,
verði eign N.L.F.Í. á sama hátt
og heilsuhælin í Hveragerði og
að það verði rekið af stjórn
Náttúrulækningafélags Akur-
eyrar undir yfirstjórn N.L.F.f.
ánnfremur samþykkir þingið að
fresta frekari byggingarfram-
kvæmdum nýja hælisins í
Hveragerði, þegar lokið er þeim
áfanga sem nú er unnið að og
hefja framkvæmdir við bygg-
ingu heilsuhælis í Eyjafirði
með stuðningi N.L.F.A., svo að
það hæli komist í notkun svo
fljótt sem verða má.‘<-
Treystum við því að þessi
ákvörðun flýti mjög fram-
kvæmdum hér fyrir norðan.
(Frétt atilkynning)
hann fer vel með sitt vald. Það
eru ekki einungis meðfæddir
rithöfundahæfileikar hans, gáf-
ur og stílkunnátta, sem gefa
sög'unum gildi, heldur sú mann-
lund, sem hann er gæddur.
Einar er fullorðinn maður.
Hann er vaxinn upp í þeim
aki'i, þar sem maðurinn var
ekki talinn illgresi. Menn lok-
uðu ekki augunum fyrir ágöll-
um samferðafólksins eða undar
legheitum, gátu hent góðlátlegt
grín að ýmsum tiltektum þess
og afbrigðileik í orði og verki.
En þeir hötuðu það ekki og
fyrirlitu. Þeir vissu að innst
inni er sá kjarni, sem ber í sér
þrá og möguleika til að yfir-
stíga hverja raun, og vaxa til
vits og þeirra hæfileika, sem
gera fólk hæft til sambýlis við
sína líka.
En nú er öldin öllur. Lífsfirr-
ing og mannhatur er leitt til
öndvegis. Þeir, sem telja pynd-
ingar hina æðstu skemmtun,
nauðgun og kynvillu hámark
ástalífs og morðið hámark
snilldar, gera eðlilega persónur
verka sinna að „ófétum.“ En
reyni einhver af eldri kynslóð
að þóknast postulum hinnar
nýju „menningar, mun hann
falla lágt, eins og allir, sem —
vinna það fyrir vinskap manna
að víkja af götu sannleikans.
Einar reynir ekki að sýnast
annað en hann er. Hann hættir
sér aldrei lengra en hann veit
sig mann til að komast. Það er
alveg sama hvort hann leikur á
strengi góðlátrar kímni eða
mikillar alvöru. Hljóðfæri hans
er rétt stillt og hann kann full-
komlega á það. Þess vegna líður
áheyrendum hans vel. Smá-
sagnaformið er mjög vanda-
samt, því er mikill sigur unninn
ef vel tekst til. Smásagan er
eins og ljóðið, hún er svo nakin
og lítil að lesendur sjá strax þá
galla, sem hyljast auðveldlega
í óra löngu lesmáli. Langa skáld
sagan er þó vitanlega engu auð-
veldari, en það þarf aðra hæfi-
leika, annað vinnulag við hana.
Nú fer þó undarlega oft saman
að sá skrifar bestar smásögur,
sem stærstur er í lengra verki.
Trúlega lægi vel við penna
þessa höfundar að skrifa langa
sögu. En til þess þarf mikinh
tíma — og þá fé. En höfundur
þessarar bókar hefur lengi
verið ósæmilega afskiptur við
deilingu fjár til listamanna.
Ég ætla ekki að ræna les-
endur þessarai' bókar, gleðinni
af að uppgötva við lesturinn
kosti hennar, skynsamlegar at-
huganir á samferðafólki á
alvörutíð, og glettnar frásagnir
höfundar, sem ann fólki og
skilur það, og skorast aldrei
undan að styðja það í viðleitni
þess til að vera manneskjur í
trássi við alla „forsjá“ og von-
umsneyddan aldaranda.
Þökk sé Einari og útgáfunni,
sem bjó bókinni búning við
hæfi.
Bók um . __________________ ,
rafmagnið Samstarfsnefnd um verndun iandhelginnar
Almenna bókafélagið hefur
sent frá sér bókina Rafmagnið
eftir D. R. G. Melville í þýðingu
Aðalsteins Guðjónsens, í flokki
fjölfræðibóka. Myndskreyting
er eftir Whitecroff Designs Ltd.
Þessi bók er 159 blaðsíður og
prentuð í mörgum litum eins og
fyrri bækur í þessum flokki
bóka.
Uppgötvun rafmagns og hag-
nýting hefur gjörbreytt heimil-
um sem iðnaði í nútíma þjóð-
félagi og líf manna virðist nær
algerlega háð raforkunni, a. m.
k. hér á landi. Og í þessari nýju
bók er mikill fróðleikur saman
kominn um þetta „áttunda
undur veraldar". □
Samstarfsnefnd um verndun
landhelginnar var mynduð í sl.
viku á vegum Alþýðusambands
fslands, Sjómannasambands ís-
lands, Verkamannasambands Is
lands, Farmanna og fiskimanna
samband íslands og Félags
áhugamanna um sjávarútveg.
í stjórnum allra þessara sam-
taka hefur aðildin að nefndinni
verið samþykkt einróma. Þing-
flokkum stjórnmálaflokkanna
hefur verið boðin aðild að
hefndinni, og hafa allir þing-
flokkar stjórnarandstöðuflokk-
anna lýst yfir þátttöku í nefnd-
inni. Þingflokkar Sjálfstaéðis-
.flokks og Framsóknarflokks
taka afstöðu til þátttökuboðs
bráðlega.
Tilgangur nefndarinnar er að
koma í veg fyrir með öÍlum lög-
legum ráðum að samningar um
veiðiheimildir erlendra þjóða á
íslandsmiðum verði gerðar. Nú
eftir útkomu skýrslu Hafrann-
sóknastofnunarinnar um ástand
og framtíðarstöðu fiskistofn-
anna íslensku liggur fyrir sem
staðreynd, að leyfanlegt veiði-
magn er fyrir neðan ársafla ís-
lendinga einna. Því blasir við
alvarlegur samdráttur í þessum
undlirstöðuatvinnuvegi ís-
lensku þjóðarinnar, þótt allir
útlendingar hyrfu brott af ís-
landsmiðum nú þegar. íslend-
ingar geta varið fiskimiðin inn-
an 200 málnanna með núver-
andi og tiltækum tækjakosti
skv. mati þeirra kunnáttu-
manna, sem nefndin treystir og
hefur leitað álits hjá. Því blasir
við sú óhuggnanlega staðreynd,
að sérhverjir samningar útlend-
ingum til handa um veiðar á
íslandsmiðum geta ekki þýtt
annað, en að á móti verður að
leggja íslenskum fiskiskipum
með tilsvarandi atvnnuleysi sjó
manna, tilsvarandi atvinnuleysi
verkafólks í fiskvinnslustöðvum.
og tilsvarandi tjóni fyrir þjóð-
ina alla. Q