Dagur - 19.11.1975, Blaðsíða 8
AGUR
Akureyri, miðvikudaginn 19. nóv. 1975
GILTU
TÍSKUHÁLS-
KEÐJURNAR
NÝKOIVINAR
Fréttir frá
SMÁTT & STÓRT
Fréttaritari Dags á Kópaskeri,
Kristján Ármannsson, kaup-
félagsstjóri, sendi eftirfarandi í
síðustu viku:
Slátrun lauk á Kópaskeri 22.
október. Alls var slátrað 30.600
fjár sem er um 2.600 fleira en
í fyrra. Meðalfallþungi dilka
varð 15,5 kg en var 14,8 í fyrra.
Þyngsta innveginn dilk átti
Björn Karlsson, Hafrafells-
tungu, en hann var 32,6 kg.
Hæstu meðalvigt bænda hafði
Ingimundur Pálsson, Katastöð-
um, Núpasveit, 17,7 kg.
Nokkrir erfiðleikár voru sam
fara slátrun að þessu sinni, þar "
sem ekki tókst að ljúka viðgerð
á frystihúsi sláturhússins, en
það hafði lyfst sökum frosta í
undirlagi. Af þessum sökum
voru mikil þrengsli og flytja
varð nokkuð magn af kjöti í
sláturtíð.
Á Kópaskeri er nú unnið að
byggingu þriggja svonefndra
leiguíbúða sveitarfélaga, en
ekki var talið fært að bíða
lengur eftir grænu ljósi að sunn
an. Leyfi fékkst þó til að hefja
framkvæmdir fyrir eigið fé, en
jaínframt sagt að ekki væri að
vænta framlags Húsnæðismóla-
stofnunar á þessu ári.
Að Lundi í Öxarfirði er nú
unnið að byggingu unglinga-
skóla, og við Skúlagarð í Keldu
hverfi er verið að reisa skóla-
stjórabústað.
Tveir bátar frá Kópaskeri
stunda nú rækjuveiðar á Axar-
íirði, en auk þeirra fengu bátar
frá Húsavík veiðileyfi, en bát-
um frá fleiri stöðum hefur ekki
verið veitt leyfi. Njóta Húsvík-
ingar trúlega líkt og Bretar
„hefðbundinna“ réttinda. Hver
bátur má veiða 6 tonn af rækju
á viku, og hafa þeir verið fljótir
að ná þeim kvóta. Tvær vinnslu
stöðvar punu að líkindum sitja
að þeim afla, og er önnur þeirra
á Húsavík þegar tekin til starfa,
og vélar fyrir væntanlega
rækjuvinnslu á Kópaskeri eru
komnar og verður vonandi
komið upp sem fyrst.
Kaupfélagið hefur til margra
ára starfrækt sláturgerð á
Kópaskeri yfir vetrarmánuðina
og hefur slótrið aðallega farið
á markað í Reykjavík og líkað
vel. Er í ráði að reyna að auka
stai'fsemi þessa og aðra úr-
Lfffingamél
Á sunnudaginn verður lyftinga
mót í Sjálfstæðishúsinu og
keppt í tvíþraut og kraftlyfting-
um, haldið í minningu Grétars
Kjartanssonar. Gústav Agnars-
son hyggst reyna við nýtt ís-
landsmet í jéttstöðulyftu í
þungavigt. Friðrik Jósefsson
mun keppa í þungavigt í fyrsta
sinn, en hann á öll íslandsmet
í milliþungavigt og Guðmundur
Sigurðsson keppir í tvíþraut og
Óskar Sigurpálsson verður
einnig meðal keppenda. Bestu
lyftingamenn á Akureyri taka
einnig þátt í mótinu. Kári Elías
son, einn keppandinn, verður
hér eftir og kennir áhugamönn-
um lyftingar.
íþróttin nýtur vaxandi vin-
sælda hér á landi og nokkrir
hafa náð miklum árangri. □
vinnslu úr afurðum bænda og
verður fyrirhuguðum endur-
bótum á sláturhúsi félagsins
. hagað á þann veg, að slíkt verði
mögulegt.
Tíðarfar hefur hér sem ann-
ars staðar verið með afbrigðum
gott. Rjúpnaskyttur eru komn-
ar á kreik, en fáir munu enn
hafa haft árangur sem erfiði af
því brölti. Þykir bændum eink-
um í Öxarfirði aðkomumenn
all aðgangsharðir í rjúpnalönd-
um þeirra.
Ástand heilbrigðismála er
óbreytt. Á Kópaskeri er starf-
andi hjúkrunarkona, sem með
ágætum linar raunverulegar og
ímyndaðar þjáningar. Læknir
Kristján Ármannsson,
kaupfélagsstjóri.
kemur einu sinni í viku frá
Húsavík, en það er með okkpr
eins og fleiri, að við eigum erfitt
með að skilja þau orð land-
læknis að öll læknishéruð séu
nú setin, enda sá hann ástæðu
til að útskýra það þannig að
allar götur væru laun greidd í
öllum læknishéruðum, hvort *
sem þar væri læknir eður ei. ‘
f lögum um heilsugæslustöðvar
er þess getið að á Kópaskeri
skuli vera heilsugæslustöð. Er
það von manna hér að fram-
kvæmdir við byggingu hennar
hefjist sem fyrst. Barnaskóli og'
félagsheimili eru einnig á dag-
skrá svo og bygging fyrir sýslu^
bókasafn og fl. Hvað úr fram-
kvæmdum verður nú á tímum
tómra sjóða er ekki gott að
segja, en við hér um slóðir telj-
um nú ekki að við verðum með
miklum sanni sakaðir um að
„hafa lifað um efni fram“ í vel-
ferðar verðbólguþjóðfélaginu.
Hlustunarskilyrði útvarps
hafa nú aldrei verið góð hér, en
um þessar mundir eru þau með
afbrigðum léleg, svo menn eru
jafnvel hættir að. opna .fyrir.
slík tæki. ef á að hlusta á ís-
lenska ríkisútvarpið. í það .
minnsta. Sjónvarpsskilyrði eru
við sama heygarðshornið, og .
það vill gjarnan gleymast að
við erum á sama báti og aust-
firðingar hvað snertir tiltáeki'
Gagnheiðar. Q
ALLIR í LEIKHÚSIÐ!
Nú getur maður með góðri sam
visku ráðlagt fólki að sækja
leikhús á Akureyri, bæði úr bæ
og öðrum byggðum. Kristnibald,
undir Jökli eða Úa Halldórs
Láxnéss var frumsýnt þar á
föstudagskvöldið. Viðtökur
voru frábærar. Leikstjórn
Sveins Einarssonar, sem ásamt
höfundi skáldsögunnar, breytti
sögunni í leikrit, er okkur
fagnaðarefni. Gestaleikur Gísla
Halldórssonar tryggði leikhús-
gestum það fyrirfram, að þeir
fengju eitthvað fyrir peningana
sína, og hlutur heimamanna
var svo sannarlega góður að
þessu sinni.
Tryggvi Gíslason, skólameist-
ari, gerir Kristnihald undir
Jökli að umræðuefni á öðrum
stað í blaðinu í dag.
MARGAR PENINGA-
STOFNANIR f BÆNUM
Hér á Akureyri eru margar
peningastofnanir. Er þar fj’rst
að nefna útibú Landsbankans,
sem nú eru orðin tvö, útibú frá
Búnaðarbankanum, Útvegs-
bankanum og Iðnaðarbankan-
um. Þú eru sparis.ióðir, eins og
Sparisjóður Altureyrar og Spari
sjóður Glæsibæjarhrcpps, um-
talsverðar peningastofnanir í
bænum og Innlánsdeild KEA.
Það mætti ætla, að nokkurt
framboð væri á peningum og
sámkeppni á því sviði, en fólk
mun hafa aðra sögu að segja í
n í lamasessi
Þorsteinn Steingrímsson, bóndi
á Hóli við Raufarhöfn hefur góð
fúslega orðið við þeirri ósk
blaðsins, að verða fréttaritari
. þess fyrst um sinn. í símtali á
mánudaginn, sagði hann m. a.:
Spretta í sumar var ekki
mikil og sums staðar rýr, sem
stafar af kuldum í vor og hörð-
um vetri. En nýting heyja varð
gcð. Nú í haust kom hingað bú-
vísindamaður frá Akureyri,
gekk á milli býla og tók sýnis-
horn heyjanna. Hann kom svo
aftur, eftir að sýnin höfðu verið
rannsökuð, með niðurstöðurnar
til okkar og með þeim ráðlegg-
ingar hvernig fóðra á í vetur,
og er þetta í fyrsta sinn að ‘þetta
er gert hér um slóðir. Hann tók
sýni í tveim hlöðum hjá mér.
í annarri þurfti 1,7 kg heys í
hverja fóðureiningu en 1,8 kg í
hinni.
September var kaldur og
leiðinlegur, en október góður
og það sem af er nóvember má
heita. sumarveðrátta, þótt nú sé
grátt í rót.
Vænleiki dilka í haust var
sæmilegur, en þó léttust dilkar
í hretinu í haut, svo greinilegt
var og nokkru munaði.
í haust hefur vegagerðin ver-
ið að bauka við að ryðja til í
Sléttuveginum illræmda á þann
hátt að ýta stórgrýtinu frá veg-
köntum, til að skár gangi snjó-
moksturinn eftirleiðis. Vinnu-
brögð þess er um margt lík ög
að festa bót á útslitið fat.
Talsvert er' um byggingar
íbúða á Raufarhöfn og verður
flutt í þrjár íbúðir einstaklinga
fyrir áramót, af átta, en auk
þess eru íbúðabyggingar á veg-
um sveitarfélagsins.
Skipt hefur verið um jafðveg
vegbúts í þorpinu. Er hann til-
búinn undir slitlag og sá fyrsti
í þorpinu. Búið er að ganga frá
áætlun um vegakerfi þorpsins,
þ. e. varanleg gatnagerð, sem á
núverandi verðlagi kostar 135
millj. kr.
Jarðbor er að bora eftir
neysluvatni í Klifabrún og
því efni. Sennilega væri vel við
unandi, að í þessurn 12 þúsund
manna bæ væri einn góður
banki, og útlánastarfsemin lyti
öðrum lögmálum en nú tíðkast
GÖMLU KERRUHJÓLIN
Kerruhjól eru orðin iirelt tæki
við bústörfin og sjást með öðru
rusli á afviknum stöðum. Á síð-
, ustu árum hefur fólk þó koniið
auga á, hve miklar gersemar
þau eru að allri gerð, og að þau
geta glatt augað í rúmgóðum
liúsum eða húsagörðum. í haust
skreyta sex göniul kerruhjól
verslunarglugga KEA í Hafnar-
stræti og fara þau þar einkar
vel.
EIK, ASKUR OG BIRKI
f erlendum sögum er vagna-
smiða of getið og hér á landi
kunnu sumir smiðir að búa til
kerruhjól. Hér á Akureyri lifa
enn menn eins og Grímur Valdi
marsson og Björn Axfjörð, sem
þá list lærðu ungir. Eik var
notuð í hjólmóðurina eða öðru
nafni hjólnöfina, sem er miðja
hjólsins, askur í pilana og birki
í hjólhringinn. Utan um lijól-
hringinn var látin jámgjörðin,
atveg glóandi heit og þrýsti hún
hjólinu saman þegar hún kóln-
aði. Pilarnir voru, a. m. k.
síundum, reknir í hcita blöndu
af tjöru óg fernis í gróp. sín í
hjólmóðurinni.
Þorsteinn Stcingrímsson.
verði þar góður árangur, verð-
ur allt vatnið tekið þar, en eldri
borholur inni í þorpinu teknar
úr sambandi við vatnsveituna.
Efni í nýjar vatnslagnir um
þorpið, er komið á staðinn.
Fiskaflinn er minni nú en í
fyrra, einkum á grunnmiðum
Og kemur þetta illa við fiski-
menn á minni bátum. Afli
Rauðanúps er sambærilegur við
svipuð skip, er líka aðstöðu
hafa, og frystihúsið hefur hér
um bil nægilegt hráefni. Um
100 manns vinna í frystihúsinu
og á togaranum. Skipið er nær
eingöngu mannað heimamönn-
um, sem ekki var áður. Skip-
stjóri er Þórarinn Stefánsson.
Maður einn að nafni Sigurður
Magnússon, flutti til þorpsins,
áður yfirverkstjóri hjá Bræðr-
unum Ormson í Reykjavík og
hefur komið hér á fót raftækja-
verkstæði. Þörfin fyrir slíkt er
augljós.
Svo að maður snúi sér þá að
andlegu hliðinni, er frá því að
segja, að Raufarhafnarkirkja er
að verða hálfrar aldar gömul og
er í lamasessi. Viðgerð er talin
kosta 12 millj. króna. Því varð
það að ráði, að vígja kapellu til
bráðabirgða í húsnæði barna-
og unglingaskólans. Prófastur-
inn, séra Sigurður Guðmunds-
son, vígði kapelluna að viðstödd
um fjórum öðrum prestum.
Sóknarprestur hér er Kristján
Ingólfsson, en kona hans Mar-
grét Bóasdóttir, ágæt söngkona
og menntuð í tónlist, æfir
kirkjukórinn og eru nú 26
manns í kirkjukórnum. Og við
æfum af miklum krafti. Q
Stjórn Barnaverndarfélags Ak-
ureyrar biður Dag að koma á
framfæri sérstökum þökkum til
kennara við barnaskóla bæjar-
ins, sem í tilefni af kvennafrí-
inu 24. okt. bundust samtökum
um að styðja stofnun skóladag-
heimilis á Akureyri.
39 kennarar (37 konur og 2
karlar) hafa nú lagt fram sam-
tals 40 þús. kr. og er sjóðurinn
ásamt nafnalista í vörslu Barna
verndarfélagsins.
Þetta er lofsvert framtak. □
Þórólfur Jónsson í Stórutungu
varð sjötugur 4. nóvember og
dvaldi hann þá á Austurlandi.
Hann hefur búið í Stórutungu
frá 1928 og býr þar enn félags-
búi með. syni sínum. Kona hans
er Anna Guðrún Sveinsdóttir.
Þórólfur hefur um árabil verið
góður fréttaritari Dags í Bárðar
dal og sendir blaðið honum og
heimili hans bestu kveðjur og
árnaðaróskir. □