Dagur


Dagur - 13.12.1975, Qupperneq 1

Dagur - 13.12.1975, Qupperneq 1
EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN LVIII. árg. — Akureyri, laugardaginn 13. des. 1975 — 53. tölublað FILMUhúsið akureyri Næst eru það Glerdýrin og Rauðheffa Leikhússtjórinn á Akureyri, Eyvindur Erlendsson, tjáöi blað inu eftirfarandi í gær: í kvöld verður tuttugasta og fyrsta sýning á Kristnihaldi undir Jökli hjá Leikfélagi Akur eyrar. Aðsókn hefur verið slík, að löngum hefur verið uppselt á sýningarnar löngu fyrirfram og raunar ekkert lát á aðsókn- inni ennþá. Því er í athugun að hafa nokkrar framhaldssýning- ar strax úr áramótum, 'en það verður þá auglýst síðar. í æfingu er barnaléikritið Rauðhetta í umsjá Þófis Stein- grímssonar. Frumsýningin gæti orðið í lok janúarmánaðar. Gísli Halldórsson sviðsetur Glerdýrin og verður sá sjón- leikur væntanlega frumsýndur um miðjan janúar. □ Færeyingar fordæma breta Landsfundur Þjóðveldisflokks- ins f. Færeyjum, sem haldinn var um helgina, fordæmdi her- skipainnrás breta á íslensk fiski mið. Jafnframt er skorað á færeysk fyrirtæki að bresk skip á leið á íslandsmið fái enga fyrirgreiðslu í Færeyjum. Einn af leiðtogum Þjóðveldis- flokksins er Erlendur Paters- son, íslendingum að góðu kunnur. □ IIIII1IIIIIIII1BE1B1III1IISIII8IIIIH Verslanir eru opnar til klukkan sex í dag — laugardag 13. des. lillllBIIHIIIIIBðElllSlIilBllillllll Alvarlegir atburðir urðu við Austurland í fyrradag, síðdegis á finuntudaginn. I»að sem gerð- ist var í stuttu máli þctta: Þrír dráttarbátar úr deild breska flotans, sem nú er á fs- landsmiðum, gerðu árás á varð- ,skipið Þór í mynni Seyðisfjarð- ar. Loydsmann sigldi tvívegis á Þór. Eftir fyrri ásiglinguna skaut Þór lausu skoti að dráttar bátnum. Þegar dráttarbáturinn Þau hafa raðað sér upp, tilbúin að ganga inn í skóla sinn, Barnaskóla Akureyrar, stillt og prúð eins og vera ber. Og hvort sem þau finna til námsleiða innan veggja skólans eða ekki, er hitt víst, að öll hlakka þau til jólanna, sem nú eru skammt undan. Ljósm. E. D. F réttir Þorsteinn Sveinsson kaupfélags stjóri á Egilsstöðum hefur orðið við þeirri ósk blaðsins að vera fréttaritari þess í stað Vilhjálms Sigurbjörnssonar, sem andaðist í haust og hafði gegnt því starfi með mikilli prýði undanfarin ár. Þorsteinn sagði blaðinu svo frá á fimmtudaginn: Sauðfjárslátrun hjá Kaup- félagi Héraðsbúa fór fram í fjórum sláturhúsum: á Egils- stöðum, Reyðarfirði, Fossvöll- um og Borgarfirði eystra. Lóg- að var 64.129 kindum. Meðal- vigt dilka var 14,50 kg á móti/ 13,04 í fyrra. Búið er að flytja út COO tonn af kjöti til Færeyja og Noregs. Síðan var slátrað 855 nautgripum á Egilsstöðum. í haust var tekin í notkun á Egilsstöðum og Reyðarfirði flán ingstalía og reyndist hún vel, auðveldar og flýtir fláningunni. Sams lsonar fláningstalía var sett upp í sláturhúsinu á Sval- barðseyri í fyrrahaust. Nú er verið að bora eftir heitu vatni við Urriðavatn í Fellalireppi, skammt frá Egils- stöðum, og með hitaveitu þang- af Fljótsdalshéraði að fyrir augum. Fyrir nokkrum árum var þar borað úti í vatn- inu. Var komið niður á hita en borinn bilaði, svo ekki varð meira úr framkvæmdum þá. Nú er borað á þurru, skammt frá og er búið að bora sex hundruð metra. Á 250 metra dýpi mæld- ist 47 stiga hiti, en um vatns- magn er ekki vitað enn. Lítið spratt af garðávöxtum á Héraði í sumar, enda kom vorið seint. Mót venju þurfti að flytja hingað kartöflur til neyslu strax í október og er það nýlunda, þótt hér teljist ekki kartöfluræktarhérað. Við erum betur settir hvað snertir raforkuna en áður var. Þó eru menn uggandi um Fljót- ið, að þar vanti vatn, enda hafa lokurnar ekki verið settar í og verður víst ekki gert í vetur. Félagslífið er nú að færast í hefðbundið vetrarform eftir eril samt sumar. Bændahátíð var haldin fyrsta vetrardag, að venju, og komust þar færri að en vildu. Þar voru að venju heimafengin skemmtiatriði. En heiðursgestirnir, þau Sveinn Jónsson á Egilsstöðum og kona hans Sigríður Fanney, fluttu ræður. Kirkjukórinn æfir nú undir stjórn organista, Jóns Olafs Sigurðssonar, sem hingað er fluttur frá Patreksfirði, en er héraðsmaður í ættir frgm. Borunin á Syðra-Laugalandi gengur vel. í gærmorgun var borinn kominn niður á 975 metra dýpi. Vatnið hefur mælst fast að 9Ó gráður, og það hefur einnig aukist nokkuð og var á miðvikudagskvöldið orðið 27 lítrar á sekúndu. Jólaleyfi starfsmanna við jarð borinn Jötunn hefst næsta mið vikudag og lýkur 4. janúar. Teljandi bilanir eða táfir hafa ekki enn orðið á verki þessu. Dagbjartui- borstjóri sagði, að sæmilegt væri að bora á Syðra- Laugalandi, fyrst var þó bergið nokkuð hart en á sumum stöð; um linara. Unnt er að skipta um borkrónur í samræmi við eðli bergsins og flýtir það verk- inu að hafá viðeigandi krónu á hverjum stað. Samkvæmt viðnámsmæling- unum í sumar var búist við verulegu vatnsmagni á miklu dýpi, e. t. v. þi'jú þúsund metr- um, og vona menn auðvitað, að það finnist þar. Fyrirfram er dýpt þessarar fyrstu borholu, sem boruð er í tilraunaskyni, ekki ákveðin, en Jötunn á að geta borað 3600 metra í jörð niður. □ sinnti ekki viðvöruninni og sigldi á Þór á nýjan leik, skaut varðskipið föstu skoti í bol dráttarbátsins, sem þá hélt á haf út, ásamt hinum bresku dráttarbátunum. Þetta gerðist langt innan óumdeildrar land- lielgi íslands, svo að segja uppi í landsteinum. Auk þessa alvarlega land- helgisbrots, voru þetta, að sögn skipherra Þórs, bein tilraun til manndrápa og er alvarlegasta brot breta í landhelgisdeilunni til þessa. Skenimdir á Þór eru miklar. En sjófær er hann og heldur áfram gæslustörfum þar til meiri tími er til viðgerða. Engin teljandi meiðsli urðu um borð í varðskipinu. Gæsluvél Landhelgisgæslunn ar flaug yfir staðinn á meðan þessi einstæði atburður átti sér stað og voru ásiglingarnar kvik- mjndaðar og ljósniyndaðar og verða myndirnar því góð sönn- unargögn gcgn bretum í þessu máli. Á íimmtudagskvöldið ákvað ríkisstjórnin, í samráði við utan ríkismálanefnd Alþingis, að kæra fyrir öryggisráði Samein- uðu þjóðanna og Atlantshafs- ráðinu siglingu breskra dráttar- báta á varðskipið Þór í viðiir- kenndri landlielgi fslands. Full samstaða ríkti. Einar Ágústsson utanríkisráð herra flutti málið á fundi At- Jantshafsráðsins í Brussel í gær morgun og Ingi Ingvason sendi- herra fslands hjá Sameinuðu þjóðunum- bar fram kæru í öryggisráðinu, í framhaldi af orðsendingu um landlielgismál- ið og afhenti kæruna í fyrra- dag. □

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.