Dagur - 11.02.1976, Blaðsíða 4

Dagur - 11.02.1976, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. RÍKISSTYRKUR TIL BLAÐA í umræðum blaðamanna á Akureyri við alþingismenn í jólaleyfinu mót- aðist stefna, sem samþykkt var á blaðstjórnarfundi Dags hinn 24. janúar og síðan efnislega samhljóða hjá blaðstjórnum allra vikublaðanna á Akureyri, íslendings, Alþýðubanda lagsblaðs og Alþýðumanns, um ríkis- styrk til dreifbýlisblaða. Samþykkt blaðstjórnar Dags var svohljóðandi: „Blaðstjórn Dags á Akureyri sam- þykkir á aðalfundi sínum 24. janúar 1976, að beina þeirri ákveðnu ósk til stjórnvalda, að stærri hluti ríkis- stvtíks til blaðaútgáfu landsmainna renni til blaða utan Reykjavíkur en nú er. Tillaga blaðstjómar Dags í þessu efni er sú, að styrkur ríkissjóðs til dreifbýlisblaða, sem era vikublöð og koma reglulega út allt árið, nemi kr. 1.000.000,00 — einni milljón króna — á ári, miðað við núgildandi verð- lag og átta síðu blöð í venjulegri dagblaðsstærð. Styrkurinn verði hlut fallslega meiri eða minni ef um ann- an tölublaðafjölda er að ræða og verði hann veittur beint til viðkom- andi blaða.“ Ríkisstyrkur til blaða árið 1975 var á fjárlögum yfir 30 milljónir króna. Dagblöðin í Reykjavík fengu þennan styrk, en vikublöðin í öðruin landshlutum urðu útundan og fengu á því ári ýmist engan styrk eða svo óverulegan að ekkert gagn var að honum. Þessu til sönnunar fengu fjögur vikublöðin á Akureyri sam- tals 260 þúsund krónu ríkisstyrk. Til fróðleiks má geta þess, að það kostar 170—180 þúsund krónur að gefa út eitt tölublað af Degi. Þetta er því smánarlegra, sem fjálglegar er um byggðastefnuna talað, og að hún sé eitt skærasta leiðarljós ríkisstjórnar- innar. Hér er um það að ræða, að miðstjórnir stjórnmálaflokkanna í landinu sitja allar í Reykjavík og aðal málgögn flokkanna eru öll gef- in út þar. Þar hafnar hinn opinberi stuðningur til blaðaútgáfu. Hér er ljós vottur um spillingu „samábyrgð arinnar" á milli miðstjórna stjórn- málaflokkanna. Ef það er viðurkennt, að vikublöð, sem því nafni geta talist, séu sínum byggðarlögum nauðsynleg málgögn, miðli fréttum, séu umræðuvettvang- ur inn á við, málsvari út á við í sókn og vörn og hafi á hendi hverskonar fyrirgreiðslur mannlegra samskipta fólks og félaga, auk þess að rækja pólitískar skyldur, hvert við sinn flokk, þá er verksvið þeirra vítt og útgáfan mikilsverð. Sé það á annað boið talin lýðræðisleg nauðsyn í landinu, að tryggja vitgáfu blaða og þar með frjálsa skoðanamyndun, og hlutverk vikublaða sé umtalsvert, á að styrkja útgáfu þeirra, meira en í orði. □ urlands *ssa^iBa3saci^r-ra?aaQ-*ia.4.s«íi *n=s />h or; < Blaðið hitti Ingvar Gíslason alþm. að máli um helgina og vék þá að honum nokkrum spurningum varðandi fram- kvæmdirnar við Kröfluvirkjun og þau viðhorf, sem skapast hafa við hinar tíðu jarðhrær- ingar. — Það er fyrst frá að greina, sagði Ingvar Gíslason, að fram- kvæmdir á vegum Kröflunefnd ar hafa til þessa ekkert tafist af völdum jarðhræringanna. Hins vegar get ég ekki neitað því, að þessi umbrot hafa vakið vissan geyg hjá mér og sjálfsagt flest- um, sem að þessum málum vinna. Að mínum dómi hafa við horfin breytst að því leyti, að menn verða að vera við því búnir að einhver töf geti orðið á framkvæmdum miðað við upp haflega áætlun. Það finnst mér ekki góð tilhugsun. Í1 h ■ ■ , — Ilafa jarðvísindamenn ekki Iagt til við ráðlierra, að fram- kvæmdir við Kröfluvirkjun verði stöðvaðar? — Jú, segja má það. En það kom skýrt fram hjá þessum jarðfræðingum, sem skrifuðu iðnaðarráðherra, að rétt væri að halda áfram byggingafram- kvæmdum á vegum Kröflu- nefndar, þ. e. a. s. að styrkja stöðvarhúsið og búa það undir að þola sterkustu ‘jarðskjálfta og öskufall. Þessi skoðun er alveg í samræmi við álit okkar Kröflunefndarmanna. Að öðru leyti teljum við það ekki í okk- ar verkahring að ákveða ein- hliða, hvað gert skuh frekar við þær aðstæður, sem nú er unnið við. Við munum a. m. k. ekki ákveða stöðvun framkvæmda upp á eigin spýtur. Ef til slíks kemur, verður það að vera ákvörðun ríkisstjórnarinnar, enda er orkuverið reist á henn- ar vegum. Kröflunefnd er að- eins framkvæmdaaðili að hluta verksins. Orkustofnun og Raf- magnsveitur ríkisins sjá um aðra þætti þess, en yfirstjórn og samræming er á vegum iðnaðar ráðuneytisins. Mér þykir rétt að það komi skýrt fram af minni hálfu, að þeir ráðherrar, sem haft hafa yfirstjórn Kröflu- virkjunar, í fyrstu Magnús Kjartansson og síðar og lengst Gunnar Thoroddsen, hafa sýnt mikinn áhuga á að virkjunin kæmist sem fyrst f gagnið. — En nú ganga sögur af því, að þó að ekki komi annað til, þá sé engin vissa fyrir því að næg gufuorka verði fyrir liendi tæka tíð. — Þessar sögur eru miklum ýkjum blandnar, raunar ósann- indi. Hið sanna er, að Orku- stofnun hefur frá upphafi haft þann fyrirvara á, að óvíst væri að hún gæti látið í té svo mikla orku um næstu áramót að nægði til þess að knýja báðar vélasamstæðurnar. En þetta skiptir ekki meginmáli. Ef orka er fyrir hendi til þess að knýja aðra vélasamstæðuna með við- unandi byrjunarafköstum, þá er markinu náð. Iðnaðarráðuneyti og Kröflunefnd hafa aldrei far- ið fram á meira í bili. Ég held að aðalatriðið við orkuöflunina sé að leggja sig fram af alefli við borunarframkvæmdir, bora sem mest og skjótast, m, a. með því að bæta við a. m. k. einum VIÐTAL VIÐ INGVAR GÍSLAS0N, ALÞM. bor og hafa tiltækan nógu öfl- ugan lokubúnað á borholurnar. Því miður tókst svo til, að afl- mesta borholan eyðilagðist vegna þess fyrst og fremst að lokubúnaður var ónógur. Hins vegar held ég að krafturinn í þeirri holu sé besta sönnunin fyrir því að ekki er orku vant á Kröflusvæðinu. Þvert á móti má segja að þar sé fólgin f jörðu ótæmandi orka. Ingvar Gíslason, alþingismaður. — Býstu þá við að halclið verði áfram borunum af fullum krafti með vorinu? — Ég vona það. Ég get upp- lýst, að Orkustofnun hefur látið það álit í ljós við ríkisstjórnina að þrátt fyrir aht sé sjálfsagt að halda áfram fyrri áætlunum um borunarframkvæmdir eftir því sem aðstæður leyfa. Mér virðist Orkustofnun líta mjög skyn- samlegum augum á þetta mál. Þar gera menn sér grein fyrir því að fljótræðisleg stöðvun framkvæmda er jafn fávísleg eins og að ætla að ana áfram á hverju sem gengur. — En þriðji þáttur Kröflu- virkjunar er lögn háspennulínu frá virkjunarstað til Akureyr- ar? — Það piál er algerlega á vegum Rafmagnsveitna ríkisins, og iðnaðarráðherra hefur lagt svo fyrir, að verkinu skuli ljúka í sumar. Enda má það ekki bregðast. Háspennulínan er nauðsynlegur hlekkur í virkj- unarkeðjunni. Þetta er tiltölu- lega einfalt og auðunnið verk, ef vel er að því staðið. — Hvað viltu segja um þá gagnrýni, sem komið hefur fram úr ýmsum áttum varðandi Kröfluvirkjun? — Já, það er rétt að gagnrýni á Kröfluvirkjun hefur heyrst og e. t. v. komið úr ýmsum átt- um eins og þú segir. Það er út af fyrir sig eðlilegt að menn ræði þau málefni, sem hæst ber á hverjum tíma og segi skoðun sína á þeim. Og Kröfluvirkjun á ekki að vera undanþegin um- ræðu og gagnrýni frekar en önnur stórmál, sem uppi eru. Trúlega orkar flest tvímælis þá gert er. Hins vegar tel ég það tæpast einleikið, að þetta mikla framtak, sem Alþingi og ríkis- stjórn standa að og sýnt er í virkjunarmálum Norðlendinga, skuli hafa oi'ðið tilefni til þeirra æsifrétta og öfgamálflutnings, sem raun ber vitni. Sem betur fer hefur smám saman dregið úr þessum ófögnuði. Ég hef mína skoðun á því hverjir alið hafa á æsifréttum og öfgum um Kröfluvirkjunina, m. a. lagt sig niður við það að mata frétta- menn á dylgjum og fölsuðum upplýsingum um starfsemi Kröflunefndar. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn í þessu sam- bandi. Hitt veit ég, að þeir menn, sem staðið hafa fyrir æsi- fréttunum, hafa gert það af miður þekkilegum hvötum. En ég vona, að tími æsifrétta af Kröfluvirkjun sé liðinn. Ég hef orðið þess var mér til ánægju, að fólk sá í gegnum moldviðrið, sem þyrlað var upp á tímabili í sambandi við Kröfluvirkjun. Ég held að fólk geri sér þess fulla grein, að Kröfluvirkjun er ekkert einkafyrirtæki, og þar ræður ekki eins manns vilji eða duttlungar, heldur samráð margra manna, þar sem loka ákvörðunarvald í meiriháttar málum er hjá ríkisstjórn og Alþingi. — Hefur virkjunin ekki einn ig verið gagnrýnd á málefna- legum grundvelli? — Jú, annað hvort væri nú. Eins og ég hef áður sagt, þá er Kröfluvirkjun ekki hafin yfir gagnrýni eða umtal fremur en önnur mannaverk. Mér dettur helst Knútur Otterstedt í hug í þessu sambandi. Þó að ég hafi ekki átt skoðanalega samleið með honum í mörgu því, sem varðar virkjunarmál fyrr og síðar, þá verður hann ekki vændur um það að vera ekki málefnalegur, þó að stundum sé hann einstrengingslegur að mín um dómi. Að vísu verð ég að segja eins og er, að ég þekki gagnrýni Knúts á Kröfluvirkj- un meira af afspurn en svo að ég hafi heyrt hana af hans eigin vörum eða séð hana túlkaða af honum sjálfum á prenti. Þó þykist ég vita, að gagnrýni hans liafi beinst að tilteknum þátt- um í heildarundirbúningi virkj- unarinnar. Hann hefur m. a. talið það ámælisvert, að ekki hafi legið fyrir rökstuðningur fyrir nauðsyn svona stórs orku- vers, þegar í það var ráðist og að ekki sé rekstraráætlun fyrir hendi. Hvað þessa rekstrar- áætlun varðar, þá má vera, að á því máli sé einhver misbrest- ur. En enga ástæðu sé ég til þess að gera roikið úr því í sjálfu sér, enda má úr því bæta næstum að segja hvenær sem er. í því sambandi yrði nauð- synlegt að leita til Knúts Otter- stedts sem framkvæmdastjóra Laxárvirkjunar, því að ekki kemur annað til mála en að allar orkustöðvar á Norður- landi, og raunar Austurlandi líka, verði reknar í sameiningu og undir einni stjórn. Um hitt atriðið, að Kröfluvirkjun sé of stór, er ég Knúti allsendis ósam mála. Það er mín skoðun og samstarfsmanna minna við Kröfluvirkjun, að ekki sé minnst á iðnaðarráðherra, að Knútur hætti til að vanmeta orkuþörf í Norðlendingafjórð- ungi. Það er raunar ekki nýtt að orkuþörf Norðurlands sé van metin. Þannig hefur það verið síðustu 10—15 ár að minnsta kosti. Sannleikurinn er sá, að Norðurland hefur verið í orku- svelti árum saman. Hér hefur ríkt sannkölluð orkukreppa. Norðlendingar hafa beinlínis verið vandh' á að búa við raf- magnsleysi og agaðir til þess að gera þar engar kröfur. Það er býsna vandasamt að mynda sér skoðun á því, hver orkuþörf muni verða í framtíðinni. Slík stærð verður hvorki mæld né vegin. Rafmagnsverkfræðingur með reikningsstokk sinn stend- ur í rauninni ekkert betur að vígi að finna rétta forsendu fyrir slíkri framtíðarspá heldur en hver annar skynsamur og dómgreindargóður maður. Kjarni málsins er sá, að mér finnst Knútur Otterstedt van- meta orkuþörfina. Framtíðin ein verður að skera úr því, hvort sjónarmiðið sé réttara. — Ég vil segja það að síðustu og endurtaka það, sem ég hef sagt svo oft áður, sagði Ingvar Gíslason í lok samtalsins, að Köfluvirkjun er ekki einasta mikið mannvirki og sérstætt, enda stærsta framkvæmd, sem nokkru sinni hefur verið ráðist í á Norðurlandi, heldur mesta hagsmunamál, sem nú er unnið að í þágu Norðlendinga. Blaðið þakkar viðtalið. zy zz Ililmir SU 171 í reynslusiglingu á Eyjafirði. Hilmir kominn á loSnu Nýlega lauk Slippstöðin h.f. gagngerðri endurbyggingu á Hilmi SU 171. Var byggt yfir þilfar skipsins og fram á hval- bak. Auk þess var brúin hækk- uð til samræmis og er skipið nú mun betra í sjó og á allan hátt meira skip að sögn skipstjórans, Þorsteins Erlingssonar. Endurbyggingar af þessu tagi hafa verið gerðar á nokkrum skipum hér á landi undanfarin ár og gefist mjög vel, einnig hefur verið nokkuð sótst eftir slíkur breytingum hjá erlend- um skipasmíðastöðvum. Hilmir er nú á loðnuveiðum og ber nú á annað hundrað lesta meira en hann gerði fyrir breytinguna. Hilmir SU 171 er frá Fá- skrúðsfirði, eign Hilmis s.f. og framkvæmdastjóri er Jóhann Antoníusson. (F r éttatilky nning) SAMBANDSFRÉTTIR Rússar kaúpa fisk fyrir rúman milljarð. Á aðfangadag voru undirrit- aðir í Móskvu samningar um sölu á átta þúsund smálestum af hraðfrystum fiski til af- greiðslu á árinu 1976. Kaupandi er V/O Prodintorg en seljendur Sjávarafurðadeild Sambandsins og Sölumiðstöð hraðfrystihús- anna. ISLANDSMÓTIBLAKI Keppni í 2. deild íslandsmótsins í blaki er hafin. í norður og austurlandsriðli keppa lið frá UMSE, Völsungi og ÚÍA. Þriðja þ. m. fór fyrri leikur UMSE og Völsungs fram og lauk honum með sigri UMSE, sem vann 3 hrinur en Völsungur eina. Lið UMSE hafði nokkra yfirburði, enda keppnisvanara, en lið Völs ungs lofar góðu. Seinni leikur þessara aðila fer fram f íþróttaskemmunni á Akureyri í kvöld (miðvikudag) og hefst keppnin klukkan 22.30. Þá fór einnig fram leikur á Húsavík 3. þ. m. í kvennaflokki íslandsmótsins. Lið HSÞ sigraði Völsung, vann þrjár hrinur en Völsungur tvær. Liðin virðast nokkuð jöfn að styrkleika. □ Heildarverðmæti samnings- ins er um 1064 milljónir króna miðað við núverandi gengi og greinist magnið í fimm þúsund lestir af flökum og þrjú þúsund lestir af heilfrystum fiski. Nokkrar smávægilegar breyt- ingar urðu á milli fisktegunda. Samningsgerðina önnuðust af fslands hálfu Sigurður Markús- son, framkvæmdastjóri Sjávar- afurðadeildar Sambandsins, og Árni Finnbjörnsson, sölustjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna, en af hálfu V/O Prodin- torg hr. Petrjenko forstjóri o. fl. 175 þúsund Heklupeysur til Rússlands. Síðari hluta desembermánað- ar fóru fram samningaviðræður í Moskvu um sölu á ullar- og skinnavörum. Undirritaður var samningur við Raznoexport um sölu á 175.000 Heklupeysum fyr ir tæpar 280 milljónir króna. Ennfremur voru undirritaðir Hvafi er nú að gerast í Sjálfstæðisfl? Þessa dagana gerast margir furðulegir atburðir í þjóðlífi okkar. Sagnfræðingar komandi kynslóða munu reyna að gera sér grein fyrir því, hvað hafi verið orsök þeirra og hvað afleiðing. Nú, þegar atburðirnir eru að gerast, eru menn ekki á eitt sáttir um, hvað sé markmið þeirra er standa að baki heiftar- legri árása á formann Fram- sóknarflokksins, Ólaf Jóhannes son dómsmálaráðherra, og hvort eða hvernig það hafi haft áhrif á atburðarás íslenskrar stjórnmálasögu. Þeir, sem nú tala hæst og mest um frjálsa og heiðarlega blaðamennsku, eru óheiðarleg- astir í málflutningi sínum. Þeir tala um réttlæti og heiðarleika, en virðast lítið skyn bera á siða reglur þær, sem vestrænar þjóðir telja hornsteina lýðræðis og siðgæðis menningarþjóða. Þeirra frelsi til að segja hvað sem þeim dettur í hug um menn og málefni, setja þeir ofar sannleikanum. Manni getur dottið í hug, að sannur heiðar- leiki sé þeim ekki ljóst hugtak. En þeir trúa á undramátt endui’ tekinna ósanninda. Frjáls blaðamennska er yfir- varp og hræsni þeirra manna, sem sannir eru að ógeðslegri rógskrifum en dæmi eru um. Síðasta miðvikudag segir Vís- ir, blað hins frjálsa peninga- valds, í forystugrein sinni þessi eftirtektarverðu orð: „Dómsmálaráðherra þarf að sjálfsögðu ekki að víkja vegna ásakana sem fram komu í höf- undargrein hér í blaðinu í síð- ustu viku. En engum manni kemur til hugar, að hann geti setið eftir þær ruddalegu og grófu ásakanir, sem hann hefur borið á ritstjóra og útgefendur þessa blaðs. Vegna hinna erfiðu stöðu f landhelgismálinu sið- ustu daga kann það að vera eðlilegt, að forsætisráðherra skuli ekki hafa veitt Ólafi Jó- hannessyni lausn frá dómsmála ráðherrastörfum þegar í stað. En það hlýtur að gerast alveg á næstu dögum, eins og hvar- vetna hefði orðið raunin á í vestrænum réttarríkjum." Athugum hvað felst í þessum setningum forystugreinar Vísis: „Dómsmálaráðherra þarf að sjálfsögðu ekki að víkja vegna ásakana, sem fram koma í höf- undargrein hér í blaðinu í síð- ustu viku.“ í þessari setningu felst sú játning, að áburður Vil- mundar Gylfasonar á dómsmála ráðherra sé ósannur og róg- burður einn og að þess vegna þurfi dómsmálaráðherra ekki að víkja. En hann eigi að víkja vegna þess hve hörðum orðum hann fór um þá Vísis-menn — um þá menn sem róginn flytja til þjóðarinnar. í orðum Vísis, sem til er vitn- að hér að framan felst það, að af rógi gerist menn ekki brot- legir, en hins vegar séu þeir sekir sem svari honum! Lítum svo á niðurlag tilvitn- aðra orða í forystugrein Vísis, þar sem segir, að vegna erfiðrar aðstöðu í landhelgismálinu kunni það að vera eðlilegt, að forsætisráðherra hafi ekki veitt Ólafi Jóhannessyni lausn frá störfum, en það hljóti að gerast o. s. frv. — í þessum orðum felst kurteisleg bending til for- sætisráðherra, Geirs Hallgríms- sonar, að nú sé kominn tími til að segja af sér, því allt fullorðið fólk ætti að vita, að Ólafur Jó- hannesson yfirgefur ekki ráð- herrastólinn fyrir þær sakir einar sem hann sagði um Vísis- menn, nema til komi stjórnmála slit núverandi stjórnarflokka. Það fer ekki milli mála, að það kraumar í Sjálfstæðis- flokknum og hefur raunar lengi gert. Dagur varpaði þeirri spurningu fram, í síðasta tölu- blaði: Eru þeir að undirbúa stjórnarslit? Það mætti spyrja nú: Er Sjálfstæðisfl. að springa? Síðasta föstudag kvað Dag- blaðið í Reykjavík upp úr með HANDKNATTLEIKIR UM SL. HELGI samningar við sovéska sam- vinnusambandið um gagnkvæm viðskipti á árinu 1976. Þegar hefur verið gengið frá kaupum á gasolíu, mjöli og matvörum fyrir um það bil 374 millj. kr. Til jafnvirðis þessum kaupum selur Sambandið ullarteppi og peysur frá verksmiðjunum á Akureyri. Ennfremur prjóna- vörur framleiddar í ýmsum prjónastofum, sem starfræktar eru víðs vegar á landinu. ' Nú í fyrsta skipti hefur verið samið um sölu á 2000 mokka- kápum. Þetta magn má svo aúka í allt að 10.000 stk. á ár- inu, ef samningar nást um verð. Ekki tókst að ná samkomu- lagi um verð fyrir værðarvoðir frá Ullarverksmiðjunni Gefjun, * en samningatilraunum verður haldið áfram hér í Reykjavík. í samninganefnd SÍS voru Hjörtur Eiríksson, Andrés Þor- varðarson og Ásgrímur Stefáns- son. ’það, að Geir Hallgrímsson eigi að víkja, og það blað birti „draum sinn um það, hvað við tæki, og er þar Gunnar Thor- oddsen orðinn forsætisráðherra, Benedikt Gröndal utanríkisráð- herra, Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra, Albert Guð- mundsson bankamálaráðherra, Ragnar Arnalds iðnaðarmála- ráðherra, Gils Guðmundsson sjávarútvegsráðherra og Jónas Haralz fjármálaráðherra. Þar hafa menn það. Það er að vísu ekki nýtt, að Dagblaðið sé and- vígt forsætisráðherranum, en hitt kemur nokkuð á óvart, að hið „frjálsa og heiðarlega“ blað peningavaldsins, Vísir, gefi honum bendingu um, að kom- inn sé tími fyrir hann að segja af sér. Mætti forsætisráðherr- ann álíta að hér sannist hið fornkveðna, að heggur sá er hlífa skyldi. Eða hefur frelsis- tal hinna ófrjálsu krata, sem þjóna Vísi, ruglað þá svona í ríminu? □ Um síðustu helgi fóru fram tveir leikir í 2. deild í hand- knattleik hér á Akureyri og kom þá lið Keflavíkur og keppti við Þór og KA. Tiltölulega fáir sáu leikinn á laugardaginn, þar sem mikill hringlandi var með leiktímann. Aftur á móti voru margir áhorfendur á seinni leiknum. : ! ■ 7 1 - ’i Þór — ÍBK Fyrri leik þessara liða lauk með sigri ÍBK og höfðu Þórsar- ar því harma að hefna. Þeir mættu all ákveðnir til leiks en þrátt fyrir það hélst leikurinn í jafnvægi framan af, en er líða tók á fyrri hálfleik seig Þór fram úr og í leikhléi var staðan 12—9 Þór í hag. Þorbjörn Jens- son hafði verið atkvæðamestur og skorað 4 mörk á fyrstu ellefu mínútunum, en þá tóku Kefl- víkingar hann úr umferð, en við það losnaði um samherja hans og skoruðu þeir til skiptis. Seinni hálfleikur var ver leik- inn en sá fyrri, en þó tókst Þór að halda forskotinu og lauk leiknum með sigri þeirra, 20—16. Þeir hafa því hlotið 8 stig af 20 mögulegum. Keflvíkingum hefur farið mikið fram í handknattleik undir stjórn FH-ingsins Helga Ragnarssonar og skoraði hann og Þorsteinn Ólafsson 12 af 16 mörkum liðsins. Um frammistöðu Þórs í þess- um leik og raunar það sem af er keppnistímabilinu væri hægt að skrifa langt mál. Það er a. m. k. ærið umhugsunarefni fyr- ir lið, sem náði 1. deildar sæti fyrir skömmu, að það skuli nú hrósa happi að falla ekki niður í 3. deild, en með sigri sínum á laugardaginn má segja að þeirri martröð hafi fyrst verið bægt frá. I þessum leik komu enn fram helstu veikleikar liðsins þótt þeirra yrði minna vart en oft áður, sem m. a. stafaði af því að Aðalsteinn Sigurgeirsson þjálfari liðsins lék nú með og hélt spilinu gangandi. Varnar- leikur liðsins var sæmilegur en sóknarleikurinn var fálmkennd- ur og byggðist nær eingöngu á einstaklingsframtaki. Lið, sem hefur jafn góða einstaklinga og Þór getur náð mun lengra ef reynt er með skipulagi að nýta hæfileika þeirra. Skipulegri samvinnu línumanna og' úti- spilara er t. d. ekki til að dreifa og ekki annað að sjá en þessi þáttur þjálfunar hafi algjörlega farist fyrir. Innáskiptingar voru með besta móti, en það er atriði, sem Þór verður einnig að taka til alvarlegrar endurskoðunar og hafa hugfast að þeir sem eru á bekkjunum í upphafi leiks eru líka í liðinu og hafa miklu hlutverki að gegna. Dómarar voru Sigbjörn Gunn arsson og Hörður Hihnarsson og dæmdu ágætlega. KA — ÍBK Daginn eftir ofangreinda viðureign kepptu KA og ÍBK. KA hefur enn möguleika að komast í 1. deild þótt óneitan- lega standi ÍR betur að vígi, hefur tapað einu stigi minna. KA varð því að sigra, ekkert minna dugði. Þeir byrjuðu af miklum krafti og skoruðu tvö fyrstu mörkin, en ÍBK jafnaði fljótt, en bráðlega seig KA fram úr og í leikhléi var staðan 17—13 þeim í vil. I síðari hálfleik virtust KA- menn slaka á og skoruðu þá 13 mörk en ÍBK 12. Endanlegar ,iur urðu því 30—25. Eins og' þessar tölur bera með sér, var sóknarleikurinn látinn sitja í fyrirrúmi í þessum leik og vas-narleikur liðanna alls ekki nægilega góður. Það er t. a. m. óþarft fyrir jafn gott lið og KA að fá á sig 25 mörk frá miðlungsliði í 2. deild. En þrátt fyrir þennan markafjölda var sigur KA aldrei í hættu og af þeim sökum var freistandi fyrir leikmenn að láta svolítið váða á súðum. KA hefur vísast aldrei verið betra en um þessar mundir og yrði slæmt ef það næði ekki því takmarki ag leika í 1. deild næsta vetur, til þess hefur liðið alla burði. Einkum er athyglisvert hve marga liðtæka menn þeir eiga, sem eflaust er árangur þess hve óhræddir þeir hafa verið að gefa ungum leikmönnum tæki- færi. Liðið brotnar því ekki nið- ur þótt einn maður sé tekinn úr umferð. Hinu er ekki að leyna, að þrír menn eru máttarstólpar liðsins: Hörður Hilmarsson, Halldór Rafnsson og Þorleifur • Ananíasson. Samvinna útispil- ara og línumanna er t. a. m. góð og með fullkomnum ólíkindum hvað Þorleifur getur hlaupið og barist um; engu líkara en mað- urinn sé þindarlaus. Halldór og Hörður kunna líka vel að nota þá sundrungu, sem hann veldur í vörn andstæðinganna, enda skoruðu þeir þremenningar alls 22 mörk í leiknum og var Þor- leifur hæstur með 11 mörk. Eftir þennan leik hefur KA hlotið 17 stig af 20, en ÍR 20 af 22. Dómarar voru að sunnan og dæmdu sæmilega. Það leiðir aftur hugann að því hvort ekki sé tímabært að félögin samein- ist um að beita sér fyrir því að dómarar, a. m. k. í leikjum á Akureyri, séu héðan og firri sig með því stórútgjölöum. I. Sv. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) RÍKISSTYRKURINN Ríkisstyrkur til blaðaútgáfu landsmanna var upp tekinn fyrir nokkrum árum og þá var til þcss ætlast, að landsbyggðar- blöðin íengju umtalsverðan liluta þar af. Af cinhverjum ástæðum hafa dagblöð Rejkja- víkur náð til sín nær öllumj þessum styrk, allmargar milljón ir á ári hverju hvert þeirra, en vikublöð landsins hafa orðið út- undan á liinn lierfilegasta hátt. Á þessu ári ætla fjárlög 27,5 milljónir króna til blaðanna. Landsbyggðin unir þvf ekki lengur að fá ýmist enga krón- una, eða svo fáar krónur að uppliæðin sé beinlínis móðg- andi, og þannig var það á síð- asta ári. i I '■ STEFNAN MÓTUÐ í þessu cfni er „samábyrgð" stjórnmálaflokkanna ljós og mætti linna. Stefna hefur verið mótuð lijá blaðstjórnmn Akur- eyrarblaðanna, og getur hún, e£ þingmenn bera hana fram til sigurs, talist spor í rétta átt, þótt liún feli í sér liófsamar kröfur. Ályktanir um þetta efni, efnislega samliljóða, hafa verið birtar í öllum fjórum bæjarblöðunum og má vænta þess, að eftir þcssu verði tekið og eklú skellt við skollaeyrum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.