Dagur - 18.02.1976, Page 1
FILMUhúsið akureyri
AUSTUR A HÉRAÐI
RIGNDIMILLJÓN
Egilsstöðum, 16. febrúar. Starf-
að hefur verið að undirbúningi
skjalasafns á Egilsstöðum á
vegum Suður- og Norður-Múla-
sýslu. Keyptu sýslurnar hús af
Pósi og síma til þessara nota.
Er endurbótum á því að ljúka
og verður þá hafist handa við
skráningu og aðra undirbúnings
vinnu. Forstöðumaður verður
Ármann Halldórsson kennari á
Eiðum. Safninu hefur borist góð
bókagjöf frá Önnu Guðmunds-
dóttur, ekkju Halldórs Ásgríms-
sonar alþingismanns, um 4500
bindi og eru margt af því fá-
gætar bækur. Verður þessari
gjöf búinn staður í húsnæði
safnsins.
Mjög er snjólétt á Héraði og
bílfært um allt. Hvergi sjást nú
hreindýr.
Fyrir hálfri annarri viku kom
Vegirnir færir
hér mikil hláka og hafa menn
það á orði, að þá hafi rignt
milljón, því báðar virkjanirnar
ganga nú með fullum afköstum.
Innvegin mjólk hjá Kaup-
félagi Héraðsbúa var 16.000 kg
minni árið 1975 en árið áður.
En í janúar á þessu ári varð
hún 20.000 kg meiri en á sama
tíma í fyrra. Mjólkurmagnið til
mjólkurbúsins hefur verið um
2,3 millj. kg á ári. Nýtt mjólkur-
samlagshús er í byggingu og
búið að steypa upp vélasalinn
og verður hann einangraður í
vetur. Nú fyrir skömmu hófst
á ný útivinna við bygginguna
og verður fram haldið ef sæmi-
lega viðrar og er að því stefnt
að taka samlagið í notkun á
næsta ári.
Heitt vatn náðist ekki við
borun við Urriðavatn. Hiti var
yfir 70 gráður en vatn ekki
teljandi. Meira verður borað
síðar. Þ. S.
Myndin tckin nyrst í Ásvegi til norðurs.
(Ljósm.: E. D.)
Vegagerðin vann að hreinsun á
vegunum á mánudaginn, síð-
asta degi fyrir verkfall, hreins-
aði þá snjó á Öxnadalsheiði, til
Ólafsfjarðar og austur að Krossi
í Ljósavatnshreppi og Vaðla-
heiðarvegur var hreinsaður í
bakaleiðinni. Þessir vegir voru
allir opnir og greiðfærir í gær
nema á Öxnadalsheiði, sem
ekki var fær nema stórum bíl-
um, að því er Vegagerðin tjáði
blaðinu í gær. □
Ný brú á Glerá?
Bæjarstjórnin hefur samþykkt,
að láta gera áætlun um smíði
brúar á Glerá í framhaldi af
Hjalteyrargötu, samkvæmt
skipulagi. Tilgangurinn er sá,
að auðvelda tengsl iðnfyrir-
tækja á Gleráreyrum við hafn-
arsvæðið nýja, jafnframt því
sem þessi tenging dregur mjög
úr umferð aðalbrúarinnar á
Glerá og á gatnamótum
Tryggvabrautar og Glerárgötu.
Þetta mun jafnframt reka á
eftir ákvörðun um framtíðar-
farveg Glerár á Gleráreyrum.
Tcprar ÖA
Togarar Útgei'ðarfélagsins eru
allir á veiðum nema gamli Harð
bakur, sem legið hefur bundinn
síðan urn áramót. Þrír af togur-
um Ú. A. lönduðu fyrir helgi,
einn á föstudaginn og tveir á
sunnudag. □
Talið er, að 30—35 þúsund
manns hafi hafið verkfall frá og
með 17. febrúar og eru það
75—80% af mannfjölda Alþýðu-
sambands íslands, og næstu
daga bætist í þennan hóp, ef
samningar takast ekki á allra
næstu dögum.
Hér á Akureyri hófust verk-
föll hjá Einingu og Iðju, Sveina-
félagi járniðnaðarmanna, Tré-
Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Ak-
ureyrar fyrir árið 1976 var
endanlega samþykkt á fundi
bæjarstjórnar 10. febrúar. Nið-
urstöðutölur tekna- og gjalda-
megin eru 1.030 milljónir króna
og hækkuðu frá upphaflegri
gerð um 28 milljónir þróna.
Stafar hækkunin af því, að úr-
tak, sem skattstofan gerði á
launagreiðslum stærstu fyrir-
tækjanna í bænum gaf til
Snjólítið í allan vetiu’
Kristján Sigurðsson á Gríms-
stöðum, fréttamaður Dags þar,
varð sjötugur fyrir fóum dögum
og sendir blaðið honum bestu
afmælisóskir.
í viðtali við Kristján á mánu-
daginn sagði hann m. a.:
Með köflum er stormasamt,
en hér hefur aldrei verið um-
talsverður snjór í vetur og er
mikill munur á því eða um
þetta leyti í fyrravetur. Síðast
í gær var farið yfir öræfin á
jeppa, austan frá Egilsstöðum,
og er það fremur sjaldgæft í
febrúar.
Hagi er nægur fyrir sauðfé
þegar gefur að láta fé út og við
beitum eins og alla tíð hefur
verið gert hér um slóðir. Hér er
rólegt að venju og ekkert sjald-
gæft hefur til tíðinda borið. □
smiðafélaginu, Bílstjórafélaginu
og Rafvirkjafélaginu.
Félag verslunar- og skrif-
stofufólks hefur boðað verkfall
eftir viku, hafi samningar þá
ekki tekist. Mjólkurfræðingar
hófu verkfall og tekur Mjólkur-
samlag KEA því ekki á móti
mjólk.
Undanþágur hafa verið veitt-
ar til að ljúka fiskvinnslu fyrir
hádegi í gær, ennfremur er
undanþága veitt til starfa í
Fjórðungssjúkrahúsinu, elli-
heimilunum og á Sólborg og fá
þessar stofnanir fyrirgreiðslu
eftir þörfum, ennfremur starfs-
fólki heimavistar M. A., svo og
ræstingarkonum skólanna í
bænum. Þá hefur verið frestað
lokun veitinga- og gistihúsa um
eina viku.
Verkfall sjómanna á bátum
og minni togurunum hófst 14.
febrúar. Hefur þv£ mikill hluti
loðnuveiðiskipa stöðvast, en
loðnan veiðist aðeins takmark-
aðan tíma og loðnufrystingin
var að hefjast, og bátaflotinn
liggur bundinn í höfnum þar
til deilan leysist.
Hér er um að ræða einhver
fjölmennustu verkföll, sem um
getur, og gengur venjulegu
fólki illa að skilja, hve langán
tíma þarf til samninga. □
jarins samþykkt með
kynna, að tekjur höfðu hækkað
hér á Akureyri á milli ára um
30%, en Þjóðhagsstofnun hafði
reiknað með 26% hækkun
launatekna.
Þessari hækkun var ráðstafað
þannig af bæjarstjórn, að áætl-
uð lántaka lækkaði um 12
milljónir og verður nú 71 millj.
í stað 83, sem áætlað hafði ver-
ið- Til viðhalds íþróttamann-
virkja varð hækkun um 1,2
milljónir, styrkur til íþrótta-
bandalags Akureyrar hækkaði
um hálfa milljón og verður 3,5
milljónir króna. Hestamanna-
félagið fékk hálfa milljón til
skeiðvallargerðar og hjóna-
garður stúdenta tvær milljónir,
en bæjarstjórn hafði á sl. ári
gefið loforð um að greiða kostn-
að við byggingu tveggja íbúða
í hjónagarði stúdenta í Reykja-
vík, og er þetta fyrsta fram-
lagið.
Þessi fjárhagsáætlun var sam
þykkt með samhljóða atkvæð-
um allra bæjarfulltrúa og ekki
aðeins áætlunin í heild, heldur
hver einasti undirliður, sem
skipta hundruðum, að einum
undanskildum, sem fékk aðeins
10 atkvæði, mótatkvæðalaust.
Mun þetta nánast eindæmi, að
því er talið er. Er hér mikil
breyting á frá síðasta ári, þegar
fimm bæjai'fulltrúar Sjálfstæðis
flokksins sátu með hendur í
í fundargerðum bæjarráðs kem-
ur fram, að kveðinn hefur vérið
upp dómur í Hæstarétti í máli
Pálma G. Jónssonar bifreiðar-
stjóra gegn bæjarsjóði vegna
slyss er Pálmi varð fyrir er
hann var í vinnu hjá Akureyrar
bæ með kranabifreið sína. Var
bæjarsjóði gert skylt að greiða
Pálma 1,3 milljónir kr. í slysa-
bætur, auk vaxta og málskostn-
aðar í héraði og fyrir Hæsta-
rétti að upphæð 300 þúsund kr.
öllum ðlkv,
skauti sínu og vildu hvergi
ábyrgð á bera. Þessa afstöðu
þeirra nú, ber að þakka. \
Á fundinum minntist forseti
bæjarstjórnar, Valur Arnþórs-
son, þess, að 30 ár eru liðin
síðan Jón G. Sólnes var fyrst
kjörinn í bæjarstjórn Akureyr-
ar, og þakkaði hann Jóni marg-
háttuð störf í þágu bæjarins. □
En það sem vekur athygli er, að
lagður er fram reikningur frá
málflutningsmanni Akureyrar-
bæjar, að upphæð 946 þúsund
krónur í málflutningslaun og
að málflutningsmaður Pálma
mun hafa farið fram á svipaða
upphæð frá Pálma. Bæjarstjórn
mun ekki hafa fallist á reikn-
ingsupphæðina og fól bæjar-
stjóra að taka upp samninga
við lögmanninn um greiðslur.
H4 ERU LAUMN