Dagur


Dagur - 18.02.1976, Qupperneq 4

Dagur - 18.02.1976, Qupperneq 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Eigum við lengur heima í NAIO? Norðmenn hafa í fyrsta sinn opin- berlega lýst yfir stuðningi sínum við baráttu íslendinga fyrir 200 rnílna fiskveiðilögsögunni. Öldungadeild bandaríkjaþings samþykkti fyrir skömmu útfærslu fiskveiðilögsög- unnar og nú hafa rússar lýst yfir því, að þeir styðji 200 mílna efnahags- lögsögu strandríkja á hafréttarráð- stefnunni. Eru Jætta allt góðar frétt- ir og renna enn styrkum stoðum undir J)á væntanlegu samþykkt haf- réttarráðstefnu Sameinuðu J>jóð- anna, að strandríki ráði sjálf yfir auðlindum hafsins hið næsta sér. Þar styðja bretar 200 mílna stefnima, en brjóta hana hér við land. Á fslandsmiðum sýna bretar meiri og grófari yfirgang en nokkru sinni fyrr, bæði með háskalegum ásigling- um á íslensk varðskip, og með því að beina togaraflota sínum í smáfiskmn á alfriðuðum svæðum. Þá hafa J>eir fjölgað mjög togurum sínum á ís- landsmiðum. Allt þetta gera þeir á sama tíma og þeir óska samninga og sátta og lýsa yfir friðunarsjónarmið- um til verndar ofveiði. Herskip Jjeirra, dráttarskip og önnur aðstoðar skip vernda veiðiþjófnaðinn og hverjum atburði af löggæslustörfum íslenskra skipa Landhelgisgæslunnar snúa Jjeir sér í hag í opinberum fréttum og eru margsannir að hrein- um ósannindum í því efni. Hótun íslendinga um stjórnmála- slit h:ífa enn ekki komið til fram- kvæmda, meðal annars vegna við- leitni framkvæmdastjóra NATO til lausnar fiskveiðideilunnar. Margir gagnrýna }>á töf, og undrast lang- lundargeð íslenskra stjórnvalda. Við erum í varnarbandalagi vestrænna J>jóða, höfum lánað land okkar und- ir herstöð í J>eirra þágu og J>etta varnarbandalag hefur tekið að sér varnir lands okkar. En ennj>á situr herinn á Miðnesheiði með hendur í skauti, eins og honum komi J>að ekki við, að ein varnarbandalagsþjóðin fari ránshendi um fiskimið okkar og taki þar undir herskipavemd drjúg- an skerf af þegar ofveiddum fisk- stofnum landgrunnsins. Menn hafa löngum viljað trúa J>ví, að herstöð NATO hér á landi tryggði rétt okkar og landvarnir. Eftir vopnaða íhlutun breta á ís- landsmiðum og aðgerðarleysi „verndara" okkar, vaknar sú spurn- ing, hvort við getum, sem frjáls og fullvalda þjóð, lengur setið í banda- lagi með J>eim, sem kúga okkur. □ PÉTUR GAUTUR A HÚSAVÍK Vel gengur á Húsavík að æfa sjónleikinn Pétur Gaut. Hann verður frumsýndur í leikhúsinu við Garðarsbraut þriðjudaginn 24. febrúar n. k. Þann dag verða liðin 100 ár frá því að Pétur Gautur var sýndur í fyrsta sinn á leiksviði. Fyrsta leiksýningin á Pétri Gaut var í Kristianíu — léikhúsinu í Osló 24. febrúar 1876. Á Húsavík fer Gunnar Eyjólfsson, leikari frá Þjóðleik- húsinu, með aðal hlutverkið í sjónleiknum og frumsýningar- daginn verður hann fimmtugur. Þá geta þeir árnað hvor öðrum heilla með sameiginlegan merk- an afmælisdag Gunnar Eyólfs- son og Pétur Gautur. Þeir hitt- ust ekki í fyrsta sinn hér á Húsa vík, heldur eru þeir búnir að þekkjast lengi og Gunnar hefur áður leikið Gaut í Þjóðleikhús- inu í Reykjavík. Ekki mun á nokkurn hátt spilla þeirra sam- starfi, að Gautur er hálfu eldri en Gunnar, því að list er list af því að hún er list, en ekki vegna aldurs. Með meiriháttar hlutverk utan Gautinn sjálfan fara kunn- ir og góðir leikarar á Húsavík: Ásu, móður Péturs, leikur Her- dís Birgisdóttir, Sólveigu leik- ur Guðný Þorgeirsdóttir, Dofr- ann leikur Ingimundur Jónsson og Hnappasmiðinn leikur Einar Njálsson. Ég leit inn á sefingu hjá leik- félaginu í gærkveldi. Þá stóð svo á, að margt var á seiði í höll Dofrans, Dofrinn og þursar allir vildu gjarnan og með sín- um hætti fá Pétur í sinn hóp. Hvort varð Pétur Gautur þurs eða ekki þurs? Svarið kom síð- ar fram í leiknum. Það er merkur heimur og seiðandi, sem utanleikhúsmað- ur kemur í, þegar hann fær að koma á æfingu hjá leikhúsfólki og mætti um þann heim segja marga hluti. Hér skal aðeins greint frá því, að óhemju mikið starf liggur að baki uppfærslu á viðamiklu leikhúsverki slíku, sem Pétur Gautur er. Nálega 50 manns, leikarar og annað fólk, sem býr yfir margháttuð- um hæfileikum og kunnáttu, sem til þarf að koma upp góðri leiksýningu, hefur að unnið frá því í desember. Það starf er unnið á frístundum, sem gefast á kvöldum, á nóttum og á helgi- dögum. Mikið hvílir á leikstjór- anum, hvert smá atriði verður að vera á sínum stað og engu má gleyma. Leikstjórinn, Sig- urður Hallmarsson, skólastjóri, er kunnur leikhúsmaður og hef ur oft áður stjórnað leiksýning- um hjá Leikfélagi Húsavíkur. 11. febrúar 1976. Þorm. J. Rauðhella og úlfurinn Flestir kannast við söguna um Rauðhettu litlu og úlfinn. Rauð hetta var send með mjólk og brauð í körfu til ömmu sinnar og leiðin lá í gegn um skóginn. í skóginum var mikið af fugl- um, sem ýmist flugu yfir skóg- Loðnan og leikstarf- semin á Raufarhöfn Hóli við Raufarhöfn, 16. febr. Nýr snjór er ekki teljandi en það er mikill gaddur og svella- lög á túnum, sem við óttumst að valdið geti kali. Leikstarfsemi hefur verið líf- Við æfingu á Pétri Gaut hjá Leikfélagi Ilúsavíkur. Þursar, Pétur Gautur og fleira fólk. (Ljósmyndastofa Péturs, Húsavík) FRÁ SJÓMANNAFFLAGI eyjafjarbar A ð a 1 fundur Sjómannafélags Eyjafjarðar var haldinn á Akur eyri sunnudaginn 8. febrúar. Fram kom í skýrslu forma'nns, að mikið starf hefur verið hjá félaginu á síðasta ári. Sjómenn á stóru togurunum áttu í verk- falli í 82 daga á fyrrihluta árs- ins til að ná fram leiðréttingu á sínum kjörum, en aðrar vinnustöðvanir hafa ekki orðið. Hins vegar blasir nú við vinnu- stöðvun á bátaflotanum. Reikningar félagsins sýna all- góða afkomu á árinu, nema hjá Vinnudeilusjóði, en eignir hans eyddust upp að kalla í togara- verkfallinu. Rekstrarafgangur í heild er 2,18 millj. og bókfærðar eignir í árslok rösklega 8 milljónir. Á árinu nutu 18 fé- lagar dagpeninga úr sjúkrasjóði félagsins, að upphæð alls kr. 693 þúsund. Samþykkt var að hækka dagpeningagreiðslur sjúkrasjóðs á þessu ári nokkuð Lyflingamól Ákveðið hefur verið að íslands- meistaramót unglinga í lyfting- um verði haldið hér á Akureyri laugardaginn 21. febrúar. Mótið hefst kl. 15.00 í íþróttaskemm- unni. Þetta verður fyrsta ís- landsmeistaramót sem akur- eyrskir lyftingamenn sjá um. Þátttaka á mótinu verður mikil og hafa þegar 18 keppendur lát- ið skrá sig til þátttöku, 9 akur- eyringar, 2 reykvíkingar og 7 selfyssingar. Búast má við harðri keppni í stigakeppni milli Akureyrar og Selfoss, en þeir síðarnefndu sigruðu á mót- inu í fyrra og hafa verið mjög vaxandi í greininni. (Fréttatilkynning) frá því sem verið hefur. Félags- gjald fyrir yfirstandandi ár var ákveðið kr. 8.000. Aðalstjórn félagsins er þann- ig skipuð: Guðjón Jónsson for- maður, Ragnar Árnason vara- formaður, Ármann Sveinsson ritari, Matthías Eiðsson gjald- keri og Jón Hjaltason með- stjórnandi. — í varastjórn eru: Brynjar Sigfússon, Stefán Ósk- arsson og Stefán Snælaugsson. Auk þess voru kosnir 7 menn í trúnaðarmannaráð og á fund- inum var kosið til ýmissa ann- arra trúnaðarstarfa fyrir félag- ið. Tryggvi Helgason lét nú af formennsku félagsins að eigin ósk, og voru honum í fundarlok þökkuð mikil og gifturík stöi'f í þágu félagsins og sjómanna- stéttarinnar, en Tryggvi var formaður félagsins í samfleytt 40 ár. í sambandi við landhelgis- málið gerði fundurinn sam- þykkt, þar sem hafnað er öllum samningum við breta. Félagsmenn í Sjómannafélagi Eyjafjarðar eru nú 303 og hafa ekki áður verið fleiri. (Úr fréttatilkynningu) leg á Raufarhöfn í vetur og tekist vel. Leikflokkurinn hefur sýnt tvisvar heima á Raufar- höfn, einnig á Þórshöfn, í Vopna firði og í Skúlagarði. Sjónleik- urinn heitir Tobacco Road og leikstjóri er Magnús Axelsson. Með helstu hlutverk fara Heim- ir Ingimarsson, Kristjana Krist- insdóttir, Jakob Jakobsson og Hrefna Friðriksdóttir. Leikur- inn er þýddur og gerist í Banda ríkjunum. Hann fjallar um niðurlægingu fátæktarinnar. Gott er að ferðast því allir vegir eru opnir. Margir búa sig undir grásleppuveiðarnar. Von- andi hafa bretarnir ekki náð grásleppunni þótt þeir drepi smáþorskinn hérna við Langa- nesið og Sléttuna. Síldarbræðsl- an hefur tekið á móti 14.250 tonnum. Sólarhringsbræðsla er eftir. Þróarrými hér ei' 9 þús- und tonn, svo við getum tekið á móti nokkrum loðnuveiði- skipum. Þ. S. Frá mótanefnd Glímu- r sambands Islands Landsmót í glímu 1976 eru nú ákveðin sem hér segir: 1. Bikarglíma Glímusambands fslands 21. febrúar n. k. — Mótið verður háð á Húsavík og sér Glímuráð Héraðssam- bands Suður-Þingeyinga um mótið. 2. Landsflokkaglíman 20. mars kl. 14.00. 3. íslandsglíman 1976 24. apríl kl. 14.00. Landsflokkaglíman og íslands glíman fara fram í íþróttahúsi Kennaraháskóla íslands og þurfa þátttökutilkynningar að berast sjö dögum fyrir mótsdag til formanns mótanefndar, Sig- urðar Ingasonar, pósthólf 997, Reykjavík. Sendibréf til Dags Kæri Erlingur. Fyrst vil ég þakka þér stuðning við margvísleg málefni, sem stuðla að bættu þjóðlífi, bættu mannlífi, bættu heilsufari fjöld- ans og einstaklingsins. Þetta er aðalsmerki góðrar blaða- mennsku og ætti auðvitað að vera háleitasta markmið allra íslenskra fjölmiðla. Það sem að mér snýr, er fram ar öðru umfjöllun fjölmiðlanna um starf mitt og vettvang þeirr- ar vinnu, sem ég tel mig inna af hendi í þágu almennings- heilla. Þar á ég ýmislegt ósagt ennþá, en mig langar að byrja á bréfkorni, ef þú vildir birta. í bók sinni „Hugur einn það veit“ fjallar Karl Strand, geð- læknir um huglæg vandamál á mjög auðskilinn en yfirgrips- mikinn hátt. Þessa bók ættu allir að lesa til að glöggva sig á því, hve nátengd og samofin hugtökin sál, geð, taugar og hugur eru í málvitund okkar. Löngu áður en ritöld hófst á íslandi var þetta ort: Sorg etur hjarta nema segja náir einhverjum allan hug. Þá höfðu snjöllustu menn uppgötvað, hve þýðingarmikið það er að eiga tiúnaðarmann. I dag, á öld hraðans, á öld tækninnar, fjölgar þeim sem engan eiga trúnaðarmanninn. Af þeim sökum fer þeim hægt og hægt fjölgandi sem missa geðheilsuna vegna einstæðings- skapar og einangrunar. Til að ráða bót á þessu m. a. var Geð- deild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í Álfabyggð 13 sett á laggirnar. Deildin er nú í Skóla stíg 7, og þar verða framvegis tækin, sem Kiwanishreyfingin var'svo vinsamleg að gefa deild inni. En gagnsemi tækjanna, — myndsegulbands, kvikmynda- tökuvélar og sjónvarps —, er fyrst og fremst fólgin í því, að nú gefst starfsfólkinu kostur á margfalt betri aðstöðu til kennslu- og fræðslustarfs. Nú getur starfsfólkið hjálpast að við að gera sig enn betur fært um að sinna sínu hlutverki, svo að geðdeildin geti komið þeim að enn betri notum, sem þangað leita eftir ráðgjöf og lækningu. Notkunargildi þessara tækja er einnig mjög mikið í margvís- legum tilgangi annars eðlis. Á bandspólum má geyma skemmti efni og almennan fróðleik og sýna að vild hvenær sem er. Hér opnast gífurlegir möguleik- ar, eins og hver og einn getur sagt sér sjálfur. Með kærri þökk til Kiwanis- hreyfingarinnar, sem safnaði fé og úthlutáði okkur gjöfum, og til almennings í landinu, sem gaf peningana. Frá T-deild Fjórðungssjúkrahússins á Akur eyri. Brynjólfur Ingvarsson, læknir. inum eða settust á trjátoppana og þeir sáu allt sem gerðist og töluðu mikið. Niðri á jörðinni var litli hérinn með stóru, hvítu eyrun, slangan, refurinn, úlfur- inn og björninn. Úlfurinn ætl- aði að eta Rauðhettu, og hann var stór og ægilegur með hár- beittar tennur og vildi vera ein- valdur í skóginum. Refufrinn var slæguf, þóttist vera allra vinur og skammaðist sín ekki fyrir að skrökva. Slangan var heldur hægfara og björninn var matgráðugur en góðlyndur. Hér inn, slangan og björninn voru vinir Rauðhettu og vildu vernda hana þegar þau fréttu, að úlfurinn hafði ákveðið að eta hana, gleypa hana með húð og hári. Og svo hófst ferðin gegn um skóginn. Fuglarnir og öll skóg- ardýrin fylgdust með ferðum Rauðhettu. Úlfurinn ægilegi beið færis að ná í Rauðhettu, refurinn var alltaf á næstu grös um og þá gerðust mikil ævin- týri. Rauðhetta var dálítið ráða- góð sjálf og svo átti hún marga vini, sem vildu hjálpa henni. En nú er ekki vert að segja meira. Leikfélag Akureyrar sýnir um þessar mundir Rauðhettu, ævintýrið gamalkunna, um hana og úlfinn hræðilega. Leik- stjóri er Þórir Steingrímsson. Ingibjörg Aradóttir leikur Rauð hettu, Marinó Þorsteinsson leik ur úlfinn, Aðalsteinn Bergdal refinn og Saga Jónsdóttir hér- ann. □ U.M.S.E. SIGRAÐI Seinni leikur UMSE og Völs- ungs í 2. deild íslandsmótsins í blaki fór fram 11. þ. m. í íþrótta skemmunni á Akureyri og lauk með sigri UMSE, 3—1. Næstu leikir í Norður- og Austurlandsriðli verða um næstu helgi. Völsungur og ÚÍA leika f íþróttaskemmunni á Akureyri laugardaginn 21. þ. m. klukkan 7 e. h. Daginn eftir leikur UMSE við ÚÍA í íþrótta- húsi Dalvíkur og hefst keppnin klukkan 1.30 e. h. Q Frá Bridgefélagi Akureyrar Nú eru aðeins tvær umferðir eftir í sveitakeppni Bridgefélags Akureyrar, en þar spila alls 14 sveitir. í elleftu umferð urðu úrslit þessi: Stig Stefán — Sveinbjörn 20—0 Páll — Bigir 20—0 Sigurður — Friðrik 19—1 Júlíus — Alfreð 16—4 Arnald — Jóhannes 16—4 Gunnar — Ævar 14—6 Víkingur — Örn 12—8 Að loknum ellefu umferðum er röð og stig sveitanna þessi: Stig 1. Sv. Alfreðs Pálssonar 187 2. — Ævars Karlessonar 158 3. — Páls Pálssonar 146 4. — Gunnars Berg 145 5. — Júlíusar Thorarens. 138 6. — Arnalds Reykdal 125 7. — Stefáns Vilhjálmss. 117 8. — Sveinbj. Sigurðss. 100 9. — Víkings Guðmundss. 98 10. — Jóhannesar Sigurj.s. 86 11. — Arnar Einarssonar 68 12. — Birgis Steindórss. 62 13. — Friðriks Steingrímss. 49 14. — Sigurðar Vigfúss. 41 Leik Friðriks við Birgi úr 9. umferð er ólokið. Næstsíðasta umferð verður spiluð að Hótel KEA n. k. þriðjudagskvöld kl. 8. BRAGASON KVEÐJA ÆFINGAR KNATTSPYRNUMANNA HAFNAR Svo rís um aldir árið hvert • 1 um sig, eilífðar lítið blóm í skini hreinu. Mér er það svo sem ekki neitt í neinu, því tíminn vil ei tengja sig við mig. Jónas Hallgi'ímssöh ' ' Á NÝÁRSDAG 1845. Sigurjón, fornvinur minn Bragason í Bjarkarstíg 7, er látinn. Ekki skil ég, að tilgangur geti verið með því, er menn deyja á besta aldri, en þó tala ég eins og barn. í huga minn koma þó orð Stephans G. Step- hanssonar: ... nú er vægð að vita á því grein, að var ei það, er laust þig svona, kæri, neitt skynbært vald, ... Betra er að trúa þessu en því, að skynbært vald „venji á gott“ með „grimmdarverkum" sínum. Dauðinn er hins vegar jafn- sjálfsagður öllu lifandi og ljósið deginum. Við dauða æskuvinai' vaknar þó umhugsunin um dauðann og hinn undarlega manngaldur sem tíminn er. Það er eins og það hafi verið í gærr að við vorum börn, ungir menn,' hittumst hvern dag allir þrír. Lífið hafði upp á margt að bjóða, þá eins og nú, og margt þóttumst við þurfa að taka alvarlega, því stórir hlutir voru að gerast þá eins og nú: her, stríð, hungur, morð. Sigurjón fann til með öllu, en heitt skap hans fékk ekki við neitt ráðið.“ Þá var líka gott að geta horfið á vit bókmennta. Að þeim, beindist hugur Sigurjóns, og ég held nú, að ekki hafi aðrir ungir menn, sem ég hef þekkt, vígst skáldmennt af meiri alvöru en Sigurjón, enda skáld sjálfur og af skáldum kominn. Og þetta voru góðir dagar. Fyrir þá'er ég þakklátur, og það held ég Sigurjón hafi líka verið. Hann átti góðan hug. Það gæti verið huggun harmi gegn. I Eitt á ég samt, og annast vil ég þig, hugur mín sjálfs í hjarta, þoli vörðu, er himin sér og unir lágri jörðu, og þykir ekki þokan voðalig: * Jónas Hallgrímsson.’ Blessuð sé minning þín. Tryggvi Gíslason. Kveðja frá samstarfsfólki Það snertir okkur ætíð djúpt þegar ungir menn -eru brott kallaðir úr þessum heimi, cfg svo var um okkur starfsfélagá hans í Útvegsbankanum er við fréttum lát Sigurjóns hinn 4. þ. m. Þrátt fyrir erfiðar sjúk- dómsraunir hans undanfarið þá v’æntum við og vonuðum að sá tími kæmi að hann slægist í hóp okkar á ný. En nú var skyndilega orðið hljótt og hinn hressilegi gustur sem um hann* lék og var sem hluti af okkar daglega lífi, tilheyrði nú skyndi lega fortíðinni en glettni og glaðværð þessa góða drengs geymum við í minningu um hann. Sigurjón var fæddur 24. apríl árið 1937 að Varmahlíð í Réykjadal, sonur hjónanna Helgu Jónsdóttur og Braga Sigurjónssonar. Hann lauk prófi úr Samvinnuskólanum árið 1960, og vann síðan hin ýmsu skrifstofustörf, m. a. starf aði hann um hríð á Innkaupa- stofnun ríkisins og í Lands- bánka íslands í Reykjavík. En • hann undi hag sínum betur hér á norðurslóðum og snemma árs 1972 hóf hann störf hér í Út- vegsbankanum og starfaði þar - til hinstu stundar. Hann tók ,nokkurn þátt í félagsmálum og átti hann um skeið sæti í stjórn Félags ungra jafnaðarmanna hér í bæ. Sigurjón virtist við fyrstu kynni nokkuð dulur og ein- rænn, en við nánari samskipti skipti maður fljótt um skoðun. Hann var oftast hress og ræðinn þótt hann gengi ekki heill til skógar. Sigurjón las mikið og var fróður um hin ólíkustu efni. Hann hafði gaman af hressandi umræðum og ef talið barst að sögu eða stjórnmálum var hann býsna vígfimur, en umfram allt var ættfræði honum hugleikin, .og var oft bráðskemmtilegt og fróðlegt að hlusta á hann þegar hpnum tókst best upp. Nú að leiðarlokum sendum við, samstarfsfólk Sigurjóns, öllum ættmennum hans hug- heilar samúðarkveðjur. □ Knattspyrnumenn á Akureyri eru nú sem óðast að búa sig undir væntanlega keppni í annari deild næsta sumar. Æfingar eru hafnar og eru það aðallega þrek og hlaupaæfingar. Samkvæmt upplýsingum Þór- oddar Hjaltalín formanns knatt spyrnudeildar Þórs, eru Þórsar- ar byrjaðir að æfa af fullum krafti undir stjórn Þrastar Guð jónssonar íþróttakennara. Þeg- ar þetta var ritað stóðu yfir samningaviðræður við danann Jack Johnson, sem þjálfaði ÍBA fyrir nokkrum árum, en ekki var vitað fyrir víst hvort hann yrði hér næsta sumar eður ei. Þá sagði Þóroddur að þeir væru einnig að leita fyrir sér á öðrum vígstöðvum eftir þjálfara ef Jack brygðist. Þá sagði hann að fjárhagslega hliðin á rekstri knattspyrnudeildarinnar væri mjög erfið og væri sjóðurinn algjörlega þurr ausinn eftir sl. sumar. Þormóður Einarsson sagði KA-menn vera byrjaða að æfa undir stjórn þjálfara síns Einars Helgasonar. Hann kvað litlar breytingar mundu verða á lið- inu næsta sumar, en þó kæmi Gunnar Blöndal frá Siglufirði í liðið, en hann lék með ÍBA fyrir nokkrum árum eins og menn muna. Þó sagði hann að verið gæti að Hörður Hilmars- son, Valsmaðurinn og landsliðs- maðurinn kunni, léki með KA næsta sumar, en Hörður hefur eins og kunnugt er þjálfað og leikið með annarrar deildarliði KA í handknattleik nú í vetur. Líklegt má telja að bæði þessi lið blandi sér í toppbaráttuna í annari deild næsta sumar, og ^vonandi fær annað hvort þeirra að spreyta sig í fyrstu deildinni að ári liðnu. Glæsilegur árangur Halldórs Matthíassonar í 15 km skíðagöngu i Innsbruck Þrátt fyrir það að rúmlega 40 skíðamenn kæmu í mark á und- •an Halldóri í 15 km skíðagöng- unni í Innsbruck mun afrek hans vera eitt það besta sem íslendingur hefur náð í keppni á veti'ar-Olympíuleikum. Hall- dór skaut mörgum frægum göngumönnum ref fyrir rass í göngunni, og meðal annars hélt ágúst í sumar, og æft markvisst með keppni á Ólympíuleikun- um í huga. Hann hefur að mestu æft með norskum og sænskum göngumönnum, en Halldór hefur undanfarin ár stundað nám í sjúkraþjálfun í Noregi. Sá sem þetta skrifar hitti Halldór að máli í Lillehammer hann fyllilega í við hiim þekkta . .íN.oregi sl. sumar og var hann finnska göngumann Mietó, en hann er margfaldur meistari í göngu, og gekk meðal annars einn glæsilegasta sprettinn í 4x10 km göngunni fyrir finna er þeir urðu Ólympíumeistarar nú á dögunum. Halldór hefur algjörlega helg- að sig skíðagöngunni síðan í Blómasala Lionsklúbbs Akureyrar á sunnudaginn Eins og mörg undanfarin ár, mun Lionsklúbbur Akureyrar gangast fyrir blómasölu á konu- dáginn, sem er næstkomandi sunnudag. Er blómasala þessi raunar orðinn fastur liður í starfsemi klúbbsins og Lions- félagar jafnan hvarvetna fengið góðar móttökur hjá bæjarbúum, ‘ þegar þeir koma með blóm- Bruni á Efri-Mýruin Heimilisfólkið á Efri-Mýrum í A-Hún. bjargaðist naumlega þegar eldur varð laus í íbúðar- húsinu á sjötta tímanum á sunnudagsmorguninn. Tveir hundar á bænum vöktu fólkið. Húsið var þá að fyllast af gufu og reyk. Það brann á skammri stund, og nær öll búslóð fjöl- skyldunnar. Á bæ þessum búa Björn Gunnarsson og Klara Gests- dóttir ásamt fjórum börnum sínum og sakaði þau ekki. Þessi hjón fluttu að Efri-Mýrum fyrir tæplega tveimur árum. □ Framlialdsaðalfund- , ur Golfklúbbs Akur- I eyrar verður haldinn að Jaðri fimmtudag- inn 19. febrúar kl. 8. Reikningarnir, Kvikmynda- sýning. vendina. Einustu aðfinnslur, sem orðið hefur vart við, hafa komið frá þeim, sem útundan urðu og engin blóm fengu. Er ekki óalgengt að menn hafi ósk- að eftir að greiða andvirði blóm vandar, þótt engir væru til og allt uppselt, og viljað á þann hátt leggja góðu máli lið. Þessa velvild þakka Lions- menn og vonast til að fá góðar móttökur á sunnudag. Eins og endranær verður öll- um ágóða varið til líknarmála, og að þessu sinni til greiðslu á krabbameinsleitartæki því, sem gefið var til FSA fyrr í vetur, í samvinnu við önnur félög. □ þá að hefja sinn einstæða áhuga mannaferil í skíðaíþróttinni, þ. e. a. s. hann hætti vinnu og frestaði námi þar til að loknum Ólympíuleikunum og helgaði sig algjörlega æfingum í skíða- göngu. Halldór mun væntan- lega keppa á íslandsmótinu á skíðum sem háð verður á Akur- eyri um páskana, og mun hann þá sennilega bæta í safn sitt einhverjum verðlaunapening- um. Jj KOMÉST EKKI 1 SUÐllR 1 Knattspyrnumenn úr KA ætl- uðu að keppa á íslandsmótinu í innanhússknattspyrnu sem háð var í Reykjavík um síðustu helgi, en ekki reyndist hægt að fljúga vegna óhagstæðra veður- skilyrða. • Kemur þetta sér oft á tíðum mjög bagalega fyrir íþrótta-- menn úti á landsbyggðinni að komast ekki til höfuðborgar- innar, þar er svona ferðir eru skipulagðar langt fram í tím- ann, en sem betur fer ráðum við nú ekki ennþá yfir veðri og vindum. ÁLYKTUN UM ORKUMÁL Bæjarstjórn Húsavíkur leyfir sér enn á ný, að minna stjórn- völd á, að á Norðurlandi hefur um árabil ríkt raforkuskortur. Með tilkomu Ki'öfluvii'kjunar og undirbúningi að Blöndu- virkjun sér bæjarstjórnin fram á varanlega úrlausn þessa máls. Bæjarstjórnin óttast ekki of- framleiðslu á raforku í lands- hlutanum og bendir á, að til að iðnaður rísi þarf orka að vera fyrir hendi. Það er álit bæjarstjórnar Húsavíkur að jarðhitasvæði landsins séu sameiginlegar auð- lindir þjóðarinnar og fagnar hún því áformum um aukna nýtingu þeirra. Bæjarstjóm Húsavíkur þakk- ar Kröflunefnd fyrir óvenju röskleg vinnubrögð við upp- byggingu Kröfluvirkjunar og væntir þess að áfram ríki góð samvinna við heimamenn um þessa framkvæmd. Ályktunin var samþykkt ein- róma. P ..._____ iÁ

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.