Dagur


Dagur - 31.03.1976, Qupperneq 4

Dagur - 31.03.1976, Qupperneq 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Súnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Hágstofan gefur árlega út skýrslur um ]>róun atvinnulífsins á hinum ýmsu stöðum, og samkvæmt tryggð- um vinnuvikum á ártugnum 1963— 1973 fæst glögg mynd af þessum málum á Akureyri og vitnaði Bjarni Einarsson í þessar tölur á fundi um stóriðjumál, sem haldinn var á Akur- eyri 27. mars. Iðnaður á Akureyri hefur sam- kvæmt þessu vaxið á tímabilinu um 35%, fiskiðnaður sem hér er ekki með talinn, hefur aukist um 33%. Byggingariðnaður hefur aukist um 114% og fækkar þó tryggðum vinnu- vikum frá 1972—1973 þrátt fyrir gífurlega aukningu í hyggingum. Sýnir það ný og fljótvirkari vinnu- brögð í þessari grein. í versluninni er lítil aukning atvinnu eða urn 27%. En hér mun um stórkostlega framleiðniaukningu að ræða, þannig að hver maður selur miklu meira en áður, ekki aðeins í krónutölum, held ur einnig að magni vegna verslunar- hagræðingar, sem t. d. KEA hefur átt mikinn þátt í og vegna þess að mið- bæjarkerfi bæjarins gerir þetta til- tölulega auðvelt. Bankarnir, sem sumir nefna hjartað í æðakerfinu, juku mannafla um 103% og trygg- ingastarfsemi nær jafn mikið. Opin- ber stjórnsýsla jókst um 83% og opinber þjónusta, en þar eru skólar innifaldir, sjúkraltús o. fl., jókst um nær 150%. Atvinna hefur verið mikil og jöfn á Akureyri hin síðustu ár og um síð- ustu áramót kom það í ljós, að flest stærri fyrirtæki í bænum skiluðu hagnaði og tekjur fólks að meðaltali höfðu aukist verulega meira en lands meðaltalið og staða bæjarsjóðs var allgóð. Hin margumtalaða kreppa eða efnahagsörðugleikar liafa til þessa sneitt hjá okkur að mestu, sagði bæjarstjórinn. í ljósi þess er að framan getur virðist full ástæða til að ætla, að bæjarfélagið geti sómasamlega tekið á móti verulega auknum fólksf jölda og treyst enn liinn mikilvæga at- vinnugrundvöll bæjarins, iðnaðinn, til stórra muna, þótt ekki komi stór- iðja til. Félagsleg og menningarleg aðstaða á Akureyri veitir íbúum sín- um og öðrum er þangað sækja, full- komnari þjónustu en unnt er að fá á einum stað utan Reykjavíkur, og því er mótvægi við höfuðborgina auðveldast á Akureyri. Stóriðja við Eyjafjörð er nú á dag- skrá. Gott er, að hafa um hana efnis legar umræður í héraði og hugleiða kosti hennar og galla áður en til koma endanlegar ákvarðanir stjórn- valda. íngvar Gíslason alþingismaður Ingvar Gíslason fæddist í Nesi í Norðfirði 28. marz 1926, og varð ■ því fimmtugur sl. sunnu- dag. Á öld langrar skólagöngu og almenns langlífis er þess vart að vænta, að fimmtugur maður hafi enn skilað mikið meira en hálfu dagsverki sínu. Þó er lífs- stai'f Ingvars Gíslasonar þegar orðið svo fjölþætt og mikið í sniðum, að ástæða er til á þess- um tímamótum ævi hans að staldra við og hyggja að því, hvert veganesti upplag, nám og reynsla hafa búið honum til starfa framtíðarinnar. Þar er af mörgu að taka og verður á fátt eitt drepið hér. Foreldrar Ingvars Gíslasonar eru merkishjónin Fanný Ingv- arsdóttir Pálmasonar alþingis- manns og konu hans Margrétar Finnsdóttur frá Tungu í Fá- skrúðsfirði og Gísli Kristjáns- son Jónssonar verzlunarmanns og konu hans Maríu Hjálmars- dóttur frá Brekku í Mjóafirði. Að foreldrum Ingvars standa gagnmerkar ættir af Austur- landi og að nokkru úr Húna- vatnssýslu. Fanný og Gísli hófu búskap að Bjargi í Norðfirði 1923, reistu þar byggingar af miklum myndarbrag, yrktu jörðina og hófu útgerð. Á sumr- in var fjöldi fólks á Bjargi, oft 20 til 30 manns, og má því nærri geta, að mörgu þurftu húsbænd urnir að sinna. Á þessu myndar lega heimili ólst Ingvar upp í hópi 6 mannvænlegra systkina. Vandist hann ungur öllum al- gengum störfum til sjós og lands. Gísli og Fanný fluttu heimili sitt til Akureyrar 1944, þar sem Gísli rak útgerð til ársins 1955, en þá fluttu þau hjón suður og búa nú f Hafnar- firði. Ingvar Gíslason hóf nám í Menntaskólanum á Akureyri haustið 1942 og lauk stúdents- prófi úr sama skóla vorið 1947. Um haustið hóf hann nám í sagnfræði við Háskóla íslands og hélt því námi áfram við há- skólann í Leeds árig eftir. Mun hugur hans á þessum árum einkum hafa staðið til fræða- iðkana, og strax á menntaskóla- árunum kom í ljós ritfærni hans og smekkvísi á meðferð íslenzks máls. En um þessar mundir verða ýmis atvik til að beina hug hans og framtíðarætlunum inn á nýjar brautir. Haustið 1950 innritast hann í lögfræði við Háskóla íslands og lauk pi'ófi í þeirri grein 1956. ^ Vorið 1949 kvæntist Ingvar Ólöfu Auði Erlingsdóttur Páls- sonar yfirlögregluþjóns í Reykjavík og konu hans Sig- ríðar Sigurðardóttur frá Hörgs- landi á Síðu. Settu þau saman heimili sitt í Reykjavík. Þurfti nú að mörgu að hyggja, sjá heilli fjölskyldu farborða og stunda tímafrekt háskólanám. Fékkst Ingvar við ýmis störf á þessum árum. Var hann m. a. blaðamaður hjá Vikunni og rit- stjóri hennar um skeið í for- föllum, auk þess sem hann vann við þýðingar og ýmislegt fleira. Eftir lögfræðipróf hóf hann störf í fjármálaráðuneytinu og vann þar í eitt ár. Haustið 1957 fluttist Ingvar til Akureyrar ásamt fjölskyldu sinni og þar hefur heimili þeirra staðið síðan. Réðist hann starfs- maður Framsóknarflokksins og stjórnaði skrifstofu hans á Akur eyri. í vorkosningunum 1959 var hann frambjóðandi Fram- sóknarflokksins á Akureyri. Jók flokkurinn mjög atkvæða- magn sitt í þessum kosningum á Akureyrí og vakti það al- menna athygli. í haustkosning- unum 1959, eftir að kjördæma- FIMMTUGUR skipuninni hafði verið breytt, skipaði Ingvar 4. sæti á lista Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi evstra og varð þá 1. varamaður flokksins í kjör dæminu. Við lát Garðars Hall- dórssonar á Rifkelsstöðum árið 1961 tekur Ingvar sæti hans á Alþingi og hefur setið þar óslit- ið síðan. Á 15 ára þingferli Ingvars Gíslasonar hefur áhrifa hans gætt í margvíslegum málum, ekki einungis innan Framsókn- arflokksins, heldur einnig í af- stöðu Alþingis og afgreiðslu þess á ýmsum málum. Hug- leiknust hygg ég að Ingvari séu menningarmál hvers konar svo og atvinnu- og framfaramál kjördæmisins og hinna dreifðu byggða. Ingvar hefur um langt skeið setið í fjárveitinganefnd Alþingis og verið þar óhvikull talsmaður byggðastefnu og byggðajafnvægis. Þá átti hann sæti í stjórn atvinnujöfnunar- sjóðs og situr nú í stjórn Fram- kvæmdastofnunarinnar. Hafa þessi störf veitt honum tæki- færi til að kynnast atvinnulífi og uppbyggingarstarfi í landinu mjög náið. Ekki verður hér gerð tilraun til að gefa yfirlit um þingstörf Ingvars Gíslasonár, til þess þyrfti meira rúm en hæfilegt er í stuttri afmælisgrein. Þó get ég ekki stillt mig um að nefna nokkur þeirra. Þegar Ingvar sat stuttan tíma á þingi árið 1960 flutti hann þingsályktunartil- lögu um fiskvinnsluskóla og var sú tillaga algjört nýmæli þá, en lög um fiskvinnsluskóla voru svo samþykkt árið 1971. Þá flutti Ingvar þingsályktunartil- lögu 1965 um styrki til jöfnunar á námskostnaði og endurflutti á fleiri þingum, og má rekja til þess frumkvæðis hans að lög voru sett um það efni þótt síðar yrði. Mikla athygli vakti tillaga Ingvars um háskóladeild á Akureyri og var mjög á þá strengi slegið, að hugmyndin væri fáránleg. Óhætt mun að fullyrða, að hugmynd Ingvars í þessu efni hefur fram á þennan dag sífellt aukist fylgi. Ástæða er að nefna tillögur Ingvars um héraðsskóla í Eyjafirði og frum. kvæði hans að tillögu um kennslu í haffræði við Háskóla Islands. Allt eru þetta merk mál og sýna, að Ingvar kann vel að leita nýrra leiða. Frá árinu 1972 hefur Ingvar átt sæti á ráðgjafarþingi Evrópu ráðsins og setið í 10 manna for- sætisnefnd þingsins annað hvert ár. í störfum þar hefur hann notið þekkingar sinnar á sögu og almenns áhuga á sam- skiptum þjóða í milli, sérstak- lega stöðu minnihluta hópa og smáþjóða í nútíma samfélagi þjóðanna. Er mér kunnugt um, að ræður hans á Evrópuþingi um íslensk málefni og málefni annarra smáþjóða hafa vakið athygli. Auk þingstarfa hefur Ingvar verið fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri nokkur sumur og gegnt fleiri störfum á sumrum, þótt sótt hafi í það horf nú, að lítill tími gefist til annarra starfa en þingmennskunnar inn an þings og utan. Ingvar Gíslason er farsæll maður bæði í störfum sínum og einkalífi. Þau hjónin hafa búið sér og fimm börnum sínum fallegt heimili á Akureyri, og þangað leitar Ingvar um flestar helgar, þegar tími og aðrar að- stæðm- leyfa. Ingvari er ekki gjarnt að berja bumbur til að vekja athygli á sjálfum sér og störfum sínum, en enginn sem til þekkir efar hæfni hans til að kryfja mál til mergjar og leita að og finna leiðir til lausnar vandasamrá og fjölþættra verk- efna. Vandvirkni Ingvars er alkunn og kemur hún t. d. fram í ræðuflutningi hans utan þings og innan. Náskyld vandvirkn- inni er hlédrægnin, sem stund- um kann að valda vanmati á getu manns og hæfileikum. En víst er um það, að Ingvar getur vel unað sínum hlut, þegar hann lítur yfir liðinn dag, og víst má þess vænta, að mikil verkefni veljist Ingvari á næstu 20 árum ekki síður en þeim 20 árum, sem nú eru liðin, síðan hann lauk skólagöngu sinni. Að lokum vil ég færa Ingvari og fjölskyldu hans allri bestu óskir og þakkir mínar og fjöl- skyldu minnar í tilefni merki- legra tímamóta í lífi hans. Ég er þess fullviss, að undir þessar óskir mínar og þakkir taka hinir fjölmörgu vinir og sam- starfsmenn Ingvars, hvar í flokki sem þeir standa. iHúsnæðim Til sölu neðri hæð Þc unnarstrætis 125. Uppl. í síma 2-30-75 < 2-33-77. Húsnæði óskast! Ungt barnlaust par ós ar eftir lítilli íbúð til leigu. Reglusemi heiti Uppl. í shna 2-25-74 allan daginn. 2ja herbergja íbúð óskast til leigu. Uppl. í síma 2-39-83 eftir kl. 19. Til sölu lítil 3ja herl íbúð við Norðurgötu Ný uppgerð og mjög snotur. Uppl. veittar í síma 2-34-73 á kvöldin. Óskum eftir 2ja til ! herbergja leiguíbúð sc fyrst. Sími 2-29-05 eftir kl. 7,30. HERBERGII Ungur reglusamur m; ur óskar eftir að fá leigt herbergi strax. Uppl. í síma 2-14-66 á daginn. Óska eftir góðri tvegs herbergja íbúð til leii Uppl. í síma 2-29-65. Til sölu þriggja her- bergja íbúð, efri hæð tvíbýlishúsi á Eyrinni Sími 2-24-80 á kvöldi Einbýlishús til sölu. Sírni 2-17-65. %yslegtm Brúðar- og skírnar- kjólar leigðir út. Sími 2-16-79. Prentum á fermingar- serviettur. Serviettur fyiirliggjar Sendum í póstkröfu. VALPRENT Sími 2-28-44. Ingi Tryggvason. —------------ TIL SÖLU - FAST VERÐ Erum að hefja sölu á íbúðum í fjölbýlishúsinu Tjarnarlundi 14. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk, eða nreð tréverki. Beðið verður eftir tveim fyrri hlutunr Húsnæðismálastjórnarláns. 3ja herbergja íbúðir samtals 99,6 tn2, .... verð frá kr. 4.300.000,00 3ja herbergja íbúðir samta'ls 108,6 m2, .... verðfrá kr. 4.500.000,00 4ra iherbergja íbúðir samtals 131,1 m2, .... verð frá kr. 5.500.000,00 íbúðirnar verða til afhendingar seinni part sunrarsins 1977. Teikningar og allar upplýsingar á skrifstofunni. Þeir, sem eiga fráteknar íbúðir, hafi sanrband við okkur strax. MÁRI HF. BYGGINGAVERKTAKAR, FURUVÖLLUM 3, SÍMI: (96) 2-12-34.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.