Dagur - 19.05.1976, Blaðsíða 5

Dagur - 19.05.1976, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgSarmaSur: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiSsIa: JÓIIANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar hi. TVÖ VOPN Stríðið við breta á íslandsmiðum hefur harðnað að mun. Sex fullvopn- aðar freigátur, svokallaðir dráttar- bátar, sem notaðir eru til ásiglinga og flugherinn vemdar veiðiþjófnað breskra togara, oft á alfriðuðum svæðum innan 200 mílnanna. Manns lífum hefur verið stefnt í voða með hættulegum ásiglingum á íslensk varðskip, sem eru að gæslustörfum, og varðskipin eru orðin eins og brota járn á að líta. íslendingar geta ekki rönd við reist á miðunum, en land- helgisgæslan truflar veiðarnar eftir mætti og gerir breska togaraútgerð á íslandsmiðum óarðbæra, svo ekki sé meira sagt. En þótt íslendingar geti við ekk- ert herveldi keppt á sjó eða landi, eiga þeir sín vopn og auk þess traust- an bakhjall. Okkar vopn er í fyrsta lagi óbugandi einhugur, sem eykst við mótbyrinn. f öðru lagi hefur land okkar þá sérstöðu, að vera ey- land á mótum austurs og vesturs, hefur meiri hemaðarlega þýðingu en flestir staðir aðrir, fyrst og fremst til eftirlits með flotaferðum, en ekki síður sem bækistöð hers á ófriðar- tímum, öllum móðurskipum dýr- mætara. Þessa sérstöðu hafa íslend- ingar leyft Atlantshafsbandalaginu að nota og þessari aðstöðu geta ís- lendingar sagt upp með tilskyldum fyrirvara. Bæði bretar og íslendingar eru í Atlantshafsbandalaginu, en innan þess höfum við ekki hlotið þann stuðning, sem nægt hefur til að af- stýra valdbeitingu og veiðiþjófnaði breta. Og sá stuðningur hefur okkur einnig brugðist á öðrum stöðurn, svo sem hjá Sameinuðu þjóðunum, auk þeirrar vanvirðu, sem fólst í neitun bandárískra stjórnvalda við beiðni okkar um gæsluskip. Umheimurinn treystir því eflaust ennþá, að íslend- ingar eigi það langlundargeð, sem tryggi vem þeirra í NATO. Enn- fremur er því treyst, að erlendur her geti áfram dvalið á fslandi án þess að hafast að, þótt réttur okkar á mið- unurn sé fótum troðinn og ránshendi farið um fiskimiðin. Tími er til þessi kominn, að endurskoða varnarsamn- inginn, draga hið hvassasta vopn ís- lendinga úr slíðrum, sem er hótun um uppsögn, og nota það ef með þarf. Eitt atriði í baráttu íslendinga fyrir rétti sínurn á fiskimiðunum, er bundið hafréttarráðstefnunni. Þótt henni sé ekki lokið er þróun haf- réttarmála okkur hagstæð þar. □ Ársþing HSÞ og íþróftam. ársins Fjórðimgsmóf lorðlenskra Sextugasta og þriðja ársþing HSÞ var haldið í Skútustaða- skóla 1. og 2. maí sl. í boði Ung- mennafélagsins Mývetnings. Þingið sóttu nær 40 fulltrúar frá 11 sambandsfélögum. Gestir þingsins voru Hafsteinn Þor- valdsson formaður UMFÍ og Sigurður Geirdal framkvæmda- stjóri UMFÍ. í skýrslu stjórnar- innar. kom fram, að. starfsemi sambandsins var mikil á síðasta ári. Veltan var á fimmtu milljón króna en rekstrarhalli rúm hálf milljón. Á þinginu voru samþykktar ályktanir og fimm nýjar reglugerðir fyrir sambandið. I . - . Kunngerð voru úrslit í kosn- ingu íþróttamanns ársins 1975 innan HSÞ, en atkvæðagreiðsla hafði farið fram meðal for- manna sambandsfélaganna í vetur. Hinn nýkrýndi glímu- kappi fslands, Ingi Þóf Yngva- son, var kjörinn íþróttamaður ársins 1975, en fimm aðrir íþróttamenn og konúr hlutu viðurkenningu. Þá voru hjónin Ingveldur Björnsdóttip og Yngvi Kristjánsson á Skútustöðum heiðruð, en þau eru foreldrar hinna fræknu glímubræðra. í lok þingsins fóru fram kosn- ingar. Oskar Ágústsson, sem verið hefur formaður HSÞ í 19 ár, gaf ekki kost á sér og voru honum þökkuð frábær störf og samþykkti þingið ein- róma, að gera hann að heiðurs- félaga HSÞ. Þá baðst Arngrím- ur Geirsson einnig undan endur kosningu, en hann hefur verið gjaldkeri sambandsins í áratug, og voru honum þökkuð mikil og góð störf í þágu sambands- ins. Fyrr á þinginu hafði for- maður UMFÍ sæmt Óskar Ágústsson gullmerki og Arn- 'grím Geirsson starfsmerki UMFf. Formaður var kjörinn Hall- dór Valdimarsson kennari á Laugum. Aðrir j stjórn: Jónas Sigurðsson, Lundarbrekku, Völ undur Hermóðsson, 'Árnesi, Freyr Bjarnason, Húsavík, Arnór Benónýsson, Hömrum, Baldvin Kr. Baldvinsson, Hafra læk og Jón IllugasohþReykja- hlið. — Framkvæmdastjóri er Arnaldur Bjarnason, Fosshóli. J. I. ÁLYKTANIR FRÁ ÁRSÞINGI HSÞ Meðal tillagna, sem samþykktar voru á ársþingi HSÞ um mán- aðamótin voru: I ■ - Ársþing HSÞ haldið að Skútu stöðum 1.—2. maí 1976J þakkar glímumönnum okkar gott starf á árinu og gleðst sérstaklega yfir sigri þeirra í nýafstaðinni íslandsglímu, sem færði okkur Grettisbeltið, sem verið hefur sunnan heiða í 68 ár. Á þessum merku tímamótum beinir þing- ið því til stjórnar og glímuráðs, að gera sérstakt átak til að efla þessa þjóðlegu íþrótt. Um landgræðslumál var eftir- farandi ályktun gerð: '. Þingið skorar á sveitarstjórn- ir í héraðinu að auka til muna fjái'framlög til landgræðslumála og vekur athygli á þeim mögu- leikum, sem felast £ samstarfi fjárveitingaraðila og áhuga- mannafélaga, þar sem hægt er að virkja ómældan vinnukraft og margfalda þannig nýtingu fjármagnsins. Þingið beinir því til sambandsfélaganna,’ að þau haldi áfram landgræðslu í ein- hverri mynd og bendii' á eftir- talin atriði: Sáningu og áburðar gjöf á örfoka land. Sáningu og áburðargjöf í flög, þar á meðal vegasár. Ruðning og græðslu rofabarða. Söfnun melfræs, sem notað yrði til sáningar innan héraðsins. Þingið beinir því til ’ aðildar- félaga, að beita sér fyrir land- hreinsun í sínu umhveríi, á hvers kyns rusli og aðskota- hlutum. " □ VERPA í ÓÐAÖNN Margir farfuglanna eru nú byrjaðir að verpa, bæði sund- og vaðfuglar. Æðarvarpið í Eyjafjarðarárhólmunum fer vax andi ár frá ári og fleiri sund- fugla. Nú er rétti tíminn fyrir for- eldra, að kenna börnum sínum að þekkja fugla og kynnast lifnaðarháttum þeirra, allra nema óðinshanans, sem enn er ókominn. " □ Leikja- og íþróttanámskeið barna Á sl. sumri stóð Æskulýðsráð Akureyrar fyrir leikja- og íþróttanámskeiði fyrir börn á aldrinum 6—12 ára. Þessi nám- skeið, sem fóru fram við barna- skóla bæjarins, stóðu yfir frá miðjum júní fram í miðjan ágúst. Þátttaka var mjög mikil og þóttu námskeiðin takast vel. Nú er ákveðið að halda þessi námskeið aftur í sumar og hefj- ast þau um miðjan júní og standa fram yfir miðjan ágúst. Nú þessa dagana ér verið að afhenda öllum 6—12 ára börn- um kynningarblað í skólum bæjarins, um framangreinda starfsemi, ásamt umsóknareyðu blaði fyrir námskeiðið. Ætlast er til að börnin afhendi foreldr- um sínum þessi plögg og éf ósk- að er eftir þátttöku fyrir börnin á námskeiðinu skal útfylla um- sóknareyðublaðið og senda aft- ur viðkomandi skóla. - ■ Einnig er hægt að skrá þátt- takendur á skrifstofu Æskulýðs ráðs, Hafnarstræti 100, sími 2-27-22. (Fréttatilkynning) Fundarályktun IÐJU „Fundur í stjórn Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri, ásamt trúnaðarmönnum vinnu- staðanna, haldinn 16. maí 1976, mótmælir harðlega þeim gengd- arlausu verðhækkunum, sem dunið hafa yfir frá því að samn- ingarnir voru gerðir 28. febrúar síðastliðinn. Telur fundurinn að grund- völlur sá er samningarnir byggð ust á sé brostinn fyrir beinar aðgerðir stjórnvalda og af yfir- lögðu ráði sé verið að rýra kaup mátt launa verkafólks, og sér í lagi þess, sem lægst er launað. Fundurinn lýsir yfir þeirri skoðun sinni, að ekki verði hjá því komist að verkalýðshreyf- ingin geri sínar ráðstafanir til varnar kaupmætti launa verka- fólks og væntir þess að mið- stjórn A.S.Í. ta’ki málið til athug unar og boði til ráðstefnu félag- anna fáist ekki fram leiðrétting, sem mark verði á takandi.“ Q Þrettán hestamannafélög á Norðurlandi, þau Neisti og Þytur £ V.-Húnavatnssýslu, Oðinn og Snarfari í A.-Húna- vatnssýslu, Léttfeti og Stíðandi í Skagafjarðarsýslu, Funi, Létt- ir, Hringur og Gnýfari í Eyja- fjarðarsýslu, Grani, Þjálfi og Þráinn í Þingeyjarsýslu, halda fjórðungsmót á Melgerðismel- um í Eyjafirði dagana 9.—11. júlí £ sumar. Hestamannafélögin Funi og Léttir byggja þarna upp glæsi- legan mótsstað, og er undirbún- ingur í fullum gangi, en öll að- staða til stórmótahalds er sér- lega góð frá náttúrunnar hendi. Keppt verður í eftirtöldum hlaupum: 250 m unghrossa- hlaupi, 350 m stökki, 800 m stökki, 250 m skeiði og 1500 m brokki. Einnig fer fram góðhesta- keþpni í 2 flokkum, A fl. alhliða ganghestar og B fl. klárhestar með tölti, svo og sýning á kyn- bótahrossum, hryssum og stóð- hestum 4 ára og eldri. Fyrirhugaðar eru einnig kvöldvökur með ýmsu skemmti efni, m. a. munu unglingar sýna listir á hestbaki. Mótið efnir til happdrættis,; og eru margir eigu legir gripir þar í boði. Dagskrá mót'sins verður ann- ars auglýst nánar síðar. f framkvæmdanefnd eru: Egill Bjarnason formaður, Aðal geir Axelsson, Ármann Gunn- arsson, Bjarni Jónsson, Jó- hannes Haraldssön, Sigurður Snæbjörnsson og Þormar Kristjánsson. — Framkvæmda- stjóri er Ármann Gunnarsson. F. h. framkvæmdanefndar, Ármann Gunnarsson, Tjörn, Svarfaðardal. RáSsfefjia m nýfingu landgrunns Fjórðungssamband Norðlend- inga hefur ákveðið að gangast fyrir ráðstefnu um nýtingu auð- linda hafsins og sjávarútvegs- mál á Norðurlandi, allt frá Horni að Langanesi. Ráðstefnan er undirbúin £ nánu samstarfi við sjávarútvegsráðuneyti, Fiski félag íslanls, Hafrannsóknar- stofnun, RannsóknarstofnUn fiskiðnaðarins, Þjóðhagsstofnun og Áætlanadeild Framkvæmda- stofnunar ríkisins. Jafnframt er hún haldin með þátttöku sam- Frá Sjómannadagsráði f ár er Sjómannadagurinn 13. júní n. k. Eins og unlanfarin ár verða hér hátíðahöld £ tilefni dagsins. Gert er ráð fyrir kapp- róðri, sundkeppni, siglinga-' keppni og fl. til skemmtunar. Ennfremur vérða dansleikir á vegum Sjómannadagsráðs á laugardag og sunnudag. Þátttakendur í íþróttum dags- ins eru beðnir að láta vita sem allra fyrst til Sjómannadags- ráðsins. Verði ágóði af hátíðahöldun- um og merkja- og blaðasölu, rennur hann til Elliheimilis Akureyrar. Sjá auglýsingu á öðrum stað. taka sjómanna og yfirmanna, útgerðarmanna og fiskfram- leiðenda á Norðurlandi. Flutt verða framsöguerindi um hagnýtingu fiskimiðanna fyrir Norðurlandi, um úrvinnslu sjávarafurða, um fiskveiðilaga- réttinn, um stjórnun fiskveiða, um þjóðhgasstöðu sjávarútvegs- greina og um áætlanagerð í framleiðslu sjávarafurða. Ráðstefnan verður haldin á Sauðárkróki laugardaginn 12. júní 1976 kl. 9.30 f. h. og hefst með ávarpi sjávarútvegsráð- herra, og er opin öllum með málfrelsi og tillögurétti. (Ur fréttatilkynningu) Skorar á bæjarstjórn Stúkan Akurliljan nr. 275, skor- ar á bæjarstjórn Akureyrar að hætta öllum vínveitingum á vegum Akureyrarbæjar og stofnana hans. Stúkan telur að með því spari bærinn fé almennings og gefi stofnunum og hinum almenna borgara gott fordæmi £ um- gengni við þá alheimsplágu sem neysla áfengis veldur. Samþykkt með öllum greidd- um atkvæðum. Dagný GuHmundsdótíir Fædd febrúar 1896. Dáin 17. apríl 1976 Gott mannorð er dýrmætara en mikill auður og vinsældir eru betri en silfur og gull (Orðsk. 22,—1.). Nú hefur vinkona mín og jafn aldra lokið sinni jarðlífsgöngu. Utför hennar fór fram frá Akur eyrarkirkju þann 1. maí að við- stöddu miklu fjölmenni. Mig langar til að minnast hennar með örfáum, fgtækleg- um orðum. Ég var svo lánsöm að kynnast henni á unglings- árunum og þau kynni leiddu til ævilangrar vináttu. Dagný var frábærlega vinföst og gest- risin og heimilið fagurt og sam- ræmt bar henni glöggt vitni. Það var óumræðilega gott að heimsækja Dagnýju og dóttur hennar, Ragnheiði, því að eplið féll ekki langt frá eikinni. Innilegt samband þeirra og gagnkvæmur kærleikur yljaði allt umhverfið. Ég minnist margra unaðsstunda með þeim og vantaði þá hvorki andlega né efnislega rausn. Dagný var eins og drottning í ríki sínu og naut þess að veita af hjartans og andans auði. Ég þakka þér, Dagný, fyrir allt og allt, og bráðlega munum við hittast aftur á sólarströnd. Dótturinni og öðrum ástvin- um hennar votta ég innilegustu samúð. Margrét Antonsdóttir. i Fædd 29. ágúst 1905. - Dáin 11. maí 1976 síðar til Akureyrar. Hannes tók þá við kennarastöðu við Barna- Fyrr eða síðar rennur upp kveðjustundin og þá finnum við sem eftir stöndum, betur en annan tíma, hvers virði traust og gott samferðafólk hefur ver- ið, ekki eingöngu sínum nán- ustu, heldur einnig þeim, sem fjær standa, því að hið fámenna þjóðfélag okkar gerir hvern og einn að merkisbera. Solveig Einarsdóttir varð aldrei mjög áberandi kona í þessum bæ, því að ekki virtist í eðli hennar nein löngun til þess að standa í sviðsljósi. Hún var fyrst og fremst fulltrúi hins trausta uppalanda, sanna ein- staklings og ástríkrar móður. Þau félags- og þjóðfélagsmál, er samrýmdust þessum eðlisþátt- um hennar lét hún sig varða og starfaði m. a. mikið fyrir Góð- templararegluna, fyrst á Fá- skrúðsfirði og síðar á Akureyri. Hún vann einnig að kvenfélags- málum hér í bæ og átti sinn þátt £ að reka sumarheimilið Pálmholt, var virkur þátttak- andi í Barnaverndai'félagi Akur eyrar og starfaði sem kennari við Barnaskóla Akureyrar. Solveig var Austfirðingur að ætt. Fædd í Fjarðarseli í Seyðis firði. Foreldrar hennar voru Einar SÖIvason og Bergljót Einarsdóttir frá Geitagerði. Um fermingaraldur fór hún til hjón anna Eyjólfs Jónssonar, banka- stjóra, og Sigríðai' Jenslóttur að Sólvangi £ Seyðisfirði: Vann hún þar fyrst við heimilisstörf, en síðar að ljósmyndasmíði á ljósmyndastofu, sem Eyjólfur rak .þar ásamt öðru sem hann hafði með höndum. Árið 1929 giftist hún Hannesi J. Magnússyni og fluttist ári Inga Elísabei Garðarsdóffir Fædd 6. mars 1961. - Dáin 29. apríl 1976 Föstudaginn 7. maí sl. var gerð frá Akureyrarkirkju útför Ingu E. Garðarsdóttur. Hún var dótt- ir hjónanna Svövu D. Svavars- dóttur og Garðars Ingjaldsson- ar, Langholti 28 hér £ bæ. Æviskeið 15 ára unglings er hvorki langt né margbrotið. Inga naut ástríkis og hlýju í forellrahúsum, ásamt bróður sínum, unz hún tók sjúkdóm þann er vafð henni að aldurtila. Þótt æviárin yrðu ekki mörg verður hún okkur, sem til henn- ar þekktum, minnisstæð fyrir sína geðþekku og hlýlegu fram- komu í hvívetna. Hún skipaði sér í raðir KA og æfði og keppti fyrir félag sitt um tveggja ára skeið. - Áðalfimdtir KSÞ (Framhald af blaðsíðu 8) ingu áburðarverksmiðju við Kópasker, hafnarmál ó Kópa- skeri og samvinnu veiðistöðva £ Norður-Þingeyjarsýslu . fl. Ur stjórn félagsins átti að ganga Björn Benediktsson, Sandfellshaga og var hann end- urkjörinn. Stjórn félagsins skipa nú Árni Sigurðsson, Hjarðarási formaður, Björn Guðmundsson, Lóni, Helga Sæmundsdóttir, Sigurðarstöðum, Björn Jónsson, Kópaskeri og Björn Benedikts- son, Sandfellshaga. — Fram- kvæmdastjóri er Kristján Ár- mannsson. □ Þrátt fyrir hlédrægni sína og hægð reyndist hún dugandi fþróttakona þegar á hólminn kom og vann hún sér rétt til keppni í milliríkjamóti unglinga £ Finnlandi sl. sumar. Sú ferð varð henni til mikillar gleði, ekki sízt vegna ágætrar frammi stöðu hennar sjálfrar í mótinu, þar sem hún hreppti silfurverð- laun í sinni grein. Hún naut þess einnig að koma á framandi slóðir og hafði hún orð á ýmsu nýstárlegu og skemmtilegu sem fyrir augu bar í ferðinni. Ættmenn hennar, skólasyst- kini og íþróttafélagar sakna þessarar hugljúfu stúlku sem hvarvetna bar með sér góðvild og hjálpsemi. Við KA-félagar þökkum henni elskulegt viðmót og biðjum skyldfólki hennar alh-ar blessunar £ þessari þungu raun. Hin bjarta bernskumynd sem hún skilur eftir i hugum okkar allra mun vissulega létta sorgir þeirra, sem næst henni stóðu. Stjórn K. A. Ég vil með þessum orðum þakka Odd'geiri Þór Árnasyni hina hréssilegu grein hanr i siðasta Degi, sem hann helgar tillögum mínum um garðyrkju- mál o. fl. Oddgeir upplýsir að í nokkrum atriðum fari þær nærri áætlunum sínum eða garð yrkjudeildar. Þetta var mér að sjálfsögðu ljóst að verið gæti, enda fram tekið að þær væru almenns eðlis og hvergi hef ég haldið því fram að ég sé upphafsmaður að öllum þessum hugmyndum. Þær hafa verið að koma fram og þróast á löngu árabili. Svona tillögugerð væri alveg út í hött ef byggja ætti hana á hugmynd um eins manns. Hlutverk mitt var auðvitað það að rifja upp og raða saman þeim hugmyndum, sem uppi hafa verið um þessi mál á ýms- um tímum. Síðan hlýt ég að velja sumt skóla Akureyrar og gegndi þar störfum sem kennari og síðar sem skólastjóri í samtals 35 ár. Hann var landskunnur elju- og dugnaðarmaður, sem á sviði ritstarfa afkastaði ótrúlega miklu dagsverki. Það heyrði ég hann oftar en einu sinni segja, að það sem eftir sig lægi í skrif- uðu máli væri f.yrst og fremst konu sinni a,ð þakka. Hún hefði verið svo næm á þörf hans til þess að skrifa, á sama tíma og aðrir kennarar héldu til laun- aðrar sumarvinnu, fórnfús á að taka á sig fátækt sem af þessu leiddi og svo traust við að stjórna heimilinu og taka á sín- ar herðar stærri hluta af upp- eldi barnanna, svo að hann ætti fleiri stundir til íhugunar og starfa við ritvélina. Þegar ég hóf störf við Barna- skóla Akureyrar var hún að mestu hætt þar kennslustörfum, en við samstarfsfólk Hannesar fundum hlýju hennar og ástúð til okkar og skólans í hvert skipti sem hún leit inn, en oft- ast var hún þá að koma með veitingar á kennarastofuna. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, en elsta barnið andaðist í æsku. Hin eru: Hrefna gift Jean Jeanmarie, búsett í New York, Heimir, lög- fræðmgúr, " kvæntur Birnu Björnsdóttur, búsettur í Reykja vík, Sigríður Jakobína gift Þorsteini Svörfuði Stefánssyni, lækni, nú búsett í Gautaborg og Gerður gift Marteini Guð- jónssyni, tæknifræðingi, búsett í Reykjavík. -Það eitt að koma upp stórum barnahópi hefur mörgum reynst serið dagsverk, en til viðbótar því vann Solveig, eins og áður segir, að kennslustörfum í skól- an"úm. Hún kenndi þar hann- yrðir og var mjög vinsæl af nemendum sínum. Þeir fundu eins og aðrir mannkosti hennar og löngun til þess að styðja þá til þröska bg aukinnar getu. Heimili þeirra hjóna prýddi hún hannyrðavinnu og að heim- sækja þau var ætíð eftirminni- legt; svo samstillt voru þau hjónin í gestrisni, glaðværð og hjartahlýju. Þegar Hannes hætti skólastjórn fyrir um það bil tíu árum, fluttu þau til Reykjavíkur. Solveig missti mann sinn 1972. Nú við fráfall Solveigar sendi ég ástvinum hennar innilegar samúðarkveðjur. Ég mun ætíð minnast hennar með virðingu og þökk. Indriði Úlfsson. en hafna öðru þegar ég dreg þær saman í þá heild, sem mér fannst þurfa til að fá betri yfir- sýn. Þetta hélt ég að flestum væi'i ljóst, sem lesið hefðu greinina. Svona hefur ekki verið fjallað áður um þessi mál svo mér sé kunnugt og leyfi ég mér því ennþá að kalla þetta mínar til- lögur (án eignarréttar). Ef Oddgeiri Árnasyni finnst hann eiga jafnmikið af þessum hugmyndum og hann vill vera láta, þá ætti hann að geta vel við unað. Hann á vissulega heiður skilið fyrir allt það, er hann hefur vel gei't í þessum bæ á undanförnum árum. Á þau verk eiga hugleiðingar mínar ekki að kasta neinni rýrð. Ég vil nota tækifærið og þakka honum ánægjuleg kynni um leið og ég óska honum gengis í nýju starfi. Ak. 7. maí. Einar Halígrímsson. Imíaiiym HAUKAR UNNU KA í HAFNARFiRÐI Haukar frá Hafnarfirði og KA léku sinn fyrsta leik í íslands- mótinu í 2. deild sl. laugardag, og var leikið á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði. Haukar voru ný- bakaðir meistarar í Litlu bikar- keppninni og voru þá búnir að vinna 1. deildarlið eins og Kefla vík, Akranes o. fl. Lið Hauka er skipað ungum leikmönnum og frískum. Guðjón Harðarson lék nú sinn fyrsta leik með KA, og skilaði hlutverki sínu sem bakvörður vel. í byrjun leiks sóttu liðin nokkuð til skiptis og sköpuðust nokkrum sinnum hættuleg marktækifæri, sem ekki nýttust fyrr en á 18. mín., en þá skoraði Olafur Toi'fason fyrir Hauka. Nokkur kippur komst nú í Haukaliðið við markið og sóttu þeir nú um stund án þess þó að gera fleiri mörk. Því næst kom góð sóknarlota hjá KA sem stóð yfir í nokkra stund og voru KA-menn þá mjög óheppnir að gera ekki a. m. k. tvö mörk. Jóhann Jakobsson átti mjög gott marktækifæri á 24. mín. sem hann nýtti ekki. Hörður Hilmarsson átti gott skot á mark sem markmaður 'varði mjög naumlega á 28. mín., og Gunnar Blöndal átti mjög góð markskot á 29. og 30. mín. Þá skömmu áður hafði Sigbjörn Gunnarsson átt gött marktæki- færi er hann komst einn inn- fyrir vörn Haukaliðsins og kom markmaður út á móti honum, en Sigbjörn ætlaði að vippa bolt anum yfir markmanninn en hitti 'þá ekki markið. Á 34. mín. áttu Haukar svo gott marktækifæri sem þeir nýttu og skoraði Steingrímur Halfdánarson þá þeirra annað mark. Fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálfleik, en um hann má segja að Haukar hafi nýtt þau marktækifæri sem þeir áttu, en KA-mönnum gekk hins vegar illa að nýta sín fjölmörgu tæki- færi. í byrjun seinni hálfleiks sóttu KA-menn stíft, en vegna mistaka í vörn þeirra stóð allt í einu Loftur Eyjólfsson frír í góðu marktækifæri og skoraði þriðja mark Hauka. Eftir þetta fór knattspyrnan að vera nokk- uð þófkennd og var mikið um háar og langar spyrnur. Hauka- menn drógu sig aftar og spiluðu varnarleik, en áttu þess á milli góð upphlaup sem á 34. mín. entu með marki og var þar að verki Guðmundur Sigurðsson og skallaði hann í markið algjör lega óverjandi fyrir markmann KA. Sigur Hauka var nú í höfn, en þótt KA-menn reynlu nú án afláts að gera mark vörðust Haukarnir vel og lauk leiknum með sigri. þeirra, 4 mörkum gegn engu. Sigur Hauka var sanngjarn en markamunur hefði mátt vera nokkuð minni. KA-menn hafa verið daufir að skora mörk í tveimur síðustu leikjum, en þeir hafa sýnt á köflum góða knattspyrnu og er ekki að efa að þeir munu hrista af sér slenið og fara að hitta á milli stanganna eins og sagt er j á knattspyrnumáli. ÞOR TAPAR A SJALFSMARKI FYRIR IBV Þór og Vestmannaeyingar léku sinn fyrsta leik í 2. deild í ár á Þórsvejlinum sl. laugardag. Vestmannaeyingar voru fyrir fram taldir sigurstranglegir í deildinni, en þeir féllu í fyrra niður úr 1. cjeild. Strax á fyrstu mínútum leiks- ins urðu Þórsarar fyrir því óláni að einn varnarmaður þeirra ætlaði að skalla boltann til Samúels markmanns en boltinn lenti framhjá Samúel og í netið. Þetta voru slæm mistök því þetta var eina markið sem var skorað í leiknum, sem lauk með sigri Vestmannaeyinga 1—0. Að sögn þeirra sem sáu leik- inn voru Þórsarar sterkari aðil- inn þótt erfiðlega gengi að skora mark hjá andstæðingnum. Lið Vestmannaeyinga þótti ekki eins sannfærandi og menn bjuggust við, en þeir léku harða knattspyrnu og þóttu margir þeirra full grófir í leik sínum. Að tapa á sjálfsmarki er súrt tap, en það undirstrikar það enn einu sinni að boltinn er hnött- óttur og því til alls vís. VERTIÐARLOK YNGSTA SKIÐAFOLKSINS Þann 24. apríl sl. var haldið í Hlíðarfjalli brunmót fyrir yngstu keppendurnar, þ. e. a. s. 12 ára og yngri. í 7 ára flokki sigraði Aðalsteinn Árnason, í 8 ára flokki Guðrún Jóna Magnúsdóttir, í 9 ára flokki Þor valdur Örlygsson, í 10 ára flokki Erling Ingvason, í 11—12 ára flokki stúlkna Hrefna Magnús- dóttir og í 11—12 ára flokki drengja Stefán Stefánsson. Skömmu síðar var svo kepp- endum yngstu flokkanna boðið til kakódrykkju í Skíðahótel- inu. Þar voru afhent verðlaun - Setja niður ... (Framhald af blaðsíðu 1) um fékk sex ær af þrjátíu þrí- lembdar. Tekst þetta víða vel, þar sem umhirða er í góðu lagi, þótt ekki sé það eftirsótt. Kúm hefur ekki verið hleypt út ennþá. En nú fer gróðri ört fram, einnig í úthaga,- og er þetta fyrr en sl. vor. Kaupfélagið réði í vetur til sín kjötiðnaðarmann, og þykir það búhnykkur, því nú seljast þær kjörvörur upp, sem áður seldust hægt. Það er unnið úr vörunum jafnharðan. □ fyrir mót vetrarins og þá um leið tilkynnt úrslit í bikarkeppn inni, en það er besti samanlagði árangur í mótum vetrarins. Úrslit í bikarkeppninn urðu þessi: 7 ára og yngri. Stig 1. Aðalsteinn Árnason 0,00 2. Hilmar Valsson 68,66 3. Jón Harðarson 223,96 8 ára og yngri. Stig 1. Guðrún J. Magnúsd. 0,00 2. Ólafur Hilmarsson 29,05 3. Smári Kristinsson 114,02 9 ára og yngri. Stig 1. Jón Björnsson 19,99 2. Hjörtur Hreiðarsson 43,81 3. Héðinn Gunnarsson 93,98 10 ára og yngri. Stig 1. Ingólfur H. Gíslason 0,00 2. Jón V. Ólafsson 56,81 3. Erling Ingvason 58,13 11—12 ára stúlkur. Stig 1. Nanna Leifsdóttir 0,00 2. Lena Hallgrímsdóttir 70,04 3. Hrefna Magnúsdóttir 191,21 11—12 ára drengir. Stig 1. Stefán Stefánsson 0,00 2. Ólafur Harðarson 44,95 3. Helgi Eðvarðsson 83,77 i ó. á. i

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.