Dagur


Dagur - 15.09.1976, Qupperneq 1

Dagur - 15.09.1976, Qupperneq 1
 LEX. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 15. sept. 1976 — 38. tölublað Dagur iðnaðarins haldinn á Akureyri íslensk iðnkynning, sem hef- ur það a'ð markmiði að efla íslenskan iðnað og sölu á honum innanlands, hefur far ið þess á leið við bæjarstjórn Akureyrar, að hún tilnefni 5—7 menn í nefnd til þess að annast undirbúning „Dags iðnaðarins á Akureyri", sem fyrirhugaður er á Akureyri í októbermánuði. — Bæjar- stjórn hefur beðið eftirfar- andi aðila að tilnefna menn í nefndina: Iðju, félag verk- smiðjufólks, Kaupfélag Ey- firðinga, Iðnaðardeild SÍS, Slippstöðina og Meistara- félag Akureyrar. Bæjarráð mun tilnefna tvo menn í nefndina. □ Grænlendingar á Akureyr Átta grænlenskir menn frá Narssak hafa dvalið á Akureyri í eina viku og munu hafa farið áleiðis heim í gær. Akureyrar- FRÁ LÍGREGLUNNI Á AKUREYRI Á föstudagskvöldið varð mið- aldra maður fyrir bifreið á Glerárgötu, þar sem hann var á merktri gangbraut að fara yfir götuna við Þórunnarstræti, en bíllinn kom að norðan. Slasað- ist maðurinn mikið og var fyrst fluttur í sjúkrahús á Akur eyri en síðan til Reykjavíkur. Grímsey, 14. september. Veðr- áttan er dásamleg og dýrðar- veður dag eftir dag. Allir bátar eru á sjó og sjómenn fá reyting á handfæri. Öllum heyskap er fyrir nokkru lokið og féð var rekið til réttar á sunnudaginn. Það er einkar fallegt núna, enda eyjan grösug í sumar og enn fagurgræn. Líklega er 600—700 fjár í eynni eða vel það. Hér hafa menn verið frá Stuðlafelli á Akureyri. Þeir komu fyrir einni viku með ein- ingar í þrjú hús með sér á Heklu og nú eru veggir húsanna komnir upp en eftir er að setja þakið á og eru þetta hröð vinnu brögð við húsbyggingar, miðað bær greiddi götu þeirra eftir föngum, en grænlendingarnir voru að kynna sér atvinnuhætti og stjórnun Akureyrarbæjar. Auk manns frá sjávarútvegin- um, voru bændur og sjómenn með í för og fóru tveir sjó- mennirnir í róður frá Hauga- nesi á bát Gunnars Níelssonar og aðrir fóru í Hólshús og kynntu sér einkum sauðfjáf- búskap, og voru í réttum í Eyja firði, — Fararstjórinn var Kaj Egede. Þetta er í annað skiptið, sem kynningarhópur kemur hingað frá Grænlandi, allt elskulegt fólk og kærkomið hingað. □ Fcrðafólkið við Grána, sem byggður var 1920. (Ljósm.: E. D.) Jeppafær vegiir fram úr Eyja- f jarðardal og upp á öræfin Aflinn í Grímsey orðinn 600 fonn við venjuna. Alls hafa níu íbúðir verið í smíðum á þessu ári og er þegar flutt í þrjár þeirra. Kirkjubrúðkaup var hér í eynni og gefin saman í hjóna- band fyrra sunnudag Sigrún Þorláksdóttir, Garði, Grímsey og Gylfi Gunnarsson frá Akur- eyri og eru þau flutt inn í eina nýju íbúðina. Allir hlutir hafa leikið við okkur í sumar, bæði gróðurinn og svo fiskaflinn, sem árið 1974 var um 600 tonn og metafli, en er nú kominn yfir 690 tonn og er þó von um meiri afla áður en árið er liðið. S. S. Áhugamenn um vegalagningu fram Eyjafjarðardal, frá byggð og uþp á hálendið, buðu frétta- mönnum að kynna sér veg og vegarstæði á þessari leið á sunnudaginn. Voru fimm fjallabílar í för þessari undir fararstjórn bænd- anna Eiríks oddvita í Arnarfelli, Sigurðar í Torfufelli og Angan- týs Hjálmarssonar kennara, sem á þessum slóðum eru manna kunnugastir. Hólsgerði og Tjarnir eru fremstu byggðir bæir í Eyja- fjarðardal. Þangað er 45 km leið frá Akureyri. Þaðan og upp á fjallsbrún við þann stað sem Nýibær, veðurathugunarstöð, stóð fyrir skömmu, eru 20 km. Þaðan að Laugafelli er 21 km, eða 86 km frá Akureyri að Laugafelli. Fram-eyfirðingar og ýmsir fleiri áhugamenn hafa undan- farin sumur unnið að því að leggja akfæran veg frá byggð og upp á hálendisbrúnina fram af HraSlrystihús ÚA stækkað Nýlega var samþykkt í stjórn Utgerðarfélags Akureyringa h.f. að hefjast handa um stækkun frystihússins. í væntanlegri byggingu, sem gengur til suðurs frá aðalbyggingunni, verður fyrst og fremst ný og fullkomin fiskmóttaka, en jafnframt því verður fiskvinnsla, vélasalur, skrifstofur, fiskkassaþvottastöð og fiskkassageymsla. Þessa nýbyggingu teiknaði Rögnvaldur Johnson. Áætlaður byggingarkostnaður er 150 milljónir króna. Framkvæmd þessi hefur lengi kallað að, vegna vaxandi útgerðar og nauðsyn á bættri meðferð fisks- ins. □ Væntanleg nýbygging verður á annað þúsund fermetrar. □ SIGLUFjÖRÐUR: NY FELAGSDEILD K.E.A. Hinn 8. þ. m. var á Siglufirði stofnuð félagsdeild KEA, sú 25. Fyrir nokkrum árum sendu á •annað hundrað siglfirðingar áskorun til Kaupfélags Eyfirð- inga um að stofnað yrði þar úti- bú og sérstök félagsdeild. En þetta gerðist eftir að Kaupfélag Siglfirðinga hætti störfum. Við þessu var brugðist á þann hátt. að KEA opnaði kjörbúð við Suðurgötu, og heimilaði aðal- fundur félagsins að reka þessa verslun í tilraunaskyni í tvö ár. Virðist þeessi verslun hafa not- Ollerupflokkurinn sýnir í kvöld á Ak, Fimleikaflokkur Ollerupskólans á Fjóni hefur sýningu í íþrótta- slcemmumni á Akureyri í kvöld, miðvikudag, og Uefst sýningin klukkan 8.30. Hefur fimleika- fiokkurinn getið sér frægðarorð, meðal annars af sýningarferð sinni til Japans á síðasta ári. Sýningarför þessi er jafn- framt fyrsta utanlandsför nýs skólastjóra, Gunnars Hansens, með fimleikaflokk. Flokkurinn fer í kynnisför til Mývatns- sveitar á fimmtudaginn en fer um kvöldið til Reykjavíkur. Vonandi sleppir fólk ekki ein- stæðu tækifæri til að sjá þraut- þjálfaðan og snjallan flokk. Q ið vinsælda. Á aðalfundi KEA á síðasta vori var samþykkt deildarstofnun á Siglufirði og rekstur útibús. Samkvæmt þeirri samþykkt og óskum siglfirðinga, var deild in stofnuð 8. september. Þeir, sem ganga í félagið fyrir næstu mánaðamót, teljast stofnfélagar deildarinnar. Deildarstjóri félagsdeildarinn ar var kjörinn Ólafur Jóhanns- son lögregluþjónn. Guðmundur Jónsson er útibússtjóri versl- unarinnar. Stjórn og framkvæmdastjóri Kaupfélags Eyfirðinga mættu á fundinunn. Q Eyjafjarðardal og er þar nú jeppafær leið. Kostar þessi vega gerð nú um eða yfir þrjár millj- ónir króna, en Fjallvegasjóður hefur lagt fram 1,4 millj. kr. í veginn, en sýslusjóður og hrepp arnir þrír framan Akureyrar það sem á vantaði, með aðstoð Vegagerðarinnar og Kaupfélags Eyfirðinga. Þegar upp á hálendið kemur, eru víða sléttir sandar og mjög greiðfærir en urðarhöft á milli, sem seinka ferð, en svo liggja vegir til allra átta þegar þangað er komið. Hinn nýruddi vegur, sem fjölmargir jeppaeigendur hafa kosið að aka í sumar, er talinn ódýrastur vega af sinni gerð, um svo ógreiðfært land, þar sem áður var jafnvel ekki unnt að fara með hesta. Hvorki er hann mjúkur né fljótfarinn, en þessi vegagerð er eftirtektar verð að því leyti, að hún sýnir góða möguleika á að gera skemmstu leiðina á milli byggða norðan og sunnan akfæra öllum ökutækjum. Vatnahjallavegur upp úr Eyjafirði og Hólafjalls- vegur upp úr Sölvadal þykja ekki eins álitlegir og þessi nýja, akfæra leið. , Þegar byggð sleppir í Eyja- fjarðardal og haldið er sem leið liggur eftir hinum nýgerða vegi, er margt að sjá og skoða í björtu og góðu veðri og lands- lag fjölbleytilegt alla leiðina fram í dalbotn, þar sem Eyja- fjarðaráin kemur tær undan stórgrýtisurðinni Runa, en þar er vegur brattur upp á brún hálendisins, en eflaust er unnt að draga úr brattanum með nýju vegarstæði þennan síðasta spöl. Nálægt Brúsahvammi, langt fram í dal, er lítill foss í Eyja- fjarðará, sá eini frá upptökum. til sjávar. Um 1940 var það ekkert einsdæmi að gangna- menn veiddu þar stóra bleikju með berum höndunum og settu í hnakktösku sína. í Svínheiði eru hvítflyssandi lækir á stóru svæði, sem þar eiga upptök og (Framhald á blaðsíðu 5)

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.