Dagur - 02.03.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 02.03.1977, Blaðsíða 5
Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðann.: ERLTNGUR DAVfoSSON AugL og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Fjárhags- áætlunin Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akureyr- ar fyrir árið 1977 var samþykkt með samhljóða atkvæðum á fundi bæjar- stjómar 15. febrúar, og er það í ann- að sinn á þessu kjörtímabili bæjar- stjórnarinnar, sem full samstaða næst í þessu efni, þótt Sjálfstæðisflokkur- inn ætlaði sér í upphafi að skapa harðan minnihluta í bæjarstjóm. Undanfarandi áratug hefur ýmsu vel miðað í framfaraátt. Bæjarstjóm hefur fyrir sitt leyti stuðlað að efl- ingu atvinnulífsins í bænum, svo sem með stuðningi við endumýjun togaraflotans, þátttöku í rekstri Slippstöðvarinnar, og með þeirri stefnu, að hafa ætíð nægar bygginga- lóðir, svo að byggingariðnaðurinn næði að þróast eðlilega. Á sama tíma hefur vel miðað í málefnum vatns- veitu, hafnarinnar og í byggingu skólahúsnæðis. Og samhliða þessu hefur atvinnurekstur samvinnu- manna og einkaaðila verið efldur mjög mikið. Atvinnan í bænum hef- ur því verið mikil síðari árin og mjög mikil síðasta ár. Gott atvinnuástand ásamt aðhaldi í rekstrinum, rennir því stoðum und- ir áframhaldandi framfarasókn, þótt aukinn rekstur og ný verkefni sveit- arfélaga og verðbólga rýri mögu- leikana. Fjárhagsáætlun bæjarsjóðs Akur- eyrar fyrir yfirstandandi ár gefur til kynna, að fylgt verði áfram stefnu þeirri, sem hefur verið stefna bæjar- stjómar síðustu árin og hefur gefist vel. En sú stefna miðar í senn að eins hröðum framkvæmdum og unnt er, og bættri þjónustu. Áfram verður unnið að eflingu hinna ýmsu félagslegra þátta og menningarstofnana, t. d. í skólabygg- inga og íþróttamannvirkja. Haldið verður áfram stuðningi við íþrótta- félög og önnur frjáls samtök. Stór- átak verður gert í undirbyggingu gatna og síðast en ekki síst verður unnið af alefli að koma hitaveitu til bæjarins og um hann. En það verk- efni jafnast á við rafvæðinguna á sínum tíma. Miklar vonir era því bundnar við það, að Akureyri haldi vel hlut sínum gagnvart Faxaflóa- svæðinu og eeti, með gagnkvæmum stuðningi við nálægar byggðir, veitt því öflugt mótvægi, allri þjóðinni til heilla. Fjárhagsáætlun sú, sem nú hefur verið samþykkt, er mikil fram- kvæmdaáætlun. Hún er mótuð af núverandi bæjarstjómarmeirihluta, og samþykkt af minnihlutanum, sem með því hefur fallist á heildarstefnu þess meirihluta, sem stjómar mál- efnum bæjarins. □ Þverskurður af leiklistar- lífinu við Eyjafjörð Rætt við leikstjóra og leikhússtjóra y—' ott leikhús rís á almennum leiklistaráhuga og áhuga- mannaleikhúsum, eins og háskóli á almennum mennta- þorsta og lægri skólum. Frá þessum sjónarhóli er auðsætt hvers vegna Þjóðleikhúsið varð til, en út frá því berast örv- andi listastraumar út um allt land. Það vill svo til, að á Akur- eyri hefur leiklistin verið í há- vegum höfð um áratugi, og í jafn langan tima hefur hún ver- ið einn þáttur bæjarlífsins, löng um menningarlegur og ætíð umtalsverður. Leikhús bæjar- ins hefur á síðustu árum hlotið viðurkenningu bæjar- og lands- yfirvalda og þar með fjárhags- legan stuðning, til þess að verða atvinnuleikhús. Lærðir menn í leikstjóm, leikhúsfræðum og leik, hafa í vaxandi mæli sett sinn svip á leikhússtarfið og það hefur eflst um allan helm- ing. En leiklistin á sér unnendur víðar við Eyjafjörð en í höfuð- staðnum, og má best sjá það með því að líta yfir það, sem annars staðar er að gerast í leiklistarmálum. Á Dalvík er búið að frumsýna Pétur og Rúnu undir leikstjórn Guðrún- ar Alfreðsdóttur, Gestur E. Jónasson æfir sjónleik á Greni- vík, Aðalsteinn Bergdal æfir sjónleik í Öngulsstaðahreppi, Júlíus Oddsson æfir Júpiter hlær í Laugarborg og Mennta- skólinn æfir sinn skólaleik und- ir stjórn Þórhildar Þorleifsdótt- ur. Herdís Þorvaldsdóttir kom nýlega frá Þjóðleikhúsinu til að sviðsetja á Akureyri sjónleik- inn Sölumaður deyr. Og á sama tíma og Sölumaðurinn verður frumsýndur, kemur hingað til Akureyrar finnska leikhúskon- an Kristín Olsoni, með tilstyrk Norðurlandaráðs, og setur sjón- leik á svið. Og þá er þess að geta, að hinn dugmikli leikhús- stjóri á Akureyri, Eyvindur Er- lendsson, er í raun og veru að ljúka sínu starfi hér, með síð- ustu sýningunum á Öskubusku, sem hann leikstýrði, en hann hverfur að þessu leikári loknu frá leikhúsinu á Akureyri. Allt það, sem nú hefur verið talið, og er þó líklega eitthvað vantalið, er merkileg þverskurð armynd af leikhúslífi við Eyja- fjörð um þessar mundir, og hún er e. t. v. einnig þverskurðar- mynd af leiklistarl'fi þjóðar- innar. Um þetta og fleira ræddi leikhússtjórinn á Akureyri, Ey- vindur Erlendsson, er hann og Herdís Þorvaldsdóttir leikkona litu inn á skrifstofur Dags. Blaðið notaði síðan tækifærið og lagði nokkrar spurningar fyrir leikkonuna Herdísi, sem nú er að sviðsetja í leikhúsinu á Akureyri verk Arthur Millers Sölumaður deyr, þekkt og vandasamt leikhúsverk. Frú Herdísi Þorvaldsdóttur leikkonu þarf hvorki að kynna lesendum Dags né öðrum lands- mönnum, Hún hefur starfað hjá Þjóðleikhúsinu frá því það tók til starfa, en kom nú hingað til Akureyrar til þess að leysa það vandasama verkefni að setja Sölumanninn á svið. Okkur þykir verulegur feng- ur að því að fá þiálfað leikhús- fólk frá Þjóðleikhúsinu til starfa hér nyrðra? í reglugerð Þjóðleikhússins er gert ráð fyrir því, að það stuðli að leiklist út um landið, bæði á þann hátt að fara með leiksýningar út á landsbyggð- ina og lána leikstjóra og leikara til aðstoðar, þar sem þess er óskað. Þessi starfsemi hefur verið alltof lítil til þessa. Það er Hve lengi dvelur þú hér, Her- dís? Við höfum æft í um það bil sjö vikur og það er algert lág- mark með svona viðamikið verk efni og stórum og erfiðum hlut- verkum, sérstaklega hlutverk Willey Lomann sölumanns, sem er með stærri og erfiðari hlut- verkum. Marinó Þorsteinsson leikur hann. Hann fékk frí úr sínu sölumannsstarfi í tvo mán- uði til að gerast Willey Lomann sölumaður og hefur sjálfsagt aldrei púlað meir. Við höfum unnið sex tíma á dag, alla daga stjóri. mikill kostnaður við leikferðir og oftast er fólk að vinna í fleiri sýningum í einu, eða það er bundið við æfingar, svo það er erfitt að fara frá. Nú er leik- hópurinn orðinn stærri en áður, svo verkefnin skiptast niður á fleiri. Sveinn Einarsson þjóð- leikhússtjóri hefur mikinn áhuga á, að leikhúsið ræki sínar skyldur í þessu efni. Það vildi svo til, þegar ég var beðin að koma hingað norður, að við vorum að ljúka við sýn- ingar á ímyndunarveikinni. Um áramótin lauk einnig æfingum á Dýrunum í Hálsaskógi, en þar var ég aðstoðarleikstjóri með Klemensi Jónssyni. f Gullna hliðinu var ég með lítið hlut- verk, svo önnur leikkona var sett í það. Þannig gat ég farið frá í tvo mánuði og þjóðleik- hússtjóri gaf fúslega samþykki sitt. hlaupið, samkeppnina í við- skiptalífinu og sölugræðgina. Það fjallar einnig um lífslygina og sjálfsblekkinguna, sem: allir menn eru haldnir meira og minna. Gamalt efni en þó alltaf nýtt. Willy Lomann gerir sér háar vonir og þolir ekki að sjá þær bresta. Vonir hans um sjálfan sig og starf sitt, sonu sína og framtíð þeirra bresta allar og þá grípur hann til ör- þrifaráða. Þetta er stórbotið leikrit um hversdagslegt efni. Sálrænt innsæi höfundarins laðar og heillar. Miller er meist- ari í frásögn og ræður yfir mikilli kunnáttu í leikritagerð og tækni. Leikrit hans eru vægðarlaus og áhrifarík, en skrifuð með djúpri samúð með manneskjunni. Þó að Sölumað- urinn teljist til harmleikja, þarf enginn að óttast að hann sé þungur og leiðinlegur, því leik- ritið er hlaðið spennu og jafn- vel gáska inn á milli. Endur- minningin grípur aftur og aftur inn í atburðarásina, svo segja má, að tíminn og jafnvel rúmið víki um set og slíkar vinnu- aðferðir bregða ævintýrablæ yfir líðandi stund. Þegar leik- ritið var sýnt í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma, sagði einn leik- dómarinn meðal annars: Leik- rit þetta á afar brýnt erindi til allra. Enginn ætti að láta hjá líða að sjá það, því hver sem slíkt gerði, yrði að mun fátæk- ari í andlegum efnum. Hann drýgði þá synd, sem er flestum ófyrirgefanlegri, að loka eyrun- um fyrir rödd hrópandans, hummar fram af sér fátítt tæki- færi til að skírast í ægiátökum harmleiks. heyrt. Við, fyrir sunnan, höfum lítið getað fylgst með því, sem hér hefur verið að gerast, nema í þau fáu skipti, sem farið hefur verið með sýningar suður, og svo nokkur útvarpsleikrit. Af því sem ég hef séð eða heyrt, finnst mér leiklistin hafa tekið stórt stökk fram á við síðan hér kom atvinnuleikhús með nokkra fastráðna leikara og leikhússtjóra. í svona fámenn- um hóp verður það óhemju starf að vera burðarásar í öllum sýningum, sem eru ekki færri en fimm á vetri. Þó að hér sé stór hópur af miklu hæfileika- fólki, þá velst það fremur í smærri hlutverkin af þeirri ein- földu ástæðu, að það getur ekki mætt á æfingar fyrr en eftir vinnu á kvöldin. Við höfum t. d. nýtt okkar tima þannig, að æfa þrjá tíma fyrripart dags með fastráðna fólkinu, með stærstu hlutverkin, og svo þrjá tíma að kvöldinu með hinum. Þetta hef- ur allt verið mjög ánægjulegt og allir áhugasamir. Með svona mikilli starfsemi og stórhug í leikritavali og fyrsta flokks leikurum, eins og hér eru, eigið þið eftir að komast langt. Ég spái því, að bráðum verði farið að fara hópferðir að sunnan til að sjá sýningar hér á Akureyri, sem frægar verða. Til hamingju með leikhúsið ykkar. Megi það vaxa og dafna til andlegrar næringar og ánægju, segir Her- dís Þorvaldsdóttir að lokum og þakkar blaðið viðtalið. □ Klúbbur 4x4 Eigendur jeppa og annarra fjallabíla, ásamt áhugamönnum um öræfaferðir, hafa stofnað klúbbinn 4x4. Formaður er Eð- vald Gestsson. Ætlar klúbbur- inn að gangast yrir hópferðum um hálendið, vinna að bættri umgengni rnn landið og reyna að opna augu sem flestra fyrir fegurð öræfanna og leggja hönd að því, að sem flestir geti notið hennar. □ FYRIR VELSLEÐANA 01 ía á allar sleSategundir. Reimar í margar teg. Krómaðir demparar ásamt festingum. Kerti í margar teg. Áttavitar, vandaðir fyrir sleða. Fyrir ökumenn: Hjálmar. Gleraugu. © STÖÐIN Tryggvabraut 14, Símar 21715 og 23515. á Akureyri og Herdís Þorvaldsdóttír leikstjóri og Eyvindur Erlendsson leikhús- (Ljósm.: E. D.) vikunnar, nema þá daga sem fólkið var að leika í Öskubusku, þá var æft skemur. Hvenær verður frumsýning- in? Á föstudaginn 4. mars, og það verður að standa, hvort sem okkur finnst tíminn til undir- búnings nægur eða ekki, því hingað er að koma finnskur leikstjóri, sem á að setja upp næsta verkefni. Þar sem leikar- ar eru flestir þeir sömu í báðum verkunum, geta þeir ekki snúið sér að nýju verkefni fyrr en Sölumaðurinn er frá. Viltu segja eitthvað um höf- undinn og Sölumanninn? Sölumaður deyr er talið eitt af bestu verkum Arthurs Mill- ers og er orðið klassiskt í bók- menntunum, t. d. lesið í háskól- um í Bandaríkjusum og víðar. Verkið fjallar um lífsgæðakapp- Leikhúsið leikaramir? Leikhúsið ykkar hlýtur að vera orðinn ómissandi þáttur í bæjarlífinu. Hér hefur alltaf verið starfandi áhugamanna- hópur, mikið leikið og margar eftirminnilegar sýningar, hef ég Frá Skákfélagi Akureyrar Skákþingi Akureyrar er að mestu lokið, nokkrar biðskákir eru ótefldar. Skákmeistari Ak- ureyrar 1977 varð Halldór Jóns- son með 8Y2 vinning af 10 mögu legum. Annar varð Gylfi Þór- hallsson með 8 vinninga. Hreinn Hrafnsson hlaut 6 vinninga en Jóhann Snorrason hefur 5% vinning og biðskák og getur því náð þriðja sæti. í neðri flokki sigraði Ari Frið finnsson, hlaut 9 V2 vinning af 11 mögulegum, í öðru sæti varð Óli Jón Gunnarsson með 8% vinning. Unglingameistari varð Jakob Kristinsson með 7% vinning af 9, næstur a<j vinningum varð Þorsteinn Sigurðsson með 7 vinninga. Hraðskákmót Akureyrar var haldið sl. sunnudag £ Félags- borg. Sigurvegari varð Gylfi Þórhallsson, hlaut 20 vinninga af 24 mögulegum, 2. Jón Björg- vinsson með 19 v., 3.—4. Hólm- grímur Heiðreksson og Svein- björn Sigurðsson með 17 v. Keppendur voru 13 og tefldu þeir tvöfalda umferð. — Skák- stjóri var Albert Sigursson. □ Kvildsala Höfum opnað kvöld- og helgarsölu í Markaðsversluninni HRlSALUNDI 5 Seljum allar vörur verslunarinar á okkar hagstæða verði. OPIÐ TIL KL. 10 ÖLL KVÖLD Kaupfélag Eyfirðinga Mafvörudeild NÝ SENDING AF Múu fniv JL v A14UI IÍ4II VEGGFÓÐRI J BYGGINGAVÖRUDEILD Punktamót Keppt í stórsvigi unglinga Um helgina var haldið á Húsa vík punktamót í Alpagreinum og voru keppendur alls staðar af að landinu og veður og færð mjög góð. Á laugardag var keppt í stór svigi karla og kvenna og í karlaflokki sigraði Haukur Jóhannsson, Akureyri, annar varð Tómas Leifsson, Akur- eyri og þriðji Böðvar Bjama- son frá Húsavík. f kvennaflokki sigraði Jór- unn Viggósdóttir, Reykjavík, önnur varð Nína Helgadóttir, Reykjavík og þriðja Kristín Úlfsdóttir, fsafirði. í stórsvigi karla, sem keppt var í á sunnudag, sigraði Haf- þór Júlíusson, fsafirði, annar varð Árni Óðinsson, Akureyri og þriðji Bjarni Þórðarson, Reykjavík. í kvennaflokki sigraði Jór- unn Viggósdóttir, Reykjavík, önnur varð Sigurlaug Vil- helmsdóttir, Akureyri og þriðja Kristín Úlfsdóttir, ísaf. f Alpatvíkeppni karla sigr- aði Böðvar Bjarnason, Húsa- vík, annar varð Guðjón Ingi Sverrisson, Reykiavík og þriðji Árni Jónasson, Húsavík. í kvennaflokki sigraði Jór- unn Viggósdóttir, Revkiavík, önnur varð Kristín Úlfsdóttir, fsafirði og þriðja Nína Helga- dóttir, Reykjavík. Um næstu helgi verður haldið á Akureyri punktamót fyrir unglinga og verður á laugardag keppt í stórsvigi og á sunnudag í svigi. Það verður Skíðaráð Akureyrar sem sér um mótið. Um helgina var haldið í Hlíð- arfjalli Akureyrarmót í stór- svigi unglinga 7 til 12 ára. Veður og færi var eins og best verður á kosið og mikill fjöldi fólks á skíðum. Keppendur voru fjölmargir eins og vana- lega hjá unglingunum, en það var Foreldraráð SRA sem sá um mótið. Úrslit urðu þessi: 7 ára og yngri. sek. Jón H. Harðarson 67,1 Jón Harðarson 75,1 Kristín Hilmarsdóttir 7é,9 8 ára stúlkur. sek. Gréta Bjömsdóttir 68,1 Ama ívarsdóttir 75,1 Anna Dóra Markúsdóttir 77,1 8 ára dregnir. sek. Aðalsteinn Ámason 65,g Hilmar Valsson 65,7 Árni Hauksson 76,9 9 ára stúlkur. sek. Katrín Pétursdóttir 115,2 Guðrún Jóna Magnúsd. 121,6 9 ára drengir. sek. Ólafur Hilmarsson 86,7 Smári Kristinsson 91,0 Valur Gautason 92,3 10 ára stúlkur. sek. Anna María Malmquist 93,5 Signe Viðarsdóttir 94,4 Andrea Bjömsdóttir 114,2 10 ára drengir. sek. Björn Júlíusson 89,0 Jón Björnsson 91,2 Andri Teitsson 91,3 11—12 ára stúlkur. sek. Hrefna Magnúsdóttir 115,4 Lena Hallgrímsdóttir 117,4 Ingibjörg Harðardóttir 123,7 11—12 ára drengir. sek. Erling Ingvason 109,9 Davíð Biömsson 112,7 Pálmi Pétursson 113,6 Ólafur Hilmarsson (Gíslason- ar), en hann varð Akureyrar- meistari í stórsvigi í 9 ára flokki drengja. Þá hefur Ólaf- ur sigrað í fjölmörgum skíða- mótum í vetur og undanfarin ár og þykir einn efnilegasti skíðamaður Akureyringa af yngri kynslóðinni og þykir ekkert gefa eftír eldri félögum sínum. Körfubolti Á laugardag kepptu í íþrótta- skemmunni í körfubolta Þór og ÍS í kvennaflokki, fyrstu deild. Þórs stúlkurnar sigruðu ömgglega í leiknum, skoruðu 35 stig gegn 24. Stigahæst Þórs ara var Ásta Pálmadóttir með 15 stig. Handknattleikslið Fram í heimsókn Um síðustu helgi var fyrstu deildar lið Fram í handknatt- leik í heimsókn á Akureyri. Á föstudagskvöldið lék liðið við KA en við Þór á laugar- dag. Var þetta aðeins vináttu- heimsókn og leikimir góðir æfingaleikir fyrir öll liðin, en vegna undirbúnings íslenska landsliðsins hefur ekkert ver- ið leikið í fyrstu deildinni nú um tíma. Lið Fram er nokkuð gott, létt leikandi og þeir eru harð- ir í vörninni. Þjálfari Fram er hinn kunni handknattleiks- maður Ingólfur Óskarsson, en hann var ekki með í þessari ferð. í leiknum á móti KA á föstu daginn byrjaði KA liðið frek- ar illa og átti í töluverðum vandræðum með að skora og það var ekki fyrr en um miðj- an hálfleikinn að þeir náðu sér á strik, en þá skoruðu þeir fimm mörk í röð og var þá staðan 8 gegn 8. Það sem eftir var hálfleiksins skiptust liðin á að skora og í hálfleik var staðan 13 gegn 12 fyrir Fram. Fram að miðjum seinni hálf leik stóðu KA-menn í Framör- um og voru m. a. einu sinni yfir, 17 gegn 16. Seinast í leikn um náðu Framarar að gera út um hann en þegar leikurinn var flautaður af var staðan 26 gegn 22. Flest mörk KA gerði Þor- leifur 7, Hörður 6 (2 úr víti), Ármann 4 og aðrir leikmenn færri. Bestir og þekktastir af leik- mönnum Fram eru þeir Pálmi Pálmason, Andrés Bridde og Arnar Guðlaugsson, en þeir eru aðal máttarstólpar liðsins og skoruðu einnig flest mörk- in. Ólafur Haraldsson stóð í marki KA mest allan leikinn og verði oft á tíðum mjög vel og m. a. eitt vítakast. Einar Birgisson var í marki Fram og stóð sig mjög vel og varði m. a. þrjú víti. Á laugardag léku svo Fram- arar við Þór og í þeim leik máttu þeir svo sannarlega þakka fyrir sigurinn, en um miðjan fyrri hálfleik var stað- an orðin 5 gegn 13 fyrir Þór, en þá höfðu þeir skorað sex mörk í röð. Þá snerist dæmið algjörlega við og Framarar skora sjö mörk í röð og jafna þá stöðuna til muna. Þórsarar áttu síðan síðasta orðið í fyrri hálfleik en honum lauk með 12 gegn 15 fyrir Þór. Þorbjörn gerði fyrsta mark- ið í seinni hálfleik og þá um leið sitt 11 mark f leiknum, en síðan kom mjög lélegur leikkafli hjá Þór og Framarar gerðu hvert markið á fætur öðru og um miðjan hálfleikinn var staðan orðið 18 gegn 16 fyrir Fram. Þá minnkar Ámi Gunnarsson muninn fyrir Þór með tveimur góðum mörkum en hann gerði einnig það síð- asta og lauk leiknum með sigri Fram, 22 gegn 21. Dómarar í fyrri leiknum voru þeir Stefán Arnaldsson og Guðmundur Skarphéðins- son, en þann seinni dæmdu Stefán og Ólafur Haraldsson. Allir þessir menn stóðu sig vel, en þeir eru nýir í dómara- stéttinni og hafa ekki áður dæmt slíka leiki. Verður það að teljast furðulegt af leik- mönnum, sérstaklega Akur- eyrarliðanna, að gera allt sem þeir geta til að dómararnir missi tökin á leiknum með sífelldum aðfinnslum, hlátrum frá varamannabekkjum o. fl. Væri ekki betur að leikmenn- irnir hlýddu þeim umsvifa- laust og þegjandi því þá um leið styðja þeir við bak dómar- anna og stuðla að betri leik beggja aðila? Flest mörk Þórs gerði að vanda Þorbjöm, en hann skor aði 13 mörk eða jafn mörg og hinn frægi Klempel þegar hon um tekst best upp. Sömu leikmenn og á móti KA skoruðu mest hjá Þór, þ. e. a. s. Pálmi, Andrés og Amar. 4 • DAGUR DAGUR • 5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.