Dagur - 09.03.1977, Síða 1

Dagur - 09.03.1977, Síða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGINN 9. MARS 1977 10. TÖLUBLAÐ Sveinbjörn Jónss. heiðraður Sveiabjörn Jónsson, á síð- ari árum kenndur við Ofna- smiðjuna, byggingarmeist- ari, uppfinningamaður og brautryðjendi á ýmsum sviðum iðnaðar, hlaut sl. fimmtudag 600 þús. króna verðlaun úr Verðlauna- sjóði iðnaðarins, sem Krist- ján Friðriksson stofnaði í tilefni 35 ára afmælis fyrir- tækis síns, Ultímu. □ Bjórinn Sala milliöls var leyfð í Svíþjóð 1965. Eftir það jókst unglinga- og barna- drykkja, og sænska þingið hefur nú ákveðið að banna framleiðslu og sölu á milli- öli frá 1. júlí í sumar. Sala áfengs öls var leyfð í Finnlandi 1968. Eftir það keyrði um þverbak hvað drykkju snerti, og eftir tvö ár hafði ofbeldisglæpum þar í landi fjölgað um 51% og alvarlegustu glæpunum enn meira. Danir eru stórdrykkju- menn bjórs og þar eykst sala sterkra drykkja jafnt og þétt. Þar er öldrykkjan ekki aðeins vandamál á vinnustöðum ,heldur einn- ig í skólum, meðal annars í barnaskólum. íslenskir bjórunnendur geta ekki horft fram hjá reynslu nágrannaþjóðanna í þessu efni. □ Rækfum meiri kartöflur Kartöflur landsmanna, sem ætlaðar eru til matar, eru nú á þrotum og hefst þá innflutningur, fyrst frá Póllandi. Má segja að auka þarf kartöfluræktina að mun, og er það vafalaust hægt. Mjög mikið af kartöfluút- sæði er ræktað við Eyja- fjörð, svonefnd stofnrækt. Um kartöfluræktina fjallar næsti bændaklúbbsfundur og ætti að mega vænta góðrar fundarsóknar og aukins áhuga á þessari grein ræktunar. □ Heildarvelta K.E.A. varð 11,5 milljarðar síðastl. ár eildarvelta Kaupfélags Eyfirðinga var 11,5 milljarðar á síðasta ári og hafði aukist um 44% frá fyrra ári. Fjár- festing varð yfir 400 milljónir og komu þessar upplýsingar fram í skýrslu Vals Arnþórssonar kaupfélagsstjóra á félags- ráðsfundi KEA á föstudaginn. Félagsráðsfundur KEA var hald inn á Hótel KEA föstudaginn 4. mars. Auk kaupfélagsstjórnar og framkvæmdastjóra mæta til þessa fundar tveir félagsráðs- fulltrúar úr hverri deild félags- ins á kaupfélagssvæðinu öllu, en deildirnar eru samtals 25 og Góð vertíð Á laugardagskvöldið var loðnu- aflinn á þessari vertíð orðinn 435 þúsund tonn, eða nokkru meiri en á allri vetrarvertíðinni í fyrra. Loðnunni hefur verið landað á 22 stöðum, en lönd- unarhæsti staðurinn er Vest- mannaeyjar með 60 þúsund tonn. Verð á loðnu til frystingar hefur verið ákveðið 26 krónur kílóið, út þessa vertíð. Loðnu- frysting hefur gengið vel og kaupendur frystrar loðnu eru Japanir, sem nú eru kröfuharð- ari en áður. Þeir kaupa hrygn- ur, og þarf hlutur hrognanna helst að vera 15% og fita loðn- unnar um 8%. FJ félagsmenn á sjöunda þúsund. Á félagsráðsfundi, sem að venju er haldinn um þetta leyti árs, eru gefnar fyrstu upplýsingar um rekstur KEA á liðnu ári, svo og hag þess og framtíðar- horfur ræddar. Á þessum fund- um eru ýmis mál rökrædd og fyrirspurnir eru jafnan margar. Hjörtur E. Þórarinsson stjórn arformaður setti fundinn, fund- arstjóri var kjörinn Angantýr Jóhannsson og ritari Hjörtur E. Þórarinsson. Flestir fulltrúar mættu svo og ýmsir forsvars- menn hinna einstöku sölu- og framleiðsludeilda í bænum og verslunarútibúa við Eyjafjörð. Valur Arnþórsson kaupfélags- stjóri flutti síðan skýrslu sína, yfirgripsmikla og Ijósa. Kom þar í upphafi fram, að heildar- velta KEA árið 1976 varð 11,5 milljarður króna, sem er 44% aukning frá fyrra ári. Er ljóst, að þessi aukning er meiri en verðbólgunni og kauphækkun- um nemur. Hann gat þess, að á síðasta ári hefði KEA minnst 90 ára afmælis og sama ár hefði Mengunin í Straumsvík mun leiða til aðgerða Byggðalínan fullgerð í ár Stjórnvöld hafa ákveðið, að á þessu ári verði byggða línan fullgerð, en ófullgerð- ur er kaflinn frá Draghálsi að Vatnshömrum og því getur hún litla orku flutt til Norðurlands. en fullgerð getur hún flutt 50 mega- vött. Þessu verki á að ljúka x nóvember. □ . :/ ; :é. ý Miklar umræður hafa staðið um mengun frá alverinu í Straumsvík eftir að birt var skýrsla heilbrigðisnefndar, sem virðist hafa legið í skúffunni langan tíma áður en hún var birt. Mengunarvamir beindust að því fyrstu árin að verja um- hverfi verksmiðjunnar. Nú virð- ist hins vegar ljóst, að mengun innanhúss er svo mikil og hættuleg starfsmönnum verk- smiðjunnar, að of lengi hafi dregist að i-áða bót á. í framhaldi af þessu hafa tveir þingmenn lagt til á Al- þingi, að álverinu verði gert skylt að setja up hreinsitæki innan árs, ella verði verksmiðj- unni lokað. Virðist nú loksins öllum ljós, að of lengi hafi dregist að tryggja starfsmönnum viðun- andi starfsskilyrði í álverinu, auk þeirrar mengunar sem um- hverfinu stafar af þessum at- vinnurekstri. □ Valur Amþórsson, kaupfélagsstjóri. félagssvæðið stækkað með stofn un sérstakrar deildar á Siglu- firði, og um áramótin höfðu yfir 100 nýir félagar bæst í hóp félagsmanna þar. Þá ræddi kaupfélagsstjórinn um endur- skipulagningu alls samvinnu- starfs við Eyjafjörð og óskaði eftir umræðum um það efni. Þá hefði Kaupfélag Ólafsfjarðar, með samhljóða ályktunum, sótt um að sameinast KEA og væri það mál óafgreitt, m. a. vegna skattalegra ástæðna. (Framhald á blaðsíðu 4) Fulltrúamir frá Siglufirði. Frá vinstri: Guðinundur Jónasson, Benedikt Sigurðsson og Ólafur Jóhannsson. (Ljósin. E. D.) Rígaþorskur hjá bátunum Afli bátanna á Hauganesi og Litla-Árskógssandi hefur verið meiri en nokkru sinni á þess- um árstíma og aflinn rígá- þorskur. Sex bátarnir komu einn daginn með 60 tonn. Allir róa þeir með net og eru gæftir ágætar. Nýlegur 45 tonna bát- ur bættist við um áramótin. — Hann heitir Sæþór og er frá Dalvík. Eigandi er Guðmundur Benediktsson og fleiri. Piastlaug var tekin í notkun við skóla sveitarinnar í haust og kennt sund. Að þeirri fram- kvæmd stóðu meðal annars fé- lög í sveitinni og lögðu til áhuga og fé. Ungmennafélagið er með skíöanámskeið um þessar mundir. Toglyfta er í Krossa- fjalli. Allar vinnufærar hendur hafa nóg að starfa. Markmið og stefna Markmið KaupféJags Ey- firðinga, eins og það var samþykkt 3. mars 1906, og eins og það er enn í dag: Tilgangur félagsins er að útvega félagsmönnum góðar vömr og ná hagfelld- um kaupum á þeim. Að efla vöruvöndun og koma innlendum vör- inn í sem hæst verð. Að spoma við skuldaversl- un og óreiðu í við- skiptum. Að safna fé í sjóði til trygg- ingar fyrir framtíð fé- lagsins. Að stuðla að útbreiðslu og eflingu sams konar fé- laga hér á landi og koma sér í samvinnu við þau. Að efla þekkingu manna á samvinnufélagsskap og viðskiptamá Ium. Skíðafólk á Sauðárkróki Lionsklúbburinn á Sauðárkróki færði Ungmennafélaginu Tinda stóli að gjöf skíðatogbraut, sem tekin var í notkun um miðjan janúar. Togbrautin er í vestur- hlíðum Tindastóls, skammt ut- an við Heiði í Gönguskörðum, um átta kílómetra frá Sauðár- króki. Skíðatogbrautin hefur verið starfrækt allar helgar og þegar frídagar eru í skólum. Starfræksluna annast ung- mennafélagið, en formaður þess er Páll Ragnarsson tannlæknir. Skíðabrekkur eru þarna góð- ar, bæði fyrir byrjendur og þá, sem lengra eru komnir, enda kann fólk að meta aðstöðuna. Nú stendur skíðakennsla yfir og skíðakona frá ísafirði, Sigrún að nafni, annast kennsluna. Eru skólarnir á námskeiðinu, sinn daginn hvor. G. Ó. Bændaklúbbsfund- ur um kartöflurækt Næsti Bændaklúbbsfundur verð ur á Hótel KEA mánudaginn 14. mars og hefst klukkan 9 síðdegis. Frummælendur verða Sigurgeir Olafsson, sérfræðing- ur í jurtasjúkdómum og Bjarni E. Guðleifsson tilraunastjóri. — Rætt verður um kartöfluurækt, stofnræktina, sjúkdóma í kart- öflum og niðurstöður tilrauna. Líklegt er, að margir bændur og aðrir ræktunarmenn sitji þennan fund sér til fróðleiks. Bændaklúbbsfundir eyfirð- inga eru eins konar búnaðar- háskóli þeitxa og ætíð vel sóttir.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.