Dagur - 09.03.1977, Side 2

Dagur - 09.03.1977, Side 2
v.v.v Smáauglýsingar Sala HúsnæAi Félagslíf Til sölu sjónvarpstæki, selst ódýrt. Upplýsingar í síma 23950. Hringlaga borS á stálfæti og hár barnastóll til sölu. Upplýsingar í síma 22009. Sófasett til sölu, alstoppað með útskornum örmum. Upplýsingar I sima 21538 kl. 6—7 e. h. 24” sjónvarp til sölu. Sími 11267. Sjónvarp til sölu. Upplýsingar í síma 19624 eftir kl. 18. 23” B. O. sjónvarpstæki til sölu, ódýrt. Upplýsingar I síma 23438 og 23524. Til sölu notuð skíði, sklða- skór og skíðabuxur. Sími 23406. Vegna þrengsla eru til sölu nokkrar vorbærar kýr á Tjarnarlandi, Öngulsstaðahr. Til sölu snjósleði Harley Davidson 1974. Upplýsingar f sfma 23455. Húsmæður athugið! Til sölu gulrófur á hagstæðu verði. Pantið f sfma 21814 og 21675 á kvöldin. Til sölu Woltron útvarps- og segulbandstæki með tveim hátölurum. Tilvalin fermingar- giöf. Upplýsingar f sfma 21945. Til sölu er sófasett og sófa- borð, selst ódýrt. Upplýsingar [ síma 21164. Óska eftir að kaupa notaða, létta barnakerru. Má vera með lausu skýli. Upplýsingar í síma 22016. Taaaó Grá og hvít læða tapaðist f Glerárhverfi. Sfmi 23314. Iðnaðarhúsnæði óskast undir skósmíði. — Sími 22927. Halldór Árnason skósmiður. 3—4ra herb. íbúð óskast til leigu nú þegar. Vinsamlegast hringið í Pál Gústafsson, sími 21400, lína 71. 2—3ja herb. íbúð óskast til leigu frá 1. maí í sumar. Góð umgengni. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Upplýsingar f síma 21980. Til leigu 4ra herb. íbúð við Skarðshlíð frá og með 1. maf nk. Fyrirframgreiðsla æskileg. Upplýsingar f sfma 91-38054. Ung hjón með tvö börn óska eftir 2—4ra herb. fbúð um eða fyrir næstu mánaðarmót. Öruggar greiðslur. Sími 21874. 3ja herb. fbúð óskast leigð 1. maí nk. Upplýsingar f sfma 19699. Til sölu lítið einbýlishús við Gránufélagsgötu. Húsið er járnvarið timburhús, hæð, ris og kjallari. Upplýsingar f sfma 19719 eftir kl. 7 á kvöldin. Tvenn barnlaus pör óska eftir 3ja herb. íbúð til leigu strax. Upplýsingar í síma 23343. Ungt og reglusamt par óskar eftir 1—2 herb. fbúð til leigu strax. Upplýsingar f sfma 22948. Barnagæsla Kona óskast til að gæta 5 mánaða stúlkubarns, sem næst Víðilundinum. Upplýsingar f sfma 21742 eftir kl. 16. Félagslíf Kökubasar verður f Kristni- boðshúsinu Zíon sunnudaginn 13. mars og hefst kl. 16. K.F.U.K. Spilakvöld í Sjálfstæðishúsinu (litla sal) sunnudagskvöld 13. mars kl. 8,30 e. h. Skógræktarfélag Tjarnar- gerðis og Bílstjórafélögin. Akureyringar! Fræðslu- og kynningarkvöld í skyndihjálp og meðferð slökkvitækja verða í: Oddeyrarskóla miðvikudaginn 9. mars, Glerárskóla mánu- daginn 14. mars, Lundarskóla þriðjudaginn 15. mars, Gagn- fræðaskólanum miðvikudag- inn 16. mars kl. 20 á öllum stöðunum. Allir velkomnir. Kvennadeild S.V.F.Í., Akureyri. Atvinna Afgreiðslustúlka óskast frá kl. 1—6 á daginn. Upplýsingar f síma 11094 milli kl. 6—7 e. h. Bifreiðir Óska eftir að kaupa Fíat 127, eða VW 1300 '71—74. Upplýsingar í síma 22431 eftir kl. 7. Til sölu Bronco árg. 1966 og Volvo 144 árg. 1974. Báðir f fyrsta flokks ástandi. Sigurður Aðalgeirsson, skólastjóri Hrafnaglisskóla. Til sölu Taunus 17 M árg. '64 þarfnast viðgerðar. Upplýsingar í sfma 21362 eftir kl. 19. Til sölu Trader '62 5 tonna Nýupptekin vél. Upplýsingar gefur Haukur Óskarsson, vélaverkstæði K.N.Þ., sfmar 52124 eða 52147 á kvöldin. Til sölu Citroen G. S. árg. '74 ekinn 21.00 km. góður bfll. Upplýsingar í síma 23868. Til sölu Ffat 125 P árg. 1974. Guðrún Helgadóttir Túns- bergi, Svalbarðsströnd. Trésmiðafélags Akureyrar KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK skrifar um bækur !■■■■■! Frá aðalfundi Aðalfundur Trésmiðafélags Ak- ureyrar var haldinn hinn 3. febrúar sl. í skýrslu stjórnar kom fram að hagur félagsins hefur farið batnandi á sl. ári. Heildartekjur félagssjóðs á ár- inu 1976 reyndust vera 6.5 millj. kr. og varð nokkur rekstrar- hagnaður. Tekjur sjúkra- og orlofssjóða voru 1.5 millj. kr. og varð verulegur rekstrar- afgangur hjá báðum sjóðunum. Sl. tvö ár hafa uppmælingar á félagssvæði T.F.A. verulega dregist saman, fyrst og fremst vegna þess að nýjar gerðir steypumóta hafa komið til og ekki hefur enn verið gert sam- komulag milli Trésmiðafélags- ins og Meistarafélags bygginga- manna á Norðurlandi um nýjan taxta fyrir þessar mótagerðir. Stjómir félaganna hafa hins vegar gert samkomulag um að stefna beri að gerð slíks taxta. Má reikna með að að því verði unnið á næstu mánuðum. Félagið hefur nú nýlega tek- ið að sér að sjá um útgáfu á Blaði Sambands bygginga- manna, en á síðasta þingi þess voru gerðar skipulagsbreyting- ar á fræðslu- og útgáfumálum sambandsins er gera ráð fyrir að einstökum félögum bygginga manna sé falið það verkefni. Orlofsheimilismál hafa verið til athugunar undanfarið ár hjá félaginu og virðist nú ástæða til að ætla að möguleikar séu að skapast fyrir því að félagið eign ist eigið orlofshús, Á aðalfundinum var sam- þykkt að félagið gerðist aðili að Listaskála Alþýðu, en það er félag sem verkalýðsfélögin hafa nýlega stofnað til að byggja hús yfir Listasafn ASÍ. Veigamestu mál sem fram- undan eru hjá félaginu eru að sjálfsögðu kjaramálin, eins og hjá öðrum verkalýðsfélögum, en kjarasamningar félagsins gilda til 1. maí 1977. Stjóm félagsins var öll endur kjörin en hana skipa: Helgi Guðmundsson húsasmiður for- maður, Torfi Sigtryggsson húsa smiður varaformaður, Ámi Ingi Garðarsson húsgagnasmiður rit ari, Bjami Hjaltason húsasmið- ur gjaldkeri, Jóhannes Þengils- son húsasmiður meðstjórnandi. Rætt hefur verið um aukna verkmenntun í skólum að und- anförnu og endurskipulagningu iðnmenntunar sérstaklega. í því sambandi hefur verið lögð auk- in áhersla á, að verkleg kennsla gæti farið fram í skólunum sjálE- um í vaxandi mæli. Nú þegar er allvel skipulögð kennsla í trésmíði í Iðnskólanum á Akur- eyri. Nú stendur til að byggja við Iðnskólann sérstaka byggingu fyrir vél- og málmsmíðakennslu sem gæti orðið sameiginleg fyr- ir Vélskólann og Iðnskólann. En eins og kunnugt er, er Véiskól- K.N.Þ. 1894-1974 Samvinna í Norðursýslu. Mannlíf við ysta haf. Björn Haraldsson skráði. Þetta er í alla staði myndarlegt legt verk. Að baki liggur undra mikil vinna, alúð og þekking. Þó er höfundurinn nær áttræðu, slíkir eru ekki á hverju strái. Bókin er um 200 síður með nafnaskrá og prýdd 129 manna- myndum og svo staða. Manna- myndirnar gæfu tilefni til langra hugleiðinga, ef rúm leyfði. Stórglæsilegt fólk, án undantekningar, en svo undar- lega ólíkt, að það gæti verið runnið af 10 þjóðernum. En slíkt heyrir undir mannfræð- inga. Bókin rekur, eins og nafn bendir til, meir en áttatíu ára starfssögu K. N. Þ. Þetta er einnig saga einstaklinga og hér- aða. Raunar er þetta nær óslitin sigursaga þó að herði oft. — Áhugamálin dóu aldrei, fórn- fýsin vakti, kraftarnir uxu við átökin. Samvinnuhugsjónin óx uppúr hrópandi þörf og hefur leitt til margra búbóta. Bara svo haldi, sem horfði. Auk höf- uðlínu þessa verks eru nokkrir sérlegir punktar, sem vöktu at- hygli. Til dæmis er uppsetning texta góð og það að prenta kjarna efnis út á spássíðu, vek- ur athygli á síðunni. Dæmi: „Jakob finnur grundvöllinn“. (bls. 22). Og hver var svo þessi grundvöllur, Jú, „ . . . áður höfðu verzlunarfélög verið hlutafélög og í slíkum hlutafé- lögum skilar hlutaféð eigend- um arði. Jakob lagði til, að í þessu félagi skyldi hlutafélagið verða arðlaust, en skyldi hins- vegar veita eigendum hlutfalls- legan viðskiptarétt. . . .“ — Og við fáum nánar útskýrt hvernig þetta eina atriði: arðlaust, hjó á Gordionshnút í íslenskum samvinnufélagsskap. Vitanlega var Jakob þessi hinn kunni for- ystumaður samvinnuhreyfingar- innar, Hálfdanarson. Á spássíu, bls. 57: „Menn stækka og standa þétt.“ Og við lesum á síðunni: „Rétt er, að það standi skrifað, að á þeim árum (þ. e. 1920—33) var í engu héraði á þessu landi hrað- ari uppbygging en á félagssvæði K. N. Þ.“ Þetta er vissulega merkilegt á krepputíma, en við fáum að vita að það var engum fremur að þakka en Birni Kristjánssyni kaupfélagsstjóra. inn ríkisskóli með höfuðaðsetur í Reykjavík, en hefur verið með útibú hér undanfarin ár, undir stjórn Björns Kristinssonar. Til þess að ýta á eftir þessu máli enn frekar en áður var gert, hefur bæjarráð nú lagt til, eftir ábendingu iðnskólanefnd- ar, að kosnir verði fjórir menn í nefnd, er vinni að því, að haf- in verði bygging málmsmíða- húss fyrir Vélskóla og Iðn- skóla á iðnskólalóðinni, og að eftirtaldir menn skipi nefndina: Skólastióri Iðnskólans, skóla- stjóri Vélskólans, form. iðnskóla nefndar og bæjarstjóri. .v.v.v.v.v.v.v.v.v.v.vj Svo segja menn að einstakling- urinn marki lítt sögu. Á bls. 59 er spássíugreinin: „Þegar neyðin er stærst. ..“ Og hér er fjallað um sjálfan Kreppulánasjóð. Einhvernveg- inn hefur mér fundist þetta nafn hafa verið hálfgert feimn- ismál hingað til. En Björn Har- aldsson segir, að framkvæmdin hafa bjargað mörgum bóndan- um algjörlega frá efnalegu og andlegu hruni. Og þetta bjarg- aði einnig kaupfélögunum. — Skuldir voru skomar niður að hluta, hinu komið á föst lán með lágum vöxtum til langs tíma. Viturlegt ráð. Bls. 89: „Vörður kveður sér hljóðs.“ Hér segir frá útgáfu málgagns fyrir félagið. „Vörð- ur“ lifði 30 ár. Á bls. 91: „Menningarsjóður.“ Sjóður þessi styrkti fjöldan all- an af menningarmálum, söngur, sjónleikir og bókmenntir nutu góðs af honum, jafnvel kvik- myndagerð og ljósmyndasafn og margt fleira. Þetta fólk er fjörugt í andanum. Þetta eru aðeins fá sýnishom af frásögn sératburða í sigur- sögu K. N. Þ. En einn kafli heitir „Óhöpp‘ og eu þau skil- greind í spássíufyrirsögnum svo sem: „Gjaldþrot Gunnars Þórðarsonar“, „Þegar húsin brunnu“ og „Innbrot á Raufar- höfn“ og maður les um þetta nánar í textanum. Hér er ræki- lega sagt frá vexti þorpanna, hvaða hús voru fyrst byggð á Kópaskeri og hvenær og af hverjum áfram í tíma. Einnig Raufarhöfn. Þá eru taldir upp allir læknar, sem þjónað hafa héruðum, o. fl. o. fl. Þetta er sem sagt héraðssaga um leið og samvinnusaga og forvitnileg fleirum en þeim, sem þekkja til einstakra manna í þeim fögru byggðum. Ég trúi að Björn Har- aldsson hafi með þessu verki reist sér varanlegan bautastein. Vitanlega kann ég ekki um að dæma )rrétt“ og „rangt“. En heimildakönnun virðist traust og maðurinn jafnaldri félagsins og í stjórn þess furðu lengi. Kvennadeildin kynnir slökkvitæki Á næstunni mun Kvennadeild Slysavarnafélagsins gangast fyrir fræðslu og kynningu á meðferð slökkvitækja og nokkr- um frumatriðum í skyndihjálp. Kynning þessi fer fram á kvöld- in í nokkrum skólum bæjarins (sjá auglýsingu). Þeir Víkingur Björnsson frá eldvarnaeftirlitinu og Ólafur H. Oddsson læknir annast kynn- inguna. Sýndar verða tvær stuttar kvikmyndir. Fyrsta kynningin verður í Oddeyrar- skólanum í kvöld, miðvikudag- inn 9. mars kl. 8. Allir velkomnir. ( Fr éttatilky nning ) /ÖMO/jgsTNS| SlMIMl&k'm Kennsluhúsnæði iðnaðar 2•DAGUR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.