Dagur - 20.07.1977, Side 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar: Ritstjóm 11160, Augl. og afgreiðsla 11167
Ritstj. og ábyigðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON
Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf.
Njótum
sumarsins
Lítil þjóð við ysta haf, sem í ellefu
aldir lifði við fremur torsótt gæði
lands og sjávar, hefur á nokkrum síð-
ustu áratugum endurskapað þjóðfé-
lag sitt og aldagamla lífsháttu. Hún
kastaði tötrum sínum og torfbæjum,
orfinu og árinni og mætti nýjum
tíma með stórhuga framkvæmdum,
atvinnutækni og vélvæðingu, á flest-
um sviðum. Hin mikla bylting í at-
vinnuháttum skóp mikla vehnegun,
sem líkja má við stökkbreytingu,
svo mikla, að hungur fyrri tíma virð-
ist óskiljanleg þjóðsaga. Við erum
jafnvel orðin svo vel í stakk búin
að gera þekkinguna að verðmætri
útflutningsgrein. Hver íslendingur á
þess nú kost að sitja við viskubrunna
skólanna og njóta leiðsögu hinna
mörgu fræðara í flestum greinum,
og ennfremur að hlusta á eða lesa
daglegar fréttir af allri heimsbyggð-
inni. En þessi ofgnótt frétta, sem nú-
tíminn heldur fast að fólki, ásamt
skemmtiefni, rænir marga íhygli hug-
ans, sálufélagi við nágranna, jafnvel
skapara sinn, og ennfremur hvíld og
svefni.
Á þessum árstíma, miðsumri, þeg-
ar kvöldsólin gyllir sæinn og sveipar
fjöllin ævintýralegum litbrigðum,
þarfnast maðurinn samneytis við
náttúruna meira en nokkru sinni, og
verður að gefa sér tíma til þess. Hann
þarf að slíta sig frá fréttaflóðinu og
innantómu skemmtanalífi, leggja
frá sér hamar og sög, einnig aðgangs-
harða drauma um 40 fermetra harð-
viðarstofu og ganga á vit sumarsins,
á meðan það enn ræður ríkjum og
reyna að eignast með því unaðar og
náðarstundir, sem síðar verður and-
legur f jársjóður, er hvorki mölur eða
ryð, né heldur verðbólgan, fær grand-
að. Þeir, sem augu hafa að sjá, eyru
hafa að heyra og hjarta til að taka á
móti fögnuði sumarsins, eiga að nota
þennan tíma til að njóta lífsins með
náttúru landsins og verða af því heilli
maður og betri, og verðugri til að
lifa í því umhverfi, sem hver og einn
er hluti af, hvar sem hann hefur val-
ið sér busetu. Á vetrum er öllu ungu
fólki búinn staður við viskubrunna
skólanna, en hvert sumar gefur fólki
tækifæri til að setjast við viskubrunna
náttúrunnar og auka með því skiln-
inginn á lífinu, og um leið sjálfa lífs-
hamingjuna. Úti í náttúrunni sjá-
um við hvemig gróðurinn vinnur sér
vöxt og framtíð úr gróðurmold og af
skini sólar, hvemig hinar minnstu
lífverur aðlaga sig umhverfinu, hver
eftir sinni getu, hvemig áin niðar,
báran hjalar við sand og hvemig nátt-
úran sjálf leikur í heild á strengi
hörpu sinnar. Þá strengleika mega
engir íslendingar láta fram hjá sér
fara á þessu blessaða sumri.
Ingvar Gíslason alþingismaður:
Samvinnustefnan er sóknarafl
íslenskraralþýðu tilsjávarog sveita
Skattskráin lögð fram
INNGANGSORÐ
Ymsum hefur þótt gæta deyfð-
ar í félags- og menningarmálum
samvinnuhreyfingarinnar. En
ánægjulegt er, að breytingar
eiga sér nú stað í þessu efni, og
má það ekki liggja í láginni.
Ég nefni fyrst, að timaritið
Samvinnan er smám saman að
endurheimta stöðu sína sem
framvörður samvinnuhreyfing-
arinnar. Bók Páls á Laugum um
Hallgrím Kristinsson er tíma-
bært verk um þennan einstæða
brautryðjenda nútímasamvinnu-
starfs. Rannsóknir og ritgerðir
Gunnars Karlssonar varðandi
samvinnusögu er gleðilegur
vottur um að Háskóli íslands er
með lífsmarki, og starf Helga
Skúla Kjartanssonar að rann-
sókn og ritun íslenskrar sam-
vinnusögu er fyrir mörgum eins
og uppfylling vona um að sam-
vinnuhreyfingin fái að njóta
sannmælis í framfarasögu ís-
lands og réttindabaráttu ís-
lenskrar alþýðu á 19. og 20. öld.
Þá ber að hafa í huga um-
ræður innan samvinnuhreyf-
ingarinnar um hlutdeild starfs-
fólks í stjórn kaupfélaga og
annarra fyrirtækja samvinnu-
manna. Á því sviði hefur margt
áunnist og mun vonandi aukast
á komandi árum.
Umræður um samvinnumál
og kynning á samvinnuhreyf-
ingunni er því miður fágætt
efni f útvarpi og sjónvarpi. —
Óvíst er, hvað slíku veldur, en
mestu mun þar ráða tómlæti
samvinnumanna sjálfra.
í fórum mínum er næstum 20
ára gamall fyrirlestur um sam-
vinnuhreyfinguna, sem ég flutti
á stjórnmálanámskeiði á Akur-
eyri veturinn 1957—58. Ég fæ
ekki betur séð en að þessi fyrir-
lestur haldi gildi sínu, en hann
er of langur í frumgerð til þess
að birtast sem grein í blaði. Ég
hef því stytt hann og fellt úr
kafla, en leyfi mér að biðja
blaðið að birta þá gerð, sem hér
liggur fyrir.
SAMVINNA OG SÓSÍALISMI
Ef við h'tum til upphafs sam-
vinnustefnunnar, sjáum við, að
á frumstigi hennar var örðugt
að greina á milli hennar og hins
j,venjulega“ sósíalisma. Báðar
þessar stefnur rekja ætt sína til
sama forföður, ef svo mætti
segja. Báðar eru skírgetin af-
kvæmi sömu foreldra, félags-
og sameignarkenninga, sem
fram komu snemma á 19. öld
til mótvægis við hið óhefta auð-
valdsskipulag, sem leiddi af sér
kúgun og arðrán.
En sósíalisminn og samvinnu-
stefnan fara hvort sína leið. —
Báðar þessar stefnur vilja vinna
á auðmagnsskipulaginu, en þær
greinir á um leiðir. Samvinnu-
stefnan, eins og hún hefur eink-
um komið fram og við þekkjum
hana best, er umbótastefna, sem
byggir á sjálfbjargarhvöt hinna
undirokuðu og félagshyggju
þeirra samtvinnuðum. Án víð-
tækrar félagshyggju, samhliða
sjálfsbjargarviðleitni, getur sam-
vinnustefnan varla unnið sitt
gagn. Þó að við höfum trúlega
aldrei átt öflugri né sannari
samvinnumenn en Robert Ow-
ens hinn enska og Charles
Fourier hinn franska, þá gátu
tilraunir þeirra um „samvinnu-
nýlendur" ekki blessast, af því
að þeir menn, sem völdust til
byggðar í nýlendunum voru
ekki gæddir nauðsynlegri fé-
lagshyggju og ósérplægni. Hug-
myndir þeirra um samvirkt
þjóðskipulag voru „góðar á
pappír" og glæsilegt stefnu-
Ingvar Gíslason, alþingismaður.
skráratriði, en furðu óraunsæj-
ar. Þær voru langt á undan sín-
um tíma. Einmitt þess vegna
hafa þær ekki komið að því
haldi til 'þjóðfélagsbetruniar
sem höfundar þeirra væntu og
og vörðu allri orku sinni og
fjármunum til að sanna í verki.
Allt er háð þróun, allt verður
að framkvæma stig af stigi. Ef
menn ætla að ganga upp stiga,
er það gætinna manna háttur
Fyrri hluti
að stíga eitt þrep í spori. En ef
þeir hyggjast stökkva af neðsta
þrepi upp í hið efsta, er viðbúið,
að þeir taki bakföll og hrapi
niður allan stigann og liggi
lemstraðir á jafnsléttu, svo að
þeir eiga erfitt með að rísa á
fætur og reyna uppgöngu að
nýju. Slík er táknmynd þess
sem gerist, þegar menn ætla að
umbylta ríkjandi þjóðskipulagi
án þess að taka tillit til þróunar-
lögmáls.
Mikill hluti sósíahsta hefur
eigi að síður valið þá leið. Þeir
hafa trúað á snöggar umbylt-
ingar og lögþvingun sem sjálf-
sögð úrræði, án þess að gefa
gaum að nauðsynlegri þróun í
hugarfari manna og án þess að
átta sig á harðýðgislegum af-
leiðingum byltinga vegna innan-
landsófriðar og mannfórna. —
Jafnvel hægfara sósíalistar trúa
fæstir á samvinnuna sem úrræði
í alhliða þjóðfélagsflramförum
frá auðhyggju til félags- og sam-
eignarskipulags. Þeir hafa fram
til þessa litið á það sem nauð-
syn þjóðfélagsframfara, að rík-
isvaldið væri sterkt, ætti og
ræki atvinnutækin, gerði áætl-
anir og hefði frumkvæði að fé-
lags- og efnahagslegum umbót-
um. Þess vegna hefur það
ávallt verið frumstefnúskrárat-
riði sósíalista, að ríkisvaldið
tæki til sín þann auð, sem fyrir
er og talinn er eign einstakl-
inga og nýtti hann í þágu al-
þjóðar. Þetta hafa sósíalistar
framkvæmt víða um heim, ým-
ist í litlum eða stórum mæli, og
oft notið fulltingis annarra
flokka. T. d. hefur Framsókn-
arflokkurinn staðið fyrir því að
ríkið tæki á sínar herðar ýmsan
rekstur, enda eru framsóknar-
menn ekki svo kreddufastir, að
þeir telji þjóðnýtingu aldrei
koma til greina. En Framsókn-
arflokkurinn sem samvinnu-
flokkur telur þó best á því fara,
að meiriháttar atvinnurekstur,
t. a. m. stóriðja og verslun, sé
rekin af samvinnufélögum.
Ég minntist á tilraunir Owens
og Fouriers til þess að skapa
samvinnuþjóðfélag og gat þess,
að þær hefðu ekki heppnast og
því litlu orkað í þá átt að breyta
þjóðfélaginu og eignaskiptingu
innan þess. Ég hef einnig drep-
ið á vantrú sósíalista á sam-
vinnustefnuna sem alhliða upp-
byggingarstefnu fyrir framtíð-
arþjóðfélagið. Að hyggju sósíal-
ista var samvinnustefnan aðeins
kák, örlítil bót á slitið fat, en
ekki allsherjarleið að settu
marki. Þeir héldu því fram, að
eignalausir verkamenn gætu
ekki með samvinnufélögum sín-
um skapað nægilegan auð til
þess að taka alla freimleiðslu og
versun í sínar hendur. Þessu
halda „sósíalistar" fram enn í
dag, þótt saga síðustu 100 ára
afsanni kenningu þeirra. Þróun
kaupfélaga sýnir, að einmitt
þessi leið var hin greiðfærasta
og sanngjamasta umbótaleið, sú
leiðin, sem minnstum átökum
olli og alls engri blóðsúthell-
ingu.
„AUÐMAGN AF ENGU“
Síðla árs 1844, þegar hungur og
atvinnuleysi var að gera út af
við tilveru fátækra verksmiðju-
starfsmanna í Rochdale á Eng-
landi, varð til vísir hins fyrsta
kaupfélags, sem síðan hefur
orðið fyrirmynd kaupfélaga um
allan heim. Þessir fátæku iðn-
verkamenn voru með öllu
óskó|agengnir, höfðu að vísu
aflað sér nokkurrar þekkingar
um þjóðfélagsmál, voru allkunn-
ugir pólitískum kenningum
landa sinna, Owens og Kings,
og höfðu áður starfað í félags-
skap, sem stofnaður hafði verið
að forgöngu hins fyrmefnda. Sá
félagsskapur hafði ekki annað
gildi fyrir vefarana í Rochdale
en að þjálfa þá í félagsstörfum
og opna augu þeirra fyrir mikil-
vægi samvinnu og samhjálpar.
Þetta var að vísu mikilvægt
menntunaratriði, en hagnýtt
gildi þótti vafasamt, eins og
margt af því, sem Robert Owen
kom fram með í verki. Owen
var sjálfur mjög vantrúaður á
fyrirtæki þessara „Gefjunar-
karla“, þegar þeir stofnuðu
kaupfélagið í Rochdale í þeim
tilgangi að bæta neyð sína. —
Hann var sama sinnis og sósíal-
istar, að ekki væri hægt fyrir
örfátæka iðnverkamenn að
að „skapa auðmagn af engu“,
eins og þeir orðuðu það. Án þess
að taka auð hinna ríku til sín
töldu þeir, að verkamenn gætu
hvorki orðið sínir eigin kaup-
menn né vinnuveitendur.
En upphafsmenn ensku kaup-
félaganna komu auga á aðra
leið. Þeir vissu, að menn græddu
á verslun og hún var undirstaða
auðsöfnunar einstakra Inanna
og ættarframfæri. Þeir gerðu
sér ljóst, að gróða sinn fengu
kaupmenn af því einu, að þeir
tóku hátt gjald fyrir að hafa
vörur á boðstólum, vörur, sem
verkamenn þurftu á að halda.
Þess vegna töldu þeir, að greið-
asta leiðin til að afla fjármagns
lægi um verslun og best færi á
því að þeir gerðust sjálfir sínir
eigin kaupmenn og öfluðu nauð-
synja sinna fyrir eigin frum-
kvæði og dreifðu milli sín á
kostnaðarverði.
Vefararnir í Rochdale reynd-
ust sannspáir um skjóta auð-
sköpun með verslun. Þó að
höfuðstóll verslunar þeirra væri
lítill í fyrstu, safnaði hann eigi
að síður utan á sig með tíman-
um, og ekki leið á löngu áður
en kaupfélag þeirra var orðið
svo öflugt, að það gat ekki ein-
vörðungu séð um þarfir félags-
manna sinna, heldur gátu fleiri
gert góð kaup í kaupfélagsbúð-
inni. Eftir því sem fjármagnið
jókst reyndist auðveldara að
leggja í fleiri framkvæmdir. —
Næsta stig framkvæmdaþróun-
arinnar var að stofnsetja verk-
smiðjur til að frameliða nauð-
synjavarning og veita á þann
hátt félagsmönnum trygga at-
vinnu. Fyrst keypti félagið hlut
í kornmyllu, síðan setti það á
stofn skósmíðaverkstæði og
saumastofu og nokkru síðar
klæðaverksmiðju, sem vann
dúka úr ull og baðmull. Það
jók verslunarstarfsemi sína
með stofnun útibúa um borg-
ina og kom upp heildverslun.
Þetta gerðist allt á einum ára-
tug, 1845—55. Enn átti þetta
litla kaupfélag Rochdale-vefar-
anna eftir að eflast, en sú saga
verður ekki rakin hánar, en
aðeins bent á, að kaupfélags-
starfsemin óx óðfluga um allt
England, og þróunarsagan er
hin sama sem í félagi brautryðj-
endanna. Eins og horfir í dag,
eru samvinnufélög einhver öfl-
ugustu fyrirtæki, sem starfa í
verslun og iðnaði á öllum Bret-
landseyjum. Frá Englandi barst
hreyfingin út um önnur lönd og
hefur náð mjög örum vexti
víða, ekki síst í fremstu lýðræð-
islöndum á borð við Norður-
lönd.
Framhald greinarinnar verð-
ur birt í næsta blaði. Þar verð-
ur greint frá íslenskri samvinnu-
hreyfingu og fjallað um mikil-
vægi hennar fyrir land og þjóð
í næstum 100 ár.
Skattskrá Norðurlandsumdæm-
is eystra 1977 hefur verið lögð
fram og koma þar m. a. fram
eftirfarandi upplýsingar:
Heildarfjárhæð álagðra
gjalda í umdæminu er kr.
3.777.042.081 hjá 11. 769 einstakl-
ingum og 713 félögum. Nemur
heildarhækkun frá álagningu
1976 36,18%.
Álagningin sundurl. þannig í
höfuðdráttum:
Tekjuskattur 1.366 millj. kr.
Hækuun frá álagningu 1976
27,5%. — Eignarskattur 106
millj. kr. Hækkun frá álagningu
1976 27,5%. — Aðstöðugjald kr.
348 mill. Hækkun frá álagningu
1976 52,8%. Útsvör 1.428 millj.
kr. Hækkun frá álagningu 1976
48,0%. — Skyldusparnaður:
Sjúkratryggingargjaljd kr. 156
millj. Hækkun 35,5%. Atvinnu-
rekstrargjöld o. fl. kr. 390 millj.
Hækkun frá 1976 44,2%.
Álagður söluskattur og sölu-
gjald 1976 var kr. 2.007 millj. kr.
og nemur heildarhækkun frá
árinu 1975 43,9%.
Hæstu gjaldendur í umdæm-
inu eru sem hér greinir samkv.
meðfylgjandi skrám:
.Akureyri, einstakl. (gjöld alls):
Leó P. Sigurðsson, Oddeyrar-
gata 5, kr. 9.906.293.
Ingvi Jón Einarsson, Stórholt
9 kr. 3.861.914.
Hörður Þórleifsson, Kolgerði
3. kr. 3.554.956.
Baldvin Þorsteinsson, Kotár-
gerði 20, kr. 3.487.506.
Valdimar Baldvinsson, Ás-
vegur 27, kr. 3.400.565.
Jón G. Sólnes, Bjarkarstígur
4, kr. 3.261.166.
Oddur Karl Thorarensen,
Brekkugötu 35, kr. 3.234.869.
Loftur Magnússon, Hamra-
gerði 25, kr. 3.233.645.
Steinar Þorsteinsson, Bjark-
arstígur 3, kr. 3.212.862.
Baldur Ingimarsson, Bjarma-
stígur 10, kr. 2.416.931.
Eyjafj.sýsla, einst (gjöld alls):
Sturla Eiðsson, Þúfnavöllum
I, Skriðuhreppi, kr. 1.776.204.
Snorri Halldórsson Hvammi,
Hrafnagilshr., kr. 1.718.033.
Brynjar Valdimarsson, Krist-
nesh. Hrafnag.hr. kr. 1.706.725.
Þingeyjars., einst. (gjöld alls):
Stefán Óskarsson, Rein,
Reykjahreppi, kr. 4.982.792.
Birkir F. Haraldsson, Bjargi,
Skútustaðahr., kr. 1.875.418.
Jón A. Sigfússon, Víkurnesi,
Skútustaðahr., kr. 1.831.653.
Húsavík, einstakl. (gjöld alls):
Ólafur Ólafsson, Stórigarður 13,
kr. 4.302.835.
Stefán Pétursson, Skólastíg 1,
kr. 2.126.032.
Gjaldskrá hitaveitunnar
legum hitunarkostnaði. Heimilt
er að selja neysluvatn. sam-
kvæmt vatnsmæli til þeirra
húsa, sem ekki eru hituð upp
með hitaveitu og verður gjaldið
165 krónur fyrir hvern rúm-
metra vatns.
Á bæjarstjórnarfundi í gær, var
tekin fyrir gjaldskrá Hitaveitu
Akureyrar til síðari umræðu.
Bent skal á nokkur atriði henn-
ar, eins og hún lá fyrir:
Vatnsrennsli að hitunarkerfi
húsa, skal takmarkað í stillan-
lega hemla, sem ákveða há-
marksrennsli til húsanna. Verð
samkvæmt gjaldskránni skal
vera 3.300 krónur fyrir hvern
mínútulítra á mánuði. Þar sem
vatn er selt um hemil til upp-
hitunar, afgreiðir hitaveitan
kranavatn til heimilisnota án
sérstaks orkugjalds, að því
marki, sem hún telur næfeijegt
í venjulegum tilfellum.
Talið er að, að þessi vatns-
notkun verði um 12% af venju-
Heimæðagjöld skal reikna af
öllu húsrými á viðkomandi lóð,
hvort sem það verður allt tengt
hitaveitukerfi eða ekki. Heim-
æðagjaldið er reiknað 165 þús-
und krónur á hvert inntak, að
viðbættum 180 krónum sinnum
rúmmetrarnir. Sem dæmi má
nefna, að 500 rúmmetra hús
borgar 255 þús. króna heimæða-
gjald, en 400 rúmmetra hús,
237 þúsund krónur.
Sigurður Sigurðsson, Sól-
brekka 11, kr. 2.017.485.
Jón Þorgrímsson, Garðars-
braut 64, kr. 1.955.503.
Hafsteinn Skúlason, Fossvell- "
ir 16, kr. 1.948.671.
Ólafsfjörður, einst (gjöld alls):
Svavar Magnússon, Hlíðarv. 67,
kr. 2.568.726.
Björn Kjartansson, Hlíðar-
vegur 53, kr. 2.071.910.
Árni Helgason, Hlíðarvegur
71, kr. 1.724.200.
Hilmar Jóhannesson, Ólafs-
vegur 26, kr. 1.525.623.
Ólafur Jóakimsson, Gunn-
ólfsgötu 10, kr. 1.310.152.
Dalvík, einstakl. (gjöld alls):
Ingólfur Lilliendahl, Goða-
braut 4, kr. 2.820.824.
Eggert Þórir Briem, Smára-
vegi 4, kr. 1. 993.448.
Sigurður Haraldsson, Hólav.
13, kr. 1.932.916.
Hallgrímur Antonsson, Báru-
gata 13, kr. 1.770.801.
Sighvatur Kristjánsson, Hjarð
arslóð, kr. 1.552.436.
Akureyri, félög (gjöld alls):
Kaupfélag Eyf. kr. 98.253.730.
Slippstöðin hf. kr. 29.399.515.
Útg.fél. Ak. hf. kr. 26.534.282.
SÍS verksmiðjur kr. 26.515.290
K. Jónsson & Co. kr. 14.802.758
Eyjafj.sýsla, fél. (gjöld alls):
KEA, útibú Hrísey 5.907.747.
Norðurverk hf., Glæsibæjar-
hreppi, kr. 5.167.801.
Þingeyjars., félög (gjöld alls):
Kísiliðjan hf., Skútustaðahreppi
kr. 11.393.144.
Jökull hf., Raufarhöfn,
kr. 10.421.471.
Kaupfél. Svalbarðseyrar,
kr. 9.463.206.
Húsavík (gjöld alls):
Johns-Manville kr. 46.561.605.
Kaupfél. Þing. kr. 18.051.598.
Fiskiðjusaml. Húsav. 18.051.598.
Ólafsfjörður (gjöld alls):
Magnús Gamalíelsson hf.
kr. 10.832.038.
Nonni hf. kr. 4.438.310.
Dalvík (gjöld alls):
KEA, útibú kr. 15.445.476.
Tréverk hf. kr. 1.294.318.
Um búfjárhald á Akureyri
Jarðeignanefnd samþykkir að
auglýsa að reglugerð um búfjár-
hald í lögsagnarumdæmi Akur-
eyrar hafi öðlast gildi þann 21.
febrúar 1977. Samkvæmt reglu-
gerðinni skulu allir þeir, er
hyggjast halda búfé innan lög-
sagnarumdæmisins sækja um
leyfi til þessa til bæjarráðs. —
Nefndin leggur til, að þeir sem
eiga búfé við gildistöku reglu-
gerðarinnar skuli hafa frest til
15. september n. k. til þess að til-
kynna búfjárhald sitt og sækja
um leyfi til búfjárhalds ella fell-
ur niður heimild þeirra til þess
að halda búfé.
Nefndin leggur til að gjald
fyrir leyfi til búfjárhalds verði
sem hér segir:
Fyrir sauðfé kr. 100 á kind.
Fyrir hesta kr. 1.000 á hest.
Hámarksgjald á lögbýlisjörðu
verði þó kr. 5.000.
Gjald fyrir svína- nautgripa-
og alifuglagjald utan lögbýlis-
jarða verði kr. 5.000.
Nefndin leggur til að ekki
verði innheimt sérstakt búfjár-
gjald fyrir næsta ár.
Nefndin leggur til að Hesta-
mannafélagniu Létti verði gef-
inn kostur á að taka Glerárdal
á leigu til haustbeitar fyrir
hross félagsmanna fyrir kr.
80.000. Ella verði hagatollur á
afrétti kr. 1.200 fyrir hest.
Nefndin leggur til að haga-
tollur á afrétti Akureyrar verði
kr. 120 á kind.
Happdrætti Framsóknarfl.
Dregið var í happdrættinu 10. júní sl. og hlutu eftirtalin númer
vinning:
18933: Vöruúttekt eða ferð fyrir kr. 500.000.
29941: Vöruúttekt eða ferð fyrir kr. 300.000.
33051: Vöruúttekt eða ferð fyrir kr. 200.000.
1553, 10404, 14057, 30257 og 35086: Vöruúttekt eða ferð fyrir kr.
100.000 — hver vinningur.
4049,14284, 17326 og 19758: kr. 50.000 hver vinningur.
3013, 18124, 24743 og 32356: kr. 30.000 hver vinningur.
5123,10865, 12763 og 28415: kr. 20.000 hver vinningur.
7435, 10695, 17234, 18164, 21760, 27542, 29002, 29046, 29979 og 30958:
Úttekt fyrir kr. 10.000 hver vinnnigur.
(Birt án ábyrgðar).
Vinningsmiðum skal framvísa til happdrættisskrifstofunnar, Rauð-
arárstíg 18, Reykjavík, sem gefur upplýsingar um úttektarstaði og
tilvísanir fyrir úttekt
Jón tekur
við Hlíð
Frú Sigríður Jónsdóttir, for-
stöðumaður Dvalarheimilisins
Hlíðar á Akureyri hefur sagt
upp starfi sínu frá 1. ágúst n. k.
Mun hún taka við starfi við
nýtt dvalarheimili aldraðra í
Hafnarfirði. Stjórn dvalarheim-
ilanna á Akureyri og í Skjald-
arvík og bæjarráð leggja til,
að Jóni Kristinssyni, forstöðu-
manni í Skjaldarvík, verði falin
forstaða beggja heimilanna frá
1. ágúst n. k. að telja. Á dvalar-
heimilunum Hlíð og í Skjaldar-
vík dvelja nú um 200 manns.
Jón Kristinsson,
forstöðumaður.
Fyrir miðju er Elín Aradóttir húsfreyja á Brún í Reykjadal og
formaður Sambands norðlenskra kvenna og með henni f. v. Helga
Jósepsdótir og Málfríður Sigurðardóttir, báðar í stjórn Kvenfé-
lags Reykdæla. (Ljósm.stofa Péturs).
Aðalfundur norðlenskra
kvenna haldinn í Hlíðarbæ
Samband norðlenskra kvenna
hélt aðalfund sinn að Hlíðarbæ
í Glæsibæjarhreppi 21. og 22.
júní s.l. í S.N.K. eru 7 sýslu-
sambönd með samtals rétt um
3000 félaga. Á fundinum í Hlíð-
arbæ voru um 30 fulltrúar og
gestir.
Formaður S.N.K. er Elin Ara-
dóttir, Brún, Reykjadal, aðrar
í stjórn eru Sigríður Hafstað,
Tjörn, ritari og Guðbjörg
Bjarnadóttir, Akureyri, gjald-
keri.
Á aðalfundi S.N.K. 1975 var
mælst til þess að kvenfélögin
gerðu á næstu tveim árum sam
eiginlegt átak til styrktar Sól-
borgarhælinu á Akureyri. í
fyrra safnaðist í kring um 2
milljónir króna og í ár hafa
þegar safnast 3 milljónir og hafa
þó ekki öll kvenfélög gert skil
ennþá.
Á vegum S.N.K. verður garð
yrkjunámskeið í Garðyrkju-
skólanum í Hveragerði seinast
í ágúst, og munu 17 konur frá
S.N.K. sækja það.
Á döfinni er að ráða garð-
yrkjuráðunaut með búsetu á
Norðurlandi í samvinnu við
Ræktunarfélag Norðurlands.
Auk þess hafa kvenfélögin eftir
sem áður aðgang að garðyrkju-
ráðunautum Búnaðarfélags ís-
lands sem eru landsráðunautar.
S.N.K. hefur orlofsnefnd á
sínum vegum. Hefur orlofsdvöl
húsmæðra á Norðurlandi verið
að Laugalandi í Eyjafirði und-
anfarin ár. í ár verður orlofs-
dvöl húsmæðra að Hrafnagili í
samvinnu við orlofsnefnd
Reykjavíkur. Þar verða um 80
konur af Norðurlandi á tíma-
bilinu 25. júní til 25. ágúst.
Á fundinum voru samþykktar
margar tillögur og ályktanir,
svo sem tillaga um friðun rjúp-
unnar, áskorun til félagsmála-
ráðuneytisins um að það taki
aftur í sínar hendur fjárveitingu
til orlofsnefnda og að það fé
verði vísitölutryggt. Einnig
áskorun til landbúnaðarráðu-
neytisins um ráðningu garð-
yrkjuráðunautar á Norðurlandi
og síðast en ekki síst áskorun til
Menntamálaráðuneytisins um
að fjölgað verði í tannlækna-
deild Háskóla íslands, þannig
að öruggt sé að framvegis njóti
allir íslendingar jafnrar aðstöðu
til tannlæknaþjónustu. En til-
finnanlegur skortur ér á tann-
læknum úti á landsbyggðinni.
(Fréttatilkynning).
Breytt um veiðar
Ætlunin er að beina fiskiskipa-
flotanum meira til annarra
veiða en þorskveiða í sumar.
Börkur frá Neskaupstað hafði á
sunnudagskvöld, eftir fjögurra
sólarhringa veiðar með flot-
vörpu, fengið 1040 lestir af kol-
munna á Héraðsflóadýpi. Fór
hann allur í bræðslu, enda mikil
áta í honum.
Unnið er að því að fá tvo báta
til að prófa tveggja skipa vörpu
þá, sem flutt hefur verið til
landsins og ætluð til kolmunna-
veiðanna, og er talið líklegt, að
bátar frá Vestmannaeyjum
verði fengnir til þeirra tilrauna-
veiða.
Fyrsta sumarloðnan hefur nú
borist á land. Það var Súlan frá
Akureyri, sem kom með 680
lestir og Gullberg var þá á leið
til lands með 560 lestir. Aflann
fengu skipin 55—60 mílur norð-
ur af Straumnesi og þar var
þriðja loðnuskipið búið að fá
nokkra veiði og á leiðinni á
þessi mið voru nokkur skip
sama dag.
200 skátar
frá Akureyri
Tvö hundruð skátar frá Akur-
eyri lögðu af stað á laugardag-
inn á landsmót skáta á Úlfljóts-
vatni, þar sem alls voru um
1500 þátttakendur, þar af 82
norskir skátar, sem afhentu ís-
lenskum skátum gjöf við styttu
Leifs Eiríkssonar á Skólavörðu-
hæð á sunnudaginn. Landsmót-
ið stendur til 24. júlí og sjá Ak-
ureyrarskátar um dagskrá
mótsins.
Gunnar Helgason og Hulda
Þórarinsdóttir eru skátaforingj-
ar karla óg kvenna hér á Akur-
eyri.
4•DAGUR
DAGUR•5