Dagur - 20.07.1977, Síða 8
DAGTJR
EINANGRUNARBAND
Skemmtilegt íþróttamót
Hafsteinn Þorvaldsron og Sigurður Geirdal
(Ljósm. E. D.)
Frá Árósum í Danmörku kom hingað til lands 45 manna
hópur frjálsíþróttafólks á vegum Ungmennafélags ís-
lands. En samskipti við íþróttafólk þar í landi og á hinum
Norðurlöndunum við UMFÍ hafa vaxið mjög á undanföm-
um árum og ungmennafélagar og íþróttafólk skiptist á heim-
sóknum.
starfseminni hér um slóðir. —
Mótsstjóri var Sveinn Jónsson.
Að íþróttakeppni lokinni var
efnt til kvöldvöku og var reglu-
legur kvöldvökublær yfir henni,
eins og hann getur bestur orðið.
Þá var mikið sungið og fjörlega
dansað á eftir svo allir skemmtu
sér hið besta. Öll var móttaka
í Árskógi hin myndarlegasta og
heimamönnum til sóma.
í dag, mánudag, er erlenda
fólkið á Akureyri, losar sig
væntanlega við eitthvað af
ferðapeningunum sínum og hef
\ ur frídag.
í gær, sunnudag, var landið
skoðað og þá var hópnum boðið
til kaffisamsætis á Melum, hjá
ungmennafélagi Möðruvalla-
sóknar og skorti þar ekkert á
ágætar móttökur. Það má með
sanni segja, að við og danska
íþróttafólkið sé bæði ánægt og
þakklátt fyrir hinar ágætu mót-
tökur hér norðanlands.
Hingað til Norðurlands kom
danska íþróttafólkið á föstudag-
inn og hélt fyrst til Stórutjam-
arskóla, þar sem HSÞ tók á
móti því og sýndi því sýsluna.
Síðan stóð UMFf og USE að
frjálsíþróttamóti í Árskógi á Ás-
skógsströnd. En þar hefur ung-
mennafélagið Reynir komið
upp góðum grasvelli og annarri
íþróttaaðstöðu.
Blaðið hitti á mánudaginn að
máli þá Hafstein Þorvaldsson,
formann UMFÍ, og Sigurð Geir-
dal framkvæmdastjóra þess og
Hlaut prófessors-
embætti við
Háskóla íslands
Dr. Herði Kristinssyni hefur
verið veitt prófessorsembætti í
grasafræði við Háskóla íslands,
frá 1. júlf þessa árs að telja. —
Hann hefur sagt upp starfi sínu
við Náttúrugripasafnið á Akur-
eyri, en því hefur hann veitt
forstöðu um nokkurra ára skeið
með miklum sóma.
spurði þá um ferð hins erlenda
íþróttafólks. Þeir sögðu meðal
annars:
Frjálsíþróttamótið á Árskógs-
strönd var mjög skemmtilegt og
þáttaka var óð. En mót þetta
var opið öllum og áhorfendur
voru fleiri en á ýmsum frjáls-
íþróttamótum í Reykjavík. Sýn-
ir það ómetanlegan áhuga sveita
fólksins og fleiri á frjálsíþrótta-
í Ungmennafélagi íslands eru
nú tæplega 20 þúsund manns í
200 félögum víðsvegar um land
og hefur félagatalan nær tvö-
faldast síðan 1970. Og starf
margra ungmennafélaga og
hinna 18 héraðssambanda
þeirra er ört vaxandi, sögðu
forystumenn ungmennafélag-
anna. Um 170 félagsmálanám-
skeið hafa verið haldin víða
um land síðan 1970, og hefur fé-
lagsmála- og kynningastarfið
borið mikinn og góðan ávöxt.
600 hross verða flutt út á þessu ári
Dr. Hörður Kristínsson.
Búið er að selja úr landi 300
hesta það sem af er árinu, og
með eru taldir um 60 hestar, er
fara einhvern næsta dag til Sví-
þjóðar, Noregs og Danmerkur,
og eru nú öll hross flutt í flug-
vélum, sem seld eru úr landi.
Gert er ráð fyrir, að útflutn-
ingur hrossa síðari hluta ársins
verði svipaður, eða samtals 600
hross á árinu. Verðið hefur far-
ið hækkandi og nú eru það eink-
um tamin hross, sem út eru
flutt. Þá var fyrir skömmu
flogið með 30 hross til Banda-
ríkjanna og er það nýjung. Þar
er sögð allmikil eftirspum, sem
talin er stafa af hinni miklu þol-
reið vestra í fyrra og hinu ótrú-
lega þoli, sem íslenskir hestar
sýndu þar og frægt varð.
Samband íslenskra samvinnu-
félaga er stærsti útflytjandi ís-
lenskra hrossa.
Stóð rekið á fjall
Sauðárkróki 18. júlí. Grasvöxtur
er orðinn mikill, sláttur er fyrir
nokkru hafinn, en vegna óþurrk
anna hefur ekki verið farið í
heyskapinn af krafti. Og nú
sprettur óðfluga, og ekki geta
menn lengi haldið að sér hönd-
um.
Um helgina var stóð rekið til
afréttar, en samkvæmt reglu-
gerð má það ekki fyrr en 15.
júlí. Á laugardag og sunnudag
var stóðið rekið í stórum flokk-
um til heiðalandanna, t. d. á
Staðarafréttina, en það gera
menn hér um slóðir. Þetta var
hin skemmtilegasta ferð, enda
hið besta veður. Heiðarnar eru
mjög vel grónar.
Drangeyjan landaði 185 tonn-
um í dag, svo að það má eitt-
hvað taka til hendi. Yfirleitt
vantar fólk til starfa hér á Sauð-
árkróki,- G. Ó.
'X I—\r~ tí cx irr xr
llli UU \h SL lli LjljLI
• Sumt af ullinni
kemur ekki
til skila.
Ábyrgir menn staðhæfa, að
allt að þriðjungur af hinni
verðmætu og eftírsóttu ull
komi ekki til skila, vegna
vanrækslu fjáreigenda. Þar
að auki sé hirðingu fjárins
í ýmsu áfátt, svo og meðferð
ullarinnar. Ljótt ef satt er,
og víst er um það, að ís-
lenska ullin hefur ekki verið
hátt metin á undanförnum
árum, nema þeim allra síð-
ustu, og löngum svo lágt met-
in til verðs,,að sumum bænd-
um hefur ekki þött til mik-
ils að vinna að taka ullina
af fénu fyrr en á liaustin. En
víða fer það mjög í vöxt að
vetrarrýja sauðfé og fæst þá
betri ull og vel fóðruðurri
ám líður betur.
• Órúíðféá
og í heima
högum.
Jóhann Þorvaldsson, skóla-
stjóri á Siglufirði, leit inn á
skrifstofur blaðsins, nýkom-
in úr ferðalagi. Sá hann á
leið sinni frá Hornafirði til
Egilsstaða og þaðan tíl Ak-
ureyrar svo margt órúið fé,
að hann furðaði á því. Sagð-
ist hann víða á Austurlandi
hafa séð heyskapinn í full-
um gangi og órúnar kindur
við túngarðinn. Á einu túni
sá hann sex hrúta og alla í
ull. í einum stað sá hann
þrjár ær standa í læk ein-
um til að kæla sig og allar
órúnar. Frá Egilsstöðum til
Ljósavatnsskarðs sá Jóhann
260 kindur, auk lamba, og
þar af 90 órúnar. Frá Ljósa-
vatnsskarði til Eyjafjarðar
sá ferðamaðurinn enga kind
órúna. Þctta gefur tilefni til
margra hugleiðinga, sagði
ferðamaður. En einnig var
gleðiefni að sjá hve sveita-
bæir á allri þessari leið litu
miklu betur út á allan hátt,
en fyrir tiltölulega fáum ár-
um.
Ullariðnaður-
inn getur tekit
á móti mörgu
Hjörtur Eiríksson, fram-
kvæmdastjóri Iðnaðardeild-
ar SfS sagði fyrir skömmu,
að í ullariðnaðinum einum
myndi geta skapast atvinna
fyrir á annað þúsund manns.
Þegar þetta er haft í huga,
og óvéfengdar fregnir af
háu verði á ullarvörum er-
lendis, og sennilega ótæm-
andi markaða úti í hinum
stóra heimi, vegna séreini
kenna íslensku ullarinnar og
vörum úr henni, er enn nauð-
synlegra en áður að fara vel
með þetta góða iðnaðarhrá-
efni. Og I framhaldi af því,
sem fyrr er að" vikið, og efth<
ferðamanni haft, mun nú á
ýmsum stöðum smalað tíl
rúnings og fækkar þá órúnu
fé á fjalli.
Mývetningur kom á skrif-
stofuna á mánudaginn og
spurði, hvort „j“ ætti að vera
I orðunum net og dekk í
fleirtölu. Samkvæmt úr-
skurði tveggja íslenskufræð-
inga, var net í eignarfalli
fleirtölu ritað með „j“, en á
síðari timum er orðið ritað
j laust. Orðið beygist eins og
ber.
Um dekk sögðu málfræð-
ingarnir að það væri tökuorð
og ckki hefði hefð skapast
um hvernig skrifa bæri.
• Lesandi spyr.
Lesandi spyr, hvort ekki
verði sleginn og hirtur gras-
blettur á milli Kotárgerðis
og Mýrarvegar. Það hefur
ekki verið gert síðustu árin.
Þar er þvi kafgras og gott
fyrir þá, sem skepnur eiga,
að fá að slá blettínn. Hins
vcgar er hann Ijótur og til
óprýði eins og hann hefur
verið. Þessari ábendingu er
komiö áleiðis til þeirra aðila,
sem um eiga að sjá.
Frá lögreglunni á Akureyri
Á miðvikudagsmorguninn valt
bifreið hjá Brunnastöðum á
Þelamörk. Ökumaður var einn
í bílnum og slapp hann ómeidd-
ur, en bíll hans skemmdist mik-
ið. Síðar sama dag urðu tveir
bifreiðaárkestrar í bænum, en
ekki urðu slys á mönnum. —
Næstu dagar voru fremur ró-
legir, en um helgina var nokk-
ur ölvun að venju og þá voru
tveir menn teknir, grunaðir um
ölvun. Nokkur umferðalagabrot
voru framin þessa daga.
Spikfeitur urrioi í Laxá
Síðan 3. júlí hefur sprottið vel
og er nú að verða sæmilega gott
gras á túnum og sláttur alls
staðar hafinn í Laxárdal. Það
vantar bara þurrkana ennþá,
sagði fréttaritari blaðsins,
Gunnlaugur Tr. Gunnarsson í
Kasthvammi.
Veiðihúsið okkar hér í Laxár-
dalnum var tekið í notkun 1974
og þykir gott þar að vera. Veiði-
félag Laxár og Krákár byggði
húsið. Veiðivörður nú er Helga
SigurbjöPnsdóttir, og er hún
jafnframt húsvörður. Veiði í
ánni hefur verið góð í sumar,
silungurinn stór og alveg sér-
staklega feitur, svo að ég man
ekki eftir honum feitari. Margt
gesta hefur komið í Laxárdalinn
í sumar, sagði Gunnlaugur. —
Myndin er af Helgu veiðiverði.
Tvö
ráðin
Nú hefur Leikfélag Akureyrar
ráðið sér nýja leikhússtjóra sem
taka við starfi Eyvindar Er-
lendssonar. Það eru hjónin
Brynja Benediktsdóttir og Er-
lingur Gíslason, sem við starf-
inu taka í sameiningu á næsta
leikári. Formaður. Leikfélags
Akureyrar er Jón Kristinsson.
Eflaust getur blaðið síðar flutt
fregnir af leikhússtarfinu.
sem kunnugt er, hefur starf-
semi Leikfélags Akureyrar
mjög færst í vöxt síðustu árin
og heldur sú þróun væntanlega
áfram.