Dagur - 31.08.1977, Blaðsíða 6

Dagur - 31.08.1977, Blaðsíða 6
Ferðafélag Akureyrar. 2.—4. september. Hljóðaklettar og Jökulsárgljúfur. Þátt- taka tilkynnist á skrifstofu félagsins fimmtudaginn 1. sept. Opið frá kl. 6—7. Munið minningarspjöld kven félagsins Hlífar. Allur ágóði rennur til barna- deildar Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Spjöld in fást í Bókabúðinni Huld, símaafgreiðslu sjúkrahúss- ins og hjá Laufeyju Sigurð ardóttur, Hlíðargötu 3. Systrabrúðkaup. Hinn 27. ágúst voru gefin saman í hjónaband í Akureyrar- kirkju ungfrú Guðrún Stefánsdóttir sjúkraliði og Anton Pétursson verka- maður. Heimili þeirra verð ur að Hamarsstíg 39, Akur eyri. — Einnig voru gefin saman í hjónaband sama sinnið ungfrú Sigrún Svava Stefánsdóttir verka- kona og Hjörtur Sigurðs- son húsasmiður. Heimili þeirra verður að Seljahlíð 3B, Akureyri. Síðastliðinn sunnudag voru gefin saman í hjónaband í Miðgarðakirkju í Grímsey brúðhjónin ungfrú Ingi- björg Gunnarsdóttir og Þorleifur Ólafsson sjó- maður. Heimili þeirra verð ur að Sveinsstöðum, Gríms ey- Akureyrarkirkja. Messað kl. 11 n. k. sunnudag. Sálmar nr. 48, 334, 191, 357, 248. — P. S. Laugalandsprestakall. Guðs- þjónustugjörð að Munka- þverá sunnudaginn 4. sept. n. k. kl. 13.30. Séra Hjálm- ar Jónsson á Bólstað mess- ar. — Sóknarprestur. Grenivíkurkirkja. — Messað n. k. sunnudag, 4. sept., kl. 2 e. h. — Sóknarprestur. Fíladelfía Lundargötu 12. — Almenn samkoma n. k. sunnudag kl. 20.30. Gestir taka þátt í samkomunni með söng og tali. Allir hjartanlega velkomnir. — Fíladelfía. Hjálpræðisherinn. Verið velkomin á , samkomu Hjálp- ræðishersins n. k. sunnudag kl. 16.30. Vitnis- burður og fjölbreyttur söngur. Lionsklúbburinn ■>TS Hængur. Fundur á Hótel KEA fimmtu daginn 1. sepember kl. 19.15. Lionsklúbburinn Huginn. — Félagar athugið. Fyrsti fund ur á nýju starfsári verður fimmtudaginn 8. setember kl. 12.15 á Hótel KEA. Mætið vel og stund- víslega. Nýja bíó endursýnir nú stór- myndina Patton er fjallar um þætti úr lífi hins mikil- hæfa hershöfðingja George S. Patton jr. Mynd þessi hlaut sjö Óskarsverðlaun sem besta mynd ársins 1970. —- Næsta mynd verð- ur Hrillingsóperan, hroll- vekja með Tim Curry og Susan Sarandon í aðalhlut- verkum. Ung hjón eru á ferð í bíl sínum er einn hjólbarði springur á bíl þeirra, varadekkið reynist í ólagi og ætla þau því að leita aðstoðar í húsi þar í grend. Borgarbíó. Sýningum er nú að ljúka á hinni sérstöku mynd Á mörkum hins óþekkta, sem fjallar um dulræn fyrirbrigði, sýnt er meðal annars er þýskur læknir gerir skurðaðgerð á ungri stúlku án þess að hún verði vör minnsta sárs auka. Einnig er farið með myndavélina í katakomb- runar í Róm, þar sem miðli tekst að sýna myndatöku- mönnum andafund, þar sem andi birtist og kemur fram á filmunni. Margt fleira er sýnt í þessari mynd. — Næstu myndir eru Alfie darling, spreng- hlægileg og djörf bresk mynd er sýnd verður kl. 9. En kl. 11 verður sýnd myndin Yakuza glæpa- hringurinn, sem gerist að mestu í Japan. Kálfaslafrun Meðan sauðfjárslátrun stendur yfir verður kálfa- slátrun á föstudögum en ekki á mánudögum og þriðjudögum eins og verið hefur. Síðustu mánudags- og þriðjudagsslátranir verða. 5. og 6. september nk. og fyrsta föstudagsslátr- unin 16. september nk. og skal þá koma með kálfana milli kl. 2 og 5 e. h. á slátrunardegi. SLÁTURHÚS K.E.A. Hlufabréfa- sala Á aðalfundi H. f. Eimskipafélags íslands 20. maí 1977 var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 10% og að gefa hluthöfum kost á að kaupa aukningarhluti á nafnverði í réttu hlutfalli við hlutafjáreign þeirra. — Jafnframt var samþykkt að forkaupsréttur hluthafa skuli vera til 31. des- ember 1977. Með skírskotun til samþykktar þessarar tilkynn- ist hér með, að tekið er á móti pöntunum á aukn- ingarhlutum á skrifstofu félagsins í Reykjavík og hjá umboðsmönnum félagsins úti á landi. H. F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS Lögfræðiþjónusfa - Fasfeignasala Eyrarlandsvegur 5 herbergja íbúð 120 m 2 é miðhæð í tvíbýlishúsi. Mjög falleg ræktuð lóð. Húsið stendur á einum fallegasta stað í bænum. Glæsilegt útsýni. Lundargata Einbýlishús; hæð, ris og kjall ari. Á hæðinni er stofa, her- bergi og eldhús. i risi 3 her- bergi, snyrting og geymsla. Kjallari undir öllu húsinu. Lóð frágengin. Útborgun 2—3 milljónir á árinu. Laust í desember. Bakkahlíð Einbýlishús um 130 m~ — hæð og ris. Á hæðinni eru tvær samliggjandi stofur, eldhús, hol, búr og geymslur. í risi 4 svefnherbergi. Laus eftir samkomulagi. Grundargata 5 herbergja íbúð, 160 á tveim hæðum í tvíbýlishúsi. Góð lóð. Laus strax. Hag- kvæmir greiðsluskilmálar. Lögmaður: Ólafur B. Árnason hdl. Heimasími 19589. Frá Ullarmófföku KEA Frá og með 9. september nk. og þar til sláturtíð lýkur í haust verður ekki unnt að taka á móti ull. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA Héraðsfundur Héraðsfundur Eyjafjarðarpró- fastsdæmis verður haldinn í Ólafsfirði sunnudaginn 11. sept- ember næstkomandi. Auk venjulegra héraðsfundarstarfa verður rætt um „álit starfshátt- arnefndar þjóðkirkjunnar". — Reikningshaldarar og safnaðar- fulltrúar eru beðnir að senda til- skylin gögn strax. Umferðarslys og skemmdarverk Dráttarvél og bíll rákust harka- lega saman neðan við Steinskot um miðnætti síðastliðið laugar- dagskvöld. Bæði farartækin stórskemmdust og ökumaður bílsins var fluttur á sjúkrahús. Fyrir nokkru var gerð tilraun til innbrots í flóabátinn Drang, en tilraunin mistókst. Engu að síður vildu skemmdarvargarnir skilja eftir sig einhver ummerki og gripu þeir því til þess ráðs að stinga tvö göt á einn björg- unarbát skipsins. Hér er um mjög alvarlegt athæfi að ræða, eins og gefur að skilja, en sem betur fór var tekið eftir skemmdarverkinu. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, HÓLMFRÍÐAR HELGU THORARENSEN. Þórður Thorarensen, Wilma Thorarensen, Axel Thorarensen, Helga Katrín Thorarensen. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför GUÐRÚNAR RAGÚELSDÓTTUR, Gránufélagsgötu 51, Akureyri. Kristján Ólafsson, Guðmundur Ólafsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Jón Hannesson, Loftur Ólafsson, Valgerður Gísladóttir, Sigriður Ólafsdótttir, Ingvar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. 6•DAGUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.