Dagur - 14.10.1977, Blaðsíða 4

Dagur - 14.10.1977, Blaðsíða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFELAG DAGS Skrífstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Sá síðasti í síðasta leiðara blaðsins var því sleg- ið fram, í framhaldi af nauðsynleg- um aðgerðum til áð spoma við verð- bólgu, eyðslu, skuldasöfnun og braski, þyrftu stjómvöld að gera harðar aðgerðir, en líklegt væri þó, að stjórnvöld veldu aðrar leiðir á kosningaári. Þessi setning hefur vakið spum- inguna um það, hvort stjómvöld van- treystu öllum f jölda kjósenda á þann hátt, að ekki væri unnt að vænta fylgis eftir að hafa tekið á málum, svo sem vera þyrfti. í framhaldi af þessu vaknar einnig sú spurning, hvort þetta vantraust þingmanna á öllum almenningi, sem blaðið gerði ráð fyrir, væri byggt á pólitískum staðreyndum, þ. e. að fólki sé fyrir- munað að líta raunsætt á stöðuna í efnahagsmálum, og þar með verð- bólguna, og að því sé einnig fyrir- munað að skilja, að forsendur em ekki fyrir því að gera allt á skömm- um tíma og veita öllum mikið, svo sem krafa stéttanna hefur verið. Á undanfömum áram hefur stétta- baráttan í landinu farið harðandi og um leið hefur hún orðið einsýnni. Hún hefur borið þess merki, að menn hafa litið á ástandið sömu aug- um og gert var í Svartaskóla á dög- um Sæmundar í Odda. En þar var mælt, að sá sem þaðan gengi síðastur upp tröppumar, út í lífið, yrði hirt- ur af Kölska. En menn eiga ekki kunnáttu Sæmundar í Odda, sem gaf honum vald yfir þeim vonda. — í stéttabaráttunni hafa forvígismenn- imir brýnt félaga sína á því, að sá vondi tæki þann, sem síðastur færi og nú væri þeirra stétt orðin síðust og verst sett í hagsmunamálum. — Þetta hefur valdið þeim raðningi í þjóðfélaginu, að efnahagslega kemur þjóðin limlest frá leik. Nú stendur yfir fyrsta verkfall op- inberra starfsmanna hér á landi, og hefði mátt ætla, að forystumenn allra þeirra fjölmennu starfshópa vítt um land hefðu borið saman ráð sín við forystumenn annarra hagsmunasam- taka, áður en til baráttunnar var gengið. Er þá sennilegt, að upp hefði komið svipuð staða og raunin varð á hjá talsmönnum iðnaðar, landbún- aðar og sjávarútvegs á dögunum, er þeir lýstu yfir að vandamál stéttanna yrðu aðeins leyst sameiginlega. Ekki gat blaðið fengið af því fregn- ir í gær, að samningaviðræður væra að nýju upp teknar hjá samninga- nefndum ríkisins og opinberra starfs- manna. Hins vegar era viðræður í gangi í nokkram bæjarfélögum, en staðan óljós þar sem ekki er þegar búið að semja. UM BYGGÐASTEFNUNA r A þingi Fjórðungssambands Norðlendinga, sem nýlega ** var haldið í Skagafirði, flutti Áskell Einarsson, fram- kvæmdastjóri, erindi um jafnvægi í byggð landsins og hin ýmsu verkefni samtakanna. Hér fara á eftir kaflar úr ræðu framkvæmdastjórans. Um þjóðarsamstöðu um byggðastefnu. Tímabilið frá stríðslokum fram á áttunda áratuginn hefur ein- kennst af búseturöskun og verðbólgu. Þjóðin fór að til- einka sér ný vinnubrögð í með- ferð efnahagsmála, um áætlana- gerð og um skipulegar forgangs- aðgerðir til að ná fyrirfram- ákveðnu markmiði. Allir voru sammála um að þetta væri best gert með því að efla þá atvinnu- vegi sem fyrir voru. Eftir síld- veiðihrunið var lögð áhersla á bolfiskaflann. Þetta átti sína for- sögu með stækkun landhelg- innar, fyrst 1952 og síðan 1958 og ekki síst 1973, sem gjörbreytti aðstöðu hinna smærri sjávar- þorpa til að halda uppi atvinnu heima fyrir. Þetta var forsenda þess, að landsbyggðin var búin framleiðslutækjum til að efla atvinnulífið. Kjami byggða- stefnu var sá, að með landhelg- isstækkuninni var hægt að hrinda í framkvæmd fram- leiíjslustefnu, sem hafði örfandi áhrif á atvinnu- lífið út um landið. Með aðgerð- um Byggðasjóðs og stjórnvalda var komið í veg fyrir að þessi nýsköpunarstefna misheppn- aðist, eins og eftir 1946 og um 1960, þegar meginhluti togara- flotans, sem var úti á lands- byggðinni fór á hausinn og fluttist til Reykjavíkur. Hér er því um að ræða brýna atvinnu- málastefnu, sem byggist á ís- lenskum hagsmunum. Þessi stefna byggist m. a. á verka- skiptingu milli landsbyggðar- innar, sem voru áfram aðal- framleiðslusvæði, og höfuðborg- arsvæðisins, sem gegnir því hlutverki að vera þjónustu- kjarni landsins. Um sérstöðu Reykjavíkur. Á höfuðborgarsvæðinu er að eiga sér stað sú þróun að þunga- miðja höfuðborgarinnar er smátt og smátt að færast yfir til nágranna sveitarfélaganna. Svæðið verður því að skoðast sem ein heild skipulagslega og atvinnulega. í málflutningi for. ráðamanna borgarstjórnar Reykjavíkur vill þetta gleymast. Nú er augljóst að forráðamenn borgarinnar vilja ekki halda áfram þeirri þjóðarsamstöðu um byggðaaðgerðir, sem komast á á sjöunda áratugnum. Hræðsl- an við aðstreymið er horfin. — Þessi skoðanaskipti hljóta að vekja athygli landsbyggðarinn- ar, í beinu samhengi við bar- áttu sterkra afla á Faxaflóa- svæðinu um leiðréttingu á skipt- ingu alþingismanna á milli landshluta. Er það furða þótt dreifbýlisfólkið, sem er að verða minnihlutahópur í þjóðfélaginu, sé ekki ginnkeyptur að eiga mál sín undir mönnum, sem telja að megi lækna flest mein í at- vinnulífi borgarinnar, ef byggða aðgerðum verði hætt í landinu, og að sjálf höfuðborgin sitji við sama borð og hallærisbyggða- lög um lánafyrirgreiðslu úr Byggðasjóði. Ekki er ljóst á hverju stjórnarmenn Reykjavík- ur byggja þessar skoðanir sín- ar í raun og veru. Setjum svo, að þetta sé kosningastríð um hver sé mestur Reykvíkingur. Þó er hætt við að ekki verði aftur snúið. Það er mjög alvar- legt mál, að aðgerðir í byggða- málum, sem taldar eru sjálfsagt mál í nágrannalöndunum, valda ósætti milli landsbyggð- arinnar og höfuðborgarsvæðis- ins. Þetta getur haft ófyrirsjá- anlegar afleiðingar í þjóðfélag- inu, ekki síst fyrir Reykjavík, sem á allt undir landsbyggðinni. •H- Um heildarúttekt á kyggð^þróun í landinu. Það furðulega er, að töluverð- um erfiðleikum er háð að fá upplýst, hvernig fjármagni fjár- festingarsjóða skiptist á milli landssvæða. Sama er reyndar að segja um útlán almenna bankakerfisins til einstakra Iandshluta. Ekki er vafamál, að það er eitthvað, sem veldur því að þessi skipting er ekki lögð fram. Þess vegna er sú úttekt, sem stefnt er að í ályktun Al- þingis um athugun á lánastefnu Byggðasjóðs nauðsynleg. Sam- hliða verður ekki komist hjá því að skoða allt fjármögnunar- kerfið í landinu og áhrif þess á byggðaþróun. Þetta er veiga- mikið verkefni. Best er að stað- reyndirnar tali. Ekki er vafa- mál, að í ljós mun koma að Reykjavík og Reykjanessvæð- ið mun búa við eðlilegan hlut í Fiskveiðasjóði, og hafa verulegt forskot hjá Iðnlánasjóði, Iðn- þróunarsjóði og í Byggingasjóði ríkisins. Um helmingur af lán- um Iðnlánasjóðs fer til Reykja- víkur og yfir helmingur af fjár- magni Byggingasjóðs. Ljóst er, að lánafyrirgreiðsla Byggða- sjóðs nægir ekki til þess að jafna þessi met. Nauðsynlegt er að heildarframlag landshlut- anna komi fram á óvilhallan hátt. Um dreifingu búsetunnar. Því er mjög haldið á lofti, að fólki fækki í Reykjavík og jafn- vel á höfuðborgarsvæðinu. — Þetta kann að vera rétt í óveru- legum mæli. Hér er ekki um fækkun íbúa að ræða gagnvart landsbyggðinni, heldur ber á tilflutningi frá höfuðborgar- svæðinu til útlanda. Hverjar or- sakir eru fyrir þessari tilfærslu eru ekki Ijósar. Sennilega ráða hér um atriði, sem eru allri byggðaþróun óviðkomandi. — Mönnum er mjög tamt að miða byggðaþróun við starfstíma Byggðasjóðs, en hann hóf starf- ^emi sína í núverandi mynd í ársbyrjun 1972. Nú er orðið al- gengt í hagskýrslum að draga saman Re.ykjavík og Reykjanes- svæðið sem eina heild. Þetta er m. a. gert af hagræðideild Reykjavíkurborgar, enda er svæðið að verða ein atvinnu- heild, Þetta er m. a. gert af Hagfræðideild Reykjavíkur- borgar, enda er svæðið að verða ein atvinnuheild, þrátt fyrir skiptingu þess í Suðurnes og Innnes. Hlutfall Reykjanes- svæðið sem eina heild. — Þetta er meðal annars gert af hagfræðideild Reykjavíkur- og 1976. Á Vestfjörðum hefur íbúahlutfall lækkað úr 4,7% í 4.6%. Norðurlandið hefur hækk að sig úr 15,5% í 15,6%. Aust- urlandið hefur hækkað sig úr 5,4% í 5,6%. En Suðurlandið hefur lækkað sig úr 8,7% í 8,6%. Sé þetta skoðað í tölum hefur íbúaröskun á Faxaflóasvæðinu verið 220 tnanns gagnvart öðr- um landshlutum. Sama þróun er á Vestfjörðum og Suðurlandi. Þetta er alls tilfærsla um 660 manns, þar hefur Norðurland fengið 220 manns og Austur- land 440 manns. Þetta sýnir á ótvíræðan hátt, að búsetuþró- unin stefnir til þess jafnvægis, hægt en markvisst. Um mannaf laaukningu í atvinnurekstri. Mannaflanotkun er að mestu metin eftir slysatryggðum vinnuvikum. Á tímabilinu 1963 til 1975 hafði íbúum fjölgað um 17,1%, og nýting vinnu þeirra aukist um 19,65%, þ. e. færri íbúar á bak við hvert mannár. Á Faxaflóasvæðinu hafði íbúum fjölgað um 23,4%, en mannaafla. nýtingin aukist um landsmeðal- tal. Á Vestfjörðum fækkar íbú- um aðeins á þessu tímabili, en mannaflanýtingin vex um 47,5 %. Á Norðurlandi vestra fækk- ar íbúum aðeins en mannafla- nýtingin vex um 34,8%. Á Aust- urlandi fjölgar íbúum um 11,6% en mannaflanýtingin eykst um 20,2%. Á Norðurlandi eystra er fólksfjölgunin um 15,2% og aukning mannaflanýtingar 17%. Á Vesturlandi og Suðurlandi helst íbúaaukning og aukin mannaflanýting í hendur. — Þetta tímabil, sem við er mið- að, nær bæði til samdráttarár- anna og uppgangsáranna eftir 1970 og ætti að sýna rétta mynd af þróuninni. (Staðreyndin er sú, að á Faxaflóasvæðniu held- ur aukning á vannuaflsnýtingu ekki í við fólksfjöldaaukningu. Hins vegar kemur það athygl- isverða i ljós, að úti á landi verður stórbætt nýting á vinnu- afli. Árið 1963 var vinnuaflsnýt- ing best á Faxaflóasvæðinu, en verulega lélegri í öðrum lands- hlutum. Það sem hefur átt sér stað er einfaldlega, að í stað verulegs atvinnuleysis, t. d. á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra, er komin full nýting vinnuafls. Reyndar má draga sömu niðurstöður af þróuninni á Austfjörðum og Norðurlandi eystra. Uppgangur þessara landshluta er ekki vegna til- flutnings fólks, heldur vegna þess að með uppbyggingu fram- leiðslu hefur atvinnuleysi verið útrýmt og vinnuaflið er nýtt heima fyrir í stað þess að hverfa í aðra landshluta. •& Um staðsetningu þjónustustarfseminnar. Sé athuguð mannaaflaþróun, eftir slysatryggðum vinnuvik- um, kemur í ljós, að notkun vinnuafls í landbúnaði og sjáv- arútvegsgreinum minnkar og stendur í stað með úrvinnslu- greinum. Það er hlutfallslegur samdráttur í almennum iðnaði og samgöngum, en aukning í byggingaiðnaði. Um 58,45% þess fjölda sem leitaði inn á vinnu- markaðinn 1963—1975 fór í þjón- ustugreinar, þar af 30,25% í op- inber þjónustustörf. Sé litið á Reykjavík eina sér, kemur í ljós að 88,8% af nýju vinnuafli leit- aði í þjónustugreinar, þar af 42,7% í opinbera þjónustu. Alls var aukning í þjónustugreinum 15.946 mannár, þar af voru þau í Reykjavík 9.489 eða 59,5% af aukningu í þessum greinum. í viðskiptum var mannaflaaukn- ing 5059 mannár, og þar af í Reykjavík 3142 mannár, eða 60,9%. í þjónustu var aukning- in 2636 mannár og þar af 1779 í Reykjavík eða 67,4% af aukn- ingu. Þessi samanburður tekur af allan vafa um hvar báknið sé staðsett í þjóðfélaginu. Um 62,6 % af vinnuafli í þjónustugrein- um er staðsett í Reykjavík og um 12,4% af vinnuafli í þess- um greinum er staðsett á Reykjanessvæðinu. Faxaflóa- svæðið er með 75,5% af þjón- ustustarfsemi í landinu. Þetta sýnir svo ekki verður um villst, að þróun Faxaflóasvæðisins byggist á þjónustugreinum, eða með öðrum orðum á þjóðfélags- bákninu. Þetta er máske ástæð- an til að forráðamenn Reykja- víkur séu mjög uggandi um sinn hag. Það er hins vegar alveg ástæðulaust á meðan landsbyggðin annast fram- leiðsluaukninguna. •& Um þróun í framleiðslugreinum. Það hefur komið fram í mál- flutningi forvígismanna Reykja- víkurborgar að samdráttur í sjávarútvegsgreinum hafi átt stóran þátt í hnignun atvinnu- lífs í borginni. Á tímabilinu 1963—1975 hafa sjávarútvegs- greinar dregið til sín um 6,3% af vinnuaflsaukningunni í land- inu, en hlutur þeirra í heildar- vinnuafla þjóðarinnar hefur lækkað um 2,9%. í Reykjavík lækkaði hlutur þessara greina um 3,64% og mannárum fækk- aði um 817 í sjávarútvegsgrein- um. Hefði Reykjavík haldið óbreyttum hlut sjávarútvegs- greina í heildarmannafla í borg- inni, eða 6,7%, hefði átt að vera í þessum greinum 2881 mannár 1975, í stað 2153 mannára. Þstta er aukning um 728 mannár, sem er 42% af mannaflaaukningu í þessum greinum í landinu á tímabilinu. Ef miðað er við landshlutana utan Faxaflóa- svæðisins mundi þetta nema um helming af vinnuaflsaukningu í þessum greinum. Sé miðað við að fólki fjölgi ekki í þessum greinum verulega hefði þessi tilfærsla þýtt samdrátt í lands- byggðinni. Lióst er að þetta leysir ekki vanda höfuðborgar- svæðisins, en getur kippt fótun- um undan framleiðslustarfsemi dreifbýlisins og þjóðfélagsins um leið. Það varhugaverða við vinnuaflsþróunina i landinu er, hve vinnuaflsnotkun í bygg- ingaiðnaði hefur aukist út um landið, um 46%, mannaflaaukn- ingar í þessari grein er utan Faxaflóasvæðisins. þar af tæp- lega helmingur á Suðurlandi. •& Um tekjuþróunina. Því hefur verið haldið fram, að tekjuaukning hafi verið meiri í öðrum landshlutum en í Reykjavík. Þetta getur verið rétt, ef eingöngu er miðað við. hlutfallstölur. Á árunum 1972 — 1975 hækkuðu meðaltekjur íbúa um 166% að meðaltali í land- inu. Aukningin var mest á Austurlandi 182%, þar næst á Vestfjörðum um 180%, Norður- alndi vestra 180%, Norðurlandi eystra um 173% og Reykjanesi 169%. Meðaltekjur á íbúa voru 1975 kr. 542 þús. í landinu. Þær voru hæstar í Reykjavík kr. 571 þús. á íbúa, þar næst á Reykjanesi kr. 554 þús. á íbúa og á Vestfjörðum 548 þús. á íbúa. Aðrir landshlutar voru undir landsmeðaltali. Sú breyt- ing sem átti sér stað á þessum árum er sú, að Vestfirði voru nú hærri en landsmeðaltal, en ekki 1972. Árið 1972 féll í hlut Reykjavíkur 43% framtalstekna einstaklinga, en 1975 40,8%. — Þetta er tilfærsla um 2,2%. — Reykjanes hefur hækkað um 19,7% í 21,2%, eða 1,5%. Önnur tilfærsla er óveruleg, 0,1% til Vestfjarða og Norðurlands vestra. Til Norðurlands eystra 0,4% Austurlands 0,3%. En á Suðurlandi lækkaði hlutfallið um 0,2%. Þetta sýnir að tekju- tilfærslan er mest til nágranna- byggðanna. Þess er einnig að geta, að Reykjavík er með hærra hlutfall í tekjum, en íbúafjölda um 2,2%. Reykjanss einnig um 1,5%. Vesturlandið nær þessu ekki. Vestfirði eru með sama hlutfall. Norðurlarid vestra vantar upp á þetta. Norð- urland eystra einnig, svo og Suðurland og Austfirði. Þetta sýnir ljóslega að ekki hefur tek- ist að rétta tekjuþróunina við dreifbýlinu í hag, þó hefur bilið minnkað. íbúatekjur eru lang- hæstar í Reykjavík. Reykjavík fær í sinn hlut stærri skerf, en sem svarar eðlilegu hlutfalli. •& Um sérréttindi í tekjuöflun. Það er ekki nóg með það, að í hlut Reykjavíkur kom hærra tekjuhlutfall, en íbúahlutfall, heldur er verulegur munur á hlutfalli börgarinnar í álagn- ingartekjum sveitarfélaga og íbúahlutfalh. í hlut Reykjavík-! ur kom 1976 um 44% af öllum álagningartekjum sveitarfélaga, sem er 5,8% hærra en nmeur íbúahlutfalli. Þetta lætur nærri að vera 772 millj. kr. Þar af er tilfærsla frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu 51 millj. eða 6,6%. Sé Reykjaneskjör. dæmið reiknað sem heild, er til færslan um 2%. Tilfærslan frá öðrum landshlutum er sem hér segir: Vesturland og Norður- land vestra 19% hvort, Suður- (land 21%, Norðurland eystra 18%, Austurland 15% og Vest- urland 6%. í hlut Reykjavíkur kom 41,2% allra útsvara, um 46,2% allra fasteignaskatta og 54,4% allra aðstöðugjalda í land- inu. Forskot Reykjavíkur í tekjuöflun stafar að mestu af þvi hve aðstaða borgarinnar til álagningar fasteignaskatta og aðstöðugjalda er betri en úti um landið. Matsverð fasteigna- skatta er verulega hærra en annars staðar á landinu. Veru- legur hluti aðstöðugjaldanna er vegna aðstöðu höfuðborgarsvæð isins. Árið 1972 fékk Reykjavík í sinn hlut 9,5% stærri sneið af tekjuköku sveitarfélaga, en íbúahlutfallið. 1973 var þetta 8,5% og 1974 var talan 7,2%, en 1975 var hlutfallið 6,5% og 1976 5,8%. Þetta sýnir ljóslega, að höfuðborgin býr við forréttindi um álagningarmöguleika, sem að verulegu leyti byggjast á höfuðborgaraðstöðunni. Þessi munur fer hægt minnkandi og þarf að hverfa í framtíðinni. — Það gerist ekki nema með breyttum reglum Jöfnunar- sjóðs. Þessi samanburður sýnir enn ljóslega, að ekki þarf Reykjavík að kvarta yfir sínum 'hlut' gagnvart öðrum sveitarfé- lögum. j Áskell Einarsson ræðir hér um fjölmörg atriði byggðamálanna hér á landi. KA sigraði Þór 22:19 Sl. laugardag léku annarrar- deildarlið KA og Þórs æfinga- leik í handknattleik. Var þetta liður í undirbúningi liðanna fyrir keppni í deildinni, sem hefst um næstu helgi. Lið KA er nú eitt spumingamerki, þar sem liðinu hefur nú bæst liðs- auki frá öðrum félögum eins og annars staðar er greint frá. Ekki virtust þó aðkomumenn- irnir passa vel inn í liðið enn- þá, en það eru góðir einstakl- ingar sem eflaust eiga eftir að styrkja liðið mikið. Sigtrygg- ur Guðlaugsson var drýgstur hjá Þórsurum að vanda og skoraði m. a. fimm fyrstu mörk þeirra. í fyrri hálfleik voru Þórsarar betri aðilinn og voru alltaf yfir, mest þrem- ur mörkum. í hálfleik var staðan 10 gegn 9 fyrir Þór og þá Ihafði íSigtrygguir skorað sjö mörk fyrir Þór. í þeim hálfleik vörðu markmennirnir Gauti og Ragnar sín sjö skot- in hvor og Gauti m. a. eitt víti. Sigurður Sigurðsson gerði laglegt mark eftir að leiktíma fyrri hálfleiks lauk, er hann skoraði beint úr fríkasti fram hjá varnarvegg Þórsara. Þá gerði Þorleifur mjög fallegt mark af línu, en hann var ann- ars mjög óheppinn með skot sín og hraðaupphlaup. Um miðjan síðari hálfleik komust KA menn yfir og héldu því til leiksloka, en þeir sigruðu með 22 mörkum gegn 19 Leikur þessi var annars ekki nógu góður hjá liðunum, og er greinilegt að samæfing er ekki nógu mikil hjá leikmönn. unum. Sérstaklega er þetta áberandi hjá KA, þar eð þeir hafa svo marga nýja leikmenn í sínu liði. í þessum leik var KA-liðið best þegar það var skipað „original KA-mönnum“. Alfreð Gíslason gerði þrjú góð mörk úr jafnmörgum skot- tilraunum en hann mætti gera meira af því að skjóta, því skotharka hans er gífurleg og hittni góð. Flest mörk Þórs skoraði Sigtryggur, 10 mörk, þar af 3 úr víti. Einar Björns- son skoraði 3, Ragnar 2, Kiddi 2 og Steini 1. — Sigurður Sig- urðsson skoraði flest hjá KA, 8 mörk, þar af eitt úr víti. Jó- hann og Jón Árni og Alfreð 3 hver, Ármann 2, Helgi Her- mann og Þorleifur 1 hver. Bjarni Reykjalín Jóhannesson Föstudaginn 7. október síðast- liðinn var til moldar borinn frá Miðgarðakirkju í Grímsey, Bjami Reykjalín Jóhannesson, Sveinagörðum. Hann var fædd- ur 25. febrúar 1968. en andaðist 30. september sl. Það vakna margar spurning- ar þegar maður heyrir, að lítið barn sé dáið. Maður spyr hvers vegna og hvaða tilgangi það þjóni. Það eru sumir hlutir sem ekki er auðvelt að skilja né sætta sig við, meðal annars þetta. Guð gefur, en hann tekur líka. Níu ára gamalt barn, sem lífið blasir við, er allt í einu, í miðri önn dagsins, hrifið burt og maður spyr: Af hverju? Og nú er hann farinn, farinn til Guðs, og bróður síns, sem Guð tók einnig til sín 6 ára, fyrir 15 árum. Fyrst hann og nú Bjarni litli. Þegar ég festi þessi fátæklegu orð á blað, kemur upp í hugann mynd af tæplega tveggja ára snáða, sem ég leit eftir fyrir tæpum átta árum á meðan móð- ir hans lá veik í sjúkrahúsi. Þær stundir voru mér dýrmætar og ógleymanlegar. Ég geymi mynd- ina f huga mínum og einnig þá, sem þar mótaðist í sumar af ljóshærðum, myndarlegum og vel gerðum, brosandi dreng. — Stórt skarð er nú höggvið í vinahópinn og ég veit að litlir leikfélagar biðja fyrir þér. — Skarðið er stærst í systkina- hópnum á Sveinagörðum. Ég bið Guð að varðveita þig og geyma, elsku litli Bjami minn. Einnig bið ég guð að styrkja og hugga föður þinn og móður, systkyni bín og alla ást- vini þína. Megi Guð vaka yfir þeim. Höfum hugfast, að þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Frænka. Júlíus Oddsson Góður vinur og félagi kvaddur Þetta verður engin æfiminning, aðeins örfá kveðjuorð. í 35 ár höfum við Júlíus Odds- son starfað saman, bæði í Karla- kórnum Geysi, en þó lengst með Leikfélagi Akureyrar. Þar skap- aðist milli okkar vinátta sem alltaf fylgir þeim félagsskap. Við finnum og skiljum hvað góður félagsandi er mikilsverð- ur, við gleðjumst sameiginlega yfir sigrum, og tökum þátt í ósigrum. Júlíus var góður félagi. Hann gat verið snöggur í svörum og ófeimin að segja meiningu sína; hann bar virðingu fyrir leiklist- inni eins og góðum listamanni ber að gera, og gott var að leita til hans er á bjátaði, þar á ég honum mikið að þakka. Júlíus lék mörg hlutverk með L. A. og öll með sóma. Þar ber eitt hlutverk af, var það Jón Hreggviðsson í íslandsklukk- unni eftir Halldór Laxness. Ef hægt er að segja svo, að leikari fari á kostum, gerði Júlíus það í Jóni Hreggviðssyni. Oft áttum við tal saman um þetta hlutverk er við vorum að æfa íslandsklukkuna. Það var ekki nóg að læra hlutverkið, hann vildi skila því eins vel og hægt var, og það gerði hann með prýði. Þeir eru að kveðja gömlu fé- lagarmr er héldu á lofti merki L. A. um margra ára skeið. — Þelm ber að þakka. f mörg ár söng Júlíus í Karla- kórnum Geysi, var alltaf gaman að sjá þá feðga saman í 2. bassa. Þá var gaman að vera í Geysi með góðum félögum og vinum. Mörgum árum seinna stofnuð- um við gamlir Geysimenn „Gamla Geysi“. Hann er að stækka vinahóp- urinn sem kvatt hefur, en við stöndum fátækari eftir. Ég veit að allir leikarar og félagar í Leikfélagi Akureyrar, senda honum þakkir fyrir sam- verustundirnar, og gamlir Geys- ismenn senda honum vinar- kveðjur. Við hjónin þökkum liðnu ár- in og biðjum honum Guðsbless- unar. J. Ö. 4 : DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.