Dagur - 14.10.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 14.10.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, föstudagur 14. október 1977. Skólamálin á Sauðárkróki Nýtt heimavistarhúsnæði tekið í notkun Séð yfir hluta af Sauðárkróki. (Ljósm. E. D.). Sauðárkróki 12. október. Skól- arnir á Sauðárkróki tóku til starfa fyrir mánaðamótin. — Kennsla hófst í barnaskólan- um 20. september. í skólanum eru 270 nemendur í 13 bekkj- ardeildum. Skólastjóri er Björn Björnsson. Skólahús- næðið er nú orðið nokkuð þröngt og ófullkomið og áhugi er á bví að bæta þar um, enda var húsið byggt 1947. Geta má þess, að í barna- skólahúsinu er pini fþrótta- salurinn í bænum og er hann bæði fyrir barnaskólann og grunnskólann og þar fer öll íþróttastarfsemi innanhúss fram. fþróttasalur þessi er notaður frá því klukkan 8 á morgnana til klukkan tólf á kvöldin. Áhugi er á byggingu nýs íþróttahúss, sem að líkum lætur. í Iðnskólanum eru 30 nem- endur, fjórði bekkur eftir gömlu reglunum og annar áfangi eftir nýju reglunum. — Prófi fjórða bekkjar lýkur fyrir jólin, en í öðrum áfanga í janúarlok. Þá tekur við fyrsti áfangi samkvæmt nýju reglunum. Skólastjóri er Jó- hann Guðjónsson. Gagnfræðaskólinn á Sauð- árkróki var settur föstudaginn 30. september. f ræðu skóla- stjórans, Friðgeirs Margeirs- sonar, kom það m. a. fram, að nú eru þáttaskil í starfi skól- ans. Á síðastliðnu vori voru í síðasta skipti útskrifaðir gagn- fræðingar frá skólanum, en þá hafði skólinn útskrifað gagnfræðinga í 10 ár. Nú taka hinsvegar til starfa í skólanum framhaldsdeildir í þrem brautum, bóknámsbraut, uppeldisbraut og verslunar- braut. Kennarar við skólann eru 18, en nemendur rúmlega 140. Þar af rúmlega 20 í fram- haldsdeildum. Við hlið þessara námsbrauta skólans, starfar Framhald á blaðsíðu 2 því í grjótgarða við höfnina og er þeim áfanga, sem vinna átti í sumar, lokið. Unnið er að vatnsveitu fyrir Ólafsfjarðarkaupstað. Vatnið verður tekið í Burstarbrekku- dal, sem er fjórir kílómetrar frá bænum. Þar er mjög gott vatn. Mun það kosta um 15 milljónir króna, að koma vatninu í geym ana við bæinn, en þaðan rennur það í dreifikerfi bæjarins. Við erum búnir að kaupa lögnina og hún er komin á staðinn, og verið er að jafna undir hana. Unnið verður við þetta verk- efni á meðan veður leyfa. Við vinnum ennþá í gatna- gerð og er verið að skipta um jarðveg í götum, sem kemur sér vel fyrir framtíðina. Vegagerð- in vinnur við að fullgera veg fram úr bænum að austan og er fyrsti hluti hans frágenginn, en ekki nema idálítill spotti. Vegur þessi á að verða aðal ökuleið fram fjörðinn og til Lágheiðar, austan vatnsins. Heilsugæslustöðin, þar sem einnig verður dvalarheimili aldraðra, er í byggingu og mið- ar allvel. Tveir þriðju hlutar byggingarinnar hafa þegar ver- ið stevptir upp og nú er verið að vinna innan húss. Þá er sveitarfélagið að láta byggja sjö leiguíbúðir og unnið er í mörgum byggingum ein- staklinga. Sólberg landaði 125 lestum á manudaginn. Ólafur bekkur er í slipp og Sigurbjörg er vænt- anleg um helgi. Reytingur hef- ur verið á minni bátana undan- farið. Hér eru engin verkföll, því starfsmenn bæjarins hafa ekki með sér félag, sagði bæj- arstjóri að lokum, Pétur Már Jónsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði sagði blaðinu meðal annars eftirfarandi í fyrradag: Ekið var miklu grjóti, eða fast að 20 þúsund rúmmetrum af Laxveiðin víða góð í sumar Ekki veit ég hvort menn kann- ast við þennan veiðistað, en myndin var tekin suðvestan- lands í sumar, og voru menn þar að veiðum og hittu á mikla laxagöngu. Upp af þessu fagra veiðisvæði er laxastigi. Laxveiðin gekk allvel í sum- ar, víðast á landinu, og í sum- um ám var metveiði. Laxveiði- leyfin hafa farið hækkandi ár frá ári, meðal annars vegna þess hve margir erlendir lax- veiðimenn sækja það fast að veiða í íslenskum laxveiðiám. Landeigendur fá víða talsvert háa leigu fyrir laxárnar og víða er lagt í mikinn kostnað til að örfa laxagengd og taka úr vegi hindranir í ám svo að þessi dýr- mæti nytjafiskur gangi lengra upp. í fréttabréfi Guðmundar á Ási í Vatnsdal segir svo: Síðast- liðinn sunnudag var haldinn í Flóðvangi fundur í Veiðifélagi Vatnsdalsár til þess að taka ákvörðun um leigutilboð, sem borist höfðu í ána, Vatnsdalsá. Ákveðið var að taka tilboði Ingimundar Sigfússonar í laxa- svæðin. Leigan sem hann greiðir eru 11 milljónir króna, og auk þess allur reksturskostn- aður veiðihúss. Leigutaki sil- ungasvæðanna er Guðmundur Ágúst Ingvarsson og greiðir hann fyrir þau 3 milljónir króna. Leigan er ákveðin til tveggja ára. Einhver ákvæði munu vera um vísitöluhækkun. m la • Engin svör fást. Stundum bregða blöð „hins frjálsa framtaks" fyrir sig ljótu orðbragði um sam- vinnufélögin og nefna þau þá gjaman niðurlægjandi nöfn- um. Og ennþá treysta skrif- finnar þeirra svo á trúgimi fólks, að þeir fullyrða, að samvinnufélögin njóta skatta legra fríðinda. Jafn oft em þær fyrirspumir gerðar opin- berlega, hver þessi fríðindi séu og hefur því aldrei verið svarað, enda ekki um þau að ræða. • Margir eiga rétt til landsins. Þótt mennimir telji sig alls ráðandi til sjós og lands, fer það ekki milli mála, þegar betur er að gáð, að margir fleiri eiga sinn rétt á þvi að lifa í þessu Iandi en hinir tvífættu herrar alls sköpun- arverks. Um land allt og í sjónum umhverfis landið lif- ir urmull dýra, stórra og smárra. Okkur hættir til að vanmeta gildi þeirra í líf- kéðjunni miklu og gildir það jafnt um þau, sem lágþróuð eru talin og hin, sem teljast háþróuð. Þessi dýr hafa óumdeildan rétt til landsins, eins og mennirnir og hags- munimir mega ekki rekast svo harkalega á, að lífkeðjan raskist. • Lög eru sett og félög stofnuð. Lög eru sett til vemdar dýrategundum og félög em stofnuð í þeim tilgangi að vernda dýr, bæði frá algerri tortímingu og einnig vondri meðferð manna á þeim. Dýra- vemdunarfélag er t d. á Akureyri og þótt æskilegt væri, að það hefði sem minnst verkefni eða helst engin, mun sú raunin, að þau séu fleiri og stærri en í fljótu bragði virðist. 1 okkar ágæta bæ og í nágrannahér- uðum er þörf á aðhaldi al- menningsálitsins og dýra- vemdunarfélaga, vegna þess að meðferð dýra er ekki ætíð eins góð og vera ber. Það er siðferðileg skylda borgar- anna að láta dýravemdunar- félag vita, ef meðferð hús- dýra þykir ábótavant og það er verksvið Dýravemdunar- félagsins, bæði hér á Akur- eyri og öðrum stöðum, að stuðla á allan hátt að sóma- samlegri meðferð dýranna. • Vitnisburður. Kunnur Skagfirðingur, Magnús á Frostastöðum, hóf með þessum orðum grein eina I Þjóðviljanum nú í haust, þar sem greinarefni var bók Bjöms í Austurgörð- um: Vart mun það leika á tveim tungurn, að engin félagsmála- hreyfing hefur reynst ís- lensku dreifbýlisfólki og þá ekki síst til sveita, heilla- drýgri en samvinnuhreyfing- in. Til hennar má í raun og rekja allar þær framfarir, sem orðið hafa í sveitum landsins undanfama áratugi og em svo stórfelldar, að miklu fremur má líkja við byltingu en þróun. • Ogennsegir: Þeim Grettistökum, sem bændur hafa lyft í ræktun, byggingum og margháttuð- um öðrum framförum hefði ekki verið unnt að bifa án almennrar þátttöku þeirra í samvinnustarfinu. Sama máli gegnir um mörg sjóþorpin, ekki hvað síst þau minni. Án starfsemi kaupfélaganna hefðu þau, sum hver a. m. k., hreinlega lagst í eyði. Þessar staðreyndir er auðvelt að rökstyðja, en á hinn bóginn þarflaust, því þær þekkja allir. Ný vatnsveita í Ólafsfirði

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.