Dagur - 02.11.1977, Page 5

Dagur - 02.11.1977, Page 5
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Símar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgreiðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðami.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prcntun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Reynslan er ólygnust Því heíur verið haldið fram af stjóm- arandstöðunni að Sjálfstæðisflokkur- inn ráði því sem hann vilji ráða í nú- verandi ríkisstjóm og þrástagast stjómarandstæðingar á þessu og segja stjómarathafnir bera því glöggt vitni. Hinsvegar tönglast blöð Sjálfstæðisflokksins á því öðm hverju, að . Framsóknarflokkurinn hafi ótrúlega mikil áhrif á stjómar- stefnuna og óánægjuröddum í þeim flokki fjölgar með hverjum degi. Það var ekki langt liðið frá því að núverandi ríkisstjóm settist að völd- um, þegar síðdegisblöðin hófu sinn söng um þetta stjómarsamstarf og síðan hófust þar rógskrifin um for- ystulið Framsó'kn^rflokksins og þó sérstaklega formann hans og var til- gangurinn sá, að rjúfa stjómarsam- starfið. Nú á haustdögum lét borg- arstjóm í Reykjavík til sín heyra og taldi hlut borgarinnar fyrir borð borinn og yrði að gera þá kröfu til stjómvalda, að það yrði lagfært hið bráðasta. Og nú, síðustu daga, berast þær fréttir út um landsbyggðina, að menn, sem verið hafa í trúnaðar- stöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hafi sagt sig úr lionum vegna þess, að stjómarstefnan hafi ekki þann „hægri blæ“, sem þeir óskuðu og að Framsóknarflokkurinn ráði allt of miklu í ríkisstjóminni. Síðustu frétt imar úr þeim herbúðum em þær, að Albert Guðmundsson, kunnur al- þingismaður og borgarráðsmaður muni ekki verða í kjöri fyrir Sjálf- stæðisflokkinn við næstu alþingis- kosningar af sömu ástæðum. En hvemig var þetta þegar Al- þýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokk- urinn vom saman í ríkisstjóm á „viðreisnar“-árunum? Þá heyrðust engin styggðaryrði í blöðum Sjálf- stæðisflokksins um samstarfsflokkinn og þá var engum rógskrifum beitt. Þá kvartaði borgarstjómin í Reykja- vík ekki yfir naumum hlut borgar- innar og ánægja ríkti í herbúðum Sjálfstæðisflokksins með stjómarsam starfið. Þá vom sjálfstæðismenn ánægðir og töpuðu ekki mönnum úr sínum flokki vegna stjómarsam- starfs, enda þá var hlutur landbún- aðar fyrir borð borinn og atvinnu- leysi svarf víða að. Þrátt fyrir síðast- taldar staðreyndir heldur stjómar- andstaðan því fram nú, að stærri flokkurinn ráði öllu á stjómarheim- ilinu og minni flokkurinn engu. Með þetta í huga mætti vænta þess einhvem næsta dag, að stjómarand- staðan færi að halda því fram, að hvítt sé svart og svart sé hvítt, svo nærri hefur hún komist því í áróðri sínum, að villa um fyrir almenningi, með því að ganga framhjá staðreynd- um. En landsfólkið mun halda vöku sinni því verkin tala. Hvernig gengur stjórnarsamstarfið Ýmsir verða til þess að spyrja: Hvemig gengur stjómarsam- starfið? Þeirri spurningu má m. a. svara með því að benda á, að ekki eru uppi áform um að slíta stjórnarsamstarfinu áður en kjörtímabilinu lýkur í júní á næsta ári. Þetta stjórnarsamstarf eins og allt annað samstarf ólíkra stjórnmálaflokka, er byggt á málamiðlun og ýmis konar fyr- irvörum af beggja hálfu. En fyrst og fremst er allt stjómar- samstarf í lýðræðisríki tíma- bundið og ýmsum atvikum háð. Það á fyllilega við um núver- andi samstarf Framsóknar- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins. Þó ekki séu áform um að slíta samstarfinu fyrir lok kjör- tímabilsins, þá geta alltaf kom- ið upp atvik, sem valdið geta stjórnarslitum. Enginn sér slíkt fyrir. Og ég vil taka það alveg sérstaklega fram, að Framsókn- arflokkurinn á sammerkt öðr- um flokkum í því, að hann kýs sér ekki samstarfsflokk til ævinlegrar samfylgdar, heldur fer eftir atvikum og aðstæðum með hverjum hann vinnur og hvenær. Því verða fyrst og fremst málefnin að ráða. Maður heyrir stundum sagt, að slík viðhorf til stjórnarsam- starfs séu tækifærissinnuð. Sú kenning stenst ekki gagnrýni. Sagan og reynslan afsanna hana. Gildir þá einu, hvort leit- að er dæma hér á landi eða í öðrum löndum. Við skulum muna að á íslandi hafa svo til alltaf setið samsteypustjómir síðustu 60 ár, og hafi ekki ver- ið um beinar samsteypustjórnir að ræða, þá hefur komið til annar stuðningur, sem gert hef- ur minnihlutastjómum fært að vera við völd. Það leiðir af flokkaskipun hér á landi að þingræðisstjórn verður ekki komið á nema með samstarfi þingflokka. Reynslan af Alþýðubandalag- inu. Núverandi ríkistjórn varð til eftir síðustu kosningar, árið 1974. Vinstristjórnarflokkarnir höfðu þá misst meirihluta á þinginu, og enginn möguleiki var til þess að mynda óbreytta vinstri stjórn. Ætlun Ólafs Jó- hannessonar eftir kosningarnar 1974 var að mynda ríkisstiórn með Alþýðubandalagi, Alþýðu- flokki og Samtökunum, en sú fyrirætlun strandaði á bví að hvorki Alþýðubandalagið né A1 þýðuflokkurinn kærðu sig um að vera 1 ríkisstjóm. Alþýðu- flokkurinn taldi óhyggilegt að taka þátt í stjórnarsamstarfi eins og á stóð, enda hafði hann tapað miklu fylgi. Alþýðubanda lagið kaus einnig að leika laus- um hala og losna undan ábyrgð af frekari þátttöku í ríkisstjórn. Reynslan af Alþýðubandalaginu og fyrirrennara þess, Samein- ingarflokknum svokallaða, ’ er sú að þeir sem þar ráða telja sér henta að taka þátt í ríkis- stjórn endrum og eins með löngu millibili, einkum ef vel árar og efnahagsútlitið er gott. Hins vegar eru þeir fljótir að leggja upp laupana, ef á móti blæs. Svo sannarlega fór að gæta mótbyrs í lok vinstra samstarfs- ins. Það var að vísu brúklegt að vinna með Alþýðubandalag- inu framan af í vinstri stjórn- inni, en eftir að verulegir efna- hagserfiðleikar komu upp og Kristniboðsvika Eins og fjölmörg undanfarin ár, verður kristniboðs- og æskulýðs- vika haldinn í Kristniboðshús- inu Zíon dagana 6.—13. nóvem- ber n. k. Félög sem standa að vikunni eru Kristniboðsfélag kvenna og karla og KFUM og KVUK á Akurevri. Dagskrá vikunnar verður fjölbreytt og má nefna: Frásagnir af kristni- boðsstarfinu í máli og mynd- um, æskulýðsþættir, frásögu- þættir og erindi. Ræðumenn verða m. a. Gunnar Sigurjóns- son cand. theol., sr. Halldór Gröndal, Reykjavík, Jónas Þór- isson, kristniboði, sr. Sigfús J. Árnason, Sauðárkróki, Skúli Svavarsson, kristniboði. Hinn nýi starfsvettvangur ís- lenska kristniboðsins í Kenya verður sérstaklega kynntur á vikunni, auk þess sem sagt verð- ur frá því sem nú er að gerast í Konsó. Ungt fólk tekur þátt í samkomunum í tali og tónum. Akureyringar! Fjölmennið á samkomurnar sem hefjast kl. 8.30 öll kvöldin. ( Fréttatilkynning). Gísli sýnir Gísli Guðmann opnar sýningu á 23 teikningum og pastelmynd- um í Súlnabergi fimmtudaginn 3. nóvember. Þetta er þriðja einkasýning Gísla, en hann hef- ur auk þess tekið þátt í mörg- um samsýningum hér í bæ og úti á landi. Munu myndir hans vera til sýnis í Súlnabergi fram eftir nóvembermánuði. nauðsynlegt var að snúast við þeim þá valt á ýmsu í samstarf- inu. Og eftir kosningaúr.slitin sá Alþýðubandalagið sér leik á borði að hlaupast á brott frá ábyrgðinni. Það voru pólití'k og efnahags leg atvik, sem gerðu núverandi stjómarsamstarf Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokks- ins eðlilegt. Þessari rkisstjórn var ætlað að koma í veg fyrir vaxandi pólitíska óreiðu, s. s. eins og kosningar strax haustið 1974, eins og Alþýðubandalagið vildi, eða embættismannastjórn, sem sæti fram á vor. Dómur um ríkisstiómina. Þeir sem ætla að dæma um feril og störf núverandi ríkis- stjórnar ættu að athuga ástand- ið eins og það var þegar hún tók við og eins hvernig ytri að- stæður þróuðust á næstu miss- erum. Efnahagsástandið 1974 var ískyggilegt, m. a. 53% verð- bólga og síversnandi verslun- aráferði. Þetta hlaut að setja mark sitt á stjórnartímabilið. Ríkisstjórnin komst ekki hiá að lenda í viðnámsbaráttu gegn verðbólgu og viðskiptahalla. Hún hefur einnig átt í höggi við ábyrgðarlausa stjórnarand- stöðu. Þessi ríkisstjóm hefur orðið að þola það, að stjórnar- andstaðan magnaði upp ábyrgð- arlausa afstöðu til nauðsynlegra efnahagsráðstafana. En hvað sem þessu líður, þá hefur ríkisstjórnin komið mörgu góðu til leiðar. Ég nefni tvennt: 1. Mikinn árangur í landhelg- isbaráttunni. 2. Mikla atvinnu í landinu. Ef dæma skal störf ríkisstjórn arinnar, þá verða þessi mál þung á metunum. Þrátt fyrir ýmsar réttmætar ábendingar um „kjaraskerðingu“ og mikið vinnuálag, þá er það eigi að síð ur sannleikur, að íslenska þjóð- in hefur búið við velmegun þessi ár. Því verður ekki hald- ið fram með rökum, að eymdar- bragur sé á lífsháttum þjóðar- innar eða að þess verði vart að almenningur líði skort af efna- leysi. Þess í stað hefur atvinna verið mikil, vinnutekjur og ráð- stöfunarfé langflestra heimila hefur verið miklu meira en skráðir kauptaxtar benda til. Það er a.m.k. óskandi að ástand- ið í atvinnumálum haldi áfram að vera gott og að ekki komi til atvinnuleysis. Atvinnuleysi er og verður mesta þjóðfélags- bölið. Gluggatjaldaefni ÞUNN OG ÞYKK Flauel, RIFFLAÐ 90 0G 140 CM. Leðurlíki SVART, BRÚNT, RAUTT 0G DRAPP Vaxdúkur Plastdúkur 4•DAGUR AWARIEY.IAR eyjar hins eilífa vors Sunna býður upp á vinsælt dagflug á laugar- döguiru Hægt er að velja um 1, 2, 3 eða 4 vikna ferðir. Brottfarardagar: 5., 26. nóv., 10., 17., 29. des.,,7., 14., 28. jan., 4., 11., 18., 25. febr., 4., 11., 18., 25. marz, 1., 8., 15., 29. apríl. Pantið snemma meðán ennþá er hægt að velja um brottfarar- daga og gististaði. Látið drauminn rætast ... Til suðúrs með Sunnu. BESTU HÓTELIN OG ÍBÚÐIRNAR SEM VÖL ER Á VERÐLISTINN ER KOMINNI MALLORKA Vitið þér að Mallorca er eftirsótt vetrarparadís fyrir milljónir norður Evrópuþúa. Þar er sólríkt og yndislegt vetrarveður, dagshitinn oftast 20— 28°, enda falla appelsínurnar af trjánum 'á Mall- orca í janúarmánuði, og sítrónuuppskeran er í febrúar. JÓLAFERÐ MALLORCA 18. des. — 4. jan. Beint dagflug. Dvalið á eftir- sóttum íbúðum og hótelum, s. s. Royal Magaluf, Portonova, Hótel Barbadon, Guadalupe og Helios ÓDÝR LANGTÍMA VETRARDVÖL Brottför 4. janúar. Dvalið í 10 vikur með fullu fæði á Hótel Hetíos. Öll herbergi með baði og sólsvölum, glæsilegir samkomusalir, dansað á kvöldin, sundlaug í garðinum, rétt við baðströnd- ina. Verð aðeins kr. 159.000. Flugferðir, hótel og fullt fæði allan tímann. LONDON Munið ódýru Lundúnarferðirntu*. Brottfarir alla þriðjudaga. RHMKRIFSTDMN Hafnarstræti 94, Akureyri opið kl. 16.30—18.30, sími 21835 sunna Leikmenn KA heiðraðir Síðasta fimmtudag bauð bæj- arstjórn Akureyrar knatt- spyrnumönnum og framá- mönnum KA, til hófs í fund- arsal bæarstjórnar. Þar voru KA menn heiðraðir, en þeir unnu sér rétt til að leika í fyrstudeild á næsta ári. Helgi Bergs bæjarstjóri bauð gesti velkomna með stuttu ávarpi. Því næst tók til máls Harald- ur Sigurðsson formaður KA. Hann rakti stutta sögu þessa knattspyrnuliðs og gat þess að Einar Helgason hefði átt grunnþjálfunina, og síðan hefði tekið við Jóh. Atlason og fullmótað verkið. Þakkaði hann báðum fyrir glæsilegan árangur liðsins. Þá þakkaði hann bæjarstjórn fyrir það smáræði sem þeir veittu fé- laginu, en þannig komst Helgi Bergs að orði þegar hann af- henti Haraldi 150.000 krónur. Þá las Haraldur einnig upp tvö skeyti sem borist höfðu frá leikmönnum Þórs, stödd- um á Spáni, fyrir nokkru og einnig frá Helga Shöth, en hann var einn af fyrstu leik- mönnum í knattspyrnu hjá Helgi Bergs bæjarstjóri afhendir Haraldi Sigurðssyni form KA ávísun að upphæð kr. 150.000. KA. Óskuðu beir allir félaginu til hamingju með glæsilegan árangur. Þá talaði einnig ísak Guðmann formaður ÍBA og þakkaði fyrir hönd bandalags- ins. Síðan var öllum boðið uppá snittur og gosdrykki. Að gamni skal geta þess í lokin að rekstur knattspyrnudeilda er mjög dýr. Fyrir 150.000 er KA vann Stjörnuna 22:19 Sl. laugardag lék KA sinn fyrsta leik á heimavelli í ann arri deild í handknattleik. Lið ið hafði áður leikið tvo leiki í Reykjavík, tapað öðrum og unnið hinn. Jón Hauksson sem áður lék með Haukum í Hafnarfirði sem nú hefur flust til Akureyrar, lék nú sinn fyrsta fyrsta leik með KA, en hann varð löglegur til keppni daginn áður. Munaði mikið um framlag Jóns, því hann er eldfljótur leikmaður, dugleg- ur og síógnandi. Var hann potturinn og pannan í leik liðs ins, sérstaklega þó í sókninni. Hann skoraði mikið af mörk- um og oft úr mjög erfiðri að- stöðu. Liði Stjörnunnar stjóm- ar nú Hörður Hilmarsson sem undanfarin ár hefur leikið með KA. Hörður er þjálfari liðsins, svo og besti maður þess. Var hann eim maður Stjörnunnar sem verulega ógnaði, annars mjög góðri vörn KA. Það var Jón Hauks- son sem skoraði fyrsta mark leiksins úr víti, en Hörður jafnaði fyrir Stjörnuna strax á sömu mínútu. KA komst síð an í þriú gegn einu eftir mörk frá Jóni og Þorleifi. Þá gerði Magnús Teitsson þrjú mörk í röð fyrir Stjörnuna þar af tvö úr víti, og komst bá Stjarnan yfir í leiknum í fyrsta og eina sinn. Næstu fjögur mörk gerði KA, og náði þá afgerandi for- ustu sem átti eftir að haldast út allan leikinn. í hálfleik var staðan 13 gegn 7 fyrir KA, og bá höfðu leik- menn Stjörnunnar skorað fimm sinum úr víti og aðeins tvisvar mark eftir samleik. Leikmenn Stjörnunnar náðu hægt að fá vökvaðan grasvöll sex sinnum, en KA þurfti að láta vökva menntaskólavöll- inn í haust eftir að skipt hafði verið um þökur á hluta hans, og hljóðaði reikningurinn fyr- ir vökvuninni uppá 25 þús. Þess skal þó getið að fjármála menn KA prúttuðu reikning- inn niður í 17 þús. aðeins að rétta úr kútnum í síðari hálfieik, en þegar hann var hálfnaður var staðan 16 gegn 13 fyrir KA, en þá höfðu þeir átt mjög lélegan leikkafla Þegar flautað var til leiksloka var staðan 22 gegn 19 fyrir KA, og var sigur þeirra raun- ar aldrei í hættu því þeir voru klassa betri en andstæðingarn- ir. Vörn Stjörnunnar er þó hennar betri helmingur og var varnarleikur þeirra oft á tíð- um ágætur. Þá má ekki gleyma skemmtilegum og góð um markmannj þeirra Ómari Karlssyni. Flest mörk KA gerði Jón Hauksson 9 3 úr víti, Þorleifur gerði 4, Jón Árni og Páll 3 hver, Ármann 2 og Sigurður 1. Magnús Teits son var markhæstur hjá Stjörnunni með 8 mörk 7 úr víti, Hörður gerði 6, Magnú.s Andrésson 2 og Logi Ólafsson, Eggert ísdal og Baldvin Svaf- arsson eitt hver. [ Sigurður Demetz Franzson Ný söngstjarna m rjrl Tonlist^l Hvorki veður verkfallsóþægð né framhaldsþáttur sjónvarps- ins komu í veg fyrir ágæta að- sókn bæjarbúa á fyrstu hljóm- leika Tónlistarfélags Akureyrar. Með fullskipuðum sal fögn- uðu tónlistarunnendur á Akur- eyri hinni nýju söngstjörnu ís- lendinga, Sigríði Ellu Magnús- dóttur á virðulegan hátt. Eftir glæilegan sigur á söngmóti í Englandi, hefur listhróður S. E. M. aukist verulega. Maður hef- ur það á tilfinningunni, að söng ur hennar undanfarið á tónleik- um, í útvarpi og sjónvarpi og síðast en ekki síst á 50 Carmen sýningum í Þjóðleikhúsinu, hafi færst í skuggann á þessari frægu söngkeppni. Með þessari alþjóðlegu viður- kenningu hefur S. E. M. hlotið sess meðal frægustu íslenskra söngvara. Eftir það, sem ég sá og heyrði í Borgarbíói miðvikudaginn 26. október sl. gat ég ekki annað en tekið undir á látlausasta hátt, lofsöng eins helst gagnrýnanda landsins. Sigríður Ella Magnúsdóttir er komin, eftir langt og strangt nám, á það stig, sem gefur henni möguleika til að syngja og túlka á þann hátt, sem hana langar til. Enginn veit hve lengi er hægt að gera betur, og lengi finnast þeir, sem þurfa að finna að og setja út á þetta eða hitt. En í þetta sinn undirstrikaði áheyrendafjöldinn og fögnuður hans þakklæti sitt og hrifningu fyrir sönginn, fagra rödd og örugga kunnáttu. Og þetta var enn undirstrikað með ósk- um um aukalög. Því miður leyfði hvorki tími eða tækifæri þýðingar á textainnihaldi þess- arar klassisku söngskrár. En gjarnan vildi ég vita, hve margir áheyrendur hefðu ekki viljað heyra listakonuna syngja eitt lítið íslenskt kveðjulag. Ekki má glevma hennar vel þekkta undirleikara, Ólafi Vigni Albertssyni. Maður segir, að fallegur rammi geri myndina ennþá fegurri. Ég er alveg viss um, að undirleikarinn átti drjúgan hluta af miklum ár- angri flvtjandans á þessum ágætu tónleikum. S. D. F. DAGUR•5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.