Dagur - 11.11.1977, Síða 6

Dagur - 11.11.1977, Síða 6
 1 HHIi Möðruvallaklausturspresta- kall. Hátíðaguðsþjónusta verður í Möðruvallakirkju n. k. sunnudag 13. nóvem- ber. Minnst verður 110 ára afmælis kirkjunnar. — Vígslubiskup, séra Pétur Sigurgeirsson, predikar. — Sjá frétt á öðrum stað í blaðinu. Sóknarprestur. Laufásprestakall. Messað í Laufási nk. sunnudag kl. 1 e. h. (athugið t'mann). Séra Björn H. Jónsson sóknarprestur á Húsavík predikar. Séra Björn pre- dikar einnig við guðsþjón- ustu í Grenivíkurkirkju kl. 3 e. h. sama dag. — Sóknarprestur. Sjónarhæð. Almenn sam- koma nk. sunnudag kl. 17,00. Biblíulestur fimmtu- dag kl. 20,30. Sunnudaga- skóli í Glerárskóla sunnu- dag kl. 13,15. Verið vel- komin. Nýja-bíó er að hefia sýning- ar á tveim nýjum mynd- um. KI. 9 sýnir bíóið Brannigan, bandaríska sakamálamynd með John Wayne í aðalhlutverki. Kl. 11 verður svo sýnd franska myndin Gleðikonan, La Marge. Mvndin er gerð samkv. samnefndri skáld- sögu eftir André Pierr de Mandiargues, sem fékk Goncourtverðlaunin, eftir- sóttustu bókmenntaverð- laun frakka, fyrir nokkr- um árum. Tónlistin í mynd inni er eftir fræga pop- tónlistamenn; Elton John, Pink Floyd, Ten CC, Square, Sailor og fleiri. Þrátt fyrir það hefur myndin hlotið slaka dóma í Reykjavíkurblöðunum. Kl. 3 á sunnudaginn sýn- ir bíóið Meistara Jakob. Aukakílóafélagið heldur aðal fund sinn í Lóni 23. nóv. kl. 20,30. Kosin ný stjóm, rætt verður um vetrar- starfið. — Stjórnin. Neðangreind áheit hafa bor- ist Strndarkirkju á af- greiðslu Dags: Frá N. N. kr. 1.000, frá mæðgum kr. 3.000, frá G. M. kr. 500, frá H. S. kr. 500, frá A. A. kr. I. 000, frá N. N. kr. 500, frá G. K. kr. 1.000, frá V. K. kr. 1.500, frá H. H. kr. 1.000, frá F. J. og Þ. J. kr. 7.600, frá Þóri Áskelssyni kr. 100, frá N. N. kr. 100, frá I. G. B. kr. 1.000, frá V. G. kr. 500, frá N. N. kr. 1.000, frá konu kr. 500, frá Þóri Áskelssyni kr. 10.000, frá ónefndum kr. 2.000, frá H. H. A. kr. 5.000, frá K. A,- H. H. kr. 1.500, frá Jónínu Guðmundsdóttur kr. 1.500^ frá ónefndum kr. 500, fra S. J. kr. 1.000, frá ÞE og RS kr. 1.000, frá E. K. kr. I. 000, frá M. S. kr. 2.000, frá Jónínu Guðmundsd. kr. 1.500, frá S. S. kr. 500, frá G. S. kr. 1.000, frá A. J. kr. I. 000, frá sveitakonu kr. 500, frá N.N.X, kr. 2.000, frá Kristínu kr. 1.000, frá J. kr. 1.000, frá K. K. kr. 1.000, frá ónefndum kr. 1.000, frá konu kr. 1.000, frá N. N. Dalvík kr. 3.000, frá Í.Ó. kr. 5.000, frá F. P. kr. 7.000, frá H. T. kr. 7.000, frá N. N. kr. 1.000, frá n! N. kr. 1.000, frá H. F. kr. 500, Jónína Guðmundsd. kr. 1.500, S. S. kr. 700, frá N. N. kr. 5.000, J. J. kr. 1.000, SS kr. 1.000, S. G. kr. 1.000, P. L. kr. 1.000, N .N. kr. 1.000, frá E. M. S. kr. 2.000, frá N. N. kr. 1.500, Þ. K. H. kr. 500, frá S. S. kr. 500, frá H. H. kr. 1.000, N. N. kr. 1.000, Sæmundur Friðfinsson kr. 5.000, frá S. V. kr. 600, Jónína Guð- mundsdóttir kr. 500, S. S. kr. 500, frá ónefndum kr. 20.000, Kr. B. kr. 1.000, Baldvina Valdimarsdóttir kr. 2.000. Samt kr. 144.100. Gjafir þessar hafa allar verið sendar Höfum opnað nýja smur- og þjónustustöð að Fjölnisgötu 4 A Oliuverslun Islands hf- Olíufélagið Skeljungur hf- jA5albjörg Sunnudaginn 16. október lést að heimili sínu Hólabraut 15 Ak- ureyri ekkjan Aðalbjörg Ólafs- dóttir rúmlega áttræð að aldri. Hún átti við langvarandi van- heilsu að stríða síðustu árin, en var þó lengst af heima og naut þar umhyggju og hjúkrun- ar Kristbjargar dóttur sinnar. Jarðarförin fór fram þriðju- daginn 25. október. Aðalbjörg fæddist í Ystagerði í Saurbæjarhreppi 4. mars 1897, dóttir hjónanna Stefaníu Stefánsdóttur og Ólafs Ólafs- sonar. Þau bjuggu í Ystagerði frá 1883 til 1907. Ólst Aðalbjörg upp hjá foreldrum sínum, þar til móðir hennar dó. Þá fluttist hún til systur sinnar að Gils- bakka í Hrafnagilshreppi. Þeg- ar faðir hennar dó nokkru síðar, var hún á fermingaraldri. Hún mun hafa átt heimili á Gils- bakka þangað til hún gifti sig. Maður hennar, Steinþór Sigurðs son, var fæddur á Kambhóli í Arnarneshreppi. Þau hjónin voru við búskap og þjónustu- störf á nokkrum bæjum í Saur- bæiar- og Hrafnagilshr. og á Rútsstöðum í Öngulstaðahr. bjuggu þau frá 1921 til 1927. Þau eignuðust eina dóttur, Kristbjörgu Pálínu. Steinþór lést á Akurevri 1950. Hefur Kristbjörg verið stoð og stytta móður sinnar síðan eins og áð- ur er fram komið. Haustið 1933 fluttu þau hjón- in til Akureyrar með dóttur sína, er hafði verið fermd þá um vorið. Þau fengu leiguíbúð hjá okkur uppi á lofti í Aðalstræti 62. Voru þau hjá okkur í 15 ár eða þann tíma, sem öll okkar börn voru á bernskuskeiði. Það elsta var fjögra ára, þegar þau komu. Ég lít svo á, að það hafi verið happ fvrir börnin, að við feng- um þetta fólk í húsið. Börnun- um var tíðförult upp á loftið og Ólafsdóttir | þar var þeim ævinlega tekið tveim höndum, sýnd nærgætni, alúð og kærleiksþel. Þau virt- ust eiga næstum eins mikið heima þar eins og niðri hjá mömmu og pabba. Of fá börn eiga nú á tímum því láni að fagna að alast upp með fólki, sem þau finna hugarhlýju hjá og velvild í garð allra. Slíkar fyrirmyndir geta haft varanleg áhrif á barnshugann. Oft var gestkvæmt á loftinu hjá Aðalbjörgu og Steinþóri. Þau áttu marga vini og vensla- fólk i Surbæjar. og Hrafnagils- hreppum sérstaklega, og litu margir inn til þeirra, er þeir voru í bæjar- eða kaupstaðar- ferðum. Greiðasemi og um- hyggja var alltaf til reiðu hjá þeim hjónum. Aðalbjörg virtist hafa unun af að gera öðrum gott og veita fyrirgreiðslu, ef á þyrfti að halda. Hún mun hafa verið talin af öllum, er til þekktu góðhjörtuð kona. Kem- ur þetta m. a. fram í eftirfarandi skeyti, sem henni barst á sex- tugsafmælinu: Mikið var hún Góa góð að gefa okkar litlu þjóð sína björtu sólargeisla og mörgu. Hinu skil ég ekkert í, að hún skildi tíma því að gefa svona góða Aðalbjörgu. Aðabljörg var fædd á Góunni og bjartir og fagrir sólskinsdag- ar höfðu verið í röð á undan afmælisdeginum í þetta skiptið. Við hjónin og börn okkar eig- um mikið af góðum minningum frá þeim tíma. sem þessi góðu hjón voru til húsa hjá okkur. Fylgja línum þessum þakkir okkar og bænir um farsæld þeim til handa á hinu óþekkta sviði. Kristbjörgu dóttur þeirra sendum við okkar innilegustu hluttekningarkveðjur. Ármann Dalmansson. FRENCH FRIED POTATO OTI mjræ* I I FRANSKAR KARTÖFLUR 4 OZ DÓSIR - VA 01 DÓSIR ^Xjörbúðir 6•DAGUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.