Dagur - 11.11.1977, Page 8

Dagur - 11.11.1977, Page 8
DAGUR Akureyri, föstudagur 11. nóv. 1977 RAFGEYMAR í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA VELJIÐ RÉTT MERKI Mikið er nú um að vera á Laugalandi í Öngulstaðahr. Rifkclsstoðum 3. nóvember. A Laugalandi er mikið um að vera nú og hefur verið í allt sumar sem leið á vegum Hitaveitu Ak- ureyrar. Þar er nú unnið með tveim jarðborum. Dofri borar suður og upp af íbúðarhúsi prestsins og er kominn um 1500 metra niður, en ekkert vatn er þar enn en einhver hiti. Ráðgert er að bora allt að 2000 metra ef þarf. Narfi er að lagfæra virka borholu niður undir flata og á að laga fleiri holur þarna. Þá er unnið af fullum krafti við dæluhúsið, sem er mikil bygging og einnig er verið að einangra leiðsluna til bæjarins og er þetta hvort tveggja vel á veg komið. En þótt hitaveituframkvæmd- ir setji mikinn svip á allt á • Alltaf verða þeir sér til skammar Lítinn trúnað líefur þetta blað löngum lagt á eltlgosa- spádóma jarðfræðinganna. í sambandt við Kröfluvirk'un og Kísiliðiu í Mývatnssveit. Þar kom þó, að ritst.i. gtóðst ekki samhHóða spádóma um eldgos „eftir þriá eða fióra daga“ og brá sér austur. Að s5álf«ögðu voru líkurnar til þess að s.iá eldgosið aðeins 50%, þar sem um tvo daga var að ræða. En niður=taðan varð sú, að hvorki þann dag né hinn næsta lo«nuðu iarð- eldar austur þar og hafa ekki enn gert. Laugalandi, er fleira þar sem er minna áberandi, því þar er barnaskóli hreppsins. Skóla- stjóri er frú Edda Eiríksdóttir. Skólinn hófst á venjulegum tíma, en svo varð hálfs mánaðar hlé vegna verkfallsins. Bömin eru nær 50 talsins þegar allt er heimt. Þau ljúka sjö fyrstu bekkjum grunnskólans þar, en tveim síðustu bekkjum í Hrafna gilsskóla. Börnum er ekið til og frá skóla og telja flestir það besta fyrirkomulagið. Á Laugalandi var einnig kvennaskóli sem starfaði með miklum blóma lengi vel. En í fyrravetur og vetur var þar enginn skóli vegna þess að ekki fengust nægilega margir nem- endur. Þetta telja menn ljóð á ráði ungra kvenna og vona að það sé stundarfyrirbæri og að senn fyllist skólinn á ný af horskum meyjum sem sæki þangað hagnýta menntun í kvenlegum fræðum og e. t. v. upphaf að sinni lífshamingju. Tvö undanfarin sumur hafa náttúrulækningamenn haft þar hvíldar- og hressingarhæli fyrir aldrað fólk við góðan orðstír. Nú er þar mötuneyti og húsnæði fyrir þá, sem vinna við hitaveit. una. Að öðru leyti er þetta stóra og góða skólahús í eyði, þó það sé í einu veðursælasta og besta héraði landsins, hæfi- lega langt frá höfuðstað Norður- lands, í örskotsfjarlægð frá góðu félagsheimili og rétt hjá ágætri útisundlaug, sem er svo heit, að kennt er þar skóla- börnum um háveturinn. Ekki veit ég betur en búskap- ur gangi mjög sæmilega hér í hreppi. Nýliðið er gjöfult og gott sumar. Veturinn heilsaði vel. Menn eru önnum kafnir við haustverk og hafa ekki tíma til að fara í verkfall. Félagslíf er lítt vaknað enn, nema sauma- klúbbar kvenna. Ein þrjú íbúð- arhús eru í smíðum í sveitinni, eitt fjós og viðbyggingar og a. m. k. tvær heyhlöður. J. H. Samningur um vöruskipti yfir skömmu var undiiTÍtaður í Moskvu samningur um vöruskipti á milli Sambands íslenzkra samvinnufélaga og Samvinnusambands Sovétríkjanna, Centrosoyus. Gildir samningurinn fyrir árin 1977 til 1980. Sovétríkjanna samkvæmt þess- um samningi eru alls konar skinnavörur, værðarvoðir og prjónavoðir úr ull. Prjónavör- urnar verða að mestu leyti fram leiddar hjá prjónastofum víðs vegar um landið. Sambandið Hér er um að ræða fyrsta Iangtíma viðskiptasamning, sem samvinnusambönd þessara landa hafa gert með sér. Á fyrsta ári er gert ráð fyrir 400 milljón króna viðskiptum á hvora hlið, sem fari síðan vax- andi á samningst'mabilinu. Helztu vörutegundir, sem Sambandið mun flytja út til kaupir aftur á móti gasolíu og ýmsar matvörur frá Samvinnu- sambandi Sovétríkjanna. Kúludráttur er í Öxarfirði Sandsbæirnir í Öxarfirði og Núpur hafa komið sér upp nýrri vatnsveitu og sóttu bændur vatnið um langan veg, að Þverá. Skortur á vatni á þessum bæj- um hefur verið tilfinnanlegur, einkum eftir jarðskjálftana miklu. Búa þessir bæir allir nú við gott vatn og nægilegt, sagði fréttaritari Dags á Kópaskeri, Olafur Friðriksson, kaupfélags- stjóri í gær. Á mánudaginn voru rækju- miðin í Öxarfirði opnuð. Fjórir bátar héðan hófu þegar veið- arnar og hafa aflað ágætlega. Lítið er um seiði í aflanum. í rækjuvinnslunni hjá okkur er unnið á tveim vöktum og eru 12 á hvorri vakt. Það sem stað- urinn er ekki stærri en raun ber vitni, er þetta mikill og kærkominn atvinnuauki. Nú er komin nokkur snjór, kúludráttur fyrir fólksbíla í Öxarfirði og ofantil í Keldu- hverfi. Svipaður snjór var á Sléttu, en vegurinn þar var mokaður að hluta, en því miður ekki allur, því ófært verður strax ef eitthvað rennir. Bændur hafa tekið fé í hús og telja ekki æskilegt að beita vegna þess hve snjórinn er mik- ill. Rjúpnaskyttur fóru strax að huga að rjúpum, þegar leyfðar voru veiðar í haust. En bænd- ur segja mér, sagði fréttaritar- inn, að lokum, að lítið sé um rjúpu og því hafa rjúpnaveiðar lítið verið stundaðar. Vetraráætlun Flugleiða Vetraráætlun millilandaflugs Flugleiða gengur í gildi í dag, 1. nóv. Áætluriin er svipuð og síðastliðinn vetur og verða ferð ir flugvéla Loftleiða og Flug- félags íslands sem hér segir: Til Kaupmannahafnar verður flogið alla daga, til Oslo eru flug tvisvar í viku á þriðjudög- um og sunnudögum, til Gauta- borgar verður flogið á laugar- dögum. Til London verða þrjú flug í viku, á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum. Til Glasgow verða fiögur flug í viku á mánudögum, miðviku- dögum, föstudögum og laugar- dögum, til Luxenborgar verða daglegar ferðir og tvær ferðir á miðvikudögum og föstudög- um. Til New York verða ferðir daglega, til Chicago verður flogið á þriðjudögum og fimmtu dögum. Til Færeyja verða ferð- ir á fimmtudögum og sunnu- dögum. Auk þeirra ferða sem að fram an greinir og eru fyrst og fremst flug með farþega, verða sér- stakar vöruflutningaferðir til og frá Kaupmannahöfn einu sinni í viku, þ. e. á mánudögum. Flogið er til og frá Keflavíkur- flugvelli nema til Færeyja, þangað er flogið frá Reykjavík- urflugvelli og um Egilsstaði í báðum leiðum á sunnudögum. Milli Nassau á Bahama og Luxenborgar flýgur þota Inter- national Air Bahama þrjár ferð ir í viku. Auk þess verða farin allmörg leiguflug á þessari leið Frá Kynningardeild Flugleiða hf., Aðalskrifstofu, Reykjavík- urflugvelli. Víða um land er nú efnt til skoðanakönnunar, prófkjörs og jafnvel bindandi próf kjörs, vegna næstu alþingis- kosninga. Margt mælir gegn því að sundra kröftunum vegna innbyrðis ósamkomu lags, en prófkjör eða skoðana- kannanir, sem eru með ýmsu móti framkvæmdar, eru hins- vegar trygging fyrir þá, sem þyk:ast órétti beittir innan flokks síns um val frambjóð- enda. Framsóknarmenn í Norðurlandskjördæmi eystra samþykktu sinn framboðs- lista alveg einróma á kjör- dæmisþingi sínu um síðustu helgi. Það er eflaust mikill styrkur í flokkspólitísku starfi að standa jafn einhuga að framboðinu og hér varð. Frá kjördæmisþinginu er sagt í forystugrein blaðsins í dag. • Húsmóðir hefur orðið. í Gerðaliverfunum er mikið af ungum flækingsköttum, sem sitja um að komast inn um opna glugga, hvar sem þeir geta. Þetta eru húskett ir, sumir með ól um hálsinn, án allra upplýsinga um eig- andann og er því ekki hægt að láta þá vita. Það er nú það minnsta, sem kattaeig- endur geta gert, að hafa háls- band á köttum sínum — með símanúmeri eða hús og götu númeri — svo auðveldara sé að hafa uppi á cigendunum, ef dýrin fara á flæking. Þess- ari ábendingu er hér með komið á framfæri til eigenda hinna mörgu katta. • Neyðin ekki nógu stór í nýlegu verkfalli var síma þiónusta í sveitum heldur bágborin, þar sem um hand- virkan síma var að ræða. Það bar þá við í Kollavík í Þistilfirði, að kýr beiddi og þurfti að ná í friótækninn. Neyðarvakt var á símstöðv- unum og gefið samband við lögreglu og lækni, manna og dýra o. s. frv. En óljóst var, hvc neyðin þyrfti að vera stór til að veita undanþágu. Kona á neyðarvaktinni var beðin að gefa samband við fr5ótækninn og hafði hún málið til meðfcrðar lengi dags en úrskurðurinn féll á þann veg, að neyðin væri ekki nógu stór og hafnaði ósk bóndans, sagði fréttarit- ari. Dýrahjúkrunarkonan Sigfríð Þórisdóttir, kemur til Akur- eyrar og verður hér stödd dagana 19. og 20. nóvember. Sigfríð liefur klippt hunda, snyrt þá og lagt á ráð um meðferð hunda og uppcldi hvolpa. Ef einhverjir af hin- um mörgu hundaeigendum á Akureyri hafa áhuga á því að leita til hjúkrunarkon- unnar, geta þeir hringt í síma 22537 og 22505. Hundar munu nýhreinsaðir þegar hjúkrunarkonan kemur norð ur og eflaust vilja einhverjir eigendur þeirra fræðast af henni og njóta aðstoðar hennar. • Framboðslistinn á Austurlandi Framboðslistinn á Austur- landi til næstu alþingiskosn- inga hefur verið birtur. Efstu sætin skipa cftirtaldir fram- bjóðendur: — Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamála- ráðherra, Tómas Árnason, alþingismaður, Halldór Ás- grímsson, alþingismaður, Jón Sigurðsson, innkaupastjóri, Egilsstöðum, séra Þorleifur Kristmundsson, Kolfreyju- stað og Kristján Magnússon, sveitarstjóri, Vopnafirði. Framboðslistinn var sam- þykktur á fjölmennu kjör- dæmisþingi í Austurlands kjördæmi. • Hver situr við stýrið. Nýlegur stjórnmálaþáttur í sjónvarpinu varð enn einn vonbrigðaþátturinn á þeim vettvangi. f lok umræðunn- ar var hver og einn viðmæl andi í sjónvarpssal spurður að því, hvernig snúast ætti við verðbólgunni á íslandi, áður en efnahagslífið færi í rúst Þeim varð ekki svara- þátt, aiþingismönnunum og fyrrverandi ráðherrum, sem auk þess voru formælendur sinna stiórnmálaflokka og lögðu fram svo sem þrjú hollráð hver um sig. Sam- kvæmt því mun þingheimur með 60 alþingismenn eiga svo sem 180 leynivopn og er það ekki svo lítið. Hinsveg- ar er það mál manna, að þeim hóllráðum eða vopnum megi ekki beita fyrr en hús- bóndinn segir til. En hver er þá húsbóndinn á þjóðarheint ilinu? Sumir eru svo vondir cða glámskyggnir að segja, að þar sitji verðbólgan sjálf og stjórni landinu.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.