Dagur - 16.11.1977, Blaðsíða 5

Dagur - 16.11.1977, Blaðsíða 5
Útgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstræti 90, Akureyri Simar: Ritstjóm 11166, Augl. og afgrciðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prcnlun: Prcntverk Odds Bjömssonar hf. Friðsamlegir landvinningar Margar þjóðir hafa aukið landirými sitt með hemaði, svo sem gömul og ný saga hermir. íslendingar hafa á síðari ámm einnig aukið við land sitt og þar með lífsrými og mögu- leika til góðrar afkomu fyrir núlif- andi kynslóð og þær næstu og það ekkert óvemlega, en ekki með her- valdi gegn öðram þjóðum, heldur samræmdum aðgerðum á opnum vettvangi þjóðanna og eigin löggjaf- arþingi, og er þar átt við útfærslu fiskveiðilögsögunnar út í 200 sjó- mílilr, sem nú er viðurkennd stað- reynd. Þar með hefur þjóð í norð- lægu eylandi öðlast umráðarétt á þeim fiskimiðum umhverfis land, sem erlendar þjóðir nytjuðu áður að hálfu. Þetta tókst í mörgum áföng- um, þrátt fyrir hótanir og þvingun- araðgerðir erlendra þjóða og ofbeld- isaðgerða Breta. Sagan sýnir okkur, að í öllum meiriháttar áföngum til að öðlast yfirráð yfir fiskimiðunum umhverfis landið, höfðu framsóknarmenn for- göngu í þessu máli. Það var engin tilviljun, að Framsóknarflokkurinn, undir stjóm Ólafs Jóhannessonar, gerði landhelgismálið að mesta bar- áttumáli og stefnumáli flokksins við síðustu alþnigiskosningar og fylgdi því þann veg eftir, að fullnaðar sig- ur vannst. Þessi sigur var ekki aðeins eitthvert mesta hagsmunamál þjóðar- innar, heldur einnig sjálfstæðismál hennar. Þessa forystu ber að virða og viðurkenna, um leið og stuðnnigur annarra stjómmálaflokka, stjóm- málamanna og landsmanna allra er þakkaður. í stefnuræðu forsætisráðherra okk- ar á Alþingi nú fyrir skemmstu komst ráðherrann réttilega svo að orði um þetta mál: í upphafi síðasta þings gerði ég grein fyrir lokaáfanga þeirrar stefnu, að íslendingar fengu full yfirráð yfir 200 mílna fiskiveiðilögsögunni. Ár- angur þeirrar stefnu kemur skýrt fram þegar litið er til afla útlend- inga við ísland á þessu ári í saman- burði við 1976. f ágústlok sl. höfðu útlendingar veitt hér við land 8.000 tonn af þorski frá því í ársbyrjun, en 50.000 tonn á sama tíma í fyrra. Ég læt þetta litla dæmi nægja til að sýna árangurinn af stefnunni í land- helgismálinu. Það minnir okkur á, að löngum veiddu aðrar þjóðir helm- ing eða meira af þorskaflanum hér við land. Nú sitjum við einir aíS þeirri auðlind. Við náðum markmiði okkar að lokum með samkomulagi við nágrannaríkin, sem við emm í bandalagi við. 'Með þessum hætti hefur undirstaða þjóðarbúsins verið tryest stórlega, og framtíðin er þess vegna bjartari en ella. Gömul og ný ftirfarandi grein er uppistaða úr erindi, sem flytja átti á -i ráðstefnu Framsóknarflokksins í Reykjavík 11. nóvem- ber 1977. Mjög er stuðst við bók Áskels Einarssonar, Land í mótun, við samningu þess. Hvað er byggðastefna? Það er og var oft sagt að byggðastefna sé það að tryggja að hver landshluti og byggð þróist efnahagslega, imenning- arlega, og að hlutfallslegri íbúa- tölu svo sem hún hefir kosti til. En við þessa skilgreiningu er það að athuga, að kostimir, sem hver sveit eða landshluti hefur, eru ekki nema að nokkru leyti fólgnir í landinu sjálfu. Heldur er það þjóðfélagsgerðin og skipulag mannanna sem ræður þessum kostum og gæðum engu að síður en náttúran sjálf. Það er því ef til vill réttara að segja, að byggðastefna sé það að ákapa það ástand, að mannfólkið, sem land þetta byggir, hafi nokkuð jafna tilhneigingu til að velja sér búsetu, hvort heldur er sunnan lands, vestan, austan eða norð- an. Hver þessi skilyrði eða að- stæður þurfa að vera er mjög breytilegt frá tíma til tíma. — Kemur þar ekki síst til hvað talið er manninum eftirsóknar- vert. Fyrstu níu aldir íslandsbyggð- ar var bvggðastefna allsráðandi. Valdamiðstöðvar voru margar og dreifðar. Þær voru lengst af höfuðból sveitanna, aðsetur höfðingja andlegra eða verald- legra. Landið skiptist í fjórar nokkuð jafn áhrifamiklar heild- ir sem héldu jafnræði á Alþingi. Innan fjórðunganna var einnig jafnræði milli vorþinganna. Með stofnun biskupsstóls í Skálholti var gerð tilraun til samfærslu valds í landinu, sem styrkja átti með menningar- miðstöð á staðnum og síðar með upptöku tíundarlaga. Stofnun klaustranna og dreifing þeirra um landið dró þó nokkuð úr þessum áhrifum. Og gamla höfðingjastéttin, sem var tiltölu lega fljót að smeygja sér inn í valdakerfi kirkjunnar, hélt um- ráðaréttinum yfir landinu lengi í sínum höndum. Það hefir heldur áreiðanlega ekki verið trúræknin ein, sem gerði það að verkum, að Norðlendingar knúðu fram stofnun biskups- stóls að Hólum, áður en ára- tugur leið frá upptöku tíundar. Ekki ler vafamál að .stofnun biskupsstóls og skóla á Norður- landi hefur allt til okkar tíma styrkt byggðavitund í landinu og istyrkt íslenska þjóðernis- kennd. Á Sturlungaöld gerðu kappmiklir höfðingjar heift- úðuga tilraun til samfærslu valds, með árangri sem varð annar en þeir ætluðu í upphafi. Með siðaskiptunum varð að sjálfsögðu mikil breyting, þeg- ar eignir kirkjunnar gengu til konungs, svo ekki sé talað um, er verslunin var seld á leigu eða einokuð. Að lokum varð eigi umflúið að allt færi í einn stað. Báðir biskupsstólamir voru lagðir niður og fluttir til Reykjavíkur og skólarnir til Bessastaða. Alþingi lagt niður en landsréttur stofnaður. End- urreist alþing fært til Reykja- víkur. Valdamiðstöðin ein. Rækileg drög voru þar með lögð að höfuðborginni. Eftir að ömtin komust í tengsl við sveitastjórnarkerfið með aðild sýslanna rættist þó aftur nokkuð úr og framtak því sam- fara kom í ljós. Gagnfræðaskóli var stofnaður að Möðruvöllum húsmæðra- skóli í Húnavatnssýslu og bún- aðarskólar á Hólum og Eiðum og félagssamtök um verslun voru stofnuð á Norðurlandi. Með afnámi amtanna var aftur horfið frá því að byggja upp landshlutana sem sjálfstæðar heildir. Ákvörðunin um inn- lendan ráðherra og stjórnarráð fyrir ísland, sem skyldi, auk heildarstjórnunarstarfa, taka við störfum amtanna, innsiglaði þá stefnu, sem einkennt hefir tuttugustu öldina. Afnám vald- dreifingar. Ekkert form eða leið andi kerfi var til, sem þegar á uppbyggingarskeiði íslensks at- vinnulífs, gætti þess að viðhalda aldagamalli jafnvægishefð í byggð landsins. Verkefnaskipt- ing myndaðist fljótlega milli landsbyggðar og þjónustukjarn- ans í Revkjavík. Þar voru stjórnsýslu- og fjár- málastofnanir. Þar þróuðust þjónusta og viðskipti. Aðalsam- göngur við útlönd voru einnig þaðan og þangað. Hafnarskil- yrði voru bar góð og tiltölulega stutt á góð fiskimið. Með skútu öldinni og síðan togaraútgerð- inni tók Revkjavík forvstu í at- vinnumálum um langt skeið. Góð fiskimið og góð hafnarað- staða voru að vísu til víðar, en þar vantaði drifkraftinn, — stjórnar- og fjármálastofnanir ásamt þjónustu. Nokkur gróska varð þó víða um land í tengsl- um við vélbátaútgerð, en með aukinni ágengni togara á grunn slóðum og breyttum þjóðlífshátt um dró þó fljótt úr þeirri grósku. Eina mótvægið voru síldarstaðirnir og kaupfélögin. Lengi framanaf var samt ágóði síldarævintýrisins fluttur burtu fyrst til útlanda og síðar ýmist til útlanda eða annað. Síldar- gróðinn gat líka og reyndist stopull. Vegna þess hvernig ágóða síldarævintýrisins var ráðstafað varð hann ekki sú lyftistöng sem hefði mátt vænta. Hinsvegar reyndust kaupfé- lögin sterkasta aflið til að halda fjármagninu í byggðum lands- ins. Með stofnun þeirra og fé- lagslegri þátttöku fólksins í rekstri þeirra var komið í veg fyrir að við hver kynslóðaskipti í atvinnurekstri og verslun yrði blóðtaka fyrir byggðirnar, þeg- ar einstaklingar fundu aðrar og sér hagkvæmari leiðir og staði til að ávaxta fjármagnið. Að vísu voru möguleikar kaupfé- laganna til að komast yfir og eignast fjármagn næsta litlir. Lengi vel ekki annað fjármagn en það, sem íbúarnir sjálfir trúðu þeim fyrir og því ekki af miklu að taka. Auk þess voru gerðar ítrekaðar tilraunir til að ræna kaupfélögin og samtök þeirra því trausti, sem íbúarnir báru til þeirra. Vegna fjárskorts varð því hlutur kaupfélaganna víða að mestu í því fólginn að treysta landbúnaðinn með því að bæta hag bænda, en á því var mikil þörf. Þau knúðu þó yfirleitt til fjárfestingar í vinnslustöðvum landbúnaðarins og nokkuð í fasteignum vegna verslunar. Það var ekki nema á nokkrum stöðum sem þau gátu fjárfest í öðrum atvinnu- greinum. Enda kannske skilj- anlegt þar sem þau voru yfir- leitt borin uppi af bændum. Það var eigínlega ekki fyrr byggðastefna en eftir stríð sem þau hófu af- skipti af uppbyggingu sjávarút- vegs. Á uppbyggingu þeirra og öðru félagslegu framtaki heima manna hefir varnar og sóknar- barátta landsbyggðarinnar hvílt síðustu áratugina. Vegna póli- tískrar andstöðu sterkra afla í þjóðfélaginu, sem meira og minna hafa ráðið yfir fram- kvæmdafjármagninu, hafa kaup félögin ekki aukið eðlilega þátt töku sína í þessari uppbygg- ingu. En félagshyggjan hefir fundið aðrar leiðir. Byggðahluta félögin er hinn nýi vettvangur. Hlutafélög þar sem burðarás- arnir eru sveitarfélögin og kaup félögin, sem bera mestu fjár- hagsábyrgðina oft að jöfnu, en # Sigurður Óli Brynjólfs- son ræðir byggðastefnu fyrr og nú. einstaklingar sem leggja fram ýmsa kunnáttu eða fjármagn hafa þó sín áhrif. I þessum byggðahlutafélögum sameinast hin félagslega vitund og staðar- leg skylda við byggðarlögin, ásamt þeim sóknarhvata, sem sækir til arðsemi í rekstri fólk- inu til hagsbóta. Fyrmefnd póli tísk öfl hafa enn sem komið er litið þessi félög öðrum augum en kaupfélögin og er gott með- an þau reyna ekki að setja fót- inn fyrir þau einnig. Þessi öfl kalla þetta gjarnan einkafram- tak. En hvað um það. Aðalat- riðið er að þetta er byggðafram- tak sem byggir á áþekkri fé- lagshyggju og kaupfélögin, vel- ferðarhyggju íbúanna. Þetta form hefir sýnt ágæti sitt og leyfist mér að nefna sem dæmi Utgerðarfélag Akureyringa hf., Fiskiðjusamlag Húsavíkur og skagfirsku útgerðina. f fram. haldi af tali um kaupfélögin má nefna sem dæmi um sóknarafl valdamiðstöðvarinnar í Reykja- vík að átthagaelskir norðan- menn, er höfðu forustu fyrir Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, sem stofnað var fyrir norðan sáu sig tilneydda að flytja miðstöð þess til Reykja- víkur. Þessar rætur sambands- ins slitnuðu þó ekki, og eru úr- vinnsluiðnaður Sambandsins á Akureyri gott dæmi um það. í lok fjórða áratugs þessarar aldar var meiri byggðaró en verið hafði. Afurðasölulögin, vinnslustöðvar landbúnaðarins höfðu bætt búsetuskilyrði í sveitum og atvinnuleysi stærstu þéttbýlisstaðanna hélt aftur af vexti þeirra og fleiri aðgerðir stuðluðu þar að. En hörmungar. skeið sauðfjárveikinnar var að hefja innreið sína og með her- námi íslands 1940 og síðan varn arsamningum við Bandaríkin varð bylting í efnahagslífi þjóð- arinnar. Af styrjaldarástandinu leiddi enn aukna miðstýringu og stríðsgróðinn, sem, að lang- mestu leyti varð á suðvestur- landinu, var meira en lands- byggðin þoldi. Með vaxandi um- svifum í byggingariðnaði fyrir herinn og stríðsgróða og auk- inni kaupgetu uxu þjóðfélags- umsvif ríkisins og samfélags- stofnanna í Reykjavík en lands- byggðinni blæddi. Þegar að stríðinu loknu voru uppi í öðr- um löndum ráðagerðir um sér- stakar byggðaáætlanir, sem hluti endurreisnarinnar. En hér á landi var lítið um slikt að ræða. í tíð nýsköpunarstjóm- arinnar var togurunum að nokkru dreift um landið. En landsbyggðin var illa í stakk bú- in að taka við þeim. Þeir urðu að sækja alla sína þjónustu til Reykjavíkur og röng gengis- skráning og lágt fiskverð til togaranna olli slíkum erfiðleik- um í rekstri þeirra að flestir staðirnir gáfust upp á þeirri út- gerð. Þessi atvinnutæki soguð- ust því flest á ný til Reykja- víkur beint eða óbeint. Undan má þó skilja togaraútgerð frá Akureyri og Neskaupsstað. Ekki er þó vitað nema lands- byggðin hefði snúist til varnar og staðið sig, ef ekki hefði kom- ið hin gífurlega innspýting í suðvesturhomið með varnarliðs framkvæmdunum á Reykjanesi. Sagt var að sumir þingmenn hefðu talið það sér til ávinn- ings að hafa fastan og góðan kvóta fyrir mannaráðningar ut- an úr kjördæmunum á Völl- inn. Á meðan var haldið fram uppbyggingu á oðrum sviðum við Faxaflóa. Það er samt á þess um árum eftir 1950 að stjórn- völd sjá að ekki varð lengur komist hjá aðgerðum. Þá var sett á fjárlög atvinnuaukafé, sem skipt var upp í lánsformi, og gekk fyrst og fremst til út- gerðar. Á þessum árum var mót virðissjóðum breytt í banka, Framkvæmdabanka íslands, sem var forveri framkvæmda- sjóðs. Atvinnuaukafé var á fjár- lögum þar til myndaður var at- vinnubótasjóður og síðar at- vinnujöfnunarsjóður m. a. með framlögum úr mótvirðissjóði. Á dögum stjórnar Ólafs Jó- hannessonar var svo Byggða- sjóður stofnaður með föstu fram lagi úr ríkissjóði og láhsheim- ildum úr framkvæmdasjóði. í tíð núverandi stjórnar var rík- issjóðsframlag til sjóðsins hækk að mjög og er nú 2% af fjár- lögum. Það er mikið talað um hver röskun hljótist af Byggðasjóði og ekki er ástæða til að telja úr að fjármagn hans sé áhrifamik- ið í vissum skilningi. En sé lánsfjáráætlun fjárfestingar- sjóða fyrir árið 1977 skoðuð, sést að útlán þeirra voru áætl- uð 18,39 milljarðar, og þar af eru lán Byggðasjóðs 1,8 mill- jarður, eða innan við 10% af heildarútlánum þeirra. Sé mið- að við lánasjóði, sem lána til atvinnuveganna eru útlán hans um 15%. Samkvæmt lánsfiár- áætlun 1977 er heildarfjármögn unaráætlun yfir 85 milljarða og áhrif Byggðasjóðs rúm 2% af heildar fjármögnun í landinu. Þetta sýnir á ljósan hátt hve lítið fjármagn Byggðasjóðs væri ef því væri dreift á heildarkerf- ið. Hins vegar getur hún haft af- drifarík áhrif á fámenn byggða lög út um land, sem standa höll- um fæti. Og áhrifin hafa þegar sagt til sín. En það er eitt enn sem mönnum hefir yfirsést í tal inu um áhrif Byggðasjóðs, en það er vitneskjan um hugarfar stjórnvalda. Sú vitneskja fólks- ins að breytinga sé að vænta á þeirri stefnu sem haldið var uppi og lýst hefir verið. Þessi vitneskja og trú hefir aukið kjark og áræði fólksins og jafn- vel fjármálaspekúlantar eru farnir að átta sig á því að fjár- festing í atvinnuvegunum út um land sé ekki síður gróða- vænleg en á höfðurborgarsvæð- inu. Það er raunar alger óþarfi að líta öfundaraugum til fjármagns þess sem í Byggðasjóð rennur. Þetta er ekki nema lítill hluti af því mikla fjármagni, sem til höfuðstöðvanna hefir streymt, meðan hún var að vaxa. Eitt- hvað álíka og það sem Danir skiluðu við sambandsslitin, eft- ir að hafa byggt upp Kaup- mannahöfn og lýst hana upp með floti og lýsi frá íslandi. En svo var mér kennt í bamaskóla. En þótt uppbygging atvinnu- veganna út um land sé þjóð- inni mikilvæg, þá má þó hinu ekki gleyma að ríkisvaldið er umsvifamesti atvinnurekandi þjóðarinnar og því hefur rekst- ur þess gífurleg áhrif á fram- boð og eftirspum vinnuafls. Þjónusta og rekstur, sem henni er samfara hefur því mjög mikil áhrif á búsetu þjóðarinnar eftir því hvernig henni er fyrir. kom- ið. Þótt fátækt þjóðarinnar og getuleysi hennar fyrst eftir að heimastjórn komst á og með auknum félagslegum áhuga, sem reyndar var byrjaður fyrr, varð hún að láta sér nægja eitt eintak af hverri nýrri þjóðlífsstofnun, má slíkt að sjálf sögðu ekki halda áfram. Þess- um stofnunum var valinn stað- ur í Reykjavík, hvort heldur þær skyldu þjóna allri þjóðinni eða dreifðum byggðum. Það var helst í skólamálum á lægri skóla stigum að önnur stefna réði. Stofnun menntaskóla á Akur- eyri 1928 þótti sérstakt og frekjulegt tiltæki, sem talin var óráðsía Dreifing þjónustustofnana rík isins og auka kostnaður henni samfara fyrst í stað verður því innan skamms að falla undir verksvið Byggðasjáðs. annars verður hann alm. sjóður en ekki Byggðasjóður. Munurinn á því að verja fé til atvinnufyrirtækja og atvinnuuppbyggingar, að hefðbundnu mati á þeim orð- um, og því að verja fénu til þjónustudreifingar liggur í því að framkvæmdafé er yfirleitt beint til tímabundinnar fyrir- greiðslu en ekki varanlegrar. Þar sem þjónustan er hinsveg- ar fastur starfræksluliður um fc.'. m Skiðaskór f. börn og fullorðna Góðar vörur - Goft verð Póstsendum Símaskráin 1978 Tilkynning til símnolenda á Akureyri og nágrenni Áætlað er að símskráin fyrir árið 1978 komi út fyrri hluta ársins, og er áríðandi, að þeir síma- notendur sem vilja koma breytingur í hana, til- kynni það sem allra fyrst og eigi síðar en 25. nóvember n.k. á skrifstofu Landssímans, Hafnar- stræti 102. UMDÆMISSTJÓRI. Bingó verður í Sjálfstæðishúsinu sunnu- daginn 20. nóv. kl. 8.30. Margir glæsilegir vvinningar, s. s. litasjónvarp, heimilistæki og fatnaður frá lcelook. Hinir frábæru Halli og Laddi skemmta. Tískusýning á fatnaði frá lcelook. Allir á bingó í Sjallanum! SRA ókomin ár. Rekstrarútgjöld stjórnkerfisins fara yfirleitt vax andi, en hreyfanlegir fram- kvæmdaliðir eru rýrðir, eftir því sem atvinnulíf annað blómg- ast. Flestar þjónustustofnanir ríkisins hafa byrjað smátt. En samkvæmt hagstjórnarlögmál- um valdaaðila sem við þær starfa þykir sjálfsagt að auka við þær í höfuðstaðnum. Sum- ar þessar stofnanir eru áreið- anlega yfirvaxnar á mælikvarða þjóðarinnar og væri þeim og öllum holt að um tvískiptingu beirra yrði að ræða. Ég hefi ekki rakið áhrif byggðasjóðs eða annara opin- berra sjóða á einstök byggðar- lög. Hitt vildi ég hafa getað sýnt fram á að slíkur sjóður er og verður í náinni framtíð að teljast eðlilegur miðað við þá þróun sem átt hafði sér stað, um langan aldur. Auglýsing um uppboð Að kröfu innheimtumanns ríkissjóðs, bæjarsjóðs Akureyrar og ýmissa lögmanna og samkvæmt lögtaks- og fjárnámsgerðum fer fram nauðung- aruppboð á hinum lögteknu og fjárnumdu lausa- fjármunum við lögreglustöðina á Akureyri föstu- daginn 25. nóvember 1977 kl. 16.00. Eftirtalið verður selt: Bifreiðarnar A-1648, A-1675, A-2616, A-3273, A-3387, A-3489, A-4244, A-5061, A-6284, B-892 og R-28242. Ennfremur verslunarinnréttingar, gastæki, hitari, slöngur, ritvél, Linhoff myndavél og stækkari og Meopta stækkari, Normende út- varpsfónn, frystiskápur, ísskápur og ískista o. fl. Greiðsla fari fram við hamarshögg. UPPBOÐSHALDARINN Á AKUREYRI. 14. nóvember 1977. en þeir sem eru áskrifendur HEB fá senda sjálfa Bókaskrána sem er 44 blað- síður að stærð. Þar er að finna mikinn aragrúa allskonar bóka sem áskrif- endur eiga kost á að eignast með sérstökum vildar kjörum. Tímaritið HEIMA ER BEZT er þjóðlegt heimilisrit sem nýtur mikilla vinsælda um land allt. Áskriftargjald fyrir yfirstandandi árgang er aðeins kr. 2.000 fyrir 12 tölublöð auk Bókaskrár. Það er fljótt að borga sig að vera í hópi þúsunda áskrifenda HEIMA ER BEZT. Nú er upplagt að nota tækifærið og fá um leið meira en „reykinn af réttunum" Til HEIMA ER BEZT Tryggvabraut 18-20, 602 Akureyri Sími 22500 Ég undirrit...... óska eftir að gerast áskrifandi að timaritinu HEIMA ER BEZT nú þegar. □ Hjálagt fylgir áskriftargjald 1977 að upphæð kr. 2.000. □ Sendið mér ritið gegn póstkröfu (en þá bætist póstkröfugjaldið við árgjaldið). Nafn Heimlli Nýir áskrifendur geta valið um ókeypis gjafabók eða einn af eldri árgöngum HEIMA ER BEZT meðan upplag endist! Merkið því við með krossi hér að neðan. □ Sendið mér skrá yfir gjafabækur HEB. □ Sendið mér einn eldri árgang HEB í kaupbæti. VISSUÐ ÞIÐ ÞETTA? 4 : DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.