Dagur - 16.11.1977, Síða 8

Dagur - 16.11.1977, Síða 8
DAGUR Akureyri, miðvikudaginn 16. nóv. 1977 [yGG233 —UUSSISC--' RAFGEYMAR „ @ j í BÍLINN, BÁTINN, VINNUVÉLINA "ERK' Ifbj 1 Hvammur, félagsheimili skátanna á Akureyri. (Ljósm. E. D.) 4-500 skátar á Akureyri í stuttri heimsókn á skáta- þing, sem haldið var í Hrafna- gilsskóla á dögunum, tók frétta- maður eftir því, hve lítið var reykt í þeim hundrað manna hópi karla og kvenna, sem þar voru að störfum, svo ekki sé minnst á annan ófögnuð, sem einkenni setur stundum eða jafnvel oft á samkomur hverju nafni sem nefnist, nema guðs- þjónustur, en sá ófögnuður sást ekki þar, og er þar átt við áfengið. Vel var það við hæfi í frá- sögn af skátaþinginu að minn- ast á skátahreyfinguna á Akur- eyri, svona í leiðinni, en til þess var ekki rúm þá. Á Akureyri eru á fimmta hundrað skátar í tveim félög- um karla og kvenna. Heitir fé- lag karla Skátafélag Akureyrar en félag kvenna heitir Valkyrj- an. Félagsforingjar eru Gunnar Jónsson og Hulda Þórarins- dóttir. Deild kvenna mun vera eitthvað fjölmennari. Þessi tvö félög skiptast niður í sveitir, líklega um tuttugu talsins. Þá er starfandi félag eldri skáta, eða St. Georgsgildið, en formaður þe,ss er Aðalgeir Páls- son og Hiálparsveit skáta er undir stjórn Dúa Bjömssonar. Skátafélögin á Akureyri eiga Hvamm, þ. e. gamla sýslumanns húsið, einnig Gunnarshóhna á Oddeyri og Fálkafell, og hjálp- arsveitin hefur einhverja að- stöðu í húsnæði á Oddeyri og eru þessar húseignir á vegum- karlafélaganna, en konur eiga Valhöll og Völuból. Margt er það í skátahreyfing- unni, sem er aldar gömul, en fluttist hingað til lands um 1912, er hlotið hefur viðurkenningu þjóðanna fyrir sín hollu upp- eldisáhrif. • Hitaveitan kostar nú 1500 milljónir Nú hefur reglugerð fyrir Hitaveitu Akureyrar og fyrsta gjaldskrá verið stað- fest af iðnaðarráðuneytinu og verða þær væntanlega birtar í Stjómartíðindum þessa dagana. Talað er um, að gjaldskráin feli í sér að hitunarkostnaður með hita- veituvatni sé um 70% af hit- unarkostnaði með olíu að meðaltali. Kostnaður við hitaveitu- framkvæmdirnar er orðinn um 1500 milljónir króna, en þar af er borkostnaður mjög mikill. Þetta hefur að mestu leyti verið fjármagnað með erlendum lánum, nema bor- kostnaðurinn. Orkusjóður hefur lánað verulegt fjár- magn og einnig Byggðasjóð- ur vegna borana. • Mikið starf framundan Framsóknarfélag Akureyrar hefur þegar haldið aðalfund sinn, kosið sér nýjan for- mann, Pétur Valdimarsson, ennfremur hefur það kosið sér fulltrúaráð, en formaður þess er Hallgrímur Skafta- son. Framundan eru mikil félagsmálastörf, meðal ann- ars vegna bæjarstjómarkosn inganna í vor og alþingis- kosninganna. Að sjálfsögðu velta menn því fyrir sér, hvemig framboðslisti fram- sóknarmanna hér í bæ verð ur skipaður að þessu sinni. Á síðasta sumri var kosin nefnd til að athuga mögu- leika á framboðsmálum og þessi mál em enn í deigl- unni. • Verður skoð- anakönnun? Enn hefur engin ákvörðun verið tekin um það, á hvern hátt staðið verður að upp- stillingu listans, en nokkur áhugi er á prófkjöri eða skoð anakönnun, þótt gallar þess séu e. t. v. ljósari nú, eftir ævintýri Alþýðuflokksins, en nokkru sinni fyrr. Ekki hefur heldur verið tekin ákvörðun um hugsanlegt samstarf við aðra svo sem lýðræðissinnaða félags- hyggjunienn, og þá aðila yf- irleitt, sem standa utan fé- lagsins. Er nú opin leið, fyr- ir ófélagsbundna stuðnings- menn Framsóknarflokksins, að ganga í Framsóknarfélag- ið og taka þar þátt í stefnu- mótun og öðrum ákvörðun- um. Hin pólitísku flokks- félög eru hinn rétti vettvang ur fólksins til pólitískra áhrifa. Söguritun Akureyrar rædd Ný brú Sauðárkróki 14. nóvember. Ver- ið er að leggja síðustu hönd á brúna yfir Austurósinn á Hér- aðsvötnum og er nú aðeins eft- ir að ganga frá handriðinu. Er brúin mikið mannvirki, svo og vegurinn um sandana að henni og frá. Vegurinn frá brúnni er nú orðinn 7 eða 8 kílómetra langur og liggur ofan við Garð í Hegranesinu. Verður þessi nýi vegur tengdur þeim eldri jafnskjótt og smíði brúarhand- riðs er lokið. Sá vegur sem kom- inn er, er alveg ágætur og verð- ur snjóléttari að miklum mun. Verður þetta mikil samgöngu- bót. Prófkjörið hér í kjördæminu fer fram dagana 24.—27. nóv. Þeir sem um er kosið eru þess- ir: Ólafur Jóhannesson, ráð- herra, Páll Pétursson, alþingis- maður, Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Bogi Sigur- björnsson, skattaendurskoðandi Guðrún Benediktsdóttir, vara- þingmaður, Brynjólfur Svein- bergsson, oddviti og Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum. Þetta er ekki bindandi prófkjör eða skoðanakönnun, nema þá sið- ferðilega. Nú er norðan hríðarveður og leiðindaveður. Bændur hafa tekið fé sitt í hús, en áður lömb og hrúta. Stórgripaslátrun stend ur yfir en fer að ljúka. Nokkur snjór er kominn en allir vegir greiðir innan héraðsins. G. Ó. Fréttamenn voru kallaðir á fund sl. föstudag á Hótel KEA, þar sem rætt var um ritun sögu Akureyrar. En í tilefni af 2500. fundi bæjarstjómar samþykkti hún að leggja fram úr bæjar- sjóði 2,5 milljón krónur til sögu- ritunar. Ákveðið var einnig að halda á þessu hausti ráðstefnu um þessi mál og nefnd var kjör. in til að undirbúa ráðstefnuna. í henni eiga sæti Valgarður Baldvinsson af hálfu bæjarráðs, Gísli Jónsson af hálfu Bóka- safnsnefndar og Haraldur Sig- urgeirsson af hálfu Menningar- sjóðs bæjarins. En Gísli Jóns- son hafði orð fyrir nefndinni. Með nefndinni starfar Lárus Zophoníasson amtsbókavörður. Ráðstefnan verður haldin um næstu helgi, svo sem nánar greinir í auglýsingu í blaðinu í dag, og er hún öllum opin. Sérstök athygli er vakin á því, að þar verður fjallað um fram- kvæmd söguritunar og væntan- lega einnig um útgáfu. Ráð- stefnan fer fram í Amtsbóka- safninu af því tilefni, að safnið er 150 ára stofnun. Um fleiri en eina leið er að velja við söguritun bæjarins. Vel má hugsa sér söguna í stór- um dráttum í fáum bindum, og þá með það í huga, að s’ðar eða jafnhliða yrði saman saga ein- stakra atvinnu- og menningar- þátta, félaga, lista, bókmennta, íþrótta o. s. frv. o. s. frv. Einnig mætti hugsa sér sögu Akureyr- ar skráða í heild og hverium þætti gefið verulegt rúm. Yrði þá útgáfan mjög viðamikil. — Mikill vandi er að skipuleggia söguritunina og útgáfuna og fá til þess hæfa menn Um eða eftir 1950 var í bæj- arstjórn ákveðið að hefja sögu- ritunina, en af þeirri útgáfu varð ekki, en ýmislegt mun bó hafa verið unnið að söguritun- inni, sem ekki hefur komið fram í dagsljósið. Ennfremur hafa félög og stofnanir ýmist gefið út afmælisrit eða þau eru í undirbúningi. í raun er þetta allt framlag til söguritunar bæj- arins, og kemur eflaust að góðu gagni, svo sem annar tiltækur og mikilsverður fróðleikur. Og í þessu sambandi má minna á Sögu Akureyrar eftir Klemenz Jónsson, sem nær til ársins 1905. Sennilegt er. að þetta mál sé nú þar á vegi statt, að fjár- framlög muni ekki skorta til söguritunar né útgáfu, hversu sem til tekst að skipuleggia verkið skynsamlega og hrinda málinu fram. Til álita kemur við sögurit- un Akurevrar, hve langt aftur sagðan verður skráð að marki, en líklegt er, að miðað verði við síðustu hundrað árin eða rúm- lega það, sem er jafn langur tími og Akureyri hefur notið' kaupstaðarréttinda. Skrá þarf sögu búsetunnar og atvinnuveganna, landbúnaðar, fiskveiða, verslunar og iðnað- ar. Ennfremur sögu fræðslumál- anna, sem eru margþætt, heil- brigðismála, íþrótta, söngs- og tónlistarmála, um leiklistina, hin mörgu félög karla og kvenna, myndlist, kirkju og kristnihald, samgöngumálin. stjórnun bæjarins, lögreglumál, samvinnusöguna sérstaklega, bóka- og blaðaútgáfu, skemmt- anir og margt annað á sviði at- vinnumála, menningarmála og lista. Þótt ekki sé lengur upp talið, sýnir þetta hið yfirgrips- mikla verk, sem söguritun Ak- eyrar er, hvort sem sú sögu- ritun yrði í ágripsformi, þá væntanlega í þeirri trú, að aðrir aðilar tækju saman ná- kvæmari sögu hinna einstöku þátta, e. t. vi. með hliðjón af einni mikilli heildarútgáfu. Á blaðamannafundinum, f. v. Haraldur Sigurgeirsson, Gfeli Jóns- son og Lárus Zophoníasson, en einn nefndarmanna vantar á mynd- ina, Valgarð Baldvinsson. (Ljósm. E. D.)

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.