Dagur - 23.11.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 23.11.1977, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, miðvikudagur 23. nóvember Verkamannabústaðurinn við Hjarðarlund. — (Ljósm.: GM). Verkamannabústaðirnir nýju eru mjög myndarlegir og ódýrir Á fimmtudaginn í síðustu viku voru nýju verkamannaíbúðirn- ar í Hjarðarlundi Akureyri af- hentar. Þær eru í einkar mynd- arlegri blokk og sjálfar vand- aðar að gerð og frágangi, 18 fjögurra herbergja íbúðir og 3 þriggja herbergja íbúðir. Verkið var boðið út, og var Smári hf. á Akureyri með lægsta tilboðið. Hann bauð í allt verkið nema smíði og uppsetn- ingu eldhúsinnréttinga, fata- skápa og innihurða. Var tilboð Smára rúmum 18 milljónum undir áætluðu kostnaðarverði. íbúðirnar eru fullfrágengnar með tækjum og málaðar. Á gólf um í stofum, göngum og stiga- húsum eru teppi, en á öðrum gólfum er dúkur. Áætlað verð Norðurlanda- ráð 25 ára í' tilefni af 25. starfsári Norður- landaráðs, verður, á vegum Norræna félagsins á Akureyri, efnt til kynningarfundar á Hót- el KEA næstkomandi laugar- dag klukkan 16.00. Þar verður 25 ára afmælis Norðurlandaráðs minnst og ávarp flytur Hjálmar Ólafsson. Björn Th. Björnsson sýnir lit- skyggnur og á döfinni er ýmis- konar kynning fyrir íbúðirnar er 7,5 milljónir fyrir fjögurra herbergja íbúð- irnar, en 6,6 milljónir fyrir þær þriggja herbergja. Það kom fram hjá Tryggva Pálssyni for- stjóra Smára við afhendingu íbúðanna, • að af þessu verði íbúðanna fór 1% milljón ein- ungis í gatnagerðargjöld og fjár magnskostnað. Verktakar afhentu íbúðirnar á fundi á Hótel KEA, og tók Sigurður Hannesson, formaður stjórnar verkamannabústaða við lyklum úr hendi verktak- ans, Tryggva Pálssonar for- stjóra Smára. Afhenti Sigurður síðan Helga Bergs bæjarstjóra Akureyrar lyklana. Það kom fram í ræðu Helga Bergs, bæjarstjóra, að fyrirhug- að er að halda áfram byggingu verkamannabústaða í svipaðri mynd þar sem þetta fyrirkomul. hefur reynst mjög vel, og auð- veldað efnalitlum fjölskyldum að komast yfir íbúðir. Sagði Helgi að það væri mjög ánægju- leg þróun að byggingakostnað- ur hér á Akureyri væri lægri en annars staðar á landinu. íbúðirnar eru fjármagnaðar með því að kaupendur greiða 20% af kostnaði íbúðanna, Hús- næðismálastjórnarlán og lán frá Byggingasjóði verkamanna fjármagna svo afganginn. Við afhendinguna tók til máls formaður Húsnæðismála- stjórnar, Sigurður Guðmunds- son. Færði hann verkalýðs- hreyfingunni hamingjuóskir með þennan merka áfanga í kjarabaráttunni, eins og hann komst að orði. Sömuleiðis, og ekki síst, óskaði hann íbúun- um til hamingju með þessar glæsilegu íbúðir. — Það eru þrjú atriði sem skipta sköpum þegar um er að ræða hamingju fólks. Það er örugg atvinna, góð heilsa og gott húsnæði. Lélegt húsnæði skapar ætíð óöryggi og óhyggj- ur> °g þess vegna óska ég íbú- unum innilega til hamingju, sagði Sigurður Guðmundsson, formaður Húsnæðismálastjórn- ar að lokum. GM £7 '1X1 -j— íi' iq "1 Díl lii lLS. [l| Vw- Jju. • Þrír alþingis- menn „fallnir“ út f hinni miklu augiýsingaher- fcrð Alþýðuflokksins, þar sem bindandi prófkjör var sett á svið og framkvæmt, hcfur margt eftirtektarvert gerst. Meðal annars hafa þrír alþingismenn flokksins „fall ið út“, en þeir eru: Gylfi Þ. Gíslason, sem dró sig í hlé áður en til lokaátakanna innan flokksins í Reykjavík kom, Jón Ármann Héðinsson féll í prófkosningu í sínu kmrdæmi og Eggert G. Þor- steinsson einnig, en þeir cru báðir kunnir alþingismenn og sá síðamefndi verkalýðs- leiðtogi. Þá er hitt íhugunar- efni, að prófkosningar flokks ins sýna, að enginn maður, sem upp hefur vaxið f verka lýðshrcyfingunni, skipar lcngur öruggt sæti á fram boðslistum. • Karvelíóháð framboð Karvel Pálmasön, sem nú er orðinn viðskila við flokk Frjálslyndra og vinstri manna, eða Samtakanna. hefur nú ákveðið að bjóða sig fram á Vestfjörðum við næstu alþingiskosningar, ut an flokka. En Samtökin, eða það flokksbrot sem eftir er, hefur ákveðið að bjóða fram í ötlum kjördæmum, að því er sagt hefur vcrið frá i fréttum. Af ýmsum er talið, að hyggilegra hefði verið fyrir Karvel, að „hengja sig aftan í Alþýðuflokkinn", eins og til stóð um tíma, eft- ir að ljóst varð, að Samtökin hafa þegar gengið sér til húð arinnar og eiga ekkert eftir nema að hverfa. • Maraþondans í Dynheimum Klukkan þrjú á laugardag- inn fór ungt fólk að láta skrá sig í Maraþondans, er síðan hófst klukkan fjögur með Maraþondiskotek til aðstoð- ar. Þátttakendur voru 13—15 ára og dönsuðu Iíflega. Hvfld var auðvitað cngin, nema leyft var að skreppa á klós- ett og næring af skornum skammti, þvi aðeins mátti borða samlokur, án þess að stöðva dansinn. En um klukkan U sama kvöld myrkvuðust Dynheim. ar og lauk þar með þessari keppni. Þá voru ennþá á gólfinu sjö pör, nokkuð þreytt orðin, en þó hin hress- ustu. Verður af þessum ástæðum að draga um úr- slit, þar sem ytri aðstæður leyfðu ekki, að lokið væri við keppnina. Þess má svo að iokum geta, að Hjálparsveít skáta sá um hcimflutning fólks frá Dynhcimum í hinu versta veðri. Þór og KA unnu sína leiki Um síðustu helgi var annarar deildar lið Fylkis í heimsókn á Akureyri og lék við Þór og KA í íslandsmótinu. Á laugar- dag léku þeir við Þór og var þá um mjög spennandi viður- eign að ræða. Fylkis menn voru yfir í hálfleik og höfðu skorað 12 mörk á móti 10 hjá Þór. I síðari hálfleik féll svo allt í baklás hjá þeim og Þórs- Sigurður Hannesson flytur ræðu við afhendingu íbúðanna. Aðrir á myndinni eru (f. v.): Gísli Hall- dórsson arkitekt, Helgi Bergs bæjarstjóri og Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri Húsnæðis- málastofnunar ríkisins. Neðst t. v. er Valgarður Baldvinsson bæjarritari. — (Ljósm.: GM). arar náðu að jafna og komast yfir og héldu síðan forustunni það sem eftir var leiksins og sigruðu með 19 mörkum gegn 18. Davíð markmaður Þórs sem annars er markmaður hjá þriðja flokki stóð sig mjög vel í leiknum og varði m. a. línu- skot úr hraðaupphlaupi hjá Fylkir Þegar Þór var einu marki yfir um miðjan síðari hálfleik og Þórsarar náðu þá knettinum og uppskáru mark og tveggja marka for- skot. Ef snilldarmarkvarsla Davíðs hefði ekki verið fyrir að fara hefði staðan verið jöfn, og þá úrslit leiksins miög tví- sýn. Flest mörk Þórs skoraði Sigtryggur, en hann er mjög góður um þessar mundir, eða 6. Einar skoraði 4. Árni 3, Val- ur Knútsson, nýr og mjög efni- legur leikmaður skaraði 5 og Rögnvaldur 1. Á sunnudag lék síðan Fylkir við KA, og þeir komust j tvö gegn engu strax á fyrstu mín- útum með rnörkum Stefáns Hjálmarssonar. — Leikurinn jafnaðist síðar og í hálfleik var staðan 11 gegn 10 fyrir Fylki. í síðari hálfleik endur- tók sama sagan sig hjá Fylki, en þeir skoruðu aðeins eitt mark á 17. mín., en á sama tíma skoraði KA sjö. Leiknum lauk síðan með sigri KA 18 mörkum gegn 16. Vörn KA var góð í þessum leik svo og markvarslan ágæt. Sérstak- lega kom á óvart ungur mark- maður, Aðalsteinn Jóhanns- son, en hann varði mjög vel fyrst í leiknum. Vörn Fylkis var einnig góð, svo og mark- varslan. Flest mörk KA gerði Jón Hauksson 6 ( 5 úr víti), Sigurður 6, Jóhann 3, Sigurð- ur Ágúst -, Alfreð 1 og Jón Árni 2. Bæði lið Þórs og KA eru eitt spurningamerki í hand- boltanum. Lið Þórs var talið lélegt fyrst í vetur, en þeir vinna nú hvern leikinn af öðrum og leikur liðsins er að verða mik- ið betri. í liði KA er allt yfir- fullt af miög góðum einstakl- ingum, en það er eins og eitt- hvað vanti, sérstaklega í sókn- ina, en hún er ekki nógu beitt. Vonandi fer liðið að ná sam- an og þá verða þeir eflaust sterkir. Það væri því vonandi, að bæði liðin blandi sér í topp- baráttuna í deildinni í ár. Að leik KA og Fylkis lokn- um á sunnudag, lék fyrstu deildar lið Þórs í kvenna- flokki við KR í handbolta. — Þórsstúlkurnar sigruðu í leiknum og skoruðu 10 mörk gegn 9 hjá KR stúlkunum. Ó. A.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.