Dagur - 16.12.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 16.12.1977, Blaðsíða 8
DAGTJR Akureyri, föstudaginn 16. desember 1977 Aldarafmælis minnst Á þessu ári eru hundrað ár lið- in frá upphafi Kvennaskólans á Syðra-Laugalandi. Hann var settur hið fyrsta sinni 12. októ- ber 1877 og starfaði þar síðan í nítján vetur við hinn bezta orðs- tír, undir stjórn frú Valgerðar Þorsteinsdóttur frá Hálsi í Fnjóskadal. Til Akureyrar var skólinn fluttur 1896 en lagðist niður tíu árum síðar. Alls voru það rúmlega þrjú hundruð stúlkur, er sóttu Laugalands- skólann gamla. í Sögu íslendinga, sem menntamálaráð og Þjóðvinafé- lag gáfu út, en kláruðu ekki, segir Magnús Jónsson svo: „Vafi er, í hvaða röð ber að nefna kvennaskólana norðan- lands, því að þeir hefjast um svipað leyti, og ræturnar að þeim liggja allar í sömu vakn- ingunni 1874. En þó hefði ef til vill verið réttara að nefna Laugalandsskóla fyrst, því að þar hefst fyrst í Norðurlandi reglulegur skóli í eigin húsi.“ (Lbr. B. K.). „Löngu síðar,“ segir Magnús ennfremur, „hófst svo kvennaskólahald að Lauga- landi að nýju, 1937. eins og gamalt fræ hefði legið þar í jörðu og ekki getað visnað eða dáið út.“ Húsmæðraskólinn á Lauga- landi var vígður og settur 3. október 1937, „í hinu blíðasta haustveðri er komið getur,“ eins og segir í frétt af þeim viðburði í einu Akureyrarblaðanna. Var þar margt um manninn og mik- ill fögnuður yfir hinum nýja og jafnframt endurreista skóla á Laugalandi. Hefði engum dott- ið þá í hug, að honum mundi ekki verða lengri lífdaga auðið en nú virðast horfur á. En svo sem kunnugt er hefir skólahald legið þar niðri síðustu árin. Lífs- glaðar námsmeyjar svífa þar nú ekki um salarkvnni, og hafa ekki gjört frá því skólanum var slitið á vordögum 1975. Ónógri aðsókn var um kennt að ekki var aftur tekið til starfa á næsta hausti. Og síðan hefir, mér vit- anlega, engin tilraun verið gerð til að kanna það mál. Þó heyri ég, að enn sé verið að spyrjast fyrir um skólann. Ég held því, að hér hafi verið of fjótræðis- lega að unnið, og ekkert sem Bjartmar Kristjánsson. sannaði, að starfsgrundvöllur- inn fyrir skólann væri brostinn í bráð og lengd. Aðsókn að velflestum hús- mæðraskólum landsins hafði að sönnu minnkað hin síðustu ár- in. En dæmi eru þess, að slíkar sveiflur koma og fara og ber því ekki að taka það of alvar- lega. Þá er því ekki að leyna,- að áróður hefir verið hafður í frammi gegn húsmæðraskólun- um, og hann ekki svo lítill. í ágætri grein, Sem Þorbjörg Bjarnadóttir skólastjóri hús- mæðraskólans á ísafirði skrif- aði í Mbl. 4. marz 1975, þar sem hún hvetur eindregið til efling- ar húsmæðraskólanna í land- inu, segir hún svo: „Undanfar- in ár hefur verið unnið mark- visst að því af nokkrum hópi í fjölmiðlum að gera lítið úr heim ilisstörfunum og þá um leið þeim stofnunum, sem helzt veita fræðslu í þeim efnum, húsmæðraskólunum. Þetta hef- ur greinilega borið tílætlaðan árangur, hvað snertir hús- mæðraskólana, og því miður virðist það líka hafa haft áhrif á marga ungu konuna, sem undi glöð við heimili sitt og litlu börnin, sem sannarlega þarfnast nærveru hennar, ,að henni finnst hún lítilsvirt og ómerkilegur þegn þjóðfélags- ins.“ Þá segir skólastjórinn, að „margir leggi nú lítið upp úr gildi góðra heimila." Leynir sér ekki, að honum þykir hér um óheillaþróun að ræða, sem allir hugsandi menn hljóta að sam- þykkja. Því að liér er í raun- inni vegið að undirstöðunum að heilbrigðu og farsælu þjóðlífi í landinu. Þegar heimilin eru nánast að engu orðin, fer þjóð- félagið sömu liðina. Heimilin eru hornsteinar hinna „háu sala“ þjóðfélagsbyggingarinnar. Þess vegna veltur svo mikið á því, að þau séu traust. Þeir skólar, sem veita fræðslu í heim ilishaldi og stuðla að aukinni heimilismenningu í landinu, vil ég því segja að séu öllum öðr- um skólum nauðsynlegri. Eitt af því, sem virðist hafa verið húsmæðraskólunum and- stætt er það, að þeir veita eng- in skráð réttindi. En það er hlutur, sem auðvelt er að ráða bót á. Þorbjörg bendir á, að hússtjórnarnámið sé mjög góð undirstaða undir ýmislegt sér- nám, svo sem fóstru- og hjúkr- unarnám og fleira. Það er vafa- laust, að ýmsu þyrfti að breyta í fyrirkomulagi húsmæðraskól- anna, en það er annað mál. Við fvrsta andbyr megum við ekki leggja niður stofnun, sem við vitum að stórmikill menn- ingarauki hefir verið að, og vit- um jafnframt, að sama hlut- verki hefir enn að gegna um ófyrirsjáanlega framtíð. Mér er kunnugt um það, að óánægian sýður í almenningi hér um slóð- ir yfir niðurlægingu Laugalands skóla. Hún hefir, því miður, ekki soðið uppúr ennþá en ger- ir það vonandi, e fforráðamenn þessarar stofnunar láta það ekki fullreynt, hvort „fræið“ er visn- að og dáið, eða það liggur að- eins í dvala. í desember 1977. Bjartmar Kristjánsson. Hraðskák á sunnudaginn Sl. sunnudag var keppt í hraðskák Haustmótsins. Kepp- endur voru 18 og tefldu þeir einfalda umferð. Sigurvegari varð Gylfi Þórhallsson með 15 vinninga, nr. 2 Jón Björgvins- son með 13 vinninga, nr. 3—5 Gunnlaugur Guðmundsson, Margeiv Steingrímsson og Þór Valtýsson, allir með 12V2 vinn- ing. Þá var einnig keppt í ungl- ingaflokki. Þar voru keppendur 8 og tefldu þeir tvöfalda um- ferð. Sigurvegari varð Pálmi Pétursson með 14 vinninga, vann allar sínar skákir, nr. 2 Jakob Kristinsson með 10 vinn- inga. Mánudaginn 19. des. kl. 20.00 verður haldið 15 mín. mót í Fé- lagsborg. £7 • Raflína austur á Hérað. Búið er að setja upp raf- línu frá Akureyri til Kröflu- virkjunar. Hún er hluti af samtengingum orkuveranna í landinu, auk þess sem hún á að flytja okkur raforkuna frá Kröflu þegar þar að kemur. En nú er unnið að upp- setningu raflínu frá Kröflu til Austurlands eða austur á Hérað og er kostnaður við hana áætlaður 1340 milljónir króna og á verkinu að ljúka næsta liaust. Austurlínan frá Kröflu á að enda í aðveitustöð við Grímsár- og Lagarfosssvæð- ið. Með þessari línu á að vera unnt að flytja 20 mega- wött austur á Hérað og þá þarf ekki lengur að kejnra dísilstöðvar á Austurlandi. En Grúnsárvirkjun og Lagar fossvirkjun framleiða ekki næga orku fyrir landshlut- ann. • Franskur skuttogari. Fyrir nokkrum vikum keypti Sigurður Finnsson útgerðar- maður í Siglufirði nýlegan skuttogara í Frakklandi, og hefur hann þegar hlotið nafn ið Sigurey SI 70. Sigurey er væntanleg til Siglufjarðar á næstunni, en um þessar mundir er verið að breyta skipinu í Frakklandi. Skut- togarinn Dagný er í eigu Sigurðar Finnssonar. • Eggjabóndinn. Eggjabændur eru þeir stund- um nefndir, sem framleiða egg til sölu. Einn þeirra hringdi til blaðsins og sagði, að skjótt skipaðist veður í lofti í eggjamálunum. — t fyrra hefðu eggjaframleið endur gengið í hús með eggin og boðið þau fyrir lágt verð, og boðið þau niður hver fyrir öðrum. Nú kæmu bæjarbúar til bændanna og bæðu tun egg fyrir jólin, því skortur væri á þeim. — Þá gerði hann athugasemd við grein í Degi um verð á eggj- um. Hið rétta er, að útsölu- vcrðið átti að vera 665 krón- ur kílóið, samkvæmt frétt að sunnan, en mun þó kosta meira hér á Akureyri, að sögn bóndans. • Dalborg í söluferð. Rækjutogarinn Dalborg á Dalvík hélt í söluferð um helgina með 70—80 tonn af rækju. Mun hann ætla að selja afla sinn í Svíþjóð og/ eða Danmörku. Er þetta önn ur söluferð togarans með djúprækju á crlendan mark- að. I fyrri ferðinni seldi hann fyrir mjög hátt verð. Lítt hefur gefið til rækju veiða undanfarnar vikur og hefur því aflast minna en annars hefði orðið. AB bækur Ferilorð Komin er út hjá Almenna bókáfélaginu ljóðabók eftir Jó- hann S. Hannesson, mennta- skólakennara og nefnist hún Ferilorð. Jóhann er eins og kunnugt er hámenntaður í húm aniskum fræðum og þekktur fyrir vel grundvölluð og sjálf- stæð viðhorf. Bera ljóð hans glögg merki þess. Aftan á kápu Ferilorða segir á þessa leið: „Jóhann S. Hann- esson er ekki margra bóka skáld, en ljóð hans eru þeim mun haglegar gjörð. Ljóðin í þessari bók eru ort á 20 ára tímabili (1956—75. Einkenni þeirra eru myndríkur stíll, sam- þjöppun efnisins, skarpskyggni og skynsamleg svartsýni á lífið og tilveruna. Þau eru í senn sér- stæð og fjölbreytileg, sum hörð og miskunnarlaus, önnur ljóð- ræn og mild, og ávallt áhrifa- mikil — eftirlæti ljóðvina.“ ' Vestangúlpur garró Út er komin hjá Almenna bóka félaginu ný bók Guðmundar Daníelssonar, er ber nafnið Vest angúlpur garró og er það saka- málasaga. Ekki þarf að kynna höfundinn. í bók þessari er sagt frá slysi eða ekki slysi, sem ekki er gamalt, en auk þess er bókin þjóðlífsþáttur millistríðsáranna, pólitík, fjársvik, stritvinna, brask og mjög margar mannlýs- ingar. Sól rís í vestri Svo heitir ný skáldsaga Grétu Sigfúsdóttur. Höfundurinn lýsir stéttamismun og brenglaðri sið- ferðisvitund, svo sem bókar- nafnið mun eiga að benda til. Skáldsagan lýsir spillingu og pólit'skum loddaraleik, sem nær hámarki í kynvillu og morði, frömdu í leit að afþrey- ingu einni saman. Ragtime Almenna bókafélagið hefur sent frá sér bókina Ragtime eftir E. L. Doctorow, en Jóhann S. Hannesson þýddi, og er hún um 270 blaðsíður. Þessi bók lýsir bandarísku þjóðlífi, segir á bókarkápu og í framhaldi af því segir: Við kynnumst hetjum og úrhrökum auðmönnum og sosialiskurr byltingarseggjum, siðavendni og stéttarfordómum og kyn- þáttastríði. Flestar persónurn- ar eru sögulegar. Henry Ford kemur við sögu ásamt Pierpoint Morgan og fleiri stórmennum þessa tíma. Og síðar: Bygging frásagnarinnar minnir mjög á kvikmyndahandrit, enda mun þess vart langt að bíða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.