Dagur - 16.12.1977, Blaðsíða 1

Dagur - 16.12.1977, Blaðsíða 1
Föstudagur 16. desember 1977 DAGUR Blað II Enn er biðstaða við Kröfluvirkjun Fyrri vélarsamstæða Kröflu- virkjunar er nú tilbúin til að framleiða rafmagn. Dagur ræddi við Einar Tjörva Elíasson, yfir- verkfræðing Kröflunefndar, um gang mála fyrir austan. — Hvernig gengur orkuöflun- in? „Það eru fjórar holur tengdar við gufuveituna, númer 6, 7, 9 og 11. Hola númer 6, sem fyrst var tengd við veituna, er og hefur alltaf verið léleg og sér- staklega verið lítill þrýstingur í henni. Hola númer 7 féll mjög í afköstum í sumar, en nokkrar holur hafa verið endurunnar. Höfum við fengið ný tæki og tekið upp nýjar aðferðir til þess. T. d. var hola 7 endurunnin og tókst það vel að því er virtist. En þegar við hleyptum henni upp, þá gaf hún ekki það afl sem við væntum. Allt borunarsvæðið hefur tvö „kerfi“, svo kallað efra „kerfi“ og neðra „kerfi*. Efra kerfið nær frá 300 metrum niður á 1200— 1300 metra, en neðra kerfið nær eins langt niður og við höfum þorað að bora. Það er mikið ójafnvægi milli „kerfanna", og þess vegna eru þær holur sem við köllum „tveggja kerfa hol- ur“ mjög óáreiðanlegar. Bæði er þrýstingurinn misjafn og þær „hlaupa á milli kerfa“. — Þetta þekktum við ekki áður en við hófum boranir á svæðinu. Hola 7 er af þessari tegund, og því dálítið erfið viðureignar. — Gaf hún um 2.5 megavött, en síðan hefur hún gefið sig nokk- uð. Svo höfum við holu 9, sem var hálfboruð. í sumar héldum við áfram og reyndum að fóðra af þetta svokallaða „efra kerfi“. Það tókst vel og nú er þetta besta hola svæðisins. Hola 10 var eitt sinn aflmesta holan. en hún er borið þannig að bæði „kerfin“ blandast í henni. Hún gaf þá u. þ. b. 7 megavött, en hefur fallið mjög síðan. f holu 11 hefur ekki verið mikið um útfellingu, en nokkuð af gasi. Hún hefur verið aflmik- i 1, eða um 5 megavött. Við gerð- um allar forprófanir á vélum með gufu úr þessari holu í ágúst sl. Við boruðum þessa holu aftur, því við héldum að útfelling væri í henni, en við það - virðast hafa opnast æðar inn í efra kerfið og jafnvægi raskaðist. Holan blæs nú við svo lágan þrýsting, að við get- um ekki notað hana núna. Mál- in standa því þannig nú, að hol- ur 7 og 9 eru einu holurnar sem gefa háþrýstigufu.“ — Nægir þetta til orkufram- leiðslu? „Við vitum það ekki alveg. Þegar við tölum um vött, þá eru það útreiknuð vött en ekki mæld vött. Það er því líklegt að tölurnar minnki eitthvað þegar orkan verður mæld við stöðvar- húsvegg. Eftir þessum útreikn- uðu megavöttum er þetta rétt nægjanleg orka til að láta virkj- unina „dúlla“ með 1—2 mega- vatta afköstum. Það var ákveðið á mánudag- inn að fresta prófun þangað til eftir áramót þar sem það tekur því ekki að fá menn erlendis frá hingað í nokkra daga fyrir jól. Það sem við ætlum að gera í þessari biðstöðu er að prófa Jólaskreytingar á Akureyri og jólakauptíðin setja árlega sinn svip á bæinn. — (Ljósm. E. D.>. gufuveituna. Þá verða afköst virkjunarinnar 'mæld við stöðv- arvegg. Þegar við vitum um þau, þá vitum við hvort það er þess virði að setja í gang. Við höfum að sjálfsögðu mikinn áhuga á að gera það. jafnvel þó megavöttin yrðu fá, því það er óskaplega dýrt að fá menn er- lendis frá. Eins er mjög nauð- synlegt að geta keyrt vélarnar, þó það sé á litlu aflti. Við verð- um að afla okkur reynslu og þjálfa starfsfólkið. Núna eru 10 menn fastir á vakt þarna upp- frá á okkar vegum. Það væri mjög gott ef við værum með þessa virkjun tengda, því byggðalínan getur dottið út hvenær sem er.“ Dagur þakkar viðtalið. GM., Ný bók - Óður steinsins Frumlegasta bók, sem út hefur verið gefin hér á landi Ut er komin bókin Óður steinsins og er hún einstæð að efni og hin fegursta að frágangi, í stóru broti, með litmyndum á annarri hvorri blaðsíðu. Eins og bókarheitið ber með sér, fjallar þessi bók um steina. Ágúst Jónsson, byggingameistari á Akureyri og steinasafnari, hefur sagað og slípað steinaija og tekið af þeim ljósmyndir, undramyndir hvað snertir litauðgi og fegurð. En Kristján skáld frá Djúpalæk orti ljóðaflokk, innbíósinn a£ fegurð og fjölbreytni steinanna og myndanna. Steindór Steindórsson frá Hlöðum ritar eftirmála. Hann segir f- , % Kristján frá Djúpalæk. þar, að flestir steinanna, sem Ágúst hafi sagað í næfurþunna flísar og myndað, séu kvarssteinar, til orðnir sem fyllingar í hol um eða sprungum í bergi, svonefndir glerhallar. Hann segir einnig að í bók þessari sé skyggnst inn í undraheim steinsins, og ham sé leystur úr álögum. „Ég hygg,“ segir hann ennfremur, „að ekk sé farið með nokkrar ýkjur, þótt sagt sé, að Óður steinsins s( sérkennilegasta og um leið frumlegasta bók, sem gefin hefur veric út hér á landi, og ef til vill í öllum heimi.“ Á einum stað segir Kristján frá Djúpalæk svo í þessari nýjt bók um steininn: Ágúst Jónsson. Formæltu ekki steinvölunni er særir il þína göngumaður kannski geymir hún undir hrjúfri brá það sem þú leitar kannski er hún sjálfur óskasteinninn. Óður steinsins er prentaður í Prentsmiðju Odds Björnssonar hf. á Akureyri. Enska þýðingu, sem einnig er í bókinni, annaðist Hall- berg Hallmundsson, en hönnun Jón Geir Ágústsson. Gallery Háhóll á Akureyri gefur bókina út.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.