Dagur - 23.12.1977, Page 4

Dagur - 23.12.1977, Page 4
Ulgcfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifsiofur Hafnarslræli 90, Akureyri Siiuar: Rilstjórn 11166, AurI. og afgreiðsla 11167 Kilslj. og ábyrgðann.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prcntvcrk Odds Bjömssonar hf. Að jólum Framundan eru heilög jól með þeirri tilbreytingu daglegs lífs, sem hver og einn kýs og þeim siðvenjum, er skap- ast hafa í jólahaldi. Börn bíða jafnan þessarar hátíðar með meiri eftirvænt- ingu en annarra daga ársins og jólin láta hina fullorðnu heldur ekki ósnortna. — Frí er gefið í skólum, vinnustöðum lokað, en á heimilum er því meira unnið, næstum dag og nótt, til undirbúnings hinnar miklu hátíðar. í öllum hinum kristna heimi er jólum fagnað þótt mismun- andi jólasiður hafi skapast í hinum ýmsu löndum. f umstangi jólaundirbúnings, sem þessa daga nær hámarki, leggja flest- ar húsmæður hart að sér við að fegra heimilin, undirbúa veislukost, kaupa jólagjafir, senda jólakveðjur til ættingja og vina víðsvegar á land- inu, og ef húsbóndinn stjórnar fjár- málunum að gömlum sið, mun stundum verulega á hann reyna í útvegun fjármuna til alls þess, sem óskað er í nafni fæðingarhátíðarinn- ar á sviði hins efnislega. Og þótt það sé á orði haft, að jólahátíðir sé ýmist hátíð barnanna einna, eða að þau séu hátíð óhófs og jafnvel efnis- hyggju, er það víst, að í nálægð þeirra hlýnar hverjum og einum um hjarta- rætur, fhugur hans opnast, vetður hlýrri, gjafmildari og göfugri. Harka lífsbaráttunnar er skilin eftir á vinnu stað, kuldi hversdagsleikans víkur fvrir mæti kærleikans sem fæðingar- hátíð frelsarans tendrar í hvers manns brjósti. Það er einmitt þetta sem í senn er undur þeirrar hátíðar, sem framundan er og kjarni sjálfs kristindómsins. En þótt jólin með öllum sínum ljóma lýsi um stund, eru það þó hin mannlegu samskipti sem úrslitum ráða um hamingju og óhamingju manna. Kærleikurinn innan fjöl- skyldna, þar með tillitssemi, orð- heldni og háttvísi í smáu og stóru ræður úrslitum um hamingjuna, en hennar leita menn alla ævina og fara þar oft langt yfir skammt. Þessa þætti mannlegs lífs auðvelda jólin, og megi þeir vera í heiðri hafðir þótt jólaljósin dvíni. GLEÐILEG JÓL! V.V.V mkWumkmW. .V.V.V.V.V.V.V.V.'.V.W.SWAWVA KRISTJÁN FRÁ DJÚPALÆK 5 skrifar um bcekur Þjóðtrú og þjóðsagnir. Safnað af Oddi Björnssyni, er stofnsetti bókager£arfyrirtæki bað, sem við hann er kennt. Það var árið 1897. Nú er 1977. Afmælisút- gáfa er þetta hjá Bókaforlaginu hans Odds Björhssonar. Jónas Jónsson á Hrafnagili bjó þetta verk undir prentun á sínum tíma sú útgáfa er löngu upp- lesin. Þetta er önnur útgáfa, og hefur Steindór Steindórsson frá Hlöðum séð um hana og ritað eftirmála, en formáli er hinn sami og 1908 er útgáfa hófst og ritaði Jónas hann. Svo mikið skáld er þessi þjóð, svo mikill frásagnarmeistari, svo fróm í trú og frjáls í huga, að allt sem hún bjó oss í hend- ur í formi þjóðsagna glitrar og glóir af fegurð og snilld. Við höfum átt skáld og rithöfunda á heimsmælikvarða, einstakl- inga, sem við dáum, margskon- ar verðlaunahafa og ástmegi. En varanlegast, áhrifaríkast og minnisstæðast er og verður það sem þjóðin skóp í einangrun sinni, í myrkri vetrar og sumar- sól. Alskyggnt fólk með tungu- tak guðanna. Þetta er þjóðsagna safn er ein sönnun þess og það er útgefanda sínum nú til mik- ils sóma. Þess má geta, að Steindór greinir frá því í eftirmála, að fundist hafi böggull með sagna- safni manna nokkurra, er ekki komust í fyrri útgáfu. Hann fór. í gegnum og valdi úr til birt- ingar hér. Og þessi bögull var fengur, því tveir afburða skrá- setjarar leyndust þar með gull í mund: Benedikt Guðmunds- son kennari frá Hringveri á Tjörnesi og Theódór Friðriks- son, er síðar skrifaði eina bestu æfisögu á Islandi, en Oddur var einmitt sá, er gaf út frumtilraun ir Theodórs á ritvelli. Jónas Jónasson var mikill á- hugamaður um þjóðarsálina og skrifaði íslenska þjóðhætti, undirstöðuverk. Sonur hans Jónas Rafnar erfði þessa góðu eiginleika og vann mikið þjóð- fræðastarf. Það góða erfist sem sagt. En málfar breytist hægt og hægt. Gaman er að nöfnum á þeim flokkum, sem Jónas hafði hugsað að raða upp, t. d. Manneðlissögur, Náttúrusögur, Viðburðasögur, Venjur, Þjóð- siðir og þjóðtrú, síðan þjóð- kvæði. En það er nafnið Manneðlis- sögur, sem mér þykir svo skemmtilegt. Undir það flokk- ast t. d. draumar, en af þeim er hér mikið skráð og merkilegt, enda draumar ólíkt merkilegri en veruleikinn. Hinsvegar eru hlutföll milli sagna í hinum ýmsu flokkum nokkuð svipuð. Skrá um sagnaritara og nafna- skrá er hér og öll ber bókin vott um vandaða vinnu. Þetta er ágætur fengur fyrir unnend- ur þjóðsagna. Forn frægðarsetur. Síra Agúst Sigurðsson. Útg. Bókamiðstöðin, Rvík. Rétt fyrir jólin í fyrra kom þessi bók á markað. Það hefur verið undarlega hljótt um hana, þó kannast þjóðin við innihaldið frá merkum erindum höfundar í útvarpi, um virðuleg prests- setur víðsvegar á landinu. Þessi bók er merkilegt fræðslurit, að baki liggur óhemjumikil vinna við að grafa upp sögu genginna kynslóða ætfræði, mannlýsing- ar og staðhátta. Það er ákaflega þakkarvert þegar einhver nenn- ir að takast á við örðug við- fangsefni í alvöru og skilar jafn miklum árangri og þessi prest- ur, þeir mætu fleiri feta þann veg. Prestssetur voru jafnan höf- uðból 'hverrar sveitar, prest- arnir og eigi síður prestsfrúrn- ar, leiðtogar ekki aðeins í and- legum heldur og veraldlegum málum. Það þótti jafnvel á við skólagöngu a ðvistráðast á gott prestssetur. Vitanlega voru þau ekki öll fyrirmynd. Ágúst rekur hér sögu 9 hefð- arsetra og eru þau valin hér og hvar hringinn í kringum land. Hann reynir að rekja sögu þeirra og ábúenda sem lengst aftur í myrkur aldanna og hon- um tekst að leiða okkur inn í gleymda veröld fulla af merki- legu fólki, forfeðrum okkar allra. Þessa staði má lesa um hér: Möðrudal, Vallanes, Klypp- stað, Breiðavíkurþing, Breiða- bólstað á Skógarströnd og Breiðabólstað í Vesturhópi, Mælifell, Kvíabekk og Sval- barð í Þistilfirði. Um 200 ljósmyndir og teikn- ingar eru í bókinni til gagns og gleði, margar mjög sjaldséðar. Bókin er rúm1. 300 bls. og má fullvrða að betta er fyrsta bindi í miklu verki, sem þescum efni- lega fræðimanni mnn skapað að skrifa. BARNABÆKUR. Enn b°rst mikið af barnabók- nm. bó hafa bær eignast ný’an kpnninant. hliómn'ötuna. Bóka- forlag Odds Biörnssonar send- ir frá sér margar barnabækur í ár. bæði frum- og endurútgáf- ur. T. d. Ármann Kr. og Jennu og Hreiðar. Ommu'-ö'mr, eftir Ármann Kr., nýskrifuð eru skemmtilegar frásagnir af lífi kú amingjuosRir til heiðurshjónanna frú Sigrúnar Kristjánsdóttur og Ármanns Dalmannssonar, skógræktar- og íþróttafrömuðar, á gullbrúðkaupsdegi þeirra fyrsta vetrardag 22. október 1977. Ykkur hjónum, hlýjum í hjarta, hamingjan með svipinn bjarta, fylgi dag hvern, út og inn, ykkur taki í faðminn sinn. Unz að liðnum ævidegi eygló lífsins hníga megi sæl og ljúf og friðarfögur fram við jarðlífs yztu gjögur. Guð blessi ykkur, ástvini ykkar, heimili og athafnir. Þið hjónin hafið gert litla húsið ykkar í Fjörunni að stórri mannkosta höll. Þ>eim, sem vildu kynnast, þótt ekki væri nema einum þætti úr störfum Ármanns Dalmannssonar, skal bent á að skoða Kjarnaskóg. Ármann, svo þakka ég þér af heilum hug, að þú leiddir tvær litlar, ungar mannverur, er þær stigu fyrstu sporin út á námsbraut sína. Lifið þið öll heil og blessuð, sem lesið þessar línur. Jón Benediktsson, prentari. og leik lítillar stúlku. sem er að kvnnast hinum stóra heimi, pabba. mömmu, afa og ömmu. Hreiðar skrifar nútíma barna- bók. Mamma mín er Iö,>rga. Hér verður pabbi að sinna börnum og búi til jafns við mömmu: Hún er sterk þessi mamma og skenkir jafnvel pabba kúlu á ennið, svona í góðu. Veikara kynið sækir á, en ævintýri barnanna gerast jafnt í skól- anum og heima. Báðar bækur þessar eru myndskreyttar. Ævlntýri frá annari stiörnu, heitir ný bók frá Bókaforlagi Odds Björnssonar. Höfundur er nýgræðingur á ritvelli, Heiðd's Norðfjörð. Bók þessi lofar mjög góðu. Hún er frumleg og full af skemmtilegum hugmvndum. — Hún gerist á fjarlægri stjörnu, sem heitir Sólblika, og þar eru menn á stærð við dverga og þar tala dýrin mannamál. Þar er fullt af fegurð og góðvild, en einnig eru þar galdrakerlingar og skógarnornir, sem fara gand- reið á kústsköftum. Þar eru all- ir hlutir mögulegir og þó ævin- týri drengsins Astrós og dýr- anna hans séu býsna hættuleg, stefnir allt til góð og fer vel eins og í öllum góðum ævin- týrum. En vænst þykir mér um hve gott tungutak þessi höfund- ur hefur, hve setningaskipan er eðlileg og málfarið vandað. Það er höfuðkostur barnabóka að af þeim megi læra vandað mál. — Bókin er fallega myndskreytt af Þóru Sigurðardóttur og vönd- uð í alla staði. Togararnir Sléttbakur landaði 19. desember 138 tonnum, skiptaverðmæti var kr. 8 milljónir. Sólbakur landaði 16. desember 100 tonnum, skiptaverðmæti 6,5 milliónir. Harðbakur landaði 14. desem- ber 124 tonnum, skipatverðmæti 7,8 milljónir. Kaldbakur landaði 12. des- ember 106 tonnum, skiptaverð- mæti var kr. 8 milljónir. Svalbakur landaði 8. desem- ber 98 tonnum, skiptaverðmæti 8,7 milljónir. AKUREYRARBÆR * AUGLYSIDIDEGI * Frá bæjarskrifstofunni Athygli gjaldenda skal vakin á því að frá og með áramótum er nauðsynlegt að gjaldendur hafi nafnnúmer sín tiltæk er þeir inna af hendi greiðsl ur til bæjarsjóðs. Kaupgreiðendum er sérstaklega bent á að láta nafnnúmer starfsmanna koma fram á skilagrein- um. Akureyri 21. desember 1977 BÆJARRITARI. BÆNDAFUNDUR í MIÐGARÐI 12.DES. 1977 Þessir svokölluðu bændafundir sem haldnir hafa verið víða um land nú að undanförnu taka til umfjöllunar vandamál landbún. aðarins. Einn slíkur var haldinn í Miðgarði,\ Skagafirði mánu- dagskvöldið 12. des. sl. Á fund- inn mætti frá Stéttarsambandi bænda Hákon Sigurgrímsson. Flutti hann framsöguerindi sem var ljótur lestur, efnislega. Á eftir framsöguerindinu voru frjálsar umræður. Þar hafði sig mest í frammi af hálfu heima- manna stjórnarnefndarmaður úr Tónlistarfélagi Skagafjarðar- sýslu og heyrðust frá honum margir falskir tónar. Að vísu er mér tjáð að hann sé ötull í fé- lagsmálum og vinsæll þó hann sé oddviti sinnar sveitar, „glans maður í oddvitastétt“ sagði einn mætur prestur sem vel þekkir til. Sennilega er maðurinn sam- vinnuþíður, léttur í taumum og jafn á báða ef talað væri um hest. Fundarstjóri á þessum bænda fundi í Miðgarði var einn hlut- hafinn í minkabúinu á Sauðár- króki. Hans aðal starf er að ráð- leggja bændum ýmislegt í sam- bandi við búskapinn og gefast þau ráð misjafnlega ef eftir þeim er farið. Ég vil vekja athygli á því í sambandi við minkabúið, að rekstur þess byggist á því, að það fær ókeyp- is sláturúrgang frá sláturhúsi K. S. sem það (K. S.) hefur ekki mannskap í sér til að koma i verð. Nokkrar umræður urðu á fundinum og að sjálfsögðu báru fjármál þar mjög á góma. Ég sagði þarna nokkur orð og varð það á að bera það upp á einn fundarmann að hann hefði giftst til fjár, en svo mun ekki vera og bið ég hann hér með afsök- unar á þessum misskilningi mín um. Sannarlega veitti bændum ekki af því að ná sér í ríkar konur úr Reykjavík. Þeir sem eru orðnir leiðir á kerlingunum sínum ættu að skilja við þær og reyna að ná sér í ríkar konur úr Reykjavík og rétta við efna- haginn. Kristján Jósepsson í íslenska dýrasafninu mun hafa hjúskaparmiðlun sem „hobbí“. — Jæja nu ter að grána gam- anið. Fundarstjórinn, hluthaf- inn í h.f. mink á Króknum, vís- aði mér úr ræðustól fyrir þessi framangreindu ógætilegu orð mín. Mér brá i brún og hugsaði með mér, að hann væri kannski viðkvæmur. Ef ég man rétt kallaði Bjarni Guðnason þing- heim allan „rumpulýð“ þegar hann var upp á sitt besta i Sam- tökum frjálslyndra og vinstri manna, og var honum ekki í það skiptið vísað út af vellinum. Ég fór að hugleiða á eftir að sennilega hefði ég sloppið með gula spjaldið ef ég hefði sagt að allir bændur sem voru á fundinum, hefðu giftst til fjár. Vandamál landbúnaðarins verða ekki leyst meðan forystu menn bænda eru eins taum- skakkir og raun ber vitni. Þau vandamál getur ríkisvaldið eitt leyst í samráði við forystumenn bænda, en til þess að það geti orðið, verður að skipta um ríkis stjóm og flestalla í forystuliði bænda, einnig mætti fækka ráðunautum. Þeir vita svo ósköp lítið meira en bændurnir sjálfir og í sumum tilfellum minna. Það mundi létta á buddu bóndans. sigfús Steindórsson, Steintúni, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði. Fiskurinn... Framhald af blaðsíðu 1. esson og fara til skiptis, nema þegar vont er í sjóinn, en þá fara þeir báðir. Við þurfum að fá nýjan ferjubát. Mikið kom inn af svartfugli fyrir um hálfum mánuði síðan og þegar svartfuglinn kemur, eru allir skyttur og skjóta mikið. Fleiri fregnir eru ekki að sinni. Ævintýrin láta á sér standa en þau geta alltaf gerst, svo í Hrís- ey sem á öðrum stöðum. Og ef maður gæti hugsað sér brúð- kaupsveislu um þessa hátíð, myndi sú tilhugsun ylja manni um hjarta. — S. F. ALLT MEÐ EIMSKIP REGLUBUNDNAR HRAÐFERÐIR einingalestun gámaflutningar SJOLEIÐIN ER ODYRARI i in i i iii i i m n n n T D D n □ ■ ■ ■iii II 1 _ ■ ■ ■ 11 1 i I 1 1 1 y g ::l u y y JÓLIN OG LJÓSIÐ Kertaljósin eru (ögur, en þau geta einnig verið hœttuleg. — Foreldrar, leiðbeinið börnum yð- ar um meðferð á óbirgðu Ijósi. (^leötleg jól BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS 4 DAGUR DAGUR • 5

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.