Dagur - 23.12.1977, Blaðsíða 8

Dagur - 23.12.1977, Blaðsíða 8
RAFGEYMÁR í BÍLINN, 6ÁTINN, VINNUVÉLINA VELJIÐ RÉTT MERKI Frá Siglufirði. — Ljósm. Ó. R. Loðnan er mikilvæg f samtali við Boga Sigurbjörns- son, skattaendurskoðanda 14. des., sagði hann meðal annars eftirfarandi fréttir frá Siglu- firði: Fyrst er að geta þess, að jarð- borinn Glaumur, sem hér hefur verið að störfum, í Skútudal, hefur lokið borun og varð kostn aður samkvæmt áætlun, eða 37 milljónir króna. Boraði hann holu 10 og varð árangur eftir atvikum sæmilegur. Búið er að dæluprófa holuna og komu þá upp 8,5—13,5 lítrar vatns á sek._ 67 stiga heitt. En þar sem hola þessi er á sama vatnakerfi og hola númer 7, er ekki um hreina viðbót að ræða. Vatnsmagnið samtals, sem við höfum n, er rétt um 36 sekúndulítrar, því viðbótin varð 20% aukning. Má þá segja, að þetta heita vatn sé nægilegt fyrir Siglufjörð, eða fast að því. Þá er unnið við kvndistöð og er áætlað, að hún verði tilbúin í janúarlok. Verður hún notuð þegar álagið er mest. Um 70% af íbúum bæjarins njóta nú heita vatnsins. Siglósíld var að ljúka starf- rækslu þessa árs í gær. Þá var starfsfólkinu haldin góð skemmt un, svo sem var vel við hæfi eftir mikil og vel unnin störf. Búið er að framleiða 36000 kassa af gaffalbitum fyrir Sovét markað og verðmætið er talið um 300 milljónir króna. Svo gerum við ráð fyrir, að starf í verksmiðjunni hefjist á ný um miðjan janúar, ef nýir samning ar liggja þá fyrir, en frá þeim er ekki búið að ganga enn sem komið er. Togararnir, Dagný, Stálvík og Sigluvík, 'eru gerðir út héð- an frá Siglufirði og hafa þeir allir farið í söluferð, tveir til Hollands og einn til Þýskalands og seldu þeir allir mjög vel og eru nú á ný komnir á veiðar. Þá er hingað nýkominn 400 tonna_ þriggja ára, franskur togari. Þormóður rammi er að byggja stórt frystihús, sem verður búið öllum nýtísku vélum og tækj- um. En bygging þessi er að verða fokheld og verkinu er hraðað svo sem kostur er. Gólf- flötur er 2100 fermetrar og hús- ið á einni hæð. Smábátaeigendur hafa aflað sæmilega á þessu ári og er af- koma þeirra sæmilega góð. Trillubátar eru mjög margir hér og stutt á fiskimiðin. Atvinnan hefur verið mjög góð á Siglufirði allt þetta ár og afkoman því sæmileg. Hér er nú allt fullt af loðnu. Um loðnuaflann má það annars segja, að á sumarvertíð bárust hingað 110 þúsund tonn og vetrarloðnan er 35 þúsund tonn. Reiknað hefur verið út, að verð mæti loðnunnar, sem hér hefur verið unnin, sé um 2.5 milljónir á hvern íbúa staðarins og má það teljast nokkuð gott. Snjór er mjög lítill en víða er hálka, svo sem á veginum inn i Fljót, sagði Bogi Sigurbjörns- son að lokum og þakkar blaðið upplýsingarnar. Hver þekkir? Herra ritstjóri. Sonur minn, Guðni, sem er læknir við Mayo Clinic, Roch- ester, Minnesota, Bandaríkjun- um, hefur skrifað mér og beðið mig að afla upplýsinga um ætt- ingja eins starfsbræðra sinna að nafni Kenneth Jóhannsson. — Faðir Kenneths fæddist á Ak- Ungar og framtakssamar tþróttafélagið Völsungur á Húsa /ík á sér ítök í margra hjörtum ! heimabyggð sinni. Þessar glað- legu stúlkur, sem eru svo ung- ir, að þær hafa ekki aldur til ið ganga í félagið, tóku sig til haust og efndu til hlutaveltu til styrktar starfsenli Völsungs, og var hagnaðurinn rúmar 60.000 krónur. Stúlkumar h.eita, talið frá vinstri: Sólveig Ómars- dóttir, Hlaðgerður Þóra Viðars- dóttir og Þórunn Sif Péturs- dóttir. Þormóður Jónsson. ureyri 25. des. 1886, hét Jóhann Tryggvi Jóhannsson, en móðir hans hét Þuríður Sigurðsson (eða Sigurðardóttir). Hann veit ekki fæðingardag hennar eða fæðingarár né fæðingarstað. — Faðir Kenneths mun hafa átt 3 bræður. Einna þeirra, Gunn- laugur, fluttist til Kanada. Kenn eth er eins og fyrr greinir lækn- ir við Mayo Clinic. Hann er góð- ur íþróttamaður og var í liði Bandaríkjanna 1960 í Squaw Valley sem vann keppnina í ís- hokkí. Þeir sem kynnu að þekkja til ættmenna Kenneths, eða eru ættingjar hans, eru. vinsamlega beðnir að hafa samband við Þorstein Einarsson, Laugarás- vegi 47, Reykjavík — 104 (sími 33618). Ég leyfi mér að þakka fyrir- fram birtingu þessarar beiðni. Kær kveðja, ÞorsL Einarsson. ——— T 7T 3 V T (P r w li m. s > 1 _ ij. • Sextán ára fangelsi í Sakadómi Reykjavíkur var fyrir fáum dögum kveðinn upp dómur í sakamáli. Einar Hjörtur Gústafsson var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa skotið unnustu sína til bana í bifreið þeirra á Elliðavatnsvegi 15. ágúst í sumar. — Auk fangels- isvistar var hinum seka gert að greiða sakarkostnað. • Umferðarslysin Fram tii 1. nóvember höfðu niun færri slys orðið í um- ferð hér á landi en í fyrra. En á sama tíma höfðu 35 lát ist í umferðarslysum á móti 17 á sama tíma í fyrra. f skýrslu Umferðarráðs segir einnig, að umferðar- slys á árinu til nóvember loka hafi orðið 479 á móti 493 á síðasta ári. Sérstök ástæða er til þess að hvetja til varúðar í skammdegi og oft háiku og á það bæði við um gangandi og akandi vegfarendur. • Olíugróði Norðmanna Tekjur norska rfldsins af olíu úr Norðursjónum munu nema 140 milljörðum norskra króna á tímabilinu frá 1978 til 1985. Sextíu milljarða af þessum tekjum verður aflað á árunum 1978 —1981 og áttatíu milljarðar króna koma inn frá 1982 til 1985. Þetta eru nýiustu tölur frá norska fjármálaráðuneyt inu. Stærsti hluti teknanna fram til 1985 kemur frá Eko- fisksvæðinu, en tekiur ríkis- ins af Statfjordsvæðinu verða ekki umtalsverðar fyrr en eftir 1985. Bjóða 150 millj. króna í Ásgeir Sigurvinsson Ekki hefur það tíðkast á Is- landi, að íþróttagarpar gengju kaupum og sölum, en er algengt í fjölmörgum lönd um. Fyrir skömmu bárust þær fregnir, að íslendingur- inn Ásgeir Sigurvinsson, knattspyrnumaðurinn ágæti, sem leikið hefur hjá Stand- ard Liege, se nú til margra peninga metinn. Ajax frá Hollandi vill greiða fyrir hann jafngildi 150 milljóna íslenskra. Ef þessar fregnir eru réttar, eru þær að því leyti ánæg’ulegar, að þær vitna um hæfni og velgengni íslensks knattspyrnumanns á erlendri grund, hvað sem segja má um kaup og sölur íþróttamanna almennt séð. • Skattheimtan vex Fjárlög ríkisins fyrir árið 1978 eru að hækka í meðför- um um rúma 18 inilljarða. Þessum hækkunum hyggjast stjómvöld mæta með tvennu móti. Rúmum helmingi þess- arar upphæðar er ætlunin að ná með aukinni skattheimtu en að öðru leyti með niður skurði framkvæmda. Auknir skattar mælast aldrei vel fyrir, svo sem tvö földun sjúkratryggingagjalds ins, sem gefur 1.9 milljarð í ríkiskassann. En 10% af „hátekjum“ í skyldusparnað mun hins vegar ekki valda neinum verulegum mót- blæstri, né heldur hækkun flugvallargjalds. Hitt mun þykja öllu verra, að klípa á af Byggðasjóði, og einnig sú ráðstöfun að Iáta sjúka greiða hærra hlutfall lyfja- kostnaðar en áður, svo og sér fræðiþjónustu. Samdráttur opinberra framkvæmda virð ist nauðsynlegur, ef þess er jafnframt gætt, að atvinna sé næg. • Hvergiiið líður hestunum? Öðru hverju hringir fólk til blaðsins í vondum veðrum eða vegna þeirra, út af hross urn á útigangi og hefur áhyggjur af þeim. ! flestum tilvikum eru þessar áhyggjur ástæðulaus- ar. Hrossum líður oftast þol- aniega á útigangi, nái þau kviðfylli sinni í haganum. Þau eru svo vel úr garði gerð, að þola kulda og kom- ast af með létt fóður. Þau eru mjög loðin á vetrum og feldur þeirra hlýr, en rign- ingar og hvassviðri fara illa með hrossin og því er skjól nauðsynlegt í vetrarhaga. Þrátt fyrir þetta þurfa eig- endur útigönguhrossa að fylgjast vel með þeim, og styðst sú áminning við full rök. • Hrauneyjafoss- virkjun Nú líður senn að því, að fyrsti áfangi Hrauneyjafoss- virk’unar verði boðinn út og er m. a. verið að l:úka kjara samningagerð, en þar er um að ræða mjög nákvæma kiarasamninga við virkjun- arframkvæmdir, sem fylgja munu í útboðinu. I fyrsta áfanga er gert ráð fyrir % hlutum virkjunarinnar, eða 140 megavöttum. I upphafi var ákveðið að þrískipta virk.iunarframkvæmdunum, í 3x70 megavatta fram- kvæmdir, en virkjunin á að geta framleitt 210 megavött fullbyggð.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.