Dagur


Dagur - 11.01.1978, Qupperneq 4

Dagur - 11.01.1978, Qupperneq 4
Útgrfandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstracti 90, Akurryri Simar: Ritstjórn 11166, Augl. og afgrriðsla 11167 Ritstj. og ábyrgðarm.: ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prrntun: Prrntvrrk Odds Bjömssonar hf. Tillögurnar Verðbólga, erlendar skuldir, við- skipti út á við, ríkisfjármál og rekstr- arvandi atvinnuvega eru þau vanda- mál, sem hæst ber og mönnum verð- ur tíðræddast um, sagði Ólafur Jó- hannesson ráðherra í áramótaboð- skap sínum. Öll eru þessi mál sam- slungin með einum eða öðrum hætti. Hin hraðvaxandi verðbólga seinni hluta þessa árs er að mestu sprottin úr íslenskum jarðvegi og stafar af kostnaðarhækkunum innanlands, svo sem hækkun á launaliðum, þjón- ustugjöldum, aðföngum ýmiskonar, landbúnaðarafurðum og öðrum inn- lendum matvælum. Þessar alkunnu víxlverkanir verðlags og kaupgjalds leiða menn inn í þann vítahring sem seint virðist ratað út úr. 1 framhaldi af þessu og öðru um efnahagsmálin sagði ráðherrann: „Ég tel rétt, að ríkisstjómin beiti sér fyrir viðeigandi viðnámsaðgerð- um fyrir kosningar, enda verður þeim ekki með góðu móti skotið á frest. Þá geta kjósendur kosið um þær, fellt sinn dóm um þær. Það er miklu eðlilegra að slíkar ráðstafanir liggi á borðinu fyrir kosningar. — Kjósendur víta þá að hverju þeir ganga og geta vottað mönnum traust sitt eða vantraust miðað við verkin. Það má segja, að nú þegar hafi nokkr- ar ákvarðanir verið teknar, sem miða að því að koma málum í lag. Má þar til nefna, að ákveðið hefur verið að stöðva frekari skuldasöfnun erlendis. Ennfremur má nefna skylduspamað og ákvörðun um, að lausafjármagni lifeyrissjóða skuli veitt í ákveðna farvegi. Þvílíkar ákvarðanir em stundum óvinsælar, a. m. k. fyrst í stað og sæta andmælum úr þessari eða hinni áttinni. Það þýðir ekki að kippa sér upp við það. Það verður að gera þær ráðstafanir sem þjóðarhag- ur krefst að mati þeirra, sem ábyrgð bera, og án þess að menn séu sífellt með augun á óábyggilegri kosninga- loftvog. Þær ráðstafanir, sem þegar hafa verið gerðar em auðvitað hvergi nærri fullnægjandi, hvorki til að veita viðnám gegn verðbólgu né til að leysa rekstrarvandamál atvinnu- veganna. Það er þörf frekari og skil- virkari aðgerða. Þó að það sé að mínu mati hlutverk ríkisstjómar að beita sér fyrir nauðsynlegum ráðstöf- unum, er hitt jafn sjálfsagt að leita eftir sem víðtækustu samstarfi um þær, t. d. við aðila vinnumarkaðar- ins og aðra þá, sem sérstaklega eiga hlut að máli. En vitaskuld verður vald og ábyrgð að vera endanlega í höndum Alþingis og þingræðislegr- ar stjómar. Dómsorði kosninga verða menn að hlíta.“ Árangur friðunar augljós Pétur Björnsson tekinn tali P <2. Pétur Bjömsson á Raufarhöfrt er fjórði maður á lista Fram- sóknarflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra og því í bar- áttusætinu. Hann er fæddur 11. ágúst 1955 og er því aðeins 22ja ára. Föðurfaðir hans er Hólmsteinn Helgason, landskunnur athafna- maður er nýtur bæði virðingar og vinsælda, sem kunnugt er. Að loknu skyldunámi á Raufar- höfn fór Pétur í héraðsskólann í Reykholti og lauk landsprófi þaðan 1971 og stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1975. Fiskimannapróf frá Stýri- mannaskólanum tók hann 1976 og nú stundar hann nám í Út- gerðardeild Tækniskóla íslands og lýkur því væntanlega í vor. Frá þrettán ára aldri hefur Pétur stundað sjóinn, lengst á litlum þilfarsbáti, en síðastliðið sumar á skuttogaranum Rauða- núpi. Kvæntur er Pétur kunnri skíðakonu, Margréti Þorvalds- dóttur frá Akureyri og eiga þau tveggja ára son. Tómstundagaman Péturs eru íþróttir og stjórnmál, en þegar fundum bar saman, snerust þó umræður hvorki um íþróttir hans eða þeirra hjóna. — Viltu segja frá núverandi viðfangsefnum þínum, Pétur? Það nám, sem ég stunda í vetur, er við Útgerðardeild Tækniskóla Islands. Þetta er hálfs annars árs nám fyrir nem. endur stýrimanna-, vélstjóra- og loftskeytaprófa o. s. frv., en eins árs nám fyrir nemendur með stúdentspróf eða hliðstæða menntun. Skilyrði fyrir inntöku er að hafa unnið í tengslum við sjávarútveginn í a. m. k. 18 mánuði. Þessi námsbraut er ætluð til að auðvelda mönnum og gera þá hæfari stjórnend- ur við ýmiskonar starfa við út- gerð og jafnvel fiskvinnslu. — Fyrstu nemendumir voru út- skrifaðir á sl. vori og er deildin því enn í mótun. — Þú hefur, þótt ungur sért, lengi haft áhuga á stjómmál- um? Hver einstaklingur mótast að verulegu leyti af því umhverfi og aðstæðum, sem hann elst upp við. Viðskilnaður vinstri stjómarinnar er mér í fersku minni. Segja má, að stjómmála- áhugi minn hafi verulega vakn- að þegar vinstri stjórnin var mynduð 1971. Endurreisnar- Pétur Bjömsson. starfi hennar hefur verið fylgt eftir fram á þennan dag með þróttmikilli byggðastefnu og þurfa menn eigi að fara í graf- götur með það, hverjir höfðu forystuna. Þegar menn ákveða inngöngu í stjómmálaflokk. hljóta þeir að gera upp sína lífsskoðun fyrir sjálfum sér og það hef ég gert. Það er ekki þar með sagt, að ég sé í alla staði ánægður með framkvæmd samvinnustefn- unnar, en að verulegu leyti þó. — Nú varst þú valinn fjórði maður á lista okkar? Sú hefð hefur skapast og haldist, að hvert hinna fjögurra kjördæma, sem síðar myndaði Norðurlandskjördæmi eystra, hafi bróðurlega skipt með sér sætum á framboðslistum flokks- ins. Var farið fram á það við mig að skipa fjórða sætið sem einskonar fulltrúi Norður-Þing- eyinga. Varð það úr, þrátt fyrir nokkuð erfiðar aðstæður, þar sem við hjónin dveljum bæði syðra í vetur. Verða því öll nauðsynleg ferðalög erfið og taka auk þess dýrmætan tíma frá námi mínu. En ég mun leggja á mig það sem ég get til þess að vegur Framsóknar- flokksins aukist í næstu kosn- ingum. Það, sem ég er ánægðastur með í sambandi við þetta fram boð, er það, að það skilur ekki eftir sig nein sár. Þetta eru and- stæðingar okkar mjög óánægðir með, eins og gefur að skilja. Þeim er sjálfsagt ómögulegt að gera breytingar hjá sér, án meiriháttar átaka innbyrðis. Þú munt hafa sérstakan áhuga á útgerðarmálum á Norðausturlandi? Já, árangur friðunaraðgerða þeirra, sem gripið hefur verið til, er nú óðum að koma í ljós. Síðastliðið ár hefur verið eitt hið gjöfulasta á þessu svæði um árabil og afkoma fólks eftir því. Hlutdeild okkar í togaraútgerð verður að teljast allgóð, en á svæðinu eru gerðir út 14 skut- togarar og vegur þar mest hin myndarlega útgerð Ú. A. Auk þess er svo mjög mikill fjöldi minni báta. Þá er að geta þess, að á Húsavík er rekið Fiskiðju- samlag á samvinnugrundvelli á sama tíma og frystihúsaeigend- ur á Suðvesturlandi loka sínum húsum og heimta ríkisaðstoð, gerir Fiskiðjusamlag Húsavíkur upp rekstur fyrstu 9 mánuði árs ins með 49 milljón króna hagn- aði. Honum var að verulegu leyti varið til 13% verðuppbóta innvegins fiskjar. Kannski er það brýnast í fiskvinnslumálum nú. að aukin verði samvinna milli fiskvinnslustöðva, einkum á smærri stöðum. Stór togara- farmur kallar á gengdarlausa yfirvinnu, þar sem vinnuafl er af skornum skammti og er það engum til góðs. Hvað viltu segja um menn- ingarmálin í kjördæminu? Okkar kjördæmi er lengst frá menningarlegum allsnægtum höfuðborgarsvæðisins. Skóla- fólk þarf langt að sækja mennt- un. Er það bæði erfitt og mjög dýrt. Stefna þarf að því, að fólk eigi kost á sem fjölbreyttastri menntun í sínu héraði, en það verður að koma smám saman því ríkisbúskapurinn virðist ekki svo beisinn um þessar mundir. Annars skapar fólkið í dreifbýlinu sér menningu að verulegu leyti sjálft, sem það hefur þörf fyrir. Nú eru vegamálin mjög á dag skrá? Vegamálin eru í megnasta ólestri á austanverðri Sléttu og er það brýnt hagsmunamál fyr- ir íbúa þess svæðis, að úr verði bætt. Úrbótum hefur verið lof- að undanfarin ár, en efndir hafa litlar orðið. Einnig tel ég það sanngimismál, að varanlegt slit- lag verði, sett á þá vegarkafla, sem mestur umferðarþungi hvílir á, svo sem milli Akureyr- ar og Dalvíkur og Akureyrar og Húsavíkur. Viltu leggja orð í belg mn verðbólguna? Hún er það mein, sem mest skekur þjóðlíf okkar nú og hún hlýtur að vera ofarlega í huga sérhvers manns. Hún er það hættulegasta mein, sem alltof lengi hefur fengið að vaxa og algjör nauðsyn er að verði lækn að. Sú lækning verður þó ekki framkvæmd á einni nóttu, en mér hefur fundist dragast úr hömlu að hefja róttækar að- gerðir, segir Pétur Björnsson að lokum og þakkar Dagur viðtalið KEA stofnar útibú í Ólafsfirði Svo sem áður hefur verið frá skýrt yfirtók KEA allan rekstur Kaupfélags Ólafsfjarðar frá 1. janúar 1977 að telja. Umsjón með rekstrinum yfirtók KEA hins vegar fyrst þann 1. ágúst sl., en við þau tímamót keypti KEA allar eignir Kaupfélags Ólafsfjarðar og yfirtók allar skuldbindingar þess. Var þetta gert samkvæmt ítrekuðum ósk- um félagsmanna Kaupfélags Ól- afsfjarðar og að fengnu sam- þykki aðalfundar KEA. Form- leg sameining þessara félaga bíður hins vegar um sinn. Söluaukning í útibúinu á Ól- afsfirði mánuðina ágúst til nóv- ember var um 67%, borið sam- an við sömu mánuði { fyrra. Að áliti Ólafsfirðinga lækkaði vöru- verð þar verulega við yfirtök- una, a. m. k. sem nam flutnings- kostnaðinum frá Reykjavík, en hann var með söluskattinum, kr. 18.00 pr. kg í sumar. En öll útibú KEA við Eyjafjörð selja vöruna á sama verði og gildir í búðum félagsins á Akureyri: Við yfirtökuna lá fyrir, að ekki fengist lengur leyfi til slátrunar í sláturhúsi Kaupfé- lags Ólafsfjarðar og því var sláturfé sauðfjárbænda flutt á sláturhús KEA á Dalvík og gekk það snuðrulaust. Jafnframt var að renna út starfsleyfi mjólkursamlags Kaupfélags Ól- afsfjarðar og var það því lagt niður, en mjólk framleidd af bændum í Ólafsfirði, þess í stað flutt til Mjólkursamlags KEA á Akureyri. Mjólkurframleiðend- ur í Ólafsfirði eru aðeins 4 og eru nú aðnjótandi flutningakerf- is Mjólkursamlags KEA og þátt- takendur í algjörri flutnings- kostnaðarútjöfnun Mjólkursam- lagsins. Neytendur í Ólafsfirði fá nú neyslumjólk sína frá Mjólkursamlagi KEA á Akur- eyri, en það sér öllu Eyjafjarð- arsvæðinu úti til Siglufjarðar fyrir mjólk og mjólkurvörum. Árið 1928 stofnaði KEA fyrst útibú á Ólafsfirði, en það var selt Ólafsfirðingum 1949, er þeir stofnuðu sitt eigið kaupfé- lag, Kaupfélag Ólafsfjarðar. En Ólafsfjarðardeild KEA lagðist þó aldrei niður, þótt hún hafi lengi verið minnsta félagsdeild- in innan KEA. En nú er orðin breyting á, því að um miðjan Beiðni um aðstoð. Þegar ára- mótin kvöddu og bæjar- búar fögnuðu nýju ári hafði fjölskyldan í Rauðu- - mýri 6 orðið fyrir sáru og tilfinnanlegu tjóni. — Á gamlárskvöld kviknaði í húsinu og varð það allt, ásamt húsmunum, fyrir skemmdum af reyk og sóti. Húseigandi er Vigdís Guð- mundsdóttir, ekkja Óskars Stefánssonar, er lést 8. ágúst sl. Auk hennar búa í húsinu dóttir þeirra og tengdasonur með tvö börn 9 og 10 ára. Fólkið hefur desember voru félagsmenn Ólafsfjarðardeild KEA orðn 211, sem sýnir að Ólafsfirðingt hafa tekið þessari breytingu ve Starfsmenn útibúsins eru nú 1 Útibússtjóri er Ármann Þórða son. (KEA-fregnir). ekki getað flutt aftur í hús sitt. Stórar endurbætur þarf að gera til þess að hús- ið verði aftur íbúðarhæft og aðbúnað þarf að endur- nýja. Hjálpar er þörf til þess að þetta megi takast fljótt og vel. Við undirrit- aðir og vikublöðin á Akur- eyri munum góðfúslega veita gjöfum viðtöku til ekkjunnar og fjölskyldu hennar, frá þeim, sem hér vilja rétta frítm hjálpar- hönd og berum því fram þessa beiðni um aðstoð. Sóknarprestar. 4 DAGUR Kristinn Jónsson frá Kaupangi F. 4. nóv. 1891 - Kristinn Jónsson, oftast kennd- ur við Kaupang, andaðist 28. desember sl. Hann hafði þá um skeið verið vistmaður á Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri og var hálfníræður er hann lést. Útför hans var gerð frá Akur- eyrarkirkju fimmtudaginn 5. janúar. Kristinn Jónsson var í heim- inn borinn í Neðstalandi í Öxnadal. Foreldrar hans, Jón Jónsson og Kristín Magnúsdótt- ir voru fátæk löngum, og fyrstu seytján æviár Kristins voru þau löngum í húsmennsku á ýms- um stöðum þar í sveit, sem á þeim árum var nokkuð algengt um efnalítið fólk, sem ekki hafði tök á að eignast eigin bú- jörð. En árið 1918 fluttist fjölskyld- an til Akureyrar. Litlu síðar fór Kristinn í Hólaskóla og var þar tvö ár við nám en starfsmaður á skólabúinu þriðja árið. Það ár kvæntist hann breiðfirskri konu, Guðrúnu Jakobsdóttur. Kristinn var um eitt skeið vinnumaður á Jódísarstöðum, en síðan voru þau hjónin, Krist- inn og Guðrún a. m. k. átta ár í Kaupangi. Þau fluttust síðan til Akureyrar og dvöldust þar æ síðan, þar sem Kristinn stundaði verkamannavinnu og verkstjórn, auk þess að stunda bifreiðaakstur. Konu sína missti hann á miðjum aldri og voru þau barnlaus. Tryggð og ástríki Kristins við foreldra sína var við brugðið, enda dvöldu þau hjá honum til æviloka. Kristinn varð ekkju- maður á miðjum aldri og treg- aði hann konuna sína æ síðan, því hjónaband þeirra var einkar hamingjusamt. Kristinn Jónsson var óvenju- mikill þrekmaður og vaskur með afbrigðum. Hann var ódeigari til stórræða en flestir aðrir, og framúrskarandi og úr- ræðagóður ferðagarpur. Um það leyti sem hann var í Kaupangi, var Eyjafjarðará enn óbrúuð og féll það í hlut Kristins að flytja kaupstaðarbúum mjólk frá Kaupangi og fleiri bæjum, hversu sem viðraði, bæði vetur og sumar. Sumar ferðir mjólk- urpóstsins sýnast nú nær óðs manns æði og venjulegum manni alger ofraun, en Kristinn komst jafnan leiðar sinnar. Ef skjótt þurfti til að grípa, svo sem að sækja lækni eða Y D. 28. des. 1977 ljósmóður, eða áríðandi meðöl, eða þá að koma áríðandi send- ingum í póst, þóttist hver sá heppinn, sem leitað gat til Krist- ins, enda mun leitun á harð- fengari og trúrri sendimanni þegar verulega reyndi á, og olt- ið gat á lífi eða dauða hversu til tækist, svo sem í illviðrum á meðan ár voru óbrúaðar. En því er ekki að leyna, að maðurinn var stórgeðja og skapið ólgandi. Trygglyndi hans var trútt og brást aldrei, en honum gat einnig runnið í skap svo um munaði, ef honum fannst á sig hallað eða þá, sem minna máttu sín. En þegar börn áttu í hlut, sló hið heita og hlýja barnshjarta Kristins með þeim. Og þótt hann yrði oft að gera miklar kröfur til hesta sinna, annaðist hann þá vel og hugs- aði meira um þá en sjálfan sig í áningarstað og að ferðalokum. Á meðan Kristinn dvaldi í elliheimili hér í bæ, annaðist hann fjölmörg erindi vistmanna af sinni kunnu trúmennsku á meðan kraftamir entust og rak erindin rösklega að vanda. — Hann kom þá meðal annars oft á skrifstofur Dags til að sækja blöðin fyrir gamla fólkið og þáði stundum kaffisopa um leið. Gaf hann sér þá tíma til sam- ræðna stutta stund og komu geðbrigði hans þá stundum vel í ljós og einnig stórlæti þess manns, sem fyrrum var hinn mesti víkingur og enn hafði ekki sætt sig við það hlutskipti ellinnar að setjast í helgan stein. Nú er þessi víkingur genginn veg feðranna og þökk sé honum fyrir eftirminnilegar samveru- stundir. — E. D. Æ Samkoma i Dynh. Næstkomandi laugardag og sunnudag 14. og 15. janúar verð- ur hér í bænum Óli Ágústsson, sem er nú forstöðumaður „Sam- hjálpar". „Samhjálp“ er heimili fyrir drykkjusjúka, sem Hvítasunnu- söfnuðurinn rekur í Hlaðgerðar- koti, Mosfellssveit, sem sýnt hefur góðan árangur í barátt- unni við áfengisbölið, og eftir dvöl þar hafa menn að nýju náð fótfestu í lífinu. Samhjálparheimilið byggir starf sitt svo til eingöngu á því að fá menn til að trúa á Jesúm Krist, Því að reynslan hefur sýnt að menn, sem gefa sig Kristi á vald öðlast nýtt líf, hið ytra og innra. Með Óla kemur hljómsveitin „Myrra“ úr Keflavík, þau syngja og leika nokkur lög og leika einnig undir almennum söng. Þau munu hafa almenna samkomu í Dynheimum 14. og 15. jan. kl. 16 og í Tjarnarborg í Ólafsfirði 14. jan. kl. 21, og eru Akureyringar og - nærsveitar- menn hvattir. til að fjölmenna, því þar gefst þeim kostur á að hlusta á Guðs orð, sem á erindi til allra. (Fréttatilkynning). Leiknir í kennslustund Leiknir úr Breiðholtshverfi í Reykjavík heimsótti KA sl. laugardag og léku liðin seinni leik sinn í annarri deild í ár. í fyrri leik liðanna sem jafn- framt var fyrsti leikur þeirra í haust í deildinni, sigraði Leiknir nokkuð óvænt, og höfðu því KA menn harma að hefna í þessum leik. Þeir hrein lega tóku Leiknismenn í kennslustund í handknattleik og gjörsigruðu þá með 30 mörkum gegn 14. Var þetta sætur sigur á síðasta degi 49 árs KA, og segja má að það ár hafi verið kvatt með sóma og stórsigri. í byrjun leiksins komust KA menn í 5 gegn engu og síðan í 8 gegn 1, og sitt annað mark skora Leiknis- menn ekki fyrr en á 18. mín. Sérstaka athygli vöktu yngri menn KA en þeir fengu sumir að spreyta sig í sínum fyrsta leik í annarri deild. Sérstak- lega var Friðjón Jónsson eftir- tektarverður en hann er son- ur Jóns Stefánssonar hins kunna knattspyrnukappa. Frið jón var óhræddur við and- stæðingana og á eflaust eftir að ná langt í þessari íþrótt ef áfram heldur sem skildí. Lið Leiknis er vægast sagt mjög lélegt en þá vantar sinn aðal- spútnikk sem er Hörður Sig- marsson margreyndur lands- liðsmaður, en hann mun nú eiga við meiðsli að stríða. Þeg- ar vamarmenn KA komu vel á móti sóknarmönnum Leikn- is gátu þeir helst ekki skorað. Margir KA menn áttu ágætan leik að þessu sinni svo sem Gauti, Þorleifur, Hermann, Friðjón, Ólafur, Jón Árni, Jón Hauksson o. fl. Flest mörk KA gerði Jón Hauksson 8 (2 úr víti), Þorleifur 7, Friðjón 4, Hermann 3, Jóhann 2, Páll, Sigurður og Guðbjöm 1 hver. Dómaramálin Dómaramál handknattleiksins hér á Akureyri hafa verið mjög í brennidepli undanfar- ið. M. a. var sagt frá því í íþróttaþætti útvarpsins að dómari í leik milli KA og Þórs Þór tapar Á laugardaginn léku í Reykja- vík Þór og ÍR í fyrstu deild í körfubolta. ÍRingar sigmðu í leiknum skoruðu 102 stig á móti 81 hjá Þór. Stigahæstur Þórsara að vanda var Mark Christiansen en hann skoraði 30 stig en Jón Indriðason gerði 18. Ekki hefur ennþá tekist að dómtaka kærumál KRinga vegna leiksins við Þór sem dómarar töldu unninn fyrir Þór. Dómstóllk ÍBA mun fjalla um málið, en þegar hef- ur átt að dómtaka það hefur ekki verið flogið þannig að KRingar hafa ekki getað sent mann til að flytja fyrir dóm- inum þeirra mál. Er þess að vænta að úr þessu fáist skorið sem allra fyrst. Haraldur formaður áfram Aðalfundur KA var haldinn sl. fimmtudag. Formaður Har- aldur Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar, en minntist fyrst tveggja látinna félaga þeirra Bergs Eiríkssonar skíðamanns og Gunnars H. Kristjánssonar sem var einn af stofnendum félagsins. Jóhann Karl Sigurðsson skýrði reikninga félagsins, og þar kom fram að fjárhagur þess er nokkuð góður. Félag- ar í KA eru nú samkvæmt ný- gerðri félagsskrá 1340 og er félagið því eitt af stærstu íþróttafélögum utan Reykja- víkur. Jóhann Karl Sigurðs- son baðst eindregið undan endurkjöri sem gjaldkeri, en það hefur hann verið mörg undanfarin ár. Hin nýja stjóm KA á fimmtugasta afmælisár- inu er skipuð eftirtöldum mönnum: Formaður Haraldur Sigurðsson, varaform. Skjöld- ur Jónsson, ritari Stefán Áma- son, gjaldkeri Hermann Har- aldsson, fjármálaritari Harald- ur Valsteinsson, spjaldskrár- ritari, Kristján Valdemarsson og meðstjórnendur Björn Am- viðarson, Steindór Gunnars- son og Garðar Ingjaldsson. Félagið mun minnast afmælis síns með ýmsu móti á kom- andi ári, svo sem mótum í hin- um ýmsu greinum íþrótta en afmælishátíðin verður í Sjálf- stæðishúsinu laugardaginn 4. febrúar. hafi ætlað að reka einn KA mann af leikvelli, og þrifið upp gula spjaldið og síðan ætl- að að flauta, en í hita leiksins hafi hann stungið upp í sig gula spjaldinu og reynt að flauta með því, en það flaut hafi enginn heyrt og leikurinn því haldið áfram og KA mað- urinn sloppið með skrekkinn í það sinn. Þá kærðu KA menn til dómstóls HSÍ úrslit leiks milli Þórs og KA, og hef- ur nú sú kæra verið tekin fyr- ir og dæmd á þann veg að leik- urinn skuli leikinn aftur þar er honum hafi aldrei löglega lokið. Þá skeði það á laugar- daginn að aðeins einn dómari sá sér fært að mæta til Akur- eyrar og var óskað eftir að dómari frá Þór dæmdi leikinn við Leikni með einum dóm- ara að sunnan. Enginn dóm- ari frá Þór var fáanlegur til að dæma þennan leik, og Leiknismenn neituðu að ann- ar dómarinn yrði úr röðum KA manna. Var nú málið komið í sjálfheldu, síðasta flug vél farin frá Reykjavík og leik urinn átti að hefjast eftir um það bil klukkustund. Þá tók sig til Kjartan Steinbak ágæt- ur dómari úr Reykjavík og kom með einkaflugvél frá Reykjavík, og hófst því leik- urinn um það bil hálftíma eft- ir auglýstan tíma. Ekki er vitað hver greiðir kostnaðinn við einkaflugvélina en KA menn kváðust ekki greiða þann reikning. Verður þetta að teljast furðulegt hjá dóm- urum hér á Akureyri að gleypa ekki við því fegins hendi að fá að dæma almenni- legan leik, en ekki alltaf ann- ars flokks kvennaleiki eins og sumir dómarar kalla þá leiki er þeir fá að dæma. Skíðin Nú í janúar verða skíðalyft- umar opnar um helgar frá kl 10—17.30 og eftir 15. janúar á virkum dögum eftir því sem veður og snjóalög leyfa. Skíða brekkurnar við Stromp, Hjalla braut og Hólabraut verða flóðlýstar á kvöldin. Brunaútköll Frí Skík,é'a8i Akureyrar Hjá slökkviliðinu á Akureyri urðu 99 útköll á árinu 1977. — Stærsti bruninn varð í Amari HU 1. Slökkviliðið annast sjúkra- flutninga Rauða Kross bílanna tveggja. Útköll á liðnu ári urðu 1006, þar af 187 utanbæjar. Brunaútköllin ulðu aðeins færri en 1976, en sjúkraflutn- ingar meiri. Jólahraðskókmótið var haldið 29. des. sl. Keppendur 'voru 26 og tefldu einfalda umferð. Sig- urvegarí varð Gylfi Þórhallsson, hlaut 22% vinning, annar varð Jón Björgvinsson með 22 vinn- inga og þriðji Þór Valtýsson með 20% vinning. Skákstjóri var Albert Sigurðsson. 19. des. sl. var haldið 15 mín. mót með 22 keppendum og tefldu þeir 7 imrrferðir eftir Monrad-kerfi. Jón Björgvinsson sigraði, hlaut 6 vinnniga, annar varð Ólafur Magnússon með 6 vinninga og þriðji Þór Valtýs- son, sem hlaut 5 vinninga. Skákstjóri var Albert Sigurðs- son. Skákþing Akureyrar 1978 hófst 8. jan. Teflt verður á mánudags- og miðvikudags- kvöldum í Félagsborg. Skákfréttaritari. DAGUR 5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.