Dagur - 18.01.1978, Blaðsíða 4

Dagur - 18.01.1978, Blaðsíða 4
Útgcfandi: ÚTCÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Hafnarstra-ti 90, Akurcyri Sunar: Ritstjórn II166, Augl. or afRrciðsIa 11167 Ritstj or ábyrgðarm : ERLINGUR DAVÍÐSSON Augl og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prcntun: Prcntvcrk Odds Bjömssonar hf. Þjóðin er þrýstihópur Þess gætir oft í félagsmálum, einnig stjómmálum og jafnvel á hinu háa Alþingi, að hvert eitt mál, sem um er fjallað, sé hið eina og sanna aðal- mál, og að lausn þess krefjist for- gangs. En fljótlega reka menn sig á þær óþægilegu staðreyndir, að flest mál em öðrum tengd, oftast á marg- an veg og að þau verður að leysa með yfirsýn. Þegar hina nauðsynlegu yfir- sýn vantar, vill svo fara, að vandi sé leystur með öðmm vanda og þannig virðist nú komið í þjóðfélagi okkar í sumum greinum. I þessu sambandi má minna á síðustu stóm kjarasamn- ingana við verkalýðsmélögin. Svo hófsamir voru þeir taldir, að ekki átti verðbólgan, hinn mikilsráðandi efnahagsmáladraugur þjóðarinnar, að fitna af þeim. Þá komu opinberir starfsmenn, þá hraðfrystihúsin og út- gerðin. í hvert sinn þóttust formæl- endur breytinga, kröfugerðarmenn og þrýstihópar, hverju nafni sem nefnast, taka mið af verðbólgu- draugnum og forðast að fita hann. En á því herrans ári, sem nýlega er liðið hækkaði kaupgjald í landinu um 60% og verðbólgan hefur sjaldan verið meiri. Nú hafa stjómvöld stigið á stokk og strengt þess heit, að ekki verði safnað meiri erlendum skuldum og í opinberum framkvæmdum verði segl in rifuð á þessu ári. Hér verður ekkert um það fullyrt, hvort ahnenningur í landinu sé orð- inn þreyttur á loforðum af þessu tagi eða hlusti yfirleitt á þau með verð- skuldaðri athygli. Hitt virðist ljós- ara en nokkm sinni fyrr, hve mikið veltur nú á efndum þessara loforða, og að jafnframt verði næg atvinna tryggð og rekstur atvinnuveganna. Andstæðingar núverandi ríkis- stjórnar álykta, að hún ætti að biðjast um efnahagsmálum. Ef hklegt væri að ríkisstjóm, mynduð af öðmm stjómmálaflokkum, væri líklegri til að takast á við vandann með meiri árangri, væri ályktunin raunhæf, en svo er ekki. Því verður almenningur að vera sá þrýstihópurinn í þjóðfé- laginu, sem í senn krefst efnda lof- orðanna og styður stjómvöld dyggi- lega í því efni, þótt raunhæfar að- gerðir verði ekki gerðar án þess þær komi óþægilega við. * Á allra síðustu mánuðum hefur orðið vart ótta hjá mörgum um framtíðina, ef svo heldur sem horfir í efnahagsmálum. Samkvæmt því virðist nú tími til þess kominn, að ráðast gegn meinsemdunum af meiri einurð en fyrr og til þess hafa stjóm- arflokkamir nægan styrk á Alþingi og vaxandi fylgi með þjóðinni. Hið efnismikla og vel unna rit Gunnars Karlssonar sagnfræð- ings, ,Erelsisbarátta Suður- Þingeyinga og Jón á Gautlönd- um“, sem út kom síðla árs 1977, minnir á þá staðreynd, sem ótrúlega mörgum félagshyggju- mönnum hættir til að gleyma, að samvinnuhreyfingin er í raun og veru elsta nútíma fé- lags- og framfarahreyfing, sem fest hefur varanlegar rætur hér á landi. Eftir aðeins 4 ár geta samvinnumenn haldið upp á 100 ára afmæli fyrsta kaupfélagsins, Kaupfélags Suður-Þingeyinga. Það er því sannarlega komin reynsla á samvinnustarf hér á landi, þv£ að segja má, að fimm kynslóðir fslendinga, a. m. k. í Suður-Þingeyjarsýslu og Eyja- firði, hafi tekið virkan þátt í samvinnustarfi, og hefur það aukist og eflst í höndum hverr- ar nýrrar kynslóðar. Verður ekki séð að neitt lát sé á sókn sigurs og dáða, ellimörk verða ekki greind á athöfnum hennar. Má svo heita, að allir landshlut- ar og flestar byggðir eigi gengi sitt að verulegu leyti undir sam- vinnufélögum og fyrirtækjum þeirra í einni eða annari mynd. Samvinnuhreyfingin er svo sam- gróin íslensku þjóðfélagi, að hrörnun hennar eða vanþróun myndi óhjákvæmilega hafa í för með sér efnahags- og félagslega röskxm, sem fyrst og fremst kæmi niður á landsbyggðinni og vinnandi alþýðufólki til sjávar og sveita. LIFANDI LÝÐRÆÐISSTARF Það verður aldrei lögð nægileg áhersla á, að samvinnuhreyfing- in er alþýðleg félagsmálahreyf- ing, reist á lýðræðisgrundvelli, þ. e. a. s. almennri þátttöku fé- lagsmanna í fundarstörfum og stefnumörkun. Kaupfélögin eru lýðræðislega uppbyggð og m. a. Samvinnuhreyfingin er elsta félagsmálahreyfing landsins vegna deildaskiptingar sem á sér stað innan kaupfélaga, er auðvelt fyrir hvern félagsmann að láta að sér kveða, ef hann notfærir sér rétt sinn samkvæmt félagslögum. Hitt er annað mál, að oft skortir á þátttöku félags- manna í störfum kaupfélaganna. Þó mun það svo, að víða úti um sveitir landsins er góð þátttaka í deildarfundum og lifandi áhugi á málefnum félaganna. Og aðal- fundir flestra kaupfélaga í land- inu eru vel sóttar samkomur, sem tryggja lýðræðislega starf- semi kaupfélaganna, bæði að því er varðar umræður og kosn- ingar í trúnaðarstöður. Kaupfé- lögin halda þannig uppi lifandi lýðræðisstarfsemi, sem er snar þáttur í félags- og menningar- lífi nútímans. Og þó ber á nokkum skugga. Því verður ekki móti mælt að félagsdeyfð segir víða til sín í landinu, m. a. innan kaupfélaga, og svo mún einnig vera í verkalýðshreyfing- unni. Þessi deyfð lýsir sér ekki einungis í lélegri fundarsókn, heldur allt eins í sljóleika al- mennings fyrir þeirri staðreynd, að samvinnuhreyfingin er einn aðalburðarásinn í þjóðfélags- byggingunni. Menn átta sig ekki á því, að ef þessi burðarás brestur, myndi þjóðfélagið slig- ast, — hvorki meira né minna. Sannleikurinn er sá, að sam- vinnuhreyfingin, — kaupfélög- in og hin víðtæka atvinnustarf- semi samvinnufélaganna — hefur öðlast sess í þjóðfélaginu, sem ekki er auðvelt fyrir aðra að setjast í. Hins vegar er það samvinnuhreyfingunni áhyggju-. Gjalddagar fasteignagjalda á Akureyri 1978 Bæjarstjórn Akureyrar hefir ákveðið tvo gjald- daga á fasteignagjöldum til Akureyrarbæjar á árinu 1978. Hinn 15. janúar fellur í gjalddaga helmingur fast- eignagjaldanna eða upphæð sem svarar til þeirra gjalda, er greidd voru af fasteigninni sl. ár. Hinn 15. maí er síðan gjalddagi á eftirstöðvum fasteignagjaldanna 1978. Þess er vænst, að fasteignaeigendur bregðist vel við og greiði á réttum gjalddaga tilskilinn hluta fasteignagjaldanna, þótt gjaldseðlar berist ekki fyrr en síðar. Dráttarvextir eru samkvæmt lögum fallnir á öll ógreidd bæjargjöld frá fyrra ári og nema 3% fyrir hvern mánuð eða brot úr mánuði frá gjalddaga. Bæjarskrifstofan er opin daglega frá kl. 8.30— 12.00 og 13.00—16.00, en auk þess á mánudög- um og föstudögum kl. 17.00—18.30. Akureyri, 12. janúar 1978. BÆJARRITARI. efni, að á henni mæðir nokkurt skilningsleysi eða sljóleiki al- mennings — oft og einatt — á mikilvægi hennar fyrir almanna heilþ m. a. atvinnuöryggi og réttlátt vöruverð. Það er of sjaldgæft að menn spyrji sjálfa sig: „Hvemig væri umhorfs í atvinnumálum, ef ekki væm atvinnufyrirtæki samvinnufé- laganna?“ — Eða: „Hvar væri landsbyggðin stödd, ef ekki væru kaupfélögin?" Ellegar, sem ekki er síður umhugsunar- vert: „Hvern þátt eiga kaupfé- lögin í að halda niðri vöm- verði?“ „EÐLILEGIR ANDSTÆÐINGAR.“ Það er ekki við öðm að búast en að samvinnuhreyfingin eigi sér andstæðinga — eðlilega andstæðinga, ef svo má segja. Sérhagsmunaöflin í þjóðfélag- inu mimu ætíð fylkja liði gegn samvinnuhreyfingunni. í sjálfu sér er óþarfi að óttast slíka and- stöðu, því að yfirleitt er auðvelt að bægja henni frá með rökum og réttum upplýsingum. Raun- ar mun það styrkja samvinnu- hreyfinguna fremur en veikja, ef sérhagsmunaöflin sækja að henni, sem vissulega er enginn skortur á. Fróðlegt er að fá vitnisburð um þá staðreynd í bók Gunnars Karlssonar, að andstaða kaupmannavaldsins varð til þess að þjappa kaupfé- lagsmönnum saman þegar í byrjun samvinnustarfsins í Þingeyjarsýslu. Heildsalavaldið er og verður í andstöðu við samvinnuhreyf- inguna. Hitt er lakara, ef syst- urhreyfing samvinnuhreyfingar- innar verkalýðshreyfingin, sýn- ir samvinnuhreyfingunni tóm- læti eða elur jafnvel á tor- tryggni í hennar garð. Að sjálf- sögðu eiga frjáls samvinnu- hreyfing og frjáls verkalýðs- hreyfing samleið. Þær eru greinar á sama meiði. Þar sem samstarf hefur tekið millis þess- ara hreyfinga í öðrum löndum, hefur það orðið almenningi til heilla. En haldbesta vamar- og sókn- artæki samvinnuhreyfmgarinn- ar er félagsáhugi og hugsjóna- kraftur fólksins, sem myndar hreyfinguna. Öllu máli skiptir að félagsfólkið sé vakandi fyrir málefnum hreyfingarinnar, innar, hvort heldur er um að ræða grundvallarhugsjónir eða einstök dægurmál og fram- kvæmdir, sem nauðsynlegt er að vinna að. Það er ekki nóg að samvinnuhreyfingin eigi sér ráðna eða kjöma forystumenn, sem sjá um framkvæmdir og út- breiðslustarf. Samvinnuhreyf- ingin þarf að eiga talsmann í hverjum einasta félagsmanni. Því miður óttast ég að mikið skorti á að svo sé. Það er því mikil nauðsyn að finna leið til þess að auka félagslegan áhuga í samvinnufélögunum, ekki síst hinum stærri og fjölmennari. Forystumenn samvinnuhreyfing arinnar gera sér vel ljósa þessa nauðsyn, og hreyfingin einbeitir sér að því um þessar mundir að auka áhuga félagsmanna í samvinnufélögunum á málefn- um samvinnunnar og efla al- menna þátttöku þeirra í fund- um og samvinnustarfi. S AM VINNTJHREYFIN GIN OG IÐNVERKAFÓLK í þessu sambandi er skylt að geta þess, að Samband ísl. sam- vinnufélaga hefur stigið mikil- vægt spor á sviði atvinnulýð- ræðis með þvf að heimila tveim kjörnum fulltrúum starfsfólks SÍS að sitja stjómarfunái með málfrelsi og tillögurétti. Annar þessara fulltrúa starfsfólksins er kjörinn úr hópi starfsfólks SÍS á Akureyri. Er það Aðal- steinn Halldórsson verkstjóri. Fer vel á því að iðnverkamenn á Akureyri eigi fulltrúa á stjóm- arfundum Sambandsins, því hvort tveggja er, að iðnfyrir- tæki SÍS em meðal merkustu atvinnufyrirtækja í landinu og iðnverkamenn em fjölmennasta starfsstéttin í Akureyrarbæ og óumdeilanlega máttarstólpi bæj- félagsins. Iðnverkamenn eiga ómældan þátt í velgengni sam- vinnuiðnaðarins. Það ætti eng- um að dyljast að náið samstarf og trúnaðartraust milli stjóm- enda og starfsfólks fyrirtækj- anna. Þá er slíkt samstarf og trúnaðartraust mikilvægt til þess að skapa þá vinnuaðstöðu og aðbúnað á vinnustað, sem veitt getur raunvemlega vinnu- gleði og gefið þá fullnægingu í starfi, sem vinnandi fólki ber réttur til og allir þrá að eign- ast. BÆTT AÐSTAÐA A VINNUSTAÐ Þótt kaupgjandið skipti megin- máli í kjarabaráttu almennings, þá kemur margt annað til, þeg- ar ákveða skal kjör vinnandi fólks. Vinnuaðstaða, vinnuvemd og öryggismál eru þar ofarlega á blaði. Mörgu hefur miðað í rétta átt á þessum sviðum, m. a. í verksmiðjum samvinnuhreyf- ingarinnar, en eigi að síður stendur margt til bóta bæði þar og annars staðar í því að fegra og bæta vinnustaði. Enn er það svo_ að margt verksmiðjufólk verður að láta sér lynda lakari og óheilnæmari vinnustaði en almennt gerist, bæði vegna mengunar andrúmslofts og háv- aða. Yfirleitt má girða fyrir slíka ágalla vinnustaða með ýmsum endurbótum og þó miklu fremur með því að útiloka ágallann sem mest í upphafi með réttu byggingarfyrirkomu- lagi og verktilhögun, sem dreg- ur úr heilsuspillandi áhrifum vinnustaðarins. Þessi atriði eru ofarlega á baugi £ umræðum um vinnumál hvar sem er í heiminum, enda er það ekki einungis á Akureyri sem iðn- verkafólk er burðarás atvinnu- lífsins, heldur alls staðar í hin- um tækniþróaða heimi. FÉLAGSLEGIR MÖGULEIKAR Samvinnuhreyfingin er elsta og ein áhrifamesta framfara- hreyfing landsins. Hún er reist á alþýðlegum grundvelli og á sér mikla félagslega möguleika. Hún hefur verið sóknarafl al- þýðu manna til sjávar og sveita í næstum 100 ár. Hún býður upp á margs konar tækifæri til samskipta vinnandi fólks í land- inu og sameiginlega úrlausn í atvinnu- og félagsmálum. Þótt á ýmsu geti oltið um stjóm- málaástand og sjórnarsamstarf milli pólitískra flokka, þá verð- ur að forðast þá miklu hættu, að félagshyggj ufólk afræki sam- vinnuhreyfinguna og missi sjónar á hugsjónum hennar og möguleikum til fegurra mann- lífs og réttlátara þjóðfélags. Snædrottningin Kári Árna aðstoðarþjálfari Kári Árnason fyrrv. knatt- spyrnumaður hefur nú verið ráðinn aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki KA í knatt- spymu. Kári er knattspymu- áhugamönnum að góðu kunn- ur én hann lék um árabil með ÍBA og KA. Þá lék hann einnig í landsliði íslendinga. Hann mun verða Jóhannesi Atlasyni til aðstoðar í sumar, og þá mun hann einnig sjá um æfingar liðsins þangað til Jóhannes kemur hingað al- kominn, en hann er íþrótta- kennari í Reykjavík. Vitað er að erfitt verk bíður þeirra fél- aga, þ. e. a. s. að reyna að halda KA í deildinni. Flest fyrstu deildar liðin hafa nú ráðið sér þjálfara, og eru sum ir þeirra erlendir. Vitað er að Ámi Stefánsson flytur nú aft- ur til Akureyrar og mun verja mark síns gamla félags, og þá er Elmar Geirsson einnig að hugsa um að gerast leikmað- ur hjá KA. Æfingar em nú hafnar hjá knattspymumönn- unum og þegar nálgast vorið mun félagið leika nokkra æf- ingarleiki áður en til keppn- innar í deildinni kemur. Þá er í ráði að félagið verði í æf- ingarbúðum erlendis um pásk ana. Ekki munu Þórsarar ennþá vera búnir að ráða sér þjálfara fyrir næsta keppnis- tímabil, en em á höttum eftir góðum þjálfara innlendum eða erlendum. Vertíðarlokin Sunnudaginn 22. janúar býð- ur stjóm knattspymudeildar KA öllum leikmönnum yngri flokka til hófs í Dynheimum og hefst það kl. 16.00. Þar verða veittar viðurkenningar fyrir sigur í ýmsum mótum svo og kjörinn besti knatt- spyrnumaður hvers flokks, en hann fær til varðveislu bikar. Þá verða einnig á boðstólnum veitingar og eitthvað til skemmtunar. Allir yngri KA menn em hvattir til að mæta í Dynheima á sunnudaginn kl. 16.00. Leikjum frestað Frestað Frestað Frestað Foreldraráð SRA ætlaði að halda svokallað Hjallabrautar mót um síðustu helgi. Veður- guðimir vom hirus vegar skíða mönnunum ekki hliðhollir þvi á laugardag vom allar skíða- lyftur lokaðar vegna veðurs, svo og fram eftir degi á sunnu dag. Mótinu varð því frestað til næstu helgar. Snjór er nú nægur í Hlíðarfjalli og skíða- færi gott þegar vel viðrar. Annarrar deildar lið Gróttu átti að koma til Akureyrar um síðustu helgi og keppa við Þór og KA í karlaflokki. Þá áttu einnig stúlkur úr Haukum að keppa við stöllur sínar úr Þór í fyrstu deild kvenna. Þar er ekki var flogið á laugardag og ekki fyrr en seint á sunnudag komust þessi lið ekki norður í tæka tíð, og varð því ekk- ert úr leikjunum. Þá komu dómarar ekki heldur, en ef þeir hefðu komist hefði verið upplagt að leika kæruleikinn milli Þórs og KA í staðinn. Það fer að verða efamál að nægjanlegt sé fyrir lið sem ætlar að leika hér tvo leiki yfir há veturinn að ætla að koma á laugardag, heldur ætti að koma á föstudag. Svona töf á leikjum er mjög baga- leg bæði fyrir fólögin isem eiga að leika svo og fyrir mótanefnd_ en sem betur fer ræður ekki mannleg tækni ennþá yfir veðri og vindum. Um næstu helgi á KA fyrir höndum erfiða ferð. Þeir leika tvo leiki í Reykjavík, við Fylkir og Þrótt en þau eru bæði á toppnum í deildinni ásamt KA og fleirum. ívar og Haukur ívar Sigmundsson framkv.stj. Skíðahótelsins er nú í Mið- Evrópu, en hann er fararstjóri íslenska skíðalandsliðsins. Lið ið er nú við æfingar en fara síðan á heimsmeictpraro^Hð í alpagreinum. Haukur Jóhanns son er emn landsliðsmanna og eini Akureyringurinn í lands- liðinu að þessu sinni. Leikfélag Akureyrar frumsýndi á sunnudag bamaleikritið Snæ- drottninguna eftir sovéska rit- höfundinn Evgení Schwarz (1897—1958). Leikstjóri er Þór- unn Sigurðairdóttir,, leikmynd teiknaði Þórunn S. Þorgríms- dóttir og leikhljóð og tónlist eru eftir Gunnar R. Sveinsson. Leikritið er gert eftir ævin- týri H. C. Andersens og geta böm og fullorðnir dregið af því lærdóm auk þess sem þetta er hin besta skemmtun. Sögu- manni, Gesti E; Jónassyni, tekst vel að hrífa áhorfendur með sér með glettni sinni og léttleika, og Kristín Gunnlaugsdóttir leik- ur Helgu litlu ágæta vel. Sig- urður Sigurðsson leikur Karl, vin hennar og bróður, af festu og öryggi. Kristjana Jónsdóttir leikur ömmuna af innlifun og sannfæringu. Miklum kulda stafar af snædrolttningunni, Þóreyju Aðalsteinsdóttur, eins og vera ber, og á hún ekki sam- úð áhorfenda, enda er hún tákn hins illa í leikritinu ásamt versl- unarfulltrúanum, Þóri Stein- grímssyni, og gera bæði hlut- verkum sínum góð skil. Gervi Kmmma og Kráku eru mjög góð og leikur þeirra Aðalsteins Bergdals og Nönnu Jónsdóttur skemmtilegur. Sigríður Vigfús- dóttir leikur Elsu prinsessu og tekst henni að gera persónuna sannfærandi í tepruskap og einfeldni hennar. Jóhanna Birg- isdóttir leikur ræningjatelpu af miklum krafti og stafar af henni ógn og skelfingu svo þetta leik- rit fær unga áhorfendur bæði til að hlæja og gráta. Saga Jóns- dóttir, Hreinn Skagfjörð, Ámi Valur Viggósson, Alfreð Almars- son, Gunnar Eiríksson og Jón- steinn Aðalsteinsson leika önn- ur hlutverk og gera vel. Saga er ótútleg sem ræningjaforingi og Jónsteinn nær skemmtileg- um hreyfingum í gervi hrein- dýrsins. Ekki er mikið skraut í þessari sýningu, enda á það ekki við, þegar verið er að lýsa góðleika, manngæsku og einfaldleika og er sýningin einföld og stílhrein. Tryggvi Gíslason. Þórey Aðalsteinsdóttir í sínu hlutverki. Smjörið lækkar Hvert kílógramm af smjöri kostaði 1342 krónur í smásölu, en með deginum í dag gengur verðlækkun í gildi á þeirri vöru og kostar smjörkílóið nú 880 krónur. Verðlækkunin er 464 krónur, og er hér miðað við besta smjörið. Niðurgreiðslur ríkissjóðs hækka með þessari breytingu úr 578 krónum í 1010 krónur hvert kíló. Auk þess greiðir Framleiðsluráð landbún- aðarins 339 krónur á kíló úr verðmiðlunarsjóði mjólkur. Ekki er ákveðið um gildistíma þessa nýja verðs, en verðlækk- unin mun stafa af allmiklum smjörbirgðum í landinu. Innritun í Námsflokka Akureyrar hefst mánudag- inn 16. janúar og stendur til laugardags 21. jan. Kennsla hefst 23. janúar. Innritað er í Gagn- fræðaskólanum á Akureyri alla daga frá kl. 17-19 og í síma 11241. Fyrirframgreiðslur útsvara og aðstöðugjalda á Akureyri 1978 Bæjarstjórn Akureyrar hefir ákveðið fimm gjald- daga á fyrirframgreiðslu útsvara og aðstöðu- gjalda til bæjarsjóðs Akureyrar á árinu 1978, þ. e. 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Á hverjum þessara gjalddaga ber að greiða upp- hæð, sem svarar til 14% af álögðu útsvari 1977. Akureyri, 12. janúar 1978. BÆJARRITARI. Námsgreinar: Kennarar: Bókband Þórarinn Loftsson £ Bílaviðgerðir Svavar Gunnarsson <L> l/O Enska II Hólmfríður Jónsdóttir Enska III Hólmfríður Jónsdóttir fö Enska IV Hrefna Torfadóttir "5> Enska V Hrefna Torfadóttir cz 0 Enska VI Hrefna Torfadóttir o Esperanto II Ólafur Halldórsson íslenska fyrir útl. Bárður Halldórsson Skattaframtöl Karlotta Aðalsteinsdóttir Spænska I María Svavarsson Spænska II María Svavarsson Sænska I Guðrún Hallgrímsdóttir Sænska II Guðrún Hallgrímsdóttir Vélritun I Guðbjörg Reykjalín Vélritun II Guðbjörg Reykjalín Vélritun III Guðbjörg Reykjalín Þýska II Stefanía Arnórsdóttir NÁMSFLOKKAR AKUREYRAR. 4 • DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.