Dagur - 01.02.1978, Page 1

Dagur - 01.02.1978, Page 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LX. ARG. AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR L FEBRÚAR 1978 5. TÖLUBLAÐ ^nda'iejffl Samkeppni Minnt er á ritgerðasam. keppni SÍS, sem auglýst hefur verið og ætlað er að æskufólk, 14—20 ára, taki þátt í. Ritgerðarefnið er: Samvinnuhreyfingin á ís- landi, hlutverk hennar og starfsemi. Verðlaunin nema alls einni milljón króna og skilafrestur er til 1. maí n.k. Upplýsingar um ritgerða- samkeppnina eru veittar í síma 81225. Lengd ritgerð- anna á að vera 4—12 vélrit- aðar síður eða 1—3000 orð. Utanáskrift er: Samvinnan, Suðurlandsbraut 32, 105 Reykjavík. Band og lopi Fregnir herma, að á síðasta ári hafi band og lopi verið talsverð útflutningsvara, eða samtals að magni 410 tonn. Aðrar fregnir herma, að ullarvörur úr þessu efni keppi í vaxandi mæli er- lendis við fullunnar vörur úr sama efni, unnar hér á landi til útflutnings. Lengi hefur það verið áhyggjuefni og kinnroða- efni margra góðra íslend- inga, hve hörmulegt það er að flytja úr landi lítt eða ekki unnar vörur, jafnvel aðeins hráefni, í stað þess að keppa að fullvinnslu. fs- lenskur ullariðnaður nálg- ast listiðnað og íslensk ull hefur sín sérkenni, sem erf- itt er að líkja eftir í vönd- uðum vörum. Það er því álíka grátbroslegt að flytja út lopa og band og að flytja út grásleppuhrogn í tunn- um. Sjúkdómar í fé Sigurður Sigurðsson dýra- læknir á Keldum sagði „Lungnapest, garnaveiki, tannlos, kýlapest og riðu- veiki og fleiri fjársjúkdóm- ar eru að flæða austur um Suðurland. Enginn vafi er á að þeir munu gera sín vart í auknum mæli á næstu árum. Þeir munu berast austur yfir Þjórsá austur um Rangárvalla- sýslu og til Eyjafjalla, til Mýrdals og að fjallabaki til Skaftafellssýslu austan sands, ef ekki verða hertar vamaraðgerðir. Forsmekk- inn að þessum pestum hafa Eyfellingar þegar fengið, en það er lungnapestin. — Enn er tóm fyrir Eyfellinga, og raunar alla Rangæinga og Vestur-Skaftfellinga, og að vissu leyti Árnesinga líka, að verjast ef þeir vilja gegn frekari áföllum. Vam- irnar sem til þess þarf em fyrst og fremst fólgnar í því að Sunnlendingar vakni af svefninum til vitundar um hættuna og vilji verjast; að Sunnlendingar geri sér ljóst hvaða varúðarreglur eru í gildi og fari eftir þeim, eftir því sem kostur er.“ i| Fiskverðið Á fundi sínum 25. janúar ákvað Verðlagsráð sjávarútvegsins nýtt almennt fiskverð. Verðið gildir frá 1. janúar í ár og til 31. maí. Er um að ræða 13% almenna hækkun fiskverðs. Ákveðið var að greiða sérstak- stakan verðauka á stórufsa í fyrsta gæðaflokki tímabilið l.\ janúar til 28. febrúar. Þá var einnig ákveðið að auka verð- mun á slægðri ýsu og óslægðri og slægðum ufsa og óslægðum. Verðið í heild var ákveðið með atkvæðum seljenda, þ. e. sjómanna og útvegsmanna, og oddamanns, gegn atkvæðum kaupenda. Loðnuaflinn Akraborgin í slipp á Akureyri. Allar áætlanir stóðust segja eigendur. (Ljósm. E. D.) Miklar framkvæmdir Verið er í Slippstöðinni á Akur- eyri að reisa 500 tonna skuttog- ara, sem Magnús Gamalíelsson, útgerðarmaður í Ólafsfirði hef- ur keypt. En smíði skipsins fer fram í einingum og það sem kallað er, á máli skipasmíða að reisa, er það að setja einingarn- ar saman. Sagður er togari þessi verða þeirrar náttúru að hægt verður að fara á honum á loðnu veiðgr, án þess tað hann né nótaskip. Væntanlega verður hann sjó- settur síðsumars og að því stefnt, að smíði hans verði lok- ið áður en árið er allt. íslendingar voru orðnir 222.055 hinn 1. desember sl., að ’því er bráðabirgðatölur Hagstofunnar sýna. Á síðasta ári mun lands- mönnum hafa fjölgað um u.þ.b. 1500 manns, eða tæplega 0.7 af hundraði, en árið áður hafði þeim fjölgað um 0.85%. Hlutfallslega fjölgaði íbúum mest í Reykjaneskjörædmi á síðastliðnu ári. Á Suðurnesjum Kjalarnesi og Kjós varð fjölg- Þá er stöðugt unnið að smíði Óskars Magnússonar AK 177 og verður sá togari afhentur í seinni hluta febrúarmánaðar. Hann er smíðaður fyrir botn- vörpu og nót og er um 490 tonn. Þá er í smíðum pólsksmíðað nótaskip, sem á að geta tekið um 800 tonn af loðnu og er nú á Akranesi. Skip þetta keypti Slippstöðin, sem skipsskrokk, sem dreginn var hingað til lands og hefur verið unnið að leng- ingu og yfirbyggingu og fleira á Akranesi, en hingað verður hann dreginn um miðjan febrú- unin mest hlutfallslega eða rúm 3%. Á höfuðbargarsvæðinu utan sjálfrar Reykjavíkur varð fjölg- unin sem næst 2,4%, en í Reykja vík sjálfri fækkaði íbúum hins vegar um 646. Uti á landi varð alls staðar nokkur fjölgun. Mest varð hún á árinu á Norðurlandi eystra, en þar fjölgaði um tæp 2%. Þar næst koma Vestfirðir, en þar fjölgaði hlutfallslega um 1,35%. ar og lokið við smiði hans hjá Slippstöðinni á Akureyri. Skip þetta er óselt. Þá má geta þess, að í smíðum er rúmlega 20 tonna trébátur, sem senn verður tilbúinn og þá til sölu. Þess má geta, að nýsmíðar hjá Slippstöðinni og skipavið- gerðir skiptast nokkurn veginn til helminga. Miðvikudaginn 1. febrúar frum sýnir Leikfélag Dalvíkur finnska leikritið „Fjölskyldan“ eftir Claes Anderson, leikstjóri er Saga Jónsdóttir, leikmjmd gerir Jón Þórisson og lýsingu gerði Magnús Axelsson. Með hlutverk fara Teódór Júlíusson, Dagný Kjartansdóttir, Inga Matthíasdóttir, Kristján Hjart- arson, Lovísa Sigurgeirsdóttir, Sólveig Hjálmarsdóttir og Rún- ar Lund. Einnig hafa margir aðrir lagt hönd á plóginn og Á miðunum eru nú 65 skip. Eru það fleiri skip en áður hafa stundað þessar veiðar og betur búin. En aflinn, það sem af er vertíðinni, var orðinn tæp 60 þúsund tonn um síðustu helgi, Veðráttan hefur verið óhag- stæð og „fyrsta gangan“ af loðn- unni fannst aldrei. Þá hafa fiski- fræðingar látið í ljós, að loðnu- stofninn kunni að hafa minnkað nokkuð. Rannsóknarskipin Ámi Frið- riksson og Bjami Sæmundsson eru við loðnuleit á miðunum úti fyrir Norðurlandi. Mest af þeirri loðnu, sem hingað til hefur veiðst á þessari vertíð, hafa skipin fengið á Kol- beinseyjarsvæðinu. lætur nærri að um 20 manns hafi starfað að undirbúningi sýn ingarinnar. 1 „Fjölskyldunni“ er varpað upp greinilegum myndum af samskiptum bama og foreldra, drykkjuskap og sambúð hjóna. Leikritið var sýnt hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1975 við mjög góðar undirtektir. Næstu sýningar verða föstu- dags- og þriðjudagskvöld kl. 21. Fyrirhugað er að ferðast með verkið um nágrannabyggðir. (Fréttatilkyiming). Að læra af öðrum Landsmenn l.des. Fjölskyldan sýnd Gunnarsstöðum 30. janúar. — Senn mun Fontur fara að fiska eftir langa og mikla viðgerð syðra. Vænkast þá hagur okkar. En 'bátar reyta aðeins á línu hér þegar gefur, en það er lítið um gæftir. Snjór er lítill og ágætlega fært hér um sveitir. Fénaður er auðvitað á fullri gjöf, sem að líkum lætur. Nú standa heimsóknir bænda yfir og er það gamall og góður siður. Við sýnum systrahópa, sem ýmislegt má af læra í sauð fjárræktinni, berum saman bæk ur okkar og læmm hver af öðr. um. Betur sjá augu en auga, og því fleiri sem saman koma, sjá og ræða málin, þess meiri ár- angur af gagnkvæmum heim- sóknum. Þessi siður hefur lengi verið hjá okkur. Þorrablót er framundan og sjónleikur er æfður. Ó. H. Fiskur Hrísey 30. janúar. — Snæfellið landaði 63 tonnum úm helgina og nú eru allir á kafi í fiski og þykir okkur það gott. Loðnu- bræðsluskipið NorgloBal liggur héma vestur á sundinu og blas- ir við. Verið er að landa í það loðnunni. Snjór er næstum enginn, að- eins föl. Líferni fólks er skikk- anlegt en þorrablót verður um helgina.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.