Dagur - 15.03.1978, Side 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDIR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
DAGUR
LX. ARG.
AKUREYRI, MIÐVIKUDAGUR 15. MARS 1978
14. TÖLUBLAÐ
Næst er það
hunagsilmur
Örfár sýningar á Alfa Beta eru
nú eftir hjá LA. En
Galdralandið verður sýnt á
Akureyri a' laugardaginn
klukkan 5 og á sunnudaginn
klukkan 2, samkvæmt óskum
fjölskyldna um þennan sýn-
ingartíma.
Þá eru æfingar á
Hunangsilmi í fullum gangi
og frumsýning ákveðin 14.
apríl. Leikritið er eftir Shelagh
Delaney í þýðingu Ásgeirs
Hjartarsonar. Leikstjóri er
JILL Árnason. Leikarar eru
fimm talsins. Kristín Á.
Ólafsdóttir leikur unga og
léttúðarfulla stúlku og
móðurhlutverkið er í höndum
Sigurveigar Jónsdóttur. Þel-
dökkan pilt leikur Aðalsteinn
Bergdal, en sambýlismann
stúlkunnar leikur Gestur E.
Jónsson. Þórir Steingrímsson
leikur viðhald móðurinnar.
„Gengið á reka“
Næstkomandi föstudags-
kvöld, hinn 17. mars frum-
sýnir ungmennafélagið í Kinn
írska gamanleikinn, „Gengið
á reka“, í Ljósvetningabúð.
Leikstjóri er Ingimundur
Jónsson, kunnur leikari og
leikstjóri á Húsavík. Með
hlutverkin fara: Margrét og
Jón í Staðarfelli, Haraldur
Þórarinsson, Hafralæk,
Hildur Traustadóttir,
Fellsenda, Baldvin Kr. Bald-
vinsson, Rangá, Einar Krist-
jánsson, Ófeigsstöðum, Óttar
Viðar, Geirbjarnarstöðum,
Jónína Björgvinsdóttir, Foss-
hóli og Kolbrún Bjamadóttir
Ystafelli.
J.A.B.
Rekstur
Sambandsins
í fyrsta hefti Samvinnunar á
þessu ári segir Erlendur Ein-
arsson í viðtali, um rekstur
Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga:
„Rekstramiðurstaða Sam-
bandsins fyrir árið 1977 liggur
ekki fyrir. Það er ljóst að á
fyrri helmingi var rekstrar-
staðan sæmilega hagstæð. En
þetta breyttist mjög til hins
verra þegar líða tók á seinni
hluta ársins. Rekstrarkostnað-
ur hækkaði mjög mikið og
miklu meira en tekjur. Vissar
rekstrargreinar hafa lent í
miklum erfiðleikum, eins og
t.d. iðnaðurinn. Það gefur
auga leið, að þegar helstu
kostnaðarliðir eins og laun
hækka á árinu um 70%, þá fari
ýmislegt úr skorðum. Rekstur
ársins 1977 hlýtur að stór-
versna frá 1976, og það getur
oltið á ýmsu, hvort rekstrar-
niðurstaðan verði ofan við
strikið. Við þessar aðstæður
hlýtur að verða á yfirstand-
andi ári dregið mjög úr öllum
framkvæmdum hjá Sam-
bandinu og samvinnufélög-
unum. Reynt verður að skera
niður rekstrarkostnað af!
fremsta megni til þess að j
forðast eða minnka tap-
rekstur.“
SR á Raufarhöfn:
Nýting loðnu
aldrei betri
Sauðárkrókur
Hafin bygging á
43 íbúðum ásl ári
—tæplega 80 íbúðir í smíðum um áramót
Á sl. ári voru 37 íbúðfr teknar í
notkun á Sauðárkróki. Þetta er
mjög svipað og á árinu á undan,
en þá voru 35 íbúðir teknar í
notkun. Allar eru þær í einbýlis-
húsum og raðhúsum. Útlit er
fyrir töluverða aukningu í bygg-
ingu íbúðarhúsnæðis á árinu,
því byrjað var á 43 í búðum á
árinu 1977 og um áramótln voru í
smíðum, á Sauðárkróki,
tæplega 80 íbúðlr. Má gera ráð
fyrir að lokið verði við yfir 40
íbúðir á þessu ári. Byrjað var á
flestum íbúðanna á sl. árl en
nokkrar hafa verið í byggingu í
lengri tíma.
Líkur eru á að hafin verði smíði á
14 íbúða sambýlishúsi. Það yrði
byggt á vegum bæjarins og félli
undir lögin um leiguíbúðir.
Nú eru í smíðum á Sauðárkróki,
vöruflutningamiðstöð, trésmíða-
verkstæði og fiskgeymsla sem er
byggð af Skildi hf. Fiskiðjan er að
endurbyggja og stækka fisk-
vinnsluhús sitt. í haust var byrjað á
heilsugæslustöð og Vegagerð
ríkisins er að byggja áhaldahús og
skrifstofuhúsnæði.
í ár verður byrjað m.a. á tveimur
trésmíðaverkstæðum, vinnuvéla-
eigendur hafa í hyggju að koma
þaki yfir höfuðið á sér og nokkrir
vörubílstjórar eru með slíkt hið
sama á prjónunum. Framkvæmdir
á vegum fyrirtækja voru heldur
meiri á sl. ári, en oft áður og bendir
flest til að sömu sögu verði hægt að
segja um árið í ár.
Á ioðnuvertíðinni f vetur hefur
Síldarverksmiðja ríkisins á
Raufarhöfn tekið á móti 25.132
tonnum af loðnu, en það er
nokkuð minna magn en á ver-
tíðinni í fyrra. Hinsvegar hefur
verksmiðjan framleitt meira
magn af loðnumjöli. Nýting á
loðnu var betri, en nokkru sinnl
áður, eða 17.8%. (fyrra var nýt-
ingln aðeins 15,9%. Hefði nýt-
ingarhlutfallið verið hið sama f
ár og í fyrra, hefði verksmlðjan
framleittt 3,996 tonn af loðnu-
mjöli, en framleiðslan í ár nam
4.465 tonnum. Meginástæðan
fyrir betri nýtingu er sú að tals-
verðar endurbætur voru gerðar á
vélabúnaðl verksmiðjunnar f
fyrra. Hafa þær greinllega marg-
borgað sig, en miklð er eftlr þar
til að endurbótum getur talist
lokið.
„Þessi nýting er með því besta
sem gerist hér á landi. í fyrra munu
þrjár verksmiðjur hafa farið yfir
17% og var Þorlákshöfn hæst með
17.7% nýtingu. Þess ber þó að gæta
að vertíðinni er ekki lokið og munu
verksmiðjumar á Raufarhöfn og á
Siglufirði, vera þær einu sem hafa
hætt að bræða loðnu,“ sagði Árni
Sörensen, verksmiðjustjóri SR á
Raufarhöfn. „Það mun vera
tæknilegur möguleiki á að fara í
18% nýtingu, þannig að árangur
okkar verður að teljast góður."
Eins og áður sagði var unnið að
endurbótum á verksmiðjunni í
fyrra Raunar var þá aðeins um það
að velja að leggja verksmiðjuna
niður, eða hefjast handa með
endurbætur. Nú er búið að festa
kaup á nýrri mjölskilvindu og
pressu, en Árni kvað einnig nauð-
synlegt að endurnýja t.d. allar
lýsisskilvindurnar, bæta við þróm
og gera við þak verksmiðjunnar,
sem er orðið mjög lélegt.
Um 50 manns hafa haft atvinnu
hjá SR yfir loðnuvertíðina. Starfs-
mennimir eru öllu færri á sumrin
og sagði Ámi að nauðsynlegt væri
að fá aðkomufólk til Raufarhafnar
ef ætti að fara að bræða sumar-
loðnu. Á þeim árstíma eru flestir
heimamenn á sjó.
Klassísk
messa
N.k. sunnudag kl. 17 verður
sungin messa í Mlnjasalns-
kirkjunni á Akureyri, en
Minjasafnskirkjan er fyrrver-
andi sóknarkirkja á Sval-
barðsströnd. Það hefur orðlð
að ráðl að kirkjukór Sval-
barðskirkju, undir stjórn
Gígju Kjartansdóttur organ-
ista, og sóknarpresturinn,
sera Bolli Gústavsson í
Laufási, flytji klassíska
messu.
Með klassískri messu er átt
vlð þann kirkjusöng er tíðk-
aðist um aldir hér á landi.
Hann á rætur sínar að rekja til
gregoríanska kirkjusöngs-
ins, en sú sönggerð kom fram
hjá Guðbrandi biskupi
Þorlákssyni, í útgáfu hans á
Grallaranum. Þessi messu-
söngur tfðkaðist hér á landi
fram yfir aldamótin 1800. Á
undanförnum árum hefur
verið gerð nokkur tilraun til
að endurvekja þessa söng-
gerð og frumkvöðull þeirrar
vakningar var dr. Róbert A.
Ottóson.
Amtsbókasafninu berst
gjöf frá Þjóðverjum
Á mánudaginn afhenti fulltrúi
Vestur-Þýska sendiráðsins,
Jochem Sartorius, Amts-
bókasafninu 72 bækur að
gjöf í tilefni 150 ára afmælis
safnsins. Bækurnar eru frá
þýsku bókaforlagi, Die
Martin-Behaim Gesellschaft,
sem hefur það ma. að mark-
miði að útbreiða þýskar
bækur meðal erlendra þjóða.
Lárus Zophoníasson amts-
bókasafnsvörður, tók á móti
bókunum fyrlr hönd safnsins
og sagði hann, við það tæki-
færi að gjöfin kæmi sér
ákaflega vel, þar sem þýskar
bækur hefði ávallt skort í
safnið. Bækur þessar eru af
margvíslegum toga spunnar.
Það má finna skáldsögur, rit
um vísindi, sögu og barna-
bækur.
Die Martin Behaim
Gesellschaft hefur áður gefið
Tónlistarskólanum (
Reykjavík bækur, en þetta
mun vera í fyrsta sklpti sem
fyrirtækið gefur bókasafni út
á landi bækur. Vlðstödd af-
hendinguna á mánudag, auk
Lárusar Zophoníassonar og
Jochem Sartorlus, voru Kurt
Sonnefeld ræðismaður
V-Þýskalands á Akureyrl og
elginkona Jochem Sartorlus.
Það er ekki vafamál að bækur þessar elga eftlr að verða vlnsælar
meðal þelrra, sem kunna þýsku og e.t.v. hvetja aðra tll að læra
hana. Myndina tók áþ er bækurnar voru afhentar.