Dagur - 15.03.1978, Síða 4

Dagur - 15.03.1978, Síða 4
Útgefandi: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjómarsímar: 11166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 11167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVÍÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÓRISSON Augl. og afgr.: JÓHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Bjömssonar hf. Flokksþingið Flokksþing Framsóknarflokksins stendur nú yfir í Reykjavík, hið 17 í röðinni, en þau eru haldin fjórða hvert ár, en miðstjórnarfundur flokksins verður í lokin. Á fimmta hundað manns, fulltrúar úr öllum héruðum landsins, mættu til þings og fer það fram í Bændahöllinnni. Á flokksþinginu verður stefna flokksins í einstökum málum endanlega og formlega mörkuð, og verður að henni vikið síðar hér í blaðinu. En þau mál, sem fyrst og fremst koma tíl meðferðar á þingi þessu, eru þjóðmálin og svo innri mál flokksins. Meðal þjóð- málanna verða það eflaust efnahags- og atvinnumál og fleiri, bæði stærri og minni málaflokkar, sem flokksþingið tekur afstöðu til. í núverandi stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum hafa merkir áfangar náðst og er það fyrst að nefna fullan sigur í land- helgismálinu, full afköst atvinnu- veganna og næga atvinnu um land allt. Þá hefur landsbyggðarstefn- unni verið fylgt fram. Allt eru þetta stórmál, sem vel hefur verið staðið við af hendi stjórnvalda. En viður- kenna ber, að núverandi ríkis- stjórn hefur ekki ráðið við verð- bólguvandann og fylgikvillar mikillar verðbólgu, sem hér á landi hefur þróast örar en í ná- lægum löndum, eru margvíslegri og meiri bölvaldar en menn hafa hingað til fengist til að viðurkenna í verki. Sú mynd, sem nú blasir við er ókyrrð á vinnumarkaðinum vegna bráðabirgðalaga, sem nýlega voru sett um gengisbreytingu og skerðingu vísitöluákvæða kaup- taxta, óðaverðbólga og af hennar vöidum meðal annars erfiðleikar útflutningsatvinnuveganna, skuldabyrðin við útlönd og þrot- laus eyðsla og jafnvel hrein sóun gjaldeyris. Við þessi vandamál verður ríkisstjórnin, sem nú situr að glíma og einnig sú stjórn, sem verður að afloknum kosningum. Til þess verður ætlast af Alþingi og ríkisstjórn, að þau geti í góðæri séð fótum þjóðarinnar forráð, og af meiri fyrirhyggju en staðreyndir efnahagslífsins benda til. Stjórnmálaflokkar marka sínar stefnur, sem þeir berjast fyrir í næstu kosningum. Þess er nú beðið, að heyra markmið og leiðir þess flokks, sern ábyrgastur og þjóðhollastur er talinn íslenskra stjórnmálaflokka, og nú heldur 17. flokksþing sitt í Bændahöllinni í Reykjavík. Um leið og blaðið árnar þinginu heilla í störfum, er þess fastlega vænst, að það marki djarfa og drengilega stefnu í efna- hagsmálunum, öllu öðru fremur. Viljum gera Dynheima að öflugri félagsmiðstöð Æskulýðsheimilið Dynheimar (Lón) hefur verið starfrækt á vegum Akureyrarbæjar í rúm- an hálfan áratug. Þegar húsið var keypt var það það í heldur bágbomu ástandi, en stöðugt hefur verið unnið að viðgerðum og í dag verður sá hluti húss- ins sem Æskulýðsráð hefur til umráða að teljast mjög viðun- andi. Hins vegar er áhugi fyrir því að ráðið fái neðri hæð húss- ins, en hún er í eigu Kaupfélags Eyfirðinga. Þar er starfrækt tré- smíðaverkstæði og hafa for- ráðamenn KEA tekið vel í þá málaleytan að selja verkstæðið, þegar fundist hefur hentugt húsnæði fyrir það. var inntur eftir því í upphafi, hvemig starfsemin hefði gengið að undanförnu. Starfsemin flytur æ meir út í skólana. Vantar góða fundaaðstöðu. Diskótekin njóta sömu vinsælda og dansleikir. — Nokkuð vel. Þegar við byrjuðum sl. haust höfðum við sama snið á, og undanfarin ár. Klúbbar voru stofnaðir, en þeir eru heldur færri en oft áður. Astæðan er sú að þessi þáttur Dagur ræöir viö Harald Hansen fi a Haustið 1976 var tekin upp sú stefna að hafa diskótek í stað dansleikja, eins og áður hafði verið. Þessi ákvörðun varð til þess að ólæti unglinga minnk- uðu til muna og sömu sögu er að segja um neyslu áfengis. Að vísu áttu diskótekin örðugt upp dráttar í fyrstu, en í dag njóta þau álíka vinsælda og ef um hljómsveit væri að ræða. starfseminnar hefur sífellt verið að færast meir og meir út í skól- ana. Til dæmis stofnaði Nem- endafélag Gagnfræðaskólans, ásamt Æskulýðsráði, nokkra klúbba, sagði Haraldur. — Núna — Það hefur verið mjög erf- itt fyrir klúbbana að halda t. d. fundi í Dynheimum. Hver þekk- ir það ekki að sitja á fimmtán manna fundi í sal sem rúmar rétt um eitt hundrað manns? Þannig er það í dag og þessir klúbbar hafa ekki geymslur fyrir sína hluti. Það eitt út af fyrir sig er nógu slæmt. Ég vil taka það strax fram að trésmíða- verkstæðið er ekki í stóru hús- næði, en það myndi gera okkur kleift að innrétta fundaher- bergi og eitt geymsluherbergi. Með þessu mót fengist mun betri nýting á Dynheimum og t. a. m. mætti hugsa sér alls- kyns starfsemi í stóra salnum sem fær ekki inni í dag. Áfengisneysla er mjög lítil. Sumir bæjarbúar hafa löng- run hneyklast á víndrykkju unglinganna sem sækja Dyn- heima. Það er hægt að fullvissa þá sem hæst gjamma, að áfeng- út. Þau voru víst að bræða það með sér hvort þau ættu að fara inn eða norpa í miðbænum. Við sáum á eftir þeim inn fyrir dyr, en eflaust hafa þau — eða ein- hverjir aðrir gestir Dynheima, beðið fyrir utan önnur danshús bæjarins eftir að diskótekinu var lokið. Ef einhver hefur hald. ið að það, sem krakkamir fá að sjá, auki virðingu þeirra fyrir hinum eldri, er það hinn mesti misskilningur. — á.þ. * * ^ Arnald Reykdal sigraði og spilaði fyrir Efnaverksmiðjuna Sjöfn Firmakeppni Bridgefélags Akur- 6. Mjólkursamlag KEA 109 eyrar er nýlega lokið. Sigurvegari Sp. Jóhann Helgason. varð Efnagerðin Sjöfn með 123 stig. Spilari var Arnald Reykdal. Að öðru leyti urðu úrslit þessi: Stig 2. Lögfræðistofa Steindórs Gunnarssonar. ^ 122 Sp. Ingimundur Arnason. 3. Jón Bjarnason úrsmiður 118 Spilari Jón Stefánsson. 4. Lögfræðistofa Asmundar Jóhannssonar 115 Sp. Þorvaldur Pálsson. 5. Drangur 114 Sp. Þormóður Einarsson. NÝ FISKABÓK AB Almenna bókafélagið hefur sent frá sér aðra útgáfu af bókinni Fiskar og fiskveiðar við ísland og i norðurhöfum eftir Preben Dahl- ström og Bent J. Muus þýdda og staðfærða af Jóni Jónssyni fiski- fræðingi. Fyrsta útgáfa bókarinnar kom hér út 1968 og segir Jón Jóns- son í formála þeirrar útgáfu: „Bókin er miðuð við fiskveiðar undan ströndum Norðvest- ur—Evrópu og helstu tegundir fiska á því hafsvæði. Þótt hér sé því getið allra þeirra tegunda, sem mesta þýðingu hcfa í veiðum ls- lendinga, þótti mér ekki fært annað en bæta inn í textann ýmsum frek- ari upplýsingum um lifnaðarhætti helstu nytjafiska okkar, svo og þær veiðar, er á þeim byggjast.“ Texta fyrstu útgáfu hefur í þess- ari nýju útgáfu verið breytt í sam- ræmi við þá þróun sem orðið hefur í fiskveiðimálum, síðanm fyrsta út- gáfa kom út. Að öðru leiti er önnur útgáfa óbreytt frá þeirri fyrri, að því er Jón Jónsson segir í formála. 7. Olís 109 Sp. Sveinbjörn Sigurðsson. 8. Smári h.f. 109 Sp. Grettir Frímannsson. 9. Bifv.verkst. Jóhannesar Kristjánssonar 107 Sp. Guðm. Svavarsson. 10. Bautinn h.f. 106 Sp. Ármann Helgason. 110 fyrirtæki tóku þátt í keppninni. Bridgefélag Akureyrar þakkar öllum fyrirtækjunum veittan stuðning. Jón Stefánsson einmennings- meistari 1978 Einmenningsmeistari félagsins varð Jón Stefánsson með 307 stig. Að öðru leyti urðu úrslit þessi: stig 2. Grettir Frímannsson 304 3. Ármann Helgason 300 4. Ingimundur Árnason 299 5. Gylfi Pálsson 293 6. Arnald Reykdal 292 Tryggvi Gíslason skrifar um leiklist En það er ekki bara dansað í Dynheimum. Þar hefur Æsku- lýðsráð staðið fyrir ýmiskonar námskeiðum og t. d. voru stofn- aðir 1976 eftirfarandi klúbbar: Leiklistarklúbbur, radíóklúbb- ur, hljómplötuklúbbur og gömlu dansaklúbbur. Upphaf þeirra voru námskeið Æskulýðsráðs og þess má geta í framhjáhlaupi að leiklistarklúbburinn ætlar að fara að setja barnaleikrit á svið. Dynheimar standa opnir öllum félögum og félagasamtökum og hefur verið töluvert um það að félög hafi notfært sér húsakynn- in, t .d. fyrir fundi, skemmti- kvöld, verðalaunaafhendingar og fleira. Yfirleitt hefur það verið notað á hverju kvöldi yfir. vetrarmánuðina. Til þess að forvitnast ögn nán- ar um starfsemi þá er fer fram í Dynheimum, fór tíðindamaður Dags á fund Haralds Hansen framkvæmdastjóra hússins. Eftir að Haraldur hafði sýnt undirrituðum húsið, þá settumst við inn á skrifstofu, og hann erum við að reyna að koma á fót klúbbastarfsemi í Glerár- skóla, enda er það álit þeirra sem að þessum málum vinna, að þátttaka í klúbbum sem mun meiri, ef þeir eru færðir út í hverfin. — Verða Dynheimar ekki ónauðsynlegir ef þið ætlið að flytja starfsemina út í hverfin? — Nei, það er mikið að fé- lögum hér í bænum sem hafa lítið eða lélegt húsnæði fyrir starfsemi sína. Hins vegar þurf- um við á neðri hæð hússins að halda, til þess að geta boðið fólki upp á gott húsnæði. Raun- ar má segja að það myndi Dynheimum úr dansstað í fé- lagsmiðstöð. Við höfum rætt hugsanleg kaup á neðri hæð- inni við forráðamenn KEA og hafa þeir verið okkur mjög vel- viljaðir. Hins vegar verður að finna gott húsnæði fyrir tré- smíðaverkstæðið, en þá getum við farið að ræða kaupin af ein- hverri alvöru. isneysla krakkanna er hverfandi Htil. Hún minnkaði til muna eftir að ákveðið var að diskó- tekin hættu fyrr, en venja var til. I byrjun ársins var aldurs- takmarkið lækkað um eitt ár og er nú miðað við árið 1964. Dans- leikjum er lokið kl. 23.30 á föstudögum og á miðnætti á laugardögum. Unglingamir eru ekki allskostar ánægðir með þennan tíma og sagði Haraldur að e. t. v. stæðu dansleikimir nokkm lengur í framtíðirmi. Það getur ekki talist dýrt að sækja Dynheima. Haraldur tjáði blaðinu að inngangseyrir- inn væri fimm til sexhundruð krónur, sem er mun lægra verð en á sveitaböllunum — svo ekki sé talað um Sjálfstæðishúsið. Hljómflutningstækin em góð, a. m. k. geta þau framleitt gífur- legan hávaða og það ku vera mjög eftirsóknarvert þegar þess konar tæki eru annars vegar. Það vom nokkrir krakkar sem stóðu úti fyrir dymm Dyn- heima er við Haraldur gengum Leikfélag Akureyrar: ALFA BETA eftir E.A. Whitehead Þessi sýning Leikfélags Akur- eyrar á enska leikritinu ALFA BETA er vönduð og traust. Leikstjóri, Brynja Benedikts- dóttir, hefur hugað að hverju smáatviki, þýðing Kristrúnar Eymundsdóttur er mjög góð og leikmynd Þráins Karlsson- ar sérlega vel gerð. Um skeið hafa menn haft þá trú að rétt væri að draga fram í dagsljósið og rseða allt, sem á sér stað í mannfélagu samlfdlagi. Er þetlla í raun eðlileg afleiðing raunsæis í bókmenntum og listum, sem hófst fyrir meira en einni öld og var liður í baráttu manna fyrir rétti sínum og gegn kúg- un og misrétti. Til þess að létta af kúgun og baeta mis- rétti er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir bæði misréttinu og kúguninni, og til þess þarf að draga hvort tveggja fram í dagsljósið og ræða það. En lausnin er ef til vill enn langt undan, þótt miðað hafi í rétta átt. Enn viðgengst misrétti, og víða er beitt kúgun og ofbeldi í mannlegum samskiptum, meðal annars í hjónabandinu og í fjölskyldunni, sem sumir telja hornstein vestrænnar menningar (og lýðræðis) og aðrir telja helsta vígi auðvalds skipulagsins og brjóstvörn kúgunar þess. Hér fæst að sjálf sögðu ekki einfalt svar við flókinni spurningu. Enda þótt eign atvinnutækjanna og skipting arðsins sé víða undir. rót misréttis og kugunar er fleira sem veldur mismun- andi manngerðir, leyndardóm ar gagnsefjunar og ófúilnægja sem rekja má til vanmáttar mannsins. Ekkert skortir á berort tal og djarfmæltar lýsingar í leik riti E. A. Whiteheads. Er það mikill vandi að finna þessu tali rétt orð. Tekst þýðanda það furðuvel. Hj ónabandsarj i ir eru orðn- ar algengt viðfangsefni í bók- menntum vesturlanda, og þyk ir mörgum nóg um. Enda þótt leikritið lýsi hjónaerjurn má ef til vill telja, að efni þess sé meira en hjónabandserjur einar og leikritið fjalli um bar áttu manna (og kvenna) fyrir frelsi sínu og persónulegu sjálfstæði. í rauninni er leikrit þetta þáttur í kvenfrelsisbar- áttu, eða réttara sagt mann- frelsisbaráttu síðustu ára. Höf- undur virðist þó ekki skella allri skuldinni á samfélagið, auðvaldið og misskiptingu arðsins, heldur virðist mér hann rekja ógæfu þessa fólks til eigingirni þess og sjálfs- elsku, til tillitsleysis þess og vanstillingar. Lýsingar verks- ins skjóta skökku við boðorð hins fómæla samfélags, þar sem aðgát skal höfð í nærveru sálar og trúin á að talað orð verði ekki aftur tekið er ríkj- andi og fullvissas um betra sé heilt en vel gróið er mönnum í merg runnin. Þetta hefur verið trú manna í íslensku sam félagi. En gott er að hrista upp í lognmollunni, þótt ljótt orð- 'bragð leysi að lokum engan vanda. Sigurveig Jónsdóttir hefur oft sýnt stórbrotna hæfileika sína á leiksviði. Hún gerir það enn í þessu verki þar sem hún lýsir sístarfa konunnar, sem leyna vill ótta sínum og örygg isleysi og felur kröfugirni sína í umburðarlyndi. Að lokum situr hún eftir útbrunnin með hótanir sínar, sem ekki mega sín neins. Túlkun Sigurveigar er mjög áhrifamikil, og mætti kalla þetta leiksigur, ef hún hefði ekki fyrir löngu sannað leikhæfileika sína. Erlingur Gíslason kann vel verk sitt sem leikari. Honum tekst enn að gæða leik sinn náttúrulegum andblæ, og svip- ur þessa raunsæja, berorða verks verður eðlilegur í hönd- um tveggja mikilhæfra leik- ara. Þór var í fallhættu KA bjargaði Þór og Grótta léku í fallbarátt- unni f annarrl delld s.l. föstu- dagskvöld. Staða Gróttu í deildinni var mjög slæm, en með því að vinna bæði Þór og KA gátu þelr fleytt sér yflr verstu hindrunina. Gróttumenn hófu lelkinn af fullum krafti, og skoruðu hvert marklð á fætur öðru. Þegar leikið hafði verið í 10 mrnútur var staðan orðin 7 mörk gegn 2 fyrlr Gróttu. Þessi markamunur hélst það sem eftlr var hálfleiksins en þá var staðan 15 gegn 10 fyrir Gróttu. I síðari hálfleik tókst Þórsurum að minnka muninn allt niður í tvö mörk, en þeir voru mjög óheppnir með mörg af sínum skotum og sóknum, og Grótta sigraði með 26 mörkum gegn 23. Flest mörk Þórs skoraði Sigtryggur — 10 alls, þar af 5 úr víti. Árni gerði 5, og Jón Sig 4. Gróttumenn verðskulduðu sigur, en eins og áður segir voru Þórsarar mjög óheppnir með skot Leiðrétting f Degi, í síðustu viku, var grein frá komu iþróttamanna úr íþrótta- félagi fatlaðra í Reykjavik. Þar láðist að geta þess að Akureyrar- bær bauð gestunum í hádegidsverð a á sunnudag, og fBA bauð til kaffidrykkju. Æskulýðsráð fór með gestina upp i Skíðahótel, og var þeim ekið um Hlíðarfjall i snjóbO, og aðstoðuðu félagar í Hjálparsveit skáta við þá ferð. M.a. fengu margir fatlaðir íþróttamenn að fara í stólalyftuna og höfðu af þvi hina mestu skemmtun. Þjálfarar íþrótta- félags fatfaðra á Akureyri eru Magnús Ólasfsson og Þröstur Guðjónsson. sín og sóknir. Þórsarar voru nú í mikilli fallhættu nema félagar þeirra í KA ynnu Gróttu næsta dag. Það gerðu KA menn svo sannarlega, en þeir gjörsigruðu Gróttu með 24 mörkum gegn 14, og með þeim sigri sendu þeir Gróttu niður í þriðju deild. Jón Hauksson var bestur KA manna en hann á nú hvern stórleikinn á fætur öðrum. Þá varði Gauti einnig markið mjög vel. Akur- eyrarfélögin eiga aðeins éftir að leika einn leik hvert, og það við hvort annað, og vonandi verður þar um góðan leik að ræða og góður handbolti látinn sitja í fyrirrúmi en ekki pústrar og hrindingar. Þórsstúlkur unnu Þórsstúlkur léku vlð stðllur sfnar úr Haukum í fyrstu deild f handknatlelk s.l. fðstudagskvöld. Haukar byrjuðu leiklnn a( fullum krafti og í fyrrl hálfieik var, á tfmablll, 5 marka munur Haukum f hag. Þórsstúlk- unum tókst hins vegar smám saman að minnka munlnn og skömmu fyrir lelkslok tókst þeim loks að jafna 9 mðrk gegn 9. Þegar rúm mínúta var til leiksloka var dæmt vítakast á Þórsara. Auður Dúadóttir markmaður Þórs varði víta- kastið og Þórsarar fengu boltann á síðustu minútunni og eftir mikinn „darraðardans“ beggja liða skoraði Anna Greta aðeins örfáum sekúndum fyrir leikslok og tryggði Þór sigur — 10 mörk gegn 9. Vonandi hafa Þórsstúlkumar með þessum sigri sínum tryggt sér sæti í fyrstu deild. Akureyrarmót yngsta skíðafólksins Tapí Körfubolt- anum Þór og KR léku síðari leik sinn í fyrstu deild i körfubolta um síðustu helgi. KR-ingar voru fyrirfram taldir sigurvissir, en þeir tróna nú á toppi deildarinnar. Þórsarar stóðu hins vegar í meisturunum og í fyrri hálfleik munaði oftast tveimur til þremur stigum á liðunum. KR—ingar voru síðan sterkari á endasprettinum og sigruðu með 86 stigum gegn 71. Leikur þessi var mjög góður hjá Þórsurum og einn sá besti í vetur. Að venju skoraði Mark flest stig, eða 31, Jón Indriða gerði 14 og Eiríkur 10. Hjá KR skoraði Picca 22, og Einar Bolla- son 21. Næsti leikur Þórs er í bikarkeppninni á þriðjudags- kvöld kl. 20 og þá við Val. en á laugardaginn leika þeir hér í Skemmunni við ÍR kl. 15.00. Stúlkurnar leika sama dag við ÍR kl. 16.30 Kvennalið Þórs lék tvo leiki við stöllur sínar úr KR. Annar leikurinn var í deildinni en hinn í bikarkeppninni. Þórsarar töpuðu báðum en ekki með miklum mun. Á sunnudaginn var haldið Akur- eyrarmót í stórsvigi fyrir yngstu skíðamennina. Veður var gott til að byrja með, en síðan kom hríð og dimmviðri, og varð að hætta keppni áður en kom að flokki 10 til 12 ára. Úrslit mótsins urðu þessi: Stúlkur 7 ára og yngri. 1. María Magnúsdóttir KA 48.4 2. Rakel Reynisdóttir Þór 60.8 3. Eva Jónasdóttir Þór 90.5 Eva er eflaust yngsti Akur- eyringurinn, sem hafnað hefur í verðlaunasæti, á Akureyrarmóti á skíðum, en hún er aðeins 3 ára. Foreldrar hennar eru kunnir skíðamenn, Jónas Sigurbjömsson og Guðrún Frímannsdóttir. Drenglr 7 ára og yngrl. 1. Jón Ingvi Árnason KA 44.2 2. Jón Harðarson KA 45.5 3. Vilhelm Þorsteinsson KA 45.7 Stúlkur 8 ára. 1. Kristín Hilmarsdóttir Þór 58.2 2. Laufey Þorsteinsdóttir KA 62.4 3. Kristin Jóhannsdóttir Þór 69.6 8 ára drenglr. 1. Jón Halldór Harðarson KA 61.3 2. Jónas R. Einarsson KA 62.1 3. Gísli Magnússon KA 62.3 9 ára stúlkur. 1. Erla Bjömsdóttir Þór 58.8 2—4 Gréta Björnsdóttir Þór 58.9 2—4 Ama fvarsdóttir KA 58.9 2—4 Hanna Dóra Markúsd. KA 58.9 9 ára drengir. 1. Hilmir Valsson Þor 52.6 2. Gunnar Reynisson Þór 56.0 3. Aðalsteinn Árnason Þór 58.1 Unglingameistaramót íslands á skíðum fer fram í Hlíðarfjalli dagana 18.—20. mars 4 DAGUR DAGUR•5

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.