Dagur - 22.03.1978, Side 6

Dagur - 22.03.1978, Side 6
Guðsþjónustur um páskana ( Hálsprestakalli. 1. Á skírdagskvöld verður guðs- þjónusta á Hálsi kl. 21.00 Prestar prófastsdæmisins sameinast um þessa messu, og er hún ætluð öllu presta- kailinu. Sr. Sigurður Guðmundsson prófastur mun predika, unglingar flytja helgileik um kvöld- maltíðina og altarisganga verður höfð í þessari messu. 2. Á föstudaginn langa verður guðsþjónusta á Draflastöð- um og hefst hún kl. 14,00. 3. Á páskadag verður hátíðar- guðsþjónuista á Illugastöð- um og hefst hún kl. 14,00. Sóknarprestur. Möðruvallaklausturpresta- kall: Messur bænadaga og páska: Skírdagur: Dvalar- heimili í Skjaldarvík kl. 4 eh. Föstudagurinn langi: Bægisárkirkja kl 2 eh. Páskadagur: Möðruvalla- kirkja kl. 2 eh. Annar páskadagur: Bakkakirkja kl. 2 eh. Altarisganga verður við allar athafnir. Ekki verður messað í Glæsibæjarkirkju um þessa hátíð, þar sem fram fer nú viðgerð á kirkjunni. Sóknarprestur. Guðsþjónustur í Akureyrar- prestakalli um bænadag- ana og á páskum. Skír- dagur Akureyrarkirkja. Ferming kl. 10,30 fh. Sálmar: 504, 256,258, Leið oss ljúfi faðir, og Blessun yfir bamajörð BS. Föstudagurinn langl: Akur- eyrarkirkja: Messað í Elli- heimili Akureyrar kl. 4.30 eh. Séra Þórhallur Höskuldsson Möðruvöllum predikar. Kirkjukór Möðru- vallarklausturskirkju syngur. Altarisganga. Mess- að í Glerárskóla kl 2 eh. Sálmar: 162, 1591, 174, 168. B.S. Páskadagur: Akureyrarkirkja. Messað kl. 8 fh. Sálmar 147, 149, 152, 156 PS. G°Akur- eyrarkirkja Messað kl 2 eh. Sálmar 147, 149, 155, 156 BS. Messað í Fjórðungs- sjúkrahúsinu kl. 5 eh. PS. 2. páskakagur: Akureyrar- kirkja, ferming kl. 10,30 f.h. Sálmar 504, 256, 258, Leið oss ljúfi faðir og Blessun yfir bamahjörð. BS. Ferming kl. 1,30 eh. sálmar 504,256,258, Leið oss ljúfi faðir og Bless- un yfir bamahjörð. PS. Laufásprestakall Grenivikur- kirkja messað á skírdags- kvöld kl. 9. Á annan í pásk- um kl. 2 eh. Laufáskirkja messað á páskadag kl. 11 fh. Svalbarðskirkja messað annan páskadag kl. 2 eh . Sóknarprestur. Samkomur Votta Jehóva að Þingvallastræti 14, 2 hæð.Minningarhátíð til þess að minnast dauða Jesú Krists verður haldin fimmtudaginn 23. mars. kl. 20.30. Auk þess verður sér- ræða flutt sunnudaginn 26. mars kl. 16.00 um efnið: „Sönn trú - hvemig má auð- kenna hana“. Allir vel- komnir. Hjálpræðisherinn. Engar samkomur verða um páskana á Hjálpræðis- hemum. Fíladelfía Lundargötu 12 Hátíða samkomur. Opin- berar samkomur verða á föstudaginn langa og Páska- dag kl. 20.30 báða dagana. Boðskapur um hinn kross- festa og upprisna frelsara verður fluttur í söng og tali, allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. Kristniboðshúsið Zíon Samkomur föstudaginn langa kl. 20.30. Ræðumaður Benedikt Amkelsson og Skúli Svavarsson. Allir vel- komnir. Börn munið sunnu- dagaskólann páskadag kl. 11 fh. Gjafir og áheit. Til Akureyrar- kirkju kr. 1000 frá NN og kr. 5000 frá sjómanni. Til Strandakirkju kr. 15000 frá EE. Til Ekknasjóðs íslands kr. 1000 frá feðgum. Bestu þakkir, Birgir Snæ- björnsson. Páskamynd Borgarbíós verð- ur Járnkrossinn. Myndin er ensk-þýsk og er gerð af Winitsky-Sellers/Rapid Film undir stjóm Wolf C. Hartwig. Myndin er byggð á sögunni „The Cross of Iron “ eftir Willi Heinrice. Aðai- hlutverk eru í höndum James Cobum og Maximil- ian Schell. Myndin gerist á austurvígstöðvum seinni heimsstyrjaldar árið 1943 þegar þýski herinn er á hröðu undanhaldi. Rússar fylgja aftur á móti hart og fast á eftir og mannfall er gífurlegt. Þarna er aðeins ógn og dauði, og enginn til að hengja járnkrossa á! AUGLÝSIÐ í DEGI IOGT St. fsafold-Fjallkonan no. 1 Fundurfimmtudag23. þm. kl. 8.30 e.h. Fundarefni: Vígsla nýliða önnur mál. F.ftir fund Hagnefndaratriði. Kvenfélagið Baldursbrá Fundur miðvikudaginn 22. mars kl. 8.30 Stjórnin. lOOf Rb. 2, = 127322 BVt = IOOF-2-1593244-FM Aðalfundur Krabbameins- félags Akureyrar 1978 verður haldinn í læknamið- stöðinni Hafnarstræti 99 fimmtudaginn 30. mars nk. kl. 8.30. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjómin. Aðalfundur UMF Árroðinn verður að Freyvangi föstu- daginn 24. mars kl. 20.30. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Happdrætti Hjálpræðishers- ins Eftirtalin númer komu upp: 365, 254, 172, 1266, 1263,762, 1154, 304,316. Frá Guðspekifélaginu. Aðal- fundur verður haldinn fimmtudaginn 30. þm. kl. 21,00. Formaður flytur erindi. Brúðhjón. Hinn 18. mars voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju ungfrú Kolbrún Tómasdottir verkakona og Marinó Stein- ar Steinarsson múraranemi. Heimili þeirra verður að Hrísalundi 20 g Akureyri. Laugardaginn 18. mars voru gefin saman í hjónaband í Akureyrarkirkju brúðhjónin ungfrú Guðný Jóhanna Jónsdóttir verkakona Byggðaveg 140 og Steinar Óli Gunnarsson bílstjóri Munkaþverárstræti 13. Tannlæknavakt yfir páskana Föstudaginn 24. kl. 5-6. Tannlæknastofan Ráðhús- torgi 3. Sunnudaginn 26/3 kl. 5-6. Tannlæknastofan Glerárgötu 20. Mánudaginn 27/3 kl. 5-6 Tannlæknastof- an Glerárgötu 20. Ferðafélag Akureyrar Páskar í Lamba. Gengið fram í Lamba fimmtudag 23. Dvalið þar föstudag. Heim laugardag. Brottför kl. 2. Þátttaka tilkynnist í síma 23692 frá kl. 19-21 þriðjudag og miðvikudag. Ibúðir Erum að hefja sölu á 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðum við Keilusíðu. íbúðirnar seljast tilbúnar undir tréverk og máln- ingu. Öll sameign innanhúss og utan verður full- frágengin. ÞINUR SF„ Fjölnisgötu 1 a, sími 22160. Á páskadag hefst samkomuvika í kristniboðshúsinu Zíon, Akureyri. Yfirskrift vikunnar er hinn stórkostlegi boðskapur páskadags „Jesús lifir“. Ræðumenn verða séra Jónas Gíslason lektor við guðfræðideild Háskóla íslands, séra Hjalti Huga- son prestur í Reykholti og starfs- menn kristniboðssambandsins þeir Benedikt Amkelsson, cand theol og kristniboðamir Jónas Þórisson og Skúli Svararsson. 1411 BORGARBÍÓ PÁSKAMYNDIN ER fl Sflm PCCKIHPflH film Distributcd btj cmi film Distributors limitcd. technicolor® Ferðafélagið: Auðveldar unglingum inngöngu í félagið Ákveðið var á aðalfundi Ferðafél- ags Akureyrar 5. mars að gefa unglingum innan 20 ára aldurs kost á inngöngu í félagið gegn aðeins 500 kr. árgjaldi og þá án áskriftar Árbókarinnar. Unglingaaðildin veitir þó öll réttindi félagsmanna nema atkvæðisrétt á aðalfundum. Þeir sem ganga í félagið með þess- um kjörum verða fullgildir félagar við 20 ára aldur. Þetta er gert til að létta áhuga- sömum unglingum að taka þátt í starfsemi félagsins með sem minnstum tilkostnaði. Þeir sem óska nánari upplýsinga mega gjama hafa samband við einhvem stjómarmeðlim eða formann ferðanefndar. Stjómina skipa nú Magnús Kristinsson formaður (s: 23996), Ámi Jóhannesson varaformaður (s: 22518), Skarphéðinn Halldórs- son gjaldkeri (s: 23795), Herbert Jónsson ritari (s: 22440), og Álf- heiður Jónsdóttir meðstjómandi (s: 22605). Formaður ferðanefndar er Aðalsteinn Valdimarsson (s: 23692). Ferðaáætlun ársins má fá hjá ofannefndum, auk þess sem hún birtist í dagblöðum. Nú em ferðir famar um hverja helgi, þegar veður og þátttaka leyfir. Em þær auglýst- ar í bæjarfréttadálkum dagblað- anna og með götuauglýsingum. Athugið að einnig utanfélags mönnum er velkomin þátttaka. Ferðafélagsferðimar em seldar á kostnaðarverði. Þar af leiðandi eru gönguferðir þar sem ekki þarf að nota bíl ókeypis. Þátttöku má skrá í síma 23692 kl. 19—21 kvöldið fyrir hverja auglýsta ferð fram til 1. júní, en eftir það á auglýstum opnunar- tímum skrifstofunnar. Látið ekki vafasamt veðurútlit standa í vegi fyrir skráningu til ferðar. Veðrið getur batnað yfir nótt, og í ófæra veðri er ekki farið. Að lokum skal minnt á, að þeir sem hyggja á gistingu í Lambaskála félagsins i Glerárdal, eru vinsam- legast beðnir að hafa samband við Magnús, Aðalstein eða Áma til að eiga ekki á hættu að skálinn sé fullsetinn þegar að er komið. (Fréttatilkynning). KÓPASKER: Óánægðir með kvótann Rækjubátar frá Kópaskerl eru nú um það bll að IJúka vlð kvóta þann er tilkynnt var um fyrlr Jól. Hafrannsóknarstofn- unln leyfðl að veldd yrðu 200 tonn tll vlðbótar J>elm 325 tonnum, sem helmlld var fyr- Ir. Kópaskersbúar fá 120 tonn af síðari heimlldlnnl, en Hús- víklngar 80 tonn. „Við eram óánægðir með að fá ekki stærri hluta af síðari kvótanum," sagði Kristján Ármannsson, framkvæmda- stjóri Sæbliks h/f á Kópaskeri. „Þetta kemur ekki heim og saman við það sem búið var að segja okkur.“ Kristján sagði að væntanlega yrði búið að veiða þessi 120 tonn um miðjan apríl, en áhugi væri fyrir að rækjuveiðamar gætu staðið nokkuð mikið lengur, þar sem litlir möguleikar era á öðr- um veiðum, en það sagði Kristján að Húsvíkingar hefðu. Rækjan sem veiðist er yfirleitt stór og góð. Hún er öll verkuð á Kópaskeri hjá Sæbliki, og hafa 40 til 50 manns vinnu við rækjuverkunina. Unnið er á tveimur vöktum. Ekki er ólik- legt að útflutningsverðmæti rækjunnar sem hefur verið verkuð, og verður verkuð á Kópaskeri, geti numið um 200 milljónum króna. Fjórir bátar era gerðir út á rækjuveiðar frá Kópaskeri. Tveir era í eigu Sæbliks. Kristján sagði að einstaklingar hefðu hug á að kaupa fimmta bátinn til Kópaskers. 6 * DAGUR

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.