Dagur - 09.06.1978, Blaðsíða 1

Dagur - 09.06.1978, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR- HRINGAR AFGREIDDIR SAMDÆGURS GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI DAGUR LXI. ÁRG. Akureyri, föstudaginn 9. júní 1978 36. tölublað ' m \\m\. niaMeto papp" '■ ■——==== AnurtEYRi: Dauðadæmd ef... Ólafur Jóhannesson, dóms- og viðskiptaráð- herra sagði nýlega um kaupgjaldsmálin og bráðabirgðarlögin: „Eg held, að ef t.d. forsvarsmenn launþega- samtakanna vilja einskis meta þessa tilraun til þess að koma á launa- jöfnun, þá sé launajöfn- unarstefna alveg dauða- dæmd og maður verður bara að horfast í augu við þá staðreynd.“ Þetta eru athyglisverð orð og allt útlit á, að verkalýðsforystan ætli að halda áfram að vinna gegn sinni eigin launa- jöfnunarstefnu. En hve lengi láta hinir almennu láglaunahópar teyma sig af svo óábyrgri forystu og svo langt af leið? Forysta ASÍ og BSRB á villigötum í forsíðugrein lngvars Gíslasonar alþingis- manns í síðasta blaði, segir hann orðrétt m.a.: „Ekki verður séð að þessi samtök hafi launa- jöfnunarstefnu á oddin- um. Þó er hálfu verra að ASÍ og BSRB gerast sek um það nú, að berjast leynt og ljóst gegn launajöfnunarstefnu. Það kemur fram þannig, að þeir hamast á móti því, að láglaunafólkið fái hærri vísitölubætur en hálaunamenn. For- ysta ASÍ og BSRB er á villigötum í þessum málum og skaðar með því meirihluta félags- manna sinna, einkum verkamenn og verslun- ar- og skrifstofufólk." Sameiginlegir framboðsfundir Hinir sameiginlegu framboðsfundir stjórn- málaflokkanna standa yfir. Næsti fundur er í kvöld, 9. júní á Grenivík, hinn 10. júní í Ólafsfirði, 12. júní á Dalvík, 13. júní á Kópaskeri, 14. júní á Raufarhöfn og 15. júní á Þórshöfn. Aðeins vinstra sam- starf kom til greina - segir Sigurður Oli Brynjólfsson „Fyrst vil ég lýsa yfir sérstakri ánægju minni með það að Helgi M. Bergs, skyldi vera kosinn bæjarstjóri með atkvæðum allra bæjarfulltrúanna. Samþykki sjálfstæðismanna var veigamikil traustsyfirlýsing og eiga þeir þakkir skyldar. Bæjarstjóranum, og raunar okkur öllum, hlýtur að vera að því mikill styrkur að honum sé sýnt svo mikið traust eftir tuttugu mánaða starf. Bæjarfélagið mun njóta þess bæði inná og útá við“. Þannig komst Sigurður Óli Brynjólfsson, fyrsti maður á lista Framsóknarflokksins að orði. þeg- ar blaðið innti hann eftir tiðindum að afloknum fyrsta bæjarstjórnar- fundinum. Sigurður sagði það hafa komið fram í kosningarbaráttunni hjá framsóknarmönnum, að stefnt yrði að samstarfi vinstri flokkanna í bæjarstjórn. Ekki hefði verið geng- ið á hina vinstri flokkana í kosn- ingabaráttunni og haldið hefði verið uppi málefnalegri umræðu um bæjarmálin. „Það var því rökrétt að við hefð- um forgöngu um samninga milli hlutaðeigandi aðila um áfram- haldandi samstarf, stjórn og skipan bæjarmála. Þegar farið var fram á viðræður tóku vinstri flokk- arnir vel undir þá málaleitan," sagði Sigurður Óli „Aðnr möguleikar en vinstra samstarf komu ekki til greina að okkar áliti, þó svo einhverjir kunni að hafa haft þá í huga. Samningarnir gengu vel, eins og við var að búast og eru svipaðir þeim sem gerðir voru eftir síðustu kosningar, enda við nær sömu menn að semja og þá. Ég vil flytja flokkunum þakkir fyrir lip- urð í viðræðunum og þá einkum Hvenær myndaðist skuld ríkis við Seðiabankann? Nú halda sjálfstæðfsmenn því fram, að sú mikla skuld ríkis- sjóðs við Seðlabankann, sé arfur frá ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Mér þykir því rétt að leiðrétta þær missagnir með þvl að birta hvemig heildarskuldir ríkissjóðs hafa staðið við Seðlabankann um áramót fyrir og eftir síðustu stjómarskiptin. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá ríkisbókhaldinu. Hinn 31. desember 1973 voru heildarskuldir ríkissjóðs við Seðlabankann 672 milljónir króna. Hinn 31 desember 1974 voru þær 4187 milljónir króna. Hinn 31. desember 1975 voru þær 9988 milljónir króna. Sýnir þetta, að skuldirnar höfðu hækkað um 5801 millj. króna á fyrsta heila árinu, sem núverandi fjármálaráðherra stjórnaði fjármálunum. Um síðustu áramót voru heild- arskuldir rikissjóðs við Seðla- bankann 15174 milljónir króna og um síðustu mánaðamót 23900 milljónir króna. Þessar tölur segja ailt sem segja1 þarf í þessu máii. Þær sýna, að engar umtalsverðar skuldir höfðu myndast í stjómartíð Ólafs Jóhannessonar. Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann er því arfur, sem myndast hefur i stjórnartið Geirs Hallgrímssonar. Stefán Valgeirsson. Sigurður Oli Brynjólfsson forystumönnum þeirra, þeim Frey Ófeigssyni. Soffíu Guðmundsdótt- ur og Ingólfi Árnasyni". „Ég held að öll bæjarstjórnin geti verið sammála um að vinna að þeim markmiðum. sem sett eru fram í yfirlýsingunni. Að sjálfsögðu verður að leysa hvert einstakt mál. þegar það ber að og alltaf koma upp mál sem ekki hafa verið séð fyrir og reynir þá á samkomulags- vilja bæjarfulltrúanna. Með hlið- sjón af undangenginni reynslu er ég bjartsýnn á að málin verði leyst í samræmi við hagsmuni heildar- innar“. Aðspurður um verkefni bæjar- fulltrúanna á næstunni. sagði Sig- urður að t.d. bæjarfulltrúar Fram- sóknarmanna hefðu skipt með sér nokkrum mikilvægum störfum i bæjarstjórn. Þannig er Sigurður Jóhannesson, forseti bæjarstjórnar. i ár og sömuleiðis er hann i bvgg- ingarnefnd og rafveitustjórn. Tryggvi Gíslason er í skipulags- nefnd. framkvæmdaáætlananefnd. 'sjúkrahússtjórn og Sigurður Óli Brynjólfsson er í bæjarráði og skólanefnd. „Það þarf að draga úr verðbólg- unni og bæta rekstrarstöðu vmissra mikilvægra atvinnugreina. Ef það tekst er ég bjartsýnn á að Fram- kvæmdastefnan verði ríkjandi á þessu kjörtímabili, eins og því síð- asta, á Akureyri." sagði Sigurður Óli Brynjólfsson að lokum. DALVIK: Vetrarvertíð lokið Dalvískir netabátar, hafa að undanskyldum einum, tekið upp netin eftir vetrarvertíðina, sem gekk nokkuð sæmilega. Alls fengu bátarnir 2200 tonn af óslægðum fiski frá áramót- um og stunduðu 13 bátar veiðarnar, þegar flest var. Aflahæstur netabátanna er Otur EA með 335 tonn, en fast á hæla honum kemur Haraldur EA með 334 tonn. „Það er Vinur EA, sem ekki hefur tekið upp netin og síðast kom hann inn í gærkveldi með 7,5 tonn af Kolbeinseyjarmiðum.“ sagði Ingimar Lárusson hafnarvörður. „Vertíðin gekk nokkuð bærilega og það er komin 2200 tonn á land. Nokkrir aðkomubát- ar hafa lagt upp á Dalvík í vetur og um skeið voru 13 bátar, frá 7 og upp í 50 tonn, gerðir út frá staðn- um.“ Gert við Breka VE hjá Slippstöðinni Fyrirtækiö fyllilega samkeppnisfært við erlendar stöðvar, segir fulltrúi Tryggingamiðstöðvarinnar. Eins og kunnugt er af fréttum voru opnuð í fyrri viku tilboð í viðgerð á togaranum Breka VE, sem stórskemmdist í eldi, þar sem hann var bundinn við bryggju hjá Slippstöðinni h/f. Búið er að bera tilboðin saman og að sögn Gunnars Felixson- ar, fulltrúa hjá Tryggingarmið- stöðinni, hefur verið ákveðið að fela Slippstöðinni h/f við- gerðina á togaranum. Alls bár- ust sex tilboð í viðgerðina, tvö íslensk og fjögur frá erlendum skipasmíðastöðvum. Tilboð Slippstöðvarinnar hljóðaði upp á um 300 milljónir króna, en hið hæsta var 440 milljónir króna. „Það voru tilboð frá Portúgal og Svíþjóð sem voru hæst,“ sagði Gunnar Felixson. „Eflaust mun það vekja athygli að hér hefur innlendur aðili verið talinn fylli- lega samkeppnisfær við erlendar skipasmíðastöðvar. Þetta á ekki einungis við Slippstöðina, heldur líka hinn aðilann sem bauð í verkið.“ Gert er ráð fyrir að viðgerðin taki hálfan fimmta mánuð. Tveir erlendu aðilanna voru með mun styttri viðgerðartíma, en engu að síður ákvað tryggingarfélagið, í samráði við eigendur togarans, að fela Slippstöðinni h/f að sjá um viðgerðina. (Framhald á bls. 6). Búið er að rífa ónýt tæki úr skipinu. Mynd: áþ.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.