Dagur - 09.06.1978, Side 3

Dagur - 09.06.1978, Side 3
Hverjum treystir þú best fyrir atkvæði þínu? Hinn 25. júní n.k. gengur þjóðin til kosninga og velur sér fulltrúa á Alþing fslendinga næsta kjör- tímabil. Allir þeir sem orðið hafa 20 ára þann dag, hafa öðlast rétt til að kjósa. Það getur skipt miklu fyrir hvem og einn og fyrir hvern landshluta og þjóðina í heild, hvaða fulltrúar eru valdir til setu á Alþingi. Þar eru mikilvægustu ákvarðanir teknar, ákvarðanir, sem snerta hvert mannsbam í landinu. Þar er örlagavefur þjóð- arinnar ofinn. Ef til vill er saga landhelgismálsins glæstasta og eftirminnilegasta dæmið um það, hverju það getur skipt fyrir þjóð- ina, hverjir það eru, sem hafa úr- slitaáhrif á gang mála á úrslita- stundum. Ég get ekki leynt því, að úrslit sveitastjómarkosninganna urðu mér veruleg vonbrigði. Sagan hefur að vísu áður sýnt, að ekki fer alltaf saman málefnaleg, góð staða og sambærileg niðurstaða í kosningum. Hvorki einstaklingar eða stjórnmálaflokkar hafa verið eða verða metnir af sanngirni eða réttsýni af verkum sínum.Þetta er mér löngu ljóst, en þrátt fyrir það, varð ég fyrir vonbrigðum með þessi kosningaúrslit. En það fer ekki hjá því, að ýmsar spumingar sæki á hugann eftir slíka niður- stöðu. Hefur t.d. stjórnarand- staðan unnið til þess að fá aukið Hrísey 31. maí. Snæfellið kom I nótt með 130 tonn og þann afla verðum við að vinna á vikutíma og gerum það Dálftil óstilllng í veðrlnu hefur tafið veiðar, en menn álíta, að fylgi nú? Hafa t.d. aðgerðir þeirra í kjaramálum gefið tilefni til þess? Er nóg að segjast berjast fyrir launajöfnuði fyrir þá, sem fara með samningsréttinn, en ganga frá samningum á þann veg, að launamunurinn vex? Eru menn ekki lengur dæmdir eftir verkum sínum? Skiptir það mestu máli að nota gnægð slagorða? Á þeim tólf árum, sem við- reisnarstjórnin sat að völdum gerðist ekkert í landhelgismálinu, nema hvað að gerðir voru nauð- ungarsamningar við Breta. En eftir að ríkisstjóm Ólafs Jó- hannessonar var mynduð 1971, var strax hafist handa um að undirbúa nýjan áfanga í útfærslu landhelginnar í 50 mílur og gerð- ar ráðstafanir til að ógilda nauð- ungarsamninginn. Hvernig er staðan nú í þessu máli, aðeins sjö árum eftir að þessi barátta var hafin? Halda menn, að slík niðurstaða hefði náðst ef þjóðin hefði ekki haft á þessum árum forystu, sem hafði bæði áræði og fyrirhyggju til að tefla þetta tafl til sigurs? Getur það verið tilviljun, að viðreisnarflokkamir gerðu ekkert jákvætt í þessu máli á tólf ára stjómartíð sinni? En um leið og ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar var mynduð komst hreyfing á málið og síðan komu aðrir for- ystumenn Framsóknarflokksins fram í sviðsljósið og málið var handfæraflskurinn sé að glæð- ast og hýrnar þá yfir trillukörlum, sem sækja hér út á Gjögra- hrygglnn. Alls munu vera um 30 trillur í eynni, en ekki eru þær nálægt því allar á sjó að stað- Stefán Valgeirsson. leitt til sigurs, svo um það verður ekki deilt Er þjóðin búin að gleyma hvað Alþýðubandalagið sagði um Óslóarsamningana? Það kallaði samningana uppgjafarsamninga og svikasamninga. En hvað hefur reynslan sýnt? Þessir samningar leiddu til þess, að lausn er fengin í þessari deilu, fullur sigur unninn. Formaður Alþýðuflokksins, Benedikt Gröndal sagði í sjón- varpsviðtali eftir að undirskrift hafði farið fram, að við íslend- ingar hefðum aldrei náð svo hag- stæðum samningum ef Fram- sóknarflokkurinn hefði ekki átt aðild að ríkisstjóm. Hafa menn gleymt þessu? Og eru menn búnir að gleyma aldri, því sunnudagavelðimenn eiga margar þeirra. Lítill dekkbátur er að ljúka grá- sleppuveiði í Flatey á Skjálfanda og er það Þorfinnur, sem er búinn að afla 30-40 tunnur og gefur það dálítinn pening. Einn maður er á bátnum. Stærri bátarnir eru í „skveringu“ hér í Hrísey. Búið er að vinna kartöflugarða og verður sett niður næstu daga. Minna er af rjúpu en í fyrra. Hún hefur fjarlægst húsin eftir að gróð- ur lifnaði, en við sjáum hana þó daglega og karrarnir láta mikið á sér bera. Nú höfum við kosið okkur nýja hreppsnefnd, óhlutbundinni kosn- ingu. Hana skipa: Valtýr Sigur- bjamarson, Otto Þorgilsson, Björg- vin Pálsson, Hörður Snorrason og Ingveldur Gunnarsdóttir. Tveir þeir fyrstnefndu eru nýir menn í hreppsnefndinni. Fjölskyldumaður er að flytja frá okkur til til Færeyja, en nokkuð hefur verið spurt um atvinnu og húsnæði hjá okkur, og sjálfir reyn- um við að framleiða. Við höldum böll og fáum okkur í glas til að örva kynlífið, enda munu vera sjö eða átta börn á leiðinni. S.F. af mussum. Leistarnir margeftirspuröu „eru á leiðinni". VERZLUNIN sími23521 því hvað formaður Alþýðu- banjdalagsins lagði til að gert yrði, þ'egar umræður fóru fram um út- færsluna í 200 mílur? Hann lagði til, að fslendingar gerðu ekkert í þjd. máli fyrr en hafréttarráð- istéfna Sameinuðu Þjóðanna Ihefði lokið störfum. Þeirri ráð- stefnu er enn ekki lokið og enginn veit hvenær henni lýkur. Hvemig stæðum við nú, ef farið hefði verið að ráðum Lúðvíks Jósefs- sonar? Hafa menn hugleitt þar, hvers vegna dagblaðið Vísir sagði aldrei styggðaryrði um Alþýðuflokkinn öll viðreisnarárin? En eftir að nú- verandi stjóm var mynduð, hófu síðdagisblöðin heiftarlegar árásir á Framsóknarflokkinn og hafa haldið þeim áfram allt kjörtíma- bilið? Er þetta ekki besti vitnisburð- urinn sem við framsóknarmenn getum fengið? Á þessu sést best að hægri öflin í þjóðfélaginu hafa ekki komið málum sínum fram og því hafa viðbrögðin verið þau, sem síðdegisblöðin vitna best um. Og hvemig er komið fyrir Al- þýðuflokknum þegar hægri öflin í Sjálfstæðisflokknum telja málum sínum best borgið með því að styðja hann og styrkja til áhrifa bæði leynt og ljóst? Alþýðuflokksforystan er lik- lega búin að gleyma heilræði Ólafs Friðrikssonar, að meðan íhaldið heldur uppi áróðri gegn Alþýðuflokknum, gætu þeir verið rólegir, því þá væri sýnilegt, að þeir væru á réttri leið. En ef íhaldsöflin hætta áróðri sínum gegn Alþýðuflokknum, hvað þá ef hann leggst á sveif með honum eins og nú, ættu forystumenn hans að íhuga alvarlega hvernig komið er fyrir þeim og hver hætta er á ferðum. Stjómarandstöðunni hefur tekist að koma þeim misskilningi inn hjá æði mörgum, að það hafi staðið á Framsóknarflokknum að mynda vinstristjórn eftir alþing- iskosningarnar 1974. Hið rétta er, að Framsóknarflokkurinn gerði allt sem í hans valdi stóð til að mynda nýja vinstristjórn. Al- þýðubandalagið hafði einnig , takmarkaðan áhuga á myndun slíkrar stjómar. Alþýðuflokkur- inn galt mikið afhroð í kosning- unum þá. Forysta flokksins vildi ekki taka þátt í myndun neinnar ríkisstjórnar. Alþýðubandalagið hafði einnig takmarkaðan áhuga á myndun slíkrar stjórnar. Enda höfðu forystumenn beggja flokk- anna þetta um málið að segja og segir það allt, sem segja þarf 1 forsíðuviðtali í Álþýðublað- inu sagði Gylfi Þ. Gíslason þann 14. ágúst 1974: íhaldsemi Al- þýðubandalagsins- við óraunhæf sjónarmið eyðilagði myndun vinstristjórnar. 1 Þjóðviljanum sama dag sagði Ragnar Amalds: Alþýðuflokkinn skorti viljann til samstarfs. Hvorugur kenndi Framsókn- arflokknum um, að þessi stjórn- armyndun mistókst, þó báðir flokkar reyni nú að koma slíkum sögum á kreik. Niðurstaða sveitarstjórnar- kosninganna hér í kjördæminu gefur til kynna að í alþingiskosn- ingunum munum við þurfa á öllu okkar að halda, til að komast hjá alvarlegum áföllum. t þessu kjör- dæmi höfum við framsóknar- Kynbótasýning Gæðingakeppni Kappreiðar Dagana 10. og 11. júní nk. verður haldið stórmót þriggja hestamannafélaga á Melgerðismelum. Þar munu koma fram á annað hundrað hross, þar á meðal mörg af glæsilegustu hrossum Eyjafjarðar. DAGSKRA: Laugardagur 10. júní. Kl. 10,00 Skoöun kynbótahrossa hefst. Kl. 14,00 Undanrásir kappreióa. Sunnudagur 11. júní. Kl. 11,00 Fyrri hluti gæðingadóma. Kl. 13,30 Hópreið félaganna. Kl. 14,00 Kynbótahross sýnd og dómum lýst. Kl. 15,30 Seinni hluti gæðingadóma. Kl. 16,30 Úrslit kappreiða. Að þeim loknum verð- launaafhending og móti slitið. Aðgangur ókeypis fyrir börn. Komið og sjáið stærstu kappreiðar ársins í héraðinu. Hestamannafélögin Funi, Léttir og Þráinn. Sjö eða átta á leiðinni :menn forystu í öllum fjórum kaupstöðunum og allir bæjar- stjómarnir eru framsóknarmenn, flestir oddvitar sveitarfélaganna ern það einnig. Framsóknarmenn eru ráðandi afl í samvinnufélög- unum og fjölmörgum öðrum fyr- irtækjum í þessu kjördæmi. Af þessu leiðir, að allir þessir for- ystumenn á fjölmörgum sviðum athafna og umsvifa hafa fyrst og fremst samband við okkar þing- menn, Framsóknarflokksins. Uppbygging í þessu kjördæmi er fyrst og fremst árangur af þessu góða samstarfi. Hér hefur at- vinnuuppbyggingin fyrst og fremst verið framkvæmd á fél- agslegum grundvelli og mikil umskipti hafa orðið hér síðan rííkisstjórn Ólafs Jóhannessonar var mynduð árið 1971. Ég tel að það yrði mjög alvar- legt áfall fyrir kjördæmið ef Framsóknarflokkurinn missti þá forystu sem hann hefur haft á hendi fyrir þessar byggðir síðustu sjö árin og er þá með í huga áframhaldandi uppbyggingu og framfarir. Hin félagslegu úrræði hafa dugað okkur Norðlending- um vel, og því verðum við öll að slá skjaldborg um samvinnufél- ögin og aðra. félagslega samvinnu, hvort sem hún er í atvinnurekstri eða á öðrum sviðum. Einn aðal- talsmaður Alþýðuflokksins, Vil- mundur Gylfason, komst þannig að orði á fundi í Reykjavík. „Samvinnufélögin eru krabba- mein í þessu þjóðfélagi" Viðhorf Vilmundar er því fullkomlega ljós og ekki hef ég séð það, að nokkur frambjóðandi Alþýðu- flokksins hafi gert athugasamd við þessi smekklegu ummæli Vil- mundar. Það er að mínum dómi mjög alvarleg athöfn að velja sér umboðsmann á Alþingi íslend- inga. Eitt atkvæði getur ráðið úr- slitum, hvaða flokkur fer með forystuhlutverk næsta kjörtímabil fyrir Norðurlandskjördæmi eystra. Hvernig niðurstaðan verður hér, getur einnig ráðið úr- slitum hvemig mál skipast á Al- þingi eftir kosningár. Hver sá sem hefur fylgi á bak við sig, á auðveldara með að koma málum fram. þetta er stað- reynd sem ekki er hægt að ganga fram hjá. Ég myndi telja það persónulegt áfall, ef Framsóknarflokkurinn fengi aðeins tvo menn kjörna í kjördæminu í næstu alþingis- kosningum. Og þar sem sýnilegt er að þessar kosningar verða hér mjög tvísýnar heiti ég á alla þá, sem telja það einshvers virði að við framsóknarmenn höldum hér forustunni áfram, og höfum möguleika á að þoka áfram mál- um fyrir byggðir kjördæmisins, að hafa samband við skrifstofur flokksins á hverjum stað eða við frambjóðendur Framsóknar- flokksins. Góð niðurstaða í kosn- ingunum næst ekki, nema flestir stuðningsmenn leggi sig fram, og við verðum samtaka. Stefán Valgeirsson X-B DAGUR.3

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.