Dagur


Dagur - 09.06.1978, Qupperneq 4

Dagur - 09.06.1978, Qupperneq 4
Útgefandi: ÚTGAFUFÉLAG DAGS Skrifstofur Tryggvabraut 12, Akureyri Ritstjórnarsímar: 24166 og 23207 Sími auglýsinga og afgreiðslu: 24167 Ritstjóri (ábm.): ERLINGUR DAVlÐSSON Blaðamaður: ÁSKELL ÞÖRISSON Augl. og afgr.: JÖHANN KARL SIGURÐSSON Prentun: Prentverk Odds Björnssonar hf Aðalsmerki Á síðasta kjörtímabili bæjar- stjórnar Akureyrar, sem lauk 28. maí mynduðu vinstri flokkarnir, undir forystu Framsóknar, meiri- hluta í bæjarstjórninni. Þeir höfðu sex bæjarfulltrúa af ellefu, gerðu með sér málefnasamning um helstu bæjarmál og stjórnuðu samkvæmt honum. Félagshyggja og framfarir einkenndu bæjarmál- in, og stjórnarandstaðan, þ.e. full- trúar Sjálfstæðisflokksins, gáfust fljótlega upp á sinni „hörðu stjórnarandstöðu“ og sáu sér þann kost vænstan, að vinna í anda félagshyggjunnar og styðja meirihlutann í öllum stærri mál- um. Stjórn bæjarins, nær allt kjör- tímabilið, var því átakalítil inn á við og bæjarbúar fengu sér önnur deiluefni en hin flokkslegu ágreiningsmál í fundarsal bæjar- stjórnarinnar. En hin góða samvinna innan bæjarstjórnar slævði nokkuð áhuga margra bæjarbúa á skoð- anakönnunum og kosningum. Fólk hafði tæplega áttað sig á því og hefur ekki áttað sig á því enn, að hinn mikii styrkur bæjarstjórn- arinnar til góðra verka og mikilla framkvæmda, var samvinna bæj- arfulltrúanna um þá heildarstefnu, sem framsóknarmenn mótuðu með öðrum vinstri flokkum. Sjálf- stæðismenn áttu sér enga stefnu til að berjast fyrir, enda hugsjónir ekki þeirra sterka hlið og einka- framtakið hefur beðið svo mörg skipbrot hér á Akureyri, að þeir eru of skynsamir til að einblína á það sem allra meina bót. Klaufalegar efnahagsráðstafan- ir stjórnvalda í febrúar og bráð- birgðalög rétt fyrir kosningar, og óvægin forysta verkalýðsfélaga reytti fylgið af íhaldinu í bæjar- stjórnarkosningunum og einnig lítiiiega af Framsókn, svo sem í Reykjavík og á Akureyri. I Reykja- vík hafa vinstri flokkarnir nú tekið við forystu í borgarstjórn. Á Akur- eyri tapaði íhaldið tveim fulltrúum sínum af fimm og þar verður áfram vinstri stjórn. Fyrsta verk nýkjör- innar bæjarstjórnar í höfuðstað Norðurlands var að kjósa sér bæjarstjóra, svo sem skylt er. Það gefur auga leið um gott samstarf í bæjarstjórn á nýbyrjuðu kjörtíma- bili, að bæjarstjórinn, Helgi M. Bergs, var endurkjörinn með ell- efu samhljóða atkvæðum. Um leið og nýrri bæjarstjórn er árnað heilla f störfum, má á það minna, að góð samvinna hefur lengi verið aðalsmerki bæjar- stjórnar Akureyrar og vonandi verður hún það framvegis. Blaðið. hafði samband við Inga Tryggvasön, alþingismann rétt áð- ur en hann þurfti að mæta á einum framboðsfundanna og átti þá við hann eftirfarandi viðtal.En Ingi skipar sem kunnugt er, þriðja sætið á framboðslista Framsóknar- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra: Hvað viltu segja um úrslit sveitar- stjórnarkosninganna? Stjórnarflokkarnir töpuðu fylgi í þeim kosningum, Sjálfstæðisflokk- urinn um allt land, Framsóknar- flokkurinn einkum í Reykjavík, hélt sínu víðast annars staðar og bætti á sumum stöðum við sig fylgi. Hér í kjördæminu varð nokkurt hlutfallslegt tap, einkum á Akur- eyri,. Aukning á atkvæðamagni Alþýðuflokksins veldur hins vegar því, að fullkomin óvissa ríkir um úrslit alþingiskosninganna í kjör- dæminu. Engar líkur eru á, að Framsóknarflokkurinn fái úthlut- að uppbótarsætum að loknum þessum kosningum, þannig, að 3. maður á B-listanum verður því að- eins á þingi næsta kjörtímabil, að hann verði kjördæmakosinn. Kosningaúrslitin 25. júní hafa því úrslitaáhrif á stöðu flokksins hér á næsta kjörtímabili. Framsóknarflokkurinn hefur nú staðið að rikisstjórn í sjö ár. Já, fyrst í vinstri stjórninni og síðan með sjálfstæðismönnum. Auðvitað má um margt deila, sem gerst hefur á stjórnarárum þessara ríkisstjórna, en margt er jákvætt. Úrslit land- helgismálsins er sennilega sá við- burður, sem hæst mun bera á spjöldum sögunnar frá þessum ár- um. Framsóknarflokkurinn hefur frá fyrstu tíð haft ótvíræða forystu um stækkun landhelginnar og nöfn þeirra Ólafs Jóhannessonar og Einars Ágústssonar eru tengd þessu máli á þann veg, að nöfn annarra stjórnmálaforingja falla algerlega í skugga þeirra. Ef farið hefði verið að ráðum Alþýðubandalagsins ættum við e.t.v. enn í stríði við Breta. Alþýðubandalagið var á móti öllum samningum og óspar var Þjóðviljinn á að bregða ríkis- stjórninni um svik, t.d. þegar Osló- arsamningarnir voru gerðir. Var- kárari stjórnarandstæðingar, t.d. Jón Ármann Héðinsson og Magnús Torfi, viðurkenndu strax þann stórsigur, sem samningarnir vissu- lega voru. Ekki má heldur gleym- ast, að þingflokkur Framsóknar- flokksins setti mikilvæg skilyrði í sambandi við Oslóarsamningana, sem ríkisstjómin svo gerði að sín- um skilyrðum og Bretar gengu að. Ymislegt hefur miðað í rétta átt? Ekki er tími til að nefna nema fá þeirra mála, sem fram hafa þokast á síðustu tveim kjörtímabilum. Byggðastefnan, sem á uppruna sinn og fóstur í Framsóknar- flokknum, er eitt af því, sem ein- kennt hefur störf tveggja síðustu Ingi Tryggvason, alþingismaður. ríkisstjóma. Framsóknarflokkur- inn tryggði Byggðasjóði fast fjár- magn í síðustu stjórnarsamningum, og þrátt fyrir ýmiskonar fjárhags- örðugleika og vissa andstöðu ákveðinna íhaldsafla, hefur tekist að halda hiklaust áfram þeirri aF vinnuuppbyggingu, sem hófst undir forystu Ólafs Jóhannessonar. Þessa sjást hvarvetna merkin og munu fáir í þessum landshluta kjósa að hverfa aftur til kyrrstöðu viðreisnaráranna. Byggðastefnan hefur hlotið nokkra andstöðu? Já, hin öfluga byggðastefna hefur, svo sem vænta mátti, hlotið nokkra andstöðu, einkum á Faxaflóa- svæðinu. Til eru þeir, sem ekki skilja, að jafn hröð fólksfjölgun, sem um langt skeið hafði verið á Reykjavíkursvæðinu, er ekki að- eins skaðleg landsbyggðinni, held- ur atvinnulífi Iandsmanna í heild og hlaut að koma niður á höfuð- borgarbúum sjálfum fyrr eða síðar, ef ekki yrði að gert. Andmælendur byggðastefnunn- ar hafa einkum flutt mál sitt í síð- degisblöðunum ogþá um leið beint spjótum sínum sérstaklega að for- ystuliði Framsóknarflokksins. Ekki hefur vopnaburðurinn verið mál- efnalegur nema að mjög takmörk- uðu leyti, en oftast byggður á fá- fræði, slefburði eða tilhæfulausum rógi um saklausa menn. Vilmundur nokkur Gylfason hefur einkum látið til sín taka í gerð órökstuddra óhæfuritsmíða og ráðist sérstaklega á formann Framsóknarflokksins. Sjálfur hefur Vilmundur nefnt rit- smíðar sínar rannsóknarblaða- mennsku, en sú nafngift er í sjálfri sér dæmigerð fyrir óhlutvendni Vilmundar þessa eins og flest hans skrif, sem virðast einkennast af dæmalausri trúgirni og rangsnún- um hugmyndum um fólkið, sem býr í kring um hann. Alþýðuflokkurinn boðar nú aukið siðgæði í opinberu lífi og um þá stefnu ættu allir að geta sam- einast. En bágt á ég með að trúa því, að gamlir foringjar Alþýðu- flokksins, þeir Jón Baldvinsson og Haraldur Guðmundsson hafi með öllu mátt kyrrir liggja í gröfum sín- um undir siðvæðingarskrifum Vil- mundar Gylfasonar. Nú eru kjaramálin ofarlega á dag- skrá? Efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar- innar í febrúar sl. hafa hlotið mikla andstöðu fjölda launþega í land- inu. Engin ástæða var að ætla, að ráðstafanir sem þessar yrðu vin- sælar, enda orka ýmsir þættir þeirra tvímælis og voru ekki ágreiningslausir innan þingliðs stjórnarflokkanna. Þó verð ég að segja, að áróður stjórnarandstöðu- flokkanna gefur engan veginn rétta hugmynd um raunveruleg áhrif aðgerðanna á kjör almenning í landinu. Með þessum aðgerðum er gerð tilraun til að draga úr verð- bólguáhrifum hækkandi kaup- gjalds. Enga hagfræðinga þarf til að reikna það út, að kauphækkun samkvæmt fullri verðlagsvísitölu kemur mjög misjafnt niður og eyk- ur launabilið. Þeir, sem eru trúir jafnlaunastefnu ættu aldrei að semja um fullar vísitölubætur á laun í háum launaflokkum. Atvinnulíf okkar er með þeim hætti, að kaupgjaldshækkanir koma mjög ört út í verðlagið, og séu þær meiri en sem svarar aukningu rauntekna þjóðarinnar, verða þeir sem lægri launin hafa alltaf undir, ef kauphækkanir fara fram sem jöfn prósentutala á laun. Ég get bætt því við, að ég tel forystu laun- þegasamtakanna hafa brugðist láglaunafólkinu, ekki aðeins í síð- ustu kjarasamningum, heldur í hverjum einustu kjarasamningum um langt skeið. Sami leikurinn er leikinn æ ofan í æ, krafa reist um launahækkun fyrir láglaunafólkið, því beitt fyrir í hvers konar að- gerðum, sem til er gripið til að knýja fram samniga og að lokum mest gert fyrir þá, sem stóðu best að vígi fyrir! eg undrast það, að for- ingjar launþegasamtakanna skuli njóta þess trausts, sem þeir virðast Ingvar Gíslason alþm.: 8 tíma vinnudagur „Ég lít á það sem brýnasta hagsmunamál verkafólks í frystihúsum og verksmiðjum að komið verði á raunveru- legum 8 stunda vinnudegi," sagði Ingvar Gíslason alþm. á almennum fundi frambjóð- enda í Hrísey í síðustu viku. „Það verður að finna lefð til þess að létta þessu feiknlega vinnuálagi af verkafólki. Það á að krefjast þess að tekið verði upp annað skipulag, þannig að ekki sé unnið nema 8 tima á dag að jafn- aði.“ Þess skal getið að í næsta töiublaði Dags mun birtast grein eftir Ingvar þar sem hann ræðir nánar viðhorf sín til hins langa vinnudags og nauðsyn þess að stytta vinnudaginn hjá erfiðis- vinnufólki. Hörgá og Öxna- dalsá Hörgá og Öxnadalsá verða opnaðar í dag (föstudag). Afgreiðsla veiðileyfa annast Sportvörudeild KEA. Laxá í Aðaldal „Við byrjum á laugardaginn og það eru Húsvíkingar sem verða fyrstu fimm dagana með ána. Frá sextánda til tuttugasta verður stjórn Laxárfélagsins við veiðar," sagði Helga Halldórsdóttir ráðs- kona í veiðihúsinu Laxamýri. „Okkur líst bara vel á ána. Ég gekk niður að breiðunni á Sjó- mannadagskvöldið og þá sá ég stökkva mjög fallegan lax og ég held að það hljóti að vita á gott.“ Laxá í Aðaldal var besta lax- veiðiáin á landinu í fyrra, en þá fengust úr henni 2699 laxar að meðalþyngd 9,3 pund. í öðru sæti varð Miðfjarðará í Húnavatns- sýslu með 2581 lax að meðal- þyngd 7,7 pund, en í báðum þessum ám var metveiði og þriðja besta stangveiðiáin var Þverá í Borgarfirði með 2368 laxa að meðalþyngd 7,9 pund. Af laxin- um, sem veiddist sumarið 1977 höfðu 53% dvalið eitt ár í sjó, en 47% tvö ár eða lengur, en meðal- þungi á laxi var 3,6 kíló. Rannsóknir á sil- ungi í Mývatni á s.l. ári Þeir Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson frá Líffræðistofn- un Háskóla íslands gerðu á s.l. ári rannsóknir á silungi í Mývatni og í skýrslu sem borist hefur fá Veiðimálastofnuninni, segir m.a. annars að það séu eindregin til- mæli Veiðimálastofnunarinnar til Veiðifélags Mývatns að auka ekki fyrst um sinn sóknina í silungs- stofninn frá því sem nú er. Veiði- málastofnunin hefur í hyggju að auka verulega rannsóknir í vatn- inu í sumar í þeim tilgangi, að það nýtist sem best og því er það mikilvægt að veiðiaðferðum verði ekki breytt, meðan verið er að rannsaka hina ýmsu fiski- fræðilegu þætti, eins og t.d. ný- liðun, veiðidánartölu, vöxt o.fl. Tekið skal fram að með orðinu ,nýliðun“ er átt við seiði. Laxveiðin Á liðnu ári veiddust 10.161 laxar í Norðurlandskjördæmi vestra og 6.158 laxar í Norður- landskjördæmi eystra. Umtals- verð aukning var frá árinu 1976. Hér á eftir fer listi yfir einstakar ár og er talan sem kemur á eftir heiti árinnar, fjöldi veiddra laxa. Laxá á Ásum 1439. Vatnasvæði Blöndu 1413. Laxá ytri 71. Fnjóská 273. Skjálfandafljót 288. Miðfjarðará 2581. Víðidalsá og Fitjá 1792. Vatnsdalsá 1203. Laxá í Skefilsstaðahreppi 140. Sæmundará (Staðará) 212. Hús- eyjarkvísl 158. Laxá í Aðaldal 2699. Reykjadalsá og Eyvindar- lækur 593. Ormarsá 275. Deild- ará 224. Svalbarðsá 240. Sandá 474. Hölkná 219. Hafralónsá 312. Miðfjarðará við Bakkaflóa 248. Selá í Vopnafirði 1463. Vestur- dalsá í Vopnafirði 513 og Hofsá í Vopnafirði 1273. Forysta launþega hefur brugðist lág- launafólkinu segir Ingi Tryggvason, alþingismaður, í viðtali við Dag 4.DAGUR gera og ég undrast ennfremur þá óskammfeilni sem vissir stjóm- málaflokkar sýna láglaunafólki í landinu með túlkun sinni á fram- kvæmd kjaramálabaráttunnar. Mér dettur ekki í hug, að allar að- gerðir núverandi ríkisstjórnar þoli dóm sögunnar, en ekki yrði ég undrandi þótt forystulið launþega- samtakanna og stuðningslið þeirra, stjórnarandstöðuflokkarnir, hlytu enn harðari dóm. Mín skoðun er sú, að aðgerðir launþegasamtak- anna eða forystulið þeirra, hafi aukið misrétti launþega og kynt verulega undir verðbólgubálið, en í því brennur fyrst og hraðast undir- staðan að lífsafkomu hinna lægst launuðu. Þú hefur jafnan látið þér annt um landbúnaðarmálin ? Örðugleikar landbúnaðarins hafa verið mjög á dagskrá undanfarna mánuði. Um langt skeið hefur litlu munað, að útflutningbótaréttur samkvæmt lögum dygði til greiðslu fulls verðs til framleiðenda. Nú er augljóst að hann dugar ekki lengur. Margt vefdur því, svo sem sam- dráttur í neyslu, aukin framleiðsla, verðbólga innanlands og háar nið- urgreiðslur, og mikl tollvernd í viðskiptalöndum okkar. Sá vandi sem nú steðjar að sauðfjárbændum sérstaklega, verði ekki leystur af þeim einum. Þar þarf að koma stuðningur af almannafé. Þá er nauðsyn að styðja meira þá bænd- ur, sem skulda mikið vegna nýaf- staðinna framkvæmda. Við núver- andi aðstæður stendur afurðaverð- ið ekki undir þeim greiðslum, sem þessir bændur þurfa að inna af hendi. Betur þarf að skipuleggja framkvæmdir í landbúnaði en gert hefur verið og miða við það, að byggð haldist um land allt og hægt sé að halda uppi eðlilegu félagslífi í dreifbýli, kjör bænda verði sam- bærileg við kjör annarra stétta og þörfum landsmanna fyrir búvörum til neyslu og iðnaðar sé fullnægt. Landbúnaðurinn er nú sem fyrr einn af undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar og mikilvægi hans fyr- ir þéttbýlisbúa og þjóðina í heild er oft vanmetið. Þær hörðu árásir, sem gerðar hafa verið á landbún- aðinn í síðdegisblöðunum, eru þáttur í baráttu skammsýnna íhaldsafla gegn jöfnum lífskjara í landinu og jöfnun lífsaðstöðu milii landshluta. Orkumálin eru jafnan í brennidepli. Hvað viltu segja um þau? Framsóknarmenn hafa mótað þá stefnu í orkumálum, að raforku- öflunin verði færð á eina hendi og íslandsvirkjún stofnuð. Ég held, að þessi framkvæmd mála sé nauð- synleg forsenda jöfnunar orkuverðs í landinu og raunar tel ég, að ekki eigi að nema staðar við jöfnun raf- orkuverðsins, heldur beri einnig að jafna verð allrar þeirrar orku, sem notuð er til húsahitunar. Ég tel, að orkuöflunin eigi að miðast við þarfir þjóðarinnar, eðli- lega atvinnuuppbyggingu og not- kun til heimilisþarfa. Enn er langt í land, að allir landsmenn eigi jafnan aðgang að raforku, auk þess sem verðið er geysilega misjafnt. Brýnt er, að endurbyggja dreifikerfið í sveitum og breyta einfasa línum í þriggja fasa. Öryggi í orkumálum hefur aukist mjög við lagningu byggðalínunnar og vonandi fæst orka úr kröfluvirkjun a.m.k. þegar umbrotum linnir þar. Eftir á er auðvelt að sjá að rétt hefði verið að hraða byggingu byggðalínunnar meira en gert var. þótt bygging Kröfluvirkjunar hefði dregist nokkuð. Ég minnist þess, að ég flutti veturinn 1974-1975 tillögu þessa efnis í þinginu, sem ekki hlaut þó jákvæða afgreiðslu. En lítt þýðir að sakast um orðinn hlut og trú mín er sú, að Kröfluvirkjun eigi eftir að sanna gildi sitt þótt síðar verði. Að lokum, Ingi Trvggvason? Ég hef lítt rætt um innanhéraðs- málin í þessu samtali, en þar eru samningamálin mér efst í huga og mun ég gera grein fyrir þeim og fleiri málum síðar. Ég vil að síðustu óska, að úrslit alþingiskosninganna megi verða á þann veg, að sem best verði tryggðir hagsmunir þessa kjördæmis og fólksins, sem hér býr. Mín trú er sú, að góður árangur framsóknarmanna í kosningunum stuðli að því, að svo megi verða. Dagur þakkar svör þingmanns- ins. Skólaslit Samvinnuskólans að Bifröst Samvinnuskólanum að Bifröst var slitið hinn 1. mai. { Bifröst var í vetur 81 nemandi. þar af 37 í 1. bekk og 44 í 2. bekk. Luku annars- bekkingar allir burtfararprófi frá skólanum í skólaslitaræðu skólastjóra, Hauks Ingibergssonar, kom m.a. fram, að s.l. vetur voru haldin í samvinnu við Kaupfélag Borgfirð- inga í Borgarnesi verzlunarnám- skeið fyrir nemendur í 2. bekk. Fóru námskeiðin fram í Borgar- nesi, og dvöldu tveir nemendur þar í senn í vikutíma, þar sem þeir stunduðu afmarkað nám og starfs- þjálfun í sölubúðum kaupfélagsins. Félagslíf og félagsmálakennsla hefur alltaf verið í hávegum haft í Bifröst, og hefur Æskulýðsráð ís- lands nú viðurkennt félagsmála- námið í skólanum sem fullgilt kennaranám. Hafa útskrifaðir nemendur Samvinnuskólans því rétt til að kenna á félagsmálanám- skeiðum um land allt og nota það kennsluefni, sem Æskulýðsráð gefur út í því skyni. Efstar á burtfararprófi úr 2. bekk urðu Lára Ágústa Snorradóttir, Patreksfirði, sem hlaut 8.84, Guð- björg Skúladóttir, Borgarfirði, 8.75, og Guðlaug Baldvinsdóttir, Dalvík með 8,71. Framhaldsdeild í Reykjavík Þá var framhaldsdeild Samvinnu- skólans í Reykjavík slitið hinn 11. maí. Þar gengu til prófs 16 nem- endur í 3. bekk, sem allir luku prófum, og 18 nemendur í 4. bekk. Luku 17 þeirra stúdentsprófi, en hinn átjándi mun Ijúka prófi síðará árinu, þar sem hann stundaði nám utanskóla s.l. vetur vegna trúnað- arstarfa á vegum samvinnuhreyf- ingarinnar. Efst á stúdentsprófi varð Vilborg Hauksdóttir, sem halut 8,67, önnur varð María Jónsdóttir með 8,57, og þriðja Steinunn Jónasdóttir með 8,50. Aðrir nýstúdentar voru And- rés Magnússon, Arnar Gr. Pálsson, Ásgerður Þorsteinsdóttir, Guð- björn Smári Hauksson, Guðjón Kristjánsson, Kristín Einarsdóttir, Kristján Skarphéðinsson, Ragnar Jóh. Jónsson, Ragnheiður Jóhannsdóttir, Sigurjón Ingi Ing- ólfsson, Svanhildur Árnadóttir, Ulfar ' Reynisson, Vilhelmína Þ. Þorvarðardóttir og Vilhjálmur Sig- urðsson. & tP tP tP tP & & \V <b Fyrstadeild Önnurdeild Staðan í tyrstu delld: Staðan f annarrl deild: 1. Akranes 4 3 10 14-3 7 stig 1. KR 4 3 10 10-0 7 stig 2. Valur 3 3 0 0 10-3 6 — 2. Ármann 3 300 6-2 6 — 3. Fram 430 1 7-4 6 — 3. Austri 42 11 3-2 5 — 4. Víkingur 4202 7-8 4 — 4. Haukar 4 12 1 4-3 4 — 5. Þrótlur 4 12 1 5-6 4 — 5. Reynir 3 111 3-3 3 — 6. IBV 2 10 1 3-4 2 — 6. Þór 4 112 2-4 3 — 7. lBK 4022 5-7 2 — 7. ísafjörður 2 10 1 2-3 2 — 8. KA 4022 2-4 2 — 8. Fylkir 3 102 1-3 2 — 9. FH 302 1 2-4 2 — 9. Þrótiur 40 13 4-10 1 — 10. Breiðablik 40 13 3-11 1 — 10. Völsungur 30 12 1-5 1 — Á laugardaginn kl. 14.00 verð- ur fyrsti leikurinn á grasvellin- um hér á Akureyri. Þá keppa í fyrstu deild KA og Víkingar. Fyrir leikinn ieikur Blásara- kvartett Tónlistarskólans undir stjórn Roars Kvam. Búast má við góðum og skemmtilegum leik og eru þvf áhorfendur hvattir til að fjölmenna á völl- inn og hvetja heimaliðið til sigurs. KA hefur ekki ennþá tekist að vinna sigur í deildinni en þeir hafa gert tvö jafntefli og tapað tveimur leikjum. íslandsmótið í knattspyrnu 3. deild Um næstu helgi verður leikinn 5 umferð íslandsmótsins í knatt- spyrnu í fyrstu og annari deild. í fyrstu deild leiða saman hesta sína Þróttur og Vestmannaey- ingar. Akranes og Fram, KA og Víkingur, Breiðablik og Kefl- víkingar og Valur og FH. f annarri deild keppa Þróttur og Þór, Fylkir og Ármann. ísfirð- ingar og KR. Völsungar og Reynir og Haukar og Austri. Mikil spenna er strax komin í mótið og eflaust verða allir þessir leikir spennandi og skemmtilegir. Allir á völlinn! Nú er að hefjast keppni í þriðju deild í knattspyrnu. Nokkur lið úr Eyjafirði taka þátt í Norðurlands- riðli. Þessi lið eru : Reynir Árskógsströnd, Árroðinn Öngulstaðahreppi, Dags- brún Glæsibæjarhreppi og Magni frá Grenivík. Þessi lið hafa öll æft vel í vor og leikið nokkra æf- ingarleiki. Þjálfarar eru allir héðan frá Akureyri og fyrrverandi knatt- spyrnumenn. Gunnar Austfjörð þjálfar Reynir á Árskóg- strönd en Gunnar er nú óðum að ná sér eftir meiðsli þau er hann hlaut síðasta sumar. Steingrím- ur Björnsson þjálfar Ár- roðann, Þröstur Guðjóns- son Dagsbrún og Þor- móður Einarsson. Magna frá Grenivík. Þeir spá í næstu leiki Þessir áhugasömu áhorfendur á leik Þórs og Hauka urðu fúslega við þeirri bón íþróttasíðunnar að tippa á leiki Akureyrarfélaganna, Þór og KA, sem fram fara um næstu helgi. Páll Leósson taldi að Þórs- ararynnu Þrótt með einu marki gegn engu og að Sigurður Lárusson myndi skora markið. Þá taldi hann einnig að KA ynni auðveldan sigur yfir Víkingum, myndu skora tvö mörk gegn engu. Mörk KA yrðu skoruð af þeim Ármanni Sverrissyni og Jóhanni Jakobssyni. Felix Jósafatsson spáði jafntefli í báðum leikjunum. Marklausu hjá Þrótti og Þór og einu marki gegn einu hjá KA og Víkingum og hann taldi að Elmar myndi skora fyrir KA. Daníel Snorrason var trúaður á Þórssigur, þrjú mörk gegn einu. og Sigurður Lárusson, Jón Lárusson og Sigþór myndu skora fyrir Þórsara. Þá gerði hann ráð fyrir að KA ynni Víking með einu marki gegn engu og að Elmar myndi skora markið. Ófeigur Baldursson spáði eins og Daníel, þrjú mörk gegn einu fyrir Þór og að Sigurður, Jón og Sigþór niyndu skora. Hann hafði hins vegar ekki trú á að KA ynni Víking, taldi að sá leikur færi tvö eitt fyrir þá síðarnefndu — og að Elmar skoraði fyrir KA. DAGUR.5

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.