Dagur


Dagur - 14.06.1978, Qupperneq 6

Dagur - 14.06.1978, Qupperneq 6
- Aðalfundur KEA Á síðustu áratugum hafa allar ríkisstjórnir neyðst til að gera efnahagsráðstafanir, í því skyni að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna. Eins og dæmin sanna, skipti það litlu hvaða flokkar voru í ríkis- stjórn. Úrræðin sem þær gripu til hafa verið svo svipuð, að þar er ekki nema stigsmunur á. Gengisbreyting og skerðing eða afnám verðlagsbóta, eru úr- ræði sem allar ríkisstjómir hafa gripið til. Hins vegar hefur stjórnarandstaðan. hver sem hun hefur verið, kyrjað sama sönginn i hvert sinn, sem slíkar ráðstafanir hafa verið framkvæmdar. Senni- legt er þó, að í sambandi við síð- ustu efnahagsráðstafanir hafi meira borið á stóryrðum og brigslum um svik en oftast áður. Þar eiga síðdegisblöðin stærstan hlut að máli, enda virðast þau byggja tilveru sína á æsifrétta- skrifum. Til upprifjunar vil ég minna á, að eftir að minnihlutastjórn Al- þýðuflokksins var mynduð, með hlutleysi Sjálfstæðisflokksins árið 1959, var vísitalan tekin úr sam- bandi og sú skipan gilti á þriðja ár. Þó kaupgjaldsvísitalan væri 195 stig eftir að búið var að auka mikið niðurgreiðslur á vöruverði, voru kaupgreiðslurnar miðaðar við 175 stig, sem jafngilti 5,4% kjaraskerðingu og sú skerðing kom hlutfallslega jafnt niður á þá sem lægstu launin höfðu, sem og hina hálaunuðu. 1974 stóð vinstri stjórnin eins að málum. Tók vísitöluna úr sambandi, þeg- ar kaupgjaldsvísitalan sýndi að kaupgreiðslur áttu að hækka um 15,5 stig. Þá voru einnig auknar niðurgreiðslur á vöruverði, um sem svarar 7,86 stig eða helming þess sem kaupgreiðslur áttu að hækka samkvæmt samningum. Kaupskerðingin var því 6,7% í það sinn og hlutfallslega jöfn á öll laun. En nú, 1978, eru vísitölu- greiðslur skertar um helming á eftirvinnu og næturvinnu, og á laun til hátekjufólks, en hinsvegar fá þeir sem lág laun hafa fullar verðlagsgreiðslu á dagvinnulaun frá 1. júní sl. Sem sagt, að allir 6.DAGUR þeir, sem vinna aðeins dagvinnu, hvort sem um er að ræða tíma- kaupsfólk eða mánaðarkaups- fólk, t.d. allir sem taka laun sam- kvæmt Iðju- og verkamannatöxt- um eða hliðstæðum samningum, fá nú óskertar verðlagsbætur á launin, nema á yfir- og nætur- vinnu. Stefán Valgelrsson. Á flestum vinnustöðum mun að jafnaði vera unnir 10 tímar á dag og er hjá því fólki kjara- skerðingin 3,1% en var 1974 6,7% hjá sömu launaflokkum. Hins vegar er kjaraskerðingin margfalt meiri hjá þeim sem hafa há laun. Þeir fá nú hálfar verð- lagsgreiðslur og nemur kjara- skerðingin hjá þeim því um 11,5% en kaupskerðingin var hjá öllum eins í prósentvís 1959 og 1974. Krafa stjórnarandstöðunnar er nú sú að samningarnir taki strax gildi. Sem sagt, að þeir sem hafa hæstu launin fái nú fullar verð- lagsbætur á sín laun. Er þetta launajöfnunarstefna í verki? Stjórnarandstaðan segist berj- ast fyrir auknum jöfnuði auknu réttlæti. Eg sé ekki betur, en að þeirra réttlæti sé í verki aukið misrétti. Ef til vill telja þeir að það þurfi að viðhalda misréttinu, til þess að geta í orði kveðnu barist fyrir réttlæti. Niðurstaða kjara- samninga á undanförnum árum gefur a.m.k. tilefni til þess að slíkar grunsemdir sæki á hugann. f hvert sinn sem kjarasamning- ar eru í undirbúningi er sá ásetn- ingur mjög auglýstur að nú skuli stefnt að því að rétta hlut þeirra, sem lægstu launin hafa. En hefur niðurstaða orðið sú að launabilið hafi minnkað, þrátt fyrir slík fyr- irheit?... Hverjir hafa samnings- réttinn og semja um kaup og kjör fyrir það fólk sem er með lægstu launin? Eru það láglaunamenn? Er ekki mál til komið, að lág- launafólkið fari að hugsa ráð sitt betur en hingað til, láti ekki endalaust villa sér sýn? Eða getur það verið að það sé hagsmunamál láglaunafólksins í landinu að há- launamenn fái fullar verðlags- bætur á sín laun? Ef t.d. að matvörur hækka svo, að þær hækkanir sýni að kaup- greiðsluvísitala eigi samkvæmt því að hækka um 5%, sem mundi þýða að þeir sem hafa 120 þúsund á mánuði fengju 6 þúsund króna hækkun, en þeir sem hafa t.d. 360 þúsund, fengju 18 þúsund, og þeir sem hafa um 600 þúsund, (sem mun vera hæstu laun samkvæmt kjaradómi hjá ríkinu) ættu þá að fá 30 þúsund. Eftir þessari kenn- ingu þarf hálaunamaðurinn að borða margfalt meira en láglaunamaðurinn! Fyrir hvaða réttlæti er stjórnarandstaðan að berjast þegar hún krefst samn- ingana aftur í gildi? Er ekki rétt að hugleiða það betur en hingað til? þau tvö skipti sem ríkisstjórnin hefur reynt að stíga skref til þeirrar áttar, að minnka launa- mun í landinu, þá hefur stjórnar- andstaðan brugðist hin versta við. Þegar er láglaunabæturnar voru teknar upp 1974, voru viðbrögðin svipuð og nú, og ekki linnti lát- • unum fyrr en allir voru búnir að fá þessar láglaunabætur. Og nú er sama krafan uppi og þá ætti öll- um að vera það ljóst, að það verður aldrei hægt að rétta hlut þeirra lægst launuðu, ef þeir sem hafa hærri iaun eiga jafnan að fá hlutfallslega sömu hækkanir. Þeir sem þannig vinna stuðla að því að viðhalda og auka launamuninn í landinu. Þess skulu menn minn- ast í næstu kosningum. Stefán Valgeirsson (Framhald af bls. 1). leggja skyldi 4 milljónir króna af rekstrarafgangi í Menningasjóð KEA. Ennfremur samþykkti fund- urinn að úthluta og greiða út 4% arði af úttekt félagsmanna í Stjörnu Apóteki. I skýrslu Menningasjóðs KEA kom fram, að úthlutað hafði verið 8 styrkjum að upphæð samtals 1.4 millj. króna á nýafstöðnum fundi sjóðsstjórnarinnar. Voru styrkirnir veittir ýmsum aðilum, einstakling- um og félögum á félagssvæði KEA. Sérmál fundarins var „Verslun- arþjónusta Samvinnuhreyfingar- innar“ en framsögn hafði Björn Baldursson, verslunarfulltrúi. Miklar og góðar umræður urðu um þetta mál. Samþykkt var eftirfar- andi tillaga frá deildarstjórn Akur- eyrardeildar. „Aðalfundur Kaupfélags Ey- firðinga haldinn 9. og 10. júní 1978 felur stjóm félagsins að gangast fyrir víðtækri könnun á afstöðu viðskiptavina félagsins á þeirri verslunarþjónustu sem félagið veitir á félagssvæðinu. Athugun þessi beinist annars- vegar að þjónustu félagsins að því er tekur til dagvöru og sérvöru, hvað sé til fyrirmyndar og hvað mætti betur fara. I því sambandi verði sérstaklega kannað hvort viðskiptavinir félagsins leggi meira upp úr fjölbreytni í vöruvali þó það (Framhald af bls. 51. Heimir Hannesson. stuðning við framleiðsluatvinnu- vegina og viðnám gegn verðbólgu er rétt stefna. Ég hefði hinsvegar kosið, að þegar á árinu 1977 eða fyrr hefði ríkisstjórnin gripið til róttækra viðnámsaðgerða gegn verðbólgunni og tengt þær að- gerðir öðrum langtíma sjónar- miðum, sem kynntar hefðu verið um leið. Slík stefnumörkun hefði bæði verið líklegri til raunveru- legs árangurs og áreiðanlega fengið betri viðtökur. Það er alltaf spenna í þjóðfélaginu á kosn- ingaári og fer ekki allt sem skyldi. Þjóðin ætlaðist til þess, að ríkis- stjóm með þennan sterka þing- meirihluta gripi til sterkra og áhrifaríkra aðgerða það má gagnrýna, að of seint var brugðizt við og með of einhliða aðgerðum. Hvaða leið telur þú skynsamlegasta í iðn- aðarmálum til að taka við auknum fólksfjölda geti leitt til þess að verðlag verði hærra en ella. í annan stað verði kannað hver sé afstaða félagsmanna og við- skiptavina félagsins til þeirrar þró- unar síðustu ára að hafa verslanir færri en stærri. Einnig verði kann- að hvort áhugi sé fyrir því að reistur verði svonefndur stórmarkaður á Akureyri. Stjórnin leggi niðurstöður þess- arar könnunnar fyrir næsta aðal- fund félagsins." Tillaga um sameiningu Kf. Ól- afsfirðinga og Kf. Eyfirðinga var samþykkt samhljóða.en slíka til- lögu þurfa tveir félagsfundir í röð að samþykkja. Úr stjórn félagsins áttu að ganga Hjörtur E. Þórarinsson, Tjöm, og Sigurður Óli Brynjólfsson, Akur- eyri, en þeir voru báðir endur- kjörnir. Einnig voru endurkjörnir í varastjórn þeir Sigurður Jósefsson, Torfufelli, og Jóhannes Sigvalda- son, Akureyri. Hilmar Daníelsson, Dalvík, var endurkjörinn endur- skoðandi, en Jóhann Helgason, Akureyri var kjörinn varaendur- skoðandi. Séra Birgir Snæbjörns- son var endurkjörinn í stjórn Menningasjóðs KEA svo og þau Hólmfríður Jónsdóttir, mennta- skólakennari og Jóhannes Sig- valdason, ráðunautur. Þá voru kjörnir 17 fulltrúar á aðalfund Sambands íslenskra Samvinnufé- laga. á Norðurlandi? Og tel- ur þú stóriðju - s.s. ál- bræðslu - nauðsynlega við Eyjafjörð? Ég eins og fleiri norðanmenn er lítt hrifinn af álveri við Eyjafjörð af margvíslegum ástæðum. En ég vil alls ekki útiloka nýjan meng- unarlausan iðjurekstur, ef hann fellur inn í þjóðfélagslegar að- stæður og á sér hagstæðan við- skiptalegan grundvöll frá ís- lenzku sjónarmiði og samstarf við erlenda vil ég heldur ekki útiloka, t.d. um markaðs- og sölumál, ef innlendir aðilar hafa að öllu leyti síðasta orðið. Það sem við blasir hinsvegar á næstunni er veruleg efling á þeirri íslenzku stóriðju, sem þegar er í fullum gangi og er þar átt við iðnrekstur samvinnu- hreyfingarinnar það er ein nær- tækasta leiðin til að taka við auknum fólksfjölda ogstyrkja þar með öflugustu byggðina utan Faxaflóans. Erfiðleikar í mark- aðsmálum hafa skapað sam- vinnuiðnaðinum á Akureyri tímabundna erfiðleika, sem m.a. stafa af tregðu í Rússlandsvið- skiptum. Það er líklegt að valda erfiðleikum að þurfa að treysta á einn viðskiptaaðila, hvort sem hann er austan tjalds eða vestan og skal með þessu sízt gert lítið úr hinum mikilvægu viðskiptum við Sovétríkin. Það hlýtur hinsvegar að vera mikilvægt stefnumark fyrir samvinnuiðnaðinn að stór- auka útflutning til hinna frjálsu markaðssvæða um leið og stjórn- völd verða að leggja aukinn íþrýsting á Sovétríkin þess efnis, að á meðan við kaupum í veru- legum mæli frá þeim er til þess ætlast að þau haldi áfram við- skiptum við okkur. A lúðarþakkir færi ég öllum þeim er heiðruðu mig með heimsóknum, heillaóskum og gjöfum á sjö- tugsafmœli mínu þann 1. júní sl. KJARTAN SIGURÐSSON, Löngumýri 5. j Akureyrarkirkja. Messað n.k. sunnudag kl. II f.h. Sálmar 455,368,196,343,529. B.S. Laufáskirkja, fermingarguð- þjónusta 17. júní kl. 2 e.h. Fermingarbörn Hannes Skýmisson Skarði, Jóna Hrönn Bolladóttir Laufási. Kristinn Snæbjörnsson Nolli. Sóknarprestur. Fíladelfía Lundargötu 12. Al- mennur biblíulestur fimmtu- daginn 15 júní kl. 20.30. Al- menn samkoma sunnudaginn 18 júní kl. 20.30. Fagnaðarer- indið flutt í tali og tónum. Allir hjartanlega velkomnir. Fíladelfía. mmmmtmmmmm Ferðafélag Akureyrar. Herðu - breiðarlindir og Bræðrafell 16-18 júní. Brottför kl. 8 á föstudagskvöld. Næstu ferðir Engidalur-Svartárkot og Hvamdalur-Héðinsfjörður. Skrifstofan er opin mánudaga og fimmtudaga kl. 6-7 Orlofsferð verður farin á vegum Árskógs, Arnarnes, Skriðu, Öxnadals og Glæsibæjar- hrepps orlofsnefndar dagana 28, 29 og 30 júní. Auglýst nánar. Nefndin St. Georgsgiidið. Landsþingið verður sett við Hvammstanga laugardaginn 1. júlí kl. 5 e.h.f Þátttaka tilkynnist í símum I 24225 og 22738 fyrir 25 júní. j Tökum börnin með. Stjórnin Skákmenn munið 15 mínútna mótið í Félagsborg, klukkan 20 á miðvikudag. Stjómin 11® Þann 10. júní voru gefin sam- an í hjónaband í Akureyrar- kirkju brúðhjónin ungfrú i Margrét Guðbjörg Hólm-! steinsdóttir og Haukur Kristj- ánsson tæknifræðingur frá Leyningi Eyjafirði. Heimili þeirra verður að Bjarmastíg 5, Akureyri Hi Stefán Valgeirsson, alþingismaður: Allir stjórnmálaflokkarnir hafa framkvæmt svipaðar efnahagsaðgerðir og nú - Tilgangurinn

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.