Dagur - 23.06.1978, Blaðsíða 1
TRÚLOFUNAR-
HRINGAR
AFGREIDDiR
SAMDÆGURS
GULLSMIÐIR
SIGTRYGGUR & PÉTUR
AKUREYRI
Vínbann og
öflugt eftirlit
í lok næstu viku halda
ungmennafélögin mikla
samkomu á Melgerðis-
melum í Eyjafirði. Sam-
kvæmt þeim upplýsing-
um, sem blaðið fékk, átti
áfengisneysla ekki að
vera bönnuð þar, sam-
anber umsögn í síðasta
blaði.
Nú hefur það hins
vegar verið upplýst af
forráðamönnum, að
þetta er alrangt og
verður þar bæði vínbann
og öflug löggæsla, því
ætlunin er, að þarna
verði bæði fjölmenn
samkoma og fyrirmynd-
arsamkoma. Leiðréttist
hér með fyrri umsögn
um þetta og biður af-
sökunar á, að betri,
heimilda var ekki aflað í
upphafi.
Sterkasta og
áhrifamesta aflið
„Aðalfundur Kaup-
félags Langnesinga,
haldinn á Þórshöfn 30.
apríl 1978, mótmælir
harðlega þeim sjúklega
málflutningi, sem komið
hefur fram, að kaup-
félögin og samvinnu-
hreyfingin vinni gegn
hagsmunum bænda-
stéttarinnar. Áróður af
þessu tagi er tæplega
svara verður en gefur þó
tilefni til að samvinnu-
menn haldi vöku sinni,
standi vörð um það sem
áunnist hefur, minnist
þess, að það voru bænd-
ur sem stofnuðu kaup-
félögin, sem ætíð síðan
hafa unnið að hags-
munamálum þeirra og
annarra þegna þjóð-
félagsins.
Kaupfélögin reka
margháttaða, lífsnauð-
synlega þjónustu, sem
aðrir aðilar hafa hvorki
vilja né getu til, og styðja
jafnframt að margvís-
legum framkvæmdum í
dreifbýlinu. Þannig hafa
samvinnufélögin tví-
mælalaust verið sterk-
asta og áhrifamesta afl-
ið, sem stutt hefur byggð
um gervallt landið.“
Avarp til kjósenda
t kosningunum 25. júní nœst-
komanái ráðast styrkleika-
hlutföll stjórnmálaflokkanna á
Alþingi nœsta kjörtimabil.
Þessar kosningar munu því
ráða úrslitum um höfuðdrcetti
þeirrar stjórnarstefnu, sem upp
verður tekin nú að kosningum
loknum.
Við, frambjóðendur Fram-
sóknarflokksins í Norður-
landskjördœmi eystra leitum
nú til kjósenda í kjördœminu
um stuðning og styrk til að
vinna áfram að framfaramálum
kjördœmisins í anda þeirrar
landsbyggðarstefnu, sem
Framsóknarflokkurinn hefur
mótað, barist fyrir og hrundið
verulega áleiðis á undanförnum
árum.
Okkur er Ijóst, að nú eru
miklir breytinga- og byltinga-
tímar og íslenskt þjóðfélag er í
örri mótun.
Við biðjum þig að íhuga
vandlega þátt Framsóknar-
flokksins og þingmanna hans i
þessu kjördœmi sérstaklega í
því uppbyggingarstarfi, sem hér
hefur farið fram.
Við biðjum þig ennfremur að
íhuga, hvort þau markmið, sem
Framsóknarflokkurinn og við,
frámbjóðendur hans í kjör-
dœminu stefnum að, séu ekki
einmitt líkleg tilað tryggja þér,
fjölskyldu þinni og fólkinu öllu
í þessum landshluta það jafn-
rœði við aðra þegna þjóð-
félagsins, sem við hljótum öll
að stefna að.
Úrslit kosninganna 25. júní
ráða þvi, hvort fjöldi þing-
manna Framsóknarflokksins í
þessu kjördœmi verður sá sami
og verið hefur.
Við biðjum þig vinsamlega
að stuðla að þvi með atkvæði
þínu, að svo megi verða.
Ingvar Gíslason
Stefán Valgelrsson
InglTryggvason
Pétur BJörnsson
Heintir Hannesson
Valgerður Sverrlsdóttir
ÓN ARMANN HÉÐINSSON:
Tryggjum Inga Tryggva-
syni áfram þingsæti
Blaðamaður Dags hitti Jón Ár-
mann Héðinsson á ferðalagi
hér nyrðra í síðustu viku og
barst talið að hans högum og
að áliti hans á stöðu stjórn-
málanna þessa dagana.
f þessu samtali sagði Jón
Ármann eftirfarandi.
„Ég er ekki beinn þátttakandi í
stjómmálabaráttunni í dag, en
hinsvegar hef ég fylgst með. Bragi
Sigurjónsson virðist eiga góða
möguleika, en baráttan verði um
sjálfstæðismanninn og framsókn-
armanninn.
Ég mun ekki draga neina dul á
það, samkvæmt góðri og mikilli
samvinnu milli mín og Inga
Tryggvasonar á síðastliðnum
fjórum árum hversu samvisku-
samlega og einarðlega Ingi vinn-
ur á Alþingi. Teldi ég það slys, svo
Jón Ármann Héðinsson.
ekki sé meira sagt, ef hann félli út
í þessari orrahríð.
Áherslu legg ég á, að menn
vinni heiðarlega og samvisku-
samlega, hvaða skoðun sem
menn hafa á landsmálunum.
Ingl Tryggvason.
Við Þingeyinga vildi ég mega
segja þetta:
Ég teldi sóma að því fyrir þá, að
tryggja Inga Tryggvasyni áfram
þingsæti."
Kaupmattur launa
hefur vaxið verulega
/ útvarpsrœðu sinni s.l. þriðju-
dag sagði Ingvar Gíslason
alþm. m.a.:
„Ekki fer milli mála að um-
ræður í þessari kosningabar-
áttu snúast að mestu leyti um
eitt meginatriði, þ.e.a.s. launa-
og kjaramál almennings.
Margs konar misskilnings
gœtir íþessari umræðu, enda er
umfjöllun um launa- og kjara-
mál einhœf og villandi.
Kjör almennings er eðlileg-
ast að miða við kaupmátt
launa en ekki krónutölufjölda.
Krónutölufjöldinn getur svikið,
þegar verðbólguástand ríkir, en
kaupmáttarstigið mœlir kjörin
rétt. Miðað við kaupmáttar-
stigið nú eru kjörin betri á
þessari stundu en oftast áður.
Þessi staðreynd stingur vissu-
lega í stúf við kjaraskerðingar-
talið.
Árið 1971 var sett kaup-
máttarvísitalan 100.
Árið 1972 var kaupmáttur
117 stig, 1973 119 stig, 1974
133 stig, 1975 114 stig, 1976
112 stig.
Þetta sýnir vissulega að
kaupmátturinn hefur ekki allt-
af verið jafn á þessu umrœdda
árabili, enda gekk á ýmsu um
þjóðarhagi þessi ár. En hitt er
Ijóst að kaupmátturinn var
alltaf vel yfir 100 stiga mark-
inu, yfirleitt á bilinu 112-119
stig nema hið frœga ár 1974,
þegar kaupmáttarstigið rauk
allt í einu upp fyrir 130 stig við
all óvenjulegar aðstœður, sem
naumast er hœgt að miða við.
Árið 1977 óx kaupmátturinn
verulega, eða um 10% miðað
við 1976, og enn er hann í vexti
á líðandi ári þannig, að kaup-
(Framhald á bls. 2).
Próf-
steinn
unga
fólksins
Kosningabarátta sú, sem staðið
hefur yfir síðustu mánuði, má segja
að hafi einkennst af tvenns konar
áróðri:
Annars vegar þeim, sem fram-
sóknarmenn hafa beitt, þar sem
kjósendur eru hvattir til að skoða
málin í samhengi hvort við annað
og þau skýrð. Vitnað er þar til lið-
innar tíðar og ástand nútíðar til að
auðvelda skilning manna á heild-
arstefnunni.
Hins vegar hafa aðrir flokkar,
sérstaklega Alþýðubanda lagið og
Alþýðuflokkur beitt neikvæðum
áróðri, dylgjum og persónurógi.
Ennfremur hafa þeir tekið einstök
mál út úr heildarmyndinni og full-
yrt, að þau mætti leysa ein sér, án
samhengis við annað.
Kosningarnar á sunnudaginn
kemur verður prófsteinn á það,
hvor aðferðin verður notuð af ís-
lenskum stjórnmálamönnum á
næstu árum.
Það fer raunar ekki milli mála
hvor aðferðin verður heilladrýgri
íslenskri þjóð þegar til lengdar læt-
ur, og þvi hvet ég Akureyringa og
Norðlendinga alla, ekki síst ykkur,
unga fólkið, sem meira er sótt að, til
að hafna þeim mönnum og flokk-
um, sem sýna ykkur lítilsvirðingu
með því að ætla ykkur skorta
dómgreind, en styðjið í staðinn
frambjóðendur Framsóknar-
flokksins, sem treysta á skilning og
dómgreind.
Jafnframt þessu skuluð þið hafa
það hugfast, að það er fyrst og
fremst stefna framsóknarmanna,
sem hefur mótað og stuðlað best að
atvinnu- og mannlífsþróun á
Norðurlandi, m.a. með öflugum
stuðningi við samvinnufélögin.
Stuðlið að áframhaldandi far-
sælli þróun á Norðurlandi og kjósið
B-listann — lista framsóknar-
manna.
Sigurður Óli Brynjólfsson.
Kjósum snemma - vinnum að framgangi B-listans