Dagur - 23.06.1978, Blaðsíða 8

Dagur - 23.06.1978, Blaðsíða 8
DAGUR Akureyri, föstudaginn 23. júní 1978 MONRO-MATIC ® SHOCK ABSORBER HÖGGDEYFÁR í FLESTA BÍLA $ Bústofninn Bústofn landsmanna hefur litlum breytingum tekið síð- ustu árin. Nautgripir eru rúmlega 60 þúsund og mjólkurkýr eru 36-38 þúsund. Vetrarfóðrað sauðfé eru 860 þúsund, en í sumarhög- um mun sauðfé hátt í tvær milljónir. Hrossum fer mjög fjölg- andi. Þau eru talin 40-50 þúsund, en sumra áliti mun fleiri, jafnvel um 60 þús- und. • Margir vinnavið iandbúnað lim 8% þjóðarinnar vinnur við landbúnaðarstörf. En ef til þess er litið, sem unnið er fyrir landbúnaðínn og vegna hans, er dæmið allt annað. Fyrir landbúnaðinn er t.d. framleiddur áburður, en vegna landbúnaðarins, skap- ar mjólkuríðnaðurinn mikla vinnu, einnig sláturhúsin, kjötvinnslustövar, verk- smiðjur við ullar- og skinna- vörur. Á móti hverjum manni í landbúnaði vinna allt að tveir J j § —S ” “jl -p l l JL menn í úrvinnslu- og þjón- ustugreinum, og skapar landbúnaðurinn þannig mjög mikla vinnu þegar a ’heildina er litið. Um 20% af þjóðar- fekjunum má heimfæra undir landbúnaðinn. Þjóðartekjur 1978 eru áætlaðar 511 millj- arðar króna og hlutur land- búnaðarins er samanlagt um 4,6 milljarðar króna á ári. 0 Verðmæti Búvaranna Heildarverðmæti landbúnað- arframleiðslunnar er mjög mikið. Á síðasta verðlagsári, sem hefst 1. september og týkur 31. ágúst, var verðmæti landbúnaðarframleiðslunnar 23 milljarðar króna og er þetta miðað við verð til bænda. Þar af komu 10,5 milljarðar króna frá naut- griparæktinni og 8,7 millj- arðar frá sauðfjárbúskapn- um. Afurðir hrossa námu 271 milljón króna, en garðávextir og gróðurhúsaafurðir námu 973 milljónum króna. Afurðir svina og alifugla voru 1965 milljónir og eru þetta stærstu liðirnir. Búist er við, að bús- afurðir fyrir yfirstandandi verðlagsár verði 33-34 millj- arðar króna. Hvað gerði Alþýðu- flokkur á þessum árum? Árni Gunnarsson, ritstjóri Al- þýðublaðsins, sem er sendimaður að sunnan frá flokksforystunni, hefur mætt á nokkra framboðs- fundi hér í kjördæminu, en hann skipar annað sætið á lista Al- þýðuflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra. Hann hefur les- ið upp langan lista um það, sem Alþýðuflokkurinn hefur í hyggju — þ.e.a.s. ef eitthvað má marka upplestur Árna. En hvorutveggja er að flestir sem til heyra, eiga erfitt með að átta sig á því hvernig hægt sé nema á yfirnáttúrlegan hátt, að koma því heim og saman sem Alþýðuflokkurinn stefnir að. T.d. að lækka skatta — felia þá alveg af venjulegum launatekjum og yfirleytt að minnka skatttöku ríkissjóðs, en hinsvegar að auka framkvæmdir á öllum sviðum, hækka tekjutryggingu til muna og í stuttu máli — í hans munni var auðvelt að gera allt fyrir alla. Undir þessari tölu Árna kom í hugann hin góða vísa „Ef að ég hjá pabba einn fimmeyring fengi...“ Og Árni var bæði undr- andi og hneykslaður að ýmislegt skildi vera enn ógert í Ólafsfirði. Hins vegar ræddu frambjóð- endur Alþýðuflokksins ekkert um það, hvað flokkurinn hefði gert í öll þessi ár — tólf að tölu — er hann stjórnaði með Sjálfstæðis- flokknum. Væri nú ekki gott fyrir kjósendur ef Árni vildi lesa upp á framboðsfundum þá afrekaskrá sem Alþýðuflokkurinn átti hlut að á viðreisnarárunum? Það hlýt- ur að vera marktækara hvað flokkurinn hefur gert — þá hann hafði tækifæri til, en að lesið sé upp fyrir kosningar einhver lof- orðalisti — ef þeir komast aftur í þá aðstöðu að geta myndað á nýjan leik viðreisnarstjórn. Annar frambjóðandi Alþýðu- flokksins, Jón Helgason sagði, að flokkurinn væri opinn flokkur, sem kjósendur gætu mótað að vild sinni. Sem sagt, það sem Al- þýðuflokkurinn vill í dag, getur orðið allt annað á morgun, a.m.k. ef svo fer sem nú horfir, að hægri öflin í Sjálfstæðisflokknum telji sér henta að yfirtaka þennan flokk. Hvað skildi Alþýðuflokk- urinn vilja þá? Síðastliðið haust hóf JRJ Bif- reiðasmiðjan h.f. starfsemi sína í Varmahlíð, Skagafirði. Verk- stæðið er eitt af fáum sérhæfð- um verkstæðum sinnar tegund- ar á Norðurlandi, en það býður m.a. upp á bifreiðaréttingar, yf- irbyggingar, bólstrun og gler- skurð. Jóhann R. Jakobsson, bifreiða- smiður, sagði í viðtali við Dag, að verkstæðið væri viðurkennt af Bíl- greinasambandinu, og er það í húsi Vegamóta s/f - rétt sunnan við Varmahlíðar. Hjá JRJ starfar bif- reiðasmiður, bílamálari og tveir aðstoðarmenn. Þess má geta í sam- bandi við bílamálunina, að aðstaða til hennar er mjög fullkomin Verk- stæðið byggir yfir allar gerðir jeppa, pickupbíla og minni bíla. Sýnlthom af framlelðalu JRJ. Blfrelðaamlöjan framlelðlr tvnr gerðlr af húaum á þeasa tegund Jeppa. í sl. viku luku starfsmenn Stór- fyrirtækið tók að sér vega og hóls á Dalvík jarðvegsvinnu á skolpræsalagnir fyrir verka- lllugastöðum í Fnjóskárdal, en lýðsfélögin, sem hafa byggt á lllugastöðum orlofsheimili fyrir félagsmenn sína. Verið er að leggja síðustu hönd á sex ný orlofshús, en þá eru alls risin 25 hús á lllugastöðum. „Það eru að rísa sex ný hús nyrst í hverfinu og er áætlað að taka þau í notkun í sumar“, sagði Hlíf Guðmundsdóttir á Illuga- stöðum. „í bígerð er að byggja fleiri hús norðar, og verður und- irbúningur að byggingu þeirra hafinn í sumar. Með þessum sex húsum eru alls komin 25 orlofs- hús á Illugastöðum og eru þau í eigu verkalýðsfélaga víðsvegar um landið“. Starfsmenn Stórhóls eru hér að flytja sfðasta tæklð af staðnum. Myndir: á.þ. Ein með öllu I lok næstu viku verður heil- mikil útisamkoma haldin á Melgerðismelum í Eyjafirði. Fjöldinn allur af skemmtikröft- um kemur fram og má m.a. nefna Jörund, Brunaliðið, Halla og Ladda, Mannakorn og Baldur Brjánsson. Það er ung- mennasamband Eyjafjarðar og ungmennafélögin í Saurbæj- arhreppi sem standa að sam- komunni. Mótsvæðið er opnað kl. 16, föstudaginn 30. júní. Skemmti- dagskrá hefst kl. 14 laugardag og sunnudag og dansað er á tveim pöllum öll kvöldin. Fjölskyldu- búðir eru skipulagðar og verður í þeim leiktæki fyrir yngri kyn- 0 Þaðvarævin- týri líkast Haft er eftir merkum manni, að það hafi verið ævintýri lík- ast hve margt breyttist úti á landsbyggðinni þegar til valda kom ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar 1971. Tog- araflotinn var efldur, frysti- húsin endurbyggð og hið ár- lega og þjakandi atvinnuleysi sjávarþorpanna hvarf. slóðina. Einnig er sérstakt svæði fyrir hjólhýsi. Eyfirðingar ætla að skora á þingeyingá í reiptog yfir Eyja- fjarðará og ef að líkum lætur mun hvorugur aðilinn gefa sig fyrr en í fulla hnefana. Þá ætla skemmti- kraftar að keppa í knattspyrnu. Baldur Brjánsson stýrir liði UMSE. ÚTISAMKOMA ÁRSINS Sátlfo EINMEÐ0LLU 30.JUNI-2.JULI MELGERÐISMELUM i EYJAFIRÐI Útisamkoman ber nafnið „Eir með öllu“ og það kostar sjö þús und krónur að fara inn á móts svæðið á föstudag og laugardag Hins vegar fá börn innan tólf ár£ aldurs ókeypis inngöngu. Séð yflr nýju húsin. Sex ný hús á lokastigi á lllugastöðum Starfsmenn Stórhóls farnir heim JRJ af fáum sérhæfðum verkstæðum sinnar tegundar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.